Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 4
404 TÍMBVIV, frrlðjiidagiim 21. nóv. 1944 98. blað Land framtíðarinnar kallar Eftir Ðalldór Kristjánsson, Klrkjnbóll. Þegar ég var unglingur, átti ég einu sinni leið yfir fjallveg á vestfirzku útnesi. Það var snemma í desember í góðu veðri. Dagáett var orðið, þegar ég var uppi á fjallinu. Þaðan sá. út á hafið. Þar gat að líta svo mörg ljós, að það var því líkast, sem sæi yfir víðlenda og þéttbyggða sveit. Þessi ljós voru vinnuljós togara, sem þarna voru að moka upp auði hafsins við íslands- strendur.. Togárarnir, sem ég sá, skiptu mörgúm tugum, -— e. t. v. hundruðum. 'Ég vissi það, að þannig mætti halda áfram norður eftir öllum Vestfjarðamiðum. Meginhluti þessa mikla flota var kominn langt að frá fjarlægum þjóð- löndum. Þetta var í byrjun kreppunnar miklu og víða voru þá atvinnulausir menn á íslandi. Þeir hefðu því. haft tíma til að koma og horfá á þennan flota framandi þjóða. Það, sem ég sá þessa kvöld- stund er mér ógleymanlegt, og kemur mér oft í hug. Þá.skildi ég betur en áður, hvílík gull- náma fiskimiðin úti fyrir Vest- fjörðum eru. Mér skildist, hversu geysileg" uppspretta auðs og lífs- bjargar væri þar. Og mér fannst, að íslendingar notuðu illa frum- burðarrétt sinn til þessara fiski- miða. Jón Ólafsson eygði í ein- um svip 'á sinni bernskutíð 40 franskar duggúr og 15 róðrar- skip. Ég hygg, að hlutföllin í flotanum, sem blasti við augum mínum þetta desemberkvöld hafi ekki verið íslendingum hagstæðari. * Nú er'mjög um það talað að koma í veg fyrir atvinnuleysi á íslandi í framtíðinni. Allir eiga ' að hafa nóg að gera o. s. frv. í því sambandi eru nefndar háar tölur og dregnar glæsilegar myndir af nýjum flota og mikl- um fiskiðnaði. Talað er um, að fá viðurkenndan rétt okkar til fiskiveiða í höfunum hér í kring. Mér skilst, að þá sé gert ráð fyrir alþjóðlegri verkaskipt- ingu, frekar en að ætlast sé til þess, að við fáum eignarrétt á hafinu, — t. d. hálfa leið til Ameríku. Þó mun Þjóðviljinn og Einar Olgeirsson útskýra það nánar, býst ég við. En hvers sem vænta má af slíku, mun það þó tryggast að geta átt framtíðar- gengi sitt undir því, að við séum samkeppriisfærir á heimsmark- aði um verðlag og vörugæði. Réttur okkar til sjálfstjórnar og sjálfstæörar framleiðslu verður naumast viðurkenndur í verki nema við getum boðið framleiðslu okkar með sömu kjörum og aðrir gera bezt. Sum- um finnst ef til vill notalegt að láta svæfa sig með hjali um viðurkennd forréttindi eða einkarétt okkar til að veiða fisk á íslandsmiðum. En það er áreiðanlega tryggast fyrir þjóð- ina að velja sér til forustu þá menn. sem vita, að við þurfum að vera hlutgengir í fram- leiðsluháttum og vinna sam- kvæmt því. Við þurfum raun- hæfar aðgerðir en gaspur og glamur má missa sig. Styrkur okkar og öryggi liggur í því, að við eigum land og hafn- ir rétt við fiskimiðin. Það eru mikil hlunnindi að geta tekið fiskinn rétt við hafnarmynnin heima hjá sér. Það er ólíkt því að sækja hann þvert yfir'heims- höfin og stunda svO veiðar hjá landi, sem ekki veitir neitt at- hvarf fyrir atvinnurekstur í sambandi við útgerð skipsins og afla. Þessi munur á að tryggja sjálfstæði íslands. í honum ligg- ur aðstaða okkar til þess að vera fremstir í flokki, þar sem afurð- ir sjávarins eru boðnar til sölu. En þá verðum við líka að neyta þeirrar aðstöðu. Á Vestfjörðum er hver ágætis- höfnin við aðra. Ef fylgt væri þeirri reglu að meta til fjár náttúrugæði, sem orðin eru fé- lagsleg eign, þá sýndi það sig, að framlag Vestfjarða í þjóðar- búið nemur mörgum tugum miljóna í höfnúnum einum saman. Svo mikið er víst, að í öðrum héruðum er offjár varið til þess að byggja hafnir, sem þó ýmsar jafnast aldrei á við þessar gjafir náttúrunar, þar sem alltaf er ládautt og hafskip fljóta upp að fjöruborði. Frá þessum höfnum á að nytja fiskimiðin úti fyrir' Vestfjörð- um. Þær eru til þess kjörnar að taka við auðnum frá uppsprett- unum úti fyrir. Allt bendir til þess, að í fram- tíðinni þyki það mikils virði, að fiskurinn komist sem fyrst til hafnar á vinnustöðvarnar. Kröfur um vörugæði munu auk- ast en höfuðskilyrði vörugæð- anna hlýtur jafnan að vera það, að fiskurinn sé óskemmdur þegar hann kemur til vinnslu. Fjarlægar þjóðir geta látið stór verksmiðjuskip fylgja veiðiflot- anum, en alltaf hlýtur slík út- gerð að verð^ dýrari vegna aukakostnaðar, sem slíku fylgir. Það virðist næsta furðulegt, að útgerð frá Vestfjörðum skuli ekki vera meiri en raun er á orð- in. Skýringin á því er sú, hvernig málum þjóðfélagsins hefir verið stjórnað. Fjármagninu hefir verið þeint í aðrar áttir. Það er fyrst á síðustu árum, sem augu manna hafa tekið að opnast, enda eru nú nýbyggðar tvær nýtízku síldarverksmiðj ur á Ströndum ^norðanverðum, á stöðum, sem áður voru fábyggð- ir eða minna en það. Þetta er byrjun á þvi mikla starfi, sem verður fullkomnað á næstu ár- um. Það verður fullkomnað, því að hér er um að ræða náttúru- auðæfi, sem heimurinn hefir ekki ráð á að láta ónotuð, og lætur ekki ónotuð. Því er það áríðandi, að íslendingar þekki vitjunartíma sinn, opni þossar uppsprettur og láti þær streyma til sín. Þetta er mál, sem varð- ar þjóðina alla, því að hér er um það að ræða, að notfæra sér þau skilyrði, sem landið á, til þess að þjóðin geti jafnan boð- ið á heimsmarkað vandaðar, eftirsóttar vörur, sem fram- leiddar eru með ódýru móti. Hér er um það að ræða að opna leið- ina til þess að allir hafi atvinnu og öllum geti liðið vel. Hér verða ekki talin ýtarlega þau auðæfi, sem sjórinn við Vestfirði geymir. En það má minna á vitnisburð Árna Frið- rikssonar í útvarpserindi í árs- byrjun 1943 og víðar. Hann hef- ir m. a. bent á það, að hvergi á íslandsmiðum væru fjölbreytt- ari fiskigöngur, en fjölbreytn- inni fylgir aukið öryggi. Einnig hefir hann bent á það, að frá .Vestfjarðahöfnum er hægast að nota sér afla úr Grænlandshafi. Sömuleiðis má geta þess, að í málgagni Farmanna- og fiski- mannasambands íslands hefir verið gripið á því, að togarar ís- lendinga væru skýldaðir til við- komu á Vestfjörðum, þegar þeir koma af veiðum þar úti fyrir. Sjómannastéttin telur ekki frá- leitt, að útgerð þjóðarinnar eigi meira athvarf á Vestfjörðum en verið hefir. Og lærðasti fiski- fræðingur þjóðarinnar er á sama máli. Þetta eru þeir vitn- isburðir, sem ekki er hægt að ganga framhjá. Þess vegna á að vinda bráðan bug að því, að hagnýta þau lífsskilyrði, sem náttúrugæði Vestfjarða bjóða. Það, sem liggur næst fyrir og mest kallar að, er að leysa raf- orkumál Vestfjarða. Alþingi verður að afgreiða það mál með festu og myndarskap strax á þessum vetri. Mifjiþinganefnd i raforkumálum hefir skilað á- ætlun og sennilega má fylgja henni í framkvæmd í öllum meg- in atriðum. Svo mikið er víst, að vestfirzkir leikmenn sjá ekki hvað það er, sem tefur aðgerðir Alþingis í þssu máli. Trúlegt er það, að stjórnmálamennina suma skorti þann skilning, sem sjómenn og vísindamenn hafa á eðlilegri hlutdeild Vestfjarða í útgerð landsins. Vestfirðingar myndu sjálfir fylgja fram raforkumálum sín- um með einhuga alvöru og manndómi, ekki síður en aðrir landsmenn. Hvergi bíða meiri verkefni fyrir raforkuna en ein- mitt þar. í því sambandi má líka iriinna á iðnaðarmenn eins »}ð”l944, telur lögmætum, al ög skipasmiði og vélsmiði, sem starfað hafa með miklum mynd- arskap og gert útgerð á fjörð- unum mögulega, 'þrátt fyrir það, að þeim hefir á ýmsan hátt verið skorinn þröngur stakkur. Það er auðskilið mál, hvers virði það er fyrir útveginn, að fljót- lega fáist gert við skip og vélar og. að ekki þurfi því að sækja siíka hjálp að öllu leyti í fjar- læg héruð. Þessi iðnaður allur hlyU að vaxa með aukinni út- gerð* ef raforkumálið yrði ieyst. Ástæðan til þess, að Reykjavík hefir nú um sinn tekið til sín alla f jölgun þjóðarinnar, er fyrst og fremst sú, að hvergi eru eins mikil lífsþægindi í boði og þar. Hvergi á íslandi er þægilegra, léttara og auðveldara að lifa. Mikið af þeim þægindum er í sambandi við það, að Reykjavík hefir fengið stórvirkjun, og breytir það engu hér um, þó að eitthvað skorti á að rafmagns- mál Reykvíkinga s£u í bezta lagi. Mörgum er það áhyggjuefni, hversu Reykjavík vex á kostnað annarra, góðra staða. Fólkið sækist eftir því, að vera þar, og það hefir rétt á að vera þar, sem það vill. Ráðið^til þess að fólkið vilji vera annars staðar er að veita því hliðstæð lifsþæg- indi á öðrum stöðum, þar sem verkefni bíða, sem þjóðin þarf að fá unnin. Það er réttlætismál vegna þess, að þeir, sem vinna þjóðholl störf, eiga heimtingu á sams konar aðbúð, hvort sem lífið skipar þeim á varðstöð í höfuðborginni eða útkjál’kum landsins. Og það er hagsmuna- Samþykktir byggingamála- ráðstefnunnar Á byggingarráðstefnunni, er haldin var hér í bænum í byrjun þessa mánaðar, voru samþykktar margar athyglis- verðar tillögur um byggingarmál. Verða hér birtar nokkrar þær athyglisverðustu. Um lánskjör til bygginga var samþykkt svohljóðandi tillaga: „Byggingamálaráðstéfnan ár- mennum ákvæðum um fast- eignalán ábótavant i því, að verðgildi fasteignanna sé of lágt metið, og leggur til: 1. a: Að brunabótavirðing, ein verðí láfin nægja til lánveitinga, enda fái lánveitendur afrit af matinu. b : Að lán verði miðuð við 80% af matinu. c: Að unnið verði að því, að með opinberri íhlutun verði reynt að fá vaxtakjör fasteigna- lána lækkuð, frá því sem nú er. d: Að kostnaður og varasjóðs- tillag til veðlánasjóða verði lækkað niður í %%. 2. Ráðstefnan telur aukaat- riði: a: Hvort lánin eru veitt gegn einum (fyrsta) eða tveimur veð- réttum og þá ef til vill til mis- langs tíma, en telur að fast- eignaveðlánastofnanirnar eigi þá samt að veita hvorutveggja lánin. b: Fyrirkomulag veðlánastarf- seminnar, s. s., hvort einni eða fleiri veðlánastofnunum er ætl- að að annast lánveitingarnar. Að öðru leyti telur ráðstefnan að með lögum nr. 17 1931r um verkamannabústaði, lögum nr. 71 1932, um byggingarsamvinnu- félög og hinum ýmsu Iögum, sem varða byggingamál sveitanna, sé svo greitt fyrir einstaklingum til að eignast ibúðir sínar sem við megi una. Sjái löggjafar- valdið hins vegar fært að ganga lengra til fyrirgreiðslu í þessú efni, ber því vel að ,taka.“ Um lóðamál kauptúna og mál ajþjóðar vegna þess, að það kaupstaða var samþykkt þessi blátt áfram skapar vilja manria til að vinna verk, sem þjóðfé- lagið þarf að fá unnia. Gjafir náttúrunnar verða þjóðinni ekki auður og velmegun nema þær séu teknar þar, sem þær eru. Lífsskilyrðin verða ekki notuð úr fjarlægð eingöngu. ' Þó að jnenn skilji, að mikil auðæfi nggja fyrir ströndum Vestfjarða, þarf ekki að gera þá einsýna eða koma þeim til að afneita þeirri góðu móður- mold, sem hefir nært þá og frændur þeirra frá kyni til kyns. Vestfirðir búa yfir góðum land- (Framhald á 6. síðu) tillaga: „Byggingamálaráðstefnan tel- ur æskilegt: 1. Að kaupstaðir og kauptúna- hreppir eigi land það, er þeir byggjast á og íbúar þeirra þurfa til afnota. 2. Að öll verðhækkun, sem verður á lóðum og löndum fyrir tilstuðlan þess opinbera, verði sameign. 3. Að lóðir, sem haldið er auð- um inni í bæjum í gróða skyni, verði skattlagðar sérstaklega. 4. ^0 greitt sé fyrir skipulegri endurbyggingu gamalla húsa- hverfa, með því að gefa bæjar- félögum lagaheimild til, að stofna, skyldusameignarfélög allra lóðareigenda og húseig- enda í hverfi því, er endurbyggja skal. 5. Að gætt sé ýtrustu varúðar með útþenslu bæja, nema alveg í sérstökum garðhverfum.“ Um rannsóknarstöð fyrir bygg- ingarefni, svo og efni til veggja- gerðar. „Byggingarmálaráð- stefnan telur nauðsynlegt, að komið verði upp rannsóknar- stöð fyrir innl. og erl. bygging- arefni. Mælist ráðstefnan til þess, að hæstvirt ríkisstjórn hlutist til um, að nauðsynleg aukning verði við fyrsta tæki- færi gerð á Iðnaðardeild At- vinnudeildar Háskólans, svo hún geti framkvæmt meiri háttar rannsóknir á þessu sviði.“ Um verkefni, sem rannsaka þyrfti, var samþykkt þessi til- laga: „Fyrir næstu ráðstefnu þarf meðal annars að taka eftirfar- andi atriði til rækilegrar athug- unar, og gera eftirfarandi rann- sóknir: a: Athugun á nýjungum á sviði byggingarmála í ná- grannalöndum vorum. Sérs'tak lega væri æskilegt ef hægt væri að senda sértróðan manna eða menn til þess að kynna sér vinnuaðferðir og annað við hin tilbúnu hús, sem Bretar hafa í huga að reisa í stríðslok. b: Raunhæfar athuganir á einangrunargildi ýmissa þeirra veggjagerða, er rutt hafa sér til rúms á síðari árum. Um leið færi fram aðrar þær rannsóknir og athuganir á byggingarefnum, byggingaraðferðum og tækni, sem ráðið telur nauðsynlegar. c: Gerðar séu sambærilegar kostnaðaráætlanir um mismun- andi byggingaraðferðir fyrir hús af sömu stærð. Um leið sé at- hugaður mismunur á bygging-- arkostnaði á ýmsum stöðum í landinu, og leitast við að finna orsakir hans. d: Rannsókn á því hvernig nágrannalönd vor hafa skipu- lagt fjárfestingu í nýbyggingum. Gerðar séu tillögur um þær er tryggi þeim, er byggingar- framkvæmdik- hafa í huga, hag- kvæm afnot af því sparifé lands- manna, sem ekki er fest í fram- leiðslutækjum eða með öðrum hætti. (Framhald á 6. síðuk forstjóri frakknesku járnbraut- anna. Samgönguleið Frakka lá eftir bökkum Rínar, um Köln og yfir hernámssvæði okkar. Að loka henni var sama og aö slíta her- sveitirnar í Ruhr úr sambandi _við aðalstöðvar þeirra í B&rin og Mainz. Ef litið var á málið frá hern- aðarlegu sjónarmiði, án tillits til pólitískrar þýðingar þess, var ekki annað hægt en að hafa samúð með Frökkum í deilu þessari, því að hér var um að ræða ofurkosti af hálfu banda- manna þeirra. Þýzkv^járnbraut- armennirnir höfðu gert ' verk- fall og neitað að vinna á her- námssvæði okkar. Á meðan á samningum stóð gergum við þá bráðabirgðasætt í málinu, eftir að ég hafði átt viðræðufund í Diisseldorf með Degoutte, Weygánd og Tirard, að þeim skyldi heimilt að flytja takmarkaðan liðsauka og birgð- ir til frakknesku hersveitanna, sem setztar voru að í héraðinu umhverfis Dusseldorf. En þetta var bersýnilega ó- fullnægjandi og gerði ekki Frakkana ánægða. Að lokum hugkvæmdist okkur sú lausn, að þeir fengju til^umráða dálitla sneið vestan af landi okkar, þar sem hliðarbraut lá yfir. Með því að fara þessa krókaleið, komust þeir hjá yfirtroðslum á brezku yfirráðasvæði. Samvizka brezku ríkisstjórnar- innar var friðuð, frakkneska ríkisstjórnin samþykkti, og samningurinn, sem nefndur hef- ir verið Godley-Payot-sáttmáli, komst á og hélt gildi, á meðan hernám Ruhr varaði. Þegar sáttaumleitanirnar stóðu yfir, fó^ ég í mjög skemmtilega heimsókn til Ruhr-dalsins, á- samt frakkneska og belgiska hermálaráðherranum. Það var opinberun að aka, eins og við gerðum, gegnum skóg spúandi reykháfa, með verksmiðjum og bræðsluofnum þar sem unnið var af fullum krafti. Það var tæplega hægt að undrast gremj u frakknesku og belgisku hers- höfðingjanna og ráðherranna yfir þessum vitnisburði um vel- megun og hinum yfirlýsta van- mætti Þjóðverja til þess að rétta 'VÍð. Payot hershöfðingi, forstjóri frakknesku járnbrautanna, var ákaflega æstur. En þó að stund- um hitnaði í’ umræðunum, þá skyggði það ekkert á vináttu okkar, og að síðustu viðurkenndu Frakkar, að við hefðum eftir atvikum gert hlut þeirra svo góðan sem okkur var unnt. Kvöld eitt, er við sátum á samningafundi í bústað mínum, truflaði konan mín fundinn kl. nálega hálf tíu, og lýsti yfir því, að gestir okkar mundu ekki bíða lengur eftir kvöldverðinum. Ég lét Payot setjast við hlið hennar, og þegar að ábætinum kom, fékk hann nokkrar hunangskökur. Honum gazt svo vel að þeim, að hann kvað þær aðdáanlegar. Konan sendi honum daginn eftir fullan blikkk-assa af þeim, og við vorum áldrei í vafa um, að það hefði átt meiri. þátt í að leysa deiluna heldur en aðgerð- ir okkar allra hinna saman- lagðar. Margir heimsóttu okkur til þess að fá fregnir af gangi mál- anna. Þeirra á meðal var sendi- nefnd frá Verkamannaflokkn- um, þeir Maxton, Adamson, Wheatley og Kirkwood. Eitt kvöldið sátu þeir heima hjá mér að ræða um ástand og horfur ipálanna. Þá bar svo við, að Degoutte hershöfðingi heils- aði óvænt upp á mig á leið sinni frá Ruhr til aðalstöðva sinna í Mainz. Ég sagði þeiiga, að hér væri tilvalið tækifæri fyrir þá til þess að kynnast sjónarmiði eins af helztu "aðilum málsins,, Ég fór út og sagði honum, að hjá ‘mér væri fjögurra manna sendinefnd. Hann féllst fúslega á að koma inn, heilsa upp á þá og rabba við þá í bróðerni. Þeir helltu yfir hann spurningum og gagnrýni á gerðir Frakka, en er það kqm í minn hlut að þýða það á mína lélegu frakknesku, mildaði ég orö þeirra ofurlítið. Hann svaraði skýrt og skorinort og tók gagnrýninni mjög hóf- samlega. Þegar hann kvaddi okkur, bað Maxton mig, en hann var fyrirliði* fjórmenninganna, að þakka honum fyrir kurteisi lians og segja honum, að hann hefði sýnt þeim mörg atriði í nýju Ijósi og sannfært þá um, að tvær hliðar væru á þessu vandamáli. Hann bætti því við í nafni sjálfs sín og starfsbræðra sipna, að hann æskti þess að þakka okkur fyrir allt það ómak, sem við hefðum gert okkur til þess að útskýra málsaðstæður fyrir þeim og sagði, að það væri mjög leitt, að valdamennirnir heima skyldu ekki fela hershöfðingjunum að jafna þessi mál. Þegar Ruhr-deilan hafði ver- ið leidd til vinsamlegra lykta reis upp annað vandasamt mál í sambandi við skilnaðarhreyf- inguna. Takmark hennar var að gera Rinarlöndin að sérstöku lýðveldi. Auðvitað voru Frakkar ekkert á móti hugmyndinni, og hreyfingin átti talsvert miklu fylgi að fagna í hernámshéruð- um Frakka. Skilnaðarmenn voru í meíri hluta á flestum þeim stöðum, sem vóru á valdi Frakka, og okkur bárust þær upplýsingar, að þeir hefðu í hyggju að fara í hergöngu til Kölnar. Ég fékk því Piggott í stjórn- arnefnd Rínarhéraðanna til þess að kunngera Þjóðverjum, í út- varpi og með öllum öðrum ráð- um, að þýzka lögreglan, sem lok- að hafði aðalsamgönguleiðinni, mætti eiga von á að hopa fyrir brezkum byssustingjum. ,Ég símaði líka til hermálaráðuneyt- isins og lét það vita, að ég hefði áformað að^mæta þannig hverri væntanlegrT tilraun til þess að ráðast inn á umráðasvæði okk- ar. Ríkisstjórnin féllst á gerðir mínar. Skilnaðarmenn hugðu, að okkur væri alvara og_ á hernáms- svæði okkar heýrðum við aldrei síðan á þá minnzt. Á því er lít- ill vafi, að ónýtirig áforms þeirra að leggja undir sig umráðasvæði okkar var rothögg ^á hreyfing- una. Það var annað en gaman, að löngun okkar til þess að koma drengilega fram við Þjóðverja — sem efalaust litu á okkur sem verndara sína — skyldi bæði i þessu tilfelli og .Ruhr-deilunni koma í bága við hagsmuni hinna frakknesku vina okkar og nágranna. Eitt sinn bárust njósnardeildinni þær upplýs- ingar, að farið væri að brugga mér banaráð. Ekki veit ég, hverjir samsærismennirnir áttu að vera, eða hvort nokkur hæfa var í þessu. En um tíma var ég neyddur til að fara um með vopnuðu föruneyti. Þeir, sem heimsóttu oikhur, voru allir hugfangnir af Rín og skógivöxnu fjalllendinu fyrir vestan hana. í Brul, en sú borg er ekki langt frá Köln, var un- aðsleg höll, þar sefn við héldum garðveizlur, en þær sótti jafnan mikill fjöldi fólks af öllum þjóð- ernum á umráðasvæði okkar. Seinasti merkisviðburðurinn á starfstíma mínum í Rínarhér- uðunum var heimsókn Stephens Walsh, fyrsta hérmálaráðherra brezka verkamannaflokksins. Hann og kona hans komu fljúg- andi og hann lagði samstundis af stað í eftirlitsferð í opinni bifreið, \en við Sir Robert Wigh- am aðstoðarhershöfðingi fylgd- um honum eftir á hestbaki. Ég^, hafði spurt hann, hvort hann vildi fara ríðandi, hann kvaðst aldrei hafa komið á bak hesti nema litlunj námuhesti. sem hafði kastað honum af sér, svo að hann vildi helzt vera laus við það. Hann var mjög lítill vexti — svo sem kunnugt er — og við áttum því í hálfgerðum vandræðum með að láta fara vel um hann í vagninum. Hann varð að sitja á^sætisbrúninni, til þess að fæturmr næmu við gólfið, en ef hann sat við bakið gat hann ekki beygt hnén og fæturnir stóðu beint út í loftið. Við urðum að hafa púða við takið á honum á öllum bílferð- um hans, meðan á heirrt&ókn- inni stóð. \ - Þegar eftirlitsferðinni var lok- ið, stóð hann á liðskönnunar- pallinum í hópi belgisku og brezku hershöfðingjanna, er gnæfðu yfir hann. Þótt hann væri í fyrstu dálítið óstyrkur og vandræðalegur, náði hann sér brátt og heilsaði engu óher- mannlegar en hver annar mar- skálkur. Þegar hann sá hermannafylk- ingarnar þramma fram hjá, varð hann svo gagntekinn. Við efndum til mikillar veizlu honum til heiðurs, þar sem allir meðlimir stjórnarnefndarinnar og herforingjarnir voru við- staddir, og um. kvöldið hafði hann sérstaka móttöku. Okkur gazt öllum einkar vel að þeim Walsh-hjónum, og með aðstoð minni átti Degoutte hershöfðingi skemmtilegar sam- ræður við þau. Er okkur var gengið um herbúðirnar, kynnti ég hann fyrir sumum hershöfð- ingjanna, Sir Horace Smith- Dorrien og Sir Stanley Kaude. Alla þá stund, sem ég dvald,' í Rínarhéruðunum, reyndust Þjóðverjar mér fúsir til að gera það, sem af þeim var æskt. Þeir eru vel mönnuð þjóð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.