Tíminn - 06.03.1945, Side 5

Tíminn - 06.03.1945, Side 5
18. blað TÍMB\]V, |>riðjndaglim 6. rnarz 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDOTTIR JV jl t í s h u barnaherbergi Kvennabálkurinn birtir hér tvær rnyndir. af nýtízku barna- herbergi. Eru þær teknar úr amerísku blaði. Herbergið _er í senn leikstofa, lestrarherbergi og svefnherbergi. Skáparnir með fr^rn veggjunum geyma leikföng barnanna, bækur þeirra og föt. Til hægri sér á endann á rúm- unum, sem eru byggð hvert upp af öðru (,,kojur“). Er slíkt fýrir- komulag mjög hentugt og spar- ar mikið rúm. Upp í efri „koj- una“ liggur rimlastigi. Undir rúmunum eru skúffur, sem geyma^rúmfötin á daginn. Gólf- rými er mikið í herberginu. Á veggnum gegnt vinnuborðinu er stór gluggi og rennihurð, sem vita út að leikvelli í garðinum. Vilhelm M.oberg: {Zrunnteikning af barnaherberginu. Bath: baSherbergi; clothes: klœða- skápar; worktable: vinnuborð; bunks: „kojurnar"; terrace: grasvöllur. Þannig getum við hugsað okkur að barnaherbergið líti út. R. e y n i ð þ ett a ! Hreinsið hárbursta og fata- bursta með því að nudda hveiti inn í þá með mjúkum klút. Hristið hveitið síðan úr eftir nokkra stund og koma þá ryk og önnur óhreinindi úr burst- anum með því. Þvottasnúrur fúna siður, ef þær eru nut^laðar með vaxi áð- ur en byrjað er að nota þær. Sé þetta gert vandlega á það líka að hindra það, að óhrein- indarendur komi i þvottinn und- an snúrunni. \ Búsáhöld úr kopar er gott að hreinsa með því að nudda þau með hálfri sítrónu, sem dýft hefir veriö í salt og þvo þau síðan úr tæru vatni. F ö t o g f r a h U i á s ni á d r e n <j t S v o v a r u m honur h v e ðið Dyggðug kona.og ástfangin er aumkunarverð. La Rochefocauld (d. 1680) Konan er altari ástarinnar. Balzac (d. 1850) j .. Það er óhamingja hverrar konu að vera aldrei elskuð, en smán hennar að vera ekki leng- ur elskuð. Montesquieau (d. 1755) Vinátta endar oft með ást, en ástin aldrei með vináttu. Golton (d. 1832) j Siðprýðin hjúpar konuna bet- ur en klœði hennar. Rousseau ! I ! / • } Konan skiptir jafnoft um skap og um föt. ' Enskur málsháttur ' I Við sökum konuna um hrœsni, en athugum þó ekki að hún er hreinskilnari við okkur en sjálfa sig. • Chamford (d. 1794) '„Mínar einu bœkur voru andlit kvenna,! oý aðeins þvaður kenndu .þœr mór“. Thomas Moore Karlmenn eru orsök ítð ósam- lyndi kvenna. La. Bunjere I Kona, þú veldur ofviðri því, ' er kemur róti á mannkynið. Rousseau Frakki á smádreng n Föt á smádreng \ ,__________ Eiginkona FRAMHALD til. Það var enginn til nema Hákon. En nú varð henni ljóst, að hún hafði líka heill og hamingju annars manns í hendi sér. Það, sem þau Hákon gerðu, varðaði einnig þriðja mann. Hákon hafði bent henni á það, og hún hafði ekki viljað hlusta á hann — en það var samt satt. Og nú fyrst ollu brigð hennar við mann sinn, henni kveljandi sársauka. Orð Páls, svipur hans, augu hans — allt vitnaði um fullkomið traust hans á henni. Hann fól hús og heimili og allt óhikað hennar umsjá, þegar hann fór að heiman. Hann hefði ekki hikað við að fela henni í hendur allt, sem hann átti. En svo illa var hún hæf til þess að gæta þess, að hún gat ekki einu sinni gætt sjálfrar sín. Hún hafði eftirlátið rúm eiginmannsins í rekkjunni öðrum manni, sem hún hafði sjálf kallað til sín. Hefði það verið svívirðilegra, þótt hún hefði selt öðrum allt, sem hann átti? Hún hafði aðeins getað hugsað um þetta: að Hákon kæmi til hennar. Það var auðvelt og sársaukalaust að gleyma Páli og verða kona Hákonar. Það var annaðxsað fara úr húsi Páls til Hákonar í oeim vændum að vera hjá honum til æviloka. Hún var eiginkona Páls, hann átti heimtingu á því að ráða yfir henni, og hún varð að hugsa sig um, áður en hún áræddi úð hlaupast brott frá honum. Hún var þegar orðin sek um smánarathæfi fyrir augliti Guðs, en fyrir sjónum manna var hún ekki enn ber að slíku. ’ Það var eins og allar gáttir framtiðarinnar stæðu galopnar, þegar Páll kom heim. Margrét spurði sjálfa sig: hvað verður um okkur, um Pál og hana? Hvernig skyldi þeim takast að leysa þann vanda, sem þeim hafði borið að höndum? Hún vildi ekki verða strokukvendi á flækingi. hún vildi eiga heima hérna í þorpinu og vera húsfreyja á sínu heimili. En það var eitt því til fyrirstöðu: Hákon vildi eiga hana einn. Hvernig gat hún haldið áfram að vera hjá Páli og þó gefið sig Hákoni einum? Nú fann Margrét það, að hún var kona Hákonar — hans og hans eins. Og einskis óskaði hún jafn innilega og þess, að hún mætti vera honum trú. Hjá honum eignaðist hún gleði sína, og henni sortnaði fyrir augum, þegar hún hugsaði til allrar þeirr- ar gleði, sem þau ættu ónotið, ef þeim mætti auðnast að lifa saman. Hana óraði fyrir því, að hún hefði gefið Hákoni mikið, sem eiginmaðurinn gæti áldrei no^tið hjá henni, jafnvel þótt þau lifðu hundrað ár í hjónabandi. En Páll var kominn heim. Hún gat ekki dulið sjálfa sig þess, sem í vændum var. Að vera kona tveggja manna . t. . Nei, nei ... .! Hjartað henn ar neitaði því, öll sál hennar reis öndverð gegn því. Hún hafði nýlega svikið Pál, en hún skyldi ekki svíkja Hákon líka. Hún hafði heitið Hákoni því, að hún skyldi ekki skipta sér milli tveggja. Hún gat logið og dulið heitrof sín, en honum vildi hún reynast dygg og falslaus' — öðrum hvorum varð hún að reynast dygg og falslaus. Nei, hún vildi ekki dylja Hákon neins, hversu litilfjörlegt sem það var. Hún hefði kveinkað sér við að vera kona tveggja manna, enda þótt hann hefði ekki krafizt af henni trúmennsku. Henni bauð nú við öllum mökum við mann sinn, bauð við þeim af líkama og sál. Margrét varð að beita allri sinni kænsku til þess að bjarga sér úr þessum vanda. Og hún var bæði slæg og hugkvæm, er hún þurfti að forða því, að aðrir kæmust á snoðir um hina leynilegu sælu hennar — ef hún kæmist á annarra vitorð, var úti um hana. Og það gat ekki gert Páli neitt mein, þótt hún færi á bak hans, unz hann uppgötvaði það. Þannig varð hún að dylja hina miklu hamingju sína, ekki aðeins 4egna sjálfrar sín, heldur líka vegna hans — það hafðí hún talið sér trú um. * Það var ein dagstund, sem Páll hlakkaði alltaf mest til — og það voru kvöldstundirnar, þegar hann var kominn heim og gat farið að hvíla sig eftir daglangt erfiði. Aldrei var hann eins ánægður með sjálfan sig sem þá. Hann var svangur, en Mar- grét var líka að bera matinn á borð, hann 'var þreyttur, en gat líka bráðum farið að hátta. Það var allt gott. Og nú, þegar hann hafði verið að heiman tvö kvöld, voru þessar kenndir sterkari en venjulega. Páll lá á bekknum og gat ekki munað eftir neinu, sem hann þyrfti að kvarta yfir Á heimili foreldra sinna kunni hann ekki orðið jafn vel við sig og áður fyrr, og það stafaði náttúrlega af því, að honum leið nú svo miklu betur á sínu eigin heimili, þar sem hann réð öllu sjálfur. Já, það var einmitt þar, sem hann undi sér bezt, hjá ungri og heitri konu, sem sýslaði við heimilisstörfin meðan hann hvíldi sig. Hann átti gott býli, hann skuldaði ekki neitt af kaupverð inu. Hann var líka heilsuhraustur og vissi ekki hvað veikindi voru,' hvorki smá né stór. Vitaskuld varð bóndi að leggja hart að sér, en svo komu kvöldin og líka næturnar. Og á helgidögun- um var kannske dreypt í brennivín — þá drakk maður sig jafn- vel vel fullan og svaf það svo úr sér áður en vinnan kallaði að á nýjan leik. Og hann hafði fengið þá vinnukonu, sem hann hafði kosið og viljað fá handa konu sinni. Páll gat ekki óskað þess, að neitt væri á annan veg. Faðir hans myndi reyndar deyja innan skamms, en það urðu nú endalok allra gamalla manna. Hann átti líka einhvern tíma að deyja hvort eð var, svo að ekki þýddi að sýta það. Já, í kvöld fann Páll það betur en venjulega, hve lífið hafði leikið við hann. Það hafði verið dálítið tómlegt á nóttunni heima hjá gamla manninum; en það var blátt áfram af því, að hann saknaði Margrétar. Honum hafði aldrei dottið það í hug fyrr en núna, þarna sem hann lá og horfði á hana. Og hann stóð saddur upp frá kvöldmatnum og háttaði og beið Margrétar. Hún lét hann bíðá eftir sér, eins og hún hafði gert þessi kvöldin, því að hún hafði margt að snúast. En loks kom hún. Allt í einu fór hún að kvarta um lasleika. Ja, hún hafði reynd- ar verið orðin hálf-lasin í dag. Hún var með hræðilegan höfuð- verk — og hún var eitthvað svo undarleg um sig alla. Páll var ekki nærgöngull við hana. Hann sætti sig strax við þetta. Samt varð hann fyrir dálitlum vonbrígðum. Margrét várð svo þakklát, að það lá við, að hún skammaðist sín: Það var þá auðséð, hvað góður hann vildi vera við þana, ef hún var veik. Hann var ekki neinn^konuníðingur. . JÚLLl OG DtJFA Ettir JÓN SVEINSSON. % Eftir stutta stund mættum við mönnunum. En þegar við gættum betur að, brá okkur í brún. Við stóðuín agndofa af hræðslu. Þarna voru þrír af þeim, sem legið höfðu úti. — Júlla vantaði. Mér fannst hjartað í mér hætta að slá, og mér lá við yfirliði, þegar ég sá það, að Júlli var ófundinn enn. Sauðamennirnir þjrír voru alvörugefnir og mæðulegir á svipinn, niðurlútir og þegjandalegir. Þegar við spurð- um þá, hvar Júlli- væri, sögðu þeir, að hann hefði ekki verið með þeim, þegar hríðin skall á. — Hitt ætluðu þeir að segja okkur nánar, þegar heim kæmi. Mér sýndist ekki laust við, að þeir væru móðgaðir öf því, að við spurðum ekki um annað en Júlla, en lét- um ekki í ljós neina gleði yfir því, að þeir væru komnir heilir á húfi. i Þó að ég væri ungur drengur, skildi ég þetta og fann til þess. Ég reyndi því að. hughreysta þá, tók í höndina á þeim hverjum fyrir sig og klappaði þeim ósköp barna- lega. Þeir skyldu, hvað mér var í hug, og brostu nú vina- lega til mín. Á heimleiðinni athuguðum við þá betur. Þá fyrst sáum við, hvað þeir voru magnlausir og dauð- uppgefnir. Þeir voru bleikir eins og liðið lík. Og ekki gátu þeir gengið nema löturhægt. En hundarnir þeirra, sem höfðu verið grafnir í fönn- ina með þeim, þeir voru ekki eins illa út leiknir. Þeir voru alltaf á hlaupum í kringum okkur, gjamm- andi og gjálfrandi og fullir af leikaraskap. Það leit ekki út fyrir, að það hefði orðið fjöri þeirra og vellíðan að meini, þó að kalt væri og tóml^gt í fönninni. . Smátt og smátt bráði líka af mönnunum. En þó fannst okkur kæti þeirra uppgerðarleg og hlát- urinrí hálfgerður kuldahlátur. \ Að síðustu voru þeir farnir að gera að gamni sínu. „Þetta var skemmtileg nótt,“ sagði einn. „Hefði okk- ur ekki fundizt hún ætta að verða endalaus, þá hefði okkur líklega fallið hún ennþá betur.“ „Við fengum líka að liggja og hvíla okkur í næði,“ bætti annar við. „Sjaldan höfum við átt kost á að sofa eins vel út. Og ekki var ljósið að ónáða okkur. Það var allt jafn sótsvart, snjórinn var meira að segja svart- ur líka.“ „Ég hefði nú þegið það að hafa ljós,“ sagði sá þriðji. „Þá hefði ég bæði getað ort og skrifað eitthvað fallegt. Þið getið því nærri, að við vorum í skáldlegum hug- leiðingum.“ Að þessu hlógu þeir allir. En ekki var það neinn gleðihlátur. Það heyrðá ég. Sjafnar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteini og himnu- myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennurnar eða fægiefni, sem rispa tann- ^ glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. NOTIÐ SJAFNAR TANNKREM KVÖLDt OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjðín' Aknreyri A

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.