Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 2
NiV, þrlð|ndaglim 17. apríl 1945 28. blað Þriðiutlayur 17, aprtl Ræktunarsamþyktír Á þinginu 1943 fluttu Fram- sóknarmenn frv. um breytingu á jarðræktarlögunum. Frv. þetta var í tveimur aðalþáttum. Ann- ar þátturinn fjallaði um, að búnaðarsamböndin yrðu efld til að annast stóraukna félags- ræktun, sem yrði framkvæmd eftir markvissri áætlun (rækt-1 unarsamþykkt). Hinn þátturinn fjallaði um stóraukin jarðrækt- arstyrk á næstu árum. Með þessu hvorutveggja var stefnt að því, að innan 10 ára yrði allur heyskapur stundaður á véltæku landi, en það er nú vissulega eitt mesta stórmál landbúnaðarins. Frumvarp þetta fékk daufar undirtektir hjá Kveldúlfsðeild Sjálfstæðisflokksins og verka- mannaflokkunum. Niðurstaðan í þinginu varð þó sú, að frv. var vísað til Búnaðarfélags íslands til athugunar. Milliþinganefnd félagsins í búnaðarmálum var síðan falin athugun frv. og samdi hún tvö ný frumvörp á grundvelli þess. Annað fjallaði um ræktunarsamþykktir í sveit um, en hitt um þá breytingu á jarðræktarlögunum, að jarð- ræktarstyrkurinn yrði stórauk' inn 10 næstu árin. Bæði þessi frv. voru lögð fyrir seinasta þing. Tókst að fá frv. um rækt unarsamþykktirnar samþykkt, en stjórnarliðið vísaði jarð- ræktarlagafrv. frá, eins og kunnugt er. Markmið laganna um ræktun- arsamþykktir er í aðaldráttum þetta: Búnaðarsamböndin eða deildir úr þeim mynda eins kon- ar ræktunarfélag, er setur sér ákveðna áætlun (ræktunarsam- þykkt) um ræktunarfram kvæmdir á félagssvæðinu tiltek' ið árabil. Ræktunarfélagið afl- ar sér síðan stórvirkra ræktum arvéla og kemur upp vinnu' flokkum til að fara með þær. Gerðar verða mælingar og at huganir á því, hvernig bezt verði fullnægt ræktunarþörf hvers býlis. Býli, sem hafa minnst vél- tækt land, skulu hafa forgangs rétt að ræktunarframkvæmd- um. Ræktunarfélögunum verða svo veitt ýms hlunnlndi. Ríkið kostar að mestu allar mælingar og aðra undirbúningsvinnu að ræktuninni. Það sér um nám- skeið, þar sem mönnum verður kennt að fara með vélarnar. Veittar verða 3 milj. kr. úr fram- kvæmdasjóði til að styrkja véla- kaupin. Það má segja, að lögin um ræktunarsamþykktirnar séu byggð á félagsvinnufyrirkomu laginu, sem búnaðarsamtökin hafa lengi fylgt, en jafnframt sé það endurbætt og fullkomnað. Framkvæmdirnar verða mark vissari og betur undirbúnar. Þær ættu einnig að geta orðið miklu stórfeldari og betur úr garði gerðar. Lögin um ræktun- arsamþykktirnar eiga því að geta orðið veigamikill þáttur 1 þeirri baráttu að koma allri heyöflun á véltækt land. Má telja víst, að búnaðarsamtökin hefjist handa hið fyrsta um framkvæmdir á grundvelli þeirra og noti sér hlunnindin, sem þau veita. Lögin um ræktunarsamþykkt ir eru ein þeira fáu laga frá seinasta Alþingi, er fjalla um raunhæfa nýsköpun. Framsókn- armenn hafa haft forustu um setningu þeirra eins og hér hef- ir verið rakið. Hitt er svo ann- að mál, að lögin um ræktunar samþykktir koma ekki að mikl um notum, nema jarðræktar styrkurinn fáist aukinn, því að bændum einum er ofvaxið að kosta jafn stórfeldar ræktunar- framkvæmdir og gera þarf næstu árin. Aukinn jarðræktar- styrkur er líka enganveginn styrkur til bænda, he^dur er það allri þjóðinni til hags, að land- búnaðurinn geti hagnýtt sér fyllstu tækni. Framsóknarmenn munu því halda áfram barátt- unni fyrir jarðræktarlagafrv. Og þess verður að vænta, að skiln- ingur manna á ræktunarþörf landbúnaðarins reynist svo mik ill, að stjórnarliðinu takist ekki til langframa að stöðva þetta mál. Á víðavangi Ófeigur. . Tíminn taldi lengi vel rétt að gera þá undantekningu á riti Jónasar Jónssonar, Ófeigi, að láta óleiðréttar ýmsar missagn- ir, er birtust þar um Framsókn- arflokkinn og ýmsa forráða- menn hans. Blaðinu fannst leiðinlegt að þurfa að deila við gamlan samherja, enda gerði aað sér vonir um, að forstöðu- maður ritsins myndi við nán- ari athugun verða sjálfur til að leiðrétta þær, því að vart gæti fyrir honum vakað að reyna að hnekkja gengi Framsóknar- flokksins. Blaðið taldi sig líka hafa aukna ástæðu til að ætla þetta eftir að Ingimar Eydal hafði veítt ritstjóra Ófeigs vel- viljuð heilræði, ásamt nauðsyn- legum leiðréttingum. Tíminn taldi og víst, að stjórnarmynd- unin í haust, þegar andstæðing- ar Framsóknarflokksins skriðu í eina flatsæng, myndi ráða þann mun, er á kynni að vanta til þess, að ritstjóri Ófeigs sæi villu síns vegar og tæki upp forna starfshætti, að vinna gegn íhaldi og kommúnisma í stað þeirra nýju vinnubragða að reyna að vinna að sundrungu meðal Framsóknarmanna. Því miður hafa allar þessar vonir brugðizt. Missagnirnar um Framsóknarflokkinn í Ó- feigi hafa stórum aukizt í Ófeigi .síðan ríkisstjórnin kom til valda. Er vart ofmælt að telja Ófeig að því leyti hálfgert stjórnarblað. Aðalstjórnarblöðin endurprenta líka með mlkilli ánægju skammirnar, sem Ó- feigur birtir um Framsóknar- flokkinn, og nota þær sem eins- konar ■ s önnunargögn gegn flokknum. Þegar svo var komið taldi Tíminn sér skylt að lpið- rétta missagnirnar um Fram- sóknarflokkinn í Ófeigi, líkt og í öðrum blöðum, sem reyna að vinna á móti flokknum. Hefir þetta verið gert nokkrum sinn- um og mun vera haldið áfram meðan ritstjóri Ófeigs heldur uppteknum hætti, en eigi verð- ur þá hirt um að leiðrétta, nema helztu missagnirnar og þær, sem stjórnarblöðin telja gómsætast ar. Hinar fær ritstjóri Ófeigs að eiga óáreittur. Samtölin við kommúnista. í því hefti Ófeigs, sem nýlega er útkomið, endurtekur ritstjór inn enn þann gamla söng, hve illa það hafi verið ráðið að eiga í samningum við kommúnista um stjórnarmyndun. Tjil við- bótar margendurteknum um imælum sínum, heldur hann þvi fram að þessu sinni, að Fram sóknarmenn hafi gengið svo langt í þessari stjórnarmynd unarviðleitni, að þeir hafi hvarflað frá stefnu sinni í dýr tíðarmálinu. Sannleikurinn er aftur á móti sá, að það hefir jafnan verið ein aðalorsök sam- vinnuslitanna, að Framsóknar- menn hafa aldrei hvarflað frá niðurfærslustefnunni í dýrtíðar málinu. Það var þar, sem skildi milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, að Fram sóknarflokkurinn neitaði að ganga að skilyrðum kommún- ista í dýrtíðarmálinu, en Sjálf- stæðisflokkurinn gerði það Þrátt fyrir þennan reginmun, heldur ritstjóri Ófeigs því stöð ugt fram, að verknaður Fram sóknarflokksins og Sjálfstæðis- flokksins sé eiginlega hinn sami í þessum efnum og Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafi verið reiðubúnir til að gera það, . sem Ólafur Thors gerði! Hver halda menn að sé tilgangurinn með slíkri málfærslu? Annars mun það áreiðanlega fara að teljast brjóstumkenn- anlegt, hve oft J. J. er farinn að endurtaka þetta, þegar þess er gætt, að hann sat sjálfur hátt á annan mánuð í stjórnar- samninganefnd með kommún- istum haustið 1942, þegar reynt var að mynda þjóðstjórn, og samþykkti það síðar, að hafnir væru við þá samningaumræður um þriggja flokka stjórn(vinstri stjórn). Flokksþing Framsókn- armanna, vorið 1944, lýsti því yfir mótatkvæðalaust, að það teldi að þessar samningavið- ræður hefðu verið sjálfsagðar, og J. J. hvorki greiddi atkvæði né hreyfði mótmælum gegn þessum úrskurði flokksins. Þegar athuguð er þessi forsaga J. J. sjálfs og hin eindregna samþykkt flokksþingsins, verða framangreindar endurtekning- ar hans meira en stórfurðuleg- ar og hann sjálfur brjóstum- kennanlegur, því að hann er hér fyrst og fremst að fordæma eigin verk. Því fer þó fjarri, að J. J. þurfi að fordæma þessi verk sín og Framsóknarflokksins. Reynslan staðfestir alltaf betur og betur, að þau voru hárrétt. Hvar hefði Framsóknarflokkurinn staðið, ef hann hefði alltaf neitað að tala við kommúnista og þeir síðan myndað stjórn með íhaldinu? Aðstaða Framsóknarflokksins er sterk í þessum efnum af því að hann var búinn að sanna, að ekki var hægt að mynda um- bótastjórn með kommúnistum, og mönnum er því ljóst, að samstjórn þeirra og íhaldsins byggist meira á niðuirnifi en uppbyggingu. Ráðherradómur. í Ófeigi er mjög alið á því, að flestir forráðamenn Fram- sóknarflokksins séu valda7 streitumenn miklir og þó sér- staklega þeir Hermann Jónas- son og Eysteinn Jónsson. í sein- asta hefti Ófeigs er samt þessi söguburður helzta uppi- staðan og er m. a. komist svo að orði, að Sjálfstæðismenn hafi vitað, að H. J. væri jafnan fal- ur til samstarfs fyrir stöðu for- sætisráðherra og Eysteinn Jóns- son fyrir ráðherradóm. Öllu greinilegra verður það ekki sagt, að forustumenn flokksins hugsi ekkert um málefni, heldur ein- göngu um eigin völd. Slík eru meðmælin, sem J. J. gefur flokknum, þegar hann berst örðugri baráttu fyrir framtíð íslenzkra sveita og samvinnu- félaga en nokkuru sinni fyrr, en ýmsir menn, sem áður hafa fylgt stjórnarflokkunum, standa á vegamótum. Hvort halda menn, að þetta eigi frekar að bæta eða spilla fyrir flokknum? Stjórnarblöðin hafa svarað þessu fyrir sig með því að birta þessi ummæli J. J. nær daglega Það er svo bezti vitnisburð- urinn um sannleiksgildi þess ara orða, aff Framsóknarflokk- urinn bauff Sjálfstæffisflokknum skriflega stjórnarsamvinnu um ópólitískan forsætisráöherra Það__ þurfti því vissulega ekki að fæla Sjáifstæðisflokkinn frá samvinnunni, að hann yrði að tfera H. J. að forsætisráð- herra, eins og J. J. heldur fram! Þetta bréf Framsóknarflokks- ins hefir J. J. áreiðanlega margoft lesið, enda hefir það verið birt i mörgum blöðum. Samt er það helzti söguþráður- inn í seinasta Ófeigi, sem allt annað spinnst utan um, að Hermann Jónasson hafi ólmur viljað verða forsætisráðherra og frá því stafi öll ógæfan! Samvinnufélögin. Samvinnumenn landsins fá kveðju í seinasta Ófeigi. Þar segir, að kommúnistar hafi ný- lega haldið fund og talið það til gildis sundrungarstefnu sinni í kaupfélögunum, að þeir hefðu á seinasta fundi S. í. S. „fengið til liðs við Eystein Jónsson all marga samvinnumenn, sem skildu ekki hvert stefndi“ og þannig komið honum í stjórn- ina. Með þessum orðum og á- framhaldandi útleggingum er gefið til kynna, að E. J. sé kom- inn inn í stjórnina fyrir til- verknað kommúnista og þá vafalaust til að ganga þar erinda þeirra. Allir þeir tugir sambandsfulltrúa, er kusu hann, hafi gerzt með því leik- soppar kommúnista. Þessi „fréttaritun“ J. J. af seinasta aðalfundi S. í. S. þarfn ast ekki mikillar umsagnar, því að til þess er hún alt of aug' ljós uppspuni. E. J. er vissu- lega ekki að neinu leyti kom' inn í stjórn S. í. S. fyrir til verknað kommúnista, heldur vegna þess trausts, sem hann nýtur meðal samvinnumanna ERLEIW YFIRLIT: Eitír fráfall Roosevelts landsins. J. J. svíður það kannske, að áróður hans gegn E. J. hefir að engu leyti hagg- að þessu trausti, en það er að- eins að fara úr öskunni í eldinn að ætla að leyna því með þeim söguburði, að velflestir fulltrú- arnir á síðasta aðalfundi S. í. S. hafi gerzt leiksoppar kom- múnista! J. J. þykist mjög vilja vinna að því að auka mótstöðuafl samvinnuhreyfingarinnar gegn ásókn kommúnista, en það verður vissulega ekki gert með framangreindri v „fréttaritun“ í Ófeigi um marga helztu sam- vinnumenn landslns, né með á- rásum þeim á einstaka kaupfé- lagsstjóra, sem nú er farið að tíðka í Samvinnunni. Enn síður verður það gert með þeim sleggjudómum í riti samvinnu- manna, að það hafi verið barna- leg stefna hjá hinum þing- eysku frumherjum samvinnu- félaganna og öðrum forvígis- mönnum félaganna að vilja koma mestallri eða allri verzl- un landsmanna á samvinnu- grundvöll. Því aðeins mun sam- vinnan halda velli, að hún sé sífellt vaxandi og framsækin. Það eykur ekki mótstöðu- afl samvinnufélaganna gegn skemmdaráformum kommún- ista, að bjóða þar annarri og óþarfri sundrungu heim. Þess skal J. J. vel minnast. Búnaffarþingiff. J. J. endurtekur í seinasta Ó- feigi gömlu söguna um eftirgjöf búnaðarþings, fulltrúarnir hafi verið gabbaðir og glaptir með miklum áróðri og fögrum lof- orðum, sem ekki hafi verið stað- ið við. Með þessum móti hafi þeir verið fengnir til að afsala bændum 8 milj. kr. Þótt J. J. sé ágætur reikn- ingsmaður, mætti mikið vera ef ekki væri einhverjar skekkjur í þessum 8 milj. kr. útreikningi hans. Margir munu áreiðanlega hugsa sig um áður en þeir taka það sem óyggjandi sannindi, að bændur hefðu grætt 8 milj. kr. ef kjötkg. hefði farið upp í 18 Þess munu sennilega engin dæmi, að fráfall eins manns hafi skapað jafn almennan harm víðsvegar um heim og frá- fall Roosevelts forseta, er lézt skyndilega síðastl. fimmtudags- kvöld. Fráfall hans hefir eigi aðeins skapajð þjóðarsorg í heimalandi hans, heldur í flest- um eða öllum öðrum löndum veraldar. Menn fundu, að Bandaríkjaþjóðin hafði ekki aðeins misst glæsilegasta og farsælasta stjórnmálaleiðtog- ann, sem hún hafði eignast á þessari öld, heldur hafði mann- kyn allt misst þann mann, sem bézt var treyst til heillaríkra áhrifa á lausn hinna stóru heimsvandamála, er bíða fram- undan. Þess vegna hefir fráfall Roosevelts skapað heimssorg, ef svo mætti að orði kveða. Með Roosevelt forseta er hnig- inn í valinn einn af þeim þrem- ur forsetum Bandaríkjanna, er hæst mun bera í sögu komandi ára. Hinir tveir eru Georg Was- hington og Abraham Lincoln. Þessir þrír menn hafa hlotið völdin á örlagatímum í sögu Bandaríkjaþjóðarinnar og farn- ast eins vel og framast mátti vænta. Það mun sannast um Roosevelt, eins og þessa tvo fyrirrennara hans, að eftir því, sem lengra líður frá fráfalli hans og styrinn um stjórnar- framkvæmdir hans hjaðnar, mun hann njóta enn meiri við- urkenningar en í lifandá lífi, og mun þó enginn forseti Banda- ríkjanna hafa verið vinsælli en hann í stjórnartíð sinni,nemaþá Georg Washington. Má m. a. marka þetta á því, að hann hefir verið kjörinn forseti Bandaríkjanna tvisvar oftar en nokkur maður annar. Stjórnartíð Roosevelts forseta má skipta í tvö tímabil. Á fyrra tímabilinu bjargaði hann þjóð sinni úr einhverri mestu fjár- hagskreppu, er yfir nokkura þjóð hefir gengið. Á síðara tímabilinu leiddi hann haná til sigurs í mestu styrjöld síðan sögur hófust. Þegar Roosevelt tók við völd- kr., dýrtíðarvísitalan hækkað að uni) 1933, var stórfelt hrun sama skapi og önnur útþennslalþjóðarfjárhagsins hafið og á dýrtiðinni orðið eftir því. Það dæmi má reikna á ýmsa vegu, en vafasamt þó að nokkru verði þar slegið föstu, eins og t. d. því, að bændur hefðu staðið upp frá þeim leik með 8 milj. kr. gróða. Fulltrúar á Búnaðarþingi hafa áreiðanlega lagt eins mikla (Framhald á 7. síðuj magnaðist með degi hverjum. Roosevelt hóf merki nýrrar og róttækrar stjórnarstefnu, er vann bug á erfiðleikunum. Hann taldi það eitt höfuðein- kenni stefnu sinnar að muna eftir hinum „gleymda manni“, en svo nefndi hann verkamenn- ina, er voru atvinnulausir í miljónatali, og smábændurna, er voru að flosna upp í hundraða þúsunda tali. Þessar tvær fjöl- mennustu stéttir þjóðarinnar fengu kjör sín stórlega bætt í stjórnartíð hans. Roosevelt var t. d. ekki smeykur við að viður- kenna þýðingu landbúnaðarins með því að veita honum marg- víslega styrki, sem aðrir at- vinnuvegir fengu ekki. Hann lét veita verkalýðsfélögunum fulla viðurjkenningu, en hennar höfðu þau ekki notið áður, og sam- vinnufélagsskap reyndi hann að örfa á allan hátt, enda hefir ár- angurinn orðið mikill á því sviði. í stjórnartíð Roosevelts hafa orðið meiri félagslegar framfarir í Bandaríkjunum en á nokkrum tíma áður, og þjóð- félagið færzt stórum í jafn- réttisátt. Fyrir þetta var Roose- velt ofsóttur og hataður af auðkóngum Bandaríkjanna, en alþýðan veitti honum þeim mun eindregnari stuðning. Eftir fyrsta kjörtímabil hans, en þá voru hinar félagslegu framfar- ir mestar, sigraði Roosevelt glæsdlegar í kosningunum en áður voru dæmi til í sögu Bandaríkjanna. Strax á öðru kjörtímabili Roosevelts fóru að sjást ljótar ófriðarblikur á lofti. Roósevelt tók því að sinna alþjóðamálum meira en áður, en þar var við ramman reip að draga, því að einangrunarstefnan átti sterk í- tök í Bandaríkjunum. Roosevelt hóf merki þeirrar stefnu, að frelsi annara þjóða í heimin- um væri Bandaríkjunum ekki ó- viðkomandi. Með því að stuðla að frelsi annara þjóða, væru Bandaríkjamenn jafnframt að vinna fyrir sitt eigið frelsi. Festa og lægni hans í mála- fylgju sýndi sig sjaldan betur en á þessum árum, enda varð honum mikið ágengt og meira en við mátti búast, þegar miðað var við kringumstæðurnar. Hann vann þjóðina smátt og smátt til fylgis við stefnu sína og var svo komið í forsetakosn- ingunum 1940, að mótframbjóð- andi hans taldi ekki annað hyggilegt. en að játa sig fylgj- andi sömu stefnu og Roosevelt í utanrikismálunum. Eftir að Bandaríkjamenn fóru í styrj- öldina, lagði Roosevelt allt kapp á að sameina þjóðina um styrj- aldarreksturinn og er árangur þess starfs hans nú kominn í Ijós á þann hátt, að enginn ef- ast um úrslit styrjaldarinnar. Margar stoðir renna undir það gifturíka starf, sem Roose- (Framhald. á 7. síðu) mDD/R HÁ6RANNANNA. í Alþýðublaðinu 12. þ. m. birtist ýtarleg ritstjórnargrein um herferð þá, sem kommúnistar hafa hafið til að ná undir sig völdunum í KRON. Þar segir m. a.: „Ástæðan fyrir því, að komm- únistar leggja nú alla áherzlu á að ná einræðisvaldi í félaginu er einfaldlega sú, að hér er orðið um að ræða eina öflugustu félags- heild í Reykjavík og nágrenni, milljóna fyrirtæki, sem hefir fjölda vinnustöðva og á annað hundrað manna í þjónustu sinni. Þeir vilja geta náð alræðisvaldi í þessum öflugu samtökum til þess að beita þeim atvinnulega, fjárhagslega, félagslega og pólitískt í baráttu sinni fyrir völdunum í Reykjavík og í landinu, gegn öllum þeim einstaklingum, stofnunum, sam- tökum og flokkum, sem ekki vilja lúta hinu ofstækisfulla trúboði þeirra og ekki vilja taka þátt í hinum siðlausu bardagaaðferðum þeirra um þessi völd......... Með því að fjórir flokkar stjórni félaginu, eins og verið hefir und- anfarið, skapazt jafnvægi og það er tryggt, að félagið er ekki mis- notað í hinni pólitísku baráttu flokkanna. Kommúnistar teljá hins vegar að félagið ráði á margvís- legan hátt yfir svo miklu afli, að það sé sjálfsagt fyrir þá að reyna að ná þvi að íullu og öllu undir sig. Með því hyggjast þeir geta notað félagsskapinn sjálfan í póli- tískum undirróðri sínum gegn öll- um, sem ekki aðhyllast kenningar þeirra, miðstöðvar þess til póli- tískra stöðva, starfsfólk þess til pólitískra sendiferða og stuðnings við flokkinn — og fjármagn þess handa flokknum, blaði hans og prentsmiðju. Um þetta er barizt í þeim kosn- ingum, sem eru nú að fara fram í deildum félagsins, um þetta og hreint ekkert annað. Allt, sem kommúnistar reyna að flagga með til að dylja þennan tilgang, er blekking. Ef þeim tekst þetta, verð- ur félagið að því pólltíska og fjár- hagslega vopni fyrir kommúnista- flokkinn, sem þeir stefna að. Ef þeim tekst það ekki verður félagið rekið á sama hátt og verið hefir, þannig að rekstur þess sé miðaður við hagsmuni heimilanna, sem eru í því, og annað ekki.“ Hér er vissulega dregin upp rétt mynd af fyrirætlunum kommúnista. Þess skyldu menn líka vera minnugir, að þetta er ekki aðeins fyrirætlun þeirra í KRON, heldur í hverju því samvinnufélagi, þar sem þeir fá því við komið. Alþýðumaðurinn á Akureyri birti grein 28. þ. m. um kosningarnar í Pinnlandi. Blaðið bendir þar á, að þrátt fyrir þann hatramma áróður kommúnista og bandamanna þeirra, að borgaralegu flokkarnir bæru ábyrgð á styrjöldinni og gætu ekki haft við- unanlega sambúð við Rússa, hafi þeir hlotið 3/4 greiddra atkvæða, en komm- únistar og fylgismenn þeirra orðið áð láta sér nægja 1/4 hluta. Síðan segir Alþýðumaðurinn: „S. 1. fimmtudag stóð einn af gullfuglum kommúnista í islenzka útvarpinu og skýrði úrslitin í kosningunum á vísu „Þjóðviljans." Má geta nærri, hve rétt sú mynd hefir verið. En eitt atriði, er hann lagði sérstaka áherzlu á, var það, hve göfugmannlega Rússum hafði farizt gagnvart Finnum, að lofa þeim að sýna svona útkomu. Því auðvitað hefðu þeir getað látið 99% í kosningunum falla þeim í vil, ef þeir hefðu viljað J ! ! Nú sýndu kosningarnar um 70% móti kommúnistum og um leið Rússum. Og kommúnistaspekingurinn í út- varpinu talar um það sem eðlileg- an og reyndar ekki nema auðveld- an hlut, að Rússarnir hefðu get- að lagt sér til 99%. Með hverju? Við, sem höfum kynnst lýðræði í kosningum, þekkjum ekki þá rússnesku aðferð. En máske þekkir Sverrir Kristjánsson hana? Ef til vill frá þjóðaratkvæðagreiðslum í litlu Eystrasaltsríkjunum, sem Rússar lögðu sér til á „penan" hátt fyrir nokkrum árum síðan?“ Þau ummæli íslenzka kommúnistans, sem Alþýðumaðurinn vitnar í, eru vissulega lærdómsrík um stélnu og starfshætti kommúnista. Þau eru og ekki síður lærdómsrík um stjórnarfarið á íslandi um þessar mundir, þar sem útvarpið virðist láta það með öllu óátalið, að útvarpshlustendum sé boð- ið upp á slíkan áróður í fréttayfirlitl, sem á að vera hlutlaust með öllu. Fátt er augljósara inn hin algeru völd kommúnista á stjórnarheimilinu. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.