Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 6
6 TfMlIViy, föstndagiim 5. jan. 1945 1. blað Scxtngnr: Þórhallur Sigtryggsson kanpfélagsstjóri, á Ilíisavík. Þórhallur Sigtryggsson, kaup- félagsstjóri á Húsavík, átti sex- tugsafmæli í gær. Þeir, sem þekkja Þórhall, munu þurfa að láta segja sér þessa sögu tvisvar, svo ungur sem hann er enn í anda og að yfirbragði. Þórhallur er fæddur að Vest- dalseyri við Seyðisfjörð, sonur Sigtryggs Sigtryggssonar, verka- manns, og konu hans, Önnu Vigfúsdóttur. Foreldrar Þórhalls voru bæði þingeysk og fluttu til Húsavíkur þegar Þórhallur var kornungur, og þar ólst hann upp. Hann tók mjög1' snemma að stunda verzlunarstörf, fyrst á Húsavík, en fimmtán ára gam- all fór hann að heimán og varð verzlunarmaður hjá Örum & Wulff á Djúpavogi. Síðan fór hann til Vopnafjarðar og var þar verzlunarmaður hjá sömu verzlun, en síðar flutti hann aft- ur til Djúpavogs. Það mun mönnum fljótlega hafa ljóst orðið, að Þórhallur skaraði fram úr öðrum mönn- um og 28 ára gömlum var honum falið að standa fyrir verzlun Örum & Wulff á Djúpavogi. Var það skjótur frami á þeim árum, og sýnir það traust, sem borið var til hins unga verzlunar- manns. En það voru fleiri en húsbænd- ur Þórhalls, sem kunnu að meta störf hans. Árið 1920 var Kaup- félag Berufjarðar stofnað, með almennri þátttöku manna á verzlunarsvæði Djúpavogs. Varð að samningum, að kaupfélagið keypti verzlunarhús og eignir Örum & Wulff á staðnum. Þótti þá samvinnumönnum eystra enginn betur fallinn til 43ess að veita forstöðu hinni nýstofnuðu samvinnnuverzlun en einmitt verzlunarstjóri Örum & Wulff. Þótti mikið undir því komið, að um þetta tækjust samningar, sem og varð. Menn þekktu Þórhall þegar hér var komið sögu, og það kom mönnum þvi ekki á óvart, að hann stýrði Kaupfélagi Beru- fjarðar af slíkri atorku, fram- sýni og trúmennsku, að til fyllstu fyrirmyndar var í hvívetna. Jafnframt var Þórhallur hinn ráðhollasti einstaklingum og um almenn mál í héraðinu. Var hann hreppsnefndaroddviti 10 ár og fórst forstaða It'reppsmálanna með sama hætti og annað, er hann lagði hönd að. Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri Gekk svo frám að áraihótum 1936—’37, að menn nutu starfa Þórhalls eystra, en voru þó ugg- andi um, að þá og þegar myndi koma að því, að hann yrði þaðan kvaddur til þess að takast á hendur forstöðu enn .umfangs- meira fyrirtækis en Kaupfélag Berufjarðar gat orðið sökum strjálbýlis á verzlunarsvæðinu. Þegar hér var komið sögu hafði Kaupfélag Berufjarðar nær alla verzlun á félagssvæðinu. Svo að segja hver einasti fjölskyldufað- ir á verzlunarsvæði Djúpavogs var félagi í ka,upfélaginu og hagur þess stóð með miklum blóma. Á öllum rekstri félagsins var sá myndarbragur, sem ein- kennir störf Þórhalls Sigtryggs- sonar. Um þessar mundir þurftu Suður-Þingeyingar á manni að halda til forstöðu Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, og fannst þeim að sjálfsögðu miklu skipta, hversu til tækist um val for- stöðumannsins. Hefir Þingeyingum þá orðið hugsað til síns gamla sveitunga, sem svo rösklega hafði stýrt Kaupfélagi Berufjarðar, að róm- að var meðal samvinnumanna í landinu og þótt víðar væri leitað. Varð það úr, að Þórhallur tók við framkvæmdastjórn þessa elzta og eins hins stærsta kaup- félags á landinu um áramótin 1936—''37. Forstaða Þórhalls hjá Kaup- félagi Þingeyinga hefir verið með sama hætti og störf hans (Framhald á 7. síðu) Scxtngnr: Bjarni Kjartansson forstjóri Siglufirði Einn af mætustu borgurum Siglufjarðarbæjar, Bjarni Kjart- ansson forstjóri, varð sextugur 10. sept. s.l. Hann er Skaftfell- ingur að ætt, fæddur í Drangs- hlíðardal í Austur-Eyjafjalla- sveit 10. september 1884 og voru foreldrar hans Kjarjtan Guð- mundsson og Sólveig Finnsdótt- ir, búendur þar. Bjarni stundaði öll algeng störf til lands og sjávar, þar til 1911, að hann gerðist kaupfé- lagsstjóri við Kaupfélag Skaft- fellinga í Vík. Gegndi hann því ' starfi til 1928, er hann tók við forstöðu áfengisverzlunarinnar í Siglufirði, sem hann hefir gegnt síðan. Bjarni Kjartansson er glæsi- menríí í sjón og drengskapar- maður í raun; og með því er ekkert ofsagt. Hann er góðgjarn, réttsýnn og prúðmenni hið mesta, er jafnan vill leysa hvers manns vandræði. Með sííkum mannkostum er hægt að láta margt gott af sér leiða og þann- ig hefir farið um Bjarna. Starf- semi hans fyrir samvinnumálin í Vestur-Skaftafellssýslu, og allt til Öræfa, mun lengi minnst þar um slóðir. Hann hóf starf sitt á þeim tíma, þegar trúin á þessa mannfélagshugsjón var tak- mörkuð og andstæðingar sam- vinnustefnunnar sterkir og harðdrægir, en samgöngur allar um verzlunarsvæðið hinar örð- ugustu. Brim fyrir söndum og héraðið sundurskorið af ægileg- um jökulám. Hvert óhapp í flutningum gat gefið andstæð- ingunum byr í seglin og orðið hinu unga félagi hættulegt. Með þolgæði og trú á góðan málstað urðu erfiðleikarnir yfirstignir og félagið óx eftir því sem árin liðu. Jafnframt bötnuðu samgöngur um héraðið. Þegar hann fluttist norður var hans saknað mjög af Skaftfellingum, en sú var þó bót í máli, að lengst af siðan hafa þeir notið Sigurjóns bróður hans, sem einnig er gæddur miklum mannkostum. Má full- yrða, að fáir menn eiga slíku trausti og vinsældum að fagna sem þeir bræður meðal Skaft- fellinga. Bjarni hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum um dagana, en þó verið hlédrægur með afbrigð- um. Hann er söngvinn og félags- lyndur og hefir tekið mikinn þátt í störfum Karlakórsins „Vísir“ í Siglufirði, eftir að hann fluttist norður. Gerði kórinn hann að heiðursfélaga sínum á 20 ára afmælinu s.l. vetur. Hann kvæntist 1906, Svan- hildi Einarsdóttur, Hjaltasonar í Vík, þins kunna formanns. Er hún hin mætast kona, gjörvi- leg og myndarleg húsfreyja. Hef- ir heimili þeirra hjóna verið víðkunnugt fyrir gestrisni og öll- um þótt gott þar að dvelja. Fylg- ist þar að örlæti og hjartahlýja húsbændanna. Eiga þau 4 mann- vænleg börn upp komin.. Það hafa áreiðanlega margir hugsað hlýtt til þeirra hjóna á þessum merkisdegi. Hálí jörðin Hallsteínsnes í Austur-Barðastrandarsýslu, er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er á ósýktu svæði. Tún girt. Gefur af sér rúma 210 hestburði. Búfjárhagar mjög góðir. Skóglendi er mikið í landi jarðarinnar. Æskilegast að umsækjendur snúi sér til' ábúenda jarðarinnar, ÓLAFS ÓLAFSSONAR eða ÞORBERGS ÓLAFSSONAR, Brekku- götu 22 Hafnarfirði (sími 9226) fyrir febrúarlok. Raf tæk j a vinnustof an Selfossi Samband ísl. satnvinnuféltiqu. SAMVINNUMENN: Munið, að af hverri kró'nu, sem þér kaupið fyrir í kaupfélagi yðar, fáið þér nokkra aura í stofn- sjóð. framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. Trésmíðja Borgarfjarðar h.f. »Deíldu og (Framhald af 3. síðu) leggja útsvar á nýbyggingar- sjóðstillögin. Nú eru hins vegar horfur á því, að á þessu Alþingi verði frumvarpið samþykkt, en auðvitað er það nokkuð seint og veldur því tómlæti og andstaða sumra þeirra, sem helzt þykjast bera hag sjávarútvegsins fyrir brjósti. Ilreyfing á málefni s j á var átvegsins. Ég álít, að málefnum sjávar- útvegsins hafi oft verið sýnt meira tómlæti en efni standa til. Það tel ég, að sumu leyti stafa af samtakaskorti sjávar- útvegsmanna og að sumu leyti af því, hve margir. þeirra hafa fram að þessu fylgt Sjálfstæðisflokkn- um að málum, enda þótt sá flokkur hafi alls ekki haft neina forustu um mestu nauðsynjamál sj ávarútvegsins á Alþingi. Hefir ætíð farið svo, að hafi Sjálfstæð- isflokkurinn þurft að velja á milli sjávarútvegsins og mililið- anna, sem æði oft verður, þá hefir hlut milliliðanna ætíð ver- ið haldið fram, og er það ekkert undarlegt, þegar þess er gætt, hvernjg flokkurinn er skipaður. Ég beitti mér fyrir því nú ekki alls fyrir löngu, að sett var sér- stök milliþinganefnd til þess að athuga málefni sjávarútvegsins. Mér dettur ekki í hug, að slík milliþinganefnd verði þess um- komin að leysa öll vandkvæði sjávarútvegsins og ekki heldur, að hún geri tillögur um öll vandamál útvegsins, en ég hafði vonáð, að slíkri nefnd mundi verða auðið að koma hreyfingu á nokkur nauðsynjá- mál útvegsins, þannig að gagn yrði að. — Jafnframt vakti það fyrir mér, að nefndin hefði af- skipti af félagsmálum útgerðar- innar og helzt með því að ýta undir skipulagsbreytingu í Fiskifélaginiu, sem gæti orðið til þess, að Fiskifélagið yrði hlið- stæð forustustofnun í sjávarút- vegi og Búnaðarfélag íslands í landbúnaðinum. Nú hefir þessi skipulagsbreyt- ing átt sér stað í Fiskifélaginu að nokkru í samráði við milli- þinganefndina, og tel ég nú gfar þýðingarmikið, að sjávarútvegs- menn um allt land taki upp öt- ult starf ínnan félagsins fyrir málefnum sjávarútvegsins. Ef það verður ekki, er aug- ljóst, að málefni sjávarútvegsins verða dregin úr höndum félags- ins og ekki komast á þær end- urbætur í félagsmálum útvegs- manna, sem fyrir mörgum hafa vakað. Mun þá og ekki heldur skorta tillögur um það að taka forust- una úr höndum Fiskifélagsins og þá helzt af hendi þeirra manna, sem vilja drepa sem mest á dreif samtökum útvegsmanna, enda þótt margir af þeim telji sig út- valda til þess að vinna að málum útgerðarinnar. Ég geri mér vonir um, að milli- þinganefndin geti komið hreyf- ingu á ýms fleiri merk mál- efni útgerðarinnar, svo sem efl- ingu Fiskimálasjóðs, sérstaklega með það fyrir augum að styðja hvers konar nýjungar í fiskiðn- aði og annan iðnað í þágu sjáv- arútvegsins, — ennfremur véla- málið, beitumálin og ekki sízt hafnarmálin, en í þeim efnum er þörf mikilla átaka og sér- stakra framkvæmda, til þess að tryggja góðar viðleguhafnir fyrir bátaflotann á vetrarvertíðum. Býst ég nú raunar við, að nefndin eigi eftir skammt ólifað, samkvæmt ákvörðun stjórnar- droltnaðu« flokkanna, en ef til vill auðnast henni þó að koma þessum mál- um á framfæri áður en yfir lýkur. Aukin samvinna — aukiii samtök. Eins og áður er á drepið verður því miður ekki sagt, að glæsilega horfi um afkomu sjávarútvegs- ins á næstunni, ef engin stefnu- breyting verður í landsmálum. En það er algert sjálfskaparvlti, hvernig komið er, og væri hægt að koma á stórfelldum lagfær- ingum, ef ekki skorti til þess samtök. Sjávarútvegsmenn geta ekki búizt við stefnubreytingu um meðferð málefna sinna, nema þeir hafi sjálfir betri sam- tök en verið hefir. Ég hefi minnzt á Fiskifélagið, en að öðru leyti virðist mér þýðingarmest: 1) Að sjávarútvegsmenn not- færi sér í sem flestum efnum úrræði samvinnunnar i verzlun og iðnaði og nemi ekki staðar fyrr en svo er komið þeim mál- um, að öll verzlun með vörur þeirra og allur iðnaður í þágu sjávarútvegsins er rekinn á sam- vinnugrundvelli í þjónustu út- gerðarinnar. Með því einu móti er hægt að tryggja, að félags- skapur útvegsmanna þjóni raun- verulega tilgangi sínum, en lendi ekki áður en varir í höndum þeirra, sem fésterkastir eru. í þessu sambandi eru tvær megin- reglur þýðingarmestar: Atkvæð- isrétturinn sé jafn fyrir alla og tekjuafgangi sé úthlutað í réttu hlutfalli við viðskipti félags- manna. 2) Að sjávarútvegsmennstandi betur saman í pólitískum efnum en verið hefir fram að þessu, taki upp samvinnu við vinnandi framléiðendur til sveita og styðji þá stjórnmálastefnu, sem bezt samrýmist þeirra nauðsyn. Ef þessi mál eru skoðuð ofan í kjölinn og gamlir fordómar látnir Víkja fyrir nýrri íhugun, þá mun það sýna sig, að það ér aðeins einn landsmálaflokkur — Framsóknarflokkurinn —, sem aðstöðu sinnar vegna getur haft forustu um framkvæmd þeirrar stefnu í landsmálum, sem sjáv- arútvegsmenn hljóta að styðja á næstunni, ef þeir vilja ekki troð- ast undir í þeim átökum, sem framundan eru. Á undanförnum árum hefir Framsóknarflokkurinn haft nokkur tækifæri til þess að sýna hug sinn í garð sjávarútvegsins, og hann hefir gert það á þann hátt, að hann hefir haft forustu um þau málefni á löggjafarsvið- inu, sem þýðingarmest hafa reynzt fyrir sjávarútveginn. Þetta talar sínu máli, og þegar til lengdar lætur, verður það drýgra á metunum en rógurinn, þótt rógtungur séu skæðar. Deildu og drottnaðu. Reynslan á eftir að leiða það í ljós, hvort hægt verður að gera þá áhrifa- litla um landsmálin, sem rækta jörðina og sækja sjóinn, með því að sá tortryggni og skapa úlfúð milli þeirra, sem að réttu lagi eiga að vinná saman. Reynsla næstu ára mun sýna þetta. En ég held, að þetta sé ekki hægt. Ég held, að menn sjái nú betur en fyrr hvert stefnt er og setji Hjidir lekann áður en það er of seint. Það má ekki heldur dragast úr þessu. Stjórnarmynd- unin sýnir það bezt. Það eru blindir menn, sem ekki sjá hvert stefnt er, þótt mikið sé talað um nýsköpun og reynt að sá ryki í augu manna. Smíðar glugga, hurðir, eldhúsinnréttingar og ýmsa innanstokksmuni. Höfum fyrirliggjandi líkkistur. Þeir, sem ætla að byggja í vor ættu að tala við okkur sem fyrst og tryggja sér hurðir og glugga í tíma. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, Ragnlieiðar Einarsdóttur á Efra-Hvoli. Fyrir hönd vandamanna Elísabet Björgvinsdóttir Páll Björgvinsson. SAVOiV de PARÍS mýkir húðina oq styrUir. Gefur henni yndisfagran litblœ ofí ver hana hvillum. TIÐ SAVON

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.