Tíminn - 30.01.1945, Qupperneq 6

Tíminn - 30.01.1945, Qupperneq 6
6 TlMIW. þrtðjndagiim 30. jan. 1945 8. blað Sextngnr: r Skipaútgerð ríkisins 15 ára Valgeir Arnason bóndi að Auðbrekku Þann 10. desember s. 1. varð Valgeir Árnason bóndi í Auð- brekku í Hörgárdal sextugur. Hann er sonur hjónanna, Árna Jónatanssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu lengi. Er Guðrún nýlega látin í hárri elli. Valgeir .kvgejitist 1918 Önnu Einarsdóttur, ættaðri úr Horg- arfirði eystra. Er hún kona glæsileg og hin myndarlegasta húsfreyja í hvívetna. Þau hafa eignazt fjóra mannvænlega syni, sem stunda búskapinn með foreldrum sínum, nema þann tíma, er þeir hafa dvalið -við nám í búnaðarskólum og vlðar. Valgeir hefir jafnan stundað búskapinn af dugnaði og hag- sýni, enda bætt jörðina mikið og býr nú einu hinu myndar- legasta búi þar um slóðir. Hann hefir um allmörg undanfarin ár átt sæti í hreppsnefnd Skriðu- hrepps, sóknarnefnd Möðru- vallakirkju og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum hefir hann gegnt fyrir sveit sina. Fram- sóknarflokknum og samvinnu- stefnunni hefir hann veitt ör- uggt brautargengi. Valgeir er maður glaður, hagmæltur og hnittinn í til- svörum. Hann hefir verið ham- ipgjnnnar barn, eignazt mæta konu og gervilega syni, sem af alúð og dugnaði halda uppi merki foreldra sinna við fram- leiðslustörfin og umbætur á jörðinni. Valgeir getur því við sextugsaldurinn litið með gleði yfir farinn veg. Og væntanlega getur hann og kona hans enn um langa stund notið þeirrar ánægju að sjá erfiði margra ára bera ríkulega ávexti í trúlega unnu starfi. X. Sextíu og Símm ára: Jóii Eiríksson hreppstjórs í Volaseli Jón Eiríksson hreppstjóri og bóndi í Volaseli í Lóni austur, varð 65 ára 29. jan. Hann er Austur-Skaftfellingur 1 ættir fram, sonur hjónanna Eiríks Jónssonar og Guðnýjar Sigurð- ardóttur, er bjuggu á Viðborði og víðar á Mýrum. Föður Jóns missti snemma við en móðir hans fór til Vestur- heims ásamt nokkrum börnum þeirra, en önnur hafa alið all- an aldur sinn hér á landi. Á æsku- og unglingsárum sín- um var Jón við algeng sveitar- störf á góðum heimilum á Mýr- um og í Nesjum. Skömmu eftir tvítugsaldur fór hann í búnað- arskólann á Hvanneyri og lauk þar búfræðinámi vorið 1906. Að því loknu leitaði hann aftur til átthaganna, og gerðist þá kenn- ari í Lónssveit og vinnumaður um stund hjá séra Jóni prófasti hinum fróða á Stafafelll , en stundaði einnig á þeim árum jarðabótavinnu hjá búnaðar- félagi sveitarinnar. Vorið 1915 kvæntist Jón Þor- björgu Gísladóttur í Volaseli, sem þá var ekkja eftir fyrri mann sinn, Ólaf Sveinsson bónda þar. í Volaseli hafa þau hjón síðan búið um þrjá tugi ára, við mikla rausn og höfð- ingsskap og „gert garðinn frægan“. Er heimili þeirra al- þekkt að gestrisni, greiðvikni og alúð í hvívetna. Margir eru þeir, bgeði langferðamenn og aðrir, sem skemmra eru aðkomnir, er notið hafa þar hins bezta beina og fyrirgreiðslu, og minnast æ síðan með ánægju og þakklæti hins óvenjumikla dugnaðar og hjálpfýsi Jóns í Volaseli, en einkum þó þeir, sem glímu hafa þurft að þreyta við Jökulsá í Lóni. Er hún oft hinn versti farartálmi bæði að sumri og vetri, en yfir hana eiga margir leið, þaf sem hún rennur eftir miðri Lónssveit. Hefir kjarkur Jóns og snarræði, karlmennska og öryggi komið að góðu haldi, og þá einnig að reiðskjótar hans hafa jafnan verið vænir og traustir. Munu það ýmsir mæla, að fylgd Jóns í Volaseli eins sé þeim betri en nokkurra annara saman. Þannig er og um störf Jóns að öðru leyti, hugur hans er svo heill og drengskapur hans einlægur, að betur vinnst oft með honum einum, en þótt notið sé stuðnings frá ýmsum öðrum fleirum saman. Góðvild hans áorkar meiru en hér verði talið. Jón hefir ætíð notið og nýt- ur hins fyllsta trausts allra þeirra, sem honum hafa kynnzt. Jafnvel þeir, sem þekkja hann af frásögn annara einni, eru fljótt tilbúnir að sýna honum traust sitt og tiltrú. Við, sem þekkjum Jón, vitum að- hann verðskuldar þetta flestum fram- ar. — í sveit sinni og sýslu hefir hann lengi haft á hendi fjölda starfa í almennings þarfir. Þannig hefir hann verið hrepp- stjóri þeirra Lónsmanna í 80 ár. Sýslunefndarmaður og hreppsnefndar milli 20 og 30 ár samfleytt. Trúnaðarmaður Bún- aðarfélags íslands í meira en 20 ár í Austur-Skaftafellssýslu, og nú síðustu árin einnig í syðsta hluta Suður-Múlasýslu. Hann hefir setið flesta fulltrúafundi Búnaðarsambands Austurlands frá stofnun þess, og verið þar mikið starfandi. í yfirkjör- stjórn Austur-Skaftafellssýslu við ' alþingiskosningar hefir hann verið síðustu 25—30 árin. Deildarstjóri í Kf. Austur-Skaft- fellinga hefir hann verið frá stofnun þess eða í 25 ár, og slát- urhússtjóri á Höfn frá því að sláturhús var reist þar fyrir meira en 30 árum. Mörg þessara starfa eru unn- in utan heimilisins, og hefir Jón því mátt fórna bæði tíma og fjármunum þeirra vegna, en það hygg ég sammæli þeirra, er til þekkja, að þau hafi hann öll leyst af hendi með hinní mestu ósérplægni, drengskap og samvizkusemi. Þrátt fyrir hin mörgu störf, sem hér hafa verið nefnd að nokkru, hefir Jón rek- ið allstórt bú í Volaseli, gert jörðinni mikið til umbóta, veitt vatni á engjar, sléttað, stækkað og girt tún jarðarinnar og reist flest hús þar að nýju. Búpening sinn annast Jón af nærgætni og umhyggju, og gerir vel við hann á allan hátt, enda mun bú hans vera afurðameira en flest önnur jafnstór á þeim slóðum. Jón er gleðimaður í kunn- ingjahóp og eftirsóttur bæði í fámenni og fjölmenni, á heim- ilum og í samkvæmum, því veldur hin djarfa og karlmann- lega framkoma með hæfilegum léttleika í fasi og gamanyrðum þar, sem það á við. í sveit hans hefir ekki þótt ráð ráðið nefiia hann væri til kvaddur, og ekki er það vafamál, að áhrif hans hafa sett þar sinn svip á með- ferð og úrslit hinna ýmsu al- mennu mála, sem þar hafa á baugi verið seinustu fjörutíu árin. Jón Eiríksson er enn sem ung- ur væri, glaður og reifur, sí- starfandi með óbiluðum áhuga og öllum þeim málum, sem hann hefir á hendi haft og almennri velfarnan í héraði sínu og sveit, ætíð boðinn og búinn til átaka um aðstoð og hjálp þar, sem þörfin er fyrir og hann nær til. Við vinir Jóns og kunningjar óskum þess að honum megi sem lengst auðnast það að starfa að áhugamálum sinum, en þau eru allt það, sem styður áð al- mennings heill. J. fv. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. (Fra.mha.ld af 3. síðu) fást meira við bjarganir- en áð- ur, og hefir þetta síðan verið mikilvægur liður í starfi þeirra. Hefir Skipaútgerðin í þessu sam- bandi keypt björgunardælur af ýmsum stærðum og annan út- búnað fyrir skipin, ráðið fastan kafara á Ægi o. fl. Á árunum 1930—1944 höfðu varðskipin bjargað erlendum skipum sem hér greinir: 17 brezkum og 2 þýzkum botnvörp- ungum, 2 norskum fiskiskipum af línuveiðarastærð og 3 stór- um erlendum vöruflutninga- skipum. Varðskipin höfðu á sama tíma veitt fleiri erlend- um skipum ýmis konar aðstoð, án þess að slíkt gæti talizt til beinnar björgunar. Þau hafa og árlega veitt fjölda innlendra skipa ýmiskonar beina aðstoð og björgun, og kom slíkt fyrir í 40 skipti árið 1943 og í yfir 60 skipti árið sem leið. Hefir þörf fiskibátanna i þessu tilliti auk- izt hröðum skrefum hin síðari árin, og verður að kenna því um, að þá skorti mjög varahluti til vélanna. Svo er ákveðið í lögum, að ís- lenzku varðskipin mega ekki taka björgunarlaun með hagn- aði af innlendum fiskiskipum, sem vátryggð eru- í bátaábyrgð- arfélögum, og er því aðeins tek- in þóknun, miðað við beinan til- kostnað, fyrir aðstoð við þessi skip. En fyrir björgun annarra skipa hafa varðskipunum á starfstíma Skipaútgerðarinnar áskotnazt tekjur, sem nema í kringum 1.3 milj. kr., að frá- dregnum beinum útlögðum kostnaði. Auk þessa hafa skips- hafnir varðskipanna fengið greiddar í kringum 440 þús. kr. í björgunarlaun, í sinn hlut, vegna sömu skipa. • Tnndurduflahættan. Eftir að verulega fór að bera á því, að tundurdufl rækju hér að ströndum landsins og siglinga- leiðum- meðfram þeim, hefir Skipaútgerðin tekið á móti flest- um tilkynningum þessu viðkom- andi og séð um opinbera birt- ingu þeirra, ef ástæða hefir þótt til að aðvara almenning. Skipaútgerðin beitti sér fyrir því á sínum tima, að nokkrlr íslenzkir menn búsettir á þeim svæðum, þar sem mest hefir rekið af tundurduflum, lærðu að gera þau óvirk, til þess að hægt væri að grípa til þeirra, ef á lægi, þegar erlenda setuliðið hefði ekki tiltæka menn. Hefir Skipaútgerðin yfirleitt haft alla( milligöngu við setuliðið í sam- bandi við þetta mál og einnig varðandi innheimtu á reikning- um íslenzkra manna fyrír að- stoð við erlenda setuliðsmenn starfandi að því, víða um land, að gera sjórekin tundurdufl ó- skaðleg. Þá hafa varðskipin gert fjölda rekandi tundur- dufla óskaðleg, með því að skjóta þau í kaf með rifflum, sem fengnir voru hjá setulið- inu. Samkv. framangreindu hefir Skipaútgerðin haft bein eða ó- bein afskipti af hér um bil 2000 tundurduflum samtals. Innkaupadeildin. Skipaútgerðin hefir frá byrj- un haft innkaupastarfsemi fyr- ir sig, til þess að fá ýmis konar nauðsynjavörur með heildsölu- verði, sem annars hefði þurft að kaupa í smásölu. Hafa sjúkrahús ríkisins og ýmsar op- inberar og hálf-opinberar stofn- anir hagnýtt sér þessa starfsemi Skipaútgerðarinnar að verulegu leyti, miðað við þarfir stofnan- anna. Starfsemi þessi hefir samt beðið mikinn hnekki vegna þess verzlunarófrelsis, sem ríkt hefir, einkum síðan styrjöldin skall á. Ýmis konar starfsemi. Ríkisstjórnin hefír á starfs- tíma Skipaútgerðarinnar falið henni að sjá um margs konar starfsemi í lengri eða skemmri tíma. Flest ár hefir Skipaútgerðin látið eitt af varðskipunum vinna að sjómælingum einhvern hluta sumarsins. Hafa aðallega farið fram mælingar á Breiðafirði og Húnaflóa. Veturinn 1931—32 rak Skipa- útgerðin tvö flutningaskip, sem önnuðust í 3 mánuði útflutning á ísvörðum fiski fyrir samband fisksölusamlaga Austfjarða. Strandferðaskip Skipaútgerð- arinnar hafa og oft verið í milli- landasiglingum, til þess að sjá þeim fyrir verkefnum og reyna að draga úr hallanum á strand- ferðunum. Þannig var gamla Esja í 2—3 mánuði á hverju sumri 1936—1938 í siglinguim milli Reykjavíkur og Glasgow. Var sýnilegt, að þær siglingar áttu framtíð fyrir sér, ef hægt hefði verið að halda þeim á- fram. En raunar máttu lands- menn vart missa nefnt skip til þessa, enda þótt mikið væri, þá eins og nú, hægt að ferðast land- veg að sumrinu. Og hætt er við, að landsmenn kunni því illa, að nýja Esja verði tekin til millilandasiglinga eftir stríð, meðan hún er ein slíkra skipa í strandferðunum. Greiðslu- geta landsmanna til ferðalaga innan lands er og miklu meiri nú en var fyrir stríð, og miklu hagstæðaTa að reka nýju Esju, en það gildir þó auðvitað ekki síður að því er millilandasigl- ingar snertir. Oft hefir verið gripið til Skipaútgerðarinnar, til þess að útvega eða reka flóabáta, sem annars hafa að jafnaði verið í höndum annarra aðila. Má t. d. nefna það, að eftir að ferjubát- urinn Fagranes, sem gekk á milli Akraness og Reykjavíkur, var seldur, haustið 1942, sá Skipaútgerðin um þær bátaferð- ir, þar til vorið 1944, að Akra- neskaupstaður tók þær að sér. Starfsmaimaf jöldi og velta. Skip þau, sem Skipaútgerðin hefir að undanförnu rekið, hafa kostað að meðaltali kringum 40 þús. kr. á dag allt árið, auk fylgireksturs og fylgifjárveltu, sem hefir verið geysilega mikil. Hafa að jafnaði starfað á skip- um þessum um eða yfir 150 manns, en með skrifstofufólki og pakkhúsmönnum, starfandi nokkurn veginn að staðaldri hjá útgerðinni í Reykjavík, má telja fasta starfsmenn kringum 200. Auk þessa tekur stofnunin mik- ið af lausavinnumönnum, aðal- lega við vöruafgreiðsluna, og má 'marka það nokkuð á því, að fyrir síðastliðið ár hefir stofn- unin gefið upp til skattstof- unnar í Reykjavík launagreiðsl- ur til 960 manna, samtals um 7 milj. kr. Beinar og óbeinar inn- lendar launagreiðslur við Skipa- útgerðina hafa þó varla numið undir 10—11 milj. kr. árlega, á síðastliðnum tveim árum. Eru samt ekki meðtalin landvinnu- laun hjá um 60 afgreiðslumönn- um Sklpaútgerðarinnar utan Reykjavíkur, því að þeir reka allir upp- og útskipun fyrir eigin reikning. í þessu sambandi er það at- hyglisvert, að milliþinganefnd sú, er starfaði að hinu nýja frumvarpi til launalaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, taldi aðeins fært að taka skrifstofu- fólk og verkstjóra Skipaútgerð- arinnar inn í launalög, og tek- ur þó þetta fólk aðeins sem svarar 5% af beinum heildar- launagreiðslum við stofnunina. Meiri hluti Alþingis virðist ekki heldur sjá ástæðu til breyt- inga í þessu efni, enda þótt hann hafi fellt ýmsar stofnanir, svo sem bankana, Tryggingar- stofnun ríkisins, Fiskifélagið og Brunabótafélagið út úr frum- varpinu. Þetta er nú hin full- komna endurskoðun og sam- ræming launa hjá opinberum starfsmönnum. ORÐSENDING tll kaupcuda Tlmans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, Vinnið ötullega fyrir Títnann. Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Þegar eldsvoða ber að höndum brenna nálega í hvert sinn óvátryggðir innanstokksmunir. — Frestið ekki að vátryggja innbú yðar. SAVON de PARÍS mýkir húðina og styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ og ver hana kvillum. iVOTIÐ SAVON F ramsóknar menn í Reykjavík Það er kunnara en frá þurfi að segja hversu erfiðlega gengur að útvega börn eða unglinga tii að bera blöðin út til kaupenda í bæinn og koma þessi vandræðl að sjálf- sögðu hart niður á Tímanum, ekki síður en öðrum blöðum. Það eru því vinsamleg tilmæli afgreiðslunnar til Fram- sóknarmanna í Reykjavík, að þeir bregðist nú vel við og geri það sem unnt er til að útvega fólk til að bera blaðið til kaupendanna. Blaðið hefir nokkrum sinnum áður snúið sér til flokksmanna í sömu erindum, þegar mikils hefir við þurft. Hefir það oftast gefið góða raun og mun svo einnig fara að þessu sinni. Allar iiáiiart upplýsingar um þessa hluti gefur Þórdur Þorsteinsson Sími 2323 Raítækjavínnustoían Selfossi framkvæmir aUskonar rafvirkjastörf. ORÐSENDING TIL KAUPEIVDA TÍMAJVS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.