Tíminn - 10.04.1945, Síða 5

Tíminn - 10.04.1945, Síða 5
20. blað Ttmgny, brlð.luclasliin 10. apríl 1945 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR S u s an Ænthony. En þær gáfust ekki upp. Smátt og smátt fengu þær í lið með sér fleiri ágætar konur, er voru nafnkunnar þar í landi. Um skeið gengu allar banda- lagskonur í karlmannsbuxum „til þess að bjóða öllum hleypi- dómum karlmannanna byrginn og koma vitglóru inn í kollinn á þeim“, sögðu þær. Þetta vakti óskaplegt hneyksli meðal karl- mannanna, en til þess höfðu þær líka ætlazt. Ekkert hafði til þessa vakið meiri athygli* á hreyfingunni! — Þær byrjuðu samt að ganga í pilsum aftur eftir nokkurn tíma, en baráttu- kjarkur þeirra var óbilandi eftir sem áður. Og fremst í flokki þeirra var Susan Anthony, „Na- póleon1 kvenréttindastefnunnar" var hún kölluð. Vissulega hafði hún marga hæfileika Napole- ons, ekki grimmd hans að vísu, en skipulagningargáfuna, þrek- ið og fastheldnina við hugsjón- ir sínar. Því meiri mótstöðu, sem hún mætti, því fastari var hún fyrir. Lagskonur hennar, Elísabet Stanton og Ernestine Rose heltust úr lestinni sökum aldurs og lasleika og nú ferðað- ist hún ein um landið og gegndi sömu störfum og þær þrjár höfðu áður haft með höndum. Með óþreytandi elju og æfingu var hún nú orðinn góður ræðu- maður. Hún unni sér engrar hvíldar og þol hennar á ferða- lögum var næstum ótrúlegt. Oft ferðaðist hún dögum saman í misjöfnu veðri að vetrarlagi, beið oft lengi á köldum brautar- pöllunum éftir járnbrautarlest- um, hélt fundi á afskekktum stöðum í slæmum húsakynnum og boðaði konum þar keninngu sína um jafnrétti kvenna og * karla. Eitt sinn gat hún þess í Þetta er í fáum dráttum saga Susan Anthony, en hennar ættu allar konur, hvar sem þær eru í heiminum, að minnast með virðingu og þakklæti. S. I. Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD sem íþyngdi henni. Hana langaði til þess að gera yfirbót. Og hún gat með einum hætti bætt fyrir brot sitt gegn Páli — mjög nær- tækum hætti. En það var einmitt það, sem hún mátti ekki gera. Ég vil ekki eiga þig með öðrum — mundu það! — Rödd Há- konar hljómar henni í eyrum. Sú rödd er afdráttarlaus, það er í henni ógnandi þungi, það eru ekki innantóm orð. — Ég vil ekki eiga þig með öðrum .... . Og Margrét vill aðeins vera kona eins manns. En loks fer henni &rlegt var það, að þail minntu mig a augun V e i z l u b o r ð Byrjið snemma að leggja á borð og undirbúið framreiðslu, helzt daginn áður, svo að allt sé í góðu lagi, þegar gestirnir koma. Takið fram borðbúnað: silfur- og glervöru, og nuddið það með þurru stykki, svo það gljái. Borðið verður að vera svo breitt sem mögulegt er. Á litlu borði er mjög erfitt að láta allt fara vel, það verður að vera nægilega langt, svo að gestirnir þurfi ekki að þrengja að sér. Fallegasti dúkurinn er lagður á borðið, damaskdúkar hafa hing- átð til þótt . beztir. Einnig er mjög smekklegt að hafa ofna dúka með mundlínum í sama lit og stíl, en það hæfir þó betur í minni samkvæmi. Þykkt teppi er lagt undir dúkinn, til að draga úr hávaða við borðið. Borðskraút er mjög margvts- legt, blóm, ávextir, ljós í stjök- um, borðdreglar af öllum gerð- um. Hið venjulegasta er að blóm séu höfð í skálum eða vös- um á miðju borðinu og á horn- um þess o. s. frv. Leggja má smáblómvendi yfir borðiö eða við hvern disk. Fer vel á því að leggja þau t. d. eftir endilöngu borðinu. Fer það þó nokkuð eftir því, hvaða blóm eru notuð. Það er mjög vel viðeigandi að skreyta borðið eftir árstíðum, á jólaborðið hæfir vel að hafa grænan kvist og greni, á páska- borðið vaxandi vorgróður. Var- bréfi, er hún skrifaði á ferða- izt bara, að skrautið sé ekki allt að verða það ljóst, að hún á ekki nema um tvennt að velja: ann- aðhvort yfirgefa hús Páls eða láta hann fá vilja sínum framgengt. Um önnur úrræði var ekki að velja. Hún gat ekki flotið á endalausum afsökunum. Hún gat ekki viku eftir viku komið með nýjar og nýjar viðbárur, þegar eigin- maður hennar girntist hana. Hún hefir aldrei hagað sér þannig fyrr en nú, og það hlýtur að vekja grunsemdir, ef hún verður ekki aftur eins og hún hefir átt að sér. Hversu grandalaus sem hann er, hlýtur þeirri hugsun að skjóta upp hjá honum, að ein- hver annar maður hafi kannske komið í hans stað. Henni finnst ; afnvel, að hann sé strax farinn að horfa einkennilega á hana. Og svo kemur að því, að eitt kvöldið hefir hún ekkert sér til varnar gegn áleitni Páls. Ekkert, sem eiginmaður hennar hefði tekið gott og gilt. Margrét háði harða baráttu — nú sótti að henni ^essi hneigð til þess að láta að vilja hans. Henni fannst sök sín verða minni, ef hún rækti konuskyldu sína við Pál. Samvizka hennar yrði rórri. Hún varð að beita sjálfa sig hörðu, ef hún átti að veita honum vilja sinn. En henni varð engrar undankomu auðið. Því að hún neyddist til þess að svæfa grun hans, jafnvel ?ótt hún væri ekki í skapi til þess að verða við óskum hans. Þetta ætlaði hún að segja Hákoni, og hann varð að skilja það, að hún átti engra kosta völ. Páll fékk sínu framgengt. Henni var engin fróun að því. Á eftir sofnaði hann vært, en hin unga kona hans lá lengi vakandi. Svo þá hafði þetta loksins gerzt. Nú var hún búin að svikja báða. Hún var hvorugum trú lengur, Hákoni né Páli. Með fárra stunda millibili hefir hún hvílt í örmum tveggja manna. Loks er hún orðin skækja, spillingin hrósar lokasigri. Hún er orðin kona tveggja manna. Og Margrét er hrygg og reið. En þetta verður ekki aftur tek- ið. Hún grætur yfir sjálfri sér. Hún grætur lengi. Kona.tvefifijia mann a. lagi, að „nú sæti lestin föst í 11 feta djúpri fönn“. En einhvern- veginn komst hún til ákvörðun- arstaðar síns og hélt þar fyrir- lestur um kvöldið eins og hún hafði áformað. Aftur og aftur bilaði heilsa hennar, en starfi sínu hélt hún samt áfram í hálfa öld. Susan Anthony lifði það að sjá nokkurn árangur af starfi sínu. Eitt sinn hafði hún verið tekin föst og látin í fangelsi fyrir að reyna að kjósa, en nú var hún ekki engur skotspónn almennings. Bandaríkjakonurn- ar dáðu hana og karlmennirnir litu jafnvel á hana sem höfuð- persónu í sögu Ameríku. Vissu- lega kemur hún þar mjög við sögu. Árið 1865 opnaði fyrsti há- skólinn í Bandaríkjunum dyr sínar fyrir konum, og að 15 ár- um liðnum höfðu 154 háskólar farið að dæmi hans. Vegna bættra menntunarskil- yrða tóku konur nú að gegna ýmsum embættum, er þær höfðu ekki gegnt áður. Árið 1850 voru mjög fáar kennslukonur í Bandaríkjunum, en um alda- mótin 1900 voru % hlutar kenn- arastéttarinnar konur. Um sama leyti voru réttindi giftra kvenna stórum bætt. Gift- ingin var nú álitinn samningur milli tveggja jafn rétthárra að- ila. -- Allt þetta lifði Susan Anthony. Og til síns banadægurs barðist hún fyrir lokasigrinum. 84 ára gömul fór hún til Evrópu. í Þýzkalandi hélt hún fjölmarga fyrirlestra og skrifaði blaða- greinar á vegum kvennasam- bandsins þar. Æskufjörið brann enn í æð- um hennar. „Hvernig ferðu að því $ ð halda allri orku þinni fram á elliár?“ spurði góðvinur hennar hana. „Með því að berj- ast fyrir óvinsælu málefni“, svaraði hún. Hún dó 86 ára gömul. Var hún þá að koma úr veizlu, er haldin var henni til heiðurs á afmælis- degi hennar. Þar hélt hún síð- ustu ræðu sína, er var þrungin jafn miklum eldmóði og áhuga of íburðarmikið. Ljós í stjökum skreyta mikið og geta notazt eingöngu sem borðlýsing. En ef gestirnir eru margir og stofan stór, verður hún helzt að vera mjög vel upplýst. Eftir borð- skrautinu kemur framsetningin. Hverju sæti við borðið tilheyrir diskur með diskamundlínu á. Hnífar og gafflar eru lagðir sem réttast eftir framreiðslu matar- ins. Næst disknum er kjöthníf- urinn, síðan fiskhnífapör. Séu ekki notuð fiskhnífapör, er notaður gaffall í stað fiskhnífs ins. Eigi að vera milliréttur, grænmetisréttur eða annað, er notaður sérstakur hnífur og gaffall (gjarna má nota ábæt- isáhöld). Það er lagt ofan á disk- inn, þegar rétturinn er borinn fram. Sé borðuð súpa.-er súpu- skeiðin lögð yzt til hægri, fyrir ofan diskinn er lagður ábætis- gaffall eða skeið og þar eru glösin höfð. Til hægri eru hafðir smádiskar, sultutau og salat. Brauð (rúnstykki) eru lögð á smádiskinn. Glösin eru gjarnan látin eftir stærð, annaðhvort beint fyrir ofan diskinn eða á ská frá hægri, þau stærstu efst. Eigi að vera nafnspjald gest- anna, er það látið á eitt glasið. Lítill saltbaukur með skeið, er látinn helzt við hvern disk, annað krydd er látið á víð og dreif um borðið, einnig sultu- tau og picles o. s. frv., ef það er ekki geymt á framreiðslu- borðinu, þar til hver réttur er framreiddur. Það verður að vera vatn á borðinu. Mundlnurnar eru nú ekki brotiiar á eins marg- víslegan hátt og áður. Þær eru lagðar með látlausu broti annað- hvort ofan á diskinn eða undir hann og látnar falla við brún ina á dúknum eða borðinu. Ef þær eru látnar standa á disk- unum, er ekki höfð nema ein gerð af broti. Gætið þess, að það sé ekki of heitt í borðstofunni, loftið sé hreint og engin matar- lykt. Ef það eru svo margir gest- ir, að ekki er rúm fyrir alla við matarborðið, verður að láta nægja hina- svokölluðu buffet- og allar hinar. „Við hljótum að framreiðslu. Matarborðið, sem á sigra “ voru síðustu orðin í ræð- að vera breitt og langt, á að vera unni. (Framhald á 7. síðu) Uxamissirinn fékk mest á Elínu. Henni þótti svo vænt um allt á heimilinu, að henni hefði ekki þótt vænna um það, þó að hún hefði átt það. Hún grét morguninn sem bezta mjólkurkýrin lá dauð á básnum. Og hún ambraði bak við fjósið og grét, þegar uxarnir voru teknir af básunum. Hún vildi ekki láta húsbóndann sjá, hve döpur hún var. Hann hefði bara spurt, hvað henni kæmi það við, þó að hreppstjórinn léti taka skepnurnar hans. Bóndi, sem ekki á dráttardýr, er enginn bóndi. Nú hlaut Hákon að lenda í miklum vandræðum. En Elín ætlaði að hjálpa honum J til þess að innleysa veðið, eftir því sem hennar litlu efni hrukku til. Hún hafði sparað saman þrjú hundruð dali af kaupi sínu, og hún bjóst ekki við, að hún þyrfti á þeim peningum að halda í bráðina. Þessa peninga. gat Hákon fengið að láni. Hún tók pen- ingana úr kistuhandraðanum og lét þá fyrir framan húsbóndann. En Hákon rétti henni þá aftur, þessa þrjú hundruð dali. Henni veitti sjálfsagt ekki af aurunum sínum sjálfri. Hún svaraði honum ekki aukateknu orði, lét peningana bara aftur niður í handraðann. Hún hafði alltaf verið hrædd um það, að hann myndi forsmá boð hennar. Hann hélt, að hún væri reið og mælti: — Það væri ekki heiðarlegt að þiggja lán, sem maður getur ekki endurgreitt." Skildi hún nú, að hann hafnaði láninu til þess að hún tapaði ekki peningunum sínum? Og svo vildi hann ekki vera vinnukon- unni sinni- háður — hann vildi ekki skulda henni. ' Hugur Elínar var allur bundinn við þennan mann. Hún vildi vera honum góð, en hún fékk það ekki. Aftur hafði henni verið vísað á bug. Og undrun hennar var beiskju blandin — fannst hón um hún í raun og veru svo lítilmótleg, að hann vildi ekki einu sinni þiggja hjálp hennar? En svo komu sefandi hugsanir: Kannske segir hann satt — kannske er hann hræddur um, að hann geti aldrei borgað skuldina....Og gæti hún aðeins trúað því, fyndist henni skömm sín minni. Þá var það ekki hún sjálf, sem hann forðaðist svona — þá voru það, aurarnir hennar, sem hann var að hugsa um, og það var nóg til þess, að Elín gekk í sælli vimu heilan dag. Hákon var nú í bezta skapi, en Elín horfði áhyggjufull á eftir honum. Hann varð æ skeytingarlausari um jörð sína. Hann sáði ekki í alla akra þetta vor. Hann sólundaði tímanum eins og hann hefði tíu vinnumenn til þess að hjálpa sér. Hann gekk niður í haga á svo til hverju kvöldi. Stundum tók hann með sér byssu, og hann lét í veðri vaka, að hann ætlaði að skjóta fugla, en aldrei kom hann heim með svo mikið sem eina fjöður. Hann hugsaði ekki um vinnuna af neinni alúð, þótt hann væri heima, og stund aði ekki veiðiskapinn af neinum áhuga, þegar hann var að heiman. Ef þessu fór fram, hlaut húsbóndi hennar að verða örsnauður og hrekjast frá heimili sínu og jarðnæði. Og þegar ekki var bú- ið að sá í fimmtu viku vorannanna, gat Elín ekki lengur á sér setið. Hún var orðin því vön, að hún væri hundsuð, en nú ætl- aði hún að tala um þetta seinlæti. — Það gétur ekki endað nema á einn veg fyrir þér hér! — Ég sái, þegar ég er tilbúinn. — Þetta gengur ekki. Ég get ekki horft upp á þetta lengur. — Þá verðurðu að loka augunum. Eða fara! — Ef það er ekki hægt að notast við verkin .... — Sei-sei jú. En þú skalt þegja meðan enginn spyr þig ráða! Og Hákon roðnaði dálítið undir kjálkaskegginu. Ef hún héldi áfram að setja sig þannig upp á móti honum, varð hún að fara úr vistinni. Elín gat honum hvergi haggað. Og hvers vegna átti hún að vera að blekkja sig og telja sér trú um, að honum stæði ekki á sama um hana — í dýpstu fylgsnum hugans. Aldrei datt honum einu sinni í hug að hlusta á það, sem hún sagði. JÚLLI OG DÚFA Eftir JÓN SVEUVSSOIV. einkennilegur glampi var í augunum á henni. Og und- í Júlla, þegar ég sá hann seinast. Þetta var sami glampinn, og eítir því, sem ég hélt þá, var þetta feigðarboði. Aumingja Dúfa; var nú svona komið fyrir henni líka?. Og sannarlega var hún nær dauða en lífi af hungri og harðrétti. Þó var hún uppi standandi ennþá, og höfðinu hallaði hún upp að mér, eins og hún vildi segja mér eitthvað, eða þá eins og hún vildi leita að heyi í vösum mínum eins og áður. Ég reyndi að lyfta henni upp. Og mér brá í brún, þegar ég fann, að ég gat tekið upp ullorðna kindina eins og ekkert væri. Hún var strengd upp í hrygg og glithoruð. Beinin skröltu í skinninu Nú fyrst skyldi ég til fulls, hvað vesalings skepnan hlaut að hafa kvalizt allan þennan óratíma í svarta myrkri og manndrápskulda. Mikið hefði ég viljað til vinna að geta gefið henni eitthvað ætilegt. En þar var auðvitað ekki eitt einasta heystrá. Botninn í gjótunni var nagaður niður í mold. Þar var hvorki eftir angi né rót. Aumingja kindurnar höfðu rifið í sig allt, sem tönn á festi. Og nú var önnur dauð úr hungri. Þegar ég aðgætti hana betur, sá ég, að ullin var rifin af henni til og frá. Það þótti mér undarlegt. Hvernig gat staðið á því? Ég velti því fyrir mér. Jú, nú skildi ég það. Þó að ótrúlegt þyki, var það engin annar en Dúfa, sem hafði reitt ullina af henni dauðri og étið hana. Svona hafði hungrið sorfið að henni. — Og því, sem nú gerðist, á ég erfitt með að lýsa. Það var ekki svo lítið, sem á gekk. Þegar börnin heyrðu, að ég hefði fundið Dúfu og væri hjá henni niðri í gjótunni, þótti mér heldur glaðna fir þeim. Öll vildu verða fyrst til að sjá okkur. Þau ruddust að af svo miklu kappi, að þau sáu ekki hvar þau stigu. Og áður en varði, steyptist Óli, Bjössi og Imba ofan á Dúfu og mig. Hinum varð vinnumað- urinn að halda, annars hefðu þau sjálfsagt oltið ofan á okkur líka. Því næst rétti hann hendurnar niður til mín, en ég tók Dúfu og rétti honum hana. Þar á eftir dró hann okkur börnin upp úr og stökk síðan sjálfur niður í gjótuna til að skoða hana. Á meðan hann var að þVí, töluðum við um Dúfu og gældum við hana. Og ég sagði hinum frá því, hvernig ég fann hana. Sjainar tannkrem gerír tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteinl og himnu- ♦ • myndun. Hindrar skaðlega sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennumar eða fægiefni, sem rispa tann- = glerunginn. Hefir þægllegt og hressandi bragð. IXOTfÐ SJAFNAR TMVKREM KVÖLDi OG MORGNA. Sápuverksmiðjan Sjðfn Akureyri i?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.