Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 5. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 182. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er DAGLEGTLÍF ROTTURNAR ERU BLÍÐUSTU SKINN REYKJAVÍKREYKJAVÍK Skiptibúð fyrir tölvuleiki er tilvalin í kreppunni Guðbergur Bergsson: Það sem vant- ar í íslenska list er hið huglæga eða hugsun. Það er ekki nóg bara að búa eitthvað til. Þetta er allt öðruvísi vinna en að vera að pæla kálgarð. Slæm er andúðin, en verri er viðurkenningin Stórundarleg Gay Pride-ganga var farin í Riga í Lettlandi fyrir skömmu. Íris Ellenberger var á staðnum og segir frá baráttu sam- kynhneigðra þar í landi. Stórundarleg Gay Pride- ganga í Riga í Lettlandi Oliver Stone hefur gert kvikmyndir um Kennedy og Nixon en nú er komið að George W. Bush, sem er sennilega umdeildastur þessara þriggja Bandaríkjaforseta. Kvikmynd Olivers Stone um Bush væntanleg LESBÓK SÖFNIN Í LANDINU síða 15 í Lesbók Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is TREGLEGAR gengur að innheimta kröfur hjá einstaklingum og fyrir- tækjum en áður. Innheimtufyrir- tækin finna fyrir samdrættinum í þjóðfélaginu en telja þó enga hol- skeflu hafa skollið á ennþá. En menn bera kvíðboga fyrir haustinu. Svipaða sögu segja talsmenn bankanna, þeir telja vanskilin ekki hafa aukist að neinu marki ennþá en hafa meiri áhyggjur af greiðslustöðu fólks í haust ef spár um fjöldaupp- sagnir og stóraukið atvinnuleysi ganga eftir. Hjá Íbúðalánasjóði fengust þær upplýsingar að umsókn- um um aðstoð vegna greiðsluerfið- leika hefði fjölgað um 34% miðað við sama tíma í fyrra. „Uggur í fólki“ Þá er mikið annríki hjá Ráðgjaf- arstofu um fjármál heimilanna og greinilegt að fjárhagsáhyggjur fólks hafa aukist á árinu því biðlistar hafa myndast eftir viðtölum. Ákveðið hef- ur verið að fjölga starfsfólki til að anna eftirspurninni. Hrafnkell Sig- Eiga erfitt með að borga Ráðgjafarstofa heimilanna hefur ákveð- ið að fjölga starfsfólki vegna annríkis tryggsson, sviðstjóri fyrirtækjasviðs hjá Intrum, segir fleiri mál koma inn á borð fyrirtækisins en oft áður. Al- mennt sé að þyngjast í innheimtunni. „Klárlega eru minni peningar í umferð og það hefur greinilega áhrif á einhverja. Það er uggur í fólki og menn leita allra leiða til að bæta verkferla. Samt er ekki hægt að tala um holskeflu ennþá. Flestir vilja hafa sín mál í lagi,“ segir Hrafnkell.  Haustdrungi vofir yfir | 12 Í HNOTSKURN »Starfsmenn fjármálastofn-ana finna áþreifanlega fyr- ir því að greiðslubyrði al- mennings hefur þyngst. »Ekki síst er ungt fólk orðiðskuldum vafið með hús- næðiskaupum og bílalánum, sem fara síhækkandi, í viðbót við námslánin. »Á sama tíma hafa bank-arnir nánast tekið fyrir alla lánafyrirgreiðslu. ENGA var líkara en þessi reiðmaður sem reið vasklega um Þjórsárbrúna í gærdag væri hræddur um að hann væri að missa af Landsmóti hestamanna á Hellu. Fleiri kappar fylgdu í kjölfarið, allt keppendur og fulltrúar hesta- mannafélaga í þolreið Laxness og Icelandair, um 40 km leið frá Selfossi á Hellu. Góð veðurspá og frábærir gæðingar gefa vonir um allt að fimmtán þúsund gesti um helgina en mótinu lýkur á morgun. | 20 Stefnan tekin á Landsmót hestamanna Morgunblaðið/hag  Steypuskemmdir í turni Hall- grímskirkju reyndust miklu meiri en talið var áður en Ístak hóf við- gerð á turninum í vor. Viðgerðin hófst efst í turninum, undir sjálfri turnspírunni. Þar er búið að fjarlægja múrhúð og steypu af stórum flötum. Víða er steypan svo morkin að hún er eins og mylsna. Ytra byrði járnagrind- arinnar blasir við þar sem dýpst hefur verið farið inn í veggina. Þá þarf að fjarlægja súlurnar, eða stöplana, utan á turninum og byggja þær upp að nýju. Áætlað var að verkið myndi kosta 230 milljónir, en nú þykir ljóst að kostnaðurinn hafi verið vanmetinn. » 13 Steypan eins og mylsna  Lóðasala hefur minnkað mikið í nýju íbúðahverf- unum í höf- uðborginni og í nágrenni hennar. Berir hús- grunnar og hálf- kláruð hús blasa við í hverfunum enda hefur fólk lítið fé milli hand- anna eins og efnahagsástandið er í dag. Þá lækkuðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði nýlega lóðaverð í nýju Vallahverfi og lóðum hefur verið skilað við Reynisvatnsás í Reykja- vík. » 12 Líflaust er í nýju íbúðahverfunum  Taívaninn Lin, sem vinnur við að sendast með frystan mat, var óheppinn um daginn þegar hann ætlaði að heilla kærustuna. Hann raðaði logandi kertum á gólfið í hótelherberginu þar sem þau hugð- ust gista, kertin mynduðu orðin I love you [Ég elska þig]. En um 40 mínútum síðar, þegar þau gengu inn, var eldur laus á hót- elinu. „Lögreglan handtók Lin og dró hann fyrir dómara,“ sagði í China Post. Lin slapp með um 700.000 kr. í sekt. kjon@mbl.is Logandi ást FÍDEL er sonur Paul Ramses og Rosemary Atieno At- hiembo. Faðir hans hefur nú verið sendur í hælisleit- endabúðir á Ítalíu af Útlendingastofnun, sem aldrei tók mál hans fyrir. Þó Fídel sé fæddur á Íslandi bætir það hvorki lagalega stöðu hans né foreldranna og verður honum því líklega vísað úr landi innan skamms ásamt móður sinni. Ekki er vitað hvert leið mæðginanna liggur en miðað við lýsingar í skýrslu Amnesty International eru aðstæður í hælisleitendabúðum á Ítalíu mjög slæmar og vart boð- legar ungbörnum. Íslandsdeild Amnesty hvetur íslensk stjórnvöld til að endurskoða ákvörð- un sína. Með því að senda Paul úr landi hafi þau gengið á rétt Fídels til að njóta umönnunar beggja foreldra. |4 Framtíðin óviss hjá Fídel og móður hans Fídel litli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (05.07.2008)
https://timarit.is/issue/286768

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (05.07.2008)

Aðgerðir: