Tíminn - 10.04.1945, Side 6
6
T1
iú ii
\N, þrlgjndagfim 10. apríl 1945
26. blnð
Flmmtngnr:
Sigurdur Þórðarson
söngst jóri
Sigurður Þórðarson fæddist
8. apríl árið 1895 á Gerðhömr-
um í Dýraíirði. Hann er sonur
séra Þórðar Ólaíssonar prófasts
að Söndum og konu hans, Maríu
ísaksdóttur. Sigurður útskrifað-
ist úr Verzlunarskóla íslands
árið 1915. Síðan lagði hann
stund á tónlistarnám í Leipzig
og Vínarborg.
Atvinnugrein Sigurðar að
námi loknu urðu skrifstofu-
störf í Reykjavík. Frá stofnun
Ríkisútvarpsins hefir hann ver-
ið skrifstofustjóri þess. Um þann
þátt athafna hans verður þó
eigi fjölyrt hér, þótt starfið sé
bæði ábyrgðarmikið og erfitt.
Aðeins má geta þess, að þeir,
sem dómbærir eru um þess kon-
ar vinnubrögð, róma reglusemi
hans, árvekni og afköst.
Þótt Sigurður Þórðarson hafi
innt skyldustörfin af hendi með
kostgæfni og samvizkusemi,
fullnægðu þau hvergi nærri at-
hafnaþrá hans og áhugamálum.
Með mikilli elju og fádæma
þolgæði hefir hann. unnið að
tónlistarmálum okkar, frá því
er hann kom heim frá tónlist-
arnámi og æ síðan. Hann gerð-
Ist undir eins einn af allra at-
hafnamestu forvigismönnum í
þeirri fylkingu, og hefir hann
sannarlega hvergi legið á liði
sinu. Hefir bæði einlægni, ósér-
plægni og gifta fylgt störfum
Sigurðar.
Sigurður Þórðarson mun hafa
haft forgöngu um stofnun
Karlakórs Reykjavíkur árið
1926. Hefir hann verið söng-
stjóri kórsins jafnan síðan.
Öllum landsmönnum, sem
komnir eru til vits og ára, mun
vera vel ljóst, hversu .kórinn
hefir verið athafnasamur og
innt af höndum dáðríkt starf.
Fyrstu tíu starfsár sín flutti
hann nálega 90 opinbera hljóm-
leika. Tvívegls hefir kórinn far-
ið utan, söngför um Norðurlönd
1935 og um Þýzkaland, Tékkó-
slóvakíu og til Vínarborgar 1937
— og stóðst þá þolraun með
sæmd.
Hinn ytri árangur tónlistar-
starfa er mörgum skiljanlegur.
og er hann metinn að verðleik-
unj af sumum. En fyrir þá, sem
eigi hafa beinlínis starfað að
tónlistarmálum, mun vera mjög
erfitt að gera sér I hugarlund
hvílík feiknar undirvinna felst
á bak ýið hvert eitt fullæft lag.
Og þó er ennþá erfiðara að gera
sér grein fyrir, hversu mikla
þrautseigju og yflrburði þarf ti)
þess að ala upp söngsveit og efls
hana svo að llstþroska, að upr
til hennar sé litið af þeim, sem
gera kröfur og eru dómbærir
um listrænan tónflutning. Með
kunnáttu sinní og persónuleik
verður söngstjórinn að sveigjs
raddirnar til hlýðnl við sig, svo
að þær getl orðið miðlar, sem
enduróma hans eigið mál, tií-
finningar og hugarhræringar.
Söngstjórinn túlkar anda tón-
verksins með hreyfíngum sínum
og látbragði. Ein af Iþróttum
söngmannanna er sú að vera
viðbragðs skjótir, samstilltir og
vel læsir á hreyílngar söngstjór-
ans og hverja minnstu vísbend-
ingu frá hans hendi.
En auk söngstjórnarinnar og
uppeldisstarfsins, verður söng-
stjórinn einnig að vera lífið og
sálin í félagsskapnum í heild.
Vera sér út um ný verkefni til
æfinga, vera vakinn og sofinn
yfir að fylla í skörðin, þegar
starfskraftar hverfa, eins og ó-
umflýjanlega hlýtur að verða í
félagi, sem starfar árum saman.
Saga Karlakórs Reykjavíkur
er nátengd afmælisbarninu. En
hún er hins vegar yfirgripsmeiri
en svo, að unnt sé að gera henni
nokkur skll hér. Enda mun hún
öllum I fersku minni, sem fylgzt
hafa með söngmálum okkar.
Aðeins einu atriði, sem mun
hafa legið að mestu eða öllu i
þagnarglldi, vildi ég víkja laus-
lega að. Söngstjórinn mun eigi
hafa átt hvað minnstan þátt í
því, að kórinn hefir haldið
hljómleika einungis í því skyni
að styrkja fjárhagslega félaga
sína, sem horfið hafa að söng-
námi erlendis. Þetta hefir mér
þótt bera vitni um aðdáunar-
verða ræktarsemi og stórmann-
legan hugsunarhátt. Þess kon-
ár bróðurþel hlýtur að hefja til
manndóms, ef unnt er, og örva
þá, sem slíks verða aðnjótandi,
til þess að leggja sig alla fram,
það skérpir ábyrgðartilfinningu
þelrra, eykur þeim sjálfstraust
og siðferðilegt þrek
Þeir, sem þekkja Sigurð Þórð-
arson aðeins af afspurn —, hafa
söngstjórann sennilega efst I
huga, en án umhugsunar muna
þeir einnig eftir tónskáldinu og
kannast e. t. v. við skrifstofu-
stjórann.
SIOURÐUR ÞÓRÐARSON
söngstjóri
En þeir, sem þekkja Sigurð
Þórðarson persónulega, muna
fyrst af öllu eftir manninum
Sigurði Þórðarsyni — hinu fág-
aða, viðmótsljúfa prúðmenni,
sem þrátt fyrlr annríki er sí og
æ boðinn og búinn til að bæta
á sig aukastörfum og umsvifum
til þess að gleðja vini sína og
gera þeim greiða.
Það er næstum því undravert,
hversu miklu sumir menn fá á-
orkað í tómstundum sínum, ef
unnið er markvisst og af brenn-
andi áhuga. Þótt söngstjóra-
starfið í nálega tvo áratugl hafi
verið umfangsmikið og tíma-
frekt mjög, hefir Sigurður Þórð-
arson þó einnig verið mikilvirk-
ur sem tónskáld og auðgað tón-
bókmenntir okkar bæði að stór-
um vérkum og sönglögum. Af
stórum tónverkum Sigurðar má
nefna: Alþingishátíðar-kantötu
(1930), samin við hátíðaljóð Da-
víðs Stefánssonar —, í álögum,
söngleik (óperettu) fluttan í
Reykjavík 1944. í handriti á
hann ennfremur stórt kirkju-
iónverk, og mun það bráðlega
verða flutt opinberlega. Af lög-
um, sem gefin hafa verið út, eru
bessi helzt: Létt lög fyrir píanó,
prentuð í Vínarborg 1932, Þrjú
lög fýrir einsöng með píanóund-
'Lrleik: Hlíðin, Stjarna stjörn-
um fegri og Vögguljöð, prentuð
í Vínarborg 1932, Fimm ein-
?öngslög með píanóundirleik:
Sjá dagar koma, Mamma,
Vögguvísa, Sáuð þið hana systur
mína og Harmljóð, prentuð í
Ameríku 1944. Auk þessa hafa
birzt eftir Sigurð Þórðarson
mörg einstök lög með öðru efni
í sönglagasöfnum. Meðal ann-
ars má nefna fimm kórlög, sem
tekin hafa verið upp í Ljóð og
lög.
Allmörg af lögum þeim, sem
Sigurður Þórðarson hefir sam-
ið, hafa upprunalega verið rituð
fyrir karlakór. í tölu þeirra má
minna á hið glæsilega, ris-
mikla lag úr kantötu hans: Sjá
da^r koma, skrifað fyrir sóló
og kór con bocca chiusa. — Þetta
lag er snilldarlega ritað fyrir
háa tenórrödd. Er það á borð
við ítalska, tígulega aríu, með
söngrænni laglínu, sífelldri stíg-
andi, sem nær hámarki sínu í
lok lagsins. — Snjallir söngmenn
gætu heillað áheyrendur með
þessu lagi, svo vel er það til
söngs fallið og fagurlega sam-
ræmt ljóð og lag.
Sigurður Þórðarson heíir auk-
ið glæsilegum kapítula í hina ó-
skráðu tónlistarsögu íslendinga.
Sá þáttur fjallar um gagnmerk
afrek, unnin í fyllsta samræmi
við eðli hinnar tiginbornu tón-
listar. Sigurður Þórðarson hefir
aldrei litið tll launa fyrir verk
sín í víngarði söngsíns. Ófölskv-
aður kærleikur til listarinnar
hefir verið orkugjafinn, sem
hefir örvað hann til dáða. Hann
hefir unnið ræktunarstarfið
sökum innri þaríar, með fögn-
Umstoínsjóð samvinnuíélaga
Samvinnufélögin þurfa á all-
miklu fé að halda. Þau þurfa
að eiga vörubirgðir, fasteignir
áhöld o. s. frv. Stofnsjóður er
myndaður til þess að komast
hjá því að þurfa að taka allt
þetta fé að láni. Honum er ætl-
að að vera rekstursfé fyrir fé-
lagið. Hann er þannig mynd-
aður, að félagsmenn leggja í
hann ákveðinn hluta af úthlut-
uðum tekjuafgangi sínum.
Stofnsjóðurinn er því séreign
félagsmanna, er þeir eiga hver
og einn í sinn ákveðna hluta.
í fyrstu samvinnufélögunum
hér á landl voru litlar eða eng-
ar sjóðamyndanlr. Þess vegna
skorti félögin einatt reksturs-
fé. Komust þau oft í ýms vand-
ræði af þeim sökum. Torfi í Ól-
afsdal o. fl. samvinnuleiðtogar
sáu, að hér þurfti breyting að
verða á og að félögín yrðu að
eignast sjóði og ráða sjálf yfir
nokkru rekstursfé. Þess vegna
beittu þeir sér fyrir myndun
stofnsjóðs.
í þeim samvinnufélögum, sem
hafa vörukaup sem verksvið,
má ekki grelða tekjuafgang út,
fyrr en minnst 3% af verði að-
keyptra vara, sem félagsmenn
hafa keypt hjá félaginu, hafa
verið lögð í stofnsjóð. í félög-
um, þar sem ábyrgð félags-
manna er takmörkuð við stofn-
sjóðsinnstæðu aðeins, skal enn-
fremur greiða helming af því,
sem úthlutað er umfram 3% í
stofnsjóð, þangað til stofnsjóðs-
innstæða félagsmanns er orðin
300 kr. Þau samvinnufélög, sem
ekki hafa vörukaup sem verk-
svið, ákveðna sjálf, hve mikið
skal leggja í stofnsjóð.
Eins og áður er drepið á, er
stofnsjóður séreign félags-
manna, er þeir geta fengið út-
■borgaðan ásamt vöxtum, þegar
vissar ástæður eru fyrir hendi.
Samkvæmt samvinnulögunum
fellur stofnsjóðseign til útborg-
unar:
1. Við andlát félagsmanns.
2. Við burtflutning félags-
manns af félagssvæðinu.
3. Við gjaldþrot félagsmanns.
4. Verði félagsmaður fátækra-
styrksþurfi.
Aldrel má þó borga stofnfé
út fyrr en eigandi hefir innt af
hendi allar fjárhagslegar skuld-
bindingar, sem á honum hvíla
sem félagsmanni, þ. e. stoín-
sjóðsínnstæðu má ekki greiða út
fyrr en eigandinn er laus úr
þeirri ábyrgð, sem á honum
hvílir sem félagsmanni.
Annars -er stofnsjóðsfé óupp-
segjanlegt og verður ekki selt
né af hendi látið, nema með
samþykki félagsstjórnar. Stjórn
félagsins er og heimilt að greiða
félagsmanni, .sem skipt hefir
við félaglð í 15 ár eða lengur,
það sem stofnfjáreign hans er
hærri en nemur meðalúttekt
hans síðastliðin 5 ár. Þó má
stofnsjóðsinnstæða aldrei verða
minni en 300 kr. vegna slíkrar
útborgunar.
uði yfir því að geta miðlað öðr-
um fegurðarverðmætum.
Slíkir menn eiga skilið þökk
og virðingu alþjóðar, þökk fyrir
mannbætandi, þjóðnýt störf,
þökk fyrir að leiða landslns börn
út úr þokusúld og mollu hvers-
dagsleikans upp 1 heiðríkju tón-
anna.
Vinir Sigurðar Þórðarsonar og
aðdáendur fjær og nær senda
honum og konu hans, Áslaugu
Sveinsdóttur, hugheilar árnað-
aróskir á þessum merku tíma-
mótum ævi hans. Glæsilegur á-
fangi er að baki, nýr að hefjast.
Við hann eru tengdar hlýjar
óskir og bjartar vonir um giftu-
drjúgt starf á komandi árum.
Laugarvatni, 4. apríl 1945.
Þórður Kristleifsson.
Ef félag er hætt störfum og
búið er að fullnægja öllum
skuldbindingum, sem á því
hvíldu, má greiða félagsmönn-
um út stofnsjóðsinnstæður
þeirra, enda sé þá félagsfundur
búinn að samþykkja fullnaðar-
reikninga félagsins.
Þó að aðalhlutverk stofn-
sjóðsins sé að vera rekstursfé
fyrir félagið er hann þó einnig
til tryggingar skuldbindingum
félagsins, ef á þarf að halda.
Hafi orðið svo mikil eignatöp
eða tekjuhalli hjá félagi, að
tryggingarsjóðir nægi ekki til
að greiða töpin og hætta er á,
að félagið verði að hætta störf-
um af þeim sökum, getur félags-
fundur ákveðið, að stofnsjóðs-
innstæður skuli notaðar til
greiðslu á töpum.
Þó að stofnsjóður gegni svip-
uðu hlutverki í samvinnufélög-
unum eins og hlutafé í hluta-
félögum, eru reglurnar, sem um
hann gilda, ólíkar reglunum um
hlutafé, eins og ljóst er af fram-
anskráðu.
Hlutabréfin ganga kaupum
og sölum manna á milli, þau
falla aldrei. til útborgunar af
ástæðum varðandi eigendur
þelrra, heldur aðeins af ástæð-
um viðkomandi félaginu. En
stofnsjóðseignirnar falla hins
vegar fyrst og fremst til útborg-
unar vegna atvika, sem varða
stofnfjáreiganda, sbr. það, sem
áður hefir verið sagt. Þess vegna
er lagt bann við sölu þeirra, því
að það er fjárhagsatriði fyrir
félagið hver er eigandi þeirra.
Sá, sem ætíð hefir skipt við
kaupfélag, getur átt stóra upp-
hæð í stofnsjóði við andlát sitt.
Hún gengur að erfðum til af-
komenda hans. Upphæð þessi
hefir safnazt smátt og smátt, og
án þess að eigandi hafi þurft
nokkuð sérstakt á sig að leggja.
Ef hann hefði verzlað við kaup-
mann, hefði ekki slík stofnsjóðs-
innstæða safnazt. Stofnfjár-
söfnunin er auðveld leið til að
mynda dálítinn sjóð handa af-
komendum sínum, jafnframt
bví sem nauðsynlegt almanna-
fyrirtæki er stutt.
Gum-Gripper,
nýtt ameriskt efni, lagfærir
falskar tennur, sem tolla illa eða
særa góminn.
Berist á á þriggja mánaða
fresti. Einfalt og þægilegt.
Leiðarvísir á íslenzku. Tólf
króna túba endist heílt ár.
Sendum um land allt.
Seyðisfjarðar Apótek.
Þér skuluð lesa þessa bók.
Fylgízt með
Allir, sem fylgjast vilja með
almennum málum, verða að lesa
Tímann.
Samband ísl. samvinnufélaga.
8AMVINNUMENN!
Hafið eftirfarandi í huga. Tekjuafgangi kaup-
félags er úthlutað til félagsmanna í hlutfalli við
viðskipti þeirra.
Fyrsta Mndi af ritnm Jóns Pálssonar er
koinið ojí nefnist
AUSTANTÓRUR
Jón Pálsson fyrverandi banka-
gjaldkeri Landsbankans er eins
og kunnugt emeinn gagnfróð-
asti maður hinnar eldri kyn-
slóðar. Hann hefir safnað geysi-
miklum og merkilegum fróðleik
um menn og þjóðlífshætti. Jón
hefir skemmtilegan írásagnar-
máta og um áreiðanleik hans
þarf ekki að fjölyrða, svo
kunnur sem hann er fyrir
margháttuð störf sín í þágu al-
þjóðar. '.m
Formála ritar Guðni Jónsson, magister, og hefir hann séð um
útgáfuna. Bókin kostar aðeins 20,00.
Fæst hjá öllum bókabúðum.
t
Helgaf ell
Aðalstræti 18. — Sími 1653.
1 ikngga
Cilæiibæjar
Fftir Rajstnheiði Jónsdóttur.
Speimandi róman um Filisteana í ísl. fijóðlífi.
Skömmu fyrir heimsstyrjöldina
fyrri var byrjað að nota nafnið
Filistear um ákveðna mann-
tegund hér á landi. Það voru
menn, sem I skjóli nýrra hátta
i viðskiptum gátu framið hvers
konar siðleysi og beitt ótrú-
legustu brögðum til þess að
komast yfir fé manna, án þess
að það virtist koma beinlínis í
bága við landslög. í höfuðdrátt-
um fjallar þessi bók um slíkar
manntegundir og allskonar ó-
gæfu í ástamálum og fjármál-
u'm, sem orsakaðist af viðsklpt-
um við þá.
Ekki skal um það fuljyrt, hvort hér er um sannsögulegar frá-
sagnir að ræða, þó margt koml lesandanum mjög kunnuglega
fyrir.
Bókin er prýðilega skemmtilega og fjörlega skrifuð, stór við-
burðirnir reka hver annan og spenningurmn vex með hverri
blaðsíðu, sem lesin er.
Lesið „í skugga Glæsibæjar“
Fæst hjá öllum bókabúðum.
Helgafell
Aðalstræti 18-Sími 1653.
Raftækjavinnustofan Selfossi
framkvæmir allskonar rafvirkjastörf.