Tíminn - 30.01.1945, Page 5
8. blað
TÍMIIW. þrlgjudaggimn 30. jan. 1945
5
Kvennabálkur'
Tímans
99
Dularfullar k o n u r
Oft ber þaff viff í ræffu og riti, aff minnzt er á „dular-
fullar“ konur eða konur, sem eru eins og „torráðin gáta“.
Ekki ósjaldan eru þessi orff notuff um kvenfólkiff yfirleitt.
Nýlega voru nokkrir brezkir höfundar leynilögreglusagna
beffnir aff gera tilraun til þess aff ráffa „gátuna“. Svör bár-
ust, sum brosleg, önnur góff eins og genguí. Hér fara á eftir
tvær úrlausnir lesendum til gamans. Þær eru lauslega
þýddar úr ensku tímariti:
Vilhelm Moberg:
Síifia barnanna:
<sjóða kartöflur“. — Á þessu
sést bezt, hve „dularfullt“ kven-
fólkið er eða hitt þó heldur! —
Til er frægt ítalskt málverk af
konu, er nefnd var Móna Lísa.
Um varir hennar leikur „dular-
fullt“ bros, sem hefir valdið
mörgum gáfumanninum heila-
brotum. En ég er viss um, að
þeir hinir sömu hafa ekkl þekkt
á kvenfólkið. Konan á málVerk-
inu brosir þannig vegna þess, að
hún þjáist af skókreppu eða ein-
hverju þess háttar, býst ég við.
— Nei, konur eru yfirleitt ekki
dularfullar. Þær eru aðeins dá-
lítið smáskrítnar, ef ég má orða
það svo. Hér er lítið dæmi:
Sjáir þú karlmann dorga eftir
fiski, getur þú verið viss um, að
hann hugsar eingöngu um,
hvort fiskurinn muni nú bíta á
hjá sér eða ekki. En sjáir þú
konu við sama starfa (og það
er í sannleika sagt óskapleg
sjón), geturðu alveg eins búizt
við að hún sé að hugsa um
Mónu Lísu.!“
Dversdatisföt.
mm
i.
„Konur hafa verið sagðar
dularfullar einungis vegna þess,
að þær bregðast oft þeim vonum
og hugmyndum, sem karlmenn-
irnir gera sér um þær. Ef kona
gerir eða segir eitthvað, sem er
karlxpanninum ógeðfellt eða ó-
vænt af hennar hálfu, segir
hann óðar: „Eru konurnar ekki
dularfullar og torskildar? Það
er ómögulegt að „reikna þær
út“!“
Hér fara á eftir nokkrar al-
gengar staðhæfingar karlmanna
um „hið veika kyn“, ásamt
nokkrum athugasemdum, er ég
hefi gert:
1. „Þær eru feimnari og
kjarkminni en karlmenn“. Nú,
jæja! Samt setjast þær með
mesta jafnaðargeði í píslarstól-
inn hjá tannlækninum — já, og
spjalla jafnvel við lækninn
meðan á aðgerðinni stendur (ef
þær geta komið því við!) Ég hefi
jafnvel heyrt þær þakka kær-
lega fyrir sig, eftir allar písl-
irnar. Ég segi fyrir mig,~að mér
veitti ekki af því að láta bera
mig heim á börum eftir slíkar
aðfarir!
2. „Þær eru hégómagjarnari
en karlmenn". Ég hefi oft veitt
því athygli, að það eru karl-
mennirnir, en ekki konurnar,
sem líta í spegilinn á vigtinni,
þegar þeir láta vega sig á opin-
berum stöðum. Þeir laga háls-
bindið, strjúka hliðarhárin yfir
skallann o. s. frv. Konurnar líta
aðeins á vogarseðilinn, fara síð-
an. Satt er það að vísu, að þær
eiga vasaspegla í fórum sínum,
en þær líta aðeins í þá með
augum listamanns, er lítur á
handverk sín.
Rakspeglar gætu aftur á móti
(ef þeir væru máli gæddir) sagt
frá mörgu aðdáunar augnaráði
eigenda sinna, talandi augna-
ráði, sem segir alltof greinilega:
„Þú ert bara skolli myndarlegur
náungi, gamli minn!“
3. „Þær eru seinni í vöfum,
kunna ekki að flýta sér“. O —
jæja, ekki kem ég nálægt neinu
umstangi á flutningsdögum. Ég
set bara á mig nýja heimilis-
fangið. Konan mín sér um hitt!
4. „Þær hafa minna þol en
karlmennirnir“. Ég tek algengt
dæmi til þess að hrekja þessa
staðhæfingu: Dansleiki. Ég er
kominn að niðurlotum eftir tvo,
þrjá dansa, en kvenfólkið getur
dansað þindarlaust til morguns.
Samt verða þær að dansa á
þriggja þuml. hælum og fylgjast
með sporinu hjá herranum.
5. „Þær eru illgjarnar“. Það
er nú svo. Ef kona segir setn- Piis úr köflóttu „sirsi“, hentugt
ingu, sem þrungin er hæðni, er við innanhússtörf.
það nefnt illgirnh Segi karl-
maður sömu setninguna við
sama tækifæri, er hann „fynd-
inn“ eða „kaldhæðinn". En erf-
iðara er að átta sig á fyndinni
hæðni kvennanna. Þær særa j
ekki djúpt. Fórnardýrið finnur
sjaldan sviðann — fyrr en eftir
á. Það er „sérgrein" þeirra!
6. „Þær hafa yndi af slúðri“.
Ég held, að jafnt sé á komið með
konum og körlum í þeirri grein.
Þið ættuð bara að koma inn á
rakarastofu, þar sem nokkrir
kunningjar eru að spjalla uig
náungann. Þið getið verið viss
um, að samtalið tekur fram öllu
„saumaklúbbs-kj af tæði“.
Af öllu þessu mættu lesendur
ætla, að ég væri hlynntur kven-
fólkinu. — Það er ég líka“.
II.
„Þegar ég var 17 ára, varð ég
ástfanginn. Kvöld eitt vorum
við, ég og sú útvalda, á stefnu-
móti. Eftir nokkra kossa varð
hún dreymandi á svipinn, og
ég spurði: „Um hvað ertu að
hugsa, vina mín?“
„Ó“, sagði hún, „ég var að
reyna aS gera mér í hugarlund,
hvað það 'tekur langan tíma að
Eiginkona
FRAMHALD
unnið hvaða illvirki, sem hann vill. Og liann ærði sjálfan sig, og
hann dreymdi, að einhenti maðurinn kæmi til hans með stóra
sveðju í hendinni, og hann hljóp undan honum í dauðans of-
boði.
Samvizkubitið átti líka sinn þátt í þvi, hve illa honum leið.
Hann hafði svipt meðbróður sinn handleggnum. Reyndar hafði
hann hnuplað fimmtíu ríkisdölum frá honum, en hægri höndin
var manni þó meira virði en fimmtíu ríkisdalir. Það er þá kann-
ske hann, sem á óbættar sakir, þegar öll kurl koma til grafar?
Og ef til vill hefði þjófurinn getað séð sér farborða á heiðarlegan
hátt, ef hann hefði fengið að halda hægri hendinni óskaddaðrl.
Og bóndinn miklaði þetta fyrir sér, unz hann gat ekki á sér
heilum tekið vegna hræðslu, þvi að hann var ekki hugrakkur
maður; það er hægt að skjóta á eftir þjóf á flótta, án þess að
vera sérlega hugrakkur. Frans Gottfreð reyndi ætíð að forðast
átök, ef hann taldi sér ekki vísan sigur. Og nú var aðstaða ó-
vinar hans betri að öllu leyti, hann gat valið stund og dag og
stað og vopn og allt.
Utan dyra gat hann hvenær sem var átt von á því, að honum
yrði sent banvænt blýið úr einhverju launsátri. Hann fer trauðla
út í hagana í námunda við skóginn, hættan getur leynzt við
hvert fótmál. Hann njiklar hana sjálfur, hann elur upp í sér
hræðsluna, unz hún verður þáttur í sálarlífi hans.
— Ég veit, hvar þú sefur.
Frans Gottfxeð sér augu mannsins. Hvítan þandist út, þegar
hann hreytti þessu út úr sér. Þetta var ógnun, sem alvara bjó
á bak viþ. Hann meinti það, sem hann sagði.
Og hann minnist þjófsins, eins og hann var, þar sem hann
stóð fyrir framan borð héraðsdómarans; þá var sáralæknirinn
búinn að vinna sitt verk, og jakkaermin hékk tóm niður með
hliðinni á honum og slettist til við hverja hreyfingu. Það var
eins og hún væri að reyna að fálma til Frans Gottfreðs, sem
stóð hinnm megin við borðið. Jakkaermin seildist til hans, sem
rænt hafði hana holdi og lífi — hún leitaðist við að seilast til
hans, þyrst í hefnd.
Hvert árið líður af öðru; ekkert fréttist um þjófinn. Fólkið
í byggðarlaginu gleymir þessum atburði, jafnvel vinnufólk Frans
Gottfreðs gleýmir honum. En sjálfur trúir hann því statt og
stöðugt, að maðurinn muni koma — og hvernig ætti hann að
geta gleymt því, að hann hefir heitið honum dauða? Þjófnum
hefir óneitanlega seinkað, hann hefir orðið að fresta hef^d sinni
Ef til vill hefir hann stolið aftur og verið staðinn að því. En
einhvern tíma verður honum sleppt aftur, og þá minnist, hann
áreiðanlega Hegralækjarþorps, þar sem hann missti handlegg-
inn. Eða kannske hann dragi þetta bara á langinn, til þess að
blekkja Frans Gottfreð? Já, það er einnig þess vegna, að hann
bíður. Hann hugsar sem svo: Þegar svona mörg ár eru liðin
heldur bóndinn, að ég muni ekki koma, Hann hættir að óttast
mig. Og þegar hann uggir ekki lengur að sér, verður mér miklu
auðveldara að ná fundi hans. Eða kannske maðurinn viti, að ein
mitt kvíðinn og hræðslan eru verstu píslirnar, og þess vegna
fari hans sér ekki óðslegar en þetta. Já, þannig er náttúrlega
málið vaxið: Hann ætlar að kvelja mig nógu lengi, áður en
hann kemur og sviptir mig lífinu.
Þannig’ hugsar Frans Gottfreð upp margar ástæður þess, að
einhenti maðurinn er ekki fyrr í tíðinni en þetta.
Og það skyldi ekki bregðast, að hann hefði hundrað sinnum
lifað í huganum þá stund, er maðurinn kæmi. Hann hefir sjálf-
sagt gert sér grein fyrir því, hvernig hann á að haga sér, er
hann kemur hefnd sinni fram. En hverju sem hann kann að
finna upp á, þá skal hann ekki koma Frans Gottfreð á óvart
Já, það eru bráðum liðin þrjátíu ár síðan hinn örlagaþrungni
atburður gerðist þennan sunnudag þarna á móðugum rúgakr-
inum, en Frans Gottfreð er enn hræddur við ínanninn einhenta
Undir eins og vart verður einhvers ókunnugs manns í grennd-
inni, hleypur hann innan í hann, þessi dularfulli titringur, og
hann getur ekki annað en spurt:
— Hann hefir víst ekki verið neitt örkumlaður, þessi ókunni
maður?
Og Hermann, sem gengur milli manna og þiggur mat af öðr-
um og sefur þar, sem hann finnur eitthvað skot til þess að
hreiðra um sig í, — hann aumkar þessa aðþrengdu sál, sem
þjáist undir fargi óttans. J>annig tbúa menn sjálfum sér bölvun
þannig binda þeir hendur sjálfra sín. Eitt sinn var Hermann
gamli líka í slíkum fjötrum, en svo gerðist það dag nokkurn
að hann rölti út að kræklóttri birkihríslu með reipi í hend-
inni, og þá uppgötvaði hann, að hann var frjáls.
Og hér er Frans Gottfreð, húsbóndinn á bænum, fjötraður
af einhverri jakkaermi, sem endur fyrir löngu hafði seilzt til
hans, og rödd manns, sem sagði:
— Ég veit, var þú sefur!
Snotur morgunkjóll úr ó'dýru
efni.
— Hvað hefir þú g ert?
Þóra, sumarstúlkan hjá Páli, furðar sig á húsmóður sinni
sem virðist alls ekki vita, hvað hún vill. Þetta æðir hún fram
og aftur, aftur og fram; það var bókstaflega óútreiknanlegt
hvar henni gat að lokum dottið í hug að nema staðar. Til dæmis
þetta með mjaltirnar. í upphafi, þegar Þóra kom fyrst á heim
ilið, var henni sagt að mjólka kýrnar niðri við vatnsbólið bæði
kvölds og morgna. En þegar fáeinir dagar voru liðnir, kvað
húsmóðirin upp úr með það, að hún vildi sjálf mjólka á kvöldin
En það leið ekki á löngu, áður en hún breytti til; það átti að
vera eins og áður — Þóra átti að mjólka bæði kvölds og morgna
Og 'stúlkan fór að verða ergileg út af því, að. það skyldi alltaf
verið að breyta til; það var sannarlega ekki hægðarleikur að
muna, hvenær hún átti ekki að fara, þegar húsmóðirin gaf
rýjar fyrirskipanir annan hvorn dag.
Og nú eftir tæpa viku kom Margrét og hafði breytt ákvörðun
sinni í þriðja-skipti: Nú vildi hún aftur mjólka sjálf á kvöldin
Hvers konar háttalag er þetta? Gat hún aldrei afráðið þetta end
anlega? Ef maður hefði nú bara vitað einhverja'ástæðu til þessa
hringlanda. Stúlkunni fannst hún höfð að leiksoppi. Húsmóðirin
hélt sjálfsagt, að hún hreytti ekki kýrnar elns vel og vera bæri
en ef hægt var að notast við mjaltir hennar á morgnana, þá ætti
JtJLLI OG DtJFA
Eftir JÚlV SVEIIVSSOIV.
Freysteinn Gunnarsson pýddi
Fötin okkar höfðu verið tekin til handargagns, og
allt var tilbúið.
Utan yfir ullarsokkana fórum við í hnéháa skinn-
sokka og vöfðum þvengjum í sokkabandastað.
Og utan yfir skinnsokkunum höfðum við létta sauð-
skinnsskó, sem við bundum á okkur með hælþvengjum
og ristarböndum.
Það var nú ekki hætt við því, að við yrðum vot í fæt-
urna, og þar að auki vorum við svo létt á okkur í þessum
ótabúnaði; næstum því eins og við værum berfætt.
Eftir morgunmat lögðum við af stað með sauðamönn-
unum: Nú átti að hleypa fénu út úr húsunum.
Hver hópuripn kom úr sínu húsi, og voru þeir allir
reknir saman og síðan lagt af stað upp í fjallið. En
langað var hálftíma gangur heiman frá bænum.
Uppi í fjallinu voru hryggir og kambar orðnir snjó-
ausir. Grasið kom grænt undan fönninni, og sýndist
vera góður sauðhagi.
Auðvitað höfðum við krakkarnir farið til spánska
kofans fyrst og fylgdum svo hópnum þaðan. Dúfa litla
kom líka hlaupandi til okkar undir eins og og vildi ekki
við okkur skilja.
Þegar hóparnir komu saman, varð jarmurinn svo mik-
ill, að varla heyrðist mannsins mál.
Það sýndist svo sem kindunum þætti gaman að
heilsa upp á gamla kunningja, sem þær höfðu ekki séð
svo lengi.
En sumar voru þó svo fullar af úlfúð og illindum, að
þær gátu ekki litið félaga sína- réttu auga.
Og oft sló í bardaga með þeim á leiðinni.
Þá stóðu þær fyrst hvor framan í annarri eins og illir
hanar. Síðan gengu þær fáein skref aftur á bak, beygðu
niður hálsinn og stukku síðan saman.
Þegar horn og höfuð skullu saman, varð af svo stór
skellur, að sennilegast var, að hvort tveggja hefði brotn-
að í spón. v
Þrjár eða fjórar atrennur gerðu þær í hvert skipti.
Einn bardaginn endaði með því, að önnur kindin datt
kylliflöt eins og dauð væri. En hún raknaði fljótt við úr
rotinu, reis upp og hljóp inn í hópinn. Og þegar í hag-
ann kom, fór hún að bíta í mestu makindum hjá hinum,
eins og ekkert hefði í ‘skorizt.
Nú var féð skilið eftir mannlaust og látið ráða sér sjálft.
Sjaftiar tannkrem gerir
tennurnar mjallhvítar
Eyðir tannsteini og himnu-
myndun. Hindrar skaðlega
sýrumyndun í munninum og
varðveitir með því tennurn-
ar. Inniheldur alls engin
skaðleg efni fyrir tennurnar
eða fægiefni, sem rispa tann-
^ glerunglnn. Heflr þægilegt og
hressandi bragð.
IVOTIÖ SJAFNAR TMIVKREM
KVÖLDl OG MORGNA.
Sápuverksmíðjan Sjöfn
Akureyrí
Fylgízt med
Allir, sem fylgjast vilja meS
almennum málum, verða að lesa
Tfmann.
það ekki ennþá. 8ími 2323.
Gerist áskrifendur, séuð þið
Vinnið ötullega tyrlr
Timann.
J ö r ð
í MosSellssveit
Jörð í Mosfellssveit óskast í
skiptum fyrir nýja „villu“ rétt
utan við bæinn.
Tilboð, með nákvæmum upp-
lýsingum, sendist afgreiðslu
Tímans fyrir 10. febrúar,
merkt: „JÖRГ.