Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha timaritið um þj óðfél aqsmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem viljja hynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Daqshrá. 6. MARZ 1945 18. blað f MNÁLL 1. marz, fimmtudagur: M.-Gladbach tekin. Vestururvígstöðvarnar: Ní- undi herinn tók Miinchen- Gladbach, (200 þús. íbúa). Fyrsti herinn nálgaðist Köln. Þriðji herinn brauzt inn í Trier. Litlar breytingar urðu á vígstöðvum Breta og Kanadamanna, en þar var mótspyrna Þjóðverja líka hörðust. Austurvígstöðvarnar: Her Ro- kossovkis sótti fram í Pommern. Þjóðverjar tilkynntu, að þeir hefðu í febrúar flutt 650 þús. manns frá Austur-Prússlandi sjóleiðis. Bandaríkin: Þingið hefir sam- þykkt tilnefningu Henry Wal- lace, fyrv. varaforseta, serfi verzlunarmálaráðherra. 2. marz, föstudagur: Krcfeld og Trier tckuar. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn tóku þýzku borgirnar Krefeld (170 þús. íbúar) og Trier (70 þús. íbúar) og hol- lenzku borgirnar Venlo og Roer- mund. Varnir Þjóðverja vestan Rínar á vígstöðvum Kanada- manna, Breta og 9. og 1. hers Bandaríkjamanna, voru sagðar komnar í mola og her þeirra hraðar sér austur yfir fljótið. Austurvígstöðvarnar: Her Ro- kossovskys hefir rofið þjóðveg- inn milli Stettin og Danzig og hefir því að mestu einangrað Danzig. Frakkland: De Gaulle skýrði frá því markmiði bráðábirgða- stjórnarinnar, að atvinnuveg- irnir í Frakklandi myndu háðir ströngu ríkiseftirliti á komandi árum. i . ■- ' ' ■ Nýsköpunin og ijármálin (Framhalct, af 1. síðu) bætast svo við stóraukin fram- lög til framfaramála, ef úr ný- sköpuninni á að verða, en þrátt fyrir hin miklu ríkisútgjöld í ár, eru engin framlög veitt í þessu skyni, svo neinu verulegu nemi. Þegar þetta er athugað, sagði Eysteinn, geta menn gert sér ljóst, hvort stjórnin getur afsal- að sér sköttum, ef hún ætlar ekki að gerbreyta um fjármála- stefnu. Menn geta einnig gert sér Ijóst, að ríkið verður alveg vanmáttugt um að leggja nokk- uð til framkvæmda og einstakl- ingarnir munu ekki verða fúsir til þess undir þessum kringum- stæðum.’Að því hlýtur að koma með slíku áframhaldi, að ríkið tekur að safna skuldum, at- vinnuvegirnir dragast saman og atvinnuleysið leggst eins og mara á þjóðina. Þetta, sem hér hefir verið nefnt, ætti að gera mönnum ljóst, að nauðsynlegt þefði verið að breyta um stefnu nú þegar, en .í stað þess verður allt dregið til hausts, þegar erfiðleikarnir við lausn málsins verða orðnir enn meiri. í sumar verður flotið sofandi að feigðarósi. Stjórnarsinnar gera sér nokk- urt far um það, sagði Eysteinn að lokum, að halda því fram, að óeðlilegt sé, að Framsóknar- flokkurinn sé á móti veltuskatt- inum, þar sem hann hafi fylgt flestum, jafnvel öllum þeim út- gjöldum, er þingið hefir sam- þykkt. Flokkurinn hafi því átt að samþykkja skattinn eða benda á aðra tekjuöflfcn. Þessi málflutningur á engan rétt á sér. í fyrsta lagi hefir flokkur- urinn alltaf bent á þá leið sem aðalúrræði, að dýrtíðin yrði færð niður, og hefði því ráði verið fylgt, hefði ekkj þurft að afla ríkissjóði tekna með þess- um hætti. Þessi leið er líka sú, sem skylt er að fara nú þegar. í öðru lagi fer því fjarri, að Fram- sóknarflokkurinn hafi léð öll- um þeim útgjöldum, sem eru fyrirhuguð, samþykki sitt og er þar skemmst að minna á launa- lögin. Jakob Möller talaði næstur og hvað Framsóknarmönnum illa farast að tala um háa skatta, þar sem þeir hefðu barizt allra manna mest fyrir þeim áður Pétur Magnússon talaði á eft- ir Jakob og hélt alllanga ræðu. Hann sagði, að Framsóknar- menn hefðu hingað til viljað skattleggja heildsalana, en nú brigði svo kynlega *við, að þeir vildu það ekki. Hann sagði, að það sýndi tvísöng hjá Fram- sóknarmönnum að telja skattinn ýmist toll eða skatt. Hann sagði, að telja mætti alla skatta rang- láta, veltuskattinn líka. Hann hvað þá fjármálastefnu, sem væri fylgt, ekki vera stefnu núv. ríkisstjórn’ar, heldur væri hún arfur frá fyrry. stjórn. Hann kvaðst fúslega viðurkenna, að ekki væri hægt að fylgja þessarí fjármálastefnu áfram, ef ný- sköpun sú, sem fyrirhuguð væri, ætti að komast í framkvæmd. Hins vegar kvaðst hann ekki geta bent á, a. m. k. ekki að svo stöddu, hvaða stefnu, setti að fylgja til að komast út úr ógöngunum. Eysteinn Jónsson svaraði þeim Pétri og Jakob i ýtarlegri ræðu. Hann kvað Framsóknarmenn vissulega ekki andmæla því, að heildverzlanir væru skattlafeðar, en þeir vildu haga þeirri álagn- ingu þannig, að hún miðaðist við efni og ástæður, en þær verzlanir yrðu ekki helzt skatt- lagðar, er sízt skyldi, eins og stefnt væri að með veltuskatt- inum. Hann kvað það engan tvísöng, að veltuskatturinn leggðist ýmist sem tollur á vör- urnar eða skattur á fyrirtækin. Hann taldi furðulegt að rétt- læta skattinn með því, að aðrir skattar gætu líka verið rang- látir. Samkvæmt þesSu ætti það ekkert að vera aðfiríhsluvert að fremja mikið ranglæti, ef menn hefðu framið eitthvert smávægi- legt ranglæti áður! Hann taldi það. einnig skrítna röksemd hjá Jakob Möller að ekkert væri við skattinn að athuga, vegna þess, að Framsóknarmenn hefðu lagt á skatta áður! í -fyrsta lagi hefðu Sjálfstæðismenn talið skattana þá óþolasidi, þótt þeir hefðu verið miklu lægri þá en nú, og í öðru lagi þyrfti að hafa hér einhver takmörk og þeim hefði Framsóknarflokkurinn talið náð, þegar undan væri skil- inn eignaaukaskattur, niður- felling varasjóðshlunninda og bætt skattaeftirlit. Þá er sú röksemd, sagði Ey- steinn, ekki síður furðuleg, að fjármálastefnan, sem fylgt er, sé ekki stefna núv. ríkisstjórnar. Vitanlega er sú stefna, sem fylgt er á hverjum tíma, stefna þeirr- ar stjórnar, sem með völdin fer. Þegar stjórnin kom til valda, átti hún um þrjár leiðir að velja: í fyrsta lagi að færa nið- ur dýrtíðina, er var bezta úr- ræðið, í öðru lagi að stöðva dýr- tíðina, er var næstbezta úrræð- ið, og í þriðja lagi að auka dýr- tíðina, sem var ekkert úrræði. Þessa síðustu stefnu valdi stjórnin sjálfviljug og fúslega, eins og stjórnarsamningurinn sýnir*bezt. Þar er lofað kaup- hækkunum' „til samræmingar", launalögum með miklum hækk- unum og fleiru, sem eykur dýr- tíðina. Það er því ekki hægt fyrir stjórnina að eigna öðrum þessa stefnu. Þegar Framsóknarmenn bentu á það, er stjórnin var mynduð, að þessi leið væri ófær, ef koma ætti fram nokkurri nýsköpun og afstýra fjárhagslegu hruni, voru þeir kallaðir hrunstefnumenn, fjandmenn framfara og ný- sköpunar og öðrum slíkum nöfnum. Nú hefir fjármálaráð- herrann sjálfur játað þetta rétt. Nýsköpunin verður ekki fram- kvæmd, nema breytt verði um stefnu. Það, sem mér finnst langsam- lega furðulegast af öllu því, sem V Þingíausnir Forseti sameinaðs Alþíngis minnist lýðveldisstofn- unarinnar Þinglausnir fóru fram síð- astl. laugardag, kl. 5 síðdegis. Forseti sameinaðs Alþingis, Gísli Sveinsson, gaf þar yfir- lit um þingstörfin, og flutti síðan stutta ræðu, þar sem hann minntist sérstaklega iýðveldisstofnunarinnar. Forseti minntist þess fyrst, að menn myndu deila um ýms störf þingsins. Síðan sagði hann: „En hvað sem þessu viðvíkur, og ýmsu því öðru, er löggjafar- þingið hefir haft með höndum að þessu sinni, þá er þó eitt mál — „mál málanna“, — er ris eins og klettur úr hafinu í sögu Alþingis nú og um allan aldur og standa þar allir að með glæstum sóma, eins og því lykt- aði, alþingismenn og íslend- ingar aðrir: Það er lausn sjálf- stæðismálsins, skilnaðurinn frá Danmörku og stofnun lýðveldis á íslandi. Þessi afrek mun bera hæst, þegar minnst verður árs- ins 1944, dagsins 17. júní og alls aðdraganda þeirra úrslita. Hafa og allir mælt um þetta á sömu lund. — Vér minnumst þess einnig nú með maklegu þakklæti, að ágæt þjóðríki er- lend hafa í þessu" veitt oss stuðning og viðurkennt máls- stað vorn, og vonum vér, að önnur skipti vor og þeirra megi á líka leið fara. Ég vil svo láta þ'ess getið að síðustu, sem niðurlagí þess, er ég hefi greint, að eldraunin er eftir, þótt þessari veigamestu frelsisbaráttu vorri fram að þessu sé nú lokið með sigri, — raun, sem að vísu er þegar byrjuð og íslendingar eiga að standast. Með sama hætti og aðrar þjóðir, stríðandi og líð- andi hafa það nú fyrir sér aug- ljóst, að eftir „unnið stríð“ verður að „vinna friðinn“, eins og komist er að orði, þ. e. tryggja öllu fólki í öllum löndum frið og öryggi, — eins ber oss hér í voru frjálsa föðurlandi að „vinna“ oss hið sanna frelsi, og treysta, en hvergi veikja, af- komumöguleika þjóðarinnar í hvívetna, meff ráðum og dáff, svo að hún geti óvefengjanlega staðið föstum fótum á sinni eigin jörð, sem ekki verður nema með heilum hyggindum og ó- eigingjarnri atorku, samfara frjálsmannlegri festu gagnvart öllu, sem að höndum ber. Vér höfum öðlazt frelsiff, til þess aff halda því aff fullu í heiffri“. Þegar forseti þingsins hafði þessi orð mælt, las forseti ís- lands upp forsetabréf um þing- lausnir og þingmenn hrópuðu ferfallt húrra fyrir fósturjörð- inni. Þing þetta hefir orðið lengsta þingið í sögu AlþingLs. Það var sett 10. jan. 1944 og sat alls að störfum í 256 daga. Fyrir það voru lögð 293 mál. Samþykkt voru 114 lög og 78 þingsálykt- anir. Yfir 100 mál voru felld eða fengu ekki afgreiðslu. hér hefir komið fram, sagði Ey- steinn að lokum, er sú yfirlýsing fjármálaráðherra, að ekki verði hægt að fylgja ríkjandi fjár- málastefnu áfram og þó gerir hvorki hann eða stuðnings- flokkar hans neitt til þess að breyta um stefnu. Eftir að hafa komizt að slíkri niðurstöðu, er það vitanlega sjálfsögð skylda fjármálaráðherrans að gera sitt ýtrasta til að knýja fram stefnu- breytingu tafarlaust eða fara frá. í þess stað er þinginu frest- að í marga mánuði og mál þessi verða stöðugt óviðráðanlegri með hverjum deginum, sem líður. Pétur talaði ekki aftur. Við lokaatkvæðagreiðsluna var framannefnd tillaga Framsókn- armanna felld og frv. samþykkt. Hefir áður verið sagt frá at- kvæðagreiðslunni um það hér í blaðinu. \ Axel Thorsteínsson fimmtugnr Axel Thorsteinsson átti fimm- tugsafmæli í gær. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir rit- og fréttastörf og nú á síð- ustu tímum fyrir erindi sín í út- varpinu.. Axel er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur Steingríms skálds, en varð ungur elskur að sveitabúskap og sveitalífi og lauk m. a. búfræðinámi, 19 ára, við bændaskólann á Hvanneyri. Síðan fór hann út I lönd og dvaldi þar alllengi. Gerðist hann þá sjálfboðaliði í her Ameríku- manna í hinni fyrri heims- styrjöld og var kominn í stríðs- lokin, 1918, á vígvellina í Ev- rópu sem hermaður. Eftir heim- komuna hefir hann aðallega unnið ýms fréttastörf við fréttastofu blaðanna, „Vísi“ og Ríkisútvarpið, en jafnframt fengizt við sagnagerð í tóm- stundum. Alltaf mun samt ís- lenzkt sveitalíf hafa átt sterk- an þátt í Axel, og trúað gæti ég að ennþá. væri honum kærast að vera bóndi uppi í sveit, ef aðstæðurnar leyfðu það. Axe^ hefir viðkvæma skap- gerð, er yfirlætislaus, en traust- ur og góður drengur. Sá, er þessar fáu línur ritar, minnist Axels frá gömlum sam- verustundum á skólabekk og í annarri stærstu heimsborginni, sem eins hins prúðasta og bezta drengs, er ávallt vildi gera allt sem réttast var og öðrum til góðs. V. G. Smjjörverðið (Framhald af 1. síðu) Framkoma stjórnarflokkanna í þessu máli sýnir næsta vel, hvernig þeir búa að atvinnu- vegunum. Fyrir styrjöldina var ísienzka smjörið miklu meira en samkeppnishæft við erlent smjör, hvað verðlag snerti. Vegna dýrtíðar þeirrar, sem þessir flokkar hafa skapað er það ekki lengur samkeppnis- fært, og þá er gripið til þess ráðs að flytja inn erlent smjör og selja það með lægra verði, svo að íslenzka smjörframleiðsl- an hverfi alveg úr sögunni. Slík- ir fj ármálahættir munu ekki aðeins stöðva smjörframleiðsl- una, heldur alla framleiðslu landsmanna fyrr en varir. Frá Keflavík (Framhald af 1. slðu) Keflavík að tilhlutun hrepps- nefndarinnar. Var þar stofnað hlutafélag með almennri þátt- töku þorpsbúa um að koma upp skipastól til útgerðar. Bráðabirgðastjórn var kosin á fundinum -til að semja lög fyrir félagið. Skipa hana Alfreð Gíslason lögreglustjóri, Valtýr Guðjónsson, Snorri Þorsteins- son, Ragnar Guðleifsson og Valdimar Björnsson. Hlutafjár- loforð nema nú um 80 þúsund krónum og' eivætlunin að auka það allverulega, enda virðist. almennur áhugi ríkja meðal Keflvíkinga fyrir þessu nýstofn- aða hlutafélagi. Framhaldsað- alfundur verður haldinn bráð- lega — Hvaff geturffu sagt mér, í stuttu máli, um atvinnuhorfur og framtíffarfyrirætlanir Kefl- víkinga? — Afkoma Keflvíkinga bygg- ist algerlega á sjávarútvegi. Aðaláhugamál þorpsbúa er þvi að búa í haginn fyrir aukna út- gerð, en þar eru hafnarbætur þýðingarmikill þáttur. Höfnin í Keflavík er ófullkomin og þarf — —GAMLA BÍÓ-—■— ELSKHUGI A LEIGU (Her Cardboard Lover) Norma Sherarer, Robert Taylor, George Sanders. Sýnd kl. 7 og 9. Arás rauðskinna (Apache Trail) Lloyd Nolan, Donna Read. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 12 ára. nýja bíó —■ — . — > VORT ÆSKULtF ER LEIKUR („Mister BIG“) Fjörug söngva- og gaman- mynd. — Aðalhlutverk: V Gloria Jean, Peggy Ryan, Donald O’Connor. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 \ dAðir VORU DRVGÐAR Saga Nólseyjar-Páls ^g fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. TJARNARBÍÓ SAGAX AF WASSEL LÆKCVI (The Story of Dr. Wassell) I Cary Cooper, Laraine Day. 1 Sýnd kl. 6,20 og 9. Bönnuð fyrir börn. A mararbotni (Minesweeper) Hetjusaga um tundur- duflaveiðar: Richard Arlen, Jean Parker, « Russell Hayden. Sýnd kl. 5. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR | Álfhóll ÍSjónieikur í 5 þáttum eftir J. L. HEIBERG. Sýning til ágóða fyrir fátæk dönsk börn annað kvöld kl. 8. ■tv Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. ATH:. Allir þeir, sem starfa að þessari sýningu hjá L. R. hafa ákveðið að gefa kvöldkaup sitt. Verð aðgöngumiða er kr. 22,00, en að sjálfsögðu er j hverjum þeim, er þess æskir, heimilt að greiða meira. Ú R B Æ N U M Samkoma. Skemmtisamkoma Framsóknar- manna í Sýningaskálanum sl. fimmtu- dagskvöld var að venju mjög ánægju- leg. Fyrst var spiluð Framsóknarvist á öllum borðum, sem til voru í saln- um, en síðan úthlutað verðlaunum til sigurvegaranna. Þá flutti Jens Hólm- geirsson ágæta ræðu og svo var sung- ið og dansað af miklu fjöri fram eftir nóttunni. Kjartan Ó. Bjarnason kvikmyndaði vistina og mun sjást á sínum tíma, hvaða fólk það er, sem sækir Fram- sóknarskemmtanir í Reykjavík. Hafa einstaka öfundarmenn þeirra reynt að breiða út missagnir í þeim efnum. M. a. sést ekki ölvun á manni á þessum skemmtunum og er það frek- ar fátítt um stærri samkomur nú á dögum. Helduj var þröngt í Sýninga- skálanum í þetta sinn og var þp fjöldamörgum neitað um aðgang vegna rúmleysis. Frumsýning á leikriti Menntaskólanemenda verð- ur haldin næstkomandi föstudag og hefst í Iðnó kl. 8 um kvöldið. Leik- nauðsynlegra endurbóta við, enda er það ætlunin að lengja hafnargarðinn um 40 m. á næstunni. Mun höfnin þá verða nokkurn veginn öruggt lægi fyr- ir vélbáta. Auk þessarar leng- ingar á hafnargarðinum er nauðsynle^t að byggja 3—4 bátabryggjur fyrir vélbátana til að landa aflanii. Keflvíkingar eru í þann veg- inn að hefja, eða eru þegar byrj- aðir á ýmsum framkvæmdum, sem skapa þorpsbúum aukin þægindi og bætt lífsskilyrði. Má þar til nefna raflögn frá Sogs- virkjuninni, skolpleiðslu, vatns- veitu og sjúkrahússbyggingu. Byggingafélag verkamanna var stofnað fyrir nokkru og er í ráði að hefja byggingarfram- kvæmdir í vor. Formaður félags- ins er Valtýr Guðjónsson. Keflavík hefir vaxið ört und- anfarin ár og á mikla framtíð fyrir sér sem útvegsbær, sökum sérstaklega góðra skilyrða til sjósóknar. ritið heitir „Kappar og vopn“ og er Eftir Bernhard Saw. Leikendur eru allir úr Menntaskólanum en Lárus Sigurbjörnsson hefir æft leikinn og mun hafa leikstjórn á hendi. Hann hefir einnig snúið leikritinu á íslenzku. Fært austur um Mosfellsheiffi. Nú um helgina varð vegurinn aust- ur yfir Mosfellsheiði fær bifreiðum að nýju, en hann hefir um nokkurt skeið verið ófær vegna snjóa. Hefir því tekizt að koma nægri mjólk til bæjarins. Stuldur. Seinastl. sunnud. var farið ínn í ólæsta íbúð í Vesturbænum og stolið þaðan peningakassa, sem í var verð- mæti fyrir um 70 þús. kr. Gömul kona var ein heima í íbúðinni og var að hlusta á útvarp, en varð ekki neinna mannaferða vör. Drengur verffur undir bfl. Sá Ijóti leikur tíðkast meðal barna hér í bæ að 'hanga aftan í bifreið- um. Nýlega varð slys vegna þess á Öldugötu, er tíu ára drengur, Örn Tyrfingsson að nafni, til heimilis við Öldugötu 52, varð undir strætisvagni og lézt af völdum þess. Hafði dreng- urinn hangið aftan i vagninum á- samt fleiri börnum. Bálför Björns Ólafssonar. Frá Edinburgh Crematorium er til- kynnt, að bálför Björns Ólafssonar, fyrrv. símritara, hafi farið fram þann 21. febrúar. (Frá Bálfarafél. íslandsj. Hraunbúinn. Skátafélag Hafnárfjarðar hefir gefið út blað, sem nefnist Hraunbúinn. Rit- stjóri þess er Vilbergur Júlíusson kennari. Blaðið flytur nokkrar greinar um skátafálagsskapinn, þýdda sögu, félagsfréttir, leiki, þrautir, gátur og ýmsar skemmtanir. Hraunbúinn er 30 síður í stóru broti, prýddur fjölda mynda og á allan hátt hið vandað- asta blað. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band af séra Garðari Svarssyni ung- frú Guðbjörg Guðbjartsdóttir frá Hjarðarfelli i Miklaholtshreppi og Helgi J. Halldórsson stud. mag. frá Kjalvararstöðum i Reykholtsdál. Heim ili þeirra er á Hrísateig 16.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.