Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.01.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 19. jan. 1945 5. Mað Föstudayur 19. janiiar 1 ERLENT YFIRLIT: ) Austur vígstödvarnar „Elnskisnýtar blekkingar og staðlausir stafir“. Morgunblaðið hefir hvað eftir annað haldið því fram, að sá þáttur stjórnarsáttmálans, er fjallar um nýsköpun atvinnu- veganna, hafi ekki hlotið neina sérstaka mótspyrnu Framsókn- armanna í tólfmannanefndinni í haust. í tilefni af því benti Tíminn nýlega á, að það væri síður en svo, að Framsóknar- menn væru andvígir þessum á- kvæðum, að undanskildu einu meginatriði, enda væri flest þeirra i samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins. Þetta meginatriði er sjálfur fjárhags- grundvöllur nýsköpunarinnar. Út af þessu læzt Mbl. verða ákaflega undrandi og segir að þetta fari illa saman við það, að Framsóknarmenn hafi talið „hvert atriði“ i nýsköpunar- kafla stjórnarsáttmálans „ein- skis nýtar blekkingar og stað- lausa stafi“. En þetta fer vissulega ekki illa saman, Moggatetur. Vegna þess, að stjórnin byggir nýsköp- unarloforð sín á algerlega röng- um fjárhagsgrundvelli, þá munu þau ekki verða annað í hönd- um hennar en „einskis nýtar blekkingar og staðlausir staf- ir“. Þetta mun reynzlan sanna. Skatta- og tollafrv., sem nú liggja fyrir Alþingi vegna auk- inna eyðsluútgjalda ríkisins, sýna bezt, að nýsköpunin verð- ur ekki framkvæmd á slíkum f j árhagsgrundvelli. Þess vegna er líka eitt af blöðum Sjálfstæðisflokksins, Vísir, byrjað að spá því, að þeg- ar stjórnarsamvinnan rofni, sem geti verið skemmra undan en margur hyggur, þá muni það koma í ljós, að „nýsköpunin“ hafi gleymst. Frið viff kommúnista framar öllu! Málpípa forsætisráðherrans, Jón Pálmason, kemur fram á ritvöllinn í Mbl. síðastl. sunnu- dag. Boðskapurinn, . sem hon- um er „innblásinn" í þetta skipti, er í stuttu máli sá, að nú- verandi stjórnarstefna sé að öllu leyti réttlætapleg, því að með öðrum móti hafi ekki verið hægt að hafa,frið við kommún- ista, en friður vlð þá sé nú þjóð- inni fyrir öllu. Þess vegna sé sú stefna Framsóknarmanna, er hefði getað leitt til baráttu við kommúnista, ekki aðeins víta- verð, heldur þjóðhættuleg. Raunverulega er þessi boð- skapur ekki alveg nýr, því að meginatriðið í nýársboðskap forsætisráðherrans var raunar það, að lýðræðið og ríkjandi stjórnskiplag á íslandi væri í fullkomnasta háska, ef ekki héldist áfram stjórnarsamvinn- an milli hans og kommúnista! M. ö. o. forsætisráðherrann og málpípa hans boða, að eiginlega sé ekkert hægt að gera án kom- múnista. Frið við þá beri því að setja framar öllu. Skilyrðislaus uppgjöf. Það er vissulega ekki úr vegi, að athuga framangreinda kenn- ingu Ólafs og Jóns ofurlítið nán- ara, því að raunverulega gefur hún kommúnistum sjálfdæmi í málum þjóðarinnar. Þeir geta sett kostina. Fyrir aðra er ekki annað að gera en ganga að þeim. Annars er friðurinn kominn út um þúfur. Þetta er það, sem á máli flestra annara en Ólafs og mál- pípu hans heitir skilyrðislaus uppgjöf, en ekki friður. „Friffurinn“ frá 1942. r Það er vissulega litill galdur að fá „frið“ með skilyrðis- lausri uppgjöf. En reynzlan vill oftast sýna, að slíkur „friður“ sé of dýru verði keyptur. Einu sinni voru fimm menn á ferð í blindhríð. Einn var drukkinn og vildi ráða stefnunni. Hinir unnu það til friðar að fylgja honum. Þeir fengu að launum hinn cndanlega friff, að einum und- anskildum. Það er líka til nokkur reynzla fyrir því að semja slíkan „frið“ við kommúnista. Samkvæmt frásögn Ólafs sjálfs fékk hann stjórnarstuðning þeirra vorið 1942 gegn því að gera engan á- greining við þá í deilumálum, þó allra sízt í dýrtíðarmálunum. Ólafur hélt ráðherradómnum í nokkra mánuði, en dýrtíðin tvö- faldaðist. Vegna þessa „friðar“ er fjárhagsmálum þjóðarinnar nú komið eins og raun ber vitni. En Óiafur og félagar hans hafa ekki lært nóg af „friðn- um“ 1942. Ólafur kaupir enn ráðherrasætið og nokkur hlunn- indi fyrir stórgróðamenn með ' skilyrðislausri uppgjöf í dýrtíð- armálunum. Dýr varð þessi „frð- ur“ árið 1942, en dýrari mun hann verða nú. Skatta- og tolla- frumv., sem nú liggja fyrir Al- þingi eru ljós ábending um það. Sjónarmið forvígismanna lýðræðisins. Þær ríkisstjórnir, sem halda uppi baráttunni fyrir frelsið og lýðræðið í styrjöldinni, hafa allt annað sjónarmið í afstöðunni ! til kommúnista en Ólafur og ;Jón. Stjórnarvöld Breta og Bandaríkjanna vildu ekki kaupa friðinn við kommúnista í Belgíu því verði, sem þeir settu, og fyr- irskipuðu þeim í þess stað að afvopna skæruliða sína. Síðar gerði brezka stjórnin svipað í Grikklandi. Þegar kommúnist- ar í Bretlandi eða Bandaríkjun- um hafa undirbúið vinnustöðv- anir í skipasmiðjum eða kola- námum til að knýja fram kaup- hækkanir, hafa stjórnarvöld þessara landa heldur kosið að láta koma til verkfalla en að missa tökin á dýrtíðarmálunum. Svipað hefir verið gert af hin- um frjálslyndu stjórnum Ástra- líu, Nýja-Sjálands, Kanada og Svíþjóðar. Þessar ríkisstjórnir allar hafa heldur kosið baráttu við kommúnista en að taka upp þá stefnu í dýrtíðarmálunum, sem nú er fylgt á íslandi. Sú þjóðháskalega stefna, sem Jón Pá. ásakar Framsóknar- flokkinn fyrir, er nákvæmlega sú sama og fylgt hefir verið í dýrtíðarmálunum í framan- nefndum löndum. Hún er fólgin í því að vilja halda verðlaginu og kaupgjaldinu í skefjum, svo að dýrtíðin verði ekki óviðráð- anleg. Hún er byggð á þeirri Tvær steínur Það hefir nýlega verið rétti- lega sagt í einu stjórnarblaðinu, að um tvær stefnur hafi verið að. veija í fjármálum þjóðarinn- ar síðastl. haust. Önnur var stefna Framsóknarmanna, hin var stefnan, sem stjórnarflokk- arnir völdu. Stefnan, sem Framsóknar- flokkurinn beitti sér fyrir, var þessi: 1. Hefja niðurfærslu dýrtíðar- innar með hiutfallsiega jafnri niðurfærslu á þeim liðum, sem hafa áhrif á hana, þ. e. afurða- verði, kaupgjaldi og verzlunar- álagningu. Niðurfærslan skyldi til að byrj-a með miðast við það, að unnt væri að hætta niður- greiðslum á dýrtíðinni úr ríkis- sjóði. 2. Afgreiða tekjuhallalaus fjárlög með framangreindum dýrtíðarráðstöfunum, auknum stórgróðasköttum, bættu skatta- eftirliti og almennum sparhaði. 3. Tryggja öllum landsmönn- um næga atvinnu með framan- greindum dýrtíðarráðstöfunum, er hefðu aukið trú og örfað framtak atvinnurekenda, með opinberum stuðningi við ný- sköpun atvinnulífsins og með öðrum opinberum framkvæmd- um. 4. Afgreiða strax þau nýsköp- unarmál, sem voru undirbúin, eins og áburðarverksmiðjumál- ið, tíu ára ræktunaráætlunina, eflingu Fiskimálasjóðs og raf- orkumálið, og ákveða og undir- búa að öðru leyti, — eins og byrjað var á í starfandi milli- þinganefndum um atvinnumál, — hver verkefni ríkið ætlar sér að leysa í atvinnumálum og hvern stuðning það ætlar að veita atvinnuvegunum við ný- sköpun þeirra. Á grundvelli þessarar ábyrgu og heilbrigðu fjármálastefnu, er tryggði fyllstu starfrækslu og nýsköpun atvinnuvegana, var svo hægt að framkvæma ýmsar félagslegar endurbætur, líkt og leiðréttingu launalaga, auknar elli- og örorkutryggingar, slysa- tryggingar, ómagatryggingar o. fl. Þessari stefnu Framsóknar- flokksins var hafnað, eins og kunnugt er. í stað hennar var valin sú stefna, er núverandi stjórn fylgir, og hefir í aðalat- riðum lýst sér á þessa leið: 1. Lækkun á afurðaverði land- búnaðarins (9.4% eftirgjöfin), en hækkun kaupgjalds og launa, sem óhjákvæmilega leiða til vaxandi dýrtíðar, *sbr. kaup- hækkun járnsmiða, prentara, klæðskera, • bókbindara, verk- lýðsfélaga víða um land, opin- berra starfsmanna o. fl. Til þess að hindra til bráðabirgða að hin vaxandi dýrtíð stöðvi ekki at- vinnulífið alveg, er haldið áfram að borga tugmilljónir úr ríkissjóði til að halda visi- tölunni niðri. 2. Útgjöld ríkisins hækkuð upp í 140—150 milj. kr., án þess að tiltölulega meira fé sé varið til opinberra framkvæmda eða nýsköpunar atvinnuveganna en áður hefir tiðkazt. 3. Hækka tekjuskatt á öðrum en mestu stórgróðafyrirtækjum (tekjuskattsviðauki, er ekki nær til tekna yfir 200 þús. kr.), hækka símagjöldin, sem er óhag- stæðast þeim efnalitlu, hækka ýms almenn gjöld, sem greiðast án tillits til • eigna og .tekna (stimpiigjöld, tollur á innlend- um iðnvörum o. fl.), og leggja loks á nýjan allsherjarverðtoll (veltugjald). Og þrátt fyrir all- ar þessar nýju álögur er lítil von til þess, að ríkissjóður komizt hjá stórfelldri skuldasöfnun vegna rekstrargjalda. 4. Éta upp nú þegar eða á næsta ári þá sjóði, er ríkið hefir stofnað til að styrkja framkv. eftir stríðið (framkvæmdasjóð, hafnarbótasjóð), og það vegna venjulegra fjárlagafram- kvæmda, því að ekki er „rúm“ fyrir þær á fjárlögum, þrátt fyr- ir 150 milj. kr. útgjöld. 5. Vísa frá eða koma fyrir kattarnef öllum undirbúnum málum um nýsköpun (áburðar- verksmiðjan, strandferðaskipið, endurbætur á jarðræktariögun- um, fjárveiting til landnáms ríkisins, efling Fiskimálasjóðs, skipulag flugferða o. fl. o. fl.). 6. Halda aðalatvinnuvegum landsmanna á barmi halla- reksturs og -koma þannig í veg fyrir, að einstaklingarnir treysti sér til að ráðast í nokkra veru- lega „nýsköpun“ á sviði at- vinnulífsins. Um þessar tvær stefnur sner- us stjórnmálaátökin á seinasta hausti. Formaður Sjálfstæðis- flokksins, ásamt meirahluta þingflokksins, valdi hina síðar- nefndu stefnu. Samkvæmt því, sem hann lætur nú málpípu sína, Jón Pá, segja í Mbl., var ekki hægt að ná friði við kom- múnista upp á aðrar spýtur, en þessi friður varð að ganga fyr- ir öllu, jafnvel þótt hann kost- aði þá borgaralegu menn, sem láta stjórnast af öðru en valda- brölti og löngun í ráðherra- titla, raunverulega ekkert ann- að en skilyrðislausa uppgjöf. Eða hvað er það annað en skilyrðis- laus uppgjöf fyrir menn, sem vilja ekki hrun fjárhagsins og atvinnuskipulagsins, að fallast á framangreinda fjármálastefnu? Þótt stefna Framsóknar- floksins biði lægra hluta síðastl. haust, mun hann eigi að síður halda ótrauður áfram að berjast fyrir henni. Allt það, sem síðan hefir gerzt, hefir sannað, að hún er rétt og þó mun það eiga eftir aö sjást enn betur síðar. Þjóðin mun þá eiga eftir að verða Framsóknarflokknum jafn þakklát fyrir að hafa bent á hina réttu stefnu og barizt fyrir henni, og hún mun verða vanþakklát kommúnistum fyrir þá stefnu, sem nú er fylgt, og Sjálfstæðismönnum fyrir hina skilyrðislausu uppgjöf. viðurkenndu staðreynd, að það sé til tjóns fyrir verkafólk og framleiðendur, að krónunum fjölgi, þegar það er óhjákvæmi- leg afleiðing, að verðgildi þeirra minnkar að sama skapi. Og Framsóknarmenn hafa þá sömu skoðun og stjórnir áðurnefndra landa, að þeir telja þessa stefnu svo mikilsverða að koma verði henni í framkvæmd, þótt það kosti baráttu við kommúnista. „Óhappamennirnir“. Sem betur fer, eru ekki held- ur allir Sjálfstæðismenn þeirr- ar skoðunar, að það sé friður- inn við kommúnista, er islenzka þjóðfélagið þarfnist mest. Jón Pá. ætti a. m. k. að muna eftir mönnunum, sem einn smali hans, Páll Kolka, kallaði ó- happamenn á Blönduóssfundi nýlega, en það nafn valdi hann þeim fimm þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, er neituðu að styðja stjórn Ólafs í haust. Þess- ir þingmenn töldu meira virði að færa niður dýrtíðina en að semja frið við kommúnista, eins og ljósast sézt á bréfköflum þeirra Gísla og Péturs, sem birtir hafa verið hér í blaðinu. Það mátti líka glöggt sjá á Sjálfstæðismönnum í Húna- þingi, er sóttu nýlega fundi til Jóns, að hu<»ur þeirra stæði nær stefnu fimmmenninganna en uppgjafarstefnu Ólafs og Jóns, en þá bjó Jón til þá sögu og hampaði henni mjög, að fimm- menningarnir dauðsæju eftir því að vera ekki með i samstarf- inu við kommúnista og væru nú að leita að ráðum til að gerast þátttakendur í því! Sagt er, að forseti sameinaðs þings hafi hrist höfuðið býsna undrandi, er honum barst þessi uppspuni Jóns til eyrna, enda mun hugur fimmmenninganna síður en svo hafa hneigzt í þessa átt við þá reynzlu, sem fengin er af stjórn- arsamstarfinu. Menn, sem verffa aff víkja. Það mun sannast eftir því, sem lengur líður, að það sem þjóðin þarf, er ekki að kaupa frið við kommúnista fyrir það verð, sem þeim þóknast að setja upp. Því lengur, sem „friður“ er fenginn. með afarkostum eins flokks, því verri verður upp- lausnin og ófriðurinn á eftir. (Framhald á 7. síðuj Á síðastliðnu vori var því al- mennt spáð, að Rússar myndu reyna að brjótast inn í Þýzka- land um líkt leyti og Banda- menn byrjuðu innrásina í Vest- ur-Evrópu. Hefði þá verið eðli- legt, að Rússar hefðu sótt um Litháen og Pólland inn í Austur- Prússland og Slésíu. Mörgum til vonbrigða höguðu Rússar sókn sinni á aðra leið. Þeir lögðu megináherzlu á að ná undir sig löndum þeim, sem Þjóðverjar höfðu hernumið, Finnlandi og baltisku löndunum að norðan og Rúmeníu, Búlgaríu, Jugoslavíu og Ungverjalandi að sunnan. Aðalsóknin gegn Þýzka- landi sjálfu virtist þeim minna atriði. Ýmsum hefir þótt þetta merki þess, að Rússar væru með þessu að búa sig undir framtíð- ina. Þeir vildu koma upp „vin- samlegum“ stjórnúm í þessum löndum áður en Bretar eða Bandaríkjamenn gætu nokkur afskipti af þeim haft. Jafnvel hefir kvisast, að Rússar myndu hafa sótt inn í Grikkland, ef Bretar hefðu ekki orðið fyrri til. Um það verður vitanlega ekki sagt, hvort styrjöldin gegn Þjóð- verjum hefði unnist á þessu ári, ef Rússar hefðu beint aðalsókn sinni gegn Þýzkalandi í stað þess að ná undir sig hernumdu löndunum. Ýmsar líkur benda þó til þess. Hefði sókn þeirra gegn Þýzkalandi hafizt áður en Þjóðverjar gátu flutt herinn frá hernumdu löndunum myndu þeir hafa verið liðfærri til varn- ar og sennilega getað beitt minna liði á vesturvígstöðvun- um. í stað þess hafa Þjóðverjar getað komið mestu af þessu liði undan og geta nú látið það taka þátt í vörnum heimalandsins. Síðan innrás Bandamanna hófst hefir sjaldan komið til stórorustu á austurvígstöðvun- um, a. m. k. ekki svipuðum og háðar hafa verið á vesturvíg- stöðvunum. Þjóðverjar virðast yfirleitt hafa fylgt þeirri hern- aðaraðferð, að tefja sem mest fyrir framsókn Rússa, en hörfa þó heldur en að verða fyrir miklu manntjóni. Þess vegna hafa þeir yfirleitt komizt hjá miklu mann- tjóni, nema helzt í Hvíta-Rúss- landi í vor. Markmið þýzku her- stjórnarinnar hefir venjulega verið að beita öflugasta liði sínu til að hindra innrás Banda- manna og hörfa heldur á aust- urvígstöðvunum í þeirri trú, að þeir' gætu síðar rekið Rússa til baka, ef þeim heppnaðist að hrinda innrásinni. Þess vegna urðu meginorustur seinasta árs á vesturvígstöðvunum. Það kann vel að vera, að Rúss- ar hafi ýmsar réttlætanlegri á- stæður fyrir því, að ráðast ekki gegn Þýzkalandi sjálfu á síðastl. ári, en þá að vilja fyrst ná yfir- ráðum í hernumdu löndunum. Þá getur bæði hafa vantað herstyrk og eins hafa þeir viljað sjá nokkur merki þess, hvernig innrás Bandamanna í Vestur- Evrópu myndi reiða af. Víst ‘er það, að Bandamenn hafa flutt ógrynni hergagna til Rússlands á síðastl. ári og halda þeim flutningi áfram enn. Þessi að- stoð hefir vafalaust verið Rúss- um mikill styrkur í sókn þeirra á síðastl. ári og vafalaust bygg- ist sóknin, sem þeir hafa nýlega byrjað í Póllandi, mjög á þess- ari aðstoð. Því hefir löngum verið spáð, að Rússar myndu hefja stórsókn á þessum vetri. Jafnframt hefir það verið talið ólíklegt, að sókn þeirra í Ungverjalandi væri und- anfari þeirra aðalsóknar, þvi að sú leið er bæði löng og torsótt inn í Þýzkaland. Það er nú líka komið á daginn, að Rússar hafa haft annað í huga, því að þeir hófu rétt fyrir seinustu helgi stórsókn á mjög breiðri víglínu í Suður-Póllandi. Samkvæmt þýzkum fréttum hafa þeir einn- ig hafið sókn gegn Austur-Prúss- landi. Sókn Rússa í Suður-Póllandi hefir þegar borið mikinn árang- ur. Einn árangur hennar er m. a. sá, að Þjóðverjar háfa hörfað úr Varsjá og bætist sóknarað- staða Rússa mjög við að hafa náð þessari mestu samgöngu- miðstöð Póllands. Eins og nú horfir virðist mega vænta þess, að þess verði skammt að bíða, að Rússar komist að landamær- um Slésíu, sem er eitt af auð- ugustu héruðm Þýzkalands. Þjóðverjar virðast enn hafa fylgt þeirri stefnu, að hætta ekki á að veita venjulega mótspyrnu en halda liði sínu heldur undan. Hefir reynsla þeirra í Normandí vafalaust kennt þeim að fylgja þessari reglu enn betur en áður. Það má og telja víst, að vegna þeirrar örþrifafullu gagnsókn- ar, sem Þjóðverjar gerðu á vest- urvígstöðvunum í vetur, hafi þeir (Framhald á 7. síðu) Morgunblaðið birtir forustugrein um nýju skattana, 17. þ. m. Segir þar m. a.: „Þessi nýju skattafrumvörp rík- isstjórnarinnar gefa góða hugmynd um fjárhagsástæður ríkissjóðs eft- ir mestu veltuár, sem yfir landið hefir komið. Þar hefir allt verið látiö reka á reiðanum, með þeim hörmulegu afleiðingum, að krefja verður nú skattþegna landsins yfir 20 millj. króna, til þess að bjarga ríkissjóði. Pétur Magnússon fjármálaráð- herra gat þess við eldhúsumræð- urnar á dögunum, að hann hefði gert samanburð á fjárlögum árs- ins 1940 — síðustu fjárlögum er samþ. voru fyrir stríð — og fjár- lögum 1945, sem þingið gekk frá fyrir jólaleyfið. Við þann saman- burð kom í ljós, að allir útgjalda- liðir, sem nokkru máli skipta, hafa minnst þrefaldast, margir fimm- faldast og nokkrir tífaldast. Með öðrum orðum: Rekstursútgjöld rík- isins hafa á stríðsárunum farið langt fram úr dýrtíðarvísitölunni, og vita þó allir, að dýrtíðin er meiri í okkar landi en flestum öðr- um löndum. Þetta er óglæsilegur vitnisburður um léttúð þá og ábyrgðarleysi, sem ríkt hefir í fjármálum þjóðar- innar.“ Já, víst er þetta óglæsllegur vitnis- burður og óglæsilegastur er hann fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem hefir haft fjármálaráðherrann undanfarin 6 ár úr sínum hóp og hefir því ráðið mestu um fjármálastjórnina. Þjóðin hefir nú fengið heldur ömurlega reynslu af því, hvernig er að treysta loforðum þess flokks, sem lofað hefir allra flokka mest að fella niður sukk og óþarfa eyðslu. * * Morgunbl. reynir að færa þá afsök- un fyrir þessari fjármálastjórn, að hér hafi verið utanþingsstjórn í næst- um tvö ár. Blaðið segir: „Spyrji menn svo að því, hver sé orsök þessa ástands, er nauð- synlegt að þjóðin skilji, að mein- semdin á rætur sínar aö rekja til sjálfs stjórnarfarsins. Það óhappa- spor var stigið haUstið 1942, að framkvæmdavaldið var slitið úr tengslum við Alþingi, með þeim afleiðingum, að enginn flokkur eða fiokkar báru ábyrgð á stjórnarfar- inu. Afgreiðsla fjárlaganna var al- gerlega undir hendingu komin hverju sinni. Þetta hiaut að hafa illar afleiðingar, enda fær þjóðin nú að súpa seyðið af því. Þð er ekki að vita, hvernig farið hefði með fjármál ríkisins, ef ekki hefði tekist að mynda þingræðis- stjórn á þessu þingi. Ef óeining og sundrung hefði ríkt áfram, var fjárhagslegt hrun og öngþveiti yf- irvofandi. Það var mikið happ, að einmitt nú skyldi veljast í sæti fjármála- ráðherra maður, sem þjóðin ber óskipt traust til, sakir framúrskar- andi hæfileika og mannkosta." Um þetta er það í fyrsta lagi að segja, að mesta útþennslan varð á rík- isútgjöldum árið 1942, þegar Sjálfstæð- isfiokkurinn vann það til „friðar" við kommúnista, að hlíta skilyrðum þeirra í- dýrtíðarmálunum. í öðru lagi er það að segja, að þótt margt mætti finna að afgreiðslu fjárlaganna 1943 og 1944, kastaði fyrst tólfunum eftir að þing- ræðisstjórnin kom til valda í haust, og „frlðurinn" við kommúnista var enn keyptur þvi verði að ganga að skil- yrðum þeirra 1 dýrtíðarmálunum. Þess vegna verður nú að innheimta 20—30 millj. kr. meira í skátta en í fyrra, og er þó engin von til þess, að ríkið kom- íst hjá skuldasöfnun. Það er því meira en öfugmælakennt, þegar Mbl. lýsir því eins og sérstöku happi, að hafa fengið ríkisstjórn, sení er þannig skip- uð að f jármálaráðherrann verður, þrátt fyrir alla „mannkostina", að láta skil- yrðislaust undan dýrtíðarkröfum kommúnista. * * * Vísi farast þannig orð í forustugrein 13. þessa mánaðar: „Svo er sagt, að enginn verði með orðum veginn, og sennilega engin nýsköpun mynduð án at- hafna. Ekki sést enn sem komið er nokkur vottur þess, að menn horfi bjartari augum til framtíðar- innar, en þeir gerðu áður en nú- verandi ríkisstjórn settist að völd- um. Einstaklingar og félög hafa á engan hátt aukið rekstur sinn, enda eru slfilyrði til þess ekki fyrir hendi, og hið opinbera hefir gert það eitt, að skipa svokallað ný- byggingarráð, sem ekkert fé hefir handa á milli. ...... Hið sífellda hjal stjórnarblaðanna um unnin afrek stjórnarinnar er sízt til þess lagaö að vekja sérstakt traust á henni. Oflofið er háð, svo sem var á dögum Snorra. Hins vegar óska þess allir þjóðræknir menn, að stjórninni farizt starfinn vel úr hendi, eða að minnsta kosti þann- ig, að hún valdi ekki tilfinnanlegu tjóni." Það er víst ekki ofsagt. að beztu vonir, sem menn geta gert sér um stjórnina er, að hún valdi ekki „tilflnn- anlegu tjóni“, en því miður eru þær vonir þó ekki á traustum líkum byggð- ar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.