Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 3
18. blað TÍMUMV, þrigjndagiim 6. rnarz 1945 Páll Þorsíeinsson: Sijórn og S'iefnut i. Frægasti sagnaritari íslend- inga, Snorri Sturluson, skýrir frá því, að Ólafur konungur Haraldsson hafi spurt frænda sinn ungan þeirrar spurningar hvað hann vildi flest eiga. Hafi pilturinn svarað því, að hann vildi helzt eiga svo marga hús- karla, að þeir ætu allar kýr bróður hans að einu máli. Þetta þótti konunglega mælt. Það þótti aðalsmerki konungs og kappa að eiga húskarla og her- búnað eftir aldaranda þeirrar tíðar. Hjörinn og hnefinn réðu mestu og af því mótaðist stjórn- arfarið. Svo hefir löngum verið. Mannkynssagan er að miklu leyti saga um átök þjóðhöfðingj- anna um valdið yfir alþýðunni. Það eru enn til menn, sem vilja eiga húskarla og herskip, ráða mörgum ríkjum, þjá og þrælka þjóðir. Þeir láta sér ekki nægja undirgefni og þjónustu einnar þjóðar, heldur æða yfir lönd annarra með slíku ógnar- valdi, að það tekst að éta upp allar kýr þeirra að einu máli. Þótt dæmin um þetta séu deg- inum Ijósari, er því stundum á loft haldið enn í dag, að ein- ræðið sé miklu sterkara stjórn- arform en lýðræðið. E[já ein- valdsstjórn sé fjör og festa. Ein- valdinn geti með sönnu sagt: Ég kom, sá og sigraði. En undir einvaldsstjórn sannast það oft- ast átakanlega, að það þarf þús- unda líf í eins manns auð, eins og aldir þarf gimstein að skapa. Til þess að einvaldinn öðlist for- ingjatign og ljómi frægðarinn- ar leiki um nafn leiðtogans þurfa þúsundir eða miljónir manna að líða og lúta. Þegar þetta er athugað, verður aug- ljóst, að of miklu er fórnað fyrir svo takmarkalaust vald leiðtog- ans, virðingu hans og vegsemd. Allt þarf að eigú sín ákveðnu mörk. Sjálft frelsið er tvíeggjað og reynist svo einkum, þegar einstakir aðilar fá aðstöðu til að misbeita því gagnvart öðrum. Skörin er farin að færast upp í bekkinn, þegar hagur heilla þjóða er háður vilja einstaks manns, duttlungar eins eða örfárra ráða örlögum miljóna manna um víða veröld, þegar slíkt er ofurvald einstaklings, að það megnar að raska friði og ró allrar veraldarinnar og minnir á frásögnina um Fenrisúlf: „Gapa mundi hann meira, ef rúm væri til“. II. Með lýðræðinu er stefnt að því að gera áhrif og aðstöðu þegn- 1 anna jafnari en ella. Lýðræðis- | formið veitir alþýðu réttindi, jsem stundum eru of lítils metin [af mörgum þegnanna, en vert er að gefa gaum að, ekki sízt ' á þessum tímum, þegar frelsi 'heilla þjóða er drepið í dróma. PÁLL ÞORSTEINSSON En réttindum fylgja skyldur. Lýðræðið reynir á áhuga, þekk- ingu qg þroska þegnanna. Bregð- ist þetta, getur það orðið skríl- ræði. Þjóðfélagshættir mann- anna verða aldrei fullræktaðir, nema hvefr þjóðfélagsþegn erji sinn eigin huga og kappkosti að byggja viðhorf sitt til vanda- málanna, stefna og stjórnmála- flokka á vitrænu mati á mál- efnum, og þeim stefnum, sem stjórnað er eftir. Það er beinlín- is grundvallaratriði lýðræðisins. Lýðræði er allvíðtækt hugtak. Innan ramma þess má hefla á ýmsa vegu. Eins og það er höf- uðatriði í leik, hvernig leikregl- urnar eru, hvort menn þekkja þær og hvernig þær eru haldn- ar, svo ræður það mestu um far- sælan árangur lýðræðisins, að kjósendurnir kappkosti að meta meginreglur þess réttilega og þau grundvallaratriði, sem greina menn í flokka. Hver sá, er öðlast kosningarétt, hlýtur um leið þá ábyrgð, sem því fylg- ir að velja og hafna, vega og meta, hvað rétt er og hvað rangt. III. Lýðræði lægir ofurvald ein- stakra manna, en það kemur ekki í veg fyrir samkeppni. Und- ir skipulagl lýðræðisins getur þróazt veruleg samkeppni milli þjóða og einstaklinga. Frjáls samkeppni mótar meira að segja vissa hagfræði- og þjóðmála- stefnu. Sú stefna er grundvöll- uð á þeirri kenningu, að frelsi einstaklingsins til fjármálalegs starfs eigi að vera sem mest. Ríkið eigi sem minnst að eiga, því að algert frjálsræði einstak- linganna í athafnalífinu muni hagfelldast fyrir þjóðina. Ríkið eigi að vernda eignarrétt ein- staklinganna, en leggja sem minnstar hömlur á þegnana. Þetta veitir frjálsræði, en gallinn er sá, að það lyftir þeim sterka, en lamar hinn veika. Andstætt samkeppnisstefnunni rís sósíalisminn, sem gerir það að meginboðorði, að takmarka beri eignarrétt einstaklinga og afnema hann í sumum greinum, þar sem vinnan ein eigi að gefa tekjur. Þjóðskipulaginu þurfi að bréyta. Ráðið sé að leyfa ekki einkaeign eða einkarekstur á framleiðslutækjum, heldur taka öll framleiðslutæki, sem vanda- lausir verkamenn vinna við, og reka þau af ríkinu. IV. Samvinnustefnan þræðir með- alveginn um lausn vandamál- anna. Samvinnumenn vilja neyta hófsamra úrræða til að leysa hið viðkvæma vandamál um eignarréttinn og skiptingu arðsins í þjóðfélögunum. Þeir vilja ekki leyfa, að hver ein7 staklingur olbogi sig áfram án tillits til annarra uieð sjónar- mið þrengstu eiginhagsmuna sinna efst í huga. Boðorð sam- vinnustefnunnar er ekki heldur það, að fela ríkisvaldinu forsjá alls og allra í smáu sem stóru og afnema allar einkaeignir á fasteignum og framleiðslutækj- um, heldur að gera þær almenn- ar og aðgengilegar í smáhlutum. Það eru grundvallarreglur sam- vinnustefnunnar að tryggja hverjum kaupanda sannvirði varanna og útiloka þar með ó- þarfan verzlunarhagnað. Að tryggja hverjum manni arð í réttu hlutfalli við eigin framlög, en ekki á kostnað annarra, með því að reka hinn meiriháttar atvinnurekstur sem framleiðslu- félög á samvinnugrundvelli. Að mynda jafnframt sameign, al- menna sjóði, sem nota skal til að hlynna að félagsskapnum og efla almennar framfarir. Að hver einstaklingur hafi að öðru leyti fullt athafnafrelsi og svig- rúm og að eignarrétturinn sé lögverndaður. Og loks að félags- skapurinn sé öllum opinn og frjáls og að allir félagar hafi þar jafnan rétt til atkvæða og áhrifa, hvort sem þeir eru fá- tækir eða rikir. V. Þessi þjóð hefir notið sældar- daga síðustu árin fyrir atbeina og aðgerðir annarra auðugri þjóða meðan þær berast á bana- spjót. Svo getur ekki staðið til lengdar. Arðurinn, sem atvinnu- rekstur þjóðarinnar gefur við venjuleg skilyrði, verður að full- nægja þörfunum. Það reynist ekki hollt eða hagkvæmt, að fá- einir einstaklingar eigi öll aðal- framleiðslutækin, drottni einir yfir þeim, en skammti mörgum öðrum lífsbjörg sína. Það er ekki heldur hægt til lengdar að hlaða sí og æ nýjum gjöldum á framleiðsluna og að þorri þjóð- arinnar heimti af ríkinu betri lífskjör og hærra kaup. Sam- vinnustefnan leysir bezt þessi miklu vandamál. Sem flestir þegnar þjóðfélagsins þurfa að fá aðstöðu til að eiga hlutdeild í framleiðslunni í frjálsum fé- lagsskap við aðra og uppskera þann arð, sem framleiðslan gef- ur í réttu hlutfalli við eigin framlög. Tímaritið D VOL - Tólfti árgangurinn - Tólfta árgangi Dvalar er lok- , ið fyrir nokkru. Er hann að þessu sinni nær 300 blaðsíður í sama broti og fyrr, og efnisval mjög áþekkt og verið hefir — meginefnið þýddar úrvalssögur,1 en auk þess frpmsamdar sögur, | kvæði og greinar ýmislegs efnis.1 Sú nýbreytni hefir þó verið upp tekin að birta framhaldssögu í [ ritinu, og var i þessum árgangi' sagan „Litli-Rauður“ eftir John Steinbeck, þýdd af Jónasi Krist- I jánssyni. Hófst hún í fyrsta heftinu og lauk í því fjórða og síðasta. Þekktustu íslenzku skáldin, sem birt hafa sögur í þessum árg., eru Kristmann Guðmunds- son, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Þór- ir Bergsson og Þóroddur Guð-1 mundsson, auk Elísar Mar og j Geirs Kristjánssonar, en ljóð hafa þar meðal annars verið eftir Guðfinnu frá Hömrum, Guðmund Inga, Guðmund Dan- íelsson, Grím Sigurðsson, Hall- grím Jónasson, Heiðrek Guð- mundsson, Jónas Tryggvason,1 Kára Tryggvason, Stefán Jóns- son, Steingrím Baldvinsson, Þor- móð Pálsson, Helga Sæmunds- son, Böðvar Guðlaugsson og Björn Dan. Greinar hafa meðal annars skrifað Vigfús Guð- mundsson, Þórunn Magnúsdótt- ir og Hulda. Er margt af þessu hið ágætasta efni. Af hinum erlendu höfundum smásagnanna skulu nefndir finnska skáldið Juhani Aho, Norðmaðurinn Otto Rung, Dan- irnir Sigurd Elkjær og Johann- es V. Jensen, Rússarnir Mikael Zosthenko og Anton Tchekoff, Somerset-Maugham, Guy Mau- passant og Lion Feuchtwanger. Þetta er orðin alllöng upp- talning, en af henni má nokk- uð ráða um hið margbreytilega efni, er Dvöl hefir flutt lesend- um síðasta ár. Mun þó ritstjór- inn, Andrés Kristjánsson, hafa hug á að ekki verði næsti ár- gangur lakari. Hefir hann þeg- ar tryggt sér liðveizlu ýmissa ritfærra og þekktra manna, þar á meðal sumra beztu rithöfunda okkar. Væri vel þess vert, að menn stuðluðu að aukinni út- breiðslu Dvalar. Ritið á það skil- ið, og menn fá áreiðanlega ekki minna eða lakara lesmál fyrir peninga sína með þvi en öðrum bókakaupum. Af efni 4. heftisins, er kom út nokkru eftir áramótin, má sér- staklega benda á hina ágætu sögu Ólafs Jóhanns Sigurðsson- ar, Hengilásinn, og kvæðið Þú skalt segja honum það, eftir Guðmund Inga. í því kvæði er boðskapur, sem ungt fólk í land- inu ætti að leggja eyrun við. Með snjöllum orðum er reik- ulum og sveimhuga mönnum bent á, að „dagsbrún nýrra tíma og farsæld þessa lands“ er komið undir hverjum eln- staklingi, lífstrú hans, vilja- festu og þrótti. Enn er þess kost- ur að ganga sama veg og lands- ins beztu synir fóru á liðnum öldum. Skáldið ráðleggur mér og þér og okkur öllum að segja við sveimhugann — og okkur sjálf: Og þú skalt segja honum, að ísland bíður enn sem ævintýralandið, er þráir sanna menn. Og þeim er leiðin opin, sem hafa vilja og von áð vera landsins Eggert og Skúli Magnússon. Og þú skalt benda honum á foss og mó og mið. Svo margan auð og fegurð er gott að búa við. Þar blandast tign og auðlegð í innilegri von að eiga nýjan Jónas og Tryggva Gunnarsson. Þegar Rússar komu síðast til Berlínar Enn berast fregnir um stórorustur í Austur-Prússlandi, og orðrómur er á sveimi um það, að Rússar séu að undir- búa nýja sókn í vesturátt — og er þá takmarkið sennilega höfuðborg Þýzkalands, Berlín. Nú eru 185 ár' liðin síðan rússneskur her komst síðast til Berlínar. Það var í sjö-ára-stríðinu, á dögum Friðriks mikla Prússakonungs og Elísabetar Rússlandsdrottningar. En í það skipti björguðu óvænnr atburðir prússneska herveld- inu frá algerðu hruni, Elísabet drottning dó og Friðriki mikla tkst að rétta sig við. En harla er líklegt, að auðna Hitlers verði eins mikil og hins mikla prússneska herkon- ungs átjándu aldarinnar. Segir hypr frá komu rússneska hersins til Berlínar 1760 og aðdraganda þess. \ Fyrir 185 árum: í minjasafni einu í Moskvu hafa merkilegir gripir, sem mikla athygli hafa vakið, verið sérstaklega til sýnis síðan 1941. Það eru tveir gríðarstórir lykl- ar á silkisvæfli milli bliknaðra fána. Þó er það einkum hina síðustu mánuði, sem margir hafa komið til þess að skoða þessa gripi, enda er hér um að ræða borgarlykla Berlínarborg- ar og fána, sem teknir voru úr hergagnabúrum hennar, þeg- ar Rússar börðust síðast við Prússa á svipuðum slóðum og hörðustu átökin hafa átt sér stað þessar síðustu vikur heims- styrjaldarinnar. Það var einmitt á þeim slóð- um, sem rússneskur her barðist við Friðrik II. Prússakonung ár- in 1758—1760, og sigraði hann af harðfengi og kænsku. Eftir fyrsta sigurinn létu Rússarnir undan síga um stund, en hófu svo að nýju harðar árásir á Prússa, er þá fóru hinar verstu hrakfarir. Lauk þessum ófriði með því að Rússar hertóku Ber- línarborg, en alger tortíming hins prússneska herveldis fórst fyrir meðal annars vegna dauða Rússlandsdrottningar og af- brýðisemi bandamanna Rússa, Austurríkismanna og Svía, sem þóttu Rússar gerast full-um- svifamiklir. Þessi viðureign var einn þátt- ur sjö-ára-stríðsins (1756—63), þegar Austurríkismenn, Saxar, Svíar, Rússar og Frakkar sam- einuöust gegn hinu ískyggilega herveldi Prússa. Bretar, bandamenn Prússa, áttu þá í ófriði við Frakka og unnu úrslitasigra á herjum þeirra við Plassey og Quebec og tryggðu þar með brezka heims- veldinu Indland og Kanada. Þátttaka Rússa í þessari styrjöld er ekki aðeins hálf- gleymd saga. Hennar sést enn merki á landabréfum Norður- álfu. í byrjun árs 1758 náði rúss- neski herinn Tilsit og héraðinu umhverfis hana á sitt vald, og 11. janúar héldu þeir inn í Kön- igsberg með lúðfaþyt, bumbu- slætti og fánaburði. Engin mót- spyrna var veitt, og yfirvöld hers og borgar fengu Rússum umyrðalaust í hendur lykla Friðriksbergskastalans og Pil- lauvígisins. Sögur herma, að yfirhershöfðingi Rússa, Vil- hjálmur Fermor, hafi sent ensk- an liðsforingja úr her sínum, Bruce greifa, með lyklana til Elísabetar drottningar, dóttur Péturs mikla. x Hálfum mánuði síðar gaf Fermor út þá tilkynningu, að hermenn hans hefðu búizt um í Königsberg, Tilsit og Gunn- binnen. í ágústmánuði þetta ^ár var her Rússa kominn vestur gegn- um Austur-Prússland og Pom- mern að fljó'tinu Óder. Brauzt* hann yfir það og hugðist að setjast um Kustrin. Ekki tókst Rússum þó að ná henni á vald sitt, en í skothríðinni á virkin kviknaði í kornbirgðum miklum, sem Friðrik Prússakonungur hafði látið draga þar saman og nota átti til næstu herferðar. Elísabet drottning var hin ánægðasta yfir framgöngu hers- ins. Hún skrifaði yfirhershöfð- ingjanum 18. ágúst 1758: „Það er ánægjulegt, meira en ánægjulegt, hvernig hreysti og hugrekki hersveita vorra hefir skotið óvinaliðinu skelk í bringu og kennt borgurum, með sáru eignatjóni, er þeir hafa beðið 1 borgum sínum, að treysta fremur á vaskleik vorn/ en ímyndaða vernd, sem her þeirra fengi veitt þeim.“ Um svipað leyti bárust Fer- mor fregnir um það, að prúss- neskar liðssveitir væru komnar yfir á eystri bakka Oder. Hann hraðaði sér aftur austur yfir fljótið með lið sitt og stefndi niður með því til móts við þær. Stóð hörð orrusta við Zorndorff. „Við tókum 26 fallbyssur af ó- vinunum“, skrifaði hershöfðing- inn, „og það er ekki brotin hjól- in undan nema einni, og þegar á öðrum degi orrustunnar gát- um við skotið á fjandmennina með þeirra eigin fallbyssum." Prússar voru orðnir svo að- þrengdir eftir hið mikla tjón, er þeir höfðu beðið, að Friðrik þorði ekki einu sinni að ráðast á baksveitir Rússa, þegar þær sneru loks til baka í áttina til aðalbækistöðvanna við Driesen. Árið eftir skipaði Elísabet hernum að hefja nýja innrás í Pommern, Brandenburg og Neumark, og ef ekki tækist að ná allsherjarfriði, skyldi herinn hafa veturvist á bökkum Oder- fljóts. Nú var nýr maður tekinn við yfirstjórn rússneska hersins, Pétur Saltykoff. Hann brá þeg- ar við og hélt inn í suðurhluta Neumark og hófst að koma liði sínu á milli prússneska hersins og Oderfljóts og vann á honum mikinn sigur við Zullichan 12. júlí 1759. Viku síðar tilkynnti hann El- Isabetu, að herinn væri eigi nema fimmtán þýzkar mílur frá Berlínarborg, og sex mílur frá Frankfurt. (Þýzk míla var þá rösklega 8 kílómetrar). Berlín væri í yfirvofandi hættu og, sóknaraðstaða Svía á hendur Prússum mjög góð. En þegar til kom, reyndust Svíar ekki á þeim buxunum, en rússneski herinn ekki svo öflugur, að honum þætti treystandi til þess að ná Berlín á sitt vald hjálparlaust,- Hálfum mánuði síðar stóð þó stórorrusta milli meginhers Saltykoffs og sjálfs Prússakon- ungs. Friðrik hafði farið yfir Oder, skammt frá Kústrin, með mikinn, óþreyttan her. Fundir herjanna urðu í skógarhæðum við Lunersdorf, ekki langt frá Frankfurt. Hófst bardagi um há- degisbilið og stóð þar til klukk- an sjö um kvöldið, og/var ein- hver mannskæðasta og grimmi- legasta orrusta, er háð hafði verið á þeim tímum. í tilkynningu sinni til drottn- ingarinnar lét Saltykoff sérstök lofsyrði falla um herdeildir frá Pétursborg, Novgorod, Belozéró, Narva, Nijni-Noogarod, Voron- ezh, Kazan og Síberíu, „ekki sízt stórskotaliðið, sem hafði nýjar byssur og lét skothríð dynja á miðri fylkingu óvananna og vann riddaraliði þeirra og fall- byssustöðvum mesta grand.“ Tuttugu þúsund Prússar lágu í valnum, og meira en fimm þús- und menn, 150 fallbyssur og 30 fánar og hermerki féllu Rúss- um í hendur, þegar Friðrik flúði yfir Oder til Magdeburg. Þótti honum nú sýnt, að Berlín yrði eigi varin og sendi hraðboða til ríkisráðs síns, er hann skipaði að flýja borgina þegar. „Ég er vansæll maður að vera enn ofanjarðar,“ sagði hann í bréfi til Finkensteins ráðgjafa síns. „Af 48 þúsund manna her eru nú aðeins þrjár þúsundir eftir. Og þessar fámennu sveit- ir eru allar á hröðum flótta, er ég skrifa þetta bréf, og ég hefi enga stjórn á þeim lengur. Satt að segja held ég, að allt sé glat- að.“ Hann skipaði Finkenstein að bjðja Englendinga að hafa með- algöngu um sættir, og það flögr- að meira að segja að honum að afsala sér völdum eða jafnvel fremja sjálfsmorð. Hollenzki sendiherrann í Ber- lín tilkynnti stjórn sdnni, að Berlín væri ofurseld fjand- mönnunum. „Rússar verða komnir hingað innan skamms tíma.“ Rétt á eftir yfirgáfu yfirvöld- in borgina og setulið bjó sig undir að geta hörfað í skyndi, þegar sameinaðar hersveitir ó- vinanna nálguðust. En þegar til kom, neitaði yf- irhershöfðingi Austurríkis- manna, ,Daun marskálkur, að taka þátt í sókn til Berlínar, á- samt herjum bandamanna sinna. Afleiðingin varð sú, að taka Berlínarborgar fórst enn fyrir, Rússum til mikillar gremju. Næsta vetur hafðist mikill rússneskur her við í Po'mmem og heimtaði vistir og skatta af landsbúum, en aðrar hersveitir settust að suðaustan við Frank- furt á vestri bakka Oder — miðsvæðis í Brandénburg, heimalandi óvinanna. Var þá Fermor aftur tekinn við yfir- stjórn hersins. Hófust aftur hernaðaraðgerðir sumarið 1760; Austurríkismenn voru í Sílesíu og áttu Prússar fullt í fangi með að halda þeim í skefjum. Áttu Rússar því hægra um vik en áður. Um miðjan septembermánuð sendi Fermor einn yfirforingja sinn, Tottleben, gegnum Beeskov og Fúrstenwalde beint til Berlín- arborgar með þrjár húsara- sveitir, þrjár Kósakkahersveit- ir, tvær léttvopnaðar riddara- sveitir. ^ Markmiðið með þessari sendi- för var það, að eyðileggja vopna- búé hergagnabirgðir, skotvirki,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.