Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 2
2 TÍWIM, liriðjiiclagiiin G. marz 1945 18. blað Þriðjudatiur 6. marz Vargar í véum Það er víst, að hefði alþýða manna átt að svara þeirri orð- sendingu Krímarfundarins, að íslendingar fengju ekki sæti á San Francisco-ráðstefnunni, nema þeir segðu Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur, hefði svar hennar orðið á einn veg: Heiður íslendinga leyfir þeim ekki að birta mikilmennskuleg- ar yfirlýsingar, sem yrðu aldrei meira en orðin ein, þar sem þeir hafa hvorki vopnavald né mannafla til að standa við þær, enda þykjast þeir líka hafa háttað þannig sambúð sinni við hinar sameinuðu þjóðir, að þeir séu fullkomlega hlutgengir í samstarfi þeirra. Hefði þjóðin staðið einhuga um þetta svar, má telja efalítið, að sérstaða hennar hefði verið tekin til greina, eins og líka hef- ir verið gert hingað til af Bret- um og Bandaríkjamönnum. Ein- ing þjóðarinnar um slíkt svar hefði gefið því stórkostlega auk- ið gildi í augum hinna erlendu aðila. En því miður hefir meðal ráðamanna þjóðarinnar í ríkis- stjórn og á Alþingi ekki ríkt sá samhugur um þetta mál, sem skyldi. Með því hefir áreiðanlega mikið tapazt. Þessi óeining er fyrstu aug- lýst með því, að haldnir eru lokaðir þingfundir dag eftir dag og þannig sýnt, að ekki ríkir þar eining um málið. Alþingi þarf marga daga til að ganga frá svari, er hver íslendingur, sem stjórnast af íslenzkum sjónar- miðum, hefði getað gefið fyrir- varalaust. Þegar svo loksins, aö Alþingi hefir gengið frá svari, fer annað aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar, Þjóðviljinn, á stúfana og ræðir þannig um málið, að auðsýnt er, að það er andstætt hinni ís- lenzku afstöðu. í forustugrein blaðsins 28..f. m. er varpað fram og svarað jákvætt spurning- unni, „hvort nokkur fórn sé færandi til að fá sæti meðal hinna sameinuðu þjóða“, og í sama blaði er svo farið þeim orðum um styrjaldaryfirlýsingu Sýrlendinga, að „þeir hafi öðlazt þann stjórnmálaþroska, er veitir þeim hvarvetna hlutgengi í sambúð og viðskiptum sam- einuðu þjóðanna“. Þótt hér sé á rósamáli talað, getur enginn villzt um það, er á bak við býr. íslendingar áttu að færa „fórnina", þ. e. að fara í stríðið, og þeir hafa ekki „öðl- azt stj órnmálaþroskann", er gerir þá hlutgenga í sambúð sameinuðu þjóðanna. í blaðinu er hins vegar ekki eitt orð um það, að íslendingar hafi með sambúð sinni við sam- einuðu þjóðirnar á undanförn- um árum og þeim fórnum, sem þeir hafa fært í því sambandi, gert sig hlutgenga til samstarfs- ins á komandi tímum. Þessi aðstaða annars helzta stjórnarblaðsins hefir áreiðan- lega ekki farið fram hjá hinum erlendu áhorfendum. Jafnframt hafa þeir fengið fulla skýringu á óeiningunni á Alþingi. Ráða- menn þjóðarinnar eru klofnir í málinu. A. m. k. einn flokkur, Sósíalistaflokkurinn, vill fara eftir áskoruninni og láta ís- lendinga fara í styrjöldina. Þegar hinir erlendu aðilar vega og meta svar íslendinga, mun það vissulega hafa sitt að segja, að þeim er þannig kunn- ugt um, að íslendingar standa ekki einhuga að baki því. Það mun einnig hafa sín áhrif, ef svarið er ekki sem greinileg'- ast, vegna þess, að einhverjir aðrir aðilar hafa af vaidaá- stæðum reynt að teygja sig sem lengst til samkomulags við flokkinn, sem vildi fara í stríðið. Afleiðingar alls þessa geta orðið á ýmsa vegu, en þó allar óhag- stæðar íslenzka málstaðnum. Það er ekki bfsagt,. að sá flokkur, er hér hefir unnið svo andstætt íslenzkum hagsmun- um, að hann hefir í fyrsta lagi viljað hrlnda íslendingum í styrjöldina, og í öðru lagi veikt aðstöðu þeirra til að komast í samstarf sameinuðu þjóðanna, ERLENT YFIRLITs w Oeirðírnar í Rúmeníu Tildrög veltuskattsins. Aðalblöð stjórnarinnar hafa nú hafið mikinn samsöng til réttlætingar veltuskattinum. Rökin éru eins og vænta mátti blekkingar og uppspuni. Morgunblaðið segir 1. þ. m.: „Andstaða Framsóknarmanna gegn veltuskattinum er að verða hlægileg. Þeir vita ofur vel, að ríkissjóður verður að fá þessar tekjur, ef Alþingi ætlar að standa við þær skuldbindingar, sem það hefir tekið á sig, og þar á meðal allur Framsóknarflokk- urinn. Þeir hamast gegn veltu- skattinum, en benda ekki á neina aðra tekjuöflunarmögu- leika í staðinn“. Þjóðviljinn segir sama dag, í frásögn af umræðum um veltu- skattinn á Alþingi: „Pétur Magnússon fjármála- ráðherra sýndi fram á í svari til Eysteins Jónssonar hvernig hin mikla tekjuþörf ríkissjóðs væri bein afleiðing af uppbótarstefn- unni, þingið hefði verið búið að skuldbinda sig til að greiða tugi miljóna króna uppbætur á land- búnaðarafurðir, og það sæti sízt á Framsóknarmönnum, sem manna mest hefðu beitt sér fyrir uppbótarfargáninu, a)ð hneykslast á því að ríkisstjórnin yrði að afla tekna til að mæta þeim gífurlegu útgjöldum“. Þessi ummæli fjármálaráð- herrans, Mbl. og Þjóðviljans sýna, að það er tilgangur þess- ara aðila að telja mönnum trú um, að þurft hafi að afla nýrra tekna, er næmu veltuskattin- um, vegna niðurgreiðslnanna á afurðaverðinu. Þessi blekking verður strax augljós, þegar það er athugað, að niðurgreiðslurnar verða sízt hærri nú en í fyrra. Ríkissjóð- ur hefði þvi ekki þarfnast meiri tekna nú en þá, ef útgjöld hans hefðu ekki aukizt af öðrum á- stæðum. Nýju skattarnir eru þannig ekki afleíðing niður- greiðslnanna, heldur þess, að ýms önnur útgjöld hafa verið stóraukin. Sú þessara útgjalda- hækkana, sem mest munar um, eru nýju launalögin. Þau hækka ríkisútgjöldin urn einar 8 milj. kr., en tekjurnar af veltuskattinum eru áætlaðar aðeins meiri. Ef launalögin hefðu ekki verið samþykkt, hefði veltuskatturinn orðið 'ó- þarfur. Þessi eru höfuðtildrög veltu- skattsins. Tildrög hans eru ýms aukin útgjöld, er stjórnar- flokkarnir bera einir ábyrgð á. Það er í góðu samræmi við ann- án stríðsyfirlýsingar, hafi unn- ið sér fullkomlega til óhelgis. Þingmenn hans og ráðherrar eru vissulega vargar í véum þjóðar- innar. Oft hefir þjóðin fengið að reyna, hve lítið þessi flokkur skeytir um íslenzka hagsmuni og hve fullkomlega hann hlítir erlendum áskorunum, ef ákveð- ið stórveldi stendur að þeim. Áldrei hefír þó þjóðin fengið gleggri sönnun fyrir hinni er- lendu, þjóðháskalegu afstöðu flokksins, og nú. Hefði þessi flokkur fengið að ráða, væri þjóðin nú komin í styrjöld með algerri vansæmd, þar sem hún hefði ekki minstu hernaðarlega getu til að standa við stríðsyf- irlýsingu sína, en hætta sjó- manna hennar hefði þó verið stóraukin og mörg hundruð fs- lendinga á meginlandi Evrópu hefðu verið settir í fangabúðir og fangavinnu. Mætti í því sam- bandi vel á það minna, að eitt sinn taldi þessi flokkur ekki annað utanríkismál stærra en að losa tvo núv. þingmenn kom- miánista úr brezku gæzluvarð- haldi! Helzta vonin til þess, að þessi þjóðháskalega klofningsaðstaða Kommúnistaflokksins verði svo ekki til að spilla fyrir þátttöku íslendinga í samstarfi samein- uðu þjóðanna, er fólgin í því, að reynsla Breta og Bandaríkja- manna sannar þeim, að það er ekki vinfengið við málstað lýð- ræðisins og sameinuðu þjóð- anna, er veldur afstöðu flokks- ins nú. Þessi flokkur reyndi á sínum tíma að spilla á allan an heiðarleik þeirra, að krefjast þess af andstæðingunum, að þeir afli tekria til að mæta útgjöld- um, er þeir hafa greitt atkvæði á móti, eins og t. d. launalögun- um. Niðurfærsluleiðin og niðurgreiðsluleiðin. Sú fullyrðing stjórnarblað- anna, að Framsóknarflokkur- inn hafi sérstaklega barizt fyr- ir niðurgreiðslustefnunni, er einhver sú versta blekking, er stjórnarflokkarnir hafa viðhaft, og er þá mikið sagt: Framsókn- arflokkurinn hefir alltaf bent á niðurfærzlu verðlags og kaup- gjalds, ásamt hliðstæðum á- lögum á stríðsgróðann, sem að aðalúrræði í dýrtíðarmálnu. Hef ir hann alltaf verið reiðubúinn til samstarfs við sérhvern þann aðila, er hefir viljað fara þessa leið. Hann hefir jafnan talið niðurgreiðsluleiðina vandræða- úrræði, er aðeins yrði notazt við til bráðabirgða. Flokkurinn lagði alveg sér- staka áherzlu á þetta síðastl. haust. En enginn hinna flokk- anna fékkst til annara dýrtíð- arráðstafana en að halda áfram niðurgreiðslunum. Það er því eigi sök Framsóknarflokksins, að sú leið var valin, heldur er það algerlega verk stjórnar- flokkanna. Flokkurinn kaus þó heldur að styðja hana en að sleppa dýrtíðinni alveg lausri. Þess vegna greiddi hann at- kvæði með dýrtíðarlögunum. Það sést nú vissulega, að heppilegra hefði verið að fara niðúrfærsluleiðina, sem Fram- sóknarflokkurinn beitti sér fyrir, en niðurgreiðsluleiðina, er stjórnarflokkarnir ákváðu að fylgja áfram. Þetta er meira að segja orðið svo ljóst, að jafnvel sumir helztu forsprakkar stjórnarflokkanna eru farnir að viðurkenna, að þessari leið verði ekki hægt að fylgja lengur, þótt hins vegar séu ekki farin að sjást merki þess, að þeir ætli að breyta samkvæmt þeirri skoðun sinni í verki. Blekking fjármálaráðherra. Fátt er öllu grátbroslegra en þegar fjármálaráðherann tekur til að afsaka sig með því, að hann og stjórnarflokkarnir hafi verið skuldbundnir til 'að fylgja niðurgreiðslustefnunni vegna þess, að fyrv. stjórn hafi fylgt þeirri stefnu! Vissulega áttu fjármálaráð- herrann og flokkar hans ekk- ert annaö að gera, þegar þeir hátt fyrir hernaðaraðgerðum Breta hér og gekk svo langt í þeim efnum, að herstjórnin varð að taka nokkra forsprakka hans og setja þá á uppeldisstofnun erlendis. Þessi flokkur, hvatti sjómennina til að hætta sigl- ingum til Bretlands, þegar Bret- um kom það verst, og hann hélt því fram um skeið, að yrðu loft- árásir gerðar á Reykjavík, væri það eingöngu Bretum að kenna. Þessi flokkur var sá eini, er ekki vildi samþykkja hervernd- arsáttmálann við Bandaríkin. Hefði hann fengið að ráða áður fyrr, myndu Bandamenn nú telja íslendinga meðal fjand- mannaþjóða. Afstaða hans þá var eins mikið í andstöðu við hugarfar og breytni þjóðarinnar og afstaða hans í stríðsyfir- lýsingarmálinu er það nú.Flokk- urinn hefir stjórnazt og stjórn- ast enn af fullkomlega erlendum sjónarmiðum. Þá afstöðu hans munu Bretar og Bandaríkja- menn vonandi skilja og hún því vart koma að sök, ef þeir fá einir um þetta ráðið. En hver, sem úrslit þessa máls verða, hefir hér upplýzt betur en nokkuru sinni fyrr, hve lít- ið Kommúnistaflokkurinn metur hagsmuni og heiður íslendinga, hve algerlega hann fer eftir er- lendum áskorunum, ef visst stórveldi stendur að einhverju leyti að þeim, og hve háskalegt það því er að fela forsprökkum hans nokkurt trúnaðarstarf, er hefir þýðingu út á við. Þjóðin mun aldrei halda sjálfstæði sínu lengi, ef hún þolir slíka varga í véum sínum. tóku við fjármálastjórninni, en að breyta um fjármálastefnu, ef þeir töldu hana ranga. Ekk- ert aftraði þeim frá því að gera það, ef þeir aðeins höfðu vilj- ann og skilninginn til að gera rétt. Það var þeim mun meiri á- stæða fyrir fjármálaráðherrann og flokka hans, að forðast þessa „stefnu“ fyrv. stjórnar, þar sem hún hafði sjálf lýst yfir því, að hún teldi ekki fært að fylgja henni lengur og benti á allt aðra leið til úrlausnar. Fjármálaráðherrann ætti því vissulega að hætta að gera sig hlægilegan með jafn augljósri blekkingu, að núv. fjármála- stefna sé einhver arfur fyrir- rennaranna, sem hann hafi ekki getað losað sig við. Stjórnar- flokkarnir gátu valið sérhverja þá fjármálastefnu, sem þéim þóknaðist, þegar þeir komu til valda, og þeir völdu líka sjálf- viljugir þá stefnu, sem nú er fylgt. Hverja styrkja dýrtíðar- greiðslurnar? Varla er hægt að hugsa sér öllu meira blekkjandi málflutn- ing en þegar verið er að kalla dýrtíðargreiðslurnar úr ríkis- sjóði styrk til bænda. Bændur hagnast ekki um einn eyri á þessum greiðslum, því að þeir myndu fá jafnmikið fyrir af- urðirnar, þótt þær féllu niður. Hins vegar myndi útsöluverð varanna þá hækka og vísitalan og kaupgreiðslurnar síðan hækka að sama skapi. Afleið- ingarnar yrðu þær, að mörg at- vinnufyrirtæki, jafnvel öll út- gerðin, fengi ekki staðið undir hinum auknu kaupgreiðslum og yrðu að stöðva reksturinn. Sé hér því um nokkurn styrk að ræða, er þetta helzt styrkur til atvinnufyrirtækjanna við sjáv- arsíðuna og þeirra mörgu manna, er myndu missa atvinnu sína, ef þau stöðvuðust. Stjórnarblöðin, ættu að sjá sóma sinn.í því að fella niður þetta blekkingahjal um styrki til bænda og það þvi frekar, sem dýrtíðargreiðslurnar eru af- leiðing þeirrar kaupskrúfu- stefnu, er flokkar þeirra hafa haldið uppi á undanförnum ár- um. (Framhald á 7. síðu) í forustugrein Alþbl. 2. þ. m. er rætt um þá spurmrwu, er varpað var fram í Þjóðviljanum tveimur dögum áður hvort eigi væri „fórn færandi" til að fá sæti á ráðstefnu hinna sameinuðu þjóða. Alþbl. segir í tilefni af þessari spurningu: „Það er dálítið erfitt að sjá, hvað þessi spurning kommúnista á að þýða. Eða eru þeir þeirrar skoðunar, að við þurfum að færa einhverjar meiri fórnir en þær, sem við þegar höfum fært í þessu stríði, til þess að eiga sanngirn- iskröfu tii sætis á þeim ráðstefn- um, sem hinar sameinuðu þjóð- ir eru nú að undirbúa til þess að leggja grundvöllinn að alþjóða samstarfi að stríðinu loknu? Höf- um við ekki fært þær fórnir í mannslífum við flutninga til landsins og frá því á ófriöarár- unum, meðal annars á ýmsum nauðsynjum til hinna sameinuðu þjóða, að fullkomlega jafnist á yið manntjón sumra ófriðaraðill- anna sjálfra, þegar miðað er við fólksfjölda þeirra og okkar? Hefir land okkar ekki verið tveimur for- ustuþjóðum bandamanúa ómetan- leg bækistöð 1 stríðinu við naz- ismann? Höfum við ekki á hinn margvíslegasta hátt sýnt samhug okkar og vinsemd í þeirra garð? Og hvers er yfirleitt meira hægt að vænta af okkur, algerlega vopn- lausri smáþjóð?" Þá bendir Alþbl. ennfremur á, að Bandamenn hafi til þessa talið fórnir íslendinga nægar til að veita þeim rétt til þátttöku í ráðstefnum sam- einuðu þjóðanna. Blaðið segir: „í þessu sambandi er rétt að benda kommúnistablaðinu einnig á það, að okkur hefir þegar verið boðið á fjórar ráðstefnur hinna sameinuðu þjóða, allar í Ameríku, Undanfarinn hálfan mánuS hafa verið að berast fregnir frá Rúmeníu um vaxandi óeirðir og viðsjár þar í landi. Fregnir þess- ar eru að ýmsu leyti óljósar, enda er þar ströng fréttaskoðun, eins og í öðrum þeim löndum, er Rússar hafa hernumið. Sam- kvæmt þeim fregnum, er frá Rúmeníu hafa borizt, virðast at- burðirnir þar vera í aðalatriö- um þessir: Þegar Mikael Rúmeníukon- ungur samdi um vopnahlé við Rússa og Bandamenn, var það m. a. gert í trausti þess, að Rú- menar fengju að halda sjálf- stæði sínu. Margir óttuðust þó, að Rússar myndu seint sleppa þeirri íhlutun í stjórn landsins, er þeir fengu samkvæmt vopna- hléssáttmálanum, en samkvæmt honum urðu Rússar raunveru- lega æðstu stjórnendur landsins meðan styrjöldin geisaði í Ev- rópu. Það var og ekki sízt óttast, að Rússar myndu nota áhrif sín til að koma kommúnistum þar til valda, og Rúmeníu þannig undir rússnesk yfirráð. Mörgum var ofarlega í huga reynslan frá baltisku löndunum, þar sem Rússar byrjuðu á því að viður- kenna ráðandi stjórnarvöld, brugðu þéim síðan um samn- ingsrof og notuðu það sem tií- efni til að korna á kommúnis- tísku stjórnarfari. Fyrst um sinn dró það samt nokkuð úr ótta Rúmena, að flestum þeirra þótti gott að komast undan yfirráðum Þjóðverja. Amerískir blaðamenn er komu til Rúmeníu fyrst eftir að Rúss- ar komu þangað, höfðu mjög orð á því, hve almenningur léti ákveðið þá ósk uppi, að Bretar og Bandaríkjamenn sendu her til landsins og tækju þátt í her- náminu með Rússum. Yfirleitt virtist það ríkjandi skoðun, að sjálfstæði Rúmeníu byggðist mjög á afstöðu Breta og Banda- ríkjamanna. Sabúð almenn- ings og rússneska hersins var þolanleg, enda forðuðust Rúm- enar sem mest samneyti við hann, Þó bar það ekki ósjaldan við, að rússneskir hermenn sýndu yfirgang, t. d. var það ekki óalgengt, að þeir stöðvuðu vegfarendur, spyrðu þá um, hvað klukkan væri, fengi síðan að skoða úrin og stingi þeim á sig. Af hálfu rússnesku foringjanna virtist þó reynt að afstýra slík- og við átt sæti á þeim: matvæla- ráðstefnunni í Hot Srings í maí og júní 1943, stofnfundi lijálpar- og viðreisnarstofnunarinnar 1 Atlantic City í nóvember 1943, fjármálaráðstefnunni í Bretton Woods í júlí 1944 og nú síðast flugmálaráðstefnunni í Chicago í nóvember síðastliðnum. Sýnir þetta ekki, að Bandaríkjamenn a. m. kosti, sem gengust. fyrir þessum ráðstefnum og buðu á þær, við- urkenni sanngirniskröfu okkar til þess að eiga sæti á ráðstefnum hinna sameinuðu þjóða um al- þjóðamál, án þess að færa frek- ari fórnir í stríðinu en þær, sem við höfum þegar fært? Svo virð- ist okkur að minnsta kosti;“ Þau dæmi, sem Alþbl. nefnir hér, virðast fyllilega benda til þess, að skil- yrðið um stríðsyfirlýsinguna sé vart frá Bandaríkjamönnum né Bretum runnið, _iiar sem þeir hafa ekki hing- að til álitið þurfa að setja okkur slíkt skilyrði. Mörgum finnst líka, að bar- átta kommúnista fyrir því, að géngið sé að skilyrðinu athyglisverð upþlýs- ing um, hvaöan það muni runnið. * * * í forustugrein Vísis síðastl. föstudag er rætt um þá kynlegu aðferð stjórn- arinnar, að 'birta ekki almenningi neitt um afstöðu hennar til orðsendingar- innar frá Krímfundinum. Vísir segir: „Allir vita, að rætt hefir verið um afstöðu landsins til ófriðarins í sambandi við orðsendingu, sem talið er að ríkisstjórninni hafi bor- izt fyrir miðjan febrúar. Sagt er, að svar hafi verið sent á mánudag, en enginn utan þingsalanna veit, hvernig það svar,. hefir hljóðað. Þjóðin sjálf veit ekki, hvort hún er orðin beinn stríðsaðili, eða hvar hún stendur í þeim efnum. Hún fær ekkert að vita annað en það, um yfirgangi. Stjórn sú, sem Mikael kon- ungur myndaði fyrst eftir her- nám Rússa, fór fljótlega frá völdum, því að Rússar ásökuðu hana um að efna ekki loforð sín. Mikael konungjur fól þá Radescu hershöfðingja stjórn- arforustuna, en hann var á- kveðinn andstæðingur Þjóð- verja og höfðu þeir sett hann í fangabúðir. Hann efndi vopna- hlésskilmálana til hins ýtrasta og var því eigi hægt að koma honum frá af þeisri ástæðu. Kommúnistar áttu sæti í stjórn hans. Kommúnistar hafa jafnan átt erfitt uppdráttar í Rúmeníu. Strax eftir hernám Rússa tók þó fljótt að bera á þeim og fengu þeir ýmsa smáflokka til liðs við sig og stofnuðu svo- nefnda þjóðfylkingu á borð við E. A. M. í Grikklandi. Þessi flokkasamsteypa, er eigi hefir náð neinu almennu fylgi, hefir stöðugt gerzt umsvifameiri og m. a). hafa liðsmenn hennar haft nóg af vopnum og æft sig óspart í vopnaburði. Seinustu mánuðina hefir hún ekki sízt beint áróðri sínum gegn þeim flokkum og stjórnmálamönnum, sem eru hliðhollastir vesturveld- unum og má þar sérstaklega nefna Maniu, foringja bænda- flokksins. Maniu, sem hefir um langt skeið verið áhrifamesfci stjórnmálaforingi Rúmena, hef- ir alltaf verið mikill Bretavinur og hélt uppi svo mikilli mót- spyrnu gegn samvinnunni við Þjóðverja, að þeir höfðu hann í haldi. Flokkur hans, sem er langfjölmennasti stjórnmála- flokkur landsins, hefir jafnan beitt sér fyrir lýðræði og frjáls- lyndri stjárnmálastefnu og var því oftast í fullri andstöðu við Carol konung, er löngum beitti einræði. Óeirðir þær, sem hafa verið í Rúmeníu, virðast hafa byrjað með þeim hætti, að flokkur kommúnista hefir byrjað að veita ýmsum andstæðingum sín- um aðgöngu og Radescu ætlað að hindra þessa starfsemi þeirra. Rússar virðast þá hafa skorizt í leikinn og túlkað málið þann- ig, að stjórnin væri að ráðast að borgurunum að ástæðulausu, þegar hún var að bæla niður óöld kommúnista. (Framhald á 7. síöu) sem ýktar lausafregnir segja. Þetta er ósæmileg þögn um eitt- hvért hið viðkvæmasta mál,' sem hér hefir verið á dagskrá. Almenn- ingur telur sér freklega misboðið og engum getur dulizt, að hvar- vetna, sem rætt er um málið, eru menn heitir í skapi yfir þeirri meðferð, er það hefir sætt og yfir þeirri dæmalausu ákvörðun stjórn- arinnar, að láta þjóðina ekkert um. það vita, eins og henni komi það ekkert við.“ Vísir segir ennfremur: „Ýmsar sögur gánga um það í bænum, á hvern veg svarað hafi verið. Það er á allra vitorði, að kommúnistar sóttu fast, að ís- lendingar settust á bekk hinna striöandi þjóða. Togstreita þeirra mun hafa áorkað því, að ekki var gefið eins hreint og ákveðið svar og þjóðin sjálf mundi hafa gefið, hefði hún verið spurð. Er þáð satt, að svarað hafi verið, að íslend- ingar geti okki orðið beinn stríðs- aðili af því, að þeir séu vopnlaus þjóð? En ekki nefnt á nafn, að þeir vilji ekki eða ætli sér ekki að segja nokkurri þjóð stríð á hendur? Er það satt, að kommún- istar hafi gert það að skilyrði fyr- ir áframhaldandi stjórnarsam- vinnu, að það væri tekið fram í svarinu, að ástæðan fyrir undan- færslu í stríðsþátttöku væri vopn- leysi þjóöarinnar?" Það er vissulega satt hjá Vísi, að þjóðin á fulla heimtingu á ýtarlegri vitneskju um þetta mál. Slík mál eiga ekki að vera launungarmál og næsta óviðeigandi að þjóðin fá fyrst greinil. fregnir um slík mál frá útlendum að- ilum. Má í þessu sambandi minna á, að þegar herverndarsamningurinn var gerður, var það mál rætt á oþnum þingfundum. Slíkt hefði einnig mátt gera nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.