NT - 26.06.1984, Blaðsíða 21

NT - 26.06.1984, Blaðsíða 21
 Þriðjudagur 26. júní 1984 21 Heimsliðið enn yfir - en Sovétmenn hafa yfirburði í biðskákum London-Keuter ■ Sigur kortsnois í skák hans við Polugajevsky tryggði heims- liðinu að halda stigi sínu yfír liði Sovétríkjanna eftir aðra umferð, á sterkasta skákmóti sem háð hefur verið, í London í ’ gær. En sérfræðingar sögðu að Sovétmennirnir stæðu vel að vígi í nokkrum biðskákum, sem tefldar verða í dag, þriðjudag, og mundu þá að öllum líkindum ná yfírhöndinni. Eftir aðra umferð hafði heimsliðið 7 vinninga gegn 6 vinningum Sovétliðsins. Sjö skákir eru í biðstöðu. Eftir fyrstu uniferð var staðan 3 1/2 gegn 2 1/2. í annarri umferð vann hvort lið um sig eina skák. Fimm jafntefli urðu. Kortsnoi vann sína skák er Polugajevsky féll á tíma, og Be- liavsky sigraði Seirawan frá Bandaríkjunum. Heimsmeist- arinn Karpov varð að gera sér jafntefli að góðu gegn Andersson Svíþjóð og sömuleiðis áskor- andinn Kasparov, sem gerði jafntefli við Timman Hollandi. Þrjár skákir fóru í bið í annarri umferð og er heimsliðið í varnarstöðu í þeim öllum og telja sérfræðingar Sovétmenn- ina sigurstranglega þegar þær verða tefldar. Urslit í 2. umferð eru þessi: Karpov-Andersson 1/2-1/2. Kasparov-Timman Hollandi 1/2-1/2. Polugajevsky-Kortsnoi Sviss 0-1. Tukmakov-Ljubojevic Júgósl- avíu biðskák. Vaganjan-Ribli Ungverjalandi 1/2-1/2. Beliavsky-Seirawan Bandaríkj- unum 1-0. Romanishin-Nunn Bretlandi 1/2-172. Razuvaeu-Húbner Vestur- Þýskalandi biðskák. Yusupov-Miles Bretlandi 1/2-1/2. Sokolov-Torre Filippseyjum biðskák. Eftir fyrstu umferð hafði heimliðið 3 1/2 vinning gegn 2 1/2 vinningi Sovétmanna. Fjór- ar skákir fóru í bið. Önnur umferð 3 1/2 gegn 3 1/2, þrjár biðskákir. Tefldar verða fjórar umferðir og þarf annað hvort liðið að fá 20 1/2 vinning til að sigra. ■ Leiðtogar ríkja Efnahagsbandalagsins hófu fund í Fointainbleau í Frakklandi í gær. Þar er þess freistað að leita lausnar á mörgum deilumálum sem uppi eru innan bandalagsins. Meðal hinna erfíðari máia sem rædd eru á fundinum er sú krafa Breta að framlag þeirra verði lækkað verulega. Deilt hefur verið um þetta mál lengi og telja Bretar framlag sitt alltof hátt. Niðurgreiðslur og framlög til landbúnaðarmála eru einnig mjög umdeild og margt er það ileira sem leiðtogarnir þurfa að leita sátta um. Myndin er tekin í byrjun fundarins i gær. Tatchcr forsætisráðherra Breta þykir ekki líkleg til að gefa sinn hlut fremur en fvrri daginn. Beint gengt henni situr Mitterand forseti Frakklands. simamynd: polfoto Er stjórnin að missa meirihlutann? ■ Fjórar fjöldagöngur voru farnar í París s.l. sunnudag til að mótmæla lagafrumvarpi sem liggur fyrir franska þinginu um meiri miöstýringu skólakerfisins, en í Frakklandi eru margir einkaskólar, sem flestir eru reknir á vegum, eöa í tengslum við kirkjuna. Mótmælendur fylltu Bastillutorgið, sem var vagga byltingarinnar 1789. Þeir sem að mótmæl- unum stóðu segja að 2 milljónir manna hafi tekið þátt í þeim, en innanríkisráðuneytið telur að 850.000 manns hafí gengið. kerfið verði miðstýrt. Stjórnarsinnar segja aftur á móti að frjálsræði muni aukast í menntakerfinu með breytingu á skólalöggjöfinni. En hvernig sem á það er litið ber stjórnmálaskýrendum saman um að hin mikla þátttaka í mót- mælunum sýni að stuðningur við stjórn sósíalista fer þverrandi. Hin mikla þátttaka í mótmæl- unum er talin rnikill ósigur fyrir frönsku stjórnina, sem kemur í kjölfar minnkandi fylgis hennar í kosningunum til Evrópuþings- ins um síðast liðna helgi. And- stæðingar stjórnarinnar telja að gangan sýni að sósíalistastjórnin hafi ekki meirihluta kjósenda á bak við sig. Frumvarpið hefur þegar verið samþykkt í fulltrúadeild franska þingsins en á eftir að fara í gegn- um öldungadeildina. Hægri sinnaðir stjórnarand- stæðingar hafa lagt mikið upp úr að foreldrar fái að velja um í hvaða skóla börn þeirra ganga og berjast með öllum tiltækum ráðum gegn því að allt skóla- Carrington lávarður: Hlynntur samningum og slökunarstefnu Brussel-Reuter ■ Carrington lávarður, fyrr- verandi utanríkis- og varnar- málaráðherra Bretlands, hefur tekið embætti aðalritara NATO af Joseph Luns sem gengdi því starfi í 13 ár. Carrington lávarður fær í arf ýmis konar vandamál sem gera Foucault látinn París-Reuter ■ Franski heimq)ekingurinn Michel Foucault lést í gær, 57 ára að aldri. Ekki hefur verið skýrt opinberlega frá dánaror- sökinni, en hinn látni hafði dvalið á sjúkrahúsi í tíu daga, en hann þjáðist af óreglu í taugakerfi. Foucault var mikilvirkur rit- höfundur og einn af mikilvirt- ustu heúnspekingum Frakka og var almenn Iitið á hann sem arftaka Jeal-Paul Sartre á and- lega sviðinu. starf hans erfitt. Þar má telja kröfur um að NATO byggi upp hefðbundinn herafIa,fjárskort, og þrýsting frá Bandaríkjunum á ríki í Vestur-Evrópu um að þau auki fjárframlögsín til varn- - armála. Carrington dregur í efa að lausnin í varnarmálum vest- rænna ríkja felist í nýjum stefnumiðum eða nýrri tækni í vopnaframleiðslu og trúir á fækkun kjarnorkuvopna. Von- ast er til að hann komi fram með ákveðnar lausnir á varnarmál- unum en bent er á að vald aðalritara NATO sé ekki eins mikið og virðist því hann þarf að vinna eftir samþykktum 16 bandalagsríkja. Þegar Luns lét af embætti varaði hann við því í lokaræðu sinni að hættur fælust í slök- unarstefnu í samskiptum við Sovétríkin og vanrækslu á vörnum í Evrópu. Carrington lávarður er hins vegar hlynntur viðræðum og samningum og hefur megnustu andúð á því kalda stíði sem hefur einkennt sambúð risaveldanna undanfar- ið. Hann hefur lýst því yfir að hægfara pólítísk hrörnun eigi sér stað í Sovétríkjunum og hefur líkt Moskvu við býsanska ríkið, innan fárra áratuga mun hún falla og fallið verði innan- frá. ■ Breytingar á franska skólakerfínu ætla að reynast Mitterrand þungar í skauti. Austur-Berlín: 50 manns leita hælis hjá vestur-þýskum Ausiur Berlín-Rcuter ■ Vestur-Þýskaland hefur ákveðið að banna Austur-Þjóð- verjum að koma inn í hús sendi- nefndar þeirra í Austur-Beriín, en þar hafa nú 50 manns leitað hælis til að reyna að komast úr landi. Hans Otto Braetigen, for- maður sendinefndarinnar sagði blaðamönnum í gær að þeir væru ekki lengur í þeirri að- stöðu að geta veitt flótta- mönnum hæli. Hús sendinefnd- arinnar væri engin flóttaleið. Hann sagði að gestir fengju ekki leyfi til að koma inn í húsið en fengju afgreiðslu í litlu and- dyri. Tylít manns sást inni í anddyrinu og starfsmenn sendi- nefndarinnar sögðu að fólkið væri að leita aðstoðar við að fá útgönguleyfi. Ráðamenn í sendinefndinni staðfestu að 50 manns, þar á meðal börn, væru á efstu hæð hússins og neituðu að yfirgefa það. Teknar voru myndir af nokkrum þeirra þar sem þeir stóðu úti í glugga, og voru myndirnar sýndar í sjónvarpi í Vestur-Þýskalandi í síðustu viku. Baeutigam sagði að tak- mörkun á gestakomum í húsið væri sjálfstæð ákvörðun sendi- nefndarinnar en ekki hluti af samkomulagi við Austur-Þýska- land um að leyfa þeim sem vilja flytjast úr landi að fara vestur yfir mýrinn. Geimferð frestað Canaveralhöfði-Keuter ■ Hætt var við að skjóta nýju geimskutlunni „Disc- overy“ á loft í gær eins og til stóð. Ástæðan var sú að einhver misklíð kom upp á milli tveggja aðaitölva skutlunnar og þótti ekki hættandi á að senda hana á loft. Geimskotinu var frest- að þar til í dag, þriðjudag, en vonast var til að hægt væri að samræma tölvurn- ar og korna á sáttum milli þeirra. Geimskutlan er ný og verður þetta jómfrúrferð hennar. Miklu hefur verið til kostað enda kvað skutl- an taka hinum fyrri fram að tæknibúnaði og hæfni. Meðal verkefna áhafnar- innar er að gera tilraunir mcð að setja saman nýtt lyf í þyngdarleysinu úti í ge jmnum og takist sú til- raun eins og vonir standa til mun hér um mikið framt'araspor að ræða í lyfjaframleiðslu. Einnig stendur til að setja gervi- hnött á braut umhverfis jörðu! Vextir hækka New York-Kcutcr ■ Stærstu bankar Bandaríkjanna hækkuðu forvexti í gær um hálft prósent og eru þeir nú 13%. Er þetta þriðja hálfs prósent hækkunin á þrem mánuðum og efnahags- sérfræðingar telja líklegt að vextir eigi enn eftir að hækka. Eftir vaxtahækkunina hækkaði dollarinn gagn- vart sterlingspundi, og hefur það aldrei staðið jafnlágt gagnvart dollar áður. Flest lán landa þróunar- landa eru miðuð við for- vexti og hafa þau skuldug- ustu þeirra lýst áhyggjum vegna vaxtahækkunarinn- ar í Bandaríkjunum. Dregið úr loft- mengun Munchen-Kcuter ■ Ráðherrar og em- bættismenn frá 31 landi sitja nú á ráðstefnu í Miinchcn til að reyna að ná samkomulagi um að draga úr loftmengun. Mengun af því tagi berst látlaust milli landa og veldur miklu tjóni. Sér- staklega er rætt um súra regnið á ráðstefnunni. Fulltrúar Sovétríkj- anna, þýska alþýðulýð- veldisins og Búlgaríu sögðu að stefnt væri að því að minnka loftmengun í þessum löndum um þriðjung fyrir árið 1993. Fulltrúar allra ríkjanna voru sammála um að stefna bæri að minnkun loftmengunar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.