Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 1
KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 0B 4373. PRENT8MIÐJAN EDDA hS. RITSTJ ÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Simar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Síml 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudagmn 17. april 1945 28. blað Hín kommúnistiska óðld í KRON færist í aukana Tvœr utanbæjardeildir hafa óskað eftir að fara úr félagiuu. Deildarkosningunum í Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis er nú að verða lokíð. Kommúnistum hefir tekizt að ná meirihlut- anum í flestum þeirra, enda hafa þeir beitt fáheyrðari vinnuað- ferðum en áður munu hafa þekkzt í nokkru félagi hér á landi. I»eir hafa smalað inn í félagið fjölda af fólki, án. minnsta tillits til aukinna viðskipta, t. d. látið alla meðlimi stórra fjölskyldna ganga í félagið. Þeir hafa látið loka fundunum, þegar þeir töldu yfirráð sín í hættu, og blað þeirra hefir flutt svívirðilegri um- mæli og aðdróttanir um samvinnumenn en áður hafa sézt hér á prenti. Vafalaust er það, að þessí sundrungar- og niðurrifsstarfsemi kommúnista, sem þeir sjálfir kalla þó einingu, hefir mjög ýtt undir þá hreyfingu meðal utanbæjardeildanna að segja skilið við Kron, enda hafa deildirnar í Keflavík og Hafnarfirði nú sam- þykkt að óska skilnaðar. Hafa þær að vísu haft áhuga fyrir því áður, en hin kommúnistiska óöld í félaginu hefir vitanlega gefið skilnaðarstefnunni byr í seglin. Starfsaðferðirnar. í seinasta blaði Tímans var nokkuð lýst aðferðum kommún- ista í þessari kosningabaráttu. Þegar þeim var ljóst eftir aðal- fundinn síðastl. vor, að þeir voru í minnihluta í félaginu, byrjuðu þeir strax að safna flokksmönnum sínum in í félag- ið. Hins vegar sinntu þeir ekkert um aukín viðskipti, enda minnk- aði viðskiptavelta félagsins í Reykjavík um eina milj. kr. síð- astliðið ár, þótt félagsmönnum fjölgaði um nokkur hundruð. Eftir áramótin hertu kommún- istar svo enn söfnunina í félag- ið. Sigfús Sigurhjartarson tók þá að sér yfirstjórn hennar og hafði hann í þjónustu sinni Guðberg nokkurn Kristinsson, sem ekki sinnti öðru verki. Þegar deildarfundirnir hóf- ust, töldu kommúnistar sig orðna fullvissa um yfirráðin í félaginu. Þessar vonir þeirra brugðust þó á öðrum fyrsta deildarfundinum, enda gengu þá nokkrir menn í félagið. Kom- múnistar urðu þá ókvæða við og létu strax halda fund í félags- stjórninni, þar sem þeir kröfð- ust að enginn maður yrði tekinn inn í félagið fram yfir aðalfund. Töldu þeir sig vissa um yfirráð- in í félaginu, ef þetta yrði sam- þykkt, vegna þess hve mörguir. liðsmönnum sínum þeir höfðu safnað inn í félagið fyrr um veturinn. Þessi „lokun“ á félag inu var vitanlega ekki samþ., þar sem hún virtist bæði stríða gegn félagslögum og landslög' um. Kommúnistar gripu þá til þess ráðs, sem er einstætt í sögu samvinnufélagsskaparins. Þeir sendu þá út „neyðarkallið" fræga og fyrirskipuðu flokks (Framhald á 8. síðu) Hátíðahöld Sumargjafar á sumardaginn fyrsta Barnavinafélagið Sumargjöf hefir nú í 21 ár unniff aff vel- ferðarmálum reýkvískra barna. Sumardagurinn fyrsti hefir ár hvert veriff fjársöfnunardagur félagsins, og hiafa hátíffahöld barnanna jafnan sett svip sinn á daginn a. m. k. í Reykjavík. Framkvæmdastjórn félagsins skýrði í gær blaðamönnum frá hinum fyrirhuguðu hátíðahöld- um og samkomum félagsins á fimmtudaginn (sumardaginn fyrsta). Á morgun, miðvikudag, verður blað félagsins „Barna- dagsblaðið" selt á götunum og kostar tvær krónur. í því er m. a. kvæðið „ísland^ börn“, sem Jóhannes úr Kötlum hefir orkt fyrir Hátiðahöld barnanna á sumardaginn fyrsta. Þetta er 1 12. sinn, sem „Barnadagsblað- ið“ kemur út. Ritstjóri þess er ísak Jónsson, kennari. Á sumardaginn fyrsta verða seld merki til ágóða fyrir félag- ið, eins og undanfarin ár. Verða þau seld á 2 krónur og 5 krónur (með borða). Þann dag verður ársrit félagsins „Sólskin“ selt á götunum. Það er 1 16. sinn, sem þetta sumarmálarit bamanna kemur úti — Nú er „Sólskin" óvenjulega fjölbreytt að efni og prýtt mörgum fallegum myndum. Vilbergur Júlíusson, kennari í Hafnarfirði, hefir sýnt Sumargjöf það drengskapar- brago að safna efní í bókina og sjá um útgáfu hennar. „Sól- skin“ kostar aðeins 5 krónur og er kærkomið lestrarefni barna. Hátíðahöld dagsins hefjast með skrúðgöngu barna kl. 12,45 kl. 1,30 flytur séra Jakob Jóns- son ræðu og kl. 1,40 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur á Aust- urvelli undir stjórn Albert Klahn. Síðar um daginn verða samkomur á vegum félagsins í flestum samkomuhúsum bæjar ins og hefir félagið aldrei haft jafn margar og umfangsmiklar skemmtanir. Alls verða 19 skemmtanir haldnar i 11 sam- komuhúsum bæjarins með um 60 skemmtiliðum. Þess skal sérstaklega getið, að herstjórnin hefir sýnt félaginu þann velvilja að lána þvi Tri poli-leikhúsið á Melunum. Þar mun bezta hljómsveit ameríska hersins á íslandi leika. Ýtarleg skrá yfir allar skemmtanir dagsins er annars í „Barnadags- blaðinu". Söngur og tónlist er aðalþáttur skemmtananna. Framkvæmdastjórn dagsins þakkar öllum þeim, sem greitt hafa fyrir með skemmtikrafta á samkomunum. Félagið rekur nú fjögur barna' heimili: Grænuborg, Vesturborg Tjarnarborg og Suðurborg Starfsdagar allra heimilanna voru á árinu 2274, en á heimilin komu alls 618 börn. Dvalardag- ar barnanna urðu alls 62.047 Þar af tilheyrðu leikskólanum 17.473 dvalardagar án fæðis. Starfsemi Sumargjafar fer nú vaxandi með ári hverju, á sein- asta ári var byggt barnaheim.il- ið Suðurborg, en við það jókst starfsemin um helming. Félagið getur samt sem áður hvergi nærri fullnægt þörfinni fyrir barnaheimili hér í bænum. Úrrœdi samvinnunnar reynast utgerðinni bezts Fískverðið verður hæst, þar sem samlögin annast útflutninginn ROOSEVELT FORSETI Útvegurmn fær hvergi nærri 15' uppbéf á fiskverðid, eins og stjórn- arblöðín loiuðu I vetur Þaff virffist komiff á daginn, að útvegsmenn og sjómenn fá hvergi nærri þá 15% uppbót á fiskinn, sem stjórnarflokkarnir lofuffu þeim, heldur verffur hún sennilega allt að helmingi minni. Fyrstu útborganirnar úr verðjöfnunarsjóffi, sem nú eru aff hefjast, benda a. m. k. í þá átt. Hafa menn hér því nýja sönnun fyrir því, hve lítiff er aff byggja á loforffum núv. ríkisstjórnar. Jafnframt er þaff fyllilega komiff í ljós, aff verffhækkunin á fiskinum verffur talsvert meiri á þeim stöðum, þar sem samlög annast flutningana. Sézt vel á því, hvort ekki hefði veriff hyggi- Iegra aff taka upp þá stefnu, sem Framsóknarmenn börðust fyrir, aff koma öllum . flutningunum í hendur samlaga er ríkiff reyndi aff útvega skip meff hagkvæmum leigumála. f staff þess aff taka upp þessa stefnu, lét ríkisstjórnin undan milliliffunum og fyrirskipaffi hina svokölluffu „15% verffhækkun", er nú hefir sýnt sig stórum óhagkvæinari fyrir útveginn en samlagafyrirkomu- lagiff. Eins og sagt var frá í seinasta biaði, andaðist Roosevelt forseti snögg- lega síðastl. fimmtudagskvöld. Banamein hans var hellablóðfall. Forsetinn var staddur á sveitasetri sínu í Warm Springs, er hann Iézt, og var eng inn náinn vandamaður hans viðstaddur. Roosevelt var 63 ára, fæddur' 30. jan. 1882. Hann lauk iaganámi 1984. Hann stundaði fyrst málafærslu-i störf, en 1913 gerðist hann starfsmaður í flotamálaráðuneytinu og varj varaflotamálaráðherra á stríðsárunum. Hann var varaforsetaefni demo-j krata i forsetakosningunum 1920, en féll. Árið 1921 fékk hann lömunar-J veiki eftir að hafa unnið að því að slökkva skógareid. Hann vann að mestuij bug á þessum hættulega sjúkdómi og hóf aftur opinber afskipti fjórum ár-'j um síðar. 1928 var hann kosinn ríkisstjóri í New York fylki. Hann varj kosinn forseti Bandaríkjanna 1932 og þrívegis síðan. Hann hefir því gegnt" forsetaembættinu lengur en nokkur annar maður. Hann giftist frænku, sinni, Anna Eleanor, 1905. Eiga þau f jóra uppkomna syni, sem allir eru f herþjónustu, og eina dóttur. Nánar er sagt frá störfum og stefnu Roosevelts á öðrum stað í blaðinu. Fráfalls Roosevelts minost Minningarathöfn um Franklin D. Roosevelt Banda- ríkjaforseta fór fram í Dóm- kirkjunni í ReykjQvík síffastl. laugardag, aff viffstöddum for- seta íslands og frú hans, rík- isstjórn og fulltrúum allra er- lendra ríkja. \ # ' Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup flutti aðal-minningar- ræðuna og mælti bæði á ís- lenzku og ensku. Lýsti hann þakklæti islenzku þjóðarinnar til Roosevelts Bandaríkjafor- seta, og kvað íslenzku þjóðina, ásamt gervöllum heiminum, syrgja hinn mikla leiðtoga. August Borleis aðalherprestur Bandaríkjamanna hér á landi las bæn og ritningargreinar. Dómkirkjukórinn söng sálminn Víst ertu Jesús kóngur klár. Páll ísólfsson lék undir á orgel. Albert Basso, bandariskur her- maður, söng einsöng, 23. sálm Davíðs, en Henry Darling, bandarískur hermaður, lék und- ir á orgel. Kirkjan var þéttskipuð ís- lendingum og Bandaríkja- (Framhald á 8. síðu) Tveir menn faras! á Hornafirði Síðastl. föstudag vildi það slys til á Hornafirði, að bát hvolfdi og tveir menn drukknuðu. Vont veður var og rak bátinn að færeyskri fiskiskútu og hvolfdi þar. Tveir menn drukkn- uðu, þeir Júlíus Filippusson frá Digurhálsi í Mýrdal, 25 ára að aldri, ókvæntur, og Stefán Bjarnason frá Norðfirði, 24 ára, kvæntur og átti tvö börn. Þriðja manninum tókst að halda sér í fangalínu, þar til honum var bjargað. í gær var leitað að líkum hinna tveggja sem fórust, en á rangurslaust. Ibúar Rvíkur 45,842 Samkvæmt skýrslum mann talsskrifstofunnar voru 45.842 menn búsettir í Rvík á siðastl ári eða 1744 fleiri en árið áður, og 7623 fleiri en 1939. í öllum þessum tölum eru þeir taldir með, sem áttu lögheimili utanbæjar, en þeir voru 1561 á síðastl. ári. Af íbúum Reykjavíkur á sið- astl. ári voru 24.236 konur og 21.606 karlar. VerSSuppbótin. Þegar ríkisstjórnin birti aug- lýsingu sína um að milliliðir mættu kaupa fisk með 15% verðhækkun frá því, sem áður var, auglýstu stjórnarblöðin þetta eins og um 15% verðhækk- un á öllu fiskmagninu væri að ræða. Tíminn benti þá á, að þetta myndi vera ofmælt hjá stjórnarblöðunum, eins og margt fleira, þar sem þessi 15% verð- hækkun yrði látin renna í sér- stakan sjóð, og honum yrði síð- an ráðstafað til verðuppbóta á allt fiskmagnið, m. a. fiskinn, sem hraðfrystihúsin fengju. Stjórnarblöðin kölluðu þetta hrakspá og öðrum slíkum nöfn- um og drógu ekkert úr loforð- unum um það, að 15% verð- hækkunin myndi ná til alls fisk- magnsins. Úthlutunin úr verðjöfnunar- sjóðnum, sem nú er að byrja, mun skera bezt úr því, hvort stjórnarblöðin eða Tíminn hafa hér reynzt sannspárri. Útgerðar- menn og sjómenn munu nú fá að sjá, að þeir fá enga 15% verðuppbót, eins og stjórnar- blöðin hafa lofað þeim, heldur verður hún miklu minni. Enn verður ekki sagt um það með vissu, hver hún verður til jafn- aðar á allt fiskmagnið yfir ver- tíðina, en svo virðist hæglega geta farið, að hún verði helm- ingi lægri en stjórnarblöðin lof- uðu. Það fer m. a. mjög eftir því, hve mikinn fisk frystihúsin taka. Útvegsmenn og sjómenn geta séð það mæta vel á þessu, hve mikið er að byggja á loforð- um stjórnarflokkanna. Samlögm. Annað atriði í þessu sambandi mun þó vafalaust vekja enn meiri athygli útvegsmanna og sjómanna. Verðhækkunin mun verða talsvert hærri á þeim stöðum, þar sem milliliðir hafa ast útflutninginn, en á þeim stöðum, þar sem samlög ann- keypt fiskinn samkvæmt 15% verðhækkunarreglu stjórnarinn- ar. — Þegar þessi mál voru til um- ræðu í vetur, mæltu Framsókn- armenn eindregið með þeirri stefnu, að öllum fiskflutningum yrði komið í hendur samlaga og Alþingi og stjórn gerðu sitt ýtr- asta til að útvega þeim flutn- ingaskip með hagkvæmum leigu- kjörum. Kommúnistar þóttust i fyrstu vera fylgjandi þessari stefnu, en þeim reyndist ekki vera það nein alvara frekar en endranær, þegar um raunhæf umbótamál er að ræða. Leikar fóru því svo, að sjávarútvegs- málaráðherra kommúnista lét að óskum milliliðanna í Sjálf- stæðisflokknum. Horfið var frá þeirri stefnu að koma öllum fisk- flutningum 1 hendur samlaga, heldur var milliliðunum veittur kostur á að kaupa fisk með framangreindum kjörum. Það var að vísu nokkur bót frá því að láta málið alveg afskipta- laust, en hins vegar stórum verra úrræði en samlagafyrir- komulagið, eins og nú er líka komið í ljós. Það er því vissulega furðulegt, að stjórnarblöðin skuli þykjast geta deilt á afstöðu Framsókn- armanna í fisksölumálunum, þar sem það hefir þannig sýnt sig, að úrræðið, sem þeir börð- ust fyrir, hefir gefizt útvegin- um bezt. Útgerðarmenn og sjó- menn á þeim stöðum, þar sem ekki hafa starfað samlög, munu líka áreiðanlega harma það, að stjórnin skuli ekki hafa tekið upp þessa stefnu Framsóknar- flokksins í fisksölumálunum, heldur látið að óskum millilið- anna og þvi farið inn á leið, sem reynzt hefir stórum óhag- kvæmari en samlagafyrirkomu- lagið. trræðí, sem ekki má láta ónotað. Sú reynsla, sem hér hefir fengizt, ætti að vera útvegs- mönnum og sjómönnum ný sönnun þess, að þeim sé bezt og hagkvæmast að hagnýta sér úr- ræði samvinnunnar í miklu rík- ara mæli en hingað til. Fyrir næstu vertíð ætti að vera búið að koma á þeirri skipun, að allir fiskflutningarnir væru í hönd- um samlaga. Þá þarf að vinna enn betur að því en áður að koma upp olíusamlögum og öðrum innkaupasamlöguín fyrir (Framhald á 8. síðu) I DAG birtist & 3. síða grein eftir GuS- rúnu Pálsdóttur húsfreyju aS HailormsstaS um konuna, börn- in og heimiliS. Á 4. síðu er fyrri hluti bréfs ur Húnaþingi, þættir um nútíS og framtfS. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.