Tíminn - 17.06.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.06.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, miðvikndagim 17 jiiní 1959. Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINK Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndargðta Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18308, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaOamenn) Auglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12333 Frentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Sjálfstæðisbaráttan í DAG eru liðin 15 ár frá stofnun íslenzka lýðveldisins. Með stofnun þess var náð stórum áfanga í sjálfstæðis- baráttu þjóðaðrinnar. Það væri hins vegar rangt að á- líta, að þar hafi nokkru loka takmarki verið náð. Sjálf- stæðisbaráttan heldur stöð- ugt áfr.am. Það gildir ekki sízt.um hana, að oft er erf- iðara að gæta fengins fjár en afla þess. íslenzka þjóðin stendnr lika í dag í erfiðri sjálf- stæðisbaráttu. Hún er háð á sviði efnahagsmálanna. Hún er háð á sviði menningar- •málanna. Hún er háð í sam- bandi við hersetuna. Og al- veg sérstaklega er hún háð um þessar mundir í sam- bandi við landhelgismálið. í EFNAHAGSMÁLUNUM er sjálfstæðisbaráttan öðru fremur fólgin í því að nógu kappsamlega sé unnið að því að byggja landið og efla framleiðsluna. Án þess skap- ast -hér kyrrstaða, atvinnu- leysi kemur til sögunnar, lífskjörin fara versnandi og aðrar þjóðir fara fram úr okk ur. Þess vegna má þjóðin ekki láta stjórnast af þeim barlómsröddum, sem nú tala um nauðsyn þess að dregið sé úr framförum og fjárfest ingu. Þvert á móti ber að herða framfarasóknina og vinna að eflingu framleiðsl- unnar á öllum sviðum. Þjóð in hefur sótt glæsilega fram á öllum sviðum hina síðari áratugi og sennilega bætt lífskjör sín meira á þeim tíma en nokkur önnur þjóð vegna þess, að hún hefur verið stórhuga og bjartsýn. Þeim eiginleikum má hún ekki glata. ÞAÐ er sameiginlegur grundvöllur fyrir efnahags- legt 'og meningarlegt sjálf- stæði þjóðarinnar, aö hún byggi land sitt allt og byggi það vel. Þannig varðveitir hún bezt tengslin við sög una og iandið, tengir bezt saman forna og nýja menn- ingu og hagnýtir bezt auðæfi landsins. í þessum þætti sj álf stæðisbaráttunnar stendur nú yfir örlagaglíma. Ef öll núv. kjördæmi, nema Reykja vík, verða að velli lögð, hef ur verið höggvið á fornhelg tengsli við söguna og landið og réttur landsbyggðarinn- ar stórlega veiktur. Afleið- ing .þess yrði samdráttur í framförum landsbyggðarinn ar, minnkandi framiag henn ar 'til menningar þjóðarinn- ar, lélegri nýting landsgæð- anna og vaxandi ósamræmi í byggð landsins. Þess vegna verður þjóðin að hrinda þeim hættulegu áformum, sem hér eru á ferðinni. Það er merkileg staðreynd, að kjördæmabyltingarmenn nota nú svipuð rök fyrir sam einingu kjördæmanna og svo kallaðir sambandsmenn not uðu 1908 fyrir áframhald- andi innlimun fslands í Dana veldi. Þjóðin hafnaði þess- um röksemdum 1908. Það er jafn nauðsynlegt að hafna þeim nú. VEGNA uggvænlegs á- stands í alþjóðamálum hefur þjóðin leyft hér erlenda her- setu um stund. Erlendri her setu fylgja margar hættur, og það alveg eins þótt her- inn sé frá vinveittri þjóð. Menn falla oft fyrir gullinu, er fylgir hersetunni, og sumt fólk freistast til ó- heppilegs samneytis við hina útlendu hermenn. Tak- mark okkar hlýtur því að vera það, að hersetan vari ekki lengur en ýtrasta nauð syn krefur, en meðan hún er talin nausynleg, verði búið svo um hnútana, að hún verði ekki óeölilegur þáttur í efnahagskerfi þjóðarinnar og útilokuð séu öll óþörf sam skipti við hina útlendu gesti. ÖRLAGARÍKASTA sjálf- stæðisbaráttan, sem þjóðin heyir út á við um þessar mundir, er landhelgisdeilan við Breta. Þar stendur bar áttan um sjálfan efnahags- grundvöll þjóðarinnar. Raun ar hefur þegar áunnizt þar svo mikið, að fullvíst má telja um algeran sigur á landhelgisráðstefnunni, sem haldin verður á næsta ári. 'Eina hættan er sú, að íslend ingar bogni fyrir hinu brezka ofbeldi og semji um afslátt við Breta áður en ráðstefnán er haldin eða meðan hún stendur yfir. Meira glapræði væri ekki hægt að hugsa sér. Ef eitthvað væri slakað til við Breta nú, myndi það vera sama og að gefa þeim litla fingurinn og missa alla hendina á eftir. Með því væri sýnt, að það borgaði sig að beita íslendinga ofbeldi. Sú íslenzk stjórn, sem slíkt gæti leyft sér, væri til hvers konar landráða líkleg. Þótt sigurvænlega horfi í þessu máli nú, er full ástæða til að vera hér vel á veröi. Að kosningum loknum munu Bretar láta gera nýjar til- raunir til að knýja okkur til undanhalds. Þar mun jöfnum höndum beitt blíð- mælum og hótunum. Þá skiptir höfuðmáli, að hvergi verði látið undan síga. Þær upplýsingar Gunnars Thor- oddsen, sem birtar eru á öðrum stað í blaðinu, gefa vel til kynna, að ekki eru allir staðfastir og öruggir í þeirri viðureign. SJÁLFstæðisbaráttan, sem þjóðin heyir í dag, er þann- ig háð á breiðum grundvelli. En þessa dagana er það þýð ingarmest að standa vel vörð gegn landeyðingar- stefnu kjördæmabyltingar- innar fyrirhugúðu. Það þarf að sjást við kjör- borðin 28. júní að andinn frá 1908 er enn vel vakandi hjá þjóðinni. Valur Gíslason í FöSurnum. Leikflokkur frá ÞjóSleiIdiásinu í leikfor nm Áuslur- og Norðurland Sýna „FöcSurinn“ eftir Áugust Srindberg Það hefur verið venja á undan-1 ínn‘‘ efíir August Strmdberg og er förnum árum að Þjóðleikhúsið ^'Lárus Pálsson leikstjóri. Þetta sendi einhverja af heztu sýning-1 öndvegisverk Strindbergs hlaut um súium út á land. Þessar sýn- mjög lofsamlega dóma ,er bað var ingar hafa alltaf verið mjög vel | sýnt í Þjóðleikhúsinu og þótti ein sóttar og fólk komið langar leiðir j listfengasta sýning, sem hér hef- til að sjá sýningarnar. Sýnir það j ur sézt, og má í því sambandi geta bezt að leikhúsaðsókn í hinum' þess, að Valur Gíslason hlaut dreifðu byggðum landsins er Silfurlampann á síðastliðnu ári mjög mikil. Ilef jast á Austfjörðum. Á síðastliðnu ári vannst ekki fyrir leik sinn í titilhlutverkinu. Auk Vals leika þessir leikarar í ,,Föðurnum“: Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Haraldur iBjörnsson, Jón tími til að sýna nema á Norður- Aðils, Arndis Björnsdóttú, Krist- landi og Vestfjörðum og verður björg Kjéld, Erlingur Gíslason og því byrjað að sýna á Austurlandi núna. Fyrst verður sýnt í 'Mána- garði í Hornafirði, næstk. fimmtu dag, svo Breiðdalsvík, Reyðar- firði, Eskifirði, Norðfirði, Seýðis- firði, Vopnafirði, Húsavik og end- að á Akureyri 30. júní. | „Faðiriim“ efíir Síriiulberg I Leikritið, sem Þ.jóðleikhús'ið sýnir að þessu sinni, er „Faðir- Landsprófi lokið í Reykjavík Gagnfræðaskólanum við Vonar- stræti var slitið 10. júní. í skól- anum voru eins og undanfarin ár eingöngu nemendur, sem bjuggu sig undir landspróf miðskóla. — Ástráður Sigursteindórsson skóla- stjóri lýsti skólastarfinu og úr- slitum prófsins. Prófinu hafa lok ið 160 nemendur, en nokkrir eiga enn eftir að ljúka prófi vegna veikinda. Af þeim stóðust 151 ■nemandi prófið og 109 nemendur fengu framhaldseinkunn eða yfir 6,00 í landsprófsgreinum. Eru það rúm 68% þeirra, sem próf- inu hafa lokið. Einkunnir skiptast að öðru leyti þannig: I. ágætiseinkunn hlaut 1 nemandi, I. einkunn hlutu 36 nem endur, II. einkunn 72 nemendur og III. einkumi 42 nemendur: — Þrír utanskólanemendur gengu undir próf við skólann, en hefur einn lokið prófinu og hlaut hann framhaldseinkunn. Hæstu einkunn í skólanum hlaut Gísli H. Friðgeirsson I. ág. eink. 9.00. — Að lokum afhenti skóla- stjóri bókaverðlaun fyrir góða frammistöðu í prófinu svo og hringjurum skólans og umsjónar mönnum. Þá þakkaði hann kenn urum og nemendum skólans á- nægjulegt samstarf og árnaði þeim heilla. Klemenz Jónsson, en hann er einn ig fararstjóri í þessari ferð. Bílstjórinn fann drenginn sinn Eins og skýr-t var frá í blað- inu á sunnudag, hafði leigubíl- stjóri hér í bænum ekki haft spurnir af syni sínum cg velti því fyrir sér hvar hann mundi niðurkominn. Bílstj. leit inn til blaðsins í gær og skýrði þá frá því, að hann hefði fer.gið upplýs- ingar um, að drengurinn væri nú norður í Skagafirði. Þá vildi bíl- stjórinn koma á framfæri leið- , róttingum við fréttina í blaðinu ' á sunnudaginn. Sagði hann að í móðir drengsins hefði farið • ein norður til að sækja drenginn. Þá : sagði hann að það hefði verið yngri drengurinn, sem hann hefði komið fyrir hjá bróður sínum. Björgunar- beltið íhaldið stynur þungan — stærsta vandamál þess er „kjörsonurinn“ — Alþýðuflokk- urinn. — Abraham ætlaði að fórna syni sínum, ísak, guði til dýrðar. — íhaldið verður. að fórna, en ekkert kjördæmi vill kasta út bjarghringnum. í upphafi voru fjögur kjör- dæmi valin til að varðveita að_ stoðina: Reykjavík, Hafnar- fjörður, Siglufjörður og Seyð- isfjör'ður. Ólafur vill fórna Reykjavík, en Bjarni segir nei. Báðir vilja fórna flafnar- firði, en Hafnfirðingar segja nei. Siglfirðingar neita að kjósa Áka. Þá er síðasti möguleikinn, hin gamla höfuðborg Austur- Iands. Þegar Jónas hafði lesið úr rúnum pýramidans, sá'hann, að Alþýðuflokkurinn átti þar áðeins 17 atkvæði, en ílialdið 80. — Nú er sú hugmynd uppi, að Jónas skuli gleypa hvalinn — þ. e. íhaldið dragi sig til baka á síðustu stundu og af- hendi honum lið sitt. — Kartagó skal sem sagt unniu hvað sem það kostar. Mikil hátíðahöld í Stokkhólmi á 150 ára afmæli stjórnarskrárinnar í síðastl. mánuði voru 150 og nokkrum fleiri gestum til mið ár liðin síðan stjórnarskrá degisverðar í höll ríkisarfans. Svía frá árinu 1809 var sett. forscti anfarr,c’!r cieilciar sænskn r , . ,., , , , . þmgsins, Patrik Svenson, bauð Á þessan stjornarskia hafa gesti velkomna. Af gestum talaði síðan verið gerðar ýmsar fyrstur K.A. Fagerholm, forseti breytingar, en hiin er enn í finnska þingsins. Þá flutti Jóhann gildi að meginstofni til. Þessi stjórnarskrá er nú elzta rituð stjórnarskrá 1 Evrópu og tal- ið er, að í öllum heiminum sé aðeins ein stjórnarskrá eldri, þ. e. stjórnarskrá Bandaríkja Norður-Ameríku. Svíar minntust þessa 150 ára afmælis grundvallarlaganna með hátí'5 í Stokkhólmi 30. f. m. Sænska ríkisþingið bauð for- seta isameinaðs Alþingis ásamt þremur fulltrúum þingsins að sækja þessa hátíð. Ákveðið var, að þessir fulltrúar tækju boðinu af hálfu þingsins: Jóhann Þ. Jósefsson aldursfor seti í stað Jóns Pálmasonar, Al- freð Gíslason 2. varaforseti Ed. og Friðjón Sigurösson skrifstofustj. Alþingis. Hátíðin hófst með hátiðlegri athöfn í konungshöllinni í Stokk hólmi kl. 10,30 árdegis. Alls voru gestir þar um 850, þar á meðal ambassador íslands í Stokkhólmi og fulltrúar Alþingis. Ræður fluttu John Bergvall, forseti fyrstu deildar sænska þingsins, Tage Erlander forsætisráðherra, og Gustaf Adolf konungur. Forsetar sænska þingsins buðu fulltrúum norrænu þinganna, sendiherrum Norðurlandaríkjanna Þ. Jósefsson ávarp Alþingis Is- lendinga til sænska þingsins. Jafn framt afhenti hann sænska þing inu málverk eftir Jóhannes S. Kjarval :sem gjöf frá Alþingi. Síð an töluðu N. Hönsvald, vara- forseti norska stórþingsins og G. Pedersen forseti danska þjóðþings ins. Að lokum talaði John Berg- vall. Þakkaði hann sérstaklega málverkið og gat þess, að því mundi verða valinn virðulegur ‘Staður í ríkisþinghúsinu. U-m kvöldið höfðu konungshjón in boð inni fyrir um 850 gesti 1 ■konungshöllinni Drottningholm, og var amhassador íslands og full trúum íslands einnig boðið þang að. Fulltrúar Alþingis nutu ágætr ar fyrirgreiðslu Magnúsar V. Magnússonar ambassadors íslands í Stokkhólmi og frábærrar gest- risni sendiherrabjónanna- MIG-ÞOTUR með rauðu stjörnu- merki, réðust í gær á bandaríska flotaflugvél á alþjóðlegri flug- leið undan Kóreuströnd. Ekki vita Bandaríkjamenn, hverjLr eru eigendur árásarflugvélanna. Flug vélin komst nauðulega til flug- hafnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.