Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 6
6 TÍMIM, föstndaglnn 19. jan. 1945 5. blað Níræð í dag: «Menníngarbúskapur« Ragfnheíður Helgfadóilir á Reykjum Þaö er eKki oaigengt ao menn tali með heldur lítilli nærgætni um rosknar konur — jafnvel lít- ilsvirSingu. Þar á eru þó marg- ar undantekningár, og hafa skáldin m. a. oft kveðið af mikl- um skilningi og ástúð um þær og þó fá innilegar en Matthías:-, „Ég hefi þekkt marga háa sál, j ég hefi lært bækur og turigumál og setið við listalindir; en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir.' Þú bentir mér yfir byggðahring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni“. Á dálítilli eyju vestanvert við Borgarfjörðinn, þar sem Skalla- grím bar forðum fyrst að landi, áttu þau Ragnheiður Helga- dóttir og Ásgeir Bjarnason fjölmennt og elskulegt heimili um nokkra tugi ára. Þar voru aðalstarfsstöðvar þessara merku hjóna. Þar ólu þau upp sín myndarlegu börn: Bjarna, Helga, Soffíu og Þórdísi. Þar brosti við hinn víðfeðmi fjalla- hringur og „fjörðurinn bláöld- um búni“. — Það er víðsýnt í Knarrarnesi. En þó fannst mér þar allra víðsýnast og hlýjast í huga húsfreyjunnar í það eina sinn, er ég heimsótti Knarrar- nes á meðan Ragnheiður réði þar húsum — Ragnheiður, sem er 90 ára í dag. „í hússins dyggð á þjóð sinn þrótt“, kvað Einar BenediktssÓn. Og þegar hús- móðirin „ann list í máli og mýnd“, þá verður þeim yngri löngum kært að minnast þess, að „ljóð og sögur lærði hjá ljúfum föður, góðri móður“. Mig langar til þess að taka hér upp nokkur orð, er merkur maður, sem var i Knarrarnesi unglingur, skrifaði í tilefni af gulibrúðkaupi Knarrarneshjón- anna fyrir tæpum -8 árum: „Fyrir mörgum er Knarrar- nes, Ragnheiður og Ásgeir, óað- skiljanlegt. Knarrarnes er af- skekkt og ferðir þangað erfiðar, en lá þó 'í þjóðbraut meðan þau bjuggu þar. Ragnheiður í Knarr- arnesi! Náfnið hljómar nú líkt eins og titill. Það minnir á fríða og fyrirmannlega konu, fast- lynda, trúrækna og ágæta hús- móður. Ásgeir í Knarrarnesi er einnig nafn, sem hefir fengið sína merkingu: Fríður sýnum, gæflyndur, hygginn og sann- fróður. Smiður góður á tré og járn, mikill veiðimaður og sjó- maður með afbrigðum. Maður, sem leikur af jafnmikilli list með ár og orf, hamar og háf, Bækur. (Framhald aj 3. síðu.) væri, en þetta hafði alltaf ver- ið þrá hans og draumur. Þorsteinn stundaði hinn fyrsta vetur nám í skóla einum á Jótlandi. Eftir það hélt hann til Kaupmannahafnar og hinn- ar hörðu baráttu, -sem bíður hvers þess, er hyggst að gerast hlutgéngur rithöfundur, og sér- staklega þó, er rita skal á fram- andi tungu. Það fara ekki miklar sögur af baráttu Þorsteins, og þó er hún áreiðanlega saga út af fyrir sig. En árið 1942 fregnast það, að hann hafi hlotið bókmennta- verðlaun, sem árlega er úthlut- að í Danmörku á fæðingardegi ævintýraskáldsins H. C. Ander- sens að afstaðinni handritasam- keppni rithöfunda undir 35 ára aldri. Saga þessi hét „Dalurinn" og fjallaði um líf bændafólks í íslenzkum dal. Þessi verðlaunasaga .hins unga íslendings kom út í ís- lenzkri þýðingu nú í vetur. Er þýðingin gerð af bróður höf- undarins, Friðjóni Stefánssyni, kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði, er sjálfur hefir nokkuð fengizt við að skrifa smásögur, svo sem mörgum mun kunnugt. Útgef- andinn var Bókfellsútgáfan í Reykjavík. Eins og áður er að vikið ger- lst sagan að mestu í íslenzkum dal og smáþorpi. Er þar teflt Ragnheiður Helgadóttir byssu og skutul. — Það er mikil merking, sem safnazt hefir í þessi tvö nöfn á rúmum 80 ár- um og við 50 ára sambúð“. í Það mun oft hafa verið erfitt að búa í Knarrarnesi. En Ragn- heiður var kvenhetja og hefir jafnan i „borið það hlýja, holla þel, i sem hverfur ei úr minning" þeim, er þekkt hafa hana á hennar löngu lífsleið. Ragnheiður hefir fylgzt af á- huga með almennum málum og „trúað á dyggðir manna, á frelsi og rétt í framsókn alls hins fagra, góða og sanna“. Það eru íslenzku konurnar, sem í gegnum aldirnar hafa fyrst og fremst byggt upp heim- ilin, kennt börnunum ástkæra, ylhýra málið, og það er oft amman eða hinar öldruðu kon- ur, sem glætt hafa mest fróð- leiks- og sagnaást þeirra yngri. Það taka margir ekki eft- ir þeim, verkum þeirra og á- hrifum eins og vert er. En um tvítugsaldurinn er þeim oftast veitt athygli. Um þjóðhátíðar- árið 1874 hefir Ragnheiður Helgadóttir verið ung og fríð blómarós vestur á Mýrum, sem árelðanlega hefir verið tekið eftir og dáð. En Ragnheiður er reyndar ein af þeim konum, sem ekki er hægt annað en taka eftir, á hvaða aldursskeiði, sem hún hefir verið. Það er þó ekki af því, að hún hafi verið að hreykja sér eða tildra með einhverjum hégóma, eins og sumra kvenna er siður. Nei, það er sannmæli, er á við um Ragnheiði, sem Bjarni Thorarensen kvað: Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum, sem lærist. V. G. fram miklum fjölda fólks, enda eru þetta miklu fremur svip- myndir úr lífi og stríði fólksins, sem í dalnum og fjarðarþorpinu býr, heldur en samfelld og útúr- dúralaus saga. Aðalsöguhetjan er ungur maður, sem hefir sett sér það mark að verða rithöf- undur, og leynir sér ekki skyld- leiki hans við höfundinn sjálf- an. Er hann kominn til höfuð- staðarins og hefir komið fyrstu bók sinni á prent, er sögunni lýkur. Það er auðséð, að höfundur- inn þekkir fólkið, sem hann er að lýsa, og líf þess. Allt saman hefði þetta getað gerzt með þeim hætti, er hann lætur vera. Og þó að sagan sé ekki stór- brotin — því að það er hún ekki —, þá er yfir henni þekk- ur blær, og fólkið er orðið hálf- gerðir kuninngjar manns fyrr en varið. Það er svo mannlegt og öfgalaust, með sínum kostum og göllum, eins og gengur og gerist í sjálfu lífinu. Er vert og skylt, að landar hins unga skálds, er svo vel hefir tekizt mep fyrstu bók sína, gefi honum og verkum hans fullan gaum. „Dalurinn" er 380 blaðsíður í myndarlegu broti og kostar 55 krónur í vönduðu bandi og 34 krónur ób. Vinnið ötulleqa tqrir Timann. (Framhald af 3. síðu) því, að það reynist þjóðinni slíkt ofurefli að bæta samgöngur milli bæja og sveita frá því sem enn er orðið, að fyrir þær sakir eigi bændur og búalið að flýja í hópum frá óðulum sínum. VI. Ekki eru enn liðnir fullir fjór- ir áratugir, síðan síminn kom fyrst til landsins. Það var vissu- lega stórvirki fyrir íslenzku þjóðina á þeim tímum að ráð- ast í þá framkvæmd. Þá þótti og ýmsum glæfralegt að ætla þess- ari fátæku þjóð að leggja síma- þræði um landið. Reynslan hef- ir nú skorið úr í þessu efni. Landsímalínur eru fyrir löngu komnar um gervallt landið og í sumum sveitum er einkasími a. m. k. á öðrum hverjum bæ. Nú er um það rætt að leggja raftaugar um landið, — og sag- an endurtekur sig. Þá rísa upp margir með úrtölur og efasemd- ir, telja það að reisa þjóðinni hurðarás um öxl að leiða raf- magn út um byggðirnar til fólks- ins. Þess vegna eigi að flytja fólkið að rafmagninu. Þó kvað nú reynsla fengin erlendis um ýmsar nýjungar,v er gera fram- kvæmdir á þessu sviði í einu auðveldari og ódýrari en ella; Öllum er ljóst, að leiða verður rafmagn um hin stærri héruð landsins frá stórum orkustöðv- um. En þótt fylgt verði þeirri meginreglu um þessar fram- kvæmdir, er líklegt að leysa megi rafmagnsþörf einstakra bæja og afskekktra byggðarlaga á ódýrari hátt með smáum orku- stöðvum, eins og víða tíðkast, ýmist með vatnsorku, gufuorku eða vindi. Sá galli er að vísu á þeim vindrafstöðvum, sem nú eru útbreiddar, að þær skila of lítilli orku. — En hver getur full- yrt, Æ,ð engin framför eigi sér stað á því sviði? Á þeim árum, er byrjað var að leggja síma um landið, var pen- ingavelta þjóðarinnar' og við- skipti aðeins brot af því, -sem nú er orðið. Þá var heildarupphæð fjárlaganna rúmlega ein miljón Um vcrðlagsmálin. (Framháld af 4. síðu) tölulega fárra einstaklinga og minni félaga? Er ekki verðlags- eftirlitið af þessum ástæðum stórlega lamað, einkum síðan megin viðskiptin fluttust til Ameríku? Hafa ekki verið stofnaðar einkasölur fyrir lokaða hringi heildverzlana með öllum ókost- um, sem slíkum einkasölum kunna að fylgja, fábreytilegum innkaupum o. s. frv., aðeins ekki með þeim kostum landsverzlun- ar, að þjóðin njóti sjálf hagnað- arins af verzluninni og ráði ör- ugglega yfir sínum gjaldeyris- málum á þessum mestu umróts- og byltingatímum, sem sögur fara af?“ x Vil ég minna á þetta nú og biðja menn að hugleiða spurn- ingarnar með tilliti til þeirra atburða, sem kunnir eru orðnir. Þér skuluð Iesa þessa bók. Fylgízt með Allir.'sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Gerist áskrifendur, séuð þið það ekki ennþá. Blml 2323. króna á ári hverju, eða kring- um hundrað sinnum lægri en þessi ár. Er þá öllu meira stór- ræði fyrir þjóðina nú að ráðast í það að raflýsa landið? VII. Við íslendingar höfum ekki enn numið þetta land, nema að nokkru leyti. Enn er orka foss- anna að mestu ónytjuð og svo er á fleiri sviðum. Engum bland- ast hugur um að ganga þarf djarft að verki og nytja þessi gæði allri þjóðinni til handa. En það leynir sér ekki, að skoðanir skiptast um leiðir að þessu marki. Og skoðanamunurinn er blátt áfram um það, hvort færa eigi þægindin út yfir landið eða flytja fólkið til í landinu að meira eða minna leyti. Ýmsir á- líta það í senn óviturlegt og ó- framkvæmanlegt að færa þæg- indi nútímans til fólksins út um sveitir landsins. Þess vegna á að þeirra dómi að flytja fólkið í þyrpingu kringum þægindin. Þetta sjónarmið virðist einkum miðað við þá tækni, sem við höf- um nú yfir að ráða, eins og þró- unin hafi nú stöðvazt í þeim efnum. Aðrir leyfa sér að hafa nokkru víðari sjóndeildarhring. Þeir vilja að núlifandi kynslóð haldi áfram að yrkja þær lendur, sem forfeður hennar hafa átt og erj- að. Þeir vilja kappkosta að færa þau þægindi, sem fáanleg eru og fólkið þarfnast, sem víðast um byggðir landsins og bera þá trú í brjósti, að áfram stefni sporin ög enn sé ei vorri framtíð stakk- ur skorinn.Sú trú er studd þeirri sögulegu staðreynd, að þrátt fyr- ir alla örðugleika hefir þessari fámennu þjóð þegar tekizt að vinna stórvirki við margháttað- ar framkvæmdir, á meðan ein kynslóð óx úr bernsku til full- orðinsára. Og líklegt má telja, að þróun tækninnar verði örari í ýmsum greinum hér á landi á næstu árum en nokkru sinni fyrr. Er enn eigi séð fyrir áhrif þess. En af því leiðir, að hæpið er, að það sé yfirleitt á færi manna, þótt lært hafi meira eða minna um verkfræði eða bún- að, að fella um það fullnaðar- dóm að leggja skuli í auðn bæi og byggðarlög víðs vegar um landið, eigi sá dómur að vera byggður á því viðhorfi, sem nú er um samgöngur, dreifingu rafmagns og fleiri þæginda. Ritningin greinir frá mönnum, sem þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar. Sú hætta er á veg- um mannanna enn í dag. VIII. Augljóst er þegar við minni- háttar athugun þessa máls, að torvelt er að sjá, hvernig greina má milli menningar og ómenn- ingar eftir skipun byggðarinnar. Þjóðin þarf því sannarlega að setja gæðamat á þessa nefndu nýsköpun á sviði tungunnar. Samlíf íslenzku þjóðarinnar við landið sjálft hefir frá upp- hafi vega stælt þrek hennar þrátt fyrir allt. Myndir af er- lendum flatneskjum breyta ekki svip þessa lands, staðháttum eða skapgerð þjóðarinnar. Ef raun- verulega á að dæma um byggðir og búskapárhætti eftir mæli- kvarða menningarinnar, verður sá dómur að vera dreginn af ær- ið yfirgripsmiklum forsendum, eins og hér hefir verið drepið á, eigi hann ekki aðeins að vera auvirðilegur sleggjudómur. Hag- fræðin verður þar aldrei ein um hituna, enda þótt ýmiss konar tölur séu við hana tengdar. Og til slíkra dómarastarfa nægir hvorki mælgi né stofulærdóm- ur meðalmanna. — En spekingurinn íslenzki, sem gerðist frumbýlingur í fjarlægu landi og stundaði þar „menn- ingarbúskap“, er gaf þann arð, sem eyðist ekki meðan íslenzk tunga er töluð, var vissulega flestum mönnum færari um að fella slíka dóma, sökum yfir- burða mannvits og mikillar lífs- reynslu. En dómur hans var á þessa lund: Það leiðir af annarra loftunga að vera, en lítið sem ekkert úr sínum hlut gera, það lækkar. — Menn hefjast við hitt, að horfast í augu við hátignir allar, og hagræða um sitt. Samband ísl. samvlnnufélaga. S AMVINNUMENN: Viðskipti yðar við kauplagið efla hag þess og yðar sjálfra. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Aðalfundur Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 2. júní 1945 og hefst kl. 1 y2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhög- uninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1944 og efna- hagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum'. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 30. og 31. maí næstkomandi. Menn geta fengið eyðu- blöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu fé- lagsins í Reykjavík. Reykjavik, 12. janúar 1945, STJÓRNIN. Tilkynníng Skattstofan í Reykjavík hefir tjáð ráðuneyt- inu, að margir atvinnurekendur hafi eigi enn, þrátt fyrir kröfur Skattstofunnar í auglýsingu birtri í dagblöðunum 4. þ. m., skilað skýrslu um launa- greiðslur til starfsmanna þeirra, sem hún hefir kraf- ið um samkvæmt 33. gr. skattlaganna frá 1935. . Verða því innheimtar hjá þeim dagsektir sam- kvæmt 51. gr. fyrrgreindra laga, kr. 100,00 á dag frá og með 15. þ. m. að telja, og kr. 200,-- til viðbótar á dag frá og með 19. þ. m. að telja, þar til er skýrsl- um þessum verður skilað til Skattstofunnar. F jj á r in ál a r á ð un e y ti ð, 13. jjanúar 1945. Nkipasmíða- ráðimaiitur Samkvæmt ákvörðun síðasta fiskiþings, verður skipasmíðaráðunautur ráðinn til Fiskifélagsins. Staða þessi auglýsist hér með til umsóknar. Umsækjendur sendi umsóknir til stjórnar félags- ins og skal í þeim greina aldur, menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 31. þ. m. Nánari upplýsingar í skrifstofu vorri. Reykjavík, 13. jan. 1945. FISKIFÉLAG ÍSLANDS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.