Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 3
1. blað TÍMIM, iöstnclaginn 5. jan. 1945 3 EYSTEINN JÓNSSON » Deildu oé drottnaðu « „Deildu og drottnaðu", sögðu Rómverjar forðum; en þeir voru miklir yfirgangsmenn sem kunnugt er. En það eru fleiri en hinir fornu Rómverjar, sem vilja vinna eftir þessari meginreglu. Þegar litið er á vinnuaðferði.” ýmsra stjórnmálaflokka á ís- landi, þá er ekki undarlegt þótt mönnum detti þetta orðtak í hug. Á þetta ekki sízt við um af- skipti þessara flokka af málefn- um framleiðenda í landinu á undanförnum áratugum. Það hefir verið lögð á það megináherzla af hendi Sjálf- stæðismanna og síðar kommún- únista, að reka fleyg á milli landbænda og sjávarbænda, á milli framleiðenda í sveit og við sjó, og koma þannig í veg fyrir að þeir starfi saman. Þeir vita sem er, að færi svo, minnkuðu áhrif milliliðanna í landinu og launastéttanna, sem nú eiga að verða alls ráðandi eftir 'kokkabókum kommúnista. — Þetta hefir verið gert með marg- víslegu móti, en þó einkum með því að bera út óhróður um þann landsmálaflokk,sem flestir land- bændur hafa aðhyllzt nú um nokkra áratugi, Framsóknar- flokkinn. Því hefir verið haldið fram, að framkvæmdir Framsóknar- flokksins í þágu landbúnaðarins bæru vott um fjandskap hans 1 garð sjávarútvegsins. Áherzla hefir verið lögð á að sannfæra sjávarútvegsmenn um, að vegna þessara framkvæmda væri alveg óeðlilegt, að sjávarútvegsmenn gætu trúað Framsóknarflokkn- um fyrir sínum málum. Þessi rógur þótti um nokkurt skeið allgóð latína. En nú er svo komið fyrir nokkru síðan, að mjög er orðið umbreytt í þessu efni. Ekki er þó hægt að segja, að allar tilraunir séu niðurfalln- ar til þess að halda lífi í þessum gamla draug, og eru það nú ekki sízt kommúnistar, sem standa fyrir þessum rógi. Vakir það tví- mælalaust fyrir kommúnistum að draga með þessu móti athygli sjávarútvegsmanna frá því, að stefna þeirra í landsmálúm og afskipti af þeim eru nú rétt í þann veginn að hrinda sjávar- útveginum út í nýja kreppu og það á hinum mestu góðæristím- um. Svipað vakir einnig fyrir Ól- afi Thors og hans félögum, sem nú hafa tekið höndum saman við kommúnista og keypt fylgi þeirra — en sjávarútvegurinn á að borga. Framsóknarflokknr- í fararbroddi. Það er ástæða til þess að minna á í þessu sambandi nokk- ur afskipti Framsóknarflokksins af sjávarútvegsmálum, og verð- ur þó fátt eitt rakið hér. Það voru Framsóknarmenn, sem beittu sér fyrir byggingu síldarverksmiðja ríkisins, en Sjálfstæðismenn börðust á móti því undir forustu Ólafs Thors. Það voru Framsóknarmenn, sem höfðu forustu um að koma á því skipulagi um sölu og verk- un síldar, sem hefir, ásamt bygg- ingu síldarverksmiðjanna, orðið til þess að gera síldarútveginn að glæsilegum atvinnuvegi. Framsóknarflokkurinn átti meginþátt í því að styðja og efla á allar lundir hraðfrystingu fisks eftir að saltfiskmarkaðir tóku að lokast. Framsóknarflokkurinn hefir jafnan haft forustuna um aukna og bætta landhelgisgæzlu og átti í því efni lengi framan af bein- línis að sgekja gegn eindreginni mótspyrnu togaraeigenda í Sj álfstæðisf lokknum. Þegar sjávarútvegurinn átti mjög í vök að verjast vegna verðfalls og markaðslokana, þá gekk Framsóknarflokkurinn 1 fararbroddi um gengislækkun, sem gerð var til hagsbótá fyrir sjávarútveginn. Framsóknar- flokkurinn var eini flokkurinn, sem óskiptur' stóð að því máli. Þó hefir Framsóknarflokkurinn alltaf lagt megin-áherzlu á að koma þannig málum, að gengi íslenzkrar krónu gæti verið sem Nokkur orð um sjávarútvegsmál stöðugast. En þegar Framsókn- stjórnarinnar um að fá menn til arflokkurinn sá fram á, að af- þess að stinga höfðinu í sand- komu sjávarútvegsins var hætta búin og að ekki fékkst lagfæring með öðru móti en gengislækkun, þá beitti hann sér hiklaust fyrir málinu og gekk í fararbroddi. Þetta mál varð á sínum tíma til þess að opna augu margra manna við sjávarsíðuna fyrir því, hve gersamlega tilhæfulaus var áburður andstæðinganna um tómlæti Framsóknarflokksins í málefnum útvegsmanna. Sjávariítvegurmii og verðbólgan. — Samtakaleysl litvegsmanna. Engin stétt manna hefir orðið jafn mikið fyrir barðinu á verð- bólgunni nú á stríðsárunum og sjávarútvegsmenn. Það þarf ekki að lýsa því, hvernig komið er um afkomu smábátaútvegsins og fiskimanna vegna þeirra at- burða, sem gerzt hafa í þeim málum. Hitt er einnig flestum ljóst nú orðið, að hefðu tillögur Framsóknarmanna í þeim mál- um verið samþykktar, þá væri afkoma sjávarútvegsins nú mjög glæsileg og hlutur allra þeirra, sem að þeim atvinnuvegi vinna, fullkomlega sambærilegur við tekjur annarra landsrj|anna. Þeir, sem þykjast vera vinir sjávarútvegsins og smjaðra mest fyrir útvegs- og fiskimönnum, hafa nú komið málum þannig, að í fullkomið öngþveiti stefnir málefnum framleiðenda við sjó- inn, ef ekki verður snúið við og farin sú leið, sem Framsóknar- flokkurinn hefir alltaf lagt áherzlu á. Það er bókstaflega átakan- legt að sjá, hversu samtakaleysi sjávarútvegsmanna hefir orðið til þess, að þeirra hlutur hefir gersamlega verið fyrir borð bor- inn í þessum málum. Það hefir verið hægt að bjóða þeim allt, enda eru þeir dreifðir i marga flokka og samtök þeirra ekki með þeim hætti, að þau hafi haft verulega þýðingu í þessu sambandi. Og vafalaust hefir rógurinn um Framsóknarflokk- inn átt sinn þátt í því, að þeir hafa.ekki á uhdanförnum árum skorið upp herör til stuðnings baráttu flokksins gegn verðbólg- unni. Þegar ég sá, hvernig haldið var á þessum málum, reyndi ég enn á ný á árinu 1943 að vekja athygli á því, hvert stefnt væri og lagði til, að sérstök rannsókn væri þá þegar gerð á afkomu út- vegsins og fiskimanna, eins og hún væri orðið þá. Ránnsaka átti, hvaða áhrif dýrtíðin hefði haft á afkomu sjávarútvegs- manna og álit óvilhallra manna skyldi fengið á því, hvort af- koma þeirra væri í samræmi við tekjur annarra landsmanna og kaupgjald í landinu og áætlun gerð um það, hvaða áhrif lækk- un verðlags og kaupgjalds hefði á afkomu útvegsmanna og hlut fiskimanna. Mér til nokkurrar undrunar, en til enn frekari staðfestingar á því, hvernig málefni sjávar- útvegsins eru hundsuð af þeim, sem þykjast styðja hann, mynd- uðust samtök á Alþingi um að koma þessari tillögu fyrir katt- arnef. Fyrst var hún svæfð, en þegar ég endurflutti hana og krafðist afgreiðslu, þá var henni vísað frá með samtökum þeirra flokka, sem nú hafa myndað rík- isstjórn. Það var eitt af allra fyrstu verkum þessa bandalags á Alþingi að vísa frá þessari sjálfsögðu tillögu. Það mátti ekki koma í ljós, hvaða áhrif verðbólgustefnan hafði haft á afkomu sjávarút- vegsins og ekki máttí heldur fá álit óvilhallra manna um það, hvernig ástatt væri í þessum efnum um það leyti, sem nýja ríkisstjórnin þykist ætla að fara að beita sér fyrir stórfelldri ný- sköpun á þessum atvinnuvegi. Það kom í bága við fyrirætlanir EYSTEINN JÓNSSON Ég er alveg sannfærður um, að hefði þessi tillaga verið sam- þykkt og framkvæmd 1943, þá hefðu menn séð ennþá betur en nú á sér stað, hvað ríkisstjórnin er að gera m§ð því að bæta gráu ofan á svart í þessum efnum með nýjum ráðstöfunum, sem hljóta að íþyngja sjávarútvegin- um stórlega frá því sem' fyrir var, sbr. t. d. launahækkanir og | afgreiðslu fjárlaga með stór-1 felldum skattahækkunum, en þó ; tekjuhalla. Nýsköpnn — afskipti Framsóknarmanna. Barátta Framsóknarflokksins gegn verðbólgunni og barátta; hans nú fyrir minnkun hennar • með hlutfallslegri niðurfærslu kaupgjalds og verðlags er m. a. barátta fyrir leiðréttingu á þeim órétti, sem sjávarútvegurinn hefir verið beittur á undanförn- um árum. ( Jafnframt er • þessi barátta nauðsynlegur aðdragandi þeirr- ar nýsköpunar i sjávarútVegi, sem verður að eiga sér stað á næstu árum. Það er áríðand'í að menn geri sér ljóst, að þrátt fyrir allt tal og skrum, verður nýsköpun aldrei framkvæmd af neinu affi og aldrei í þeim mæli, sem vera þarf, nema leiðrjétting fáist á þeim órétti, sem þegar hefir verið framinn. Jafnframt þvi, sem Fram- sóknarflokkurinn hefir haldið uppi baráttunni gegn verðbólg- unni og gerir enn af öllu afli, hefir flokkurinn átt frumkvæði að, eða fylgt, öllum raunhæfum ráðstöfunum, sem til greina hafa komið til þess að auka framleiðslu við sjóiijn. Þannig hefir flokkurinn fylgt verulegum fjárveitingum af rík- isfé til þess að styðja að endur- byggingu bátaflotans. Hafa í því skyni verið veittar úr ríkissjóði samtals 7 miljónir króna, sem þegar hafa komið að mjög miklu gagni við nýsmíðar báta í land- inu sjálfu og við bátakaup frá Svíþjóð. Það er rétt að geta um það í þessu sambandi, að bátakaupin frá Svíþjóð, sem er sú eina ný- sköpun, sem enn hefir verið framkvæmd, er verk fyrrverandi atvinnumálaráðherra, Vilhjálms Þór, ~en tveir af þeim flokkum, sem nú eiga sæti í ríkisstjórn, gerðu beinlínis ráðstafanir til þess að torvelda það, að þessir bátar yrðu keyptir, — Sjálfstæð- isflokkurinn með því að gefa ekki samþykki sitt til kaupanna, en Sósíalistaflokkurinn með því að láta bera út hvers konar ó- hróður um bátana, einmitt á þeim tíma, þegar útvegsmenn voru að taka ákvarðanir um það, hvort þeir vildu kaupa þessa báta eða ekki. í sambandi við skattalöggjöf stríðsáranna hefir Framsókn- arflokkurinn ætíð haft nýbygg- ingarþörf útvegsins fyrir aug- um. Flokkurinn beitti sér sér- staklega fyrir því, að bátaút- vegsmönnum yæri heimilað skattfrjálst framlag í nýbygg- ingarsjóði, og að frumkvæði Framsóknarmanna á Alþingi var nýbyggingarsjóðstillag þeirra hækkað úr 20% upp í 33%% af tekjum. Þegar skattalögunum var breytt í stríðsbyrjun og ákvæði sett í þau um nýbyggingarsjóði, láðist Alþingi að taka það bein- línis fram, að nýbyggingarsjóðs- framlög skyldu vera útsvars- frjáls, og hefir þetta orðið til þess að sunjs staðar hefir verið fagt útsvar á nýbyggingarsjóðs- tillögin. Ég hefi nú á tveim þing- um flutt frumvarp um að kippa þessu í lag. Var frumvarpið svæft á fyrra þinginu og hafði þá fulla andstöðu kommúnista, sem vildu láta halda áfram að BÓKMENNTIR OG LÍSTIR Jólaleikur Leíkíélagsíns Leikfélag Reykjavíkur hélt frumsýningu á ævintýraleikn- um Álfhóll eftir danska leikrita- höfundinn og leikstjórann Hei- berg á annan í jólum. ur áhorfendum í gott skap. Lárus Ingólfsison leikur álfakónginn. Frú Ásta Norðmann æfði dans- ana og samdi suma, sólódansa í leiknum dansaði ungfrú Sif Þórz. Haraldur Björnsson í gervi Kristjáns IV. og hirðmennirnir (Ævar Kvarah og Klemens Jónsson). (Framhald á 6. síðu) Það má segja, að efni leiks- ins sé ekki stórbrotið. Það er byggt á álfatrúnni, sem við þekkjum svo vel úr okkar þjóð- sögum. En yfir leiknum er létt- ur blær, og maður hlýtur að skemmta sér við að horfa á hann. Leikpviðin eru mjög falleg, og þúningar afar skrautlegir og íburðarmiklir. Einnig er mikið um söng og dans 1 leiknum, sem eykur á léttleika hans og ævin- týrabrag. Meðferð hlutverkanna er góð, a. m. k. i öllum aðaldráttum. Haraldur Björnsson leikur Kristján fjórða og hefir einnig á hendi leikstjórn. Hirðmenn konungs leika þeir Ævar Kvar- an og Klemens Jónsson. Gestur Pálsson leikur Albert Ebbesen, lénsherra og hefir sjaldan sézt glæsilegri á leiksviði en í þessu hlutverki. Jón Aðils leikur Walk- endorff óðalsherra mjög örugg- lega. Elísabetu Munk skjólstæð- ing hans leikur ungfrú Svava Einarsdóttir mjög viðkunnan- lega. Gunnþórunn Halldórsdóttir leikur Karen bóndakonu og fer vel með hlutverk sitt sem henn- ar er von og vísa. Hin unga leikkona Dóra Har- aldsdóttir leikur Agnetu dóttur hennar og fer þar vel með erfitt hlutverk. Brynjólfur Jóhannes- son leikur Mouens veiðimann og Lárus Pálsson Björn Ólafs- son siðameistara, skringilegan og skemmtilegan karl, sem kem- Leiktjöldin málaði Lárus Ing- ólfsson. Síðast en ekki sízt má svo geta hljómlistarinnar í leiknum. Er hún samin af Kuhlan, ein- um af þekktustu tónskáldum Svava Einarsdóttir sem Elisabet Munk og Ævar Kvaran í gervi liirðmannsins. Dana. Hljómsveit Reykjavikur annaðist flutning hennar undir stjórn hins atorkusama og af- burða snjalla hljómsveitarstjóra" dr. Urbantschitsch. Eiga hann og hljómsveitin ekki minnstan þátt í því, hve leikurinn er ánægju- legur. Væri það eitt nóg ástæða til þess að fara í leikhúsið til að (Frgmhald á 7. síðu) GILS GtÐMlTNDSSON: Brautryðjendnr Útgerð sú, sem nú er stunduð á íslandi, á sér langan að- draganda. Frá landnámsöld hefir verið dorgað á litlum fleytum á grunnmiðum við strendur landsins. Það er ekki fyrr en í byrjun nítjándu aldar, að hér hefst þilskipaútgerð, sem jiví nafni er nefnandi. — Hér birtist grein eftir Gils Guðmundsson, sem síðustu misseri hefir skráð rit mikið og fróðlegt, 60—70 arkir, um skútuöldina, um vestfirzka braut- ryðjandann Ólaf Thorlacius kaupmann í Bíldudal, er þar hóf þilskipaútgerð 1806. Vestfirðingar og Breiðfirðing- ar hafa löngum þótt sjómenn góðir. Þar hefir það verið siður, að hver snáði, sem einhver mannræna var í, vandist sjóför- um og harðræðum frá blautu barnsbeini. Margir drengir hlökkuðu til þess mest af öllu að komast á sjóinn og fá að spreyta sig við hákarl og steinbít. Og þó að gamanið vildi stundum grána, þegar þreyta eða sjóveiki sótti pilta heim, þótti meira en meðalskömm að gugna. Hjá full- orðnum mönnum var engrar miskunnar að vænta. Smán sú, að geta ekki sjóinn stundað, myndi æ siðan brenna á baki. Þess vegna var sá einn kostur, að spjara sig sem bezt. í þessum harða skóla lærðu piltar mikið, enda má segja, að sjómennskan rynni flestum þeirra í merg og bein. Það er engin tilviljun, að hinir hertu og reyndu sæfaramenn á Vestfjörðum urðu einna fyrstir allra landsmanna til þess að koma sér upp verulegum þil— skipaflota. Mörg rök hnigu að því, að svo myndi verða. Þeir bjuggu við góð fiskimið, lögðu stund á hákarlaveiðar um lang- an aldur og hafa eflaust fundið sárt til þess, að opnu skipin voru of burðarsmá og lítil. Fiskveiðum útlendinga kynntust þeir mjög vel, vissu af eigin raun, hversu mikill afli þeirra var. Loks er þess að geta, að um aldamótin átján hundruð eignuðust Vest- firðingar djarfa framkvæmda- menn, sem bæði höfðu staðfast- an vilja og fjárhagslegt bol- magn til að hrinda nýjungum í framkvæmd. Menn þessir gengu þess ekki duldir, að þil- skipaútgerð hlaut að eiga mikla framtíð á íslandi. Fremstir i flokki voru kaupmennirnir Ól- afur Thorlacius, Guðmundur Scheving og Friðrik Svendsen. Ekki virðist neitt beint sam- band vera á milli framkvæmda Bjarna Sívertsen og athafna þessara manna. Hitt mun ná- lægt sanni, að svipuð aðstaða hafi ýtt við öllum. Með afnámi Gils Guðmundsson einokunarinnar voru í raun og veru sköpuð skilyrði til þess, _að þilskipaútgerð yrði rekin á ís- landi. Áður hlutu allar slíkar til- raunir að misheppnast, ^ enda varð sú jafnan raunin. Sá maður, sem vér nefnum hér fyrst til sögu, er Ólafur Þórðar- son Thorlacius kaupmaður á Bíldudal. Hann var sunnlenzkr- ar ættar, sonur Þórðar Sighvats- sonar, bónda í Hlíðarhúsum við Reykjavik, og Ingiríðar Ólafs- dóttur Thorlacius frá Stóradal. Ólafur er fæddur 1761. Cngur gerðist hann verzlunarþjónn og aflaði sér bæði trausts yfirboð- ara sinna og vinsælda almenn- ings. Skömmu eftir að slakað var á klóm einokpnarinnar tók Ólaf- ur að hugsa til verzlunarreksturs á eigin ábyrgð og keypti verzl- unina á Bíldudal árið 1789 eða 1790. Þótti skjótt við bregða, er hann kom þar vestur, og var sem nýtt líf færðist í allar athafnir manna. Mjög var honum um það hugað, að styrkja hvers konar framtak, enda hvatti hann unga menn til dugnaðar og á- ræðis. Verzlun sinni stjórnaði hann af mikilli fyrirhyggju og braut þar upp á ýmsum nýj- ungum, enda var hann óhrædd- ur að kanna lítt troðnar slóðir. Mestan árangur báru tilraunir hans til saltfisksölu á Spáni. Síðustu árin áður en verzlunar- böndin voru leyst hafði einokun- arverzlunin haft nokkurn mark- að þar í landi, og varð Ólafur fyrstur manna til að hagnýta sér þá möguleika, svcv að nokkru næmi. Hann festi kaup á flutn-. ingaskipi, er hann nefndi Bil- dahl. Auk þess hafði hann oft leiguskip og sendi þau með fisk- farma beint til Spánar. Hafði hann mörg árin tvö eða þrjú skip i förum, og sést á því, að saltfiskverzlun hans hefir verið mikil á mælikvarða þeirra tíma. Ólafur auðgaðist brátt stór- lega á verzlun sinni. Er líklegt, að Spánarmarkaðurinn hafi orð- ið honum notadrjúgur, en þó mun sönnu næst, að flest fyrir- tæki Ólafs heppnuðust vel og skiluðu arði. Ekki safnaði hann fjármunum með því að kúga við- skiptamenn og reyta þá inn að skyrtunni, svo sem vart þótti dæmalaust um þær mundir. Báru allir á einn veg um það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.