Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.03.1945, Blaðsíða 6
/ TÍMI]\]y, þriðjndagiim 6. marz 1945 18. blað S JÖTUG: Katrín Þorvardardóttir Stóru-Sandvíli í Flóa Það verður víst ekki talið til stórviðburða, þótt alþýðukona, sem alla sína ævi hefir dvalið í sveit, fylli sjötiu ár. En nokkrir ákveðnir einstaklingar geta þó staöið í svo mikilli þakkarskuld viö hana, og hún verið þeim svo kær, að þeir telji það með við- burðum ársins, er þeim verða minnisstæðir. í dag fyllir ein slík kona sjö- tíu ár. Hún heitir Katrín Þor- varðardóttir að Stóru-Sandvík í Flóa. Hún er fædd að Bár í Flóa 27. febr. 1875, og dvaldist á æskuheimili sínu til 16 ára aldurs, er hún fluttist til frænku sinnar, er bjó að Oddgeirshóla- höfða í Hraungerðishreppi. Þar tókst þegar vinátta milli hennar og móður minnar, sem var þ(i ennþá heimasæta að Oddgeirs- hólum. Þegar móðir mín fimm árum síðar giftist og hóf búskap að Stóru-Sandvík, leitaði hún þegar á fyrsta ári til vinkonu sinnar í Höfðanum og vistréð hana til sín. Þetta var árið 1897, og þessari vist heldur hún enn- þá eftir fjörutíu og átta ár og leysir enn í dag af hendi með jafn mikilli prýði hvert það verk, sem henni er falið, sem tvítug væri. En þrátt fyrir sína vinnu- mennsku átti hún sitt tilhúga- líf og ástir, því þann 6. janúar 1906 giftist hún föðjarbróður mínum, Magnúsi Magnússyni, og eignuðust þau einn dreng, sem dó í æsku. í stað þess að hefja búskap, héldu þau áfram að vera vinnuhjú forfeldra minna, og þá vár það, sem við systkinin eignuðumst „Frænda“ og „Kötu“, sem aldrei verða frá okkur tekin í orðsins fyllstu merkingu. Þau hafa ekki getað hugsað til þess að yfirgefa heimilið eins og á stóð, því að foreldrum mínum fæddist barn næstum því á hverju ári, eða 14 á tuttugu og einu ári, enda tók Kata okkar alltaf annað- hvert barn að sér, er það fædd- ist og veitti því alla móðurlega umhyggju. Þannig eignuðumst við systkinin tvo feður og tvær mæður, og þótt við værum ekki bundin blóðböndum nema ann- ari þeirra, var hin okkur ekki ókærari. Vart verður hægt að hu§sa sér meiri fórnfýsi en þessa, að fórna lífi sínu og starfi til þess að reyna að koma til manns tólf börnum, sem maður á engar skyldur við, og meta þarfir þeirra í *öllu framar sínum eig- in þörfum. Þannig hefir verið líf og starf Katrínar Þorvarðardóttur, en hún átti líka á unga aldri þrár, sem ekki uppfylltust nema að litlu leyti. Hún hafði hug á að nema ljósmóðurstörf, enda á- byggilega sakir samvizkusemi og hreinlætis vel til þess fallin. Þótt annríkið leyfði aldrei að úr því yrði, uppfylltist þó þessi æskudraumur hennar að nokkru leyti, því þegar stórhríð og hrævareldur töfðu för ljósmóð- urinnar, svo að hún náði ekki á áfangastað fyrr en um seinan, gat náttúran ekki beðið og ég skaut höfðinu í þepnan heim og Kata kom og lagði sínar líknar- hendur fram og allt fór vel. Þegar ég fyrir skömmu brá mér austur á æskustöðvarnar, fann ég enn sem fyrr þetta glaða viðmót og þessa móðurlegu um- hyggju, sem einkennt hefir allt hennar ævistarf. Við systkinin, móðir okkar og aðrir vinir og kunningjar óskum henni allra heilla á þessum merkisdegi, og langra lífdaga. 27. febr. 1945. Magnús Hannesson. Svipir framliðiima Mínnín? nokkurra Landmanna Er ég tók að blaða í skrá um látna menn í Landmannahreppi árin 1942—1943, veitti ég því athygli, að uppskera dauðans var ríkuleg þetta ár meðal gam- alla samferðamanna í Land- sveit, og svipir þeirra minntu mig á haustlögmál tilverunnar, að farfuglarnir kveðja og hverfa héðan, og þegar aldur færist yf- ir mann, finnst manni stundum að maður standi einmana á „Stórasandi" jarðlífsins og sakni gömlu mannanna. Hinir nýju menn. fylla ekki alltaf skarðið, þótt nýtir reynist síðar. Hinn fyrsti hinna framliðnu, sem ég vil minnast, er Magnús Magnússon, einn hinna mörgu Skarfanessystkina, sonur Sig- ríðar í Skarfanesi og Magnúsar bónda þar, f. 1854. Magnús var lítill vexti og krepptur í baki, og er sú saga til þess, að hann var látinn bera þungt tré, ungur og óharðnaður, móti efldum karlmanni og sakir metnaðar (eða ósérhlífni) tók hann nær sér en hann mátti og ofreyndi sig. Lá lengi hart leikinn af þeirri raun, og bar eigi barr sitt síðan. Mér er Magnús minnis- sstæður í æsku, sakir fjörs hans og útlits. Man ég glöggt, hversu þessi litli maður gat hlaupið mikið og hlegið dátt, þótt húsið hans (líkaminn) væri eigi svo reisulegt, sem margir vildu kjósa. Magnús stundaði vinnu- mennsku alla ævi, og var þarfur þjónn og trúr sínum húsbænd- um, átti þó örðugt um vik vegna hins bilaða þreks. — Magnús kvæntist 1913 Steinunni Bjarna- dóttur, sem lengi hefir dvalizt á Galtalæk, og eignaðist með henni son, Magnús að nafni, sem alizt hefir upp með móður sinni, *6g er afreksmaður að dugnaði. Síðustu árin dvaldi Magnús í Hvammi á Landi og fann þar þráða hvíld með hæfi- legu starfi og fékk því að halda sinni léttu lund til hinzta dags. Magnús dó 30. júní 1942. Þar næst minnist ég með ör- fáum orðum gamals félaga, ; Kjartans Pálssonar. Ég man jeftir honum, er ég var drengur. Var hann þá á næsta bæ, en svo hvarf hann út í buskann en kom aftur hér í byggð á gamals aldri og ávaldi öll síðustu árin á Hell- um. Kjartan fæddist 1863, dvaldi víða um ævina, alltaf í annarra þjónustu og þótti frábær fjár- maður. Hann giftist Pálínu Magnúsdóttur frá Skarfanesi og átti með henni 3 börn: Pál bónda á Minnivöllum, Sigrúnu húsfreyju í Þúfu og Mörtu, bú- setta á Skeiðum. Kjartan var sérkennilegur í útliti og háttum, kynntist lengi ævinnar líklega fremur skúrum en skini, en svo virtist sem heiðríkja yrði meiri í huga hans eftir því sem kvöld- aði og minnist ég eigi að hafa hitt fyrir öllu glaðara gamal- menni og mildari hlátur. Þessa aftanskins ævinnar naut hann á Hellum. Kjartan dó 9. nóv. ’42. Þá koma bræðúr tveir, Bjarni Björnsson, bóndi í Efra-Seli og samnefndur bróðir hans, Bjarni í Lunansþolti. Eru þeir mér báð- ir minnisstæðir. Bjarni í Seli, f. 1862, bjó fyrst á Tjörvastöðum, en er sá bær fór í sand, fluttist hann að Efra-Seli og bjó þar ætíð síðan. Bjami var gildur bóndi og atorkumaður mikill, átti brennandi hjarta, ríkan á- huga fyrir hag sínum og sinna. En hann átti líka viðkvæmni fyrir kjörum annarra og áreið- anlega mildar tilfinningar í brjósti sér og heimshyggja hans var ekki annað en álagahamur utan um hreina og barnslega sál. Slíkan þekkti ég hann. Hann giftist Margréti Einarsdóttur og átti með henni 3 börn er lifa: Björn bónda í Seli, Steinunni húsfreyju á Arnkötlustöðum og Guðrúnu húsfreyju á Vallá á Kjalarnesi. Bjarni dó 26. jan. ’43. Bróðir hans, Bjarni i Lunans- holti, f. 1863, var að útliti nokk- uð svipaður bróður sínum, en kuflinn hans var nokkuð gróf- ari. Var hann einu sinni (í gamni) kallaður „verri Bjarni“ En hitt má fullyrða, að hann SamvmnuSélögm eru ör- uggasta verdlags- Eins og kunnugt er, hefir all víðtækt opinbert verðlagseftir- lit verið hér á landi styrjaldar- árin og raunar nokkru lengur. Ástæðurnar til þessa verðlags- eftirlits eru kunnar og skal ekki hér um þær rætt. Flestir munu vera sammála um, að eftir at- vikum hafi verið nauðsynlegt fyrir hið opinbera að grípa til einhverra ráðstafana, til að hamla á móti dýrtíð og verð- hækkun. Til slíkra ráðstafana er venjulega gripið á styrjaldar- tímum og stundum oftar, þegar mikið ósamræmi verður á milli framboðs vara og eftirspurnar, þannig, að eftirspurnin og kaupgetan er miklu meiri en framboðið. Þó að flestir viðurkenni nauð- syn verðlagseftirlitsins hér, verður því ekki neitað, að ýmsir annmarkar hafa fylgt því. Hér hefir eftirlitið aðalléga verið framkvæmt á þann hátt, að á- kveðin hefir verið brúttó- hundraðstölu álagning á kaup- verð vörunnar. En með slíku er dregið úr tilhneigingu verzlana til að gera sem ódýrust innkaup, því að það er beinlínis hagur fyrir verzlunarfyrirtækin, að varan sé sem dýrust í innkaupi, þ. é. a. s. á meðan eftirspurn vörunnar er nóg, þannig,s að hún selzt. Því hærra verð, því meiri álagning. Erfitt er enn- fremur að vita hvert er hið raunverulega innkaupsverð var- anna. Er vitað, að þetta hefir verið stórlega misnotað með ýmsum hætti. Eru um það ný- leg dæmi, sem hér skulu eigi rifjuð upp, enda vitað, að þar er enganveginn um verstu til- fellin að ræða. Loks má geta þess, að hið opinbera eftirlit er mjög kostnaðarsamt. Þó að hér hafi verið bent á nokkra ókosti verðlagseftirlits- ins, skal enganveginn í efa drefe- ið, að það hafi gert hér gagn. Hér skal ekki heldur fullyrt, að hægt hefði verið að beita við það öðrum aðferðum en gert hefir verið, enda þótt ýms- um virðist, að meira hefði átt i að gera að því, að setja há- marksverð á vörurnar. J En hér skal vakin á því at- jhygli, að neytendur hafa það í hendi sinni að tryggja sig gegn óhæfilegri vöruálagningu. Sam- (vinnufélögin tryggja félags- mönnum sínum vörurnar við ' sannvirði og eru miklu raun- . hæfari vörn gegn dýrtíðinni og ' okri heldur en hið opinbera . vprðlagseftirlit getur nokkru sinni orðið. I Þar sem Sambandið getur gert innkaupin í stærri stíl en ! flest eða öll önnur ísl. verzlun- ' arfyrírtæki, má telja víst, að raunverulegt innkaupsverð vara !hjá Sambandsfélögunum verði að öllum jafnaði lægra en hjá einkafyrirtækjum. Álagningu félaganna á vöruna, er einnig stillt í hóf. Ef tekjuafgangur verður eftir árið, þ. e. ef álagn- ing á vörurnar hefir verið hærri en svo, að hún greiði kostnað og sjóðstillög, er honum úthlutað til félagsmanna í hlutfalli við viðskipti þeirra. Félagsmenn fá því vörurnar fyrir raunverulegt kostnaðar- verð þeirra. Ef samvinnufélögin fengju nægar vörur, þannig, að þau gætu fullnægt félagsmönnum sínum, væri allt verðlagseftir- lit óþarft þeirra vegna. Samvinnufélögin eru því ör- uggasta verðlagseftirlitið. En þá má ekki með innflutnings- höftum eða gjaldeyrisráðstöf- unum leggja stein í götu þeirra. Þau verða að fá því meiri vör- ur, sem félagsmenn þeirra verða fleiri. Þessar staðreyndir ættu menn að hugleiða og efla samvinnu- félögin og gera á þann hátt allt opinbert verðlagseftirlit smám saman óþarft. líktist bróður sínum um gott hjartalag, innst inni átti hann fínan streng, sem auðveldlega gat orðið snortinn á góðri stund. Bjarni var einstæðingur alla ævi, var of oft erfiður sjálfum sér og öðrum, því að umhleyp- ingar voru í lund hans, En nokk- ur mannlýsing er það, að engum var illa við Bjarna en mörgum híýtt. Það var lán hans, að hann festi rætur á ágætu heimili Odds og Ingiríðar í Lunansholti og mátti hvergi una nema þar. Veikleika hans hefi ég nú málað og þó eigi með sterkum litum, og sízt vildi ég gleyma styrk hans, óbilandi trúmennsku og svo því, að hann átti það hjarta, sem fann til með honum. Hann harmaði stundum auðnuleysi sitt, að hann gat ekki orðið betri maður í lífinu, því að hann var vel vitj. borinn eins og bróðir hans. Bjarni andaðist 28. apríl 1943. Þá vil ég minnast gamals Landmanns, sem um langa ævi bar hátt í sinni samtíð sem gildur og góður bóndi, bústólpi og landstólpi. Maður þessi er Guðni Jónsson i Skarði. Hann fæddist 1862 í Gamla-Skarði, sonur Jóns rika bónda þar. Guðni í Skarði var afreksmaður að fjöri og áhuga og atorku í sínum reit, og gerðist snemma auðsæll og átti um skeið árlega 600—700 fjár framgengið á vori. Hann var meðalmaður vexti, bjartur yfirlitum, léttlyndur og viðkvæmur. Er nokkur mannlýs- ing í stöku, er honpm var send á áttræðisafmæli hans. „Heill heiðursmanni, höldi áttræðum, 1 Skarði jarðskertu, skertur þó eigi, auðsæld né auðnu, um ævi- dag. langan, byggðar bústólpi, barngóður löngum, léttur í lundu, og laus á tárin. Sátt býr í sinni við sólnaföður og breyska bræður, bros við lífs- kvöldi.“ — Kona Guðna var Guðný Vigfúsdóttir og eru börn þeirra 5 á lífi: Kristinn, bóndi í Skarði, Sigfús í Reykjavík, Margrét húsfreyja f.Reykjavík, Kristín húsfreyja þar og Guð- rún kaupliona, einnig í Reykja- vík. Guðni í Skarði var ágætis- maður um margt, óhlutdeilinn og enginn metnaðarmaður út á við, en átti hins vegar þann metnað, að rækja starf sitt til hlítar, og bar lengi þyngstu byrðina í þarfir sveitar sinnar. Sakir stöðu sinnar sem kirkju- bónda var löngum gestkvæmt á heimili hans og taldi hann aldrei eftir greiðvikni og beina, sem margir nutu í hans ranni. Guðný kona hans var snyrti- kona og honum samhent. Hún andaðist 1939. Þá er Skarðs- kirkja var endurbyggð 1931, gaf Guðni forkunnargóða klukku hinni nýju kirkju. Við hréim- fagran hljóm hennar minnist ég Guðna í Skarði og annarra horf- inna förunauta, sem haustið hefir kvatt farar. Guðni dó 8. apríl 1943. Að lokum verð ég að minnast tveggja Holtamanna, en eigi er svo að skilja, að eigi væri vert að minnast margra annarra framliðinna góðra drengja og kvenna úr þeirri sveit. Gunn- laugur Gunnlaugsson bóndl! í Stúfholti andaðist 15. sept. ’43. Hanú fæddist 1872, og reisti bú að Þverlæk og giftist eftirlif- andi konu sinni Sigurveigu Sig- urðardóttur. Eftir skamma dvöl á fyrrnefndum bæ fluttist hann að Stúfholti og bjó þar síðan. Hann eignaðist feex börn, er komust til aldurs, og varð að sæta þeim erfiðu örlögum, að (FramKald á 7. síðu) Satnband ísl. satnvinnufélagat. SAMVINNUMENN: Munið að vanda allar framleiðsluvörur yðar. SAVON de PARÍS mýkir húðina og stgrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ \ og ver hana kvillum. jVOTIð SAVON r Islenzkar þjóðsögur og ævintýri Einar Ól. Sveinsson ték saman. Með 70 myndum eftir Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Eggert Guðmundsson, Eggert Laxdal, Guðmund Thorsteins- son, Jóhannes Kjarval, Kristin Pétursson og Tryggva n Magnússon. Bókin er yfir 500 bls. að stærð í stóru broti og inniheldur ekki aðeins úrval úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar, heldur er hér um að ræða úrval úr íslenzkum þjóðsögum yfirleitt. Bókinni er skipt í þessa 12 kafla: Huldufólkssögur, Sæbúar, Tröll, Draugar, Ófreskisgáfur, Galdr^r, Úr náttúrunnar ríki, Helgi sögunnar, Úr sögu lands og lýðs, Útilegumenn, Ævintýri, Gamansögur. Það er óþarft að hafa mörg orð um þessa bók. Ef til vill hefir aldrei verið gefin út bók, sem í jafnríkum mæli er hold af holdi íslenzku þjóðarinnar og blóð af hennar blóði eins og þetta þjóðsagnaúrval dr. Einars Ól. Sveinssonar. t þjóðsö^nnnm felast sumar okkar fegurstn bókmoiiiit a |ierl ur. — Þvi miður er upplag bókarinnar svo lítið, að ekki er þess að vænta, að hún komist inn á hvert heimili, en ^eir fá hana, sem fyrstir koma í bókabúðirnar. Bókin er bundin í mjög vandað skinnband. H.f. lieiftnr. ÚTBREIÐIÐ TIMANN ♦ ^4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.