Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.01.1945, Blaðsíða 4
f t 4 VN, föstndaginn. 5« jan. 1945 1. blað Vesimannaeyjab r é lT " ' Það verður ekki um það deilt, að ríkinu sem landeiganda Vestmannaeyja beri sérstök skylda um byggingu flugvallar í Eyjum. Mörg hundruð Eyjabúa sendu Alþingi á næstliðnu hausti áskorun um flugvallar- gerð og hefir nú sú lausn feng- izt, að fjárveitinganefnd er bú- in einróma að lofa 320 þúsunda framlagi til flugvallar i Vest- mannaeyjum á næsta ári og er það fyrsta greiðsla af þremur, svo það mál er tryggt. En skortur-á fólksflutninga- tækjum milli Eyja og Reykjavík- ur er svo mikill, að sjálfur Jó- hann alþingismaður varð að sækja þjóðhátíð í Eyjum 1942 á því ógæfusama skipi Þormóði. Nokkur úrbót hafa Stokkseyr- arferðirnar verið sem Helgi Benediktsson hóf 1936 og rak þá og 1937 án nokkurs styrks, en nú eru ríflega styrktar af ríkinu. En hafnarskilyrðin á Stokkseyri eru slæm, og strand báts þess, sem ferðum þessum heldur uppi, nú á þessu hausti, hefir sett nokk- urn óhug í fólk, þótt ekki yrði manntjón. Framtíðarúrlausn á samgöng- um milli Eyja og sunnlenzku sveitanna hlýtur í næstu fram- tíð, og það þegar á sumri kom- anda, að verða fastar ferðir milli Eyja og Þorlákshafnar. Það er að vísu nokkru lengri leið, en þar er hrein lending og hægt að lenda flesta daga ársins. Verður því að vinda bráðan bug að hafnarbótum í Þorláks- höfn, sem eðlilegt er að verði mjólkuraðflutningshöfn fyrir Ve'stmannaeyjar. * Vestmannaeyjar eru hliðstætt settar og Reykjavík, að því leyti, að hvorugur bærinn á hús yfir alþýðuskóla sína, en Reykjavík nýtur þar sinna venjulegu for- réttinda, að ríkið sér Reykjavík fyrir skólahúsum. Á landsmálafundi höldnum í Vestmannaeyjum 8. nóv. s. 1. var samþykkt svohljóðandi tillaga frá Þorsteini Þ. Víglundssyni skólastjóra: „Almennur fundur Eyjabúa haldinn í Vestmannaeyjum 8. nóvember 1944 skorar eindregið á þingmann kjördæmisins og bæjarstjórn Vestmannaeyja að vinna saman að fjáröflun úr ríkissjóði til byggingar yfir gagnfræðaskólann hér, sam- kvæmt lögum, og skorar j^fn- framt á bæjarstjórn kaupstað- arlns að hefja byggingu yfir skólann á næsta vori.“ Samtímis er vitanlega ekki vanzalaust fyrir Eyjarnar að sjá ekki sjómanna- og vélstjóra- skólum, sem starfræktir eru í Eyjum, fyrir varanlegu og hæfu húsnæði! Sama máli gegnir um húsmæðraskóla, sem samþykkt hefir verið að stofnsetja. * Mikið er um húsabyggingar í Eyjum, og eru það aðallega íbúð- arhús, sem byggð eru. Einnig hefir verið unnið mikið að hafn- arbótum og vegagerð og hol- ræsalagningu um bæinn. Keypt hefir verið vélalyfta á bryggjuna og verið er að byggja stóra hafn- aruppfyllingu sunnanvert í höfninni. Aðkallandi- er að byggt verði yfir sundlaug Eyjanna, og hún starfrækt allt árið, og er þess vænzt, að það verði gert á næsta ári. * Mat það, sem komið var á í samræmi við samþykktir síð- asta flokksþings Framsóknar- flokksins á fiski, sem fluttur er út ísvarinn, gefur góða raun. Um framkvæmd matsins á freð- fiskinum, sem er falið verk- stjórum hraðfrystihúsanna, eru menn uggandi, enda er þar um fordæmalausa matsframkvæmd að ræða hjá fiskimatsstjóran- um, að láta matið í hendur að- ila, sem er það beint atvinnu- spursmál, að fiskurinn sé fryst- ur, jafnvel þótt gæðum hans sé áfátt. Úr þessu þarf tafarlaust að bæta. Um sjálf frystihúsin er það að segja, að þeim hefir verið hróflað upp án fagþekk- ingar, og oft með gömlu og úr- eltu véladóti, og fyrirkomulag allt af handahófi, þannig, að ef þau eiga að verða nothæf til frambúðar, verður bókstaflega að umbyggja mörg þeirra. Eðlilegast væri, að hraðfrysti- húsin yrðu að uppfylla einhverj- ar lágmarkskröfur um útbúnað og hollustuhætti, og að frágang- ur þeirra væri slíkur, að í þeim verði komið við véltækni, en ekki að húsunum sé kúldrað saman úr skúr, sem hróflað er ofan á skúr, þar sem þarf að rogast með hráefni og vinnslutæki í fanginu. * Tillaga Eysteins Jónssonar um að verja nýbyggingasjóðsfram- lög fyrir útsvarsálagningu hef- ir almennan hljómgrunn, enda tilgangslaust fyrir ríkisvaldið að sýna þar ívilnanir til þess að láta svo Hinrikana í bæjunum gleypa allt í útsvörin. Vegna vöntunar á umræddum ákvæð- um hafa not nýbyggingarsjóðs- hlunnindanna orðið lítil, að minnsta kosti í Eyjum. * Fiskimjöl hefir á þessu ári verið selt í stórum stíl til fóðurs og áburðar, og hefir það gefið góða raun. í Eyjum reynist þeim, sem mjölið hafa notað til kúa- ! fóðurs, það auka hreysti í kúm.! Fiskimjöl til áburðar, blandað einum þriðja hluta af loftáburði, gefur óbrigðula síbreiðu í tveim- ur sláttum. * Hafnarmálin í Vestmanna- eyjum eru ofarlega í hugum manna, og verður ekki annað sagt en að verulega hafi miðað þar á undanförnum árum. Ný trébryggja" hefir verið byggð innanvert í höfninni og búið þar til vik inn með henni með því að dæla sandi burtu. Hins vegar hafa framlögin af rikissjóðs hálfu verið skorin við nögl á undanförnum árum, og er það illa farið, því til viðbótar því að Vestmannaeyjar og Vestmanna- eyjahöfn eru ríkiseign, sem leggur eiganda ríkari skyldur á herðar en þar sem um einka- eign er að ræða, þá ber þess líka að gæta, að Vestmannaeyjar eru lífhöfn fyrir allt Suðurland. Vestmannaeyjahöfn verður að koma í það horf, að hún verði alla tíma skipgeng togurum, slíkt myndi spara veiðiskipun- um sunnanlands marga Reykja- víkurferð. * Netagerð Vestmannaeyja hefir nú komið sér upp tveimur taumasnúningavélum og mun láta nærri, að hægt verði á næsta ári að framleiða í Eyjum alla þá öngultauma, sem þar eru notaðir. Auk þess framleiðir Netagerð- in öll þorskanet sem notuð eru í Eyjum og á Suðurnesjum, enn- fremur eru þar hnýtt stykki í snurpunætur og dragnætur.' Bregðist ekkert af því efni, sem búið er að festa kaup á til fram- leiðslunnar, ætti að takast að framleiða nægiffegt af þorska- netum til vertíðarinnar. * Mönnum finnst lítið hafa orð- ið úr úrbótum á olíuverðinu til bátaflotans, og væri fróðlegt að upplýst væri, hváð þar um veld- ur. Því hefir ekki verið mótmælt, að olíufélögin hafi keypt olíuna á 171/2 eyri kílóið í Hvalfirði, sem bátaflotanum var síðan seld alla leið upp í 51 eyri. Olíusam- lagið í Eyjum býr nú á stríðsár- unum við ókjarasamning hjá olíufélögunum, sem hamlar vexti þess og þróun. * Veturinn 1942 voru margir togbátar kærðir fyrir veiðar í landhelgi við Vestmannaeyjar. Bæjarfógetinn kom kærunum af sér, og var Ktistinn Ólafsson skipaður setudómari til þess að fara með málin. Af þessum mál- um heyrðist svo lítið þar til í árslok 1942. Komu þá til inn- heimtu dómar á þrjá báta, og hafði hver verið sektaður um fast að þrjátíu þúsund krónur. Þegar eigendur bátanna fóru svo að kynna sér mál þessi, kom í ljós, að um sumarið höfðu verið haldin einhver laujnurétt- arhöld, án þess þó að skipstjór- unum væri það ljóst, að þeir væru fyrir rétti, enda voru rétt- arvottar engir, en eitthvað af lögregluþjónum bæjarins, kona setudómarans og einhverjir fleiri skrifuðu undir sem vottar, án þess að hafa verið viðstaddir. Þá voru dómarnir kveðnir upp á tíma sem setudómarinn var fjarverandi úr_ Eyjum. Einn hinna dæmdu, Karl Guðmunds- son frá Viðey, var bókaður mættur í rétti í Vestmannaeyj- um á sama tíma og hann var við síldveiðar fyrir Norðurlandi, og margt fleira var þessu líkt. Hinir dómfelldu áfrýjuðu dóm- unum og kærðu alla málsmeð- ferð og kröfðust opinberrar rannsóknar. Aldrei fékkst þó kæran tekin fyrir og seint gekk að fá málið fyrir Hæstarétt. Hins vegar gekk setudómarinn á milli hinna dómfelldu og bauð þeim náðun, ef þeir vildu afturkalla kærur sínar og falla frá áfrýjun. Þegar búið var_að standa í stappi um þetta hátt á annað ár, þá fékkst málið loks tekið fyrir í Hæstarétti með þeim árangri, að málsmeðferð öll í héraði var ó- merkt og málskostnaður allur dæmdur á ríkissjóð, en í dómin- um er þó ekkert verulega komið inn á málsmeðferð í héraði, og telja kunnugir jafnvel, að rétt- urinn hafi gert það af samá- byrgð við héraðsdómarann. Síðan þetta skeði er liðið meira en hálft ár, og ekkert ból- ar á endurupptöku málanna. * Það er löngu viðurkennt, að samheldni og samvinna Vest- mannaeyinga í útgerðarmálum sé til fyrirmyndar, og að þar sé þróun þessara mála bezt á veg komin. Önnur sjávarpláss hafa ekki á sama hátt hagnýtt sér þau félagslegu réttindi, sem Framsóknarflokkurinn hefir á undanförnum árum byggt upp fyrir fólkið sem við sjóinn býr. * í samþykktum síðasta flokks- þíngs Framsóknarflokksins eru gerðar ítarlegar tillögur um á- framhaldandi þróun sjávarút- vegsins og annara atvinnu- greina, sem i sambandi við út- gerðirf^r hafa þróazt, og upp þarf að byggja til stuðnings þessum atvínnurekstri. SamSærsla byggðarmnar og jarðræktarmálin 1. Með jarðræktarlögunum er stefnt að því, að allir bændur landsins fái sams konar aðstoð af hálfu ríkisvaldsins fyrir sömu verk, hvar sem þau eru unnin, þó á þann hátt, að hinum smærri bændum er ívilnað nokkuð með greiðslu jarðrækt- arstyrksins, en þeir, sem bezta hafa aðstöðuna og fengið hafa ákve’ðið framlag í jarðræktar- styrk eru settir skör lægra við þessa aðstoð þjóðfélagsins. Það er öllum ljóst, að eitt og eitt býli getur verið þannig sett, að ekki sé gerlegt að stofna þar til ræktunar. Fyrir því er svo ákveðið í jarðræktarlögunum, að Búnaðarfélag íslands skuli fela trúnaðarmönnum sínum að athuga og gefa skýrslur um þær jarðir, sem talizt geta í hættu fyrir jarðspjöllum, • svo sem sandfoki, skriðufalli, jökul- hlaupi eða landbroti og enn- fremur um þær jarðir, sem liggja mjög illa við samgöngum eða eru sérlega óhægar til búrekstr- ar. Ef skýrslur þessar og nánari rannsóknir leiða í ljós, að jarðir séu sérstaklega athugunarverð- ar sem framtíðarbýli, getur landbúnaðarráðherra ákveðið að svipta þær jarðræktarstyrk. Nú liggja ýmis frumvörp fyrir Alþingi, sem fjalla um aukna ræktun' í sveitunum. Þá hefir mikill órói gripið sósíalista og þeir látið í ljós að nokkru, hvað fyrir þeim vakir. í greinargerð fyrir frumvarpi, sem flutt er að hálfu Sósíalistaflokksins um landbúnaðarmál, segir m. a.: „Það er engin leið að leggja fé úr ríkilTsjóði, svo að nokkurt gagn væri að, til allra staða á Iandinu í senn, styrkja búskap, hvar sem er, rækta land, hvar sem er, án tillits til neins ann- ars. Slíkt er ekki framkvæman- legt og yrði aldrei nema kák. Það verður að vera. eitthvert vit í því, hverjar framkvæmdir ríkið styrkir og í hvaða röð það gerir það .... Ríkið hefir ekki bolmagn til að verja fé til neinna verulegra framkvæmda alls staðar. Það verður að beina fjárframlögum Mörg af þeim nýmælum, sem þar voru samþykkt, eru þegar komin til framkvæmda. Má þar meðal annars nefna mat á nýj- um og freðnum fiski, og í uppsigl ingu er eftirlit um möskvastærð dragnóta. Því verður að treysta, að öðrum nýmælum, sem þar eru að finna, verði hrundið í fram- kvsémd eftir því sem við verður komið. sínum til ákveðinna fram- kvæmda á ákveðnum stöðum fyrst og fremst með þjóðhags- legt sjónarmið fyrir augum. Það verður að taka* fyrst fyrir þær sveitix*, þar sem ræktunarskil- yrðin eru bezt með tilliti til ræktunar, jarðhita, markaða, samgangna o. s. frv. Þangað verður fyrst að veita fjármagn- inu og skapa þar þau búnaðar- skilyrði, sem nútíminn krefst, nýja framleiðsluhætti með skipulagningu, sem er í sam- ræmi við þá.“ .... Á þessu viðhorfi eru byggðar allar tillögur Sósíalistaflokksins í ræktunarmálum og öðrum hagsmunamálum sveitanna. Að dómi flokksins á ekki „að legja fé úr ríkissjóði til allra staða á landinu í senn, styrkja búskap hvar sem er, rækta land, hvar sem er.“ Ríkið á „að beina fjár- framlögum sínum til ákveðinna framkvæmda á ákveðnum stöð- um“. Það á „að taka fyrst fyrir þær sveitir, þar sem ræktunar- skilyrði eru bezt“ og önnur að- staða eftir því. Þangað á „fyrst að veita fjármagninu“. Þannig reynist jafnaðarstefna Sósíalistaflokksins. Þeim, sem hefir, mun gefið verða, en frá þeim, sem ekki hefir, mun tekið verða. Þetta hefir flokkurinn að bjóða sveitunum til handa. Þetta er það, sem koma skal í hinu nýja dýrðarríki, sem Sósíalista- flokkurinn ætlar að stofna hér á íslandi. II. í frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, um jarðræktar- samþykktir í sveitum, er gert ráð fyrir því að bændur myndi samtök um ræktunarmál í því skyni að hefja stórt átak í rækt- unarmálum á skipulegan hátt. Þar eiga hlut að máli sömu jarð- ir og styrks njóta samkvæmt jarðræktarlögunum. Það leiðir af sjálfu sér, að ákvæði jarð- ræktarlaganna um rannsókn á skilyrðum jarða til búrekstrar gilda eftir sem áður. En það þykir sósíalistum ekki nóg. Þess vegna lagði flokkurinn áherzlu á að smeygja nýju ákvæði inn í þetta frumvarp, sem hljóðar svo: „Þegar búnaðarsambands- fundur hefir ákveðið að koma á jarðræktarsamþykkt, skal Bún- aðarfélag íslands láta fara fram nákvæma rannsókn á byggða- svæði sambandsins, er leiði i Ijós, hvaða jarðir eru óhæfar til framtíðarábúðar, sökum slæmra ræktunarskilyrða, ágangs af völdum náttúruafla, erfiðleika á að komast í samband við vega- (Framhald á 7. síSu) mál, að betri kaupmaður hefði ekki setið á Vestfjörðum, svo að sögur fari af. Reyndar má segja, að ekki hafi verið um guðsbörn mikil að ræða, þar sem hinir dönsku kaupmenn voru. Hjá flestum þeirra var allt á sömu bókina lært, og hlaut það að telj- ast undarleg skammsýni, hversu óbúmannlega þeir komu fram í verzlunarsökum. Líktust flestir tilburðir þeirra því sem höttur væri dreginn á höfuð þeim og bundið fyrir framan báðar hendur. En jafnvel þótt það sé haft í huga, hve skammsýnn og volaður kaupmannalýður þessi var, hlýtur það að vekja eftir- tekt, að einróma lofi skuli vera borið á Ólaf Thorlacius, fram- komu hans og athafnir allar. Er þess gott að minnast, hvílíkir höfuðskörungar tveir hinir fyrstu isíenzku kaupmenn voru, þeir Ólafur á Bíldudal og Bjarni í Hafnarfirði. Um framkomu Bjarna Sívert- sen í Napoleonsstyrjöldinni er getið. Ólafur kom þá einnig mjög drengilega fram í viðskiptum öllum. Þegar striðið var skollið á, kepptust kaupmenn við að hækka vörurnar sem mest, og þá jafnt eldri og yngri birgðir. Á Vesturlandi öllu voru það tveir kaupmenn, sem skáru sig úr, og hækkuðu *lítt eða ekki verð á nauðsynjavörum. Annar var Andreas Steenbach, verzlunar- stjóri á Þingeyri, einstakur á- gætismaður, norsk-þýzkur að ætt. Hinn var Ól. Thorlacius. Á hörmungatímum þessum reyndi Ólafur að miðla sem flestum og sparaði enga fyrirhöfn til að bæta úr skorti fólks. Árið 1809 ferðaðist Stefán amtmaður Stephensen um allt Vesturlaijd, athugaði vörubirgðir kaup- manna og rannsakaði fram- komu þeirra gagnvart almenn- ingi. Stefán var samvizkusam- ur maður og réttsýnn, enda seg- ir hann kost og löst á mönnum, eftir því sem honum finst mál- efni standa til. Fá ýmsir kaupm. þungan dóm fyrir harðýðgi sína og ágirnd, sem bitnaði á bláfá- tækri alþýðu. Skýrsla Stefáns um þessi mál er enn til, hið fróð- legasta plagg, Enginn fær svip- að því jafn góðan dóm og Ól- afur Thorlacius. Um hann segir amtmaður: „Allt það, sem segja má nokkr- um íslenzkum kaupmönnum til hróss, á við um framkomu þessa manns, því að hugsunar- og verzlunarháttur hans er jafn mildur og eignir hans eru mikl- ar, eftir því sem gerist hér á ís- landi. — Velvild, vinsemd, sönn ættjarðarást og áhugi á gagn- legum framkvæmdum eru aðal- taugarnar í lyndisaðli þessa manns; verðskuldar hann því takmarkalaust traust hjá hverj- um þeim, sem hann kynni að elga einhver viðskipti við.“ Þetta er ekki slakur vitnis- burður. Og þar sem hann er gef- inn af svo samvizkusömum manni sem Stefán amtmaður var, verður að telja hann í meg- inatriðum réttan. Heimjjdir eru til fyrir því, að Ólafur kaupmaður sýndi oft hinn mesta dugnað í ferðalögum og lagði á sig mikið vos vegna athafna sinna. Hin fyrstu árin sigldi hann sjálfur með skipum sínum til Spánar og sá um af- hendingu og sölu farmsins. Síð- an fór hann landveg alla leið til Kaupmannahafnar, sinnti þar verzlunarmálum, en hélt að því búnu með haustskipum til ís- lands. Ekki háfði Ólafur fyrr komið undir sig fótum en hann tók að færa út kvíarnar. Vakti það einkum fyrir honum að efla sem mest útflutning á fiski, þar sem Spánarmarkaðurinn reynd- ist mjög vel. Af þessum sökum lagði Ólafur sig fram um að eignast verzlanir á tveim beztu fiskihöfnum landsins, enda tókst honum það. Keypti hann bæði Stykkishólmsverzlun og Hæstakaupstaðarverzlunina á ísafirði. Öll þessi farartæki blómguðust svo 1 höndum Ólafs, að á fyrsta áratugi 19. aldarinn- ar var hann umsvifamestur allra íslandskaupmanna. Segir Gísli Konráðsson, að árið 1802 hafi hann sent þrjú kaupskip utan, hlaðin íslenzkum varningi, en átt tvo skipsfarma af afurðum eftir. Mun verzlun hans þó held- ur hafa vaxið en rýrnað eftir þetta. Þá er að því komið, að ræða um þilskipaútgerð Ólafs kaup- manns. í þeim efnum hefst hann handa fyrstur allra manna á Vesturlandi, og aðeins örfáum árum seinna en Bjarni Sívertsen í Hafnarfirði. Að öllum líkind- um er náið samband á milli salt- fisksölunnar til Sjánar og þil- skipaveiðanna. Óláfur hefir haft mikinn hug á því að auka fisk- magnið sem mest og gert sér þess ljósa grein, að til þeirra hluta myndu þilskipin vérða nota- drýgst. Mun hann einkum hafa haft í huga dæmi Hollendinga og Frakka, sem sýndu það glögg- lega, hvílík gullnáma íslenzku fiskimiðin reyndust, ef með fyrirhyggju var unnið. Sumarið 1806 keypti Ólafur Thorlacius tvö fyrstu þilskip sín. Hétu þau St. Jóhannes og Metta. St. Jóhannes var slugskip, 18 lesta stórt. Fyrstu þrjú árin sigldu því danskir yfirmenn, því að siglingafróðir íslendingar voru engir til. En árið 1809 tók við skipinu kornungur maður, Þorleifur Jónsson frá Suðureyri í Tálknafirði, og hafði hann þá nýlokið skipstjóraprófi erlendis. Er ekki ósennilegt, að Þorleifur hafi farið utan og tekið prófið fyrir atbeina Ólafs kaupmanns, en þó þarf það ekki að vera. Guðmundur Scheving segir, að Þorleifur sé fyrsti maður á Vest- fjörðum, sem hann viti til að hafi tekið skipstjórapróf er- lendis. Metta var 13 lestir að stærð, gott skip og traust. Árið 1815 var St. Jóhannes orðinn svo af sér genginn, að senda varð hann utan „til algjörligrar endurbót- ar“. Tók Þorleifur skipherra þá við stjórn Mettu og stýrði henni til 1819. Þá var honum vaxinn svo fiskur um hrygg í efnalegu tilliti, að hann lét smíða undir sig nýtt skip í Danmörku og tók við stjórn þess, er það var full- búið. Þorleifur var hinn mikil- hæfasti maður og kemur mjög við sögu þilskipanna. Gerðist hann kaupmaður og útgerðar- maður á Bildudal, og verður nánar frá honum sagt síðar. Ekki er getið um fleiri íslenzka skipstjóra á vegum Ólafs kaup- manns, nema Bjarna Þórðárson á Siglunesi á Barðaströnd. Bjarni var hinn mesti merkis- maður. Hann var óskólagenginn með öllu, en svo greindur og námfús, að hann lærði bæði enska tungu og þýzka af bók- um einum. Er sagt, að hann hafi náð í enska biblíu, er hann var kom/m um fertugt, lesið hana jafnhliða hinni íslenzku, og lært þannig málið. Ekki gat hann borið enskuna fram, en gerði sig skiljanlegan enskum skútu- mönnum rr*cð því að skrifa á fjöl með krít og láta þá lesa. Þýzkar lækningabækur komst hann yf- ir og las þær sér til nota. Fékkst hann allmikið við lækningar og þótti heppnast vel, enda var hann talinn margfróður um þá hluti. Bjarni var formaður á ýmsum skipum um 50 ára skeið. Þótti honum farnast frábærlega vel, enda sýndi hann einatt mik- inn vaskleik og dugnað. Þegar Ólafur kaupmaður hóf bilskipaútgerð sína, var Bjarni löngu kunnur orðinn fyrir frá- bæra stjórn á opnum skipum. Var Ólafi það hið mesta kapps- mál að ná honum sem skipstjóra á eitthvert af skipum sínum. Lét Bjarni tilleiðast og lagði fé í skútukaup ásamt Ólafi. Hefir það sennilega verið Metta, sem áður er nefnd, þvi að ekki er vitað um önnur þilskip Ólafs kaupmanns, sem eingöngu gengu til veiða, en þau tvö, sem talin voru. Bjarna Þórðarsyni þótti erfitt og óhægt að stunda skipstjórn á þilskipi og vera jafnframt bóndi á Siglunesi. Hætti hann því fljótlega skip- stjórninni, en tók að nýju upp formennsku á opnum bátum. Allmörgum árum síðar tók Bjarni við stjórn á skútu fyrir Guðmund Scheving í Flatey. Sótti Guðmundur það mjög fast að fá hann til þessa starfs, því að hann vissi Bjarna allra manna kunnugastan fiskimiðum við Breiðafjörð. Ekki varð Bjarni mosagróinn í því starfi. Féll honum lítt háttalag skipverja, þótti þeir einráðir og kröfuharð- úr og kvað þá vilja lifa í sífelld- um unaði. Gekk hann af skút- unni, áður en sumarið var liðíð og þóttist þeirri stund fegnast- ur, er hann komst þaðan á brott. Um veruna á skútu þessari kvað hann eftirfarandi vísu: Á jaktinni eyddist flest, efnin þurfti að hafa hvur: en guðsóttinn entist bezt, — aldrei var hann brúkaður. Auk þess, sem Ólafur Thor- lacius hélt úti skútum sínum, lét hann millilandaskip stunda veiðiskap . yfir miðsumarið. Gfengu þau aðallega á þorsk- veiðar, og gerði það Spánar- markaðurinn, sem eflaust hefir gefið mikið í aðra hönd. Ekki er ólíklegt, að Ólafur hefði aukið útgerð sína, ef hon- um hefði orðið lengra lífdaga auðið. En hann varð ekki gam- all maður. Sumarið 1815 var hann sem oftar staddur í Kaup- mannahöfn. Vildi þá það slys til, að hann datt út úr vagni og beið bana. Þótti öllum mikill

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.