Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 5
5. blafí TtMEVTV, föstudajglim 19. jan. 1945 5 IJnt þetta leyti fyrir 95 árum: Vilhelm Moberg Saya barnanna: „Pereatið“ - aíhrópun Svein- bjarnar Egilssonar íslendingum hefir löngum fallið illa að lúta aga. Þeim er i blóð borin furðulega sterk hneigð til þess að fara sínu fram, hvað sem boðið er eða bannað, og það er ekki örgrannt um, nema í þeim búi laundrjúg löngun til þess að brjóta fyrir- mæli og reglur. Þessi einkenni koma oft gangast, en þeir neituðu þvi þverlega allir nema einn. Töldu þeir frelsi sínu og mannréttind- um misboðið með þessari kúgun, enda hefði rektor ekki vald til slíks að lögum skólans. Leitaði rektor þá úrskurðar y^irvald- anna um fyrirmæli sín, og hlutu þau staðfestingu þeirra. Var nú ófriður í skólanum kominn á Reykjavík eins og hún var slðasta sumarið, sem Sveinbjörn Egilsson lijði. fram, og það er þó kannske um- fram allt grunnt á þeim í skól- um landsins, þar sem lítt tamdir unglingar eru margir saman- komnir. Hefir svo verið fyrr en nú á síðustu áratugum, og það jafnt, þótt uppeldi væri agasam- ara fyrr á tímum. Sögufrægasta skólauppþot, sem orðið hefir hér á landi, er þó pereatið svo- nefnda, er piltar á latínuskól- anum í Reykjavík afhrópuðu Sveinbjörn rektor Egilsson vet- urinn 1850. Um þetta leyti var talsverð ólga hér á landi, og hefir það sjálfsagt skapað heppilegan jarðveg fyrir uppþot slíkt sem þetta, því að oft er skammt öfg- anna á milli á umbrotatímum, eins og dæmin sanna. Á sömu sveif hefir svo lagzt þetta óstýri- láta eðli, sem svo ríkt er í ís- lendingnum, ekki sízt á æsku- skeiði, og loks má vera, að per- sónuleg óvild og undirróður hafi að einhverju leyti verið þarna að verki. Tildrög þessa atburðar voru þau, að árið 1847 hafði verið endurreist i latínuskólanum bindindisfélag, er upphaflega hafði -verið stofnað í Bessa- staðaskóla nokkrum’árum áður. Var það nefnt Bindindisfélag Reykjavíkur lærða skóla, og var rektor sjálfur formaður þess. Bar fátt til tíðinda um félags- skap þennan þar til eftir nýár 1850. Hafði um veturinn verið að magnazt ókyrrð og ólga í skólanum, og má ætla, að ekki hafi allir virt félagsskapinn sem skyldi. Hinn 9. og 10. janúar skrifuðu fimmtán skólapiltar rektori bréf og tjáðu honum, að þeir væru gengnir úr bindindisfélagi skól- ans. Báru þeir því við, að félag- inu væri lítill sómi sýndur, og meðal annars hefði enginn fé- lagsfundur verið haldinn um haustið, og væri þó svo ákveðið í bindindislögum skólans. Rektor brá nú við og efndi til fundar hinn 12. janúar. Fannst honum það bera vott um mikið staðfestuleysi í góðu máli, ef fé- lagið ætti að sundrast svo fljótt. Hélt hann ræðu á fundinum og brýndi fyrir piltum nytsemi bindindisins og sagði meðal annars, að þeir ættu að vera í félaginu af trú á hana, en ekki af neinni hálfvelgju. Fór þó svo, að sjö piltar gengu úr félaginu. Hina næstu daga voru viðsjár miklar í skólanum, og hörðnuðu nú mjög tök rektors, sem í fyrstu hafði farið sér hægt. Taldi hann sig hafa vald til að setja piltum lög í þessu efni. 14. janúar skip- aði hann piltunum, sem úr fé- laginu höfðu gengið, að ganga í það aftur. Boðaði hann til skólafundar um kvöldið og las upp ný bindindislög, þar sem svo var ákveðið, að piltar skyldu allir vera í bindindi, og voru lagðar við refsingar, ef út af var brugðið. Þriðja brot skyldi varða brottrekstri úr skóla. Spurði rektor piltana sjö hvern um sig, hvort þeir vildu undir þetta það stig, að kennsla öll féll nið- ur næstu tvo daga. Að morgni 17. janúar voru piltar enn kvaddir til fundar. Hélt rektor þar harðorða ræðu og kallaði skólann meðal ann- ars ^gróðrarstíu lasta og ó- dyggða“ og pilta „ekki allfáa ó- ráðvanda“. „Hegning laga og glæpa mænir eftir yður vonar- augum“, sagði hann. Er hann hafði lokið máli sínu. skipaði hann þeim hverjum í sinn bekk að lesa. En piltar voru hinir æf- ustu, kölluðu ræðu rektors „ó- þolandi skammaræðu" og sögðu, að ekki hefði . verið hringt til bæna eins og títt væri á morgn- ana og þóttust ekki þurfa að hlýða rektor, Hélt rektor heim til sín, en piltar þustu út og héldu suður fyrir bæ. Gengu síðan aftur heim að skólanum fylktu liði og þaðan að húsi rektors, er síðar var nefnt Velt- an og var rifið 1890. Fóru þeir með hrópum miklum og kölluðu á latínu: „Burt með meistara Sveinbjörn Egilsson'". Kom rektor út í dyrnar á húsi sínu, hneigði sig og þakkaði þeim komuna. Hurfu þeir þá brott, en ítrekuðu afhrópun sína í bæn- um og síðast í skólanum. Ekki þarf að fjölyrði um það, að nám pilta og skólahald allt fór mjög í handaskolum það, sem eftir var vetrar. Um vorið sigldi rektor til Hafnar til þess að halda fram málum sínum við stjórnina þar. En þótt hann héldi velli, varð skólastjórn hans ekki löng eftir þetta. Hann baðst lausnar ári síðar og sum- arið 1852 andaðist hann. Er ekki ólíklegt að þetta stímabrak allt og óvild sú, er margir sýndu honum, hafi átt sinn þátt-í því að buga hann. Næsti rektor skólans varð Bjarni Jónsson, er áður hafði verið yfirkennari við latínuskóla í Danmörku, og gegndi hann embættinu til dauðadags 1868. Hann var um margt merkur maður, en drykk- felldur, og mun drykkjuskapur skólapilta, er Sveinbirni Egils- syni vannst ekki þrek og líf til þess að hamla gegn nema stutta stund, hafa verið allmikill um hans daga. Eins og nærri má geta vakti skólauppþotið mikinn styr og umtal í fábreytni bæjarlífsins. Tóku menn misjafnlega á þess- um atburðum. Voru sumir skóla- piltum reiðir, en aðrir gramir fyrir þessa framkomu við slíkan mann sem Sveinbjörn Egilsson. Aðrir hlógu og sögðu sem svo, að þetta væru strákar, sem ekki létu kúga sig. Tveir embættis- menn hlutu ekki lítið ámæli fyrri afstöðu sína í þessari orrahríð. Var annar þeirra Kristján Kristjánsson land- og bæjarfógeti, er sannaðist að setið hefði að drykkjfi með skóla piltum á heimili sínu eftir upp þotið. Varð hann að gefa upp embætti sitt árið eftir, og var þetta eitt af því, sem honum var gefið að sök. Hinn var Pétur (Framhald á 7. siðu) Eiginkona FRAMHALD lega hneigður til búskapar, en svona hafði hann þó ekki verið hingað til. Það er eitthvað, sem þjáir hann. Hermann er ekki lengl að uppgötva, hvað það er. Hákon þráir konu. Gamli maðurinn sér líka fljótlega, hver það er — hann er ekki glámskyggnari en þetta ennþá. Hákon á bágt með að sneiða hjá einu heimili í þorpinu. Já, það var enginn vafi — það var sú kona. Hnelln- ustu kropparnir, sem maður sér — það eru þeir, sem laða mest. Ja, kannske hefði honum farið eins og Hákoni, ef hann hefði verið fjörutíu árum yngri. Og Hermann veltir því fyrir sér, hvort Páll sé nokkur maður handa þessari ungu stúlku. Páll ráfar þetta, og það er eins og blóðið sé storknað í æðum hans. Skyldi nú lífið leysa það úr læðingi, er mennirnir hafa fjötrað? Já, svona er það oft. Lífið vill koma sínu fram. En þá er voðinn vís — ú-hú! Þessi kona — ú-hú! Að ætla sér að komast upp á milli hjóna! Það blessast sjaldan. Og maður, sem hugsar sig agnar- vitund um, hvað hann er að gera — hann lítur ekki við giftri konu. Það getur leitt ævilanga óhamingju yfir bæði, ef þeim er hegnt lögum samkvæmt. Það kemur líka fyrir, að fólk, sem gerist sekt um hjónabandsbrot, endar lífið í gálganum eða á höggstokknum. Og þess bíður áreiðanlega kaghýðing og þrælk- unarvinna eða einhver þess háttar hegning, sem er hin mesta vansæmd að. Það er engin gamanleikur þetta. Já, það getur skorizt í odda .... Auðvitað getur kænt fólk villt öðrum sýn um tíma, en Hákon er ekki kænn né slóttugur. Og í þessu þorpi, þar sem augu eru á verði í hverjum kima, er það ekki auðvelt að laumast óséður upp í rúm annars.'Hann var vissulega kominn út á ógæfubraut. Skyldi hann snúa við í tæka tíð? • Og um það er ekki að deila, að menn ættu að vera svo hrein- lundaðir og heiðarlegir, að enginn þyrfti að óttast, að nágrann- arnir gerðu spjöll uppi í sjálfu hjónarúminu. Það var líka æskilegt með tilliti til aga og siðsemi í landinu. Og hvers vegna að stela steik grannans, þegar fullt var af veiðidýrum í skóginum? Það er hægt að ná sér í kvenmann, án þess að troða öðrum um tær. En því er nú samt svo undarlega farið, að blóð mannsins er máttugra en öll heimsins lög. Ennþá hefir honum ekki tekizt að ná konunni á sitt vald — það er augljóst. Hann er friðlaus af fýsn — hann er ástríðu- fullur maður, sem engan hemil hefir á sér. Hermann hefir tekið eftir ýmsu, sem hann getur ekki misskilið. Ef til vill getur konan samt staðizt hann svo lengi, að fýsn hans hjaðni af sjálfu sér eða leiti í annan farveg. En hann logar eins og eikistokkur, og það getur auðveldlega- farið svo, að hún verði eldinum að bráð, ef hún forðar sér ekki frá voðanum í tæka tíð. Og ef lífið kemur vilja sínum frám við þau, þá geta afleið- ingarnar orðið þungbærar. Þá þurfa þau að taka á öllu sínu hugrekki og þreki, þá kemur í ljós, hvað í þeim býr — ef það býr þá nokkuð í þeim. Ef Hákon hefði verið hygginn, myndu honum hafa verið hæg heimatökin um að fullnægja hvötum sínum, án þess að eiga hundrað í hættunni. Hermanni dylst það ekki, hvernig Elín, vinnukonan, snýst í kringum hann, hvenær sem færi gefst. Hún snýst í kringum húsbónda sinn eins og heimakær bleyða, sem bíður þess, að hann strjúki henni. Hann þyrfti ekki að við- hafa nein fleðulæti eða mikla blíðmælgi — þennan kvenmann gæti hann lagt á bakið, hvenær sem honum sýndist, og þá væri hann búinn að tryggja sér vinnusama og hagsýna konu — hún kostar kapps'um að vinna Hákoni af trúmennsku, þó að hann sé þvermóðskufullur og þybbist við. Já, Hákon er ekki hagsýnn. Sæll er sá, sem ekki hefir fyrir því að hugsa. * Og svo rennur upp sá morgun, að Hákon vaknar við þyt ákafrar gleði. Hann skynjar þetta, áður en hann er búinn að nudda stírurnar úr augunum, áður en hann hefir gert sér grein fyrir annríki dagsins. Þetta er ekki neinn ljúfur draum- ur, sem hann er að rifja upp, hann minnist þess, sem er miklu meira vert — þess, sem er raunverulegt og hefir gerzt. Hann komst heill á húfi og óbrotinn heim frá læknum. Og þó skeytti hann ekkert um það, hvar hann gekk, gekk beint á stokka og steina. Margrét — nafnið ómar í andardrætti hans. Margrét — að hann skyldi þora að vera svona nærgöngull við hana. Hann botnaði ekkert í sjálfum sér eftir á. Hann hafði tekið utan um mittið á henni og Jjrýst henni að sér, án þess að vita, hvað hann var að gera. Og svo fann hann funheitar, titrandi varir hennar við munn sér. Funheitar konuvarir opnuðust honum snöggvast, en samt nógu lengi. Það var ekki nema sem svar- aði einu andartaki, en það var samt nógu lengi. Hákon fer út til þess að sinna jörð sinni og skepnum, og hon um finnst þorpið, bithaginn, gerðin, rauðbrún björkin — allt baðað annarlegu ljósi. Margrét — hann hefir nálgazt hana, og hann finnur það marga daga og nætur á eftir. Ein lítil snerting, snerting við hina þunnu húð varanna — og í henni fólst öll sál konunnar. Þessi snerting var eins og óumræðilega glæst fyrirheit, sem hann hrifsaði til sín í græðgi, — sem hann teygaði. Hinar blíðu varir, ^sem titruðu við hörund hans, hafa í einu vetfangi heitið honum allri konunni, líkama hennar og sál. Og þegar hún baðst vægðar, þóknaðist hann henni, því að hann fann til með því, sem hann átti, og vildi vægja því. Hann sér ekki lengur rauðköflótta skýluna í espilundinum. En það orkar ekkert á þolinmæði hans. Hún hefir glúpnað fyrir hon- um — svo sannarlega sem varir hennar vorn mjúkar og titrandi, og hann krefst ekki meira strax. Hann er hættur að koma til Páls, hann þarf þess ekki — hann lifir svo dýrðlega daga án þess. Hann erjar jörðina og vinnur vorverkin, en það er um Mar gréti, sem hugsanir hans snúast. Hann sér hana fyrir sér, ber fætta og rjóða í kinnum á mjaltaskemlinum -L blóðið streymir fram í kinnarnar vegna hans. Því hann sá, hvaða litbrigði urðu á andliti Margrétar, þegar hné hans námu við skemilinn hennar. Og hann hefir séð hana prúðbúna á sunnudögum, í rauða upp hlutnum, sem luktist um barm hennar — upphlut með ísaum JÚLLl OG DÚFA Eftir JÓJM SVEIIMSSOIM. Freysteinn Gunnarsson þýddi En við fengum fljótlega nægju okkar. Blá af kulda stigum við upp úr aftur. Á meðan við vorum að klæða okkur aftur, kom dreng- ur hlaupandi heiman frá bænum. Hann færði okkur þær fréttir, að sézt hefði til okkar, og húsbóndinn hefði sagt, að við ættum að koma heim og inn til hans undir eins. Okkur brá í brún, því að nú vissum við, á hverju við áttum von. Það var hvorki meira né minni en vöndur- inn, sem beið okkar heima. Og allir vita, að vöndurinn er ekki neitt barnagull. Okkur hefði verið nær að hlýða Júlla heldur en að vera að skvampa þetta í jökulköldu vatninu. En nú var of seint að naga sig 1 handarbökin fyrir það. Með tárin í augunum lukum við af að klæða okkur og ætluðum svo heim. En þá kom Júlli aftur til okkar eins og hann væri kallaður. Og aldrei gleymi ég því, hvernig hann reyndist okk- ur þá. Hann fann ekki að við okkur, heldur horfði hann á okkur stéinþegjandi og alvarlegur. Það leyndi sér ekki, að hann vorkenndi okkur, og við sáum undir eins á hon- um, að hann ætlaði að hjálpa okkur. „Ég skal koma með ykkur heim,“ sagði hann. Og nú trítlaði allur hópurinn heim til bæjar. Yngstu börnin nudduðu augun með hnúunum, eins og grátandi börn gera venjulega. Þegar heim kom, gengum við hægt og hægt inn göng- in, löng og krókótt. Því næst urðum við að fara gegnum baðstofuna, þar sem fólkið sat inni. *» Við bárum okkur heldur ódjarflega. Allir horfðu á okkur þegjandi og alvarlegir. Loksins komumst við að herbergi húsbóndans. Júlli barði að dyrum. „Kom inn,“ var kallað inni. Júlli opnaði dyrnar og ýtti okkur inn og hélt vinstri hendinni um hurðarsnerilinn á meðan. Síðan kom hann inn á eftir okkur og lokaði dyrunum. Tilkynnmg Nefnd setuliðsviðskipta hefir fyrir hönd rikisstjórnar- innar fest kaup á ýmsum tegundum bifreiða, er setulið Bandaríkfanna hér hefir afgangs sínum þörfum. Hér er aðallega um vöruflutningablfreiðar að ræða af ýmsum stærðum og gerðum. Ennfremur nokkrar svokallaðar „jeep“ bifreiðar. Gert er ráð fyrir að sumar þessara bir- reiða komi til afhendingar á næstu vlkum, en aðrar að stríðslokum. , Fyrst um sinn þar til öðru vísi verður ákveðið mun Við- skiptaráðið úthluta bifreiðunum til umsækjenda, og verða bifreiðarnar seldar í því ástandi sem þær eru við afhend- ingu frá setuliðinu. Framleiðendur til sjávar og sveita, svo og aðrir, sem vegna embættisstarfa eða nauðsynlegs atvinnureksturs þurfa á slíkum bifreiðum að halda, verða að öðru jöfnu látnir sitja fyrir um kaup. Skriflegum umsóknum skal skilað til Viðskiptaráðs fyrir 1. febrúar 1945. Skal þar skýrt fram tekið um stærð og tegund þeirrar bifreiðar, sem óskað er eftir. Ennfremur skal upplýst til hvers nota skal bifreiðina og hvort kaupkndi á bifreið fyrir. Allar upplýsingar er varð sölu þessara bifreiða almennt, verða gefnar í síma nr. 1886 kl. 5 til 6 daglega meðan á úthlutun stendur, en að öðru leyti mun Viðskiptaráð, eða einstakir menn úr Viðskiptaráði eigl vlðtöl út af um- sóknum. Er því nauðsynlegt að umsækjendur taki fram í um- sóknum sínum allt er þeir telja máli skipta í sambandi við bjfreiðaþörf sína. Reykjavík, 16. janiiar 1945. V í ðskíptar áðid.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.