Tíminn - 05.01.1945, Page 1

Tíminn - 05.01.1945, Page 1
/ 1 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. Símar 3948 og 3720. RITSTJÓRASKRIFSTOFtJR: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Simar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI. Lindargótu 8A. Slmi 2323. 29. árg. TÍMIM, föstudaginn 5. jau. 1945 1. Mað ' / Ríkisstjórnin verður að iyrirskipa opinbera allsherjarrannsókn tafarlaust Stórkostleg verðlagsbrot sannast á tvær heildverzlanir ; ' • , . vV ' \ ^ ✓ Morg heíldsölufyrirtækí, sem hafa neitað að af- Frá nmrœsnm & AiÞingi: henda frumreikninga, grttnuð um samskonar brot I | íf 0 J1 £ (j J| J) Y (j Í11 í fisksölumálanum Hér í blaðinu hefir iðulega verið bent á, að margvísleg okurstarfsemi, sem hinum ýmiskon- ar milliliðum héldist uppi, ætti einn veigamesta þáttinn í dýrtíðinni. M. a. hefir verið oft á það bent, að talsvert á annað hundrað fyrirtæki önnuðust vöruinnflutning til landsins og flest þeirra söfnuðu miklum gróða og jafnvel svo hundruðum þús. kr. skipti árlega. Gróðinn, sem ein- stök fyrirtæki söfnuðu með þessum hætti, væri áreiðanlega miklu meiri en andvirði þeirra landbúnaðarafurða, sem seldar væru innanlands, og sæist á því, a$ aðrar orsakir ættu langtum veigameiri þátt í dýrtíðinni en landbúnaðarverðið. Þessar staðhæfingar Tímans sönnuðust næsta greinilega, þegar klinnugt varð um hinn mikla stórgróða Eimskipafélags íslands síðastl. ár. Það upplýstist þá, að hreinn gróði þessa eina fé- lags var eins mikill eða meiri en andvirði allrar seldrar mjólkur og mjólkurafurða í Reykja- vík og Hafnarfirði Síðastl. ár. Nýlega hefir fyrir atbeina verðlagsráðs og verðlagsstjóra orðið kunnugt um einn þátt þess- arar okurstarfsemi, sem Tíminn hefir gert að umtalsefni. A. m. k. tvö heildsölufirmu hafa orðið uppvís að stórkostlegum verðlagsbrotum, sem eru fólgin í því, að þau hafa látið starfsmenn sína vestan hafs senda sér reikninga, er rauhverulega voru falskir. Allmörg önnur fyrirtæki eru grunuð um hliðstæð brot. Er þetta stærsta verðlagsbrotamál, sem hér hefir komið fyrir, « \ og er fullkomlega |»ess cðlis, að ólijákvæmilegt er, að ríkissíjórniii fyrirskipi opinbera rannsókn, er framkvæmd verði tafarlaust, ef ekki er tilætlunin að sýna óeðlilega vægð og undandrátt. Reynir þar mjög á dómsmálaráðherrann og aðra fulltrúa vinstri flokkanna í stjórninni og er þetta raunverulega þrófmál um það, hvort þeir meta meira að fylgja margyfirlýstri stefnu sinni eða vinfengið við íhaldið,.er vitanlega reynir sitt ítrasta til að svæfa þetta mál. Saga ináisins. Tildrög þessa máls er í aðal- atriðum þessi: Nokkru eftir að viðskiptin við Ameríku hófust, byrjuðu ýms heildsölufyrirtæki að hafa úti- bú vestan hafs. Þótti það fljótt grunsamlegt, að þau tóku að láta útibú þessi senda sér reikninga yfir vörur þær, sem þau keyptu, í stað þess að láta reikningana koma beint frá hinum amerísku seljendum. Fylgdi þessu vitan- lega aukinn skrifstofukostnaður, sem auðvelt var að vera íaus við, enda hafa önnur fyrirtæki lát- ið sér nægja að hafa aðeins inn- kaupamann vestra, er samdi um vörukaupin, en reikningarnir komu síðan beint frá hinum amerísku seljendum. Verðlagsráði þótti strax var- hugavert að byggja á reikning- um þessara íslenzku útibúa vest- anhafs og vildi því gera að skil- yrði, að fyrirtækin sýndu ffum- reikninga amerísku seljendanna. Jafnframt taldi það rétt að leyfa útibúunum 5% álagningu. Fyr- verandi ríkisstjórn taldi hins vegar rétt að sýna þessum ís- lenzku verzlunarmönnum það traust, meðan annað sannaðist ekki, að krefjast* ekki frum- .reikninganna. Leið svo fram á haustið 1943, en þá virtist koma í ljós, að a. m. k. eitt firmað misnotaði aðstöðu sína, þótt sönnunum yrði ekki við komið. Frekari athuganir leiddu til þess, að í marzmánuði síðastl. var ákveðið að taka enga reikninga aðra gilda en frumreikninga frá ameriskum fyrirtækjum. Flest' fyrirtækin þrássuðust þó við að gera þetta og munu ekki hafa gert það enn, nema þá að mjög litlu leyti, þrátt fyrir nýjar og nýjar ítrekanir og fresti verð- lagsráðs. Tvö firmu, G. Helga- son & Melsteð og O. Johnson & Kaaber, skiluðu nokkru af frum- reikningunum, og leiddi athug- un í ljós, að þau höfðu dregið sér stórfé með því að leggja miklu meira'á vörurnar en hina leyfilegu 5% álagningu eða í raun réttri falsað innkaupa- reikningana. Bæði þessi firmu hafa nú verið kærð og kæran afhent sakadómara. Nánari frásögn af þessu máli er að finna í skýrslu verðlags- ráðs, sem birt er á öðrum stað. Svívirðilegur vcrknaður. Sá verknaður, sem hinir brot- legu heildsalar hafa hér unnið, er í fyllsta máta svívirðilegur. Þeir hafa gert sig seka um að misnota þann trúnað,,sem fyrv. ríkisstjórn sýndi þeim í fyrstu með því að treysta þeim til að skila ófölsuðum reikningum. Þeir hafa eftir að þeim var gert að að skyldu að afhenda frum- reikningana þrjóskast við að gera það og sýnt þannig fyllsta virðingarleysi fyrjr íslenzkum lögum. Og þeir hafa síðast, en ekki sízt, aukið stórlega dýrtíð- ina í landinu með þessu okri sínu, því að til viðbótar hinnar óleyfilegu álagningu þeirra er- lendis koma tiltölulega hærri heildsölu- og smásöluálagning innanlands. Er það vafalaust ekki ofmælt, að ísl. neytendur hafa með þessum hætti verið fé- flettir um miljónir króna. Almenningur hefir 'líka sýnt það í dómum sínum, síðan upp- lýst var um þetta tiltæki heild- salanna, að hann fordæmir það harðlega. Almenningur krefst þess, að nú verði ekki endurtek- in sama sagan og } sambandi við Eimskipafélagshneykslið, sem hefir verið algerlega þaggað nið- ur og hinir „fínu“ menn, sem þar féflettu þjóðina um tugi milj. kr., þykja jafnvel enn „fínni“ en áður og eru nú valdameiri en nokkuru sinni fyrr. Opinber raimsókii óhjákvæmilejg. \ Það sem mörgum mun þykja ískyggilegast við þetta mál, eru ekki aðeins brot þeirra tveggjg firma, sem þegar er kunnugt úm, heldur framkoma þeirra firma, sem alls ekki vilja afhenda frumreikning'ana. Slíkt getur tæplega slcoðast öðruvísi en eins konar sektarjátning. Ástæðan til þessara framkomu og margt annað, sem enn er á huldu í þessu máli, þarf að upp- lýsast til fullnustu. Til þess verða að teljast mjög vafasamar líkur, að þær upplýsingar fáist, ef ekki verður beitt öðrum að- ferðum en þeim, sem verðlags- eftirlitið hefir yfir að ráða. Möguleikar þess til að afla nægra sannana, eru mjög tak- markaðir, eins og reýnzlan hefir sýnt. ^Eina vonin til verulegs árangurs í þessum efnum er, að ríkisstjórnin fyrirskipi opinbera allsherjarrannsókn á þessum brotum, meintum brotum og öðrum skyldum. Opinber rann- sóknardómari hefir marga fleiri og betri möguleika og meira vald til sannanaöflunar en verð- lagseftirlitið og hefir jafnframt betri aðstöðu til að leita sam- vinnu erlendra réttarvalda, ef þörf krefur. Þess verður þv£ að krefjast, að dómsmálaráðherr- ann fyrirskipi tafarlaust opin- bera allsherjarrannsókn og sjái um að hún verði framkvæmd nú þegar. Er það vitanlega sjálf- sagt, að sú rannsókn verði fram- kvæmd í náinni samvinnu við verðlagsráð og þessir tveir aðil- ar, ráðið og rannsóknardómar- inn, styðji hvorir annan eftir megni. Núverandi dómsmálaráðherra hefir réttilega sýnt það áður, að hann álítur þetta einu réttu1 lausnina i þessum málum. Þeg- ar uppvíst varð um rangar upp- lýsingar olíufélaganna sumarið 1943, flutti hann, ásamt þing- mönnum úr öllum flokkum, þingsályktunartillögu um, að fyrirskipuð væri opinber rann- sókn í málinu. Hér er um marg- fallt stærri og flóknari mál að ræða og því margfalt meiri þörf opinberrar rannsókna r, Fyrir þau neilds.ölufyrirtæki, sem eru sýkn saka, er slík rann- sókn nauðsynleg. Án hennar munu þau liggja undir sama gruninum og hin seku. Aðalat- riðið er þó, að sekt verði komið fram á hendur öllum hinum seku og það svo fullkomlega, að fordæmi þeirra verði ekki tíl eftirbreytní og almenningur þannig varinn gegn þvílíku okri til frambúðar. Slíkt er vonlaust eða vonlítið, án opinberrar rannsóknar. Það er barnaskapur að ætla að telja það fullnægjandi refsingu, að hætta að veita þessum fyrir- tækjum innflutningsleyfi, þótt eðlilegt sé að viðskiptaráð grípi (Framhald á 8. siöu) Slnnuleysi og kák ríkisstjórnarinnar dæmalaust. / Þegar fundur hófst í sameinuðu Alþingi í gær eftir jólafríið, kvaddi Hermann Jónasson sér hljóðs utan dagskrár og beindi nokkrum fyrirspurnum til atvinnumálaráðherra í sambandi við fisksölumálin. Urðu miklar umræður í tilefni af fyrirspurnunum og voru þær næsta fróðlegar um það fullkomna sleifarlag, sem ríkjandi er í þessum málum ndir forustu núv. ríkisstjórnar. — Skal hér vikið að nokkrum slíkum atri^im, sem fram komu I þessum umræðum. Greínargerð viðskiptaráðs- ins um aibrot heildsalanna Þegar sú breyting var gerð á verðlagseftirlitinu snemma á árinu 1943, að það var fengið í hendur viðskiptaráðinu og sér- stakur verðlagsstjóri var skip- aður, höfðu ýmis fyrirtæki í Reykjavík umboðsmenn eða úti- bú í Bandaríkjunum til þess að annast vörukaup fyrir sig, auk þess sem nokkrir íslenzkir ríkis- borgarar höfðú setzt þai\ að til þess að kaupa vörur fyrir ís- lenzk fýrirtæki. í gildandi verð- lagsákvæðum voru engin há- marksákvæði um umboðslaun slíkra aðilja. Eitt af fyrstu verkum Við- skiptaráðsins og verðlagsstjóra var að endurskoða hinar al- mennu reglur um verðla^ningu vara. Hálfum mánuði eftir að ráðið var fullskipað til þess að fjalla um verðlagsmál, gaf það MYNDASACAN. Vegna þrengsla f blað- inu hefir birting mynda- sögunnar fallið niður um nokkurt skeið. Myndasag- an hefst að nýju hér í blað- inu 1 dag á 7. síðu. út nýjar verðlagningarreglur, og var þar ip. a. ákveðið, að fj’rir- tæki, sem hefðu umboðsmenn eða útibú erlendis, mættu ekki reikna þeim meira en 5% í'um- boðslaun. Þegar á fyrstu fundum ráðsins var og um það rætt og það fyrirhugað að gefa út regl- ur um/ að verðlagning vöru skyldi aldrei byggð á reikningum (faktúrum) íslenzkra ríkisborg- ara í Ameríku, eða á reikningum amerískra fyrirtækja, sem ís- lenzkir borgarar störfuðu við vegna viðskipta við ísland eða gildar líkur væru fyrir að stæðu í hagsmunasambandi við ís- lenzka innflytjendur. Þar gem hér var um sérstaklega þýðing- armikið nýmæli að ræða, taldi ráðið ekki rétt að gera um það ályktun án þess að fá um það umsögn ríkisstjórnarinnar.. Að lokinni, athugun á málinu taldi hún Viðskiptaráðjnu ekki heim- ilt að gefa út fyrirmæli um, að neita að taka gilda reikninga frá amerískum fyrirtækjum, jafn- vel þótt íslenzkir borgarar störfuðu við þau vegna viðskípta við ísland. Að öðru leyti hafði hún ekkert við fyrirhugaða ráð- stöfun að athuga. Frh. á 8. s. Samnmgai’mi* við Breta vanræktir. Rikisstjórnin hefir haft þá vitneskju í 2 y2 mánuð, að Bret- ar myndu ekki endurnýja fisk- sölusamninginn í núv. mynd sinni og hefði því legið beinast viö, að samninganefnd yrði þegar látin fara til Bretlands til að ræða við brezku stjórnina um nýjan samning. Þetta hefir al- gerl'ega verið vanrækt, og reyndi Finnur Jónsson að verja þetta í umræðunum með þvl, að Bretar hefðu ekki talið sig viðbúna að taka á móti íslenzkum samn- ingamönnum. Við nánarl eftir- grennslan hefir Tíminn fengið upplýst, að þessi frásögn Finns, sem lýstl heldur litlu vinfengi Breta við íslenzku þjóðina, er al- gerlega röng, hvað sem þvl veld- ur, en ótrúlegt er ekki, að Finn- ur hafi hér haft utanríkismála- ráðherrann fyrir heimild. Það var fyrst 21. desember, sem rík- isstjórnin sendi þá fyrirspurn til brezku stjórnarinnar, hvort hún vildi taka á móti samninga- mönnum í byrjun janúar. í skeytum, sem komu frá brezku stjórninni fyrir áramót, lýsir hún sig fúsa til þessara við- ræðna og lofar að greiða fyrir ferðaiagi islenzku sendimann- anna. Það er því siður en svo, að Bretar hafi sýnt nokkra tregðu í því að taka/Ú móti slík- um samningamönnum. Vegna þessa óverjandi seina- gangs og sinnuleysis ríkisstj., eru hinir íslenzku samningamenn fyrst að fara af stað í Bretlands- förina, þegár vertiðin er að hefj- ast, og því veit enginn neitt um það, hvernig verði t. d. háttað sölu á hraðfrystum fiski eða saltfiski eða hvaða verð muni fást fyrir þessar afurðir. Það liggur enn fremur fyrir, að ekki er til nægur skipastóll til að flytja út allan fiskinn ísaðann. Mikill hluti útgerðarinnar og allir hraðfrystihúsaeigendur standa því uppi ráðalausir og alger stöðvun vofir yfir hjá þeim f DAG birtist á 3. og 6. síðu grein um sjávarútvegsmál, eftir Eystein Jónsson alþm., er nefnist „Deildu og drottn- aðu“. Á 4. síðu er Vestmanna- eyjabréf og grein um sam- færslu byggðarinnar og jarðræktarmál. / Algep óvissa um rekst- nr hraðfrystihúsanna. Fyrsta afleiðing þessa er sú, að Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, er nær til 80% af hrað- frystihúsunum, hefir ákveðið, að húsin taki ekk) raótl fiski, fyrir þáð íyrsta til 12. þ. m. Þá munu hraðfrystihúsaeigendur halda fund og bera saman ráð sín. í tilboði, sem brezka stjórnin hef- ir geft um kaup á hraðfrysta fiskinum, gerir hún ráð fyrir verulegri veðlækkun frá því, sem verið hefir. Frystihúsin munu alls ekki þola slíka verðlækkun. Sýnir þetta bezt, hversu full- komlega óafsakanlegt það er af stjórninni að hafa ekki notað næstum ’ þriggja mánaða tíma til að • fullræða við Breta um þessi mál, og næðus.t ekki full- nægjandi samningar, að undir- búa aðrar ráðstafanir frystihús- unum til hjálpar, svo að rekstur þeirra þyrfti ekki að stöðvast, en það myndi valda stórfelld- um atvinnumissi í mörgum ver- stöðvum og sums staðar stöðva útgerðiría að mestu. Stjórnin hefir alveg vanrækt allar aðgérðir í þessu máli, bæði að því er snertir samninga við Breta og aðrar ráðstafanir, Al- veg það sama er að segja um saltfiskverkunina. Það eina, sem stjórnin getur því sagt um þessi mál,þegar vertíðin er að hefjast: þau eru í athugun. Allt í iuulamlrætti með fiskflutnmgana. Þess hefði mátt vænta, fyrst stjórnin reyndi ekki að ná samn- ingum við Breta fyrir áramótin, að hún reyndi að tryggja út- flutning ísfisksins, svo að smá- útgérðin þyrfti ekki alveg að stöðvast. Slíku hefir ekki verið að heilsa. Það helzta, sem hún hefir gert í þeim efnum, er að fá Breta til að lofa því, að þrjú skip, sem þeir hafa leigt okkur til kolaflutninga, megi taka fisk til útflutnings, s ••o. að þau sigli ekki tóm á útleiðinni. Talið er mjög hætt við því, að fiskur skemmist í slíkum skipum og er sagt, að það hafi oft komið fyr- ir hjá Bretum. Hefir það ekki komið okkur að sök hingað til, því Bretar hafa keypt fiskinn hér og því orðið sjálfir að þola halla af skemmdum. Ef við hefð- um flutningana sjálfir, myndi hallinn lenda á okkur. Þá munu einstök samlög útgerðarmanna (Framliald. á 8. síðu) fj OSSOiiASAFN Jvs 10SSÍ4 lSl.AN.'i: /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.