Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 2
2 TíimM, föstudagtnn 5. jan. 1945 1. blað Föstudayur 5. jan. Ný framsókn í sveitum Árið 1927 var talið, að 52 þús. manns ætti heima í sveitum hér á landi. Árið 1942 er 46 þús. manns talið í sveitum. Fólks- fækkun þessi í sveitunum mun sízt meiri en orðið hefir víðast annars staðar á sama tíma. Það gæti ekki talizt óeðlileg afleiðing þessarar fólksfækkun- ar, að bústofninn hefði dregist saman. Sú er þó ekki raunin. Árið 1942 voru taldir rúmlega 41 þús. nautgripir á íslandi, en 29 þús. árið 1927. Nautgripum hefir því fjölgað um 12 þús. á þessum tíma. Sauðfjáreignin hefir nokkurn veginn staðið í stað þennan tíma, þótt einhver hin skæðasta pest hafi herjað sauðfjárstofninn. Uppskera garðávaxta hefir tvöfaldast og uppskera grænmetis, sem rækt- að er í gróðurhúsum, hefir margfaldast. Ástæðan til þess, að fram- leiðsla landbúnaðarins hefir þannig stóraukizt, þrátt fyrir verulega fólksfækkun í sveitun- um, fellst í því, að bændur hafa tekið aukna tækni í þjónustu sína. Ræktað land (tún) hefir nokkru meira en þrefaldazt að ummáli á þessum tíma, en upp- skerumagn þess næstum tvö- faldazt, sem sést á því, að töðu- magnið er nú nær helmingi meira en það var um 1927. Árið 1927 munu hafa verið rúmlega 300 sláttuvélar í landinu og rakstrarvélar mun færri. Nú munu sláttuvélar verá&um 3000 og rakstrarvélar um 2000. Hér hefir því orðið um tíföld aukn- ing. Jafnhliða þessari stórauknu tækni í landbúnaðinum, hafa orðið margvíslegar framfarir aðrar í sveitunum. Bygginga- framkvæmdir hafa verið marg- falt meiri en nokkuru sinni fyrr á jafnskömmum tíma. Sama er að segja um framkvæmdir í vegamálunum, símalagningum, skólamálum o. s. frv. Árin 1927 —1942 hafa vqrið stórstígustu og mestu framfaraár íslenzkra sveita. Þegar á þetta er litið, sést, að það er meira en ósanngjarnt og óréttmætt af blöðum íhalds- manna og kommúnista að halda því fram, að það sé afleiðingin af starfi Framsóknarflokksins 1 landbúnaðarmálum, að undan- farið hefir ekki fengist nóg af rjóma, skyri og smjöri í Reykja- vík. Ef ekki hefði notið við bar- áttu Framsóknarflokksins fyrir auknum framförum og tækni í svéitunum, hefði fólksfsekkunin þar vafalaust orðið margfalt meiri og bústofninn stórminnk- að í stað þess m. a., að naut- gripastofninn hefir aukizt um 12 þús. nautgripi síðustu 15 árin og er nú hlutfallslega stærri hér, miðað við íbúafjölda Iandsins, en hann var eftir seytján ára stjórn kommúnista i bezta landbúnaðarlandi heimsins, Sovét-Rússlandi. Reykvíkingar hefðu þá ekki aðeins þurft að búa við skort á skyri pg smjöri um jólaleytið, heldur stórfeldan skort á neyzlumjólk. Þeir eiga það Framsóknarmönnum að þakka, að mjólkurskorturinn hefir orðið litt tilfinnanlegur í samanburði við það, sem hann hefði orðið, ef stefnu og baráttu Framsóknarmanna hefði ekki notið við. Þótt þannig sé hægt að benda á miklar framfarir og tæknileg- an árangur hjá landbúnaðinum tvo seinustu áratugina, fer því vitanlega enn mjög fjarri, að nokkru lokamarki sé náð. Naut- gripastofninn þarf allt að þvi að tvöfaldast næstu tvo áratugina, ef íslendingar eiga á þeim tíma að hafa nóga mjólk og mjólkúr- afurðir. Er þá reiknað með hlut- fallslega sömu fólksfjölgun í landinu og undanfarin ár og að mjólkurneyzlan verði eins mikil og álitið er, að hún þurfi að vera. Uppskera garðávaxta og græn- metis þyrfti enn að margfald- ast, ef neyzlan ætti að vera sú sama hér og víða annars staðar. Um framtíð þeirra framleiðslu- leiðslugreina, sem byggjast aðal- ERLENT YFIRLIT; Styrjöldin víð Japaní fjárhagsöngþveiti. Það er for- leikur, sem er kommúnistum að skapi, og óhjákvæmilega leiðir til þess, að „uppgjör hlýtur að koma“. Kommúnistar hafa j vissulega ekki getað valið núv. stjórnarsamvinnu annað betra nafn en að kalla hana „forleik- „Forleikur“ uppgjörslns. Aðalmálgagn kommúnista, Þjóðviljinn, gerði borgarastyrj- öldina i Grikklandi að umtals- efni í forustugrein 28. f. m. Blaðið var þar ekki neitt myrkt í máli og kvað atburðina þar áð- eins forleik þess, er koma myndi. Það sagði orðrétt: „Stríðið er tvíþætt, að hálfu Bandamanna. Allir berjast þeir gegn hinni þýzku heims- valdastefnu, en sumir þeirra berjast einnig til að viðhalda brezkri og amerískri heims- valdastefnu, og umfram allt til að viðhalda völdum og að- ’ stöðu auðmannastéttarinnar. Aðrir berjast, og þeir munu finnast í öllum löndum, til að þurrka út hvers konar kúgun og ófrelsi, nýlenduyfirráð og stéttakúgun. Það getur ekki hjá því far- 13, að þessir tveir aðilar geri upp í stríðslokin, ef til vill og vonandi á fremur friðsamleg- an hátt, en uppgjör hlýtur að koma, forleikur þess er nú leikinn í Grikklandi“. Fyrir þá, sem hafa trúað því, að kommúnistar væru búnir að skipta um skoðun og innræti og núverandi stjórnarsamvinna hefði eitthvert annað markmið af þeirra hálfu en að bæta víg- stöðu þeirra í stríðslokin, ættu þessi ummæli að verða meira en lítið athyglisverð. Fyrir aðra eru þau það ekki. Þeim hefir verið Ijóst, að kommúnistar eru enn sömu byltingamennirnir og þeir hafa verið, byltingamenn, sem búa sig undir að „uppgjör hljóti að koma“. Þessum mönn- um er og jafnframt Ijóst, að for- leikur uppgjörsins er nú leikinn á íslandi, þar sem núv. stjórn- arsamvinna er, því að höfuð- markmið hennar er að auka dýr- tíðina og skapa óviðráðanlegt inn“. Mörgum stjórnarsinnum varð líka hvumsa við, þegar þeir lásu ummæli Þjóðviljans „um for- leikinn“. Alþýðublaðið birti um áramótin forustugrein um „for- leikinn", þar sem það taldi næsta vafasamt fyrir lýðræðis- sinnaða menn að vinna með flokki, sem bersýnilega lítur á stjórnarsamvinnuna, sem „for- leik“ að „uppgjöri“. Það endaði grein sína með þvi að spyrja: Hvað gerir forsætisráðherrann í tilefni af þessu? Og það stóð ekki á svari for- sætisráðherrans. Lýðræðið stendur og fellur með kommúnistum! Svar forsætisráðherrans til Alþýðublaðsins birtist í ára- mótagrein hans í Mbl. 31. f. m. Þar segir svo um stjórnarsam- vinnuna: „Samt sem áður er þess vænzt, að samstarfið fari vel úr hendi. Öllum, sem að því standa, er það mikið áhuga- mál. Okkur er vel ljóst, að fari það út um þúfur, er óvíst eða jafnvel ólíklegt, að takast megi að mynda þingræðis- stjórn í Iandinu, hvað þá sterka stjórn. Þgð vita íslend- ingar nú orðið, hvað þýðir. Hér er því í húfi eigi aðeins rétt hagnýting auðæfanna, hér er eigi aðeins barizt um velsæld eða fátækt, það er sjálf þjóðskipanin — þing- ræðið, og lýðræðið, hið ný- endurreista lýðræði, sem í hættu er. Ef til vill sjálft þjóðfrelsið, ef illa tekst“. lega á erlendum markaði er erf- itt að segja, eins og sakir standa, en áhættusamt verður það að telj ast að faía að dæmi Hrafna- Flóka og byggja útflutninginn eingöngu á fiskafurðum, þegar hafðir eru í huga markaðserfið- leikarnir fyrir styrjöldina og hinn mikli áhugi margra þjóða fyrir aukinni fiskframleiðslu. Það, sem hér hefir verið néfnt, sýnir, að landbúnaðurinn á enn fyrir höndum mikla vaxtar- möguleika. Til þess að hagnýta þessa vaxtarmöguleika þarf að halda áfram á þeirri braut, sem svo vel hefir verið mörkuð að undanförnu, að auka tæknina. Þessi styrjöld hefir, líkt og sú síðasta, áorkað mikilsverðum framförum í landbúnaðinum. Það hefir verið nauðsynlegt í stríðslöndunum að auka land- búnaðarframleiðsluna með sem minnstum mannafla og á mörg- um sviðum hefir náðst ótrúlega góður árangur. Þessa reynslu mun íslenzkur landbúnaðar hag- nýta sér eftir megni. íslenzkir bændur hafa sýnt með miklu meiri eftirspurn eftir landbún- aðarvélum en hægt hefir verið að fullnægja, að þeir gera sér vel ljóst, að enn þarf að auka tækn- ina. Það þarf stórvirkari rækt- unarvélar og heyvinnuvélar. Það þarf að afla allra heyja með vél- um á velræktuðu landi, en enn- þá mun y3 hluta af heyfeng landsmanna aflað með orfi og hrífu. Tækina verður að auka á þessum og öðrum sviðum, eins og það er frekast hægt. Jafnhliða aukinni tækni þarf að vinna að því, að meiri verka- skipting verði i landbúnaðinum en hingað til, þannig, að hver bóndi stundi þá framleiðslu, er hentar jörð hans bezt. Þróunin hefir mjög stefnt í þessa átt undanfarin ár, t. d. hefir mjólk- urframleiðslan aukist langmest i nágrannahéruðum Reykjavikur, en sauðfjáreignin langmest á Vestfjörðum og Austurlandi. Hér sr vafalaust um eitt mikilsverð- asta mál bænda að ræða, enda mun það verða eitt ;aðalmál næsta búnaðarþings. Það gildir um þessi mál, eins og mörg önn- ur, að það mun leysast farsæl- legast, ef bændur gera það ein- ir, án annara afskipta. En það er ekki nóg að auka tæknina og skipulagninguna við framleiðsluna. Þægindin í sveit- unum þur'fa einnig að aukast. Þau þurfa að verða svipuð og í kaupstöðunum, því að annars heldur fólkið áfram að streyma þangað, þótt tæknin aukizt við vinnuna. Þess vegna er raf- magnsmálið nú eitt stærsta mál sveitanna. Ljós og hiti raf- magnsins á hverjum bæ myndi mjög draga úr myrkrinu og kuld anum og útrýma mörgum erfið- um og þreytandi störfum. Hver bær þarf að komast í vegarsam- band og helzt þyrfti að vera til bifreið á hverjum bæ. Það síð- astnefnda er enginn fjarlægur draumur, því að vafalaust verða framleiddar mjög ódýrar' bif- reiðir eftir þetta stríð. Allt þetta myndi mjög draga úr einangr- uninni, sem margir finna nú sveitalífinu mjög til foráttu. Byggingamál sveitanna þarf einnig að taka fastari tökum og láta framfarirnar þar verða meiri en nokkru sinni fyrr. Mikilvægt atriði í þessu sam- bandi er og það að auka þétt- býlið í sveitunum. Þetta má gera með margvíslegum hætti. Þar má fyrst nefna byggðahverfi, sem hægt er að reisa mjög víða. Þá er að nefna skiptingu stór- jarða í tvö eða fleiri býli. í flest- um sveitunum eru skilyrði til að þétta byggðina með stofnun ný- býla eða sklptinu jarða. Þá verður einnig að vinna að því að koma upp sveitaþorpum, þar sem starfræktur er ýms iðnað- ur. Aukið þéttbýli í sveitunum mun mjög stuðla að því að stöðva hinn háskalega fólks- flótta þaðan. Það hefir vissulega verið mik- il framsókn í sveitunum á und- anförnum árum. Én framsókn- in þarf að halda áfram þar, jafnvel stórfelldari en áður. Það er hlutverk Framsóknarflokks- ins að hafa forustu þeirrar nýju frai^isóknar á hendi, eins og hann hefir gert á undanförnum árum. Mörg þau mál, sem hann ber nú á oddinum, eins og t. d. 10 ára ræktunaráætlunin, skipu- lagning landbúnaðarframleiðsl- unnar, rafmagnsmálið og land- nám rikisins (þ. e. undirbúning- ur byggðahverfa), sýna vel, að hann er þessu hlutverki sinu trúr. Hér hefir Alþýðublaðið svar forsætisráðherra. Það er von- laust eða vonlítið um þingræðið og lýðræðið á íslandi, ef kom- múnistar fást ekki til að vera með í ríkisstjórninni. Þeir eru með öðrum orðum orðnir hyrn- ingarsteinar og helztu máttar- stoðir lýðræðisins á íslandi! Slík er áramótayfirlýsing for- manns Sjálfstæðisflokksins! Vonandi er þó, að ekki sé kom- ið í þvílíkt óefni fyrir lýðræð- inu á íslandi og Ólafur vill hér vera láta og brotthlaup kom- múnista úr ríkisstjórninni yrði aðeins endalok á ráðherratign hans en táknaði engan veginn endalok lýðræðisins. Ólafi hætt- ir stundum fullmikið til að gera ekki greinarmun á sjálfum sér og þjóðfélaginu eins og hin fræga setning hans bendir til: „Baráttan um Kveldúlf er bar- áttan um þjóðskipulagið“. Nú virðist kjörorð hans vera: Bar- áttan um ráðheradóm Ólafs er baráttan um lýðræðið! En þrátt fyrir það er það al- varleg staðreynd, að maður, sem enn hefir forustu stærsta þing- flokksins á hendi, skuli telja lýð- ræðið byggjast á stjórnarþátt- töku kommúnista. Slík skoðun getur orðið þjóðinni dýrj* ef Sjálfstæðismenn láta hann lengi ráða flokki sínum, því þótt þeir geti lengt „forleikinn“ með ærn- um fórnum og kostnaði, fá þeir aldrei komið í veg fyrir „upp- gjörið“. Það mun Brynjólfur sjá um og hann mun því aðeins lengja „forleikinn", að hann telji það bæta aðstöðu sína við „uppgjörið". Hættan fyrir lýð- ræðið eykst því að sama skapi sem „forleikurinn“ eða réttara sagt núverandi stjórnarsam- vinna lengist. Minnisleysi. Erfitt á Ólafur Thors með að láta vera að segja ósatt, enda segir Árni frá Múla, að hann sé fæddur með þeim ósköpum að vita ekki hvenær hann segir satt og hvenær ósatt. Mætti því segja, að ósannindi hans stöf- uðu oft af minnisleysi. Þetta minnisleysi Ólafs sézt gr'eini- lega í áramótagrein hans í Mbl. 31. f. m. Þar segir m. a., að hann hafi sagt í áramótagrein sinni 31. des. 1943, að nýsköpunin væri höfuðviðfangsefnið. í grein þessari sagði Ólafur orðrétt: „Þetta er úrræðið. Sterk stjórn, sem ræðst í að skera niður dýrtíðina með lækkun kaupgjalds og afurðaverðs“. Ósennilegt er það, að þessi frásagnarvilla Ólafs Thors stafi af jafn ósjálfráðu minn- isleysi og ætla mætti af í ræðu, sem Churchill hélt í haust, lét hann í ljós þá skoð- un, að styrjöldinni við Japani yrði lokið iy2 ári eftir stríðs- lokin í Evrópu. Nokkru síðar tók hann þessi ummæli sín aft- ur og kvað ómögulegt að full- yrða um, hvenær Asíustyrjöld- inni lyki. Shurchill mun hafa byggt fyrri ummæli sín á því, að upp- lýsingastofnun Bandaríkjanna tilkynnti í september síðastl., að það væri álit helztú herfræðinga Bandaríkjanna, að styrjöldin við Japani yrði ekki unnin á skemmri tíma en 1 y2 ári eftir stríðslokin í Evrópu. Hins vegar virðast herfræðingar almennt gera ráð fyrir, að stríðið standi lengur. Einn af flotaforingjum Bandaríkjanna, Horne, lét svo ummælt fyrir ekki löngu síðan, að Bandaríkjanjenn yrðu að vera undir það búnir að berjast til 1949. Þegar litið er á helztu atburði Asíustyrjaldarinnar síðastl. ár, skiptast þar á ávinningur og tap hjá báðum aðilum. Banda- ríkjamenn hafa mjög verulega bætt afstöðu sína á Kyrrahafi og hafa tvær af Filippseyjum nú á valdi sínu. Floti þeirra og flugher er bersýnilega orðinn miklu sterkari .en japanski flug- herinn og flotinn, auk þess, sem Bandaríkjamenn hafa nú fengið brezkan flotastyrk til viðbótar. Þá hafa Japanir orðið áð láta undan síga í y8 hluta Burma. Hins vegar hafa Japanir unnið mjög mikið á í Kína. Þeir hafa nú orðið örugga landflutninga- leið. til Indo-Kína og geta' flutt hráefni þá leið frá Indlands- eyjum. Þeir hafa jafnframt svipt Bandaríkjamenn beztu flugstöðvum þeirra í Kíná og þjarmað svo að kínverska hern- um, að hann er ólíklegur til að valda þeim verulegum usla. Japanir virðast leggja hernað- aráætlun sína þannig, að heyja undanhaldsstríð á Kyrrahafinu, en styrkja aðstöðu sína á meg- inlandinu á meðan. Þeir hafa hvergi lagt til stórrar atlögu við Bandaríkjamenn á Kyrrahafi, en hafa reynt að gera þeim hverja framsókn sem dýrkeypt- asta, án þess að fórna verulega sjálfir. Markmið þeirra er að umniælum Árna. Fyrir mann, sem hefir myndað stjórn upp á þær spýtur að auka dýrtíðina, er vissulega gott að látast gleyma því að hafa talið niður- færslu* dýrtíðarinnar aðalverk- efnið fyrir ári síðan. Sjálfrátt minnisleysi getur stundum náð tilætluðum árangri, þótt ekki sé það drengilegt. heyja úrslitabaráttuna sem næst Japan og þeir telja fært, svo að flutningaleiðir þeirra verði sem styztar, en Bandaríkjamanna sem lengstar. Þannig hyggjast þeir að bæta sér upp, að flug- her þeirra og floti er vanmátt- ugri en flugher og floti Banda- ríkjanna.Með því að brjóta Kín- . verja sem mest á bak aftur, hyggjast þeir að tryggja sér, að þeir verði ekki sóttir þaðan og geti einnig notað Kína sem forðabúr. Sóknin, sem Bandaríkjamenn eiga fyrir höndum, verður vafa- laust erfið og stöðugt erfiðari því nær sem dregur Japan. Að- albaráttan um Filippseyjar er vart hafin enn, því að langsam- lega þýðingarmesta eyjan, Lu- zon, er enn á valdi Japana og þar hafa þeir aðalvarnir sinar. Mörg önnur torsótt vígi Japan þurfa Bandaríkjamenn að vinna áður en sjálf orrustan um Japan hefst. Floti Japana er nú talinn á- líka öflugur og hann var í stríðsbyrjun. Flugher þeirra mun nokkru öflugri og þeir eru taldir framleiða 1500 flugvélar á mánuði. Floti þeirra og flug- her getur því valdið talsverð- um usla, þótt yfirburðir Banda- manna séu þar fullkomnir. Aftur á móti er landher Japana til- tölulega miklu öflugri. í land- hernum eru nú um 4 milj. æfðra hermanna og til vara eru 2 milj. manna, er verið hafa í herþjón- ustu. Auk þess myndu Japanir geta aukið her sinn um nokkrar miljónir manna, ef á þyrfti að halda. Framleiðsla Japana á hergögnum fyrir landher er talin fullnægjandi. Vegna þess, hve Japanir hafa styrkt aðstöðu sína í Kína, er talið, að þeir geti nú fengið þar nóg hráefni til að halda styrj- öldinni áfram, þótt þeir misstu Indlandseyjar. Ef Kínverjar gef- ast upp, sem ekki er talið ó- sennilegt, ef þeim berst ekki fljótlega hjálp, verður mjög erf- itt að sækja Japani heim þá leiðina, nema með ærinni fyrir- höfn og á löngum tíma. Ólíklegt er talið, að Japanir verði yfirbugaðir með loftárás- um, eins og stundum hefir verið talað um. Japanskar borgir hafa oft verið taldar ver failngx til áð mæta loftárásum en flestar borgir aðrar, en þeirri skoðun hefir verið andmælt í seinni tíð og loftvarnir Japana sagðar all- öflugar. Það, sem gæti flýtt fyrir úr- slitum styrjaldarinnar við Jap- ani meira en nokkuð annað, væri þátttaka Rússa í styrjöld- (Framhald á 8. síSu) v í áramótagrein Stefáns Jóhanns Stefánssonar, formanns Alþýðuflokks- ins, sem bírtist í Alþýðublaðinu 31. f. m., segir m. a.: „Þegar ófreskja nazismans er að velli lögð, má búast við að þrennskonar straumar brjótist um víða í löndum. Þessir straumar geta á margan hátt legið í ein- um farvegi, á meðan að stríðið gegn Hitlers Þýskalandi stendirr, J og allir berjast gegn því. Það er fyrst og fremst afl forréttinda- stéttanna, er af fremsta megni leitast við að halda eða vekja til lífs á ný forna einkahagsmuni og yfirráð. Það er í öðru lagi ein- ræðishyggja og ofbeldishneigð kommúnismans í starfsaðferðum og stjórnarháttum. Og loks er það afl umbótanna, borið uppi af fullum trúnaði á lýðræði í stjórnarfari og atvinnuháttum, sem vill gjöra hvorttveggja í senn: brjóta á bak aftur ánauð, órétt- læti og misrétti auðvaldsins, en um leið varna þvi, að einræði, ofstæki og mannfyrirlitning hins austræna kommúnisma fái lagt undir sig löndin. Til átaka mun koma á milli þessara afla, hvernig sem þeim lýkur. Hugsanleg væri einhver samhæfing, þó örðug og óviss sýnist. Og vel má svo verða að nýja árið verði sögulegt í þessum efnum, þó ekkl kunnl það að verða úrslitaár". Þetta allt er vissulega rétt og satt hjá formanni Alþýðuflokksins. En ætli að það sé að sama skapi rétt af Alþýðuflokknum að auglýsa for- sprakka auðvaldsins og kommúnista sem sterka umbótamenn og telja sam- starf við þá líklegt til að koma fram umbótamálum almennings? •)• H* í forustugrein Mbl. á gamlársdag segir m. a. svo um stjórnarsamvinnuna: „MálefnagrundvöUurinn, sem samstarfið hvílir á. er glæsilegur. Hann lýsir sterkri trú á framtíð lands og þjóðar. Enn er of snemmt að spá nokkru um það, hvað ríkisstjórninni tekst að koma í framkvæmd af þeim mörgu og góðu málum, sem hún hefir á stefnuskrá sinni." Satt er það, að fallegur er stjórnar- sáttmálinn, en þannig er til hans stofn- að og trúverðugleik helztu samstarfs- aðilanna þannig háttað, að jafnvel heittrúuðustu stjórnarsinnar treysta sér ekki til að spá neinu um fram- kvæmdirnar! * * * Alþýðublaðinu farast þannig orð í forustugrein 21. f. m. um greiðsl- urnar úr ríkissjóði til að halda dýr- tíðinni i skefjum: „Þ^á á þetta þing einnig eftir að ráða fram úr því, hvernig afla skuli tekna til að halda dýr- tíðinni innanlands í skefjum. Verðuppbætur á útfluttar land- " búnaðarafurðir og niðurgreiðslur á sömu vörum á innlendum mark- aði krefjast mikilla fjárupphæða úr ríkissjóði. Og það fé verður ekki fengið öðruvísi, en með ein- hverjum nýjum skattaálögum. Yrði hins vegar horfið frá því ráði, að halda niðri verðlagi þessara vara, myndi dýrtíðin magnast óbærilega og útflutningsatvinnuvegir lands- manna fengju ekki risið undir þeirri byrði. Hverjar afleiðingar þess yrðu, er öllum Ijóst. Þing og stjórn á því ekki ann- ars úrkosta en að halda enn um ^tund áfram, að leggja fram fé úr ríkissjóði í þessu skyni." í fyrra mátti Alþýðuflokkurinn ekki heyra minnst á það, að dýrtíðinni væri haldið niðri með fjárgreiðslum úr rik- issjóði. Þingmenn hans greiddp þá at- kvæði gegn öllum slíkum ráðstöfunum með þeim forsendum, að þær væru dulbúin launahækkun og atvinnuveg- unum væri engin bót að þeim, því að þeir greiddu það aftur í hærri skött- um, er þe'ir ynnu við lækkun dýrtíðar- uppbótarinnar. Nú er öll slík gagnrýni Alþýðuflokksins þögnuð og hann syng- ur þessum ráðstöfunum lof og dýrð. En hvað um það? Það er allt tilvinn- andi til að hafa Ólaf sem forsætisráð- herra og Brynjólf sem menntamála- ráðherra!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.