Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, þrlgjiidaginm 6. marz 1945 18. blað Lítil saga um lítinn mann Laugardaglnn 17. febrúar rit- ar Jón Pálmason á Akri grein eina, er hann nefnir „Vígaferli metorðagirninnar“. Grein þessi er fyrir fátt merkileg, en þó speglast í henni á eftirtektarverðan hátt sjálfsá- lit Faríseans, er svo mæltí forð- um: „Ó, guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn“. Metorðagirni ein og tilhneiging til rógburðar á að vera aflvak- inn fyrir öllum gerðum þeirra manna, sem ekki eru á sama máli og greinarhöfundur. í grein þessari segir Jón: „Árið 1927 var gáfaðasta stjórnmálamanni þessa tíma- bils, Jóni Þorlákssyni, komið frá völdum eftir frábæra frammi- stöðu. Á sama tíma var bezti og drengilegasti stjórnmáiá- maður þessara tíma, Magnús Guðmundsson, hrakinn frá völd- um í annað sinn, .... allt vegna metorðagirndar þeirra manna, sem hlut áttu að máli“. Að dómi Jóns á Akri, á met?- orðagirnd ein að hafa ráðið stefnu og starfi þeirra Tryggva sál. Þórhallssonar, Jónasar Jóns sonar og Jóns Baldvinsson- ar og annarra þeirra flokks- leiðtoga, er börðust fyrir hug- sjónum Framsóknar- og Alþýðu- flokksmanna, er þá tóku við völdum. Sæll væri Jón, ef einfeldni ein kæmi til, en kunnugir telja, að annað geti valdið. Við lestur þessarar hugvekju Jóns um „vígaferli metorða- girninnar" valmaði upp fyrir þeim, er þetta ritar, ein lítil saga, sem gerðist í sveit einni á Norðurlandi fyrir rúmum 20 ár- um. Saga sú, er glöggt dæmi þess, hvernig afvegaleidd metorða- girni getur leitt menn til aS grípa til óyndisúrræða. í sveit- inni átti að kjósa í hrepps- nefnd. Maður sá, er verið hafði oddviti síðustu ár, var ungur maður og framgjarn og,að því er ýmsum þótti, framhleypinn, hlutdrægur og grunnfær. Vegna þessara síðarnefndu eiginleika, vildu flokksbræður hans lítt styðja hann til áframhaldandi valda í sveit sinni. Tók hann þá það ráð að leita til flokksand- stæðinga um stuðning, enda þótt þeir væru í miklum minni- hluta í sveitinni. Leið nú til kosninga, og töldu flestir víst, að oddviti yrði í miklum minni- hluta við kjörborðið. Kosningar voru þá leynilegar sem nú, en kunnugir menn þóttust fara nærri um, hvernig hver kysi, eins og enn vill við brenna. Voru nú atkvæði greidd, og settist kjörstjórn síðan við að lesa upp og telja atkvæði. Skipti hún með sér verkum á þann hátt, að oddviti settist í krókbekk og las upp af seðlun- um, en meðkjörstjórnendur sett- ust sinn við hvorn borðsenda og skrifuðu niður atkvæði. Með- an þessu fór fram dreifðust kjósendur þeir, er biðu eftir úr- slitum, á hlað fram og um bæj- arhús, en fáliðað var í bað- stofu, þar sem atkvæði voru talin. Leit enginn á seðla þá, er oddviti las upp af. Þegar taln- ingu var lokið, kom það í ljós, að stuðningsmenn oddvita höfðu komizt að, en sá fallið, sem flestir bjuggust við að flest fengi atkvæði. Þóttu þetta undur mikil, en var þó ekkert að gert um sinn. Samhliða kosningu hrepps- nefndarmanna skyldi kjósa 2. menn í fræðslunefnd. Var odd- vita kappsmál mikið um þá kosningu sem hina. Leið nú á talningu og var eigi litið á seðl- ana hjá oddvita, því fólk í sveit þessari var yfirleitt ótortrygg- ið og laust við glæpaeðli. Þegar nokkuð var liðið á talningu, varð þó öðrum meðkjörstjórn- anda það á, að líta á seðil, sem oddviti var að lesa af, og hafði hann þá lesið upp af honum nöfn sinna manna. Sá, sem á seðilinn leit sá þá, að ekkert stóð á honum. Seðillinn var auð- ur. Spurði þá meðkjörstjórnandi því oddviti læsi svo, en hinum varð svarafátt og setti dreyr- rauðan. Vaknaði nú grunur nokkur hjá nærstöddum, og átti nú að fara að 'athuga seðla þá, er lesið hafði verið af. Kom þá í ljós það óvanalega atferli, að oddviti hafði tætt alla seðl- ana í smátætlur um leið og hann hafði lesið af þeim. Var því enginn kostur að rannsaka kjörseðlana frá hreppsnefndar- kosningunni, né þa, er búið var að lesa af fræðslunefndarkosn- ingunni. Þótti þá ýmsum sýnt, að ínaðkar væru í mjölinu, og valdastreita og metorðagirni hefðu leitt oddvita til að falsa upplesturinn. Til þess að fá nokkra vissu um slíkt, var því farið til allra kjósenda þeirra, er ætlað höfðu að styðja hinn fallna andstæð- Afneitun ungmennafélasanna Eftir Jónas Baldnrsson, Lundarbrekkn Annan dag desembermánaðar s. 1. annaðist Ungmennafélag íslands kvölddagskrá ríkisút- varpsins. Dagsskrárefni ungmennafé- lagsins var ánægjulegt á að hlýða og styrkti í sumu þá stað- hæfingu, að nú sé vaxandi grózka í ungmennafélagsstarf- seminni. Kom þar þð í ljós, að enn í dag afneitar postulinn meistara sínum. Maður að nafni Gestur And- résson flutti þar erindi um áhrif og starfsemi ungmennafélag- anna. Skýrði hann þar þá sam- hæfðu hugsjóna- og starfsein- ingu, sem ungmennafélögin hafa þróað meðal almennings, þá stórlátu ást á ræktun lýðs og lands, sem löngum hefir ver- ið bjartasti kyndillinn þeirra. En jafnframt því, sem hann drap á þau viðfangsefni, er framundan bíða, gaf hann ung- mennafélög'unum þá aðvörun, að forðast það með öllu að blanda þjóðmálum inn í starf- semi sína. Þessi aðvörun er raunar í engu ný. Hún hefir bergmálað um gervöll ung- mennafélög landsins síðustu ár- in og ungmennafélagarnir hafa endurtekið hana með sóttheit- um ákafa rökvana ótta. Mig langar til þess að ræða ing oddvita. Kom þá í ljós, að um 20 atkvæðum hefði4 verið stolið af honum, ef miða átti við yfirlýsingu kjósenda, fem af fúsum vilja gáfu drengskapar- yfirlýsingu um það, hvern þeir hefðu kosið. Nú eru lög þannig 1 landi, að eigi má kalla riiann fyrir rétt, til að bera vitni, hvern hann hafi kosið. Varð því að láta mál- ið kyrrt liggja. En líklegt má telja, að þegar umræddur odd- viti ber að dyrum hjá Sankti- Pétri og biðst inngöngu, eftir veglega reisu í þessu lífi, þá muni hann verða krafinn sagna um það hvort „vígaeðli met- orðagirninnar" hafi valdið því, að hann falsaði vesala hrepps- nefndarkosningu og stal 20 at- kvæðum af einum drottins þjóni. I Af því að vera má, að núver- ' andi alþingismanni Austur- I Húnvetninga sé saga þessi kunn, þá er von, að hann ætli margar hvatir mannanna af ill- um toga spunnar og skrifi grein- ar slíkar sem „Vígaferli met- orðagirninnar". Gamall Húnvetningur. Jónas Baldursson lítils háttar þessa aðvörun í reynsluljósi liðinna ára og með hliðsjón af þeim viðhorfum, sem sagan verpur upp á líðandi tím- um. Þegar ungmennafélögin hófu hér sitt merki, þá var þunga- miðja þjóðlífsins í sveitum landsins. Við komu þehra blésu vorvindar úr hverju fjallaskarði. Þau breyttu vonum* í veruleika, draumum í dáðir. Hið unga, félagsbundna og framsækna fólk fann enga full- nægingu í leik ljómandi hug- taka, heldur aðeins í alvöru á- kveðinna framkvæmda. Það gerði sér því þess ljósa grein, að ræktun lýðsins varð að ganga fyrir ræktun landsins svo fremi, að vel ætti til að takast. Það gekk þess ekki'dulið, að vilja- styrkur, siðgæði, þekking, í einu orði: menningarþroski, væri traustasti grundvöllur efnalegr- ar farsældar. — En er ekki efna- leg farsæld frumskilyrði alls menningarþroska? Jú, vissulega grípur það hvað inn í annað, hið hagræna og hið hugræna. Þess vegna verður þjóðskipulagið að uppfylla menningarþarfir fólks- ins sjálfs, þjóðmálin að verða þess mál, stjórnað af því sjálfu í fullu samræmi við réttlátar lífskröfur heildarinnar. Þetta skynjuðu og skildu ís- lenzkir æskumenn vítt um sveit- ir landsins á byrjunar- og blóma skeiði ungmennafélaganna. Með hleypidómalausri festu en þó æskuhita tóku ungmenna- félögin forustu í þegnskapar- uppeldi æskufólksins. En ungmennafélögin stóðu ekki ein uppi í sinni framsæknu baráttu fyrir auknu frelsi, þroska og réttlæti til handa almenningi. Samvinnustefna og samvinnufélögin höfðu þégar mótað drættina í andliti hins íslenzka sveitamanns. Treystu á sjálfan þig, trúðu á framtíðina, virtu meðbræður þína, vertu sannleikanum trúr. Með festu þess, sem vissi sinn vilja, •haf.ði sveitafólkið vígzt samvinnuhugsjóninni — borið sólskinið í bæinn. Ungmennafélögin vdfi'u í raun réttri eins konar ungliðadeildir samvinnufélaganna. Bæði vildu þau þjálfa ein- staklinginn, skapa honum and- leg og líkamleg vaxtarskilyrði, gefa honum sem bezt tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna og beita þeim í samstilltu drengi legu átaki við aðra menn. Bæði vildu þau byggja upp þjóðfé- lag, með hreinu lífsafli frjáls- lyndis og fastlyndis, þar sem mannlegur réttur er verndað- ur og mannlegar skyldur ræktar. Það var því engin tilviljun, heldur beinlínis þróun, að fyrstu forystumenn ungmennafélag- anna urðu á sínum manndóms- árum aflmestu forvígismenn samvinnustefnunnar v og hafa borið uppi og borið fram til sig- urs öll stærstu átökin og allar stærstu hugsjónirnar um bún- aöarframfarir í sveitum lands- ins og skólaftienntun sveitaæsk- unnar. Það er ekki heldur nein tilviljun, heldur bein þróun, að forvígismennirnir hafa veriö öfluglega studdir af víðsýnum, starfsfúsum mönnum, bæði við framkvæmdir að umbótum á atvinnuháttum og andlegri fræðslu og menningu. Þannig voru ungmennafélög- in vorboðar dugmikilla og mark- vissra þjóðmálastarfa og þjóð- félags framfara. Bendir reynslan til þess, að það ! hafi verið dauðasynd af feðrum okkar og mæðrum að láta þjóðmálin til sín taka í fé- lagsmálum æskuáranna? Sú breyting hefir á orðið síð- an ungmennafélögin hófu sitt skeið að þungamiðja þjóðlífs- ins hefir færzt úr sveitum að sjó, úr strjálbýli í þéttbýli. Samt sem áður hefir raunin orðið sú, að ungmennafélagsskapurinn hefir átt litlu lífi að fagna í kauptúnunum og kaupstöðun- um a. m. k. á síðari árum. Enn sem fyrr eru því ungmennafé- lögin fyrst og fremst æskulýðs- félög sveitanna. Jafnframt því sem ráðagerð- irnar um nýskipun Evrópu hafa dáið út á stirðnandi vbrum evr- ópískra nazista og fasista hefir hækkað rómur sumra íslend- inga um nauðsynina á nýskipan’ og „nýsköpun“ atvinnuveganna á íslandi. En hver er boðskapur nýsköpunarinnar til sveitanna og sveitafólksins? Hver er af- staða fyrstu þingræðisstjórnar hins íslenzka lýðveldis til helg- ustu hugsjóna ungmennafélag- anna? Dreifbýlið á að leggjast í eyði, fólkinu á að fækka við ræktunarstörfin. Það þýðir: Sveitabyggðirnar, sem fóstrað hafa ungmennafélögin og gefið þeim lífsþrótt frá fyrstu tíð og fram á þennan dag, eiga að •hverfa úr sögunni, ummyndast í óræktaða úthaga og arfagarða þéttbyggðarinnar, þar sem hinn holli gróður ungmennafélags- skaparins virðist engin lífsskil- yrði eiga. Er þetta fagnaðarboðskapur fyrir íslenzku ungmennafélög- in? Er hann í samræmi við hug- sjónir þeirra og stefnumið? Rætist með þessu móti draum- urinn fagri um landgræðslu, skógrækt, fólksfjölgun og meiri menning? Ætlar sveitaæskan að láta smala sér saman í svefn- sljórri hlýðni og reka sig til strandarinnar eins og dauða- dæmd haustlömb, yfirgefa með öllu fjalladalina, þar sem foss- arnir syngja? Þetta eru þjóðfélagsvandamál. Þetta eru þjóðmál. Það er auðsætt, ef ung- mennafélögin neita því að taka afstöðu til þeirra, þá afneita þau um leið fortíð sinni, hug- sjónum sínum — sjálfum sér. Og samt, samt á þessi afneit- un sér stað. Blandið ekki þjóð- málum inn í ungmennafélögin! Þetta er aðvörunin, sem berg- málað hefir svo óhugnanlega í gervöllum ungmennafélögunum upp á síðkastið, og þetta er að- vörunin, sem fyrirlesari Ung- mennafélags íslands gaf áheyr- endum sínum á útvarpskvöldi 2. desember. v Orsakir afneitunarinnar eru annað tveggja, fullkomið skiln- ingsleysi á félagshugsjónum og starfsáformum ungmennafélag- anna eða vísvitandi svik við fé- lagshugsjtoir þeirra og starfs- form. Hið ryrnefnda mun að lík- indum vera hið rétta svo furðu- legt sem það þó er. íslenzkt skáld segir í kvæði um þjóðlíf okkar: „Framtíðin er fagur dagur, fortíðin draumanótt.“ Lýsa ekki þessar ljóðlínur lífs- viðhorfum hins skyggna auga, (Framhald á 7. síðu) Péiur Sigurðsson: Hlío, ársrit íslenzkra kvenna vistir og fatagerðir borgarinnar. En jafnframt var Tottleben skipað að halda uppi aga meðal manna sinna og sjá til þess, að engum venjulegum borgara yrði gert mein að nauðsynjalausu, hvorki í Berlín né annars stað- ar. Var liði þessu bannað að neyta víns og aðrar strangar reglur settar um hegðun þess. Þessi ferð tókst mætavel — og skyggði aðeins það eitt á gleði Rússanna, að ári síðar vitnaðist, að Tottleben hefði alltaf verið jafnframt í þjón- ustu Friðriks Prússakonungs og skýrt honum jafnóðum frá skip- unum þeim, er honum voru gefnar, og öðru, er honum gat að haldi komið. Hann komst með lið sitt til Köpenick 22. september og hóf allöflpga skothrið á höfuðborg- ina. Næstu daga komu rúss- neskir hershöfðingjar til móts við hann með allmikinn liðstyrk og áttu þeir nú í höggi við 20 þúsund manna prússneskt lið, er dregið hafði verið saman vestar í landinu og sent á vett- vang, en þorði þó ekki að leggja til meginorrustu. En í lok mán- aðarins höfðu Rússar komið ár sinni svo fyrir borð, að þeir gerðu áhlaup á Berlín og náðu henni á sitt vald. Gerðist það 29. september samkvæmt gamla stíl, en 9. október eftir okkar tímatali. Tvö borgarhliðanna fengu þeir bandamönnum sín- um til gæzlu, en við hin höfðu þeir sjálfir vörzlu. Samningarnir um uppgjöf borgarinnar voru af hálfu árás- arherjanna undirritaðir ‘ af Tottleben, en ýmsum borgaryfir- völdin af Prússa hálfu, og var hann dagsettur samdægurs og herinn ruddist inn í borgina. Þessi samningur er enn til í rík- isskjalasafni Rússlands. Sigurv^garar komu mildilega fram. Þeir lýstu yfir fullu frelsi til handa borgurunum, einnig í trúmálum, og eignir manna voru látnar óskertar. Skólar kirkjur, sjúkrahús héldu áfram að starfa á eðlilegan hátt, við- skipti öll gengu sinn gang og gildin héldu réttindum óskert- um. En í staðinn tókst borgar- ráðið þær Skyldur á herðar að greiða allháan skatt til rúss- neska keisaradæmisins í silfri eða tveggja mánaða víxlum, er rfkustu kaupmenn borgarinnar ábyrgðust, að upphæð 1.500.000 þölur, auk 200.000 þala til rúss- nesku og austurrísku herjanna, er setu höfðu i borginni, og greiddist það í reiðu fé, mjöli eða öðrum mjölvörum. Tottleben lét taka ýmis sýnis- horn úr hergagnabúrum og virkjum borgarinnar og senda Fermor. Þar á meðal 252 „gamlir fánar ýmissa þjóða, auk fimm nýrra ‘, 52 hermerki, „éinnig ýmissa þjóða“, 57 fallbyssur, 9000 hermannabyssur og 290 stuttar riddarabyssur, auk ým- is konar annara vopna, her- gagna og tækja. „Og á morgun,“ bætti Tottle- ben við skýrslu sína til yfirhers'- höfðingjans, „ætla ég að láta hýða blaðamenn hér 'í borg,“ — sem ekki kom jafn einkenni- lega fyrir” sjónir þá sem nú. Friðrik hafði nefnilega óspart notað blöðin til þess að dreifa út fölsuðum fréttum og hvers konar orðrómi og óhróðri um fjandmennina. Fermor gerði sitt til þess að afvopna Prússa. Öllu, sem í hergagnabúrunum var og hann gat ekki haft gagn af handa liði sínu, lét hann fleygja í ána Spree. Allar púðurverksmiðjur voru sprengdar í loft upp og hergagnabúrin brennd til kaldra kola. Fallbyssustöðvar og her gagnaverksmiðjur voru svo rækilega eyðilagðar, að það hlaut að taka langan tíma og kosta mikið erfiði eða gera þær nothæfar aftur. Helztu byssu- smi??irnir voru handteknir og sendir brott. Framkoma Austurríkismanna og Saxa var aftur á móti oft miður góð, og kvað svo ramt að uppivöðslu þeirra í borginni, að stundum sló í bardaga milli þeirra og Rússanna, er sjálfsagt hafa talið sig aðal-húsbænd- urna. Andrei Bólótoff, liðsforingi í setuliði Rússa, skrifaði síðar ævisögu sína og lýsti þar meðal annars veru sinni í Berlín. Get- ur hann þess, að yfirvöld borg- arinnar hafi við brottför liðsins boðið rússneska herforingjanum Bachman 10.000 þala gjöf, í þakklætisskyni fyrir þá mildi og velvild, er hann hefði sýnt. En hann hafnaði gjöfinni. Þegar því hlutverki herfárar- innar, að lama hernaðarmátt Prússanna hafði verið fullnægt eins og kostur var, hörfuðu Rússar brott úr borginni. Höfðu Lífið er bæði bruðulsamt og gjöfult. Það eys yfir okkur gjöfum sínum. Ekki eru þær allar gull og gérsemar, en perlur og gullkorn eru innan um allt hitt. Fyrir nokkru barst inn til mín rit, sem lætur líþið yfir sér. Það er gefið út af • prestafélagi Vestfjarða og heitir Lindin. Ég hefi áður minnst á þetta rit. í því eru ágætar greinar, en ein ber af öðrum. Hún er perla, að mínu ^áliti. Hún heitir: „Auðu þeir eigi míisst nema eitt hundr- að hermenn' í allri ferðinni. Ári síðar hertóku Rússar Kol- berg, síðasta vígi Friðriks mikla í Eystrasaltslöndunum. En þrátt fyrir allar þessar ófarir, var sögu hans ekki lokið. Skömmu eftir fall Kolbergs, einmitt þeg- ar Friðrik_ aftur var tekinn að hugsa um að afsala sér konung- dæmi í Prússlandi, dó Éiísabet skyndilega og við völdum tók hálfvitinn Pétur II., er mjög var hlynntur Prússum. Prússneska herveldið var þó lengi í sárum eftir þau högg, er því höfðu verið greidd, — en það reis samt fljótlega úr rústum og leiddi hörmungar og tortímingu yfir óbornar kynslóðir í Norður- álfu. rúmin“, eftir Svein Gunnlaugs- son skólastjóra á Flateyri. Og nú kemur Hlín. Ég sé strax, er ég fletti ritinu, að í því <u: margt gott. Ég hefi enn ekm lesið nema lítið í þessu fjöl- skrúðuga hefti. En ég kæri mig ekki um að biða, unz ég hefi lesið meira, með að segja það, sem mér liggur á hjarta. Ég var hálf þreyttur. Hallaði mér út af á bekkinn og tók að blaða í ritinu. Las yfirskrift- irnar. Þar var ein: „Konan, sem klæddi sig úr skyrtunni“, eftir bóndann í Geitaskarði, Þorbjörn Björnsson. Þarna er ein af þess- um fágætu greinum, ein af þessum greinum, sem gera mann að betri manni. Það er gott að rekast á slíkt. En bezt af öllu, að til er fólk, eins og konan, sem klæddi sig úr skyrtunni. Slíkt mál ætti útvarpið að flytja, hvert mannsbarn í.land- inu að heyra eða lesa.»Það eru ekki ævinlega stærstu bækurn- ar eða lengstu ritgerðirnar, sem mest gildi hafa. Þessar litlu perlur eru ómetanlegar. Næst á eftir kemur grein eftir breiðfirzka konu: „Hvað segja konur um karlmennina“. Gott er það líka, að konur skuli geta talað þannig um karlmenn. Hitt er ekkert, þótt /við karl- mennirnir tölum vel, um kon- urnar. Þær eru fallegar, hjarta- góðar og elskulegar, fórnfúsar, þolinmóðar og auðugar þeirra ga^ða, sem eru okkur meira virði en öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. Það er hressandi tilbreyting að lesa eftir konu tal um karlmenn, líkt og þessa litlu grein. Ég lagði ritið frá mér, vildi ekki lesa meira að svo stöddu. Mér leið vel, hafði fengið mjög góða heimsókn og vildi njóta hennar. Ég ætla ekki að eyða neinum orðum um hina ágætu og vel hugsuðu ræðu og ritgerö séra Benjamíns Kristjánssonar í rit- inu, um köllun móðurinnar — móðurhlutverki^ og hjúskapar- lífið, eða aðrar góðar greinar í ritinu, én treysta því, að þessi fáu orð mín um Hlín verði til þess, að einhverjir gerist for- vitnir og seilist í góðar gjafir hennar. Ritið er líka furðulegt afbrig'ði i bókaútgáfu nútímans. Það kostar aðeins 4 krónur, er þó 144 blaðsíður í stóru broti. L TÍMINN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Áskriftargjald Tímans utan Rvíkur og Éafnarfjarðar er kr. 30.00 árgangurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.