Tíminn - 10.04.1945, Page 8

Tíminn - 10.04.1945, Page 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um 8 þjóðfélagsmál. REYKJAVÍK Þeir, sem viljja ktpina sér þjóSfélatjsmál, inn- Iend otj útlend, þurfa að Iesa Datjskrá. 10. APRÍL 1945 26. blað TaÍÍÍáll tímmsT 0 ' 3. apríl, þriðjudagur: Sótt til Gotha. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn hafa tekið Osnabriick og Miinster. Þriðji herinn var kom- inn til Gotha, 240 km. frá Berlín og 130 km. frá landamærum Tékkoslóvakíu. Kanadamenn áttu eftir 40 km. til Suidersee í Hollandi, og er ætlun þeirra að innikróa þýzkt lið þar fyrir sunnan. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Winer-Neustadt og brutust inn í Bratislava. 4. apríl, miðvikudagur: Farið yfir Weser. V esturvígstöðvarnar: Þriðji herinn tók borgirnar Gotha og Suhl. Frakkar tóku Karlsruhe. Her Montgomerys fór yfir We- serfljót við Bielefeld og einnig yfir Emsfljót. Hann á eftir 80 km. til Emden og 100 km. til Bremen. Vörn Þjóðverja í Hol- landi fór harðnandi, en þaðan eiga þeir enn opnar tvær und- anhaldsleiðir. - ' Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Bratislava og áttu eftir 8 km. til Vínar. Allt Ungverjaland er nú á valdi þeirra. Danmörk: Tilkynnt, að Þjóð- verjar hefðu tekið 9 Dani af lífi í páskavikunni. Bretland: Samveldisráðstefn- an brezka hófst í_London. 5. apríl, fimmtudagur: Stj órnar skipti I Japan. Japan: Japanska stjórnin fór frá. Suzuki flotaforingi, sem er 77 ára, hefir myndað nýja stjórn. Stjórnarskiptin eru tal- in afleiðing af ósigrum Japana undanfarið. — Rússar hafa til- kynnt Japönum, að þeir endur- nýi ekki hlutleysissáttmálann, en hann er útrunninn í apríl 1946. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn fóru yfir Weserfljót á fleiri stöðum. Þeir voru 40 km. frá Hannover og 60 km. frá Bremen. Þriðji herinn tók Múhlhausen. Frakkar voru 40 km. frá Stuttgart. , Austurvígstöðvarnar: Rússar voru 4 km. frá Vín. Þeir tóku marga bæi í nágrenni borgar- innar. 6. apríl, föstudagur: Pólverjjar hverfa. Rússar: Pólska stjórnin hefir tilkynnt, að ekkert hafi heyrzt frá 15 manna pólskri sendi- nefnd, sem var í Rússlandi, síð- an 28. marz. Hún var þá kvödd á fund rússnesks herforingja. Nefnd þessi átti að ræða um stjórnmálaástandið í Póllandi. í henni voru m. a. varaforsæt- isráðherra Londonarstjórnar- innar og fyrv. yfirhershöfðingi pólska heimahersins. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn fóru víðar yfir Weser. Þeir voru 50 km. frá Bremen, 50 km. frá Emden og 75 km. frá Hannover. 3. herinn nálgaðist Erfurt og var 90 km. frá landa- mærum Tékkóslóvakíu. 7. her- inn var í Heilbronn. Fakkar voru 3? km. frá Stuttgart. Áusturvígstöðvarnar: Rússar hafa brotizt inn í Vín. Þeir hafa tekið Sarajevo í Serbíu. 7. apríl, laugardagur: Stórtjón Japana. Kyrrahafsstyrjöldin: Flugvél- ar Bandamanna gerðu stórárás á japanska flotadeild fyrir sunnan Japan. Sökktu þær stærsta orustuskipi Japana, tveimur beitiskipum, þremur tundurspillum og eyðilögðu 116 flugvélar. Sjálfir misstu þeir að- eins sjö flugvélar. Japanskar flugvélar hafa gert gagnárásir á bandarísk skip og valdið nokkru tjóni. Vesturvígstöðvarnkr: Banda- menn unnu enn mikið á í Norð- ur-Þýzkalandi og Hollandi. Þeir áttu eftir 15 km. til Hannover og 20 km. til Bremen. í Ruhr þrengdist hingurinn um Þjóð- verja. Austurvígstöðvarnar: Barizt ákaft í .Vín. Rússar hafa hafið stórsókn í Tékkóslóvakíu og stefna til Brúnn. 8. apríl, sunnudagur: IVý g'rísk síjórn. Grikkland: Bulgaris flotafor- ingi hefir myndað utanflokka- stjórn í Grikklandi. Plastiras varð að fara frá vegna harðn- andi mótstöðu konungssinna, er töldu hann hafa sýnt Elasmönn- um of mikla vægð. Vesturvígstöðvarnar: iBanda- menn héldu áfram harðri sókn í Hollandi og Norður-Þýzka- landi. Þeir voru 8 km. frá Brem- en, 10 km. frá Hannover og 40 km. frá Braun-Schweig. Þriðji herinn tók Göttingen. 7. herinn var 50 km. frá Núrnberg. Frakk- ar voru 20 km. frá Stuttgard. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku 3 járnbrautarstöðvar í Vín. Lokasóknin gegn Königs- berg var hafin. 9. apríl mínnst Félag Norðmanna og frjálsra Dana minntust þess sameigin- lega í gær, að þá voru liðin fimm ár frá því er Þjóðverjar réðust á þessar þjóðir og hernámu lönd þeirra. Séra Bjarni Jónsson flutti guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 2 um daginn, að viðstöddum forseta íslands og ríkisstjórn, á- samt fulltrúum erlendra ríkja. Fór sú athöfn mjög virðulega fram. í kirkjunni léku þeir ein- leika Björn Ólafsson, fiðluleik- ari, og Páll ísólfsson, organ- leikari, og frú Gerd Grieg flutti kvæði manns slns, 9. apríl. Um kvöldið var fjölmenn samkoma í Gamla Bíó í tilefni dagsins. Deildarfundir KR0N / Aðalfundur 4. deildar verður þriðjudaginn 10. apríl í Listamanna- skálanum og hefst kl. 8,30. Deildarsvæði í stórum dráttum: Aðalstræti að vestan, Bjargar- stígur og Skálholtsstígur að sunnan, Bergstaðastígur og Smiðjustígur að austan. Aðalfundur 6. deildar veður miðvikudaginn 11. apríl í Kaup- þingssalnum, hefst kl. 8,30. Deildarsvæði í stórum dráttum: Skálholtsstígur og Bjargarstíg- ur að norðan, Bergstaðastræti að austan, Njarðargata að sunnan. Aðalfundur 8. deildar verður í Kaupþingssalnum föstudaginn 13. apríl og hefst kl. 8,30. Deildarsvæði í stórum dráttum: Frakkastígur að vestan, Grettis- gata að sunnan, Rauðarárstígur, vatnsþró að austan. | Félagsmenn! Munið að hafa með yður aðgöngumiðana á fundinn! KKOIV. Áburðarinnílutningurinn (Framhald af 1. síðu) Allmikið af áburðinum er þeg- ar búið, eða er verið að senda, til ýmissa hafna utan Reykja- víkur, og byrjuö er afgreiðsla á honum til þeirra, sem flytja hann til sín landveg héðan. Verður fyrst um sinn að af- greiða aðeins nokkurn hluta hans, eða í syipuðu hlutfalli og komið er til landsins. Ábnrðarverðið. Verðlag helztu áburðarteg- undanna verður allmiklu lægra en á síðasta ári eins og hér verður greint: Brennisteinssúrt ammoníak kr. 26,50, var í fyrra kr. 32,00. Ammophos 16—20 kr. 30,00, var í fyrra kr. 37,00. Ammoníaksaltpétur kr. 34,00, var ekki til í fyrra. Verð það, sem hér er talið, er miðað við 100 ensk pund. Viö það bætist uppskipun og vörugjald, sem verður krónur 1.50 á hvern hálfpoka í Reykja- vík, en annars er verð áburðar- ins hið sama á öllum höfnum landsins, sem skip Eimskipafé- lags íslands og Skipaútgerðar ríkisins hafa viðkomu á, eins og jafnan hefir verið. Nokkur hluti af Brennisteins- súru ammoníaki er á heilsekkj- um, sem eru að þyngd full 100 kgr. Verð á þeim verður kr. 55,00 sekkurinn, og er það ívið lægra hlutfallslega en á þvi sem er í hálfpokum. Flskimjöl til áburðar. Af því sem hér hefir verið sagt, er auðsætt, að nokkur á- burðarvöntun verður í vor, ef miðað er við pantanir af land- inu alls. Ekki verða tök á, að þæta úr þeirri- vöntun með við- bótarinnflutningi, en hins veg- ar er það ekki ófær leið að nota fiskimjöl til áburðar. Hafa ýms- ir gert nokkuð að því undan- farin ár, og iáta margir vel af. Að vísu er það miklu dýrari áburður miðað við áburðargildi heldur en tilbúni áburðurinn, en með þvi má þó bæta úr brýnni þörf og áburðarvöntun, einkum hér sunnanlands. Verð á fiski- mjöli er nú kr. 50,00 hver 100 kg. hér í Reykjavík og munu nokkrar birgðir vera til af því í landinu. Aðalfundur Blaðam.- íélags Islands Aðalfundur Blaðamannafé- lags íslands var haldinn að Hó- tel Borg á sunnudaginn var. Valtýr Stefánsson ritstjóri, er var formaður félagsins síðast- liðið ár, gerði grein fyrir fjárhag dg störfum félagsins og drap^á nokkur þau mál, er úrlausnar biða. Síðan fór fram stjórnarkosn- ing. Formaður var kjörinn Jón Magnússon fréttastjóri út- varpsins, en meðstjórnendur Hersteinn Pálsson ritstjóri Vísis, Sigurður Guðmundsson ritstjóri Þjóðvilj ans, Thorolf Smith blaðamaður við Alþýðu- blaðið og Jón Helgason blaða- maður við Tímann. í stjórn menningarsjóðs Blaða- mannafélagsins voru kosnir Jón Sextngnr: Jón Sígurjónsson prentari. í dag er sextugur Jón Kr. Sig- urjónsson, prentari, Njálsgötu 108. Jón er" fæddur í Njarðvík í Norður-Múlasýslu 10. apríl 1885, sonur Sigurjóns Jónssonar bónda þar og Maríu Guðbrands- dóttur. Jón afi hans var fræði- maður mikill, sérstaklega á sviði ættfræði. Jón Kr. Sigurjónsson Prentnám hóf Jón í prent- smiðju Austra á Vestdalseyri við Seyðisfjörð í maímánuði 1901. Var þá Skapti Jósefsson ritstjóri Augtra. En eigandi prentsmiðjunnar og prent- smiðjustjóri var Þorsteinn Skaptason, síðar ritstjóri Austra og póstafgreiðslumaður á Seyð- isfirði. Til Reykjavíkur skrapp Jón veturinij. 1909, og vann þá stutt- an tíma í prentsmiðjunni Gut- enberg, en hvarf aftur austur um vorið. í aprílmánuði 1910 fór Jón enn til Reykjavíkur og fór þá að vinna í ísafoldarprent- smiðju, þar sem hann starfaði samfleytt um rösklega tíu ára skeið. í ársbyrjun 1921 tók hann til starfa í prentsmiðjunni Acta og vann þar óslitið, þar til sú prentsmiðja var seld Prent- smiðjunni Eddu h. f. haustið 1936. Síðan hefir hann verið starfsmaður Edduprentsmiðju, og verið elztur starfsmanna þess fyrirtækis frá byrjun. Jón er giftur Sínú Ingimund- ardóttur frá Sörlastöðum í Seyðisfirði. Jón er maður glaðlyndur og félagslyndur, vinhlýr og dreng- ur hinn bezti. Það mun verða gestkvæmt í heimili þeirra hjóna í dag, bæði af samstarfsmönnum Jóns og öðrum vinum og kunningjum þeirra hjóna. Tíminn þakkar Jóni Sigur- jónssyni mörg. og margvísleg störf í blaðsins þágu á liðnum árum. Kjartansson ritstjóri Morgun- blaðsins, Sigfús Sigurhjartar- son ritstjóri Þjóðviljans og Jón H. Guðmundsson ritstjóri Vik- unnar. Framhaldsaðalfundur verður haldinn innan skamms. YMSAR FRETTIR Jarðhræringar við Heklu. Jarðskjálftakippir hafa fund- izt nokkuru sinnum undanfarið á næstu bæjum við Heklu. Guð- mundur Kristjánsson jarðfræð- ingur gekk á Heklu um páskana og fann þá jarðhita á tindi hennar, en hans varð ekki vart fyrir fimm árum. 'Síðasta stór- gos Heklu var 1845, en oft hefir liðið öld milli aðalgosa hennar. Þó hafa orðið smærri gos með skemmra millibili, t. d. 1878 og 1913. Skógræktargjöf. Formaður Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík, Pétur Jónsson, hefir afhent sýslunefnd Skaga- fjarðar 12 þúsund krónur, sem gjöf frá félaginu. Fé þetta er gjöf til Skógræktarfélags Skaga- fjarðarsýslu. Sigurður Hlíðar heiðraður. Á ársfundi Mjólkursamlags KEA, er haldinn var 5. þ. m., var samþykkt að veita yfirdýra- lækni, Sigurði E. Hlíðar, 10 þús. krónur að gjöf. — En gjöf þessi er viðurkenning fyrir margra ára ágætt starf, sem dýralækni í Eyjafirði. Sigurður átti nýlega sextugs- afmæli. ♦♦ G A M L A B í Ó f t N Ý Eyðimerkurævin- týri TARZANS (Tarzan’s Desert Mystery) Aðalleikarar: Johnny Weissmuller, Nancy Kelly. .Sýnd kl. 3, 5 og 7. Engin sýning Id. 9. BERNSKUBREK OG ÆSKUÞREK, hin vinsæla ævisaga Winston Cliurcliills forsætisráðherra Breta, hefir nú verið send til flestra bóksala á landinu. Aðeins fá eintök eru til. B í Ó * JACK L0ND0N Amerísk stórmynd, er sýnlr merka þætti úr ævi hins heims- kunna rithöfundar, Jack London. Aðalhlutverkin leika: Susan Hayward, Michael O’Shea. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ' TJARNARBÍÓ ÓBOÐNIR GESTIR (The Uninvited) Dularfull og spennandi reim- leikasaga. Ray Milland, Rpth Hussey, Gail Russell. Sýnd ki. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurinn IF eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning í kvöli! kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 2 Aðgangur bannaður fyrir börn. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Seinasta skemmtun Framsóknar- manna á vetrinum verður n. k. föstu- dagskvöld í Sýningaskálanum. Hefst hún kl. 8,30 með Framsóknarvist. Eftir að verðlaunum hefir verið úthlutað til sigurvegaranna í spilunum, verður ýmiss konar gleðskapur fram eftir nóttu. Öllum, sem komnir eru kl. 8,30 í samkomusalinn er ábyrgzt rúm við spilaborðin. Búizt er við að mörgum þurfi að neita um aðgang eins og undanfarið á Framsóknarskemmtun- unum og eru því Framsóknarmenn minntir á að panta sér sem allraUyrst aðgöngumiða á afgreiðslu Tímans, sími 2323. Fræðslufélag bílstjóra. Samkvæmt ákvörðum síðasta aðal- fundar bifreiðastjórafélagsins Hreyfill, var ákveðið að stofna fræðslu- og málfundafélag fyrir bifreiðastjóra. í Reykjavík og nágrenni. Félag þetta var stofnað 27. febr. þ. á., og hlaut nafn- ið Fræðslu- og málfundafélagið „Kynd ill.“ Félagið hefir haldið fundi viku- lega síðan það var stofnað. í stjórn félagsins voru kosnir: Tryggvi Krist- jánsson formaður, Ingimundur Gests- son ritari og Ingvar þórðarson gjald- keri. — Félagið er deild úr bifreiða- stjórafélaginu Hreyfill. , Ný frímerki voru nýlega gefin út. Eru þetta þrjár tegundir frímerkja með myndum, sem áður hafa verið notaðar á íslenzk frí- merki. Gilda þau 10 krónur, með mynd af Þorfinni karslefni, 1 kr., með mynd af Geysisgosi, 25 aura, með mynd af þorski og 10 aura, með mynd af síldum. Ný götunöfn. Þeir próf. Ólafur Lárusson, próf. Sigurður Nordal og, Pétur Sigurðsson háskólaritari hafa gert tillögur um götunöfn á nýjum götum austan Engi- hlíðar, sunnan Miklubrautar og sam- hliða henni. Tillögur þeirra hafa ver- ið -samþykktar og eru göturnar talið suður frá Miklubraut: Barmahlíð, Mávahlíð, Drápuhlíð og Blönduhlíð. Ennfremur hefir syðsta gatan í Klepps holtinu, milli Langholtsvegar og Kambsvegar verið nefndur Dyngju- vegur. , Foreldrablaðið. 1. tölubl. 9. árg. er komið út. Af efni þess má nefna: Tillögur um skólamál eftir Hermann Halldórsson, Skóli skólanna eftir Sigurð Thorlacius, Skólínn og börnin eftir Helga Elíass- son fræðslumálastj., Félagslíf barna í skólum eftir Jón Sigurðsson, Hvað ungur nemur ........ eftir Ingimar Jóhannsson, Um sumardvöl barna eftir Kristinn Gíslason o. fl. Dómar hafa nýlega verið kveðnir upp yfir tveimur mönnum. Annar í sex mán- aða fangelsi skilorðsbundið og sviptur kosningarétti og kjörgengi fyrir skjala- fals. Hann hafði gefið út ávísun á banka án þess að innstæða væri fyrir hendi. Hinn maðurinn, 29 ára að aldri, hafði keypt hjólbarða' af setuliðiðs- manni og var dæmdur í 30 daga fang- elsi skilorðsbundið. Jón Sigurðsson verkfræðingur hefir verið ráðinn slökkviliðsstjóri frá 1. maí að telja. Var þetta sam- þykkt á seinasta bæjarstjórnarfundi. Slökkviliðsmenn höfðu farið fram á, að Karli Bjarnasyni varaslökkviliðs- stjóra yrði veitt starfið. Aðalfundur Vestfirðingafélagsins. Aðalfundur Vestfirðingafélagsins var nýlega haldinn. Formaður félagsins Guðl. Rósinkranz, gaf skýrslu um starf félagsins. Félagið hafði haft þrjá skemmtifundi auk fjölmenns Vest- firðingamóts. Þá hefir félagið með höndum útgáfu á ritverki um Vestfirði. Er nú verið að prenta fyrstu bókina, sem fjallar um gróðurlíf á Vestfjörð- um og er eftir Steindór Steindórsson menntaskólakennara. Sýslufélögin á Vestfjörðum hafa gefið 7000 kr. styrkt- arfé til útgáfunnar. Félagið leg^ur árlega 1 kr. af hverjum féíagsmanni í sjóð Byggðasafns Vestfjarða. Verið er að safna í þann sjóö á Vestfjörðum. Þar hafa safnazt um 30 þús. kr., en í sjóði Vestfirðingafélagsins eru nú um 13 þús kr. í stjórn félagsins eru nú: Guðl. Rósinkranz, Elías Halldórsson skrifstofustj., dr. Símon Jóh. Ágústs- son, Sigurvin Einarsson kennari, frú Áslaug Sveinsdóttir, fröken María Maack og Sveinbjörn Finnsson verð- lagsstjóri. Um 800 manns eru nú í félaginu. Hjúsbapur. Nýlega voru ^efin saman af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Ragn- heiður Jónsdóttir (Grímssonar banka- fulltrúa) og Jakob J. Tryggvason til- skeri. Heimili ungu hjónanna er við Hrísateig 12. Lýst eftir ættingjum Arnórs Björnssonar. Hinn 15. október 1944 andaðist i Bandaríkjunum íslenzkur sjómaður að nafni Arnór Björnsson. Þeir sem kynnu að geta gefið upplýsingar um ættingja Arnórs heitins eru góðfús- lega beðnir að láta þær utanríkisráðu- neytinu í té. Talið er að systir Arnórs að nafni Unnur eða Anna muni vera búsett í Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.