Fiskifréttir - 15.06.1990, Blaðsíða 1
FURUMO
SlGLINGÆ- OG
FISKILEITÆRTÆKI
Skiparadió h.f.
Fiskislóö 94,101 Reykjavík
Pósthólf 146, sími 20230 Fax 620230
FRETTIR
23. tbl. 8. árg. föstudagur 15. júní 1990
V______________________________I_______________________J
Málningarverksmiðja
Slippfélagsins
Sími: 91-678000
Dugguvogi 4 -104 Reykjavík
Undanfarí þorskgöngu frá Grænlandi:
Skyndilokun vegna
Grænlandsgöngu
úti af Stafnesi
— Dröfn fékk „Græniending“ í
humartroll á Seivogsbanka
Skyndilokun var beitt í sl. viku á
svæði út af Stafnesi vegna smæðar
þorsks í afla skipa. Talið er víst að
þarna séu um að ræða sex ára
gamlan þorsk frá Grænlandi. í
humarleiðangri rannsóknaskips-
ins Drafnar fyrir skömmu, kom
þorskur í trollið sem skipverjar
töldu nokkuð víst að væri frá
Grænlandi. Rannsóknir sem gerð-
ar hafa verið á þorskinum hjá
Hafrannsóknastofnun renna stoð-
um undir þessa tilgátu. Dr. Sigfús
Schopka, fiskifræðingur, segir það
ljóst að þessi þorskur sé af 1984
árganginum en mikill fjöldi
þorskseiða á fyrsta ári af þessum
árgangi barst héðan frá Islands-
ströndum með straumum til
Grænlands á sínum tíma.
Porskurinn sem kom í humar-
trollið hjá Dröfn á Selvogsbankan-
um er mun styttri en venjulegir ís-
lenskir þorskar og Sigfús Schopka
segir það benda til þess að viðkom-
Kvótamarkaðurínn:
Þorskkvótinn
30-35 kr/kg
„Kvótamarkaðurinn er mjög rugl-
ingslegur núna og framboð lítið,“
sagði heimildarmaður Fiskifrétta,
sem fylgist vel með kaupum og söl-
um á kvótum.
Algengt er að menn tali um 30-
35 krónur fyrir kílóið af þorsk-
kvóta, 20 krónur fyrir ýsuna og 15-
17 krónur fyrir kílóið af óveiddum
ufsa og karfa. „Annars er alls kon-
ar verð í gildi," sagði viðmælandi
okkar, „ og sem dæmi má nefna,
að verð fyrir rækjukvóta rauk upp
úr öllu valdi á tímabili í vor þegar
veiðin glæddist og menn voru
gripnir einhverri örvæntingu, en
síðan féll verðið aftur.“ Búist er
við að menn haldi að sér höndum
með kvótasölu fram í september,
þegar séð verður hvernig afla-
brögðin ætla að þróast. Um næstu
áramót taka gildi ný kvótalög og
ekki má flytja kvóta af þessu ári
yfir á hið næsta. Menn verða því að
gæta þess að brenna ekki inni með
kvóta í lok árins og af þeim sökum
má ætla að líf færist í kvótavið-
skiptin með haustinu.
andi þorskur hafi alist upp í kaldari
sjó en hér er að finna og þ.a.l. vax-
ið hægar en þorskar hér við land.
Meðallengdin er ekki nema á milli
50 og 60 sentimetrar.
— Það er flest sem bendir til
þess að þessi þorskur sé einn þess-
ara „Grænlendinga“ úr 1984 árg-
anginum. Það hefur verið sagt að
þorskur frá A - Grænlandi sé yfir-
leitt ormalaus eða ormalítill og það
var mjög lág ormaprósenta í þess-
um þorski sem við rannsökuðum.
Það virðist nokkuð öruggt að það
hefur komið hingað smáskot af sex
ára þorski frá Grænlandi. Sá
þorskur hefur orðið kynþroska
aðeins fyrr en algengt er en yfirleitt
verður hann ekki kynþroska fyrr
en sjö eða átta ára gamall. Það eru
uppi tilgátur um að þessi þorskur
leiti heimaslóðanna um leið og
hann verður kynþroska og því
megum við eiga von á Grænlands-
göngum á næsta og þar næsta ári.
Þetta er meira en bara óskhyggja
því þetta hefur gerst nokkrum
sinnum áður, m.a. 1930 er þorskur
úr hinum geysistóra 1922 árgangi
kom hingað frá Grænlandi. Þetta
gerðist aftur árið 1980 er þorskur af
1973 árganginum kom frá Græn-
landi og hélt þá uppi veiðinni það
ár og árið 1981. Sú ganga ruglaði þá
stofnstærðarmælingar okkar veru-
lega, sagði Sigfús en í máli hans
kom fram að 1984 þorskárgangur-
inn var mjög stór og hefur hann
verið uppistaðan í veiðum Islend-
inga og Grænlendinga að undan-
förnu. Þess má geta að þorskveiðin
við V - Grænland, sem var yfirleitt
á bilinu 30 til 50 þúsund tonn á
árunum 1980 til 1984, var ekki
nema 6.600 tonn árið 1986. Hún
hefur svo vaxið hröðum skrefum
eftir því sem 1984 árgangurinn hef-
ur komið inn í veiðina, var 18.600
tonn árið 1987, um 62 þúsund lestir
árið 1988 og bráðabirgðatölur frá í
fyrra benda til að veidd hafi verið
108 þúsund tonn. Óvíst er um veið-
ina í ár en það er ljóst að það hefur
saxast verulega á 1984 árganginn
við Grænland.
— Þessar Grænlandsgöngur
verða í besta falli góð búbót í
skamman tíma því það eru að
koma lakir árgangar inn í veiðina
hér við land. Utlitið er sannast
sagna ekkert alltof bjart, sagði Sig-
fús Scopka.
80
tonna
hol!
— tíu íslensk
skip á úthafs-
karfann
Þetta myndarlega 80 tonna hol af
úthafskarfa fékk norski togarinn
Björnöy á miðunum suðvestur af
íslandi á dögunum. Úr þessu eina
holi fengust um 35 tonn af frystri
fullunninni vöru fyrir Japans-
markað, en karfinn er hausaður og
þunnildin skorin af.
Björnöy er nýkominn heim til
Noregs úr mánaðartúr á úthafskar-
fanum og var aflinn um 450 tonn af
frystum karfa sem jafngildir nálægt
900 tonnum upp úr sjó. Að
minnsta kosti sex norskir togarar
hafa verið á þessum veiðum að
undanförnu en alls hefur Hampið-
jan selt níu norskum útgerðum
stórtroll til úthafskarfaveiða. Að
minnsta kosti 10 íslenskir togarar
eru farnir á úthafskarfann eða að
búa sig á hann. Þeir eru Venus,
Hrafn Sveinbjarnarson, Sjóli,
Haraldur Kristjánsson, Júlíus
Geirmundsson, Hólmadrangur,
Snæfugl, Mánaberg, Vestmanna-
ey, — og loks Bessi, sem ætlar að
gera tilraun til að ísa karfann og
landa honum til vinnslu í landi en
það er nýmæli.