Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.07.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MINNST 50 manns særðust þegar sprengja sprakk á tónleikum í gær í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þegar fagnað var sjálfstæðisdegi ríkisins. Alexander Lúkasjenko, hinn einræðissinnaði forseti landsins, var meðal gesta á tónleikunum en sakaði ekki. Ekki er vit- að hverjir stóðu fyrir tilræðinu en lögreglan sagði að ef til vill hefðu „óknyttabullur“ verið að verki. Sprengingin varð laust eftir miðnætti aðfaranótt föstudags að staðartíma og höfðu mörg þúsund manns safnast saman við stríðsminnismerki í miðborginni. Dmítrí Kúdjakov, 32 ára gamall karlmaður, sagðist hafa fundið öfluga höggbylgju og séð reyk. „Fólk fór að gráta. Sumir féllu á mig og það var mikið af blóði.“ Fundist hafa skrúfur og boltar á svæð- inu sem þykir benda til að um heimagerða sprengju hafi verið að ræða. Síðar fannst önnur sprengja í borg- inni. „Það voru á henni fingraför og önnur ummerki sem gætu gert okkur kleift að leysa málið,“ sagði Vladímír Námov innanríkisráðherra. Ströng öryggisgæsla og eftirlit er hvarvetna í Hvíta-Rússlandi. Engin fordæmi eru fyrir tilræðum af þessu tagi í landinu á síðari árum, að sögn fréttavefjar BBC. Tugir særðir í Minsk Reuters Tilræði Hugað að særðum manni í Minsk í gær. Sprengjutilræði á tónleikum í höfuðstað Hvíta-Rússlands Í HNOTSKURN »Hvíta-Rússland hefur um 10 milljónir íbúa oger á vesturlandamærum Rússlands. Það varð sjálfstætt þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991. »Landið er mjög fátækt og einangrað, einnahelst er að það eigi samskipti við Rússland. »Evrópusambandið og Bandaríkin hafa gagn-rýnt Lúkasjenko fyrir mannréttindabrot. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GLEÐIN leyndi sér ekki á meðal kínversku ferðamannanna þegar þeir gengu um borð í flugvél China Southern Airlines á leið til Taipei, höfuðborgar Taívans, í fyrsta beina fluginu frá Kína í um sex áratugi. „Þetta er heilög stund,“ sagði Liu Shaoyong, forstjóri flugfélagsins China Southern Airlines og einn far- þeganna, við lendingu í Taipai. „Mig hefur langað til að fara til Al- ishan frá barnæsku,“ sagði Wang Qi, sem einnig var í hópi um 250 farþega í þessu tímamótaflugi, með vísun til vinsæls ferðamannastaðar á Taívan. Á sama tíma flaug hópur ferða- manna frá Taipei til kínversku stór- borgarinnar Shanghai, en allt frá árinu 1949, þegar kommúnistar tóku völdin í Kína, hefur ekki verið þar sama stjórn og í Taívan. Spennan í samskiptum stjórnvalda hefur oft verið mikil og þegnarnir þurft að fara í gegnum þriðja landið á leið sinni til Kína frá Taívan og öfugt. Þessi tímamót má fyrst og fremst rekja til þess að Ma Ying-jeou, ný- kjörinn Taívansforseti, hefur þrýst á Kína að setja eldri ágreining til hlið- ar, svo að greiða megi fyrir sam- vinnu, einkum á efnahagssviðinu. Kína mun senn bjóða upp á einn verðmætasta ferðamannamarkað heims. Er skrefið nú því talið bjóða upp á mikil tækifæri fyrir taívanskt efnahagslíf. Ferðafrelsi vitnar um þíðu á Taívan-sundi TAÍLENSKI fíllinn Noppakhao, sem er sjö ára gamall tarfur, málar mynd af öðrum fíl í héraðinu Ayutthaya, um 80 kílómetra norðan við höfuðborgina Bangkok. Eigandi Nop- pakhao hefur ágætar tekjur af fígúratívri list fílsins en myndirnar þykja afar vel gerðar. Fílar hafa lengi verið notaðir bæði til burðar og í hernaði í Taílandi og eru í miklu dálæti meðal landsmanna. Tekist hefur að kenna dýrunum knattspyrnu og sýna þau umtals- verða hæfileika á því sviði, þau eru bæði fljót- ari og liðugri en útlitið gefur til kynna. Reuters Noppakhao mest fyrir að mála portrett af öðrum fílum FORINGI Bleika gengisins ind- verska, „Gulabi gang“, hvetur kyn- systur sínar til dáða á fundi. Með- limirnir eru 10.000 og foringi þeirra heitir Sampat Devi Pal. Þær berjast fyrir kvenréttindum, klæddar bleikum sarí-búningum og vopnaðar bardagastöfum. Reuters Bleikar konur og keikar ÁRIÐ 1949 flúði Chiang Kai- shek, formaður Kuomintang, flokks þjóðernissinna, frá Kína og setti á fót stjórn í Taipei á Taívan, eftir ósigur í borg- arastríði gegn kommúnistum undir forystu Maó Zedong. Ferðafrelsi milli Kína og Taipei hefur síðan verið skert. S&S Fyrsta farþegaflugið milli Kína og Taívan í nær sex áratugi Í loftið Kínverskir ferðamenn á leið sinni til Taipai, Taívan, í gær. Reuters DÓMARI í máli bandaríska fjöl- miðlarisans Viacom gegn vefsíð- unni YouTube hefur að kröfu Via- com óskað eftir gögnum um þá sem hafa skoðað myndskeið á YouTube. Kanna á hvort sé vinsælla, efni varið af höfundarrétti eða annað efni. Gagnasöfnunin þykir þó stríða gegn lögum um persónu- vernd. Talsmenn Viacom staðhæfa að YouTube þrífist á að líta viljandi framhjá lögum um höfundarrétt. Flett ofan af „Jútjúburum“ BRESK góðgerðarsamtök sem beita sér fyrir bættu kynheilbrigði hafa biðlað til stjórnvalda um að setja á laggirnar kynfræðslu fyrir börn allt niður í fjögurra ára. Talsmenn samtakanna segja for- eldra ekki þurfa að óttast að ef börn fræðist ung um kynlíf muni þeim liggja á að byrja að stunda kynlíf. Rannsóknir sýni að í raun sé því þveröfugt farið og þegar þar að komi verði þau varkárari. Kynfræðslu á leikskólana? SÖNNUN fyrir því að hin al- menna afstæð- iskenning Ein- steins standist er fundin. Eðlisfræð- ingar við McGall- háskóla í Mont- real fylgdust með tvístirni þar sem tifstjörnur snúast á sama sporbaug. Tifstjarna er lítil og geysiþétt nifteindastjarna sem gefur frá sér slög útvarpsbylgja líkt og viti gefur frá sér ljós, nema hraðar. Þegar tvístirnið uppgötvaðist árið 2003 var ljóst að þar væri kjörið að rannsaka áhrif almenns afstæðis, þar sem tifstjörnur eru gríðarþéttar og þyngdarsviðið milli þeirra er því afar sterkt. Þeim tókst að staðfesta það sem kenning Einsteins sagði til um, að í slíku þyngdarsviði myndi snún- ingsás stjörnu smám saman breyta um stefnu eftir því sem hin tif- stjarnan á sporbaugnum snerist um hana. sigrunhlin@mbl.is Tifstjörnur sammála Einstein Heili Vaxmynd af Alberti Einstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.