Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 7
1. blað
TÍMIM, föstadagmn 5. jan. 1945
7
Kátir voru karlar
2. „Báfft er að
Uenna gönilum
hundi að sit$a“
Vamban: Nú, hvað er þetta! Vildi Leifi ekki fara i?
UMW —
Leppur: Hann sagði bara: Fussum, fei!
Skreppur: Hann þverneitaði bara!
\
Vamban: Hvað meinarðu eiginlega með því að vilja ekki klæðast
eins og heldri manni sæmir? Farðu nú í garmana, Leifa-tet-
ur, og vertu ekki að þessari heimsku.
Leifi langi: Fussum, fei!
Sjötug:
Guðný Magnúsdóttir
Háalelli
30. des. s. 1. varð Guðný hús-
freyja að Háafelli í Skorradal 70
ára. Guðný er Magnúsdóttir
Eggertssonar frá Eyri í Flókadal.
Var hann talinn m. a. mark-
glöggasti maður um Borgarfjörð
um langt skeið og annálaður
fjármaður.
Guðný ólzt upp að Tungu-
felli í Lundarreykjadal, en gift-
ist nokkru fyrfr aldamótin Ben-
óný Helgasyni. Byrjuðu þau bú-
skapinn svo að segja með tvær
hendur tómar. En með ráðdeild
og dugnaði hefir þeim búnast vel
og komið upp sex mannvænleg-
um börnum, sem öll eru á lífi:
Helgi, Halldór, Ólafur, Eggert,
Halldóra og Guðrún.
Guðný er greind og dugleg
húsfreýja og búforkur. Hún er
ein í hópi hinna hljóðlátu hús-
mæðra, sem lítið ber á, en sem
vinná sitt mikilsverða dagsverk
með prýði, landi og lýð til far-
sældar.
Vinir Guðnýjar óska henni til
hamingju nú þegar hún heldur
yfir á áttunda áratuginn.
G.
Jólalelkiu*
Leikfélagsins.
(Framhald af 3. síðu)
hlusta á hina hrífandi hljóm-
list, sem þar er flutt í leiknum.
Því er óhætt að spá, að þessi
leikur verður vinsæll og vel sótt-
ur hér, ekki síður en í heima-
landi sínu, enda á hann og þeir,
sem að uppfærslu hans hafa
starfað, það fullkomlega skilið.
Ntulkur
óskast til fiskflökunar eftir
áramótin.
Hátt kaup.
Frltt húsuæði.
Hraðfryslíslöð
Vestmannaeyja
Simi 3.
Hoffmannsveðrið.
(Framhald af 5. síðu)
kippti honum upp í bátinn í einu
vetfangi. Enn var sá maður á
skipinu, er Björn hét, Ólafssop,
hetja hin mesta og frábær for-
maður. Hann spratt á fætur, er
hann sá hverju fara gerði, setti
hnefa á matarkistil sinn, svo að
lokið brotnaði, og dró upp úr
honum brennivínspytlu. Setti
hann hana á munn sér og drakk
nær niður til miðs, settist síðan
við stjórn. Stýrði hann skipinu
síðan og var það lengi rómað, af
hvílíkri snilli hann hefði stjórn
að þessa voðanótt. Gekk nú
vindur til suðurs og útsuðurs og
jók þá stórum sjó, en eigi að síð
ur tókst Birni að verja skipið
áföllum. Náðu þeir félagar landi
heilu og höldnu skiammt frá
Melum í Melasveit. Voru þeir þó
allhætt komnír í uppsiglingunni.
Björguðu þeir skipl sínu undan
sjó og fóru síðan að leita bæja.
Komust þeir allir heim að Mel-
um um kl. 5 að morgni. Voru
þá flestir mjög þjakaðir orðnir
eftir hið mikla volk og mann-
raunir.
Voru nú menn frá Melum
sendir á fjörurnar til þess að
vita, hvort fleiri bátanna hefði
borið þarna að landi. Sú var og
raunin á. Er leitarmenn höfðu
eigi langt farið, fundu þeir skip
Þórðar á Háteigi. Lá það í fjör-
unni og var fallið undan, en lík
þeirra félaga allra á dreif í
kringum það. Slík hafði orðið
þeirra hinzta sigling. Þarna fór-
ust í einu allir fulltíða karlmenn,
sem þá voru heimilisfastir á
Háteigi, nema einn, er setið
hafði í landi í þetta sinn sökum
sjúkleika. Var það Ásmundur,
bróðir Þórðar formanns, er síðan
var þar nafnkenndur útvegs-
bóndi um langan aldur.
Af skipi Péturs Hoffmanns
spurðist ekkert, og mun aðeins
fátt eitt hafa rekið úr því. Svip
að er að segja um Þórð á Hliði og
félaga. Þeir hurfu allir í haflð,
án þess að vitnast, með hvaða
hætti það bar að. Loks fórust í
Tílkynning
irá Víðskíptaráðínu
Til 20. Janúar 1945 heimilast toUstjór-
iiin og umboðsmönnnm peirra, að toll-
afgreiða vörur, sem konrnar eru til
landsins, gegn innflutningsleyfum er
gilda til 31. desember 1944.
^Gegn samskonar leyfum og tU sama
tíma heimilast bönkum að afhenda inn-
flutningspappíra yfir vörur, sem komn-
ar eru til landsins.
Eftir 1. janúar 1945 er óheindlt að
stofna til nýrra vörukaupa og yfirfæra
gjaldeyri í sambandi við þau, gegn leyf-
um er falla úr gUdi 31. desember 1944,
» #
nema því aðeins, að þau leyfi hafi áður
verið endurnýjuð af Viðskiptaráðinu.
Reykjavík, 30. desember 1944.
Viðskiptaráðið
Askorun um
Iramvísun reíkninga
Siúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveðnu
ósk til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér
í bænum og annars staðar á landinu, sem eiga reikn-
inga á samlagið frá síðastliðnu ári, að framvísa þeim
i skrifstofu þess, Tryggvagötu 28, hið fyrsta og eigi
síðar en fyrir 20. þ. m.
Sjiúkrasamlag Regkjjavíkur.
Samfærsla byggðar-
innar.
(Framhald af 4. síðu)
kerfi, rafveitu og annað, er
nauðsynlegt má telja, svo að
hægt sé að reka menningarbú-
skap, og skulu þær jarðir ekki
koma til greina við framkvæmd-
ir, er gerðar verða eftir ákvæð-
um þessara laga“.
Með þessu frumvarpi er
lögð á það megináherzla að efla
ræktunina í heild, svo að þeir
aðilar, er minnst bolmagn hafa,
verði ekki útundan. Þess vegna
segir svo í frumvarpinu: „Jafn-
framt skal þess gætt, að ekkert
byggðarlag á sambandssvæðinu
verði útilokað frá þátttöku í
ræktunarsamþykkt".
Þessi. setning er Sósíalista-
flokknum þyrnír í augum. Fyrir
því er flutt tillaga af hálfu
flokksins um að fella þetta á-
kvæði úr frumvarpinu. Með því
er sagt, að það eru ekki áðeins
einstök býli einangruð, heldur
heil byggðarlög, sem 'flokkurinn
vill svipta aðstoð þjóðfélagsins
til umbóta og leggja í eyði.
þessu sama veðri tveir menn, er
voru á ferð á Hvalfirði, báðir
ungir menn og dugandi.
Það var þungur skattur, sem
Ægir heimti af byggðunum við
Faxaflóa þessi janúardægur, líkt
og oft áður og sár sá harmur, er
þá var að svo mörgum kveðinn.
En eins og skáldið Matthías
segir, þegar hann hefir lýst
hamförum sjávarins og bana
hinna vösku sjómanna og hinni
sönnu sorg, er reis í brjóstum
þeirra, sem heima sátu og horfðu
yfir valinn:
Glóa likngeislar,
glitra tárperlur,
spekist manns hjarta,
speglast guðs himinn.
Það er hið blessaða, líknsama
lögmál, sem lægir allar sorgir.
Sextugnr.
(Framhald af 6. síðu)
áður, mótuð af dugnaði, fram-
sýni og trúmennsku. Er sú saga
enn að gerast og verður ekki hér
rituð að sinni.
Þórhallur er kvæntur Krist-
björgu Sveinsdóttur frá Fagra-
dal í Vopnafirði, hinni ágætustu
konu. Eiga þau átta börn, fjórar
dætur og fjóra syni. Eru þau
nú öll uppkomin.
Þau hjónin hafa jafnan hald-
ið heimili með fágætri rausn.
Mega menn þó nærri getá, að
oft hefir á reynt í þeim efnum.
Það vita þeir a. m. k., sem til
þekkja í verzlunarstöðum, þar
sem margt manna sækir að, en
gistihús engin.
Þeir eru margir, sem eiga hug
ljúfar endurminningar frá heim-
ili þeirra hjóna og frá samstrfi
við þau. Það hefði orðið þröng
á þingi í gær á heimili þeirra,
ef þangað hefðu allir komizt,
sem vilja hefðu til þess að færa
fram þakkir sinar og hamingju
óskir. En flestir hafa orðið að
láta kveðju nægja, og margir
hugskeytin ein.
Nú er Þórhallur sextugur, og
fáir munu þeir, sem meira hafa
starfað að jöfnum aldri en hann.
Það er þó mest um vert, að á
þessum tímamótum getur Þór-
hallur minnzt þess, að með starfi
sínu í þágu samvinnustefnunn-
ar hefir hann átt öflugan þátt
í því að létta lífsbaráttu fjölda
manna og gera mönnum lífið
ánægjulegra. Og þegar allt kem-
ur til alls, þá er mest um það
vert, að vera þess megnugur,
að láta gott af sér leíða. Slík
hamingja fellur þeim 1 skaut,
sem af alúð og ósérplægni rækja
störf í þjónustu almennings.
f slenzkir samvinnumenn senda
Þórhalli sérstakar kveðjur, og
þeir vonast eftir því, að sam-
vinnustefnan eigi enn eftir að
njóta starfa hans um mörg ár.
E. J.
Innilega þakka ég öllum, fjær og nær, sem sýndu mér
samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar,
frú Jónínu S. Eiríksilóttur
frá Tóarseli.
Reykjavík, í september 1944.
Guðjón Jónsson.
Guðmundur Jónsson,
Skjaldvararfossi, Barðaströnd,
andaðist að heimili sínu þann 31. desember síðastliðinn.
AÐSTANDENDUR.
Gleðilegt nyar
Þökk fyrir það liðna.
Framfarasjóður
B. H. Bjarnasonar, kaupm.
Umsóknir um styrk úr ofannefndum sjóðl sendist
undirritaðri stjórnarnefnd hans fyrir 7. febrúar 1945.
Til greina koma þeir, sem lokið hafa prófi í gagn-
legri námsgrein og taldir eru öðrum fremur efni-
legir til framhaldsnáms, sérstaklega erlendis. Þeir
umsækjendur, sem dvalið hafa við framhaldsnám
erlendis, sendi auk vottorða frá skólum hér heima,
umsögn kennara sinna erlendis með umsókninni, eft-
ir þvi sem unnt er.
• Reykjavík, 3. Jan. 1945.
Agúst H. Bjjamason,
Vilhjjálmur Þ. Gíslason.
Helgi H. Eiríksson.
Ljóðabókin
Flugeldar
eftir PÉTUR JAKORSSON
er koinin á bókamarkað-
inn og fæst hjá öllum bók-
sölum.
Innihald bókarinnar skiptist í þrjá aðalkafla, sem
eru: Ljóðaflokkur helgaður stofnun lýðveldisins, afmælis-
og tækifæriskvæði og söguljóðið Mjallhvlt. — Þetta er
fjórða bók höfundar.
Útgefandinn.
Reykjavík. Sími 1249. Simnefni: Sláturfélag.
Reykhús. — Frystibús. '
b
Nlðursuðuverksmiðja. — BjágnaferS.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðitf kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alla-
konar áskurö á brauö, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gseði.
FrosiÖ kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir
fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftár óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
\
\