Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta tslenzka tímaritið um þjjóðfélagsmáh Þeir, sem vilfa kynna sér þjóðfélagsmát, tnn- Iend og útlend, þurta að lesa Dagskrá. Breytingarnar á gengislög- unum um áramótin 1939-40 Andstæðingar Framsóknar- flokksins liafa mikla löngun til þess að kenna honum um vöxt dýrtíðarinnar í landinu á síð- ustu árum, en gengur erfiðlega að finna röksemdir til stuðnings því máli sínu. Er það að vonum að þeim gangi þetta illa, þar sem Framsóknarflokkurinn hef- ir, eins og kunnugt er, gert nokkrar tilraunir til að stöðva verðbólguna, en hefir ekki kom- ið þeim ráðstöfunum fram vegna andstöðu annarra. Eitt af því, sem stuðnings- menn núverandi ríkisstjórnar hafa nýlega haldið fram, við- víkjandi þessum málum, bæði í blöðum og þingræðum, er, að Framsóknarmenn séu ámælis- verðir í sambandi við þá ákvörð- un Alþingis í ársbyrjun 1940, að fella burt úr gengislögunum frá 4. apríl 1939 það ákvæði, að um verðlag á kindakjöti og mjólk á innlendum markaði skuli gilda sömu reglur og um kaupgjald verkamanna og sjómanna, sam- kvæmt sömu lögum. í tilefni af þessum ummælum stjórnaíliða hefi ég íathugað hvað þingtíðindin segja um af- greiðslu þessa máls. Á framhaldsþinginu haustið 1939 flutti ríkisstjórnin frum- varp um breytingar á gengis- [lögunum, sem samþykkt höfðu verið í aprílmánuði þá um vor- ið. (Alþt. 1939 A 261). Eftir að frumvarp þetta hafði legið nokkurn tíma fyrir neðri deild þingsins, bar' fjárhagsnefnd deildarinnar fram allmargar breytingartillögur við frumvarp- ið, eftir ósk ríkisstjórnarinnar. Ein af þeim breytingartillögum var um að fella niður 5. gr. gengislaganna, sem fjallaði um verðið á landbúnaðarvörunum (Alþt. 1939 A 673 — 3 d.). Breyt- ingartillaga þessi var samþykkt í neðri deild þingsins 3. jan. 1940 með 23 samhljóða atkvæð- um. (Alþt. 1939 B 694). Enginn greiddi atkvæði á móti. Frum- varpið var síðan afgreitt sem lög frá þinginu næsta dag, 4. jan. 1940. Þannig var þetta mál afgreitt, samkvæmt því sem þingtíðind- in skýra frá. Þegar mál þetta var til með- ferðar í þinginu, mun þing- mönnum hafa verið ljóst, að vegna áhrifa stríðsins fóru breytingar á framfærslukostn- aði og framleiðslukostnaði ekki saman. Þess vegna varð sam- komulag um að gera þá breyt- ingu á gengislögunum, sem hér hefir verið nefnd. Sk. G. Viðskíptagjaldið leggst á neytendur f ANNÁLL Erlendur: JJ|J| 11. janúar, fimmtudagur: Hásætisræða Svíakonungs. Svíþjóð: Sænska þingið var sett. í hásætisræðu, sem Gustaf konungur flutti var hann bjart- sýnn um stríðslokin, en gat þess þó, að þrátt fyrir hinar miklu breytingar á meginlandinu gæti enginn sagt um, með vissu, hve- nær stríðinu lyki. í fjárhags- áætlun stjórnarinnar er gert ráð fyrir mun meiri kostnaði við landvarnir en áður. Síðar verða lagðar fram tillögur um framlag Svía til alþjóðlegrar hj álparstar fsemi. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar hafa hörfað í skjóli hríð- arveðurs í sóknarfleyg sinn í Belgíu austur yfir ána Urt. í Elsass hafa þeir gert árangurs- litlar sóknartilraunir. Austurvígstöðvarnar: Rússar hafa nú % Budapestar á valdi sínu. Jugoslavía: Pétur konungur hefir lýst yfir því, að hann geti ekki sætt sig við þá tillögu, að „þjóðfrelsisráði" Titos verði fal- in öll völd í Jugoslavíu. Konung- ur vill, að allir flokkar fái þátt- töku í stjórn landsins. Grikkland: Jafnaðarmenn og fleiri flokkar hafa sagt sig úr Elassamtökunum. 12. janúar, föstudagur: Rússar hcfja sókn í Póllandi. Austurvígstöðvarnar: Rússar hófu stórsókn í Suður-Póllandi. undir forustu Konevs marskálks. Stefna þeir henni til Krakár og mun markmið þeirra að brjót- ast inn í Slesíu. Kyrrahaf svígstöðvarnar: Bandaríkjamenn tilkynna, að þeir hafi sökkt fjölda japanskra skipa við strendur Indó-Kína. Voru þau að flytja lið til Luzon. Á Luzon hélt sókn Bandaríkja- manna áfram. Vesturvígstöðvarnar: Þjóð- verjar unnu lítið eitt á í Elsass. í Belgíu var lítið barizt vegna ófærðar. Þjóðverjar halda á- fram að hörfa í skjóli hríðar- veðurs. Grikkland: Vopnahlé náðist milli Breta og Elasmanna frá 15. þ. m. að telja. Elasmenn yf- irgefa alveg Aþenu, Saloniki og stór landsvæði. Brezka stjórnin hefir lýst yfir, að vopnahléið geti þó ekki orðið varanlegt, nema Elasmenn sleppi lausum um 15 þús. gislum, sem þeir hafa í haldi og vilja ekki sleppa. JVýjn skattarnir. (Framhald af 1. síðu) skiptagjaldið gefi 9—10 milj. kr. í tekjur. Gjald á ísvarlnn fi.sk. Annað frv. fjallar um gjald á söluverð fisks erlendis. Samkv. því skal leggja 2% gjald á heild- arsöluverð þess fiskafla, sem var veiddur í skip, er sigldi með hann- sjálft til sölustaðar á ár- inu 1944. Er gert ráð fyrir' að þetta gjald gefi 2.1 milj. kr. í tekjur. Hækkun ýmsra gjalda Eitt frv. fjallar um að inn- heimta ýms gjöld með viðauka. Samkvæmt því hækka ýms gjöld um 100% á þessu ári, en inn- lent tollvörugjald um 50%. Tekjuaukana, sem af þessu verða, reiknar stjórnin þannig: Af vitagjaldi .... kr. 120000.00 — aukatekjum .. — 320000.00 — stimpilgjaldi .. — 680000.00 — leyfisbréfagjaldi — 50000.00 — lestagjaldi af skipum ..........— 60000.00 — innl. tollvörugj. — 750000.00 — eignarskatti . . — 85.0000.00 Kr. 2830000.00 títbreiðlð Tímann! TIIWAVS ^ Innlendur: | | 10. janúar, miðvikudagur: Italir viðurkcnna íslenzka lýðveldið. Utanríkismálaráðuneytið til- kynnir, að því hafi borizt orð- sending frá ítölsku stjórninni þess efnis, að hún viðurkenni lýðveldið, er stofnað var hér 17. júní sl. og óski jafnframt forseta þess og þjóðinni allra heilla í framtíðinni, með von um góða samvinnu og samkomulag beggja landanna. 11. janúar, fimmtudagur: tsfisksalan. Ríkisstjórnin birti auglýsingu um verðjöfnunargjald og lág- marksverð á fiski, sem seldur er í skip til útflutnings. 12. janúar, föstudagur: Rv. Helgafell' bjargar vélbát. Er botnvörpungurinn Helga- fell frá Reykjavík var á heim- leið frá veiðum á Halanum varð skipstjóri var við vélbát í sjáv- arháska. Var það báturinn Leif- ur Eiríksson frá Dalvík. Hafði komið óstöðvandi leki að bátn- um, skömmu eftir að hann sneri við vegna veðurs skammt undan Látrabjargi, en hann var á leið suður til róðra. Botnvörpungn- um tókst að koma dráttartaug- um í hinn sökkvandi bát og dró hann til Patreksfjarðar, enda gengu skipverjar vel fram við austur. Menn sakaði ekki. Kaupgjaldib fylgi útflutningsverðinu. (Framhald af 1. síðu) og samþykkti fundurinn að leggja bæri sérstaka áherzlu á að ná því verði við væntanlega samninga. Á fundinum var’kosin þriggja manna nefnd til þess að fara .á fund ríkisstjórnarinnar og skýra henni frá afstöðu fundar- ins. Samþykkt var að stofna sjóð innan félagsins í því skyni, að byggja eða styrkja byggingu á kæliskipum til flutninga og kæligeymslum erlendis. Stjórn félagsins var heimilað að senda erindreka til Bretlands og annarra landa, þegar henni þykir tímabært. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi tillaga: Fjölmennur fundur hrað- frystihúsaeigenda, haldinn 16. janúár 1945, í Reykjavík, á- lyktar að eins og viðhorf kaup- gjalds og afurðaverðs er nú, virðist þáð stefna að stöðvun atvinnuveganna, og skorar því á stjórn Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna að beita sér fyrir því við þing og stjórn, að útflutningsverðmæti afurð- anna verði lagt til grundvallar kaupgjaldi á hverjum tíma og vísitalá kaupgjalds reiknuð eftir því. Auk þess voru rædd ýms fleiri mál, er við koma starfrækslu frystihúsanna. tTR RÆIVUM Skemmtisamkoma. Skemmtun Framsóknarmanna i Sýningaskálanum í kvöld byrjar kl. 8,30 með Framsóknarvist. Áríðandi er að allir séu þá komnir að spilaborð- unum og betra að hafa með sér blýanta Aðgöngumiðar sækist á afgreiðslu Tím- ans fyrir kl. 4 í dag. Misprentazt hafði í nokkru af upplagi síðasta blaðs verðið á efninu í kjóla náms- meyjanna á Hvítárbökkum. Átti það að vera fimm krónur. Leiðrétting. í „Raddir nágrannanna" í siðasta blaði misprentaðist föðurnafn Ólafs Bjarnarsonar í Brautarholtl. Var hann sagður Björnsson. Leikfélag Reykjavíkur sýnir hinn vinsæla sjónleik „Álfhól“, eftir danska leikritaskáldið J. L. Hei- berg, í 10. sinn 1 kvöld kl. 8. (Framhald af 1. síðu) græðir 1 milj. kr., vegna þess, að það hefir haft háa álagningu. Hitt fyrirtækið hefur sömu veltu, en aðeins 100 þús. kr. í. tekjuafgang. Viðskiptagjaldið verður jafnhátt á báðum. Síð- arnefnda fyrirtækið missir þannig allar nettótekjur sínar í viðskiptagjaldið og ekki nóg með, það. Vegna þess að viðskipta- gjaldið er ekki frádráttarhæft, leggst tekju- og stríðsgróða- skattur á þessar 100 þús. kr., sem fóru í viðskiptagjaldið, og þann skatt verður fyrirtækið að greiða af eignum sínum, því að allar nettótekjurnar eru farnar í við- skiptagjaldið! Hér er því eins og verið sé að refsa þeim fyrirtækjum, sem eru heiðarlegust og hóflegust í á- lagningum. Er því vissulega ekki ofsagt hjá Vísi, að þetta sé „ó- sanngjarnasti skattur, sem lagð- ur hafi verið á hér á landi.“ Iimlicimtubáknið. í frv. um viðskiptagjaldið er ákveðið, að innheimta skuli gjaldið ársfjórðungslega. Þetta þýðir aukið reikningshald, vegna skýrslugjafa, hjá öllum fyrirtækjum, sem gjaldið nær til, og þó fyrst og fremst stór- kostlega aukna vinnu hjá skatt- heimtustofnunum ríkisins í sambandi við eftirlit við allar þessar skýrslugjafir og við að áætla veltu þeirra fyrirtækja, sem ekki gefa skýrslur. Má telja víst, að þetta muni kosta stór- lega aukið mannahald hjá þess- um stofnunum og munu kom- múnistar hugsa sér þar gott til glóðarinnar, líkt og í sambandi við nýbyggingarráð. Enn er það ákvæði frv. mjög athugavert, að fjármálaráð- herra er veitt ótakmörkuð heimild til að veita undanþágu frá skattinum og getur slíkri heimild vitanlega verið mjög misjafnlega beitt. Svik kommúnista í skattamálum. Það mun ekki sízt vekja at- hygli i sambandi víð þessa og raunar aðrar nýjar skattaálög- ur stjórnarinnar, að þær ganga fullkomlega í berhögg við þá margyfirlýstu stefnu kommún- ista og jafnaðarmanna, að skatta eigi fyrst og fremst að leggja á stórgróðann og helzt eigi að afnema tolla og lækka skatta á almenningi. Af hálfu kommúnista hefir t. d. verið mikil áherzla á það lögð að lækka eða afnema toll- ana og liggur fyrir frá þeim þingsályktunartillaga um þetta efni. Þá liggur fyrir frá þeim frv. um hækkun persónufrá- dráttar í sambandi við skatta- álögur. Loks liggur fyrir frv. frá þeim um afnám á varasjóðs- hlunnindum stórgróðafélaga, sem er mjög réttlátur skattauki á stórgróðann. Þá hafi jafnað- armenn margoft flutt’frv. um að hækka skatta og útsvör á tekj- um yfir 200 þús. kr. í samein- ingu hafi svo þessir flokkar ver- ið að berjast fyrir eignaauka- skatti á stríðsgróðann. Yfir öll þessi frv. og tillögur er nú slegið svörtu striki og þeim stungið undir stól. í stað þess er lagt á viðskiptagjald, sem er raunar ekki annað en al- mennur neyzlutollur, tekju- skattsviðauki, er ekki nær til tekna yfir 200 þús. kr„ sím- gjaldahækkun, sem fyrst og fremst lendir á almenningi, tollur á innlendar iðnvörur, stimpilgjaldahækkun og nokkr- ar aðrar álögur, sem leggjast fyrst og fremst á almenning, en snerta ekki stórgróðann. Með þessum aðförum hafa því kommúnistar og jafnaðarmenn eins fullkomlega svikið sína fyrri skattastefnu og framast var hægt að gera það. Frá sjónarmiði kommúnista eru þessi svik raunar ekki ó- eðlileg. Til þess að geta teygt Ólaf Thors og félaga hans út á þann hála ís, að láta dýrtíðar- öngþveitið halda á-fram, hefir þeim fundizt tilvinnandi að hlífa stórgróðanum. Jafnframt mun þeim ekki þykja óæskilegt að geta bent á mikinn auð ein- stakra manna og að ekki hafi nægilegt verið gert til að jafna fjármagninu, þegar þeim finnst tími til kominn að hefja „upp- gjörið“. Kommúnistar kæra sig hvorki um Agnajö^nun né nein- ar aðrar umbætur meðan núv. þjóðskipulag helzt. Þess vegna eru loforð þeirra um réttláta skatta ekkert annað en fals og blekking, sem þeir eru reiðu- búnir til að svíkja í framkvæmd, eins og hér er líka glögglega fram komið. Hvers vegna þarf þennan skatt? Þessi nýi tolur, viðskiptagjald- ið, er næsta glögg sönnun þess, hve háskalega er komið fjár- hagsmálum þjóðarinnar, því að annars hefði hann verið ger- RMDOM » IIIMNARlKI MÁ HARVEST RlÐA RONALD COLMAN, CREER CARSON. (Heaven Can Walt) Sýnd kl. 6Vz og 9. RÓSTUR Stórmynd í eðlilegum lit- um, gerð af meistaranum Á BURMÁBRAUTINNI Ernst Lubitsch. (A Yank on Burma Road) Aðalhlutverk: BARRY NELSON, DON AM(CHE, LARAINE DAY. GENE TIER.NEY, Sýnd kl. 5. LAIRD CREGER. Bönnuð yngri en 12 ára. t Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. DÁÐIR VORIJ DRVGÐAR Hugrekki (Frist Comes Courage) / Saga Nólseyjar-Páls Spennandi amerísk mynd og fleiri afreksmanna. frá leynistarfsemi Norð- manna. er m e r k bók og BRIAN AHERNE, MERLE OBERON. Sýnd kl. 5, 7 og 9. skemmtileg. Bönnuð yngri en 14 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Alfhóll Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. X 10. sýning i kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2 í dag. samlega óþarfur. Ástæðan til þess, að nú er bætt við þessum nýja skatti og öðrum nýjum skattaálögum, er sú, að núv. rík- isstjórn hefir tekið upp aukna eyðslustefnu í dýrtíðar- og fjár- hagsmálum og^þarf þess vegna stórum meiri tekjur til umráða en fyrirrennarar hennar. Þrátt fyrir þá skatta, sem voru á síð- astl. ári, gat þáv. stjórn staðið undir öllum útgjöldum og skil- aði þannig af sér fjárhagnum, að nettótekjur ríkisins munu að minnsta kosti verða 10 miljónir kr. eftir árið. Núv. shjórn nægja ekki aðeins þessir sMttar, henni nægja ekki aðeins þessar 10 milj. kr. afgangstekjur frá 1944 til viðbótar, hún þarf enn að hækka skattana um 20—25 milj. kr. þar að auki, og þó eru litlar líkur til að reksturinn verði hallalaus. Öll þessi aukna eyðsla stjórn- arinnar stafar af því, að stefna kommúnista í dýrtíðarmálunum hefir verið hafin til öndvegis. Sjálfstæðisflokkurinn varð að vinna það til fyrir stjórnarsam- vinnuna að gefast skilyrðislaust upp í dýrtíðarmálunum. Hann varð að fallast á stefnu kom- múnista þar. Þess vegna hefir dýrtíðin, kaupgjaldið og launin haldizt áfram að aukast með þeim afleiðingum fyrir skatt- begnana, sem hér kemur fram. Það er afleiðing hinnar skilyrð- islausu uppgjafar Sjálfstæðis- flokksins, sem birtist í skatta- frumv. Péturs Magnússonar. Það má að sönnu segja, að fyrir þessa skilyrðislausu upp- gjöf Sj álfstæðisflokksins í dýr- tíðarmálunum hafi hann fengið ráðherradóm Ólafs Thors og nokkur hlunnindi fyrir mestu stórgróðamennina. Hætt er við, að hinum almennu skattgreið- endum þyki það litlar uppbæt- ur! Það sést nú alltaf betur og betur, hve óhyggilegt það er, að hafa ekki hafizt handa um nið- urfærzlu dýrtíðarinnar og draga úr ríkisútgjöldunum með þeim hætti. Reynslan styður það allt- af betur og betur, að sú stefna Framsóknarflokksíns er ekki aðeins rétt, heldur sú eina, sem er fær til lausnar. „Gjafir eru yður . . . (Framhald af 1. síðu) um, þar sem framleiðendur og neytendur áttu jafnmarga full- trúa. T. d. var fullt samkomu- lag þessara aðila um þrjár af fjórum mjólkurverðhækkunum, seift urðu á árinu 1940, og sein- asta þessara verðhækkana var ákveðin eftir tillögu fulltrúa Al- þýðusambandsins í mjólkurverð- lagsnefnd. Má bezt á því marka, hvort bændur eða fulltrúar þeirra hafi sýnt ósanngirni í þessum málum. Þrátt fyrir það, þótt ráðherr- ann væri þannig fullkomlega knésettur í þessum umræðum, hefir Mbl. eigi að síður gert sér mikinn mat úr þessum ummæl- um hans. Geta bændur ljósast á þessu séð, að nýr siður kem- ur með nýjum herrum, þegar hinum nýja landbúnaðarráð- herra er þannig teflt fram fyrir skjöldu og hann látinn kenria réttlátum leiðréttingum á af- urðaverði þeirra um ófarnað- inn í dýrtíðarmálunum. Væri það næsta kynlegt, ef bændur hugsuðu ekki í þessu sambandi: gjafir eru yður gefnar, og minn- ist þeirra þó síðar verði. E. J. benti einnig á það, við þessar umræður, að Framsókn- arflokkinn væri sízt um að saka, hvernig komið væri í dýrtíðar- málunum, þar sem hann hefði beitt sér fyrir festingunni haust- ið 1941 og stutt gerðardómslög- in 1942, auk margra annara til- rauna til að stöðva dýrtíðina. Hann benti og á, að ekki væri nóg að finna hlutfall milli af- urðaverðs og kaupgjalds, eins og ráðherrann hefði talað um. Samkomulag hefði orðið um þetta hlutfall sumarið 1943 í sexmannanefndinni, en dýrtíðin hefði eigi að síður haldið áfram að hæfcka síðan. Það, sem þyrfti, væri fyrst stöðvun og síðan niðurfærsla á dýrtiðinni, eftir því, sem þörf krefði. Aðstoðarbókavorður Geir Jónasson magister hefir verið ráðinn aðstoðarbókavörður við Lands- bókasafnið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.