Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 3
98. blað TÍMEVIV, þrlgjadagiiin 21. nóv. 1944 403 Steingrímur Steinþórsson: Helztu yerkefni næ§tn ára á sviði landbnnaðarmála Síðustu 20 árirí hafa verið miklir breytingatímar. Stórfelld umskipti hafa átt sér stað á sviði landbúnaðarins. Landbún- aðarlöggjöfin •hefir svo að segja öll verið endursamin og umbætt. Ný löggjöf hefir verið sett um veigamikil atriði varðandi land- búnað, sem engin löggjöf var gerö um áður. Það er Framsókríarflokkurinn, sem hefir beitt sér fyrir því nær öllum nýmælum varðandi land- búnaðinn á þessu tímabili. Oft hefir það verið gegn harðvítugri baráttu þeirra, sem ekki skildu hið nýja viðhorf, gegn andstöðu þeirra, sera" ekki viðurkenndu, að róttækra breytinga var þörf. .En stundum mun ástæðan hafa yerið sú, að menn vildu ^ekki skilja hvers landbúnaðurinn þurfti með, svo að hann' væri samkeppnisfær. Hvernig vár ástatt í þessum efnum fyrir aldarfjórðungi? Sjávarútvegur hafði allt frá aldamótum færzt mjög í auk- ana, enda fengið nægilegt rekst- ursfé með stofnun íslandsbanka. Hins vegar hafði landbúnaður- ,in "engan aðgang áð fjármagni til nokkurra umbóta. Árið 1919, hið mikla verðbólguár í styrjald- arlokin, hafði Búnaðarfélag ís- lands 60 þús. kr. úr ríkissjóði til allrar sinnar starfsemi og einar 20 þús. krónur voru veitt- ar til jarðræktarframkvæmda. Þetta voru aðal-fjárhæðirnar, sem til landbúnaðarins gengu. Engin lánsstofnun veitti þá bændum lán til húsabóta eða annarra nauðsynlegra umbóta. Þá var farið að sækja sjó með beztu og fullkomnustu tækjum, sem þá þekktust, en bændur fengu engan stuðning til þess að slétta tún sín né afla sér verk- færa til^jarðvinnslu og annarra - bústarfa. Hefðu löggjafarnir íslenzku skilning á því á fyrsta fimmt- ungi aldarinnar, að jafnhliða og veitt var miljónum króna til sjávarútvegs varð landbúnaður- inn að fá aðgang að hliðstæðu fjármagni, þá hefði mátt afstyra ýmsum riiistökum. Hér áttu sér því stað stórfelldar misfellur, sem leiddu til þess, að. landbún- aður drógst mjög aftur úr ' þetta árabil. Það er fyrst um 1924, þegar jarðræktarlögin voru sett, og þó einkum eftir 1927, þegar Pram- sóknarflokkurinn með stuðningi Alþýðuflokksins t^ók við ríkis- stjörrí, að verulegu fjármagni var veitt til landbúnaðarins. Hefði verið hafizt handa um slíkt 20 árúm fyrr, þá mundi vöxtur og þróun í þjóðfélagi voru hafa orðið jafnari og eðlilegri. Stórfelldar breytingar hafa orðið á íslenzkum landbúnaði síðústu tvo áratugi. Þessi um- sköp'un stendur sem hæst nú. ' Bændur okkar eru að fram- kvæma það stórvirki að hverfa frá miðaldabúskáparháttum í einum áfanga, á fáum árum, en taka upp sömu búnaðarvenjur og aðrar meninngarþjóðir nota nú. Þetta er miklum erf iðlefk- um bundið fyrir 6000—7000 bændur dreifða um stórt og erf- itt land, og það veröur ekki gert á annan veg en þann, að verja miklu fjármagni til margvís- legra umbóta. Hér á eftir verður aðeins drepið á hin mest aðkallandi • verkefni. Örðugleikar þeir, sem landbúnaðinum hafa mætt af völdum styrjaldarinnar, s. s. verkafólksskortur meiri en þekkzt hefir áður og fleira þess háttar, hafa bent áþreifan- lega á það hverra úrbóta helzt sé þ'örf. Eg mun þá fyrst nefna nokkur atriði varðandi jarðrækt. Allur landbúskapur hvílir á jarðrækt. Bregðist hún, hlýtur fyrr eða síðar að skapast bú- svelti, þótt um skamma stund megi, ef til vill, ná góðum ár- angri með gegndarlausri þrælkun landsins. Þegar land- búnaði hnignaði með þjóð vorri, varð jarðræktin harðast úti. Enginn kunni að beita plógi né herfi. Hin forna jarðræktar- menning -var dauð. Þjóð, sem verður fyrir slíku áfalli, hlýtur að taka þung gjöld fyrir. Mikili breyting hefir orðið í ræktunar- málum vorum frá því um alda- mót, og þó aðallega frá 1925. Túnin hafa stækkað meira en um helming og töðufallið allt að því þrefaldazt, og er nú um 1.4 milj. hestb. Heildarheyskap- ur hefir numið að undanförnu um 2.3 milj. hestb. Allt að helm- ingi þess heymagns munum<vér enn afla með orfi og hrífum sem aðalheyöflunartækjum. Það, sem fyrst verður að snúa sér að í ræktunarmálunum, er að rækta svo mikið land, að öll býli geti notað vélar við hey- öflun. Til þess að ná þyí marki, þyrfti sennilega að rækta 18— 20 þús. ha. af túni til viðbótar því, sem nú er í rækt. Reikna ég þá í þeirri tölu nokkuð af því, "sem nú er kallað tún, en er svo lélegt, að naumast er hægt að kalla það ræktað land, og þarf því að rækta þann hluta túnanna engu síður en óræktað land. 50 þús. ha. véltækt tún og vel ræktað ætti hæglega að gefa af sér 2.3 milj. hestb. heys, eða jafnmikið heymagn og nú er aflað árlega, en allmikið. betra ætti það að vera að gæðum. All- víða má gera grasgefnar engjar véltækar með fremur litlum til- kostnaði. Myndi þá tæplega þurfa að stækka hin véltæku ¦tún jafn mikið og hér er ráð fyrir gert, ef samhliða væri unn- ið að engjaræktun.þar sem skil- yrði væru bezt til þess. Þetta, sem hér hefir nefnt verið, verður að sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum ræktunarfram- kvæmdum. Engin leið er lengur að afla heyja með orfi og hrífu sem aðalverkfærum. Þau býli, sem þá aðstöðu hafa, munu verða svo langt á eftir, að þau hljóta að fara í eyði á næstu árum. Þetta á að vera vel fram- kvæmanlegt, ef unnt verður að útvega nægileg verkfæri til þess að framkvæma ræktunarstörf- in. Ræktun komandi ára er und- ir þvi komin að nægilega stór- virk tæki fáist til framræslu. Meginhluti þess lands, sem taka verður til ræktunar á næstu ár- um, eru mýrar. Ókleift er með öllu að þurrka þær með hand- afli. Síðustu ár hafa verið keyptar og teknar til notkunar ríokkrar skurðgröfur, sem vel hafa gefizt. Slík tæki veita oss aðgang að auðæfum mýranna. Á næstu ár- um þurfum vér að fá nægilega margar af stóxvirkustu og beztu skurðgröfum, sem völ er á. Þess- um skurðgröfum á að beita á þann hátt að þurrka það land, sem taka verður til ræktunar til þess að losna við lélegar út- engjaslægjur. En samhliða verð- ur að hefja skipulega þurrkun mýra víðs vegar um land, þar sem stórir samfelldir mýrarflák- ar verða**þurrkaðir. í fyrstu um- ferð verða ef til vill aðeins grafnir aðalskurðir. Landið síð- an látið liggja nokkur ár, en síð- an tekið til fullrar þurrkunar og ræktunar. Stórvirkar skúrðgröf- ur geta^annað slíkum umbótum. í kjölfar skurðgrafa verða að koma beztu dráttarvélar með fullkomnum jarðvinnslutækjum. Þá starfsemi verður að reka á félagslegum grundvelli, á þann hátt, að halda út vinnuflokk- um, sem fari á milli bænda og anni ræktunarstörfum.. Slíkt hefir nokkuð tíðkazt að undan- förnu, en þarf að komast í fast- ara og ákveðnara form. Einstök stórbýli munu að sjálfsögðu eiga dráttarvélar með tilheyr- andi verkfærum, en almennt verður það ekki. Allar aðalfram- kvæmdir verður að gera með víðtæku samstarfi og samvinnu. Loks verður svo að útvega nægi- jlegt af heyvinnuvélum, ymist Iþeim sem hestum er beitt fyrir eða mótorvélar knýja áfram. j Ef svo heppnaðist að geta hag- i nýtt sér handhægar aðferðir við heyþurrkun, sem að mestu væru óháðar veðráttu, eins og nokkrar líkur eru til, þá má fullyrða að heyskapur sé orðinn tiltölulega auðveldur. og erfiðislítill, miðað við það, sfim tíðkast hefir Sömu- leiðis má telja nokkurn veginn tryggt, að þá megi afla heyja, hvernig sem tíðarfar er. Undanfarin ár hefir legið fyr- ir Alþingi frumvarp til breytinga á jarðræktarlögum. Meginstefna þess frumvarps er að ná því tak- marki, sem hér hefir lauslega verið drepið á. Framsóknar- flokkufinn flutti fruriivarp þetta og hefir beitt sér fyrir framgarígi þess. Frunrfarp þetta hefir síðan verið til meðferðar hjá milli- þinganefnd Búnaðarþings og tók þar nokkrum breytingum. Þetta mál er því búið að fávhinn beztá undirbúning. Frumvarp þetta ætlast til að því marki verði náð á næstu árum, að allur heyskap- ur verði sóttur á véltækt land. Styrkur er allmikið hækkaður til jarðræktarframkvæmda frá því sem nú er. Er það réttmætt og sjálfsagt. Þeir bændur, sem lengst eiga í land að ná þessu marki, verða að framkyæma þessi störf svo skjótt og með svo miklum hraða, að þeim er það um megn, nema með auknu framlagi úr ríkissjóði. Það er sjálfsögð skylda lög- gj af ar- og f j árveitingavaldsþj óð- arinnar að veita ríflegt framlag BOKMENNTIR OG LISTIR Leikiélag Reykjavikur sýnir ,Hann( eitir Savoír til þess að framkvæma . frum- ræktun landsins. Illu heilli hefir slíkt framlag hlotið nafnið styrkur. | Bendir það til þess- að hér sé um persónulega styrki að ræða til þeirfa, er ræktunar- störfin inna af hendi. En það er alrangt. Frumræktun lands er svo erfitt verk og dýrt, að al- ger ofraun er einstaklingum að inna slíkt af höndum stuðnings- laust, enda ósanngjarnt að krefjast þess. Það er starf, sem unnið er fyrir þjóðina alla, starf sem oft veitir þeim, sem vihna það, lítinn eða engan arð, heldur eru það komandi kynslóðir, sem ávöxtinn uppskera. Þjóðin verð- ur að skilja það, að framlög til ræktunarmála ^r ekkert einka- mál þeirra, sem verkið vinna. Þeir eru með ræktunarstörfum sínum að vinna fyrir heildina og eiga því fortakslausa kröfu til þess, að allmikill hluti ræktun- arkostnaðarins sé greiddur úr sameiginlegum sjóði þjóðarinn- ar. En hitt er og jafnvíst, að jafnframt ber löggjafarvaldinu skylda til þess að sjá um að fé, sem á þenrían hátt ,er varið til ræktunar, verði ekki til þess að hækka landið í verði, heldur liggi sem rentulaust fjármagn í jörðinni, svo að komandi kyn- slóðir fái notið þess, en ekki sé hægt að braska með það. Núverandi ríkisstjórn og stuðningsflokkar hennar tala mikið um „nýsköpun". Þeir telja sig ætla að leggja fram mikið fé til þess að koma upp nýjum at- vinnutækjum til lands og sjávar. Öllum er ljó'st, að þess er full þörf. Fyrsta átak, sem gera þarf fyrir landbúnaðinn, er að skipu- leggja ræktunarframkvæmd'ir næstu ára þannig, að takast megi að gera öll tún og_allar engjar, sem nytjaðar verða til slægna, véltækar. Til þess að svo megi verða, þarf að leggja fram mikið fé til ræktunarmála. Þetta mál hefir nú fengið nauð- synlegan undirbúning. Þess er að vænta, að Alþingi afgreiði jarðræktarlagafrumvarpið nú og veiti jafnframt nægilegt fé til þess að hrinda þeim fram- kvæmdum af stað, sem þar eru ráðgerðar. Bændur munu áreið- anlega fylgjast vel með aðgerð- ilm ríkisstjornarinnar og Al- þingis varðandi þettá' mál. Þeir munu dæma um vilja þess þing- meirihluta, sem nú ræður, til þess að efla atvinnuvegi þjóð- arjnnar, eftir því hvaða af- greiðslu það fær. Ég mun siðar ræða önnur helztu verkefni komandi ára varðandi landbúnað. Má þar nefna stofnun byggðahverfa, skipulag framleiðslumála og fleira. Poznanski hét pólskur Gyð- ingur, sem gerðist franskur þegn og' mikilvirkur rithöfund- ur í hinu nýja landi, og nefnd- ist þá Alfred Savoir. Það er eftir þennan mann, leikritið „Hann", arra: Herdísar Þorvaldsdóttur, sem nú er óðum að vinna sér aukið álit, og Jónasar Jónasson- ar', sem leikur sendisyein. Yfirleitt fara leikendur vel með hlutverk sín, en sérstaklega Indriði Waage í gervi „Hans", Inga Laxness í gervi prinsessunnar og * Ævar R. Kvaran í gervi Pings. * sem Leikfélag Reykjavíkur byrj- aði að sýna nú fyrir skömmu, og verið hefir síðustu dagana tals- vert umræðuefni þeirra, sem um slík mál hugsa og tala. Þessi pólskættaði Gyðingur var að mörgu leyti sérkennilegur rit- höfundur, frumlegur mjög í skáldskap sínum og efnismeð- ferð og oft miskunnarlaus í hárbeittu háði sínu. Liggja eft- ir hann/fjölmörg leikrit, sum á- gæt. „Hann" er eitt þeirra. Al- fred Savolr lézt 1934. Leikurinn „Hann" er með þeim nýstárlega hætti, að þar kemur fram á sviðið persóna, sem segir 'sig vera Guð sjálfan, og er þar synt, hvernig viss,hóp- ur manna bregzt við þessu sér- kennilega fyrirbæri. Er hann á ytra borðinu gamanleikur, en undir byr alvara. Er illa blakað við ýmsum algengum og þó háskalegum veilum í skapgerð manna — veilum, sem ílestir þekkja af sjálfs raun eða hafa dæmin Um svo til fyrir augun- um. í leiknum felst því ádeila, sem mönnum er holl um þessar mundir, þegafr er mörgum er stórum gjarnt til hávaðasamra yfirlýsinga, sem ekki samsvara þoli og baráttudug þeirra, þegar til lengdar lætur. Margir af þekktustu leikurum okkar leika í þessum leik: Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Indriði Waage, Þðra Borg Einarsson, Gestur Pálsson, Jón Aðils, Haraldur Á. Sigurðs- son, Ævar Kvaran, Valdemar Helgason, Inga Laxness. Tvö smáhlutverk eru í höndum ann- má þó benda á leik þeirra Brynj- ólfs Jóhannessonar, Þóru Borg, Vals Gíslasonar, Haralds Á. Sig- urðssonar og síðast en ekki sízt Indriða Waage, sem leikur aðal- i. -^,M Haraldur Á. SigurSsson l gervi þjónsins og Brynjólfur Jóhannesson sem Matard gestgjafi. hlutvefkið, „Hann", af næmri list. Er hann jafnframt leik- stjóri og ferst vel úr hendi. Kemur hér enn éinu sinni í ljós, hve undravel leikararnir okkar eru stöðu sinni4 vaxnir, miðað við þær hræmulegu aðstæður, sem.þeir hafa orðið að sætta sig yið til þessa: allt fólk, sem verð- ur að vinna fyrir sér og sínum við "alls óskyld störf, hefir að- eins takmarkaðan aðgang að lé- legu húsnæði til leikstarfsem- innar og mun oft í mestu vand- ræðum með að fá inni með æf- ingar sínar. Alexander Godley: Hernám Rínarlándanna phurchill brá sér til Parísar fyrir skemmstu og átti lang- ar viðræður við de Gaulle. Sagt er, að þeir haf i meðal ann- ars rætt uni hersetningu og alþjóðastjórn Rínarlandanna, til þfess að koma í veg fyrir nýja hervæðingu Þjóðverja, að þessu'stríði loknu, og hafi Churchill fallizt á, að Frakkar hefðu þar setulið að einhverju leyti. Eins og kunnugt er, sat franskt og brezkt herlið í Rín- arlöndunum um langt skeið eftir heimsstyrjöldina fyrri. En skiptar eru skoðanir manna um það, hversu heilla- vænleg sú ráðstöfun hafi, reynzt, er fram í sótti. Grein sú, sem hér birtist, 'er eftir yfirmann brezka setuliðsins þar árin 1922—1924. Bústaður yfirmannsins brezka í/Rínarlöndunúm árin 1922—'24 var í Marienborg við Rín, nálega fjórum enskum mílum fyrir of- an Köln. Það var mjög ákjós- anlegur bústaður með unaðsleg- um garði og dáfagurri útsýn yfir fljótið. Aðalstöðvarnar, þar sem ég hafði skrifstofu mína, vóru í Excelsior — gistihúsinu í Köln. Yfirmaður setuliðs Frakka var Degoutte hershöfðingi, og hafði hann aðalstöðvar*sínar í Mainz, en fyrir setuliði Bandaríkja- manna var Allan hershöfðingi, aðalstöðvar í Koblentz. Formað- ur stjórnarnefndar Rínarhérað- anná var Tirand, en fulltrúi Breta í henni Kilmarnock lá- varður. Þjóðverjar voru sjaldséðir í bækistöðvunum. Stjórnarnefnd- ^n annað^st öll viðskipti við þá. En þeir embættismenn, verald- legir og andlegir, sem ég átti saman við að sælda, reyndust mér mjög svo samvinnuþýðir. Við fengum tíðar heimsóknir. Á meðal þeirra, er fyrstir komu, voru mínir gömlu yfirmenn, Sir Jaft Hamilton hershöfðingi pg Pétain marskálkur. Northcliffe lávarður,. blaða- kóngurinn, heimsótti okkur einnig. f þrjá daga sat hann undir tré, drakk kynstur af byggx víni, skrifaði án afláts og tók á móti gestum. Ég náði í alla, sem ég gat, af öllum þjóðernum, til þess að heilsa upp á hann. Aðeins einu sinni gat ég talið hann á að yfirgefa garðinn, og þá vildi hann ekki fara til Köln- ar, heldur aka um landsbyggð- ina. Árangurinn af skrifum hans var tvær eða þrjár greinar um Þýzkaland, sem birtust í „The Times", en fleiri ferígu ekki að koma fyrir sjónir almennings. Það voru ærið sérkennilegar greinar og báru yfirskriftina: „Óþekktur maður í Þýzka- landi." í þeim sagði hann m. a. frá undrun hinna þýzku vina sinríá yfir því, að hann skyldi koma til Þýzkalands án dul- búnaðar, og hélt því fram, að „aðaleinkenni þýzks landslags væri kvenfólk í skemmtilegu\ ástandi." < Á máltíðum hélt hann fróð- legar hrókaræður um skemmti- ferð þá umhverfis jörðina, sem hann var nýkominn úr. Þótt hann væri bersýnilega sjúkur maður, voru samræður hans mjög svo hressandi, og það er ekki ofmælt, að við sáum eftir honum, þegar hann fór. Derby lávarður, sem þá var hermálaráðherra, kom í heim- sókn til okkar, sömuleiðis Maginot, frakkneski hermála- ráðherrann, frumkvöðull hinnar nafnkenndu víggirðingar, og D'Abernon lávarður, sendiherra okkar hjá Þjóðverjum. Heimsókn Derbys lávarðar átti sér stað rétt fyrir Derby- kappreiðarnar. Einn morguninn kom hann niður til árdegis- verðar og bað auðmjúklega af- sökunar á, að hann hefði brot- ið spegilinn í svefnherbergi sínu og bætti við, að þetta vissi á það, að hann mundi ekki sigra á kappreiðunum í þetta sinnf Sansovino — hesturinn hans — sigraði. < Raunalegt var það, þegar Matterrjich greifi, um skeið sendiherra Þjóðverja í London, heimsótti mig ,á skrifstofuna. Hann kom til þess að biðja mig að senda fyrir sig byssur sínar og riffla til Pardeys í. London, í þeim vændum að þær seldust og gerðu honum auðið að draga fram lífið um sinn á heimili sínu þar skamrrit frá, hvað sem svo tæki við. ÞAð var helzta afþreying okk- ar, á meðan við dvöldum í Rin- arhéruðunum, að gánga á hin yndislegu Taunus-fjÖll. En þegar vandkvæðin risu út af herná'mi Frakka'í Ruhr, urðum við*nauð- ugir viljugir að afsala okkur þeirri ánægju. Ég var á Englandi,' þegar frakknesku hersveitirnar tóku að streyma yfir brezka yfirráða- svæðið. Brezku ííkisstjórninni mislíkuðu þessar aðgerðir. Hún var ófús á %að 'láta Frakka not- færa sér hernámssvæði okkar til hluta, sem ekki hafði verið samið um. * Ég fékk strangar fyrirskip- anir um að stöðva ferðir þeirra, en það var augsýnilega ófram- kvæmanlegt án þess að hætta á alvarlega árekstra. Samninga- tilraunir hófust þegar í stað, og átti ég marga viðræðufundi með Degoutte hershöfðingja og Payot; en hinn síðarnefndi var

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.