Tíminn - 17.06.1959, Blaðsíða 1
I
Farmsóknarflokkurinn,
fuUveldið og lýðveldið
— bls 5
43 árgangur.
Furðulegar upplýsingar á fundum Sjálfstæðisflokksins í Yestur-Isafjarðarsýslu:
Sjálfstæðisbaráttan
(forystugrein), bls. 6
íþróttir, bls. 10
FegurSarsamkeppnin, bls. 3
Um fornmuni, bls. 7
,. l' ■rtSSrr^
Reykjavík, miðvikudaginn 17. júní 1959. ' ] _____________________131. blað.
Telur, að Alþýðuflokkurinn hafi
einnig verið fús til að láta undan
Bretum á síðastliðnu sumri
Á fundum, sem S]álfstæðisflokkurinn hélt nýlega í Vestur-
ísafjarðarsýslu, lýsti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri yfir
því, að hægt hafi verið á síðastl. sumri að fá Breta til að fall-
ast á friðun landgrunnsins undan Vestfjörðum, og myndi hafa
verið samið við þá á þeim grundvelli, ef ríkisstjórn Sjálfstæð
isflokksins og Alþýðuflokksins hefði þá farið með völd. Það
hefði strandað á F-amsóknarflokknum og Alþýðubandalag-
inu, að slíkir samningar hefðu verið gerðir. Aðspurður svar-
aði Gunnar því engu, hvort ekki hefði fylgt þessu afsláttur á
landhelginni á öðrum stöðum við landið eða hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn og Albýðuflokkurinn hefðu enn hug á því að
gera slíkan samning og þeir myndu hafa gert á síðastl. ári,
samkvæmt yfirlýsingu Gunnars, ef þeir hefðu þá staðið að
stjórn saman.
Gnnnar Thoroddsen viðurkennir undanláts-
stefnu Sjálfstæðisflokksins í landhelgismálinu
Kjóseedur rnimu veita þríílokkuimm
jjunga hirtingu á íramboSsfundum
1 ••• i OO • * /
og vio kjorboroio D$. jum
Fundurinn í Húnaveri gaf augljósa bend-
ingu um það — andstaðan gegn kjör-
dæmabyltingunni fer sívaxandi
Frásagnir Morgunblaðsins
og Alþýðublaðsins af fram-
boðsfundinum 1 Húnaveri
eru svo kvnlega samhljóða í
rangfærslum, að auðséð virð
ist, að Jón Pálmason hafi
lesið þær báðar fyrir. j
Aumlegra yfirklór hefir varla
sézt, og sýnir það gerla, hvílíkt
afhrpð kjördæmabyltingaflokkarn-
ir hafa beðið á fundinum. Alþýðu
hlaðið segir, að „sjö Framisóknar
menn hafi raðað sér á mælenda.
skrána“. Það er illa gert af blaðinu
«ð gleyma Alþöðuflokksmanninum
Pétri Sigurðssyni á Skeggstöðum,
sem var í hópi ræðumanna og
flengdi flokk sinn háðulega fyrir
framkomuna í kjördæmamálinu.
Er auðséð, að þríflokkarnir hafa
viljað meina héraðsmönnum að
taka til máls af ótta við hirtingu
eigin flokksmanna.
Ofsaveður
í Danmörku
Kaupmannahöfn i gær.
Einkaskeyti.
í morgun varð afar skyndilegt
skýfall og ofsalegt haglél í Kaup.
mannahöfn og miklum hluta Sjá.
lands. Haglél þetta herjaði sem
hvirfilbylur. Mikill skaði varð á
kornökrum, og jarðarberjagarðar
eyðilögðust. Vatnið streymdi eftir
vegum og götum, og skolpræsi
ufðu víða yfirfull. Aðils.
Jóni Pálmasyni varð svo mikið
um fund þennan, að hann hélt í
skyndi til Reykjavíkur á mánu-
dagsmorgun í liðsbón til flokks.
forystu krata og komma.
Framboðsfundurinn í Húnaveri,
sem er fyrsti stóri framboðsfundur
inn. sýnir að kjósendur hafa fullan
hug á áð segja frambj. þrí-
flokkanna skilmerkilega hug sinn
í kjördæmamálinu, og svipaðar
kveðjur og í Húnaveri munu þeir
fá víða um land. Kjósendur í Húna
þingi kröfðust þess að fá að ræða
kjördæmamálið og fá að segja sitt
álit. Þeirri kröfu mun hvarvet'na
verða haldið fram. Frambjóðendur
þríflokkanna munu vafalaust sem
víðast kjósa að hafa sama hátt á
og Jón og fylgifiskar hans, að
banna umræður, einkum af ótta
við hirtingu eigin flokksmanna, en
kjósendur munu krefjast réttar
síns.
Andspyrnan gegn kjördæma.
byltingunni fer dagvaxandi, og
merki þess koma víða í Ijós.
Þessa andspyrnu og þá andáðar-
öldu, sem gegn Sjálfstæðisflokkn
uni er a‘ð rísa, liræðist íhaldið
mest.
Kosningafundur í
Rvík á mánudag
Framsóknarmenn í Reykjavík
ltalda almeimau kosningafund í
Framsóknarliúsinu mánudaginn
22. júní kl. 8,30 síðd. — Nánar
auglýst síðar.
LýSveldið
og íramtíðin
í dag lieldur íslenzka þjóðin
liátíð, fagnar og minnist á
fimmtán ára aftnæli lýðveldis
ins. Þessar tvær rnyndir, sem
Tíniinn birtir í tilefni dagsins,
eru tímanna tákn. Gamla konan
er fulltrúi kynslóðarinnar, sem
háði sjálfstæðisbaráttuna til
sigurs og stofnunar lýðveldis.
Þessi kona lifði alla sjálfstæðis-
baráttuna, allt frá þjóðfundin.
um, varð 103 ára og lézt á þessu
ári. Sú barátta var löng og
ltörð, og öllutn hinum mörgu
liðsmönnum henn.ar þakkar
þjóðin í dag. — Pilturinn cr
fulltrúi lýðveldiskynslóðavinn.
ar, þeirrar, sem nýtur ávaxta
fengins frelsis og sjálfstæðsi,
og á að ávaxta pundið og
tryggja sjálfstæði þjóðarinnar
í framtíðinni. Hvernig tryggj-
urn vði framtíð lýðveldisþjóðar.
inuar bezt? Sú spurning verður
ofarlega í huga 28. júní n.k., og
hún krefst svars af lieilindum
og sannfæringu við kjörborðið.
Hva$ á Gunnar við? |
Hjá því getur ekki farið, að
þessi yfirlýsing Gunnars Thorodd
scns um afstöðu Sjálfstæðisflokks
ins og Alþýðuflokksins á síðastl.
sumri, veki mikla athygli.
Það mun vera rétt hjá Gunnari,
að Rretar hafi um s'keið boð- j
izt til þess að láta ekki togara
sína stunda veiðar á vissu svæði
ut'an tólf mílna fisveiðilandhelg-'
innar undan Vestfjörðum, og á
vissum svæðum á Selvogsgrunni,
ef íslendingar féllust á, að fisk-,
veiðilandhelgin væri hvergi
meiri en fjórar mílur annarsstað-
ar við landið. Ekki var þá kunn-
ugt um neina, sem þá vildu taka
þessu tilboði, fyrr en Gunnar
Thoroddsen gefur áðurnefnda yfir
lýsingu um afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins.
Yfirlýsing Gunnars Thorodd-
sens verður ekki skilin öðru vísi
en svo, að hann eigi við þetta
„tilboð“ Breta, og að Sjálf-
stæðisflokknrinn og Alþýðuflokk
urinn hafi verið tilbúnir til að
fallast á fjögra ntílna fiskveiði-
landhelgi alls staðar við landið,
nerna út af Vestfjörðum og á Sel.
vogsgrunni.
Samningur, sem hefcSi
verií hrein uppgjöf
Allir geta séð, hvað af slíku
VELTUSKEMMTUN
Framsóknarfélaganna í Reykjavík
verÖur haldin í Framsóknarhúsinu laugardags-
kvöldií 20. júní n. k. — Dregið veríur í veltu-
happdrættinu Glæsilegir vinningar. — Góft
skemmtiatriíi.
AÖgöngumiÖar verða afhentir á skrifstofunni
fimmtudag og föstudag.
Allir bátttakendur skyndiveltunnar eru velkomn
ir á metJan húsrúm leyfir.
Nánar auglýst sítJar
hefði leitt, ef fallist hefði verið
á framangreint „tilboð“ Breta.
Erlendi]- togarar hefðu aukið
veiðar sínar út af Breiðafirði og
Faxaflóa, fyrir norðían, austan
og sunnan land. Útgerðarstaðirn
ir á þessum istöðum hefðu þannig
verið enn verr settir en áður. Til
viðbótar var svo engin trygging
fyrir því, að allar aðrar þjóðir
hefðu sætt sig við friðunarsvæðið
út af Vestfjörðum og á Selvogs-
grunni, þótt Bretar hefðu gert
það.
Öllu lengra var því ekki hægt
að ganga í því að semja rétt af
íslendingum en með slíkum samn
ingi.
Þáttur Sjálfstæíisflokks-
ins í herhlaupi Breta
Yfirlýsing Gunnars Thorodd-
sen um afstöðu Sjálfstæðisflokks
ins á síðastl. sumri, er annars
mikilvæg skýring á þeirri ákvörð
un Breta að neyða okkur til und
anhalds með hervaldi. Bretar eru
yfirleitt' það hyggnir, að þeir
grípa ekki til þess að beita ofbeldi
nema þeir álíti, að þannig geti
þeir neytt andstæðinginn til und
anláts. Lítill vafi er á því, að
Bretar hafa hér svo góða upp-
lýsingaþjónustu, að þeir hafa vit
að um þann undanlátsvilja Sjálf-
stæðisflokksins, sem Gunnar
Thoroddsen hefur nú skýrt frá.
Brezk stjórnarvöld hafa því álit-
ið þjóðina svo klofna í landhelgis
málinu, að ekki þyrfti annað en
að sýna nokkur herskip á íslands
miðum til þess að samninga-
stefna Sjálfstæðisflokksins yrði
ofan á. Þannig hefur undanláts-
stefna Sjálfstæðisflokksins vafa-
laust átt einn ríkasta þáttinn í
því að Bretar fóru inn á þá braut
að beita íslendinga hervaldi. —
Viðbrögð þjóðarinnar urðu hins
vegar önnur en brezka stjórnin
og foringjar Sjálfstæðisflokksins
höfðu reiknað með.
Skýr svör eru nautJsynleg
Jafnframt því, se-m þjóðin mun
heimta fulla vitneskju um það,
hvort Sjálfstæðisflokkurinn • og
Alþýðuflokkurinn hafi verið reiðu
búnir til samninga við Breta á
(Framhald á 2. síðu).