Tíminn - 13.02.1945, Síða 6

Tíminn - 13.02.1945, Síða 6
6 TÍMIM, þriðjnclagiim 13. febr. 1945 12. blað Áttræðnr: Olafnr Bjórnsson bóndi á Árbakka á Skagaströnd Ólafur Björnsson, bóndi á Ár- bakka á Skagaströnd, er átt- ræður á morgun, 14. febr. Hann er fæddur í Finnstungu 1 Blöndudal 14. febr. 1865. Að honum standa traustar og kjarnmiklar ættir, búhöldar dugnaðarmenn og gáfumenn. í beinan karllegg er hann kominn af hinum stórbrotna bænda- höfðingja, Guðmundi Björns- syni í Höfnum á Skaga og síðar á Auðólfsstöðum í Langadal (d 1787). Hann var kallaður Skaga- köngur meðan hann bjó í Höfn- um, en ættaður var hann úr Miðfirði. Björn bóndi í Finns- tungu (d. 1872), faðir Ólafs á Árbakka, var sonur Ólafs bónda á Auðólfsstöðum (d. 1836) Björnssonar bónda á Auðólfs- stöðum (f. 1748, d. 1821) Guð- mundssonar Skagakóngs í Höfn- um. Kona Ólafs á Auðólfsstöð- um, föðurmóðir Ólafs á Ár- bakka, var Margrét dóttir Snæ- björns prests í Grímstungum í Vatnsdal Halldórssonar biskups á Hólum Brynjólfssonar. Mar- grét þótti einna bezt að sér ger um vitsmuni og verklag þeirra kvenna, er henni voru samtím- is í nærsveitum og þó víðar væri farið. Meðal barna þeirra Ólafs á Auðólfsstöðum og Margrétar voru séra Arnljótur Ólafsson á Sauðanesi, hinn mikli vitmað- ur og skörungur, Björn eldri, bóndi í Eyhildarholti, faðir Rögnvalds í Réttarholti í Skaga firði, og Ingibjörg, móðir Jónas ar Illugasonar fyrrum bónda í Brattahlíð í Svartárdal, hins gagnmerkasta manns. Kona Björns í Finnstungu, móðir Ól- afs á Árbakka, var Anna Lilja Jóhannsdóttir á Þorbrands- • stöðum í Langadal Jónssonar. Var hún, lengra fram, komin af góðum skagfirzkum og eyfirzk- um ættum. Móðurfaðir hennar var Vorm Beck á Geitaskarði, kunnur efnabóndi á sinni tíð. Þau Björn í Finnstungu og Anna kona hans áttu mörg börn, dóu sum í æsku, en sjö náðu fullorðinsaldri. Kunnastir þeirra systkina eru, auk Ólafs, þeir Sigvaldi bóndi á Skeggs stöðum í Svartárdal og Arnljót ur Olson fyrrum bóksali á Gimli íNýjaíslandi.Birni í Finnstungu er svo lýst, að hann hafi verið 1 stærra lagi meðalmaður á vöxt, dökkhærðú?^ yfirbragðs- mikill, stórlátur nokkúð,. hæg- látur og festulegur, vel greindur, rökfastur og lét ógjarna hlut sinn. -Hefir Ólafur um margt líkzt föður sínum, og flest hef- ir hann, að því er virðist, sótt í föðurætt sína. Ólafur missti föður sinn sjö ára gamall. Varð hann ungur að sjá sér borgið sjálfur, var í vist- um á ýmsum stöðum og átti mis- jafna ævi eins og títt var um umkomulitla unglinga á- þeim tímum. En hann átti sér þann metnað, ættgengan, að vilja „komast áfram í lífinu“, eins og það var orðað þá, og sætta sig ekki við það hlutskipti að vera vinnumaðúr eða kotbóndi alla ævi. Hann elnsetti sér að menntast og mannast og kom- ast i röð þeirra, er framarlega stóðu að áliti og mannvirðingu. Og hefir þetta ávallt verið draumsjón og markmið vel gefinna og framgjarnra æsku- manna. Ólafur var snemma kappsam- ur og vaskur verkmaður. En ekki var fljótgert að safna fé á unglingsárum hans. Kaup- gjald var lágt og Ólafur þurfti að styrkja móður sína. Hann var því hálfþrítugur maður, er efni leyfðu og ástæður, að hann færi til náms. En þá lagði hann leið sína að Möðruvöllum í Hörgárdal, í gagnfræðaskólann þar. Þaðan útskrifaðist hann vorið 1892. Það þótti ekki lítil menntun í þann tið að vera gagnfræðingur, „realstúdent" hét það þá, og leit alþýða manna úpp til svo framaðra manna. Sú varð og raunin á, að mennt- un sú, er fékkst í Möðruvalla- skóla, reyndist haldgóð þeim mönnum, sem dugur var í og entist þeim vel til að leysa af höndum margs konar trúnaðar- störf, er þeim voru falin. Að skólanámi loknu var Ól- afur um hríð verkstjóri hjá föðurbróður sínum, séra Arn- ljóti á Sauðanesi. En 18. júlí 1895 kvæntist hann Sigurlaugu Sigurðardóttur, dugnaðar- og myndarkonu, og höfðu þau kynnzt meðan hann var við nám í Möðruvallaskóla. Þeim hefir orðið tveggja barna auðið. Björn son sinn, hinn efnileg- asta mann, misstu þau 21. ap ríl 1936. Björg dóttir þeirra, er Ólafur Björnsson gift Guðmundi bónda Guð- laugssyni á Árbakka. Þau hjón hafa alið upp nokkur börn, sum að nokkru, önnur að öllu leyti, og látið sér farast við þau sem sín eigin börn. Eitt þeirra er frú Þórhildur Jakobsdóttir, kona Guðmundar Torfasonar vélstjóra 1 Reykjavik. Þau hjón fluttust að Vind- hæli og voru búlaus þar, á Spá- konufelli og Bergi í Höfðakaup stað. Stundaði Ólafur þá barna- kennslu, verzlunarstörf, vega- vinnu og önnur störf, er til féllu. Vorið 1903 flutti hann að Hofi og bjó þar átta ár, en 1911 færði hann bú sitt að Árbakka og hefir búið þar síðan. Árbakki var þjóðjörð, er Ólafur kom þangað, en Jangt er síðan hann keypti býli sitt. Fyrstu búskap- arár sín átti Óláfur held- ur erfiðan fjárhag. En með ráð- deild og hagsýni rétti hann við hag sinn og mátti kallast vel efnum búinn meðan honum entist þrek og heilsa. Jörð sína hefir hann setið vel oé gert á henni miklar umbætur í jarð- rækt og byggingum. Bú átti hann lengi gott og gagnsamt ^n heflr nú lítið um sig, enda hefir mæðiveikin stráfellt að kalla má sauðfjárstofn hans. Ólafur hefir alltaf haft mikið yndi af hestum og þótti glögg- ur og góður fjármaður. Er Ólafur kom fyrst í Vind- hælishrepp, var þar mestur at- kvæðamaður Árni Jónsson á Þverá í Hallárdal. Hann hafði þá verið hreppstjóril full þrjá- tíu^ ár og lengi oddviti. Var hann höfuðskörungur, en nú tekinn að eldast og þreytast og farinn að hugsa til að fá störf sin í hendur yngri mönnum,þótt nokkuð drægist enn að af því yrði. Ólafur var kosinn i hr'epps- nefnd vorið 1901 og tók við odd- vitastörfum af Árna, er hann sleppti þeim, vorið 1910. Hann var síðan löngum í hreppsnefnd til vors 1938, samtals í 26 ár. Oddviti var hann 1910—1913 og 1919—1937, alls í 21 ár. Ól- afur var þegar atkvæðamikill í hreppsnefndinni og lét mikið til sín taka sveitarmál öll, en maðurinn kappsamur og fylginn sér og deilumál mörg á dagskrá löngum. Verður ekki' sagt, að hann sæti á friðstóli, og er hitt sanni nær, að hann hafi ekki hliðrað sér hjá „að kenna til í stormum sinna tíða“. Oddvita- starfið í Vindhælishreppi var ekkert leikfang, svo víðlendur sem hreppurinn var og mann- margur og ólík einatt sjónar- mið hinna ýmsu hreppshluta. Við það réðu ekki aðrir en þeir, sem mikið áttu hjá sér, ein- beittir menn og stjórnsamir. Ólafur hafði tvo um sjötugt, er hann lét af oddvitastörfum. Má af því nokkuð marka, hvert traust var til hans borið, og að málum þótti vel borgið undir forsjá hans. Og þó stjórn hans Sextngm*: «fón Qunnarsson Móbergi á Húsavík Að haustlagi — fyrir hér um bil þrjátíu árum — fór dag nokkurn aðeins einn bátur í fiskiróður frá Húsavík. Þetta var lítill bátur með þriggja manna áhöfn. Alldjúpt út og vestur i Flóanum' lögðu bátverj- ar línu sína. Blikur landáttar voru í lofti. Nokkur vindaköst meðan lögð var línán, en svo sléttlygndi. Legið var yfir lín- unni venjulegan tíma og síðan farið að draga. En ekki var nema skammt komið línudrættinum, þegar afspyrnurok skáll á, — eitt hið allra sterkasta landátt- arrok, sem kemur á Skjálfanda- flóa, — og æsisjór um leið. Formaðurinn, yfirburða karl- mannlegur maður með framúr- skarandi fallegar herðar og fum- laus tök, skellti sundur línuás- inn, þar sem komið var; — ftm annað var ekki að gera, ef eigi skyldi strax taka gistingu að Ægi. Nú hjálpuðust allir að: stýri var krækt fyrir, mastur reist, stagir strengdir og stór- seglið bundið í litla þríhyrnu, — meiri seglbúnaður kom ekki til greina. Formaður settist síðan við stýrið og brá stjórntaumunum um herðar sér. Skípaði hann öðrum hásetanum að leggjast fram í barka bátsins, til þess að- hleðsla yrði jafnari og bát- urinn færi sem bezt að hægt væri í sjó. Hinum sagði hann að taka austurtrogið, gæta þess eins og handa sinna, og ausa eftir þörfum. Svo var siglt til lands. Stund- um var hleypt undan sjóum í átt langt norður á Tjörnes, en þó svo vel snúið á storminn og öldina hinn sprettinn, að tekin var að lokum. næsta lending norðan -við Húsavík, — Bakka- krókur. Húsvíkingar töldu sig menn þessa úr helju heimt .hafa. Daginn eftir sóttu bátverj- arnir far sitt í Bakkakrók og reru því heim. Þá sýndi formað- ur hásetum, að stjórntaumarnir, sem hann hafði stýrt með dag- inn áður, voru ekki sterkari en það, — miðað við krafta hans, - að hann sleit þá nú hvað eftir annað milli handa sinna. Orð hafði hann engin um þetta. * Formaðurinn var Jón Gunn- arsson, Móbergi í Húsavík. Hinn 19. f. m. varð Jón sextugur að aldri. Þá sagði annar hásetinn, — í gestaboði á heimili Jóns, — frá þessum atburði, sem hann kvaðst muna svo lengi sem hann lifði. Vel hafði verið stýrt. Oft hafði sýnilega þurft að beita skjótum átökum, en á eftir sást, að kröftunum hafði líka orðið að stilla i hóf. Þarna hafði farið saman gæfa og gjörvuleiki. Fleiri hliðstæðar sögur eru til Jón Gunnarsson af sama manni, en ekki rúm til að segja þær hér. Jón Gunnarsson er fæddur 19. jan. 1885 að Meðalheimi á Sval bajðsströnd í Suður-Þingeyjar sýslu. Foreldrar hans vorú hjón- in Gunnar Jósefsson og Guðrún Jónsdóttir. Hann Bárðdælingur að ætt, en hún Ljósvetningur. Með . foreldrum sínum fluttist Jón, tveggja ára gamall, að Nátt- faravíkum, og eftir 16 ára dvöl þar með þeim til Húsavíkur. Hefir hann verið í Húsavík síðan. Árið 1909 giftist Jón Sigur- hönnu Sörensdóttur Einarsson- ar Irá Máná á Tjörnesl, — ágætri konu og myndarlegri. Eignuðust þau álta börn. Þrjú börnin eru dáin, en hin öll bú- sett í Húsavík. Jón hefír lengst af síðan hann kom til Húsavíkur stundað sjó á aðalvertíð þar. Um alllangt skeið hefir hann á vetrum starf- að hjá Kaupfélagi Þingeyinga (Framhald á 7. síðu) á málefnum sveitarinnar væri einatt gagnrýnd og stundum óvægilega, mun þó mega segja með sannindum, að hann leysti þann vanda af höndum svo vel var og oft með ágætum. Verzlunarfélag Vindhælinga, sem nú heitir Kaupfélag Skag- strendinga, var stofnað 1907. Ólafur var einn af stofnendum og helztur hvatamaður. Fyrstu þrjú árin var hann formaður þess og framkvæmdastjóri og í stjórn þess nærri óslitið til 1934. Lét hann þar, sem annars staðar, er hann kom að málum, mikið til sín taka og hefir ávallt borið hag og velgengni félags- ins mjög fyrir brjósti. Hann átti mikinn þátt í þroska þess og viðgangi, tók nærri sér er það varð fyrir skakkaföllum og sá oft lengra fram í verzlunarmál- unum en aðrir forráðamenn fé- lagsins. Ákveðnari og einlægari samvinnumaður en Ólafur Björnsson á Árbakka mun vand- fundinn. í nálega hálfa öld hefir Ól- afur verið einn af helztu og at- kvæðamestu mönnum sveitar sinnar. Þegar barizt hefir verið fyrir framfara- og félagsmálum, hefir hann jafnan verið í fylk- ingarbrjósti, vígreifur bardaga- maður, öruggur til sóknar og varnar. Ekkert hefir verið fjær honum en gefast upp, þótt illa horfði stundum um hugðarmál hans, og aldrei hefir hann látið hlut sinn meðan stætt var. Ólafur er að eðlisfari skap- ríkur maður og örgeðja. Og eins og oft vill verða um mikilhæfa skapmenn, var hann ráðríkur og óvæginn og harðskeyttur and- stæðingur. Á hinn bóginn er hann maður sáttfús og er ekki gjarnt að erfa misklíðir við menn. Á fundum var Ólafi heldur stirt um mál. En þrátt fyrir það var löngum veitt meiri athygli máli hans en margra þeirra, sem sléttmálir eru og flaumtal- andi. Því olli skaphiti og sann- færingarkraftur, er hann lagði í orð sín, þegar honum fannst nokkuð við liggja. En væri hon- um orðin ekki ávallt sem tiltæk- ust í mæltu máli á fundum, varð annað uppi, er hann hélt á pénna. í þessum raunsæja manni, er lítur smáum augum draumóra og skáldagrillur, er þrátt fyrir allt listræn æð, er sjaldan fær útrás og varla hefir annars staðár bi’rzt en í bréfum hans, því annað hefir hann varla skrifað, ekki einu sinni þlaða- grein svo vitað sé. Eins og vita má um mann, er svo lengi hefir gegnt odvitastarfi, hefir Ólafur skrifað mikinn fjölda bréfa, allt frá stuttum tilkynningum að umfangsmiklum málsskjölum og fært allt af stakri samvizku- semi í bréfabók. Ekki er líklegt að þau verði lesin héðan af, því almennt mun svo litið á, að slík skrif sé lélegar bókmenntir. En einkennilega víða bregður þar fyrir hjá Ólafi ritleikni og jafn- vel stílsnilli, er margur, sem tel- ur sig rithöfund, væri fullsæmd- ur af. Þegar bezt liggur á Ólafi, er sem hann leiki handsöxum, og er þá allt á lofti í senn, glettni, ádeilur og viðamiklar röksemdafærslur. Þrátt fyrir háan aldur er Ól- afur enn ern og hress í skapi og fylgist af áhuga með sveitarmál- efnum og því sem um er að vera í landsmálunum, þó sjálfur hafi hann nú „lagt af að sjá“. Við, sveitungar Ólafs og sam- starfsmenn, minnumst hans sem eins hins svipmesta og minnisstæðasta manns, er við höfum kynnzt. 4. febr. 1945. Magnús Björnsson. Samband ísl. samvinnufélagtu SAMVINNUMENN: í kaupfélaginu fáið þér vöruna fyrir sann- virði. SAVOJS de PARÍS míjhir húðina or/ styrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ og ver hana kvillum. IVOTIÐ SAVON Sjaínar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- ~k glerunginn. Hefir þægilegt og hressandl bragð. JVOTI0 SJAFISIAR TANMKREM KVÖLOí OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjöfn Akurcyrí Raftækjavinnustofan Selfossi framkvæmir allskonar rafvirk jastörf. ORÐSENÐING TIL KAIJPEIVDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vln- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.