Tíminn - 06.03.1945, Síða 7

Tíminn - 06.03.1945, Síða 7
18. blaðf TlMliyiy, þriðjMdagimt 6. marz 1945 7 Krlstján Bergsson: Athugasemd við ritdom í 7. tbl. Tímans skrifar Guð- mundur Ingi á Kirkjubóli í Ön- undarfirði um „Skútuöldina“ og höfund hennar og lofar hvort tveggja mjög. Guðmundur Ingi og höfundur „Skútualdarinnar" eru sveit- ungar og að því er virðist æsku- vinir og má vel vera að það hafi rekið hann út á ritvöllinn, þar sem'aörir ritdómarar höfðu látið bókina liggja í þagnargildi, og hefði hún því ffjótlega fallið í gleymsku og höfundi hennar vonandi tekizt að vinna sér frægð sem rithöfundi, þó að þetta bernskubrek hans hafi mislukkazt. Annars tel ég ekki rétt að ráð- ast á höfund fyrir, hve hroð- virknislega hún er látin koma fyrir almennings-sjónir, heldur á útgefandi bókarinnar þar alla sök, þar sem hann krefst þess af ungum höfundi, að hann semji og láti frá sér fara á einu ári rit, sem mundi útheimta meðal mannsævi til þess að leysa þolanlega af hendi, en ef rithöfundar fara að láta það eft- ir peningagráðugum útgefend- um að hrúga saman einhverj- um ófullkomnum sagnabrotum um stórmerka þætti í atvinnu- lífi þjqðarinnar, aðeins til þess að fylla peningahít þeirra, þá geta þeir ekki vænzt þess að verða settir á bekk merkisrit- höfunda, en höfundur bókar- innar tekur það fram að útgef- andinn hafi gert þá kröfu að bókin væri búin til prentunar á einu ári, og það á þeim tíma þegar aðgangur að söfnum og heimildarritum er að mestu lok- aður. Bókin er heldur ekki neitt heildarverk, heldur að mestu sundurlausir þankar og ber þess of mikið merki að þar eru sam- settar frásagnir ýmissra eldri manna, sem ekki eru alltaf eins minnugir og þeir halda sjálfir. Er bókin því eins og skártflík, saumuð úr afgöngum eða sýnis- hornum. Af þessum toga mun það vera spunnið, að víða í bók- inni, þegar talað er um sjóslys og nafn einhvers ákveðins manns er nefnt, að aftan við nafnið kemur svo „og var að honum mikill mannskaði", eins og að enginn mannskaði hafi þá verið að öllum hinum. Hér koma auðsjáanlega fram áhrif frá þeim, sem er heimildarmað- ur, og sama á sér stað víða, að frásögnin verður vilhöll einstaka mönnum. Þá er það einnig fráleitt, að láta frá sér fara slíkt rit sem þetta og sleppa Sunnlendinga- fjórðungi alveg úr, vegna þess, að einhver annar ætli að skrifa þann þátt í sambandi við eitt- hvað annað, Þegar maður því leggur bók- ina frá sér að afloknum lestri, er maður alveg jafnnær. Það er ekki hægt að sjá, að „skútuöld- in“ hafi markað nein spor í atvinnulífi þjóðarinnar, eða lyft þjóðinni neitt lengra á leið en árabarningurinn á öldunum á undan. Það er ekki heldur hægt að sjá að hún hafi skilið eftir neinar rústir eða auðnir í ver- stöðvum þeim, sem fyrir voru, þegar hún hófst, en svo mun jafnan vera þegar um byltingu á sviði atvinnuveganna er að ræða. Ég harma það mjög, að bókin skuli vera komin út í svona ó- fullkomnu formi, því að það má búast við því, að það verði þröskuldur í vegi þess að færari menn eða jafnvel höfundur sjálfur á lengri tíma og af meiri þroska geri þessum stórbrotna og gagnmerka þætti í atvinnu- 'sögu okkar fyllri skil. Á víðavangi (Framhald af 2. síðu) Gróusögur kommúnista. í sambandi við orðsending- una, sem íslendingar fengu frá Krímarfundinum, hafa alls- konar sögusagnir verið breiddar út, er þykja rekja ætterni sitt til kommúnista. Ein er sú, að Bretar hafi fundið þetta skil- yrði upp til þess að útiloka ís- lendinga og ætli þeir síðan að koma því þannig fyrir á al- þjóðaráðstefnunni, að íslend- ingar verði útilokaðir af fisk- mörkuðum og útgerð þeirra þannig lögð í rústir. Önnur er sú, að fiskverðið muni verða stór lækkað í hefndarskyni, ef ís- lendingar fari ekki í stríð, og þeim neitað um vörur til fram- færzlu sinnar. Yfirleitt _ ganga þessar sögur út á það, að íslend- ingar eigi raunverulega ekki annars úrkosta en að fara í styrjöldina. Óhætt er að segja það, að all- ar slíkar sögur eru hreinn kom- múnistiskur uppspuni. Menn geta líka verið vissir um það, að kommúnistar hefðu ekki orðið jafn áfjáðir um að verða við áskoruninni, ef þeir álitu hana ekki runna undan rifjum ann- arra en Breta. Skattfrelsi Eimskips. íhaldsblöðin eru öðru hvoru að hamra á því, að Framsókn- armenn hafi breytt um stefnu í Eimskipafélagsmálinu, þar sem þeir hafi áður verið með því að veita félaginu skattfrelsi, en séu á móti því nú. í nefndaráliti, er Bernharð Stefánsson skilaði í efri deild, er þessu atriði svarað. Segir þar m. a.: í „Þegar Eimskipafélagi ís- lands var veitt skattfrelsi fyrir rúml. 20 árum, tel ég, að það hafi verið réttmæt og nauðsyn- leg ráðstöfun af hálfu löggjaf- arvaldsins, því að félagið barðist þá í bökkum fjárhagslega og gat ekki um mörg ár greitt hlut- höfum síhum neinn arð. Lögun- um um skattfrelsið var nokkuð breytt 1928, og var þeim ætlað að gilda um ákveðið tímabil, en þau hafa jafnan verið fram- lengd síðan. Það tel ég einnig, að hafi verið réttmætt til þessa. Að lögunum um skattfrelsi fé- lagsins hefir aðeins verið ætlað að gilda um ákveðið tímabil, en ekki til frambúðar sýnir, að löggjafinn hefir ætlazt til, að skattfrelsið félli niður, ef hag- ur félagsins breyttist mjög til batnaðar eða f aðrar ástæður gerðu félaginu auðvelt að greiða skatt. Nú er hagur félagsins ger- breyttur til batnaðar, sem betur fer, og mun það nú vera auðug- asta fyrirtæki á landinu. Þær ástæður, sem á sínum tíma ollu því, að félagið fékk þessi fríð- indi, eru því ekki lengur fyrir hendi“. Þessi rök skýra það fullkom- lega vegna hvers Framsóknar- flokkurinn vill ekki veita fé- laginu skattfrelsi áfram, þó,tt þótt hann hafi gert það áður, nema auknar tryggingar fáist fyrir því, að félagið starfi með þjóðarhag fyrir augum, en verði ekki braskfyrirtæki, er okri á landsmönnum, eins og reyndin varð 1943. Afneitun ungmenna- félaganna (Framhald af 4. síöu) trúa minnis, framsækna hugar? Hljóma þær ekki af glaðri lífs- trú hins heilbrigða æskumanns? Var ekki framtíðin fagur dagur fyrir sjónum þeirra tápmiklu ungmenna, sem skópu ung- mennafélögin og var ekki sá dagur fagur vegna þeirra mörgu óleystu verkefna, sem biðu og báðu um áhuga og átök? Er ekki ennþá dagur fram- undan, fagur dagur, sem biður um starfskrafta og þarfnast starfskrafta sv^jtaæskunnar heima í átthögunum? Og er ekki ljómi þessa dags því meiri en fyrr, sem vænta má meiri hjálp- ar frá tæknivísindum og fræðslu stofnunum en áður? Vissulega er dagur á lofti, mikill starfsdagur fyrir íslenzka æskumenn. En mönnum verður. ávallt misjafnlega mikið úr hverjum lfðandi degi. Engum dylst, sem kunnugur er sveit- um íslands, að mikið liggur eft- ir þá kynslóð, sem þar hefir staðið að starfi seinasta aldar- fjórðunginn. Sá hinn sami hlýt- ur að spyrja: Hvers vegna varð henni svona óvenjulega mikið úr verki? Svarið þarf kannski að vera langt, svo að það sé ýtarlegt, en mestur sannleikur- inn getur þó falizt í fáum orð- um. .— Hún ræktaði lýðinn. Kenndi sjálfri sér að hugsa sjálfstætt, hugsa djarft og hugsa djúpt. Skýrði það fyrir sjálfri sér að hún væri þjóðfé- lágið og henni bæri því að skilja málefni þess og vinna að þörf- um þess eftir beztu getu. Þjálf- aði sig í félagslegu samstarfi. Lifði og vann í þjóðfélagsanda samvinnuhugs j ónarinnar. Eigi þeim, sem ungir eru í dag, að verða mikið úr sínum eina ævidegi, ætli þeir að halda uppi merki og halda áfram verki feðra sinna og mæðra, þá mega þeir ekki afneita starfsaðferðum þeirra við* ræktun lýðsins né starfshugsjónum þeirra um ræl0tun landsins. Mioning nokkurra Landmanna (Framhald af 6. síöu) missa 4 þeirra, öll uppkomin, á tíu ára skeiði. Eftir lifir Magn- ús bóndi í Stúfholti og dóttir í Reykjavík. Gunnlaugiir í Stúf- holti var afburðamaður að þreki gildur maður að afli og svo vel gerður maður andlega, að hann hélt sinni léttu lund fram á banadægur, þrátt fyrir þungar raunir. Er hann minnisstæður öllum, sem kynntust honum og sakna þeir góðs drengs og „vor- manns“, sem haustkuldinn náði aldrei að nísta. Ókalinn á hjarta mun hann hafa sloppið úr þessu lífi. Loks sé ég autt sæti Guðfinns Jónssonar í Akbraut, sem and- aðist 22. des. ’44. Hann fæddist 1877 í Akbraut og var þar alla tíð síðan. Hann giftist 1916 Odd- björgu Illugadóttur, dótturdótt- ur Odds bónda í Þúfu á Landi. Áttu þau saman einn son, Jón að nafni. Guðfinnur í Akbraut var meðalmaður vexti,svipheið- ur og mildur í augum enda ljúf- menni og ráðvandur „í igegn“. Eigi var hann auðsæll og bjó lengst af við skorinn skammt, en átti þann auð, sem lífið má ekki án vera, góðvild og mildi í framkomu. Átti hann því „inn- stæðu“ í brjósti sinna förunauta og þá líka inni hjá guði. Er það ekki nokkuð gott fyrir manns- sálina, sem skilur nakin við fallið hreysi, sem fer í moldina? Eða er þetta hjátrú, úrelt á 20. öld? Friður sé með öllum þess- um framliðnu. R. Ó. „Dagslátta drottins“ (GOOD’S LITTLE ACRE) eitir Erskine Caldweil, er komín í bókabúðír Þetta er bókin, sem átti að hindra útgáfu á í Bandaríkjunum, og urðu út af því málaferli fyrir lögreglurétti New York borgar. Á- litsgerð réttarins er prentuð aftan við bókina. Fjöldamargir rithöfundar, fagurfræðingar og ritdómendur Bandaríkjanna veittu höfundinum og útgefendunum lið í vörn þeirra fyrir útgáfu bókarinnar. Kaupið bókína og sanníæríst um bókmenntalegt gíldí hennar. Erlent ylirlit. (Framhald a) 2. síöu) Afleiðing þessa hefir nú orðið sú, að Radescu hefir farið frá og Mikael konungur falið Stirby prins stjórnarmyndun. Stirby er kominn á áttræðisaldur. Hann hafði áður allmikil af- skipti af stjórnmálum og hefir löngum haft tiltrú konungs- fjölskyldunnar, enda var hann sagður elskhugi hinnar frægu Maríu drottningar, móðuf Car- ols. Ekki er talið líklegt, að að stjórn hans, þótt hún komist á laggirnar, verði langrar líf- daga auðið, því að kommúnistar heimta að fá stjórnina að mestu í sínar hendur og hafa jafnvel haft á érði, að steypa Mikael konungi af stóli. Er búist við miklum tíðindum frá Rúmeníu áður en langt um líður. Þótt Bretar og Bandaríkjamenn eigi fulltrúa t vopnahlésnefndinni, þykir ðkki líklegt, að þeir geti miklu ráðið um gang málanna þar, eins og ástatt er. Atburðirnir í Rúmeníu eru að ýmsu leyti athyglisverðir fyrir stjórnmálamenn annars staðar, er kommúnistar styðja til valda. Kommúnistar eira þeim aðeins á meðan þeir eru að koma sér betur fyrir. Síðan eru þeir flæmdir frá ins og Radescu. Ný bridgebók: Vínarsagnkerfið Árið 1936 kom Austurríkismaðurinn, dr. Paul Stern fram með nýtt sagnkerfi í bridge. Kerfi þetta, sém nefnt var Vínarsagnkerfið, vakti þegar í upphafi mikla athygli. Bók sú, sem nú liggur fyrir á íslenzku um Vínarsagn- t C' kerfið, er endursögð eftir bók, er út kom í London 1942 um kerfi dr. Sterns. Fullyrða má, að þeir, sem læra sagnreglur þessar vel og iata nákvæmlega eftir þeim, munu aldrei verða í vandræðum með, hvernig réttast ( sé að segja á spilin. BÓKAtíTGÁFA Guðjóns 0. Guðjónssonar Sími 4169. Húseign í Vestmanna- eyjum til sölu Tilboð óskast í húseignina Eystri-Þorlaugargerði í Vestmanna- eyjum ásamt miklum útihúsum, sem eru á jörðinní. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum sé skilað fyrir 10. apríl til MAGNÚSAR GUÐMUNDS- SONAR, Helgafelli í Vestmannaeyjum, sem gefur allar nánari upplýsingar. Innilegustu þakkir færi ég öllum sveitungum mínum og öðrum, er auðsýndu mér samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns,‘ » Sveins Sveinssonar, fyrrum bónda á Gillastöðum í Reykhólasveit. Guð blessi ykkur öll. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR. Öllum minum góðvinum, nœr og fjœr, sem glöddu mig á áttrœðisafmœli mínu 14. ferbúar sl. með heim- sóknum, stórgjöfum, vínsamlegum skeytum og á annan- hátt, sendi ég mínar hjartans þakkir. Guð blessi ykkur öll og launi. Árbakka, 17. febrúar 1945 ÓLAFUR BJÖRNSSON Ég þakka hjartanlega skylduliði minu og sveítung- # um fyrír heimsóknir, skeyti og gjafir á sjötugsafmœli mlnu. ÞÓRMUNDUR VIGFÚSSON, BÆ. Höfum flutt verzlun vora og saumastofu af Skólavörðustíg 19 á Bergstaðastræti 28. Mikið úrval af karlmannafötum nýkomið. — Einnig drengjaföt. Fataefni nýkomin. — Tökum efni í saum. KLÆÐAGERÐIN Ultíma h.f. Bergstaðastræti 28. — Sími 3321. Jörð til sölu » Jörðin Unhóll II í Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar frá fardögum 1945. Kauptilboð séu send innan 1. apríl til Gunnars Árnasonar, sími 2718, pósthólf 657 Reykjavík, er gefur nánari upplýsingar. Áskilinn réttur að taka hvaða tilboði serfi er eða hafna öllum. Raitækjavinnustof an Seliossi framkvæmir allskonar rafvírkjastörf. OBÐSENDING TIL KAIPEXDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.