Tíminn - 30.12.1944, Page 6
486
TÍMlNiy, langardaginn 30. des. 1944
108. blað
V i ð áramót
Sextngur:
Helgi Einarsson
hreppstjóri á Melrakkanesi
(Framhald af 3. siðu)
lýðsins fyrir afstöðu okkar 1
dýrtíðarmálunum, sömu stefn-
una og jafnaðarmenn hafa beitt
sér fyrir í Svíþjóð, Ástralíu,
Nýja-Sjálandi, Englandi og
frjálslyndar stjórnir í Kanada
og Bandaríkjunum. En þessi
stefna er að fá fólkið til að
skilja það, að það er bezt fyrir
þjóðfélögin og hyggilegast fyrir
allan almenning að halda dýr-
tíðinni innan hæfilegra marka.
Þessi stefna byggist á því, að fá
fólkið til að skilja, að það er
jafn mikils virði að hafa fáar
stórar krónur milli handa eins
og að hafa krónurnar fjórum
sinnum fleiri, en að sama skapi
verðminni. Til þess að þessi
stefna fái sigrað, verður að beita
stöðugum áróðri til að fá fólk til
að skilja þetta og oft og einatt
jafnvel hörðum tökum, eins og
reynslan sýnir í Bretlandi og
Bandaríkjunum m. a.
Fjármálastefnan, sem hófst
vorið 1942, er byggð á þeirri
veilu í hugsun almennings, þeirri
blekkingu, að honum finnst
stöðugt, að hann hafi meiri
verðmætum úr að spila, ef hann
hefir fleiri krónur milli handa,
án tillits til verðgildis.'
Kommúnistar urðu fyrstir til
að nota sér þessa villu almenn-
ins í peningamálum. Jafnaðar-
menn fetuðu í fótspor þeirra, og
það var ekki óeðlilegt, þar sem
Sjálfstæðismenn voru með stöð-
ug yfirboð á takteinum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefir
aðeins tvívegis stöðvað sjálfan
sig í þessum málum öll þessi ár
og það aðeins stutt tímabil. í
fyrra skiptið eftir áramót 1942,
er hann setti gerðardómslögin
með Framsóknarflokknum. En
þegar um vorið 1942 gafst hann
upp og Ólafur Thors hefir viður-
kennt það opinberlega, að hann
hafi vorið 1942 orðið að kaupa
því við kommúnista, að þeir
styddu hann sem forsætisráð-
herra gegn því, að hann lofaði
þeim því að gera engan ágrein-
ing í hinum stærri málum og sízt
af öllu í dýrtíðarmálunum. Kom-
múnistar fengu vorið 1942 sjálf-
dæmi í dýrtíðarmálum þjóðar-
innar.
í byrjun ársins 1944 ætlar
flokkurinn aftur að taka rögg á
sig, samkv. áramótagrein for-
manns flokksins. Þessari stefnu
heldur flokkurinn í orði til 3.
október í haust, að kommúnist-
ar bjóðast að nýju til að styðja
Óla'f Thors sem forsætisráð-
herra. Þá er enn gefizt upp og
tekin upp fjármálastefnan frá
1942.
En hvers vegna beita jafnað-
armannaforingjarnir þeir Cur-
tin í Ástralíu, Bevin í Englandi
og Per Albin Hanson í Svíþjóð
sér svo eindregið gegn þeirri
fjármálastefnu, sem verkalýðn-
um hér á íslandi hefir verið
talin trú um að væri honum ein
til sáluhjálpar?
Það er vegna þess, að sú fjár-
málastefna, sem nú ríkir hér á
landi, kemur að vísu hart niður
á öllum þjóðfélagsþegnum, en
hún kemur þó fyrst og harðast
niður á verkalýðnum. Það er
fyrir þessa sök, að allir fremstu
forvígismenn verkalýðsins beita
sér nú gegn sams konar fjár-
málastefnu og nú ríkir á íslandi.
VII.
Þess gerist ekki þörf að ræða
áhrif ríkjandi fjármálastefnu á
framleiðsluna. Það hefir nýlega
verið gert. Áhrif hennar á fjár-
mál ríkisins hafa og verið rakin.
Það er þegar orðið óframkvæm-
anlegt að koma saman fjárlög-
um fyrir ríkið með sæmilegum
og heiðarlegum hætti. Fjárlög
þau, sem samþykkt voru og gilda
fyrir árið .1945, eru fölsk mynd.
Þar er ekki talið til útgjalda
ýmislegt, sem þar er þó skylt að
telja samkvæmt landslögum.
Framkvæmdir á að gera fyrir fé
úr sjóðum, sem á að tæma, — í
stað þess að nú í góðærinu ætti
að verða hægt að auka þá og
efla. —•• Nauðsynlegar fram-
kvæmdir, svo sem áburðarverk-
smiðja, kaup á strandferðaskipi
og ræktunarmálin (ef ekki
breytist viðhorf til þeirra frá
því sem nú er) — allt þetta er
stöðvað. Hið sanna er, að með
því að halda áfram þeirri fjár-
málastefnu, er lætur dýrtíð ó-
hefta, er að verða útilokað að
afla ríkissjóði tekna til nauðsyn-
legustu framkvæmda — og fer
ört versnandi.
Þeim mönnum, sem þessu
stjórna, hlýtur að vera það ljóst,
að á þessari leið, sem valin var
1942 og nú er farin, getur aðeins
orðið einn endir — hér eins og
alls staðar annars staðar.
VIII.
Þessi fjármálastefna fyrir-
byggir því þá grózku og ný-
skipan í atvinnulífinu, sem flest-
ar þjóðir stefna að eftir styrjöld
(íslenzka ríkisstjórnin kallar
nýskipan „nýsköpun". — Minna
má það ekki heita).
Ég hygg, að Framsóknarflokk-
urinn hafi orðið til þess flokka
fyrstur að vekja hugi manna
fyrir nauðsynlegri nýskipan at-
vinnumála hér á landi.
í atvinnuyfirlýsingu 7. flokks-
þings Framsóknarmanna er sett
fram mjög glögg stefna í þessu
máli.
Flokksþingið telur, að landið
ráði yfir nægum auðlindum til
þess að veita öllum, er það
byggja, fullnægjandi lífsnauð-
synjar og lífsþægindi.
Vísindalega þekkingu og full-
komna nútímatækni verði að
taka í þjónustu atvinnuveganna
og verklegra framkvæmda.
Atvinnuleysi beri að fyrir-
byggja. Tryggja beri, að verka-
menn fái sannvirði vinnu sinn-
ar með því að styðja og efla
samvinnu í verzlunar- og at-
vinnumálum — sem og hluta-
skipti og ákvæðisvinnu í sem
flestum greinum.
Síðan er í atvinnumálayfirlýs-
ingunni rakið hverra aðgerða sé
þörf til að ná greindu marki. Nú-
verandi ríkisstjórn gerir ráð fyr-
ir að kaup á nýjum tækjum sé
höfuðatríði í svonefndri nýsköp-
un. En í atvinnumálayfirlýsingu
7. flokksþings Framsóknar-
manna er á það bent að atvinny-
leysi kunni að verða áður en
nægileg tæki til að auka fram-
leiðsluna verði fáanleg. Þess
vegna er sýnt fram á að undir-
búa þurfi innanlands áætlanir,
sem lítið erlent efni þarf til
að framkvæma, en mikið vinnu-
afl: Ræktun, vegi, hafnargerð-
ir, flugvelli o. fl.
Flestar þessar framkvæmdir
eru og við það miðaðar, að þær
búi í haginn fyrir framleiðsluna.
Þetta er að sumu leyti líkt því,
sem sænska ríkisstjórnin virðist
ráðgera að haga málum þessum
í Svíþjóð eftir styrjöldina. Hún
hefir meðal annars látið gera
áætlanir um yfirgripsmikla ný-
rækt í sveitum og þorpum, sem
hefja á ef útlit er fyrir atvinnu-
leysi.
Það kæmi mér ekkert á óvart,
þótt nýbyggingarráð ætti eftir
að reka sig á það, að sú nýskip-
an atvinnumála, sem 7. flokks-
þing Framsóknarmanna gerir
áætlun um í stuttri en Ijósri at-
vinnumálayfirlýsingu, sé öllu
hyggilegri en síðari ráðagerðir
um nýsköpun.
IX.
En það er fleira, sem verður að
gera sér ljóst í sambandi við ný-
skipan atvinnumála.
Á miklum umrótstímum skap-
ast óvissa. Afleiðingin er oft hik
og ótti. Þetta hefir lamandi áhrif
á framtak einstaklinganna. Það
er því mjög nauðsynlegt — jafn-
vel óhjákvæmilegt — að marka
opinberum rekstri og einstakl-
ingsframtakinu hvoru um sig
ákveðið og öruggt athafnasvið í
bjóðfélagi nýskipunarinnar.
Flokksþing Framsóknarmánna
gerði sér þetta atriði ljóst og
segir í formála fyrir Tíðindum
frá þinginu að byggja verði upp
„með nægilega hraðri þróun
fjármála- og framleiðslukerfi
þar sem lýffræði og frjálst fram-
tak eru hyrningarsteinar — þó
án þess, að frá því sé vikið, að
láta félagslegt eða lögboðið
skipulag eða íhlutun hins opin-
bera grípa inn í alls staðar þar
sem þess er þörf — til þess að
trygggja hag heildarinnar.“
En jafnframt er skýrt fram
dregin nauðsyn þess „að marka
opinberri íhlutun um atvinnu-
rekstur það svið, sem nauðsyn
krefst, vegna hagsmuna almenn-
ings, og þar með veita einstakl-
ingsframtakinu þá tryggingu og
það öryggi, er gefur því vaxandi
hvöt til starfa.“
Helgi Einarsson hreppstjóri
Melrakkanesi í Geithellnahreppi
varð sextugur 9. nóvember s. 1.
Hann er fæddur að Smyrla-
björgum í Suðursveit í Austur-
Skaftafellssýslu. Árið 1907
kvæntist hann Sigþóru Guð-
mundsdóttur og hóf búskap í
Melrakkanesi sama ár, og þar
hefir hann búið síðan við hinn
mesta myndarbrag, bætt jörð
sína stórum með margvíslegum
framkvæmdum og búið rausnar-
búi.
Helgi er áhugasámur sam-
vinnumaður og hefir jafnan
staðið framarlega um félags-
málastörf. Hann hefir um langt
skeið verið í stjórn Kaupfélags
Með þessu er stefnan skýrt
mörkuð. Það hafa verið einkenni
á stefnu flokkanna hér á landi í
atvinnumálum, að verkamanna-
flokkarnir vilja láta afnema
einstaklingsframtakið, Sjálf-
stæðisflokkur hefir viljað láta
þjóðfélagið þjóna einstaklings-
framtakinu, en Framsóknar-
flokkurinn vill láta einstaklings-
framtakið þjóna heildinni.
í samningi ríkisstjórnarinnar
er viðhöfð ný vinnuaðferð. At-
vinnumálastefnu stjórnarflokk-
anna er þar hrært saman í einn
graut. Óljóst hvert stefnir. Ein-
staklingurinn veit ekkert hvar
hann stendur. Óljósar hótanir
eru bornar fram í ræðum og
blaðagreinum. Það eiga að vera
sporarnir, sem knýja menn til
framkvæmda.
Én það er ekki valin sú leið,
að marka þá stefnu, er veit-
ir einstaklingnum sanngjörn
starfsskilyrði og sæmilegt öryggi
til þess að hann fái vaxandi
hvöt til framkvæmda, og setja
síðan einstaklingsframtakinu og
félagsheildum undir ýmsum
formum ákveðin takmörk og
benda þeim á tiltekin verkefni,
sem þeim er ætlað að fram-
kvæma. Þannig mætti samræma
einstaklingsframtak við skipu-
íagt þjóðfélag — með almanna-
hag fyrir augum.
Reynslan mun skera úr um
það á næstunni hvor aðferðin
er happadrýgri.
Berufjarðar og er nú formaður
félagsins. Fyrir nokkrum árum
var hinum forna Geithellna-
hreppi skipt í tvo hreppa og var
Helgi á Melrakkanesi þá skip-
aður hreppstjóri Geithellna-
hrepps, en um sveitarstjórnar-
mál hefir hann fjallað árum
saman. Þannig hafa hlaðizt á
Helga hin margvíslegustu trún-
aðarstörf, enda vita menn, að
því er vel borgið, sem hann tekur
að sér.
Þeir eru margir, sem óska
Helga á Melrakkanesi allrar far-
sældar á þessum tímamótum í
ævi hans og þakka honum fyrir
unnin störf. X.
X.
En stórar framkvæmdir í at-
vinnumálum verða að hvíla á
traustum fjárhagsgrunni, ella
verða þær aldrei að veruleika,
eða hrynja á skömmum tíma.
Samkeppnisþjóðir okkar íslend-
inga um markaði munu eigi síð-
ur en við nota tækni og vísindi
í þágu framleiðslunnar. Meðan
verðlag innanlands og kaupgjald
er hærra en hvarvetna annars
staðar verður nýskipan fram-
leiðslunnar aðeins frómar ráða-
gerðir.
Flokksþing Framsóknarmanna
benti á, „að niðurfærsla afurða-
verðs og kaupgjalds verði að
miðast við það, að útflutningur
'andsmanna stöðvist ekki“.
Samhliða niðurfærslunni verði
að skattleggja stríðsgróða yfir
visst Jágmark.
Án þessarar niðurfærslu verður
þjóðin líkust sjúklingi með opna
og blæðandi slagæð í höndum
lækna, sem ekki vilja fram-
kvæma nauðsynlega aðgerð,
vegna þess, að það kostar lítils-
háttar sársauka í bráð. Þeir
segjast ætla að bíða og sjá til
hve lengi sjúklingurinn þolir
blæðinguna.
Það eitt væri heiðarlegt af nú-
verandi ríkisstjórn og stuðn-
ingsmönnum hennar að segja
eins og er, — að sú stefna, sem
stjórnin hafi tekið, sé raunveru-
lega óframkvæmanleg.
Bið á því að breytt sé um
Sextugur:
Þorsteinn Þorsteinsson
r
bóndi á Asmundarstöðum
Hinn 13. október varð Þor-
steinn Þorsteinsson bóndi á Ás-
mundarstöðum 60 ára. Hann er
sonur merkishj ónanna Ingi-
gerðar Runólfsd. og Þorst. Þor-
steinssonar, sem lengi bjuggu
fyrirmyndarbúi á Berustöðum.
Þorsteinn var næstelztur af 13
börnum, er þau Ingigerður og
Þorsteinn áttu. Eru 10 þeirra enn
á lífi. Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum og mótaðist þar
af hinni hollu og haldgóðu
heimilismenningu íslenzkra
sveitaheimila, í árvekni, þrifn-
aði, reglusemi og hagsýni. Hefir
honum orðið þetta gott vega-
nesti, sem hann hefir kunnað
að meta og varðveita,. enda er
það eini skólinn, sem hann hefir
gengið í, annar en lítilfj örleg
umgangskennsla fyrir ferming-
una.
Árið 1917 kvæntist Þorsteinn
Sigríði dóttur hinna velþekktu
heiðurshjóna Guðrúnar Hannes-
dóttur og Ólafs Jónssonar
hreppstjóra á Austvaðsholti.
Reistu þau þá bú að Króki í
Villingaholtshreppi og bjuggu
þar til 1919, að þau fluttu þaðan
vegna mikilla veikinda Þorsteins,
sem hann fékk upp úr spönsku
veikinni 1918. Fluttu þau þá að
Austvaðsholti. Þar lá Þorsteinn
rúmfastur í 2 ár, í 3 ár hafði
hann fótavist, en gat ekkert
unnið, sem vinna hét. Árið 1925
keypti Þorsteinn hálfa jörðina
Ásmundarstaði í Ásahreppi.
Hófst hann þá þegar handa um
framkvæmdir með að bæta jörð-
ina: slétta túnið, stækka það,
ræsa og girða það og éngjarnar.
Hann hefir byggt gott íbúðar-
hús, heyhlöður, og fénaðarhús.
Er allt þetta vandað og vel af
hendi leyst, því að hann er verk-
laginn og vandvirkur.
Þorsteinn og Sigríður kona
hans eru bæði mjög heilsubiluð
og hafa alltaf átt við mikinn las-
' leika að stríða. Eru það mestu
undur hverju þau hafa afkastað
1 og til leiðar komið. Fyrir sam-
! eiginlegan áhuga og ósérhlífni
hefir þeim vegnað vel. Þau hafa
verið samhent í að skapa sér
gott og jnyndarlegt heimili, þar
sem ráðdeild, reglusemi og
prýðileg umgengni, utan húss og
innan, skipa öndvegi og allir, er
að garði bera, njóta andlegrar
og líkamlegrar hressingar.
Bændastétt landsins er sómi og
styrkur að slíkum heimilum og
þeim mönnum, er þeim stjórna,
sem í orði og verki sýna trú sína
á land og þjóð og með áhuga og
dugnaði hvetja aðra til bættrar
ræktunar og aukinna afkasta og
sýna með starfi sínu, að það er
hægt að laga og unibæta margt,
er við kemur hinu þjóðnýta
starfi, landbúnaðinum, ef at-
orka og hagsýni er við höfð. Slík
heimili þyrftu að vera sem flest
til í landi voru.
Þorsteinn er prúður og yfirlæt-
islaus, vel greindur og gætinn,
rólyndur og fastur fyrir. Hann
er athugull og íhugar málin
áður en hann ræður þeim til
lykta. Hann gegnir mjög mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir
byggðarlag sitt og leysir þau af
hency. með mikilli skyldurækni
og trúmennsku og nýtur trausts
og virðingar þeirra, er honum
kynnast.
Hin mörgu skyldmenni, vinir
og kunningjar Þorsteins munu
hafa hugsað til hans á þessum
tímamótum í ævi hans og sent
honum hlýjar kveðjur og beðið
honum og konu hans allrar
lukku og blessunar. 'G.
Sumband ísl. samvinnufélaga.
SAMVINNUMENN:
Munið, að af hverri krónu, sem þér kaupið fyrir
í kaupfélagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofn-
sjóð.
SÆVOIX de PARÍS mýhir húðina oq
styrhir. Gefur henni yndisfagran litblœ
oy ver hana hvillum.
XOTIÐ
SAV0N;
stefnu er sóun á miklum verð-
mætum, — sem tekin verða úr
vösum almennings. Bið á því að
snúið sé við getur komið fjár-
málum okkar í vonlaust kvik-
syndi.
Það ætti ekki að geta verið
neinn galdur að skilja það, að
með því að láta óhefta í landinu
dýrtíð, sem því veldur, að kostn-
aður við að framleiða útflutn-
ingsvörur er meiri en fyrir þær
er greitt, töpum við — þjóðinni
blæðir.
Þrátt fyrir þessi augljósu
sannindi, sem ættu að vera
fremur einfalt reikningsdæmi
fyrir flesta unglinga, er haldið
áfram að segja landsmönnum að
við, sem bendum á þessar stað-
reyndir, séu „pólitískir spell-
virkjar" og „hrakspármenn."
En það er nú hætt við, að
þrátt fyrir allan þennan áróð-
ur, verði afleiðingar stærðfræði-
legra staðreynda honum sterk-
ari. Þær eru þegar orðnar æði
áberandi eins og bent.hefir ver-
ið á og þær munu verða enn
áleitnari við ríkisstjórnina því
lengur sem hún neitar að taka
tillit til þeirra.
Ríkisstjórnin ætti nú þegar
að snúa sér til launamanna og
fara þess á leit við þá, að þeir
fari að dæmi bændanna — lækki
kaupið eins og þeir lækkuðu
vöruverðið. Þá yrði að gera sam-
svarandi kröfur til annarra —
skattleggja stríðsgróðann. —
Almenningur mundi brátt átta
sig á því, að þetta er engin
fórn — verðgildi peninganna
vex.
Afleiðing þess að þannig væri
smátt og smátt mjakað niður
dýrtíðinni til samræmis við
þarfir útflutningsins yrði örv-
un framleiðslunnar, bætt af-
koma ríkissjóðs og nýskipan at-
vinnulífsins yrði auðveldari í
framkvæmd. —
Með þessu móti einu verður
fjármálum þjóðarinnar bjargað.