Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.11.1944, Blaðsíða 6
406 TtlirVTV, brigjndaginn 21. nóv. 1944 98. blað Sextugur: Helgi Eiríksson Þórustöðain Helgi Eiríksson, bóndi á Þóru- stöðum í Kaupangssveit, varð sextugur 12. júli s. 1. Hann fæddist í Helgárseli í Öngulstaðahreppi bg ólst þar upp hjá foreldrum sínum og vann ,á búi þeirra fram undir tvítugsaldur. Foreldrar hans voru hjónin Qruðrúrf* Jósef sdóttir og Eiríkur Jóharmesson, er lengi bjuggu í Helgárseli. Úr föðurgarði fluttist Helgi að Eyrarlandi til Einars Árnason- ar fyrrv. alþm. Skömmu síðar var hann einn vetur' i Gagnfræðaskólanum á Akureyri, hvarf síðan heim í sveit sína, stundaði barna- kennslu í sjö vetur, en vann að öðru leyti á búi Einars. . Árið 1913 kvæntist Helgi Hólmfríði Pálsdóttur á Þóru- stöðum, dóttur hjónanna Páls Jónssonar og Jóninu Guðmunds- dóttur, er þar bjuggu þá. Er Hólmfríður ágæt kona og mynd- arleg húsfreyja; enda er hún af góðu bergi brotin í báðar ættir. Þau hjónin hafa eignazt átta börn — fjórar dætur og fjóra sonu —, sem öll eru á lífi. — Tvær dæturnar eru innan ferm- ingaraldurs. — Tveir bræðranna eru gagnfræðingar og tveir stúd- entar, og er annar þeirra nú kennari í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Má af þessu marka nokkuð um hyggju þeirra hjóna og mann- dóm. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau hjónin á y3 jarðarinnar Þórustaða, en síðar fengu þau hálfa jörðina til ábúðar, og hafa þau búið á þeim hlúta síð- an. — Brátt hófst Helgi handa um framkvæmdir. Reisti hann íbúð- arhús á jörðinni í félagi við mót- býlismann sinn og nafna, er giftur var Þuríði systur Hólm- friðar, endurreisti peningshús, gerði túnasléttur og túnauka, svo að nú er tvöfölduð túnstærð. Fjármaður er Helgi góður og hefir nú í milli 10 og 20 ár haft fjárkynbótabú með nokkrum styrk frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar og Búnaðarfélagi íslands. Helgi er einn af stofnendum U. M. F. Árroðans I Kaupangs- sveit, er stofnað var árið 1907, og var .hann um langt skeið í stjórn félagsins. Nú hefir hann látið stjórnarstörfin í hendur sér yngri manni, en var kjörinn heiðursfélagi Árroðarjs 1944. Skömmu eftir tvítugsaldur- inn átti Helgi þess auðveldan kost að gera verzlunarstörf að ævistarfi sínu. Opin leið lá hon- Helgi Eiríksson, Þórustöðum, um og til annarra starfa í kaup- stað. Meiri auðsvon var þá vissulega í þeim garði búlausum manni með tvær hendur tómar en í kaupavinnu í sveit á sumr- um og við barnakennslu á vetr- um. En Helgi var ekki á tveim áttum um starfsval. Sveitin átti allan hug hans. Þaðart var hann upprunninn. Þar hafði ættstofninn staðið. Á þeim vett- vangi vildi hann starfa. Gott er Helga heim að sækja. Hann er maður gestrisinn og greiðvikinn, drengur góður og glaðlyndur svo að af ber. Kann hann á mörgu góð skil, því að hann les mikið og á.gott bóka- safn. Vinsæll er Helgi mjög, eins og sjá mátti á sextugsafmæli hans. Heimsótti hann þá fjöldi manns. Ættingjar og vinir færðu honum góðar gjafir. U. M. F. Árroðinn fylkti liði heim til hans með heillaóskir og gjöf sem þakklæt- isvott fyrir langt og gott starf í þágu félagsins. Ræður voru fluttar afmælisbarninu og sung- ið. — Var öllum gestum veitt af rausn þeirra hjóna og fagnað hið bezta.. Vinir Helga vænta þess og óska, að hann megi enn um langt skeið starfa að búi sínu og áhugamálum og vera áfram öfl- ugur %tyirktarmaður allri menn- ingarlegri starfsemi sveitar sinnar og héraðs. E. Þ. I FREMSTU LINU! O Tryggið skip yðar, veiðarfæri og farm tijá „SJÓVÁ" SjQvátryqqinqaj^Iiag íslandsl i Til auglýsenda Þeir, sem ætla að auglýsa í jólablaoi Tímans, ern vinsamlega beðnir að scnda auglýsingarnar hið allra fyrsta. ILunel f ramtíðar- innar kallar. (Framhald af 4. síðu) búnaðarskilyrðum óg geta lagt ¦mörgum þúsundum fólks til þær landbúnaðarvörur, sem þarf að framleiða skammt frá neyzlustað. Það er atriði, sem líka á að gefa gaum í þessu sambandi. Það er skylt að gæta þess. Það er staðreynd, að á Vest- fjörðum eru verðmæt jarðefni. Menn getur greint á um það, hversu mörg þeirra svari kosth- aði að vinna. Hitt er þó stað- reynd, að undanfarið hefir verið unnin kolsýra og kalk úr vest- firzkum jarðefnum. Sú vinnsla fer ekki fram á Vestfjörðum, heldur austur á Akureyri, af því, að það er kostur á raforku. Skipsfarmur eftir skipsfarm er« fluttur þangað frá Vestfjörðum og hálfum' farminum kastað sem úrgangsefnum að vinnslu iokinni. Menn géta litið á þetta sem einsdæmi á iðnaðarsviðinu,% ef þeir erii trúlausir á frekari vinnslu vestfirzkra efna, og þarf þó hörð bein til. En jafnvel fó að menn gerðu það, er þetta dæmisaga, sem er sönn mynd af því, sem á sér stað um fiski- veiðarnar. Sandurinn er tekinn óunninn í fjörunum og fluttur langt í burtu til vinnslu. Fisk- urinn er veiddur úti fyrir fjörð- unum og fluttur óunninn langt í burtu fram hjá höfnum þeirra. Þar er líka séilst um þvert bak. . Vestfirðir eiga margt duglegra sjómanna, góða iðnaðarmenn og dugandi útvegsmenn. Aljt þetta fólk bíður rafmagnsins. Það er fullvíst, að ef rafmagnsmálið yrði leyst myndi atvinnnulíf- héraðsins blómgast mjög af sjálfu sér, án frekari aðgjörða ríkisvaldsins. Raforkan á Vest- fjörðum hlyti að skapa atvinnu og góð afkomuskilyrði fyrir þús- undir manna. Því er það þjóð- arnauðsyn, sem hér kallar að. Land framtíðarinnar kallar. Á að trjúa því, að nokkur dauf- heyrist við því kalli? Samþykktir bygginga- málaráðstefnunnar. (Framhald af 4. síðu) e: Athugun sé gerð á iðnlög- gjöf, samningum um nema- fjölda, og öðrum þeim atriðum, sem ætla mætti að gætu tor- veldað, að nægilegt vinnuafl verði til þeirra stórfelldu bygg- ingarframkvæmda, sem gera má ráð fyrir að stríðinu loknu." Ennfremur var þessi tillaga samþykkt: „1. Þegar sé hafizt handa með víðtækari rannsókhir en orðið er, sem skeri úr um alhliða gildi byggingar,efna„ sem notuð eru eða líkleg eru til notkunar við húsagerð hér á landi. , 2. Að þegar sé hafið mat eða flokkun á byggingarefnum er- lendum sem innlendum. 3. Að settar verði reglur um lágmarkskröfur um blöndun sements í efni til bygginga, bæði með tilliti til burðarþols og ein- angrunar, um efnisval sands og malar, vikurs, gjalls, reiðings- torfs til húsagerðar, sements, kalks, og gibs, um húsaplötur, béttiefni í sementshúðun, máln- ingu og önnur byggingarefni, er ?eta haft afgerandi úrslit um verð og gæði húsa. 4. Að rannsakað verði gaum- gæfilegá hvers konar hitunar- fcæki gefist bezt, og hvers konar eldsneyti sé hagkvæmast til notkunar með tilliti til stað- hátta. 5. Rannsakað sé nú þegar með xðstoð Atvinudeildar Háskólans, istand nokkurra húsa, eldri og 7ngri af ýmsum gerðum, með 'illiti til hollustu, stofn- og reksturskostnaðar. 6. Öllum sé heimil rannsókn 'oyggingarefna eða húsa, að fengnu áliti nefndar, er skipa 5kal í þessu augnamiði, helzt af Mþingi." Þá var rætt um næstu bygg- ingarmálaráðstefnu og lagt til, að hún yrði haldin snemma á arinu 1946. Þess var farið á leit við iðnaðarmálaráðherra, að hann fæli sjö manna nefnd áð undirbúa ráðstefnuna og yrði nefndin þannig skipuð, að full- trúar helztu stéttasamtákanna, ar þessi mál varða, ættu sæti í henhi. f HAUST var mér undirrltuð- um dregið hvítt hrútlamb með mínu marki: Stýft hálftaf fram- an hægra. Lamb þetta á ég ekki. Réttur eigandi vitji andvirðis þess til mín og semji við mig um markið. Guðmundur Jónsson, Harðarbóli, Dalasýslu. Undirföt, rVáttkjólar, Náttjakkar. II. Toft Skólávörðustíg 5. Sími 1035. Samband ísl. samvinnufélagu. SAMVINNAN er komin út. Flytur hún m. a. eftirfarandi greinar: Sannir samvinnumenn, eftir Jónas Jónsson. Fimm hús, eftir Þóri Baldvinsson. Samvinnufræðsla, eftir Hjört Hjartar. Meiri almenn fræðsla um samvinnumál, eftir Friðjón Stefánsson. . .Samvinnan er málgagn samvinnuhreyfingar- innar. — Kaupið hana og lesið. / Gott útíhurðaeíni Jarpt merhryssi veturgamalt, mark: tvístýft aft- an vinstraw er í óskilum á Set- bergi við Hafnarfjörð. Sími 9221. Stúlkiir óskast til fiskflökunar eftir áramótin. Mátt kanp. Frítt húsnæði. Hraðfrystistöð Vestmaniiacyja Sími 1 «56 Vinnið ötullega furir Títnann. (Albarco). Cellotex-bilplötur. Asbest-cementsplötur. Steindur þakpappi (rauður og grænn) f fyrirliggjandi. í Jón L o f t s s o n h. f. Spaðkjötið er komið Kútar kosta kr. 175,00 Hálftunnur - -, 326,00 - - 690,00 Heiltunnur Samband ísl samvinnuíélaga Sími 1080. s.. \ Höíðatun 2. Sími5652 Dragshovel Tökum að oss alls konar jarðvinnu. Tíl alls konar mannvirkja- framkvœmda leígjum vér vélar, svo sem: Vélskóílur, Loftbora, r Steypublöndunarvélar, . Vatnsdælur o/iL. 011um fyrirspurnum svarað um hæL Back Filler

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.