Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 3
5. blað M, föstudaglmi 19. jan. 1945 Páll Þorsteinsson: »Menningarbúskapur« i. Sumir þeir, er fjalla um þjóð- félagsmálin, hafa á síðustu tím- um skreytt ræður sínar og rit- smíðar ýmsum nýyrðum. Sú framleiðsla beinist ekki sízt að því að auðkenna bændastétt landsins og búnaðarháttu henn- ar. Einn af ráðherrum landsins hefir þegar framkvæmt þá ný- sköpun að mynda orðin „kjöt- bóndi“ og („mjólkurbóndá''1 og birt þau í senn gervöllum lands- lýð gegnum útvarp ríkisins. Orðicí „menningarbúskapur“ er og nýr ávöxtur, sem vaxið hefir upp úr þessari nýrækt í jarð- vegi tungunnar. Hefir eigi enn verið metið gildi hans og gæði. En ef orðinu „menningarbú- skapur“ ber þegnréttur í ríki íslenzkrar tungu, mun orðið „ó- menningarbúskapur" geta öðl- azt sess gegnt því samkvæmt lögmáli tungunnar. Er þá eigi að ófyrirsynju að gera sér þess grein, hvernig draga eigi línu milli menningar og ómenningar eftir bæjarstæðum og búskap- arháttum. II. Nú er mikið orð á því gert, að landbúnaðurinn á íslandi sé þjóðhagslegt vandamál. Þeir, sem mest hafa um þetta að segja, þykjast jafnframt hafa eitt allsherjar úrræði í þessum efnum, er leysa á allan vanda. Samfærsla byggðarinnar virð- ist að þeirra dómi vera óvé- fengjanlegt goðsvar við öllum vandamálum íslenzkra sveita. Samt sem áður er stefnan iðu- lega skýrgreind þannig, að ætl- unin sé ekki sú að eyða þann veg heilar sveitir eða byggðar- lög, heldur aðeins færa úr stað einstök býli úr afdölum eða af annnesjum þessa lands að und- angenginni athugun á staðhátt- um. Eigi verður fram hjá því horft, að slík skýrgreining hinn- ar „nýju stefnu“ er í einu óljós og ekki með heilindum. Það get- ur ékki talizt ný stefna að vilja kappkosta að konia upp þéttbýli á vissum stöðum, aðallega í við- bót við þá byggð, sem fyrir er, með tilliti til eðlilegrar fólks- fjölgunar og ekki sízt með það fyrir augum að efla nýjar fram- leiðslugreinar, svo sem fjöl- breytta garðrækt, gróðurhúsa- rækt og ýmiss konar iðnað. Það hefir um alllangt skeið einmitt verið áhugamál margra manna, sem efla vilja veg og gengi sveit anna og framleiðslu þjóðarinn ar í heild. Og það markar ekki nýja stefnu, þótt einstök býli, sem illa eru sett, leggist í eyði, eða séu færð til. Og það leysir heldur ekki þjóðhagslegan vanda. Fasteignamatið nýja sýnir, að á árunum 1930—1940 hafa 371 jörð fallið úr byggð á íslandi. Það er að meðaltali ein eða tvær jarðir í hverjum hrepp á landinu. í stað þess hafa risið upp 572 býli á ýmsum stöðum á sama tíma. Þrátt fyrir þessa breytingu eru vandamál land búnaðarins í heild nær alveg hin sömu eftir sem áður. Sé það hins vegar ætlunin að taka upp nýja róttæka stefnu um sam- færslu byggðarinnar með það fyrir augum að leysa þjóðfélag ið úr miklum vanda, hlýtur að vera fyrirhugað að uppræta heil byggðarlög eða heilar sveitir á ýmsum stöðum á landinu. Er þá næsta lítilmannlegt að hylma yfir þær fyrirætlanir með falskri túlkun málanna. En víst er um það, að þessi „nýja stefnan" er birt þjóðinni með ýmsum hætti, en þeim á- huga, sem trúboðum er gefinn og boðuð sem fagnaðarerindi,' er flutt sé öðrum þræði af ein skærri umhyggju fyrir menn ingunni í sveitum landsins. III. íslendingar hafa oft verið nefndir söguþjóðin og það með réttu. Bókmenntirnar, sem skrá settar eru á hinu forna og fagra máli okkar, íslenzkunni, eru hinn dýrmætasti arfur þjóðar- innar, sem hefir verið og er sameign hennar. Skáldin, sem þessi verðmæti hafa skapað, hafa aldrei myndað sérstaka að- alsstétt í þessu landi. Egill Skallagrímsson og Snorri Sturluson voru að vísu efnaðir höfðingjar að fornu, og Einar Benediktsson hafði oft yfir miklum fjármunum að ráða á mælikvarða síðari tíma. Á hinn bóginn naut Hallgrímur Péturs- son eigi auðsældar, en gaf þjóð- inni samt sem áður andlegan fjársjóð, sem hús hefir lært nokra mannsaldra. Stephan G. Stephansson var aðeins bjarg- álna frumbýlingur, en þó jafn- framt „mesta skáld í öllum ný- lendum Breta“. Þorgils gjall- andi var fátækur einyrki úti á landi, sem kom ekki einu sinni til Reykjavíkur alla sína ævi, en vann eigi að síður merkileg bókmenntastörf. Athuganir, sem merkur fræðimaður hefir gert sviði íslenzkunnar, leiða til Deirrar niðurstöðu, að æsku- menn, sem setztir eru á bekk í Menntaskóla Reykjavíkur og flestir hafa alizt upp við „menn- ingarbúskap“ þéttbýlisins, sýna þrátt fyrir allt mun minni orð- gnótt í ritgerðum sínum held- ur en „útkjálka“-bóndinn Þor- gils gjallandi hafði á takteinum. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í sambandi við próf skóla- barna mörg undanfarin ár, sýna glöggt, að harla lítill munur er á kunnáttu unglinganna í strjál- býli og þéttbýli. En ef metið er eftir aðstöðu til skólanáms og starfstíma skólanna, er hlutur sveitaæskunnar mun betri. Þess- ar athuganir hafa meira að segja varpað ljósi yfir þá stað- reynd, „að börn í farskólum og enda líka föstum skólum utan kaupstaða læra jafnmikið í reikningi eða meira næstu þrjú árin fyrir fermingu en kaup- staðabörnin öll sex eða sjö skólaárin." Skýringin, sem gefin er á þessu fyrirbrigði, er m. a. sú, að mjög sennilegt sé, „að umhverfi og dagleg störf leggi miklu betri grundvöll að reikn- ingsnámi barna, sem alast upp í dreifbýli heldur en hinna, sem alast' upp í kaupstöðum." Nú er reikningur sú námsgrein, sem byggist hvað mest á skýrri hugs- un og persónulegum þroska að- ilans, en það er aftur undirstað- an að menningu mannsins. Skýrslur áfengisverzlunarinn- ar um áfengiskaup og skýrslur heilbrigðisstjórnarinnar um viss samskipti sumra borgaranna við innlenda og erlenda menn sanna og átakanlega það, sem augljóst er af daglegu lífi, að „menningarbúskapur" þéttbýl- isins er því miður ekki áfalla- laus. Hvernig sem litið er á þessar staðreyndir um menningu og andlegan þroska þjóðarinnar, ber allt að sama brunni, svo að ekki verður séð, hvernig- draga má línu milli menningar og ó- menningar eftir landfræðileg- um staðháttum einstakra hér- aða á íslandi. Þær virðast þó helzt benda til þess, að sjálft þéttbýlið standi höllum fæti á sumum sviðum menningarinnar og þurfi sannarlega að vera vel á verði í þeim efnum, þegar fram líða stúndir. IV. Efnahagur og atvinnuskilyrði munu eiga að kallast meginat- riði „menningarbúskaparins". Nú er það kunnara en frá þurfi að segja, að arður búanna fer eigi eingöngu eftir þéttbýli og samgönguskilyrðum. Sauðfjár- ræktin krefst mikils víðlendis svo að vel sé. Kjarnmestu sauð- löndin eru einatt inn til dala og upp til heiða og verða oft ekki nytjuð að fullu/nema þar sé byggð. Reynslan sannar, að af- urðir sauðfjárins rýrna, þar sem byggðin þéttist, þótt ræktunar- lönd séu næg, ef þröngt er um haglendi. Ýmiss konar hlunn- indi eru víða til mikilla nota, en að jafnaði mest í „útkjálk- um“ landsins. Gæði landsins og fjarlægðir frá stærsta markaði landbúnaðarafurða innan lands fara á engan hátt saman. Rækt- unarlönd eru oft hin beztu í af- skekktum sveitum og mörgum sinnum frjórri en hin gróður- beru holt umhverfis Reykjavík, sem þó eru brotin til ræktunar, rétt eins og skortur á landrými stæði þjóðinni fyrir þrifum. All- ir munu sjá, hversu fráleitt það er að draga saman framleiðslu landbúnaðarvara, þegar hörgull er á ýmsum nauðsynlegum mat- vælum í landinu. Auk þess eru líkindi til, að með auknum iðn- aði megi gera sumar afurðir landbúnaðarins fjölbreyttari en ennþá er orðið til neyzlu innan lands og aðrar stórum verðmeiri en verið hefir til sölu á erlend- um markaði. V. Kenningin um „menningar- búskap“ og samfærslu byggðar- innar er studd með því, að allir þurfi á greiðum samgöngum, rafmagni og fleiri þægindum að halda, en það sé ofvaxið íslenzku þjóðinni að gera sér öll óðul landsins undirgefin á þann hátt. BÓKMENNTIR OG LISTIR Tveír ungir rithðiundar Ég minnist þess að hafa eln- er þá þegar hafði tileinkað sér hvern tíma séð á það bent í sjálfstæðan og sérkennilegan Nú er það öllum kunnugt, að á síðustu áratugum hefir orðið gerbreyting á samgönguháttun- um í þessu landi. Akbraut hefir verið lögð langdrægt umhverfis landið og allvíða út um héruð- in. Bifreiðar hafa leyst „þarfasta þjóninn" af hólmi að miklu leyti og reksturskostnaður þeirra komizt í það horf, að hestorkan reynist oft dýrari. Þessu hefir þjóðin afkastað á stuttum tíma, þrátt fyrir litla peningaveltu og margháttaða örðugleika. Nú eru í aðsigi breytingar á vinnuhátt- um í vegagerð. Það er meira að segja fullyrt af núverandi for- sætisráðherra og ýmsum fylgj- endum hans, að á næstunni verði sama verk unnið í vega- gerð fyrir tvær krónur, sem nú kostar tólf til fimmtán krónur. Með öðrum orðum, að leggja megi sex til átta sinnum lengri vegi en nú er gert fyrir sama fjárframlag. En svo ber við, að samtímis því að þetta er staðhæft, segja ýmsir stallbræður ráðherrans, að hagur þjóðarinnar muni ekki þola það, að vegakerfið í land- inu sé fullkomnað og aukið svo frá því sem þegar er orðið, að viðhlítandi sé að viðhalda að mestu því strjálbýli, sem nú er í þessu landi. Hér skortir mjög á samræmi jOg skakkar allmiklu um niður- stöður. Ennfremur er vitað, að sam- göngutækin sjálf eru sífellt að fullkomnast. Hér hafa verið bif- reiðar á vegum erlendra manna á síðustu misserum, sem runinð hafa greiðlega yfir misjafna vegi og jafnvel vegleysur. Meðal ann- | ars er ýmsum kunnugt, að setu- | liðsmenn hafa haft vélknúin í fargögn í fórum sínum, sem ! komizt hafa hindrunarlítið um í órudda mela, ægisanda og yfir óbrúuð stórvötn, svo sem Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Enn er fluglistin alveg á byrj- unarstigi hér á landi, en sú byrjun, sem orðin er, vekur vissulega góðar vonir, svo að ætla má, að hlutverk flugvél- anna verði hið mikilsverðasta, þegar á næstu árum. Slík far- gögn gera fjarlægðirnar milli bæja og héraða í þessu landi að nær engu. Meira að segja er tal- að um flugvélar erlendis, ,er ým- ist þurfa mjög lifcla og óvandaða flugvelli eða setzt geta hvar sem er, eins og fuglinn fljúgandi. Þegar samgöngumálin eru skoðuð í ljósi þessara stað- reynda, virðist fremur ástæðu- lítið að vera svo óttasleginn- yfir (Framhald á 6. síðu) grein hér í blaðinu, að ávallt yrðu margir til þess að taka upp þykkjuna fyrir sveitirnar og sveitafólkið, ef farið væri um það hraklegum eða ómaklegum orðum. Á hinn bóginn væri eins Óskar Aðalsteinn Guðjónsson og ævinlega mætti að ósekju ganga í skrokk á því fólki, er fest hefir byggð í hinum dreifðu sjávarþorpum landsins. Fer því þó fjarri, að barátta þess sé sið- ur virðingarverð eða óþjóðholl- ari en annarra þegna þjóðfé- lagsins, eða það eigi minni rétt á vernd, ef á það er hallað. Það er einnig eftirtektarvert, hversu fáir rithöfundar hafa kosið sögum sínum svið meðal þessa fólks. Enn er það mest í ; tízku, að sögurnar gerist til sveita fyrir svo eða svo mörgum áratugum. Á þetta vafalaust rót sína að rekja til þess, að skáld ;okkar og rithöfundar eru und- | antekningarlítið sveitamenn að uppruna, fóstraðir í hinum dreifðu býlum og mótaðir þar. i En nú á hinum síðustu árum hefir komið fram á sjónarsviðið ! ungur rithöfundur, sem alger- | lega hefir helgað sögur sinar 1 fólkinu og lífinu í bæjum og þorpum við sjávarsíðuna. Þessi ungi rithöfundur er ísfirðing- urinn Óskar Aðalsteinn Guð- jónsson. Þriðja skáldsaga hans, „Húsið í hvamminum“, kom út nokkru fyrir jólin í vetur. Fyrsta bók hans kom út fyrir allmörgum árum og hét „Ljósið í kotinu“. Bar hún öll merki byrjandans, enda rituð af korn- ungum manni og lítt reyndum á þeirri hálu og villugjörnu braut, sem krafizt er, að rithöfundur- inn þræði. Næsta bók hans, „Grjót óg gróður“, er kom út fyrir fám árum,hlaut hina beztu dóma. Þótti hún bera vitni um ótvíræða hæfileika höfundarins, stíl, sem féll vel að yrkisefni hans og efnismeðferð. Þessi stíll hans var kröftugur og hvatlegur og snöggyrtur. í hinni nýju bók hefir hann enn þroskazt og auðgazt. „Húsið 1 hvamminum“ er al- ger nútímasaga og gerist 1 kaupstað, eins og fyrri bækur höfundarins báðar. Söguhetjan er ung stúlka, — Auður Álf- hildur heitir hún —, er flytur til kaupstaðarins og setzt þar að. Þar segir frá lífi hennar og þrám, ást og þróttmikilli lifs- baráttu oig loks sorg hennar, er hinn ungi maður hennar fellur á þeirri vígaslóð, þar sem svo margir vaskir synir íslands hafa sinn bana beðið þessi síðustu ár. Inn I sögu hinnar ungu og táp- miklu stúlku er svo slungið margvíslegum myndum úr kaupstaðarlífinu. Eru þar ekki sízt margar sérkennilegar og tápmiklar lýsingar á konum, ungum og öldruðum. Yrkisefni sínu gerir Óskar Að- alsteinn þau skil,að margur eldri rithöfundur væri fullsæmdur af. Er vart um það að deila, að með þessari bók hefir hann hafizt á bekk hinum fremstu ungum rlt- höfundum okkar. „Húsið í hvammlnum“ er 360 blaðsíður og kostar 48 krónur í bandi og 38 krónur ób. Útgef- andi er Prentsmiðjan ísrún á ísafirði. * * * f Haustið 1935 fór ungur mað- ur af íslandi af stað út í heim- inn til þess að afla sér þess frama, er auðið mætti verða. Hann hét Þorsteinn Stefáns- son, ættaður af Austfjörðum, og Þorsteínn Stefánsson var einráðinn í að verða rithöf- undur. Hann hafði margvísleg- um störfum gegnt, þótt ungur (Framhald á 6. síðu) Sigurður Helgason; Nóbelsverðlaunaskáldið Jóhannes V. Jensen Hér birtist framhald greinar Sigurðar Helgasonar rit- höfundar um danska Nóbelsverðlaunaskáldið Jóhannes V. Jensen. Er hér getið hinna helztu skáldrita hans og stutt grein gerð fyrir efni þeirra. — Niðurlag þessarar greinar um Jóhannes V. Jensen birtist í næsta föstudagsblaði. einkum þegar skáldfrægð hans tók að vaxa flestum andstæð- ingum yfir höfuð, eins og áður er vikið að. Þessi fyrsta bók hans, skáld- sagan Danskere, segir frá sál- arstríði ungs sveitamanns, sem fer til náms í kaupstað, samlag- ast treglega umhverfi sínu þar og líður illa af þeim sökum. Er talið, að bókin sé að mestu leyti saga hans sjálfs á námsárun- um, enda þótt hann hafi harð- lega neitað því. Tveimur árum síðar kom næsta bók, skáldsaga eins og hin, Ejnar Elkjær, (1898), um svipað efnl, en þótti veigameiri bók. Sama ár kom út fyrsta bindið af sögum hans frá Him- merlaðdi. Nefndist það Him- merlandsfolk, og með þeirri bók vann hann sér þegar sess meðal fremstu rithöfunda. Síðar bætt- ust við tvö bindi í þetta safn, Himmerlandshistorier (Sögur IV. Fyrsta bók Jóh. V. Jensens kom út 1896, og þar með hófst hin langa og margbreytilega rit- höfundarstarfsemi hans. Hann var 23 ára að aldri og hafði hlotið þann undirbúning, sem lýst hefir verið hér að framan, frjálslegt og þroskavænlegt uppeldi í heppilegu umhverfi, góða menntun og talsverða þjálfun í ritleikni. Síðar komst hann svo að orði, að hann hefði „hefnt sín“ með því að gerast rithöfundur. Notar hann og það orðatiltæki sums staðar í bókum sínum og virðist eiga við það, að viðkomandi jafni sakirnar við samtíð sína eða umhverfi með því, sem hann tekur sér fyrir hendur. Þessi hefnd skáldsins var nú samt engan- veginn mjög grimmileg, að minnsta kosti ekki í fyrstu, en síðar kann að vera, að ýmsa hafi sviðið undan penna hans, Johannes V. Jensen frá Himmerlandi) 1904 og 1910. Þesar sögur frá Himmerlandi mynda sérstæða heild meðal annara verka Jóh. V. Jensens. Efni þeirra sækir hann heim til æskustöðvanna, og eru margar þeirra það, sem kallaðar eru sannar sögur, en þær eru sagðar með nýjum hætti og af mikilli snilld. Hv*.:sdagslegt efni verður þar víða að margþættum og áhrifaríkum skáldskap. Bregður þar sums staðar fyrir gaman- semi, en víðast ber mest á ör- lagaþrunginni alvöru í þessum sögum. Heiðabændurnir og heiðakon- urnar eiga þarna sina þætti, kjör þeirra, örlög og hugsunar- háttur. í Himmerlandi var mik- ill fjöldi umrenninga og ýmis konar einkennilegra manna á uppvaxtarárum Jóh. V. Jensen, og verða þeir honum að drjúgu yrkisefni. Hann lýsir himmer- lenzku fiskimönnunum, sem kynslóð eftir kynslóð höfðu haldið bátum sinum til fiskjar eða siglt með bættum seglum út eftir ostrumiðunum og höfðu alltaf verið svo fátækir, að eng- um óðalsherra flaug í hug að gera sér þá að féþúfu. Og allar þær manngerðir, öll þau örlög og atvik, sem sagt er frá í þess- um sögum, eiga rætur sínar í umhverfi Himmerlands, og sjálf heiðin leggur þar til drýgsta skerfinn. „Hinn þunglyndislegi eyðiblær Vestur-Himmerlands speglast í þeim“. Næst þessum bókum kom Kongens Fald, stór söguleg skáldsaga í þremur bindum. Hún kom út á árunum 1900— 1902, og er efni hennar sótt 1 miðaldasögu Danmerkur frá tímum Kristjáns II. Almennt mun svo litið á, að Kongens Fald teljist með því bezta, sem eftir Jóh. V. Jensen liggur, einkum sumir kaflarnir og einstakar lýsingar, t. d. á grimmd og eyðileggingu hern- aðarins, ýmsum þjöðlífsmynd- um og sálarlífs-fyrirbrigðum, hefndarþorstanum og ástúðlegu sambandi foreldra og barna. Náttúrulýsingar bókarinnar þóttu og einstæðar að snilld. „Hann breiðir út fyrir augum lesenda sinna brosandi lands- lag Danmerkur með skógum, engjum og ökrum, og lætur þá sjá, hvernig korngresið bylgjast í sumarblænum". Og samtíðar ritdómari kemst svo að orði: „Sérhver strengur í sál lesarans' hlýtur að hrærast, ýmist af bitr- asta sársauka eða dýpsta fögn- uði.“ En það, sem þessir góðu menn nefna hér, hefir raunar alltaf verið talið meðal höfuð- kosta Jóh. V. Jensens, bæði fyrr og síðar. Um þessar mundir var Jóh. V. Jensen á stöðugu ferðalagi um heiminn og lengst af ævl sinnar. Þegar Ejnar Elkjær kom út, hafði hann nýlega brugðið sér snögga ferð til Ameríku, síðan var hann á Spáni, í Frakklandi, Englandi og í Nor- egi. 1902—1903 fór hann til Ind- lands um Kína og Japan og það- an til Ameriku, enda lýsir hann vinnubrögðum sínum í sam- bandi við næstu bók á þessa leið: „Ég gerði frumdrögin að henni í New York 1897 og hefi unnið að henni síðan. í Noregi með skíði á fótum, í París við hið hvíta ljós Boulevardans, milli pálm- anna í Singapore, í pestarlofti Shanghaiborgar, í bitrum vetr- arkuldanum í Chicago, við vængjaþyt farfuglanna í vor- kuldunum í Arkansas og í raf- magns-hitabeltisloftslagi New York borgar“. Þessi bók, sem var samin og skrifuð svona víða í veröldinni, heitir Madame D’Ora (1904) og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.