Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 5
 28. Mafí TÍMIVN, þri8,|Bdagíua 17. apríl 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Vilhelm M.oberg: Eiginkona FRAMHALD Hallveiaarstaðir. Kvenfélagasambandið í Rvík hefir, sem kunnugt er, í hyggju að reisa kvennaheimili hér í bæ, er beri nafn Hallveigar Fróðadóttur, konu Ingólfs Arn- arsonar. Drögin að byggingu þessa heimilis munu lesendum kunn af grein þeirri, er frú Laufey Vilhjálmsdóttir skrifaði hér í blaðið um daginn. Húsinu hefir verið valinn stað- ur á horninu milli Túngötu og Garðastrætis, þar sem Garð- yrkjuskálinn er nú. Ætlunin er sú, að heimilið verði rekið sem sjálfstætt fyrirtæki. Á neðstu hæð verður að öllum líkindum verzlun, á efri hæðunum mat- sala, fundarsalir og gtótiher- bergi. Fundarsalir verða leigð- ir kvenfélögum bæjarins til fundarhalda. Gistiherbergin eru ætluð utanbæjarkonum, sem í bænum dvelja um lengri eða skemmri tíma. Ætti slíkt að bæta mikið úr húsnæðisvandlræðum ferðafólks hér í bæ. Gestir gætu og keypt sér fæði í matsölunni. Sennilegt er, að kvenfélagasam- bandið og jafnvel fleiri kven- félög hafi skrifstofur í húsinu. Augljóst er, að full þörf er fyrir slíkt heimili. En byggingin kostar geysifé. í fjársöfnunarnefnd Hallveig- arstaða eiga nú sæti konur frá öllum félögum innan sambands- ins og nokkrum utan þess. Er n]í hafin fjáröflunarstarfsemi í stórum stíl. í ráði er að stofna til happdrættis og eru þegar fengnir margir, ágætir munir til þess. Dagblöð bæjarins taka á móti peningagjöfum til heimil- isins, og búið er að gefa eitt her- bergi í húsið og vonað fastlega, að fleiri fari á eftir. Þá ætla F e r ð Nú er vorið komið og má því vænta þess, að ferðalög fari að hefjast. Sveitafólk kemur í kaupstaðarferð til bæjanna, og borgarbúar leita út um byggðir. Unga fólkið fer í skemmtiferðir um helgar og lyftir sér upp eftir erfiði vikunnar. — Þá er nauð- synlegt, fyrir konur jafnt sem karla, að eiga snotur og hentug ferðaföt. „Dragtit" eða stutt- jakki og pils í ólíkum litum eru tvimælalaust einn bezti ferða- búningur kvenna. Köflótt „verksmiðjuefni" eða skozk efni henta oft öllu bezt í slíka búninga. Einnig tíðkast nú mjög að hafa pilsið einlitt og jakkann köflóttan eða rönd- óttan og öfugt. Hálfsíðir jakkar eru mjög í tízku og eru þeir hafðir ýmist með belti eða belt- islausir (sjá mynd). Gott er að eiga létta rykfrakka utan yfir kvenfélögin að bjóða bæjarbú- um „Hallveigarstaða-kaffi“ svo oft sem auðið er næstu sunnu- daga (fyrir hæfilega þóknun auðvitað!) Ágóðinn rennur í byggingarsjóð. Kvenfél. Hring- urinn reið á vaðið. Sunnudaginn 8. þ. m. höfðu þær Hringkonur kaffi og „meðlæti“ á boðstólum í Listamannaskálánum. Þar var gott að kom^, góður beini og dynjandi hljóðfærasláttur. Kaffi brauðið var íslenzkt að mestu. Á hlaðborðinu mátti sjá flat- brauð og pönnukökur, soðbrauð og hverabrauð o. fl: o. fl. Sóttu gestirnir sjálfir á diska sína, en Hringkonur báru þeim kaffið. Mér er tjáð, að brúttóhagnaður af kaffisölunni hafi orðið 5400 kr. Félagskonur gáfu sjóði þeim, er Heimilisprýði nefnist, féð. En byggingarsjóður hefir fengið þann sjóð lánaðan, þar til húsið er reist. Síðan á hann að verða styrktarsjóður kvenna. Mig langar að varpa fram einni uppástungu til þeirra, er búa utan Reykjavíkur. Það hefir löngum þótt hæfa að flytja kvennaminni í hverjum mann- fagnaði. En væri nú ekki vel til fundið, að héruð landsins og kaupstaðir minntust kvenna sinna með því að gefa Hallveig- arstaðaheimilinu eitt herbergi, er, bæri þá nafn héraðsins, og hefðu konur þaðan jafnan for- gangsrétt að herberginu. Þann- ig yrði heimilið sameign allra kvenna, hvar sem er á landinu, og þá er tilgangi þess náð. Að lokum vildi ég hvetja alla góða menn og konur utan bæjar sem innan, til þess að leggja málinu lið. Það er sannarlega þess vert. S. aföt. málum. Nú rekur hann hana sjálfsagt umsvifalaust á dyr, hann lemur hana og fer eins hraklega með hana og hann getur. Það skal hann fá að gera, hún ætlar ekki að hlaupa frá honum. En ekkert gerist. Hann sezt, hann matast, hann góflar í sig vellingnum með spæni, hann mælir ekki orð frá vörum. Það snerti þá hana ekki. Hann tók vist ekki einu sinni eftir því, að hún var þarna hjá honum, meðan hann var að matast. Af hverju er hann þá reiður? Hún sér engin blóðug meiðsli — annars hefði hún getið sér,þess til, að þeir Páll hefðu verið að berjast. En reyndar er Hákon áreiðanlega sterkari, svo að það hlýtur að vera Páll, sem ber blóðug meiðsl. Elín iðar af forvitni, en þó verður hún að láta eins og ekkert sé — bara láta eins og ekk- ert sé. Hákon heldur líka, að hann láti eins og ekkert sé. Hann er sannfærður um, að hann hafi ekki ljóstrað því upp við borðið, í hve mikilli geðshræringu hann er. Honum tekst að dylja þján- ingar sínar. Því að sársaukastuna liggur honum á tungu. Hjarta hans flakir 1 sárum, hann logsvíður, hann gæti háorgað. Hann rekui^ krepptan hnefann í síðuna á sér, eins og það gagni eitt- hvað. Og í sömu andrá skammast hann sín dálítið. Hvers vegna lætur hann þetta svona mikið á sig fá? Hvers vegna er hann svona viðkvæmur? Hvers vegna getur hann ekki verið eins hygg- inn og aðrir? Hann stal konu frá manni hennar, maðurinn tekur hana aftur — hvað er við því að segja? Þarf hann að láta sér fin-nast eins og það hafi verið rekinn glóandi teinn gegnum brjóstið á honum? Það er eins og logandi eldur sé að sleikja um rifin í honum .... Hún var nefnilega hans kona .... hans kona .... Ekki ránsfengur hans, hún hafði kjörið hann, hún hafði gefið sig honum á vald af svo fúsum vilja, sem nokk- ur kona getur gefið sig. Og þá var hún hans kona .... Barði hann hana? Já — 'nei .... Hljóp hún burtu .... ? Nei, nú ætlar hann að sofna og gleyma þessu öllu .... Hann hitti Margréti, og hann sá strax, að augnaráðið var öðru vísi en vant var. Og var ekki einhver blygðarroði í kinn- unum? Um leið og hann tók utan um hana mælti hann: — Hefir hann snert þig? — Ég varð að gera honum til geðs. Ég gat ekki annað. — Þú lýgur því! Orðin runnu saman í öskur. — Ég gat ekki annað. Ég gat ekki viðhaft meiri undanbrögð. Honum dimmdi fyrir augum. Hann hafði haldið svo varfærnis- lega utan um mjúka arma hennar og gælt við þá, fundið dún- mýkt þeirra, sem minnti á blóm. En þessar varfærnislegu, þýðu hendur urðu allt í einu harðar og fantalegar. Hann kreisti á henni handleggina, svo að hún æpti af sársauka: Ó, ó, ó — var hann bara orðinn brjálaður? Hélt hann, að hann væri með dauðan hlut í lúkunum? Hélt hann, að hún væri axarskapt eða járnstöng? Hún var lifandi, og hún var ekki tilfinningalaus. — Hvað hefir þú gert? — Ég gat ekki spornað við því. — Þú hefir gefið þig tveimur! Hvers konar manneskja ertu? Hvað ertu? Hann formælti, hann öskraði. Hún varð að hasta á hann, því að þessi læti gátu heyrzt heim í þorpið, og þá myndi fólk halda, að úlfarnir hefðu ráðizt á einhvern úti í haganum. Og hann hljóp að henni eins og úlfur og reiddi stálharða hnefana. í bræði sinni þeytti hann henni frá sér — hún lá hreyfingarlaus á jörðinni. * — Ég sætti mig ekki við nein helmingaskipti. Ég vil ekki eiga hlut í þér á móti einhverjum öðrum. Það veiztu vel. . — Ég gat ekki annað, elsku Hákon! — Nei, þú þurftir ekki að vera kyrr hjá honum. — Hvert á ég að fara? — Nú skaltu fara til hans. Mig getur þú verið laus við. — Nei .... Nei! Taktu mig í sátt! — Taka þig í sátt? Og það á ég að gera í hvert skipti? Blygð- astu þín ekki? Hún reis á fætur, kýtti sig saman og reyndi að gera sig eins fyrirferðarlitla og hún gat og gekk til hans. En það breiddist ekki út neinn faðmur og þrýsti henni að brjósti hans. — Taktu mig aftur í sátt, Hákon! Nú var það hún, sem æpti af skelfingu. En hann forðaðist hana. — Aldrei að eilífu kem ég til þín. Ef þú velur hann, þá getur þú ekki verið mín. Hún grét og sagði, að hann væri ranglátur. Og hún reyndi að verja sig og afsaka það, að hún hafði gefið sig þeim báðum á vald, honum og Páli. En hann vildi ekki hlusta á hana, öll hennar orð fóru framhjá honum. Hákon heyrði ekkert — hann sá bara. Hann sá hana hjá manni sínum. Hún var enn heit af faðmlögum hans, er hún hjúfraði sig upp að Páli. Hún fór beint frá honum upp i hjónarúmið. Höfug eftir hann gekk hún beint til hins. Hann hafði verið dreg- inn á tálar, svikinn. Honum fannst hann sjálfur hafa verið flekaður á skammarlegan hátt. Hann var frávita af reiði og skömm í senn. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera við hana. Berja hana .... ? Já, það myndi kannske friða hann, ef hann berði hana. En hann var karlmaður, hún kvenmaður. Hann myndi bera kinnroða fyrir það allt sitt líf, ef hann beitti hana ofbeldi. Hann átti bara að skilja hana eftir, kveðja fyrir fullt og allt. Hann hafði snert hana í síðasta sinn, áðan þegar hann hratt henni frá sér. Og svo flýtti hann sér burt. Þá virtist Marg^ét gleyma allri varúð. Hún hrópaði á eftir honum ög kallaði hann ástina sína og bað hann að snúa við. En hann heyrði ekki neitt — hann sá bara .... Ópin hljóðnuðu fyrir eyrum hans, orðin flugu framhjá. Og nú er Uákon kominn heim og ætlar að reyna að sofna, en þessi sama bölvaða sýn svifur fyrir hugskotssjónum hans: Páll og Margrét saman. Þessa sýn hafði hann aldrei séð áður en hún gekk honum á vald. Þá var líkami hennar honum alveg hulinn leyndardómur. Hann átti hann ekki, hann gat aðeins látið sig gruna hann og dreyma um hann. Nú var líkami Mar- grétar fögnuður hans, og þennan fögnuð hafði nú annar söls- að undir sig. Hann átti hann ekki lengur einn. Hann hafði kveikt eldana handa öðrum manni. Honum fannst hann standa JtJLLl OG DÚFA Eftir JÓI% SVEÍJVSSOJV. hyggju og nærgætni, sem hægt var að sýna honum látn- um. Á meðan hann lá á börunum, fengum við börnin að sjá hann, og grétum þá heitum tárum yfir honum. Við þekktum hann vel ennþá. Andlitsdrættir hans voru mjög lítið breyttir. Frostið hafði varið hann rotnun. Við annað augað var stórt opið sár. Þegar hann fannst, lá hann á grúfu niðri í sprung- unni, og skagaði klettasnös fram yfir hann. Og nú var það skiljanlegt, hvers vegna hann hafði ekki fundizt, þegar léitað var -að honum og skaflarnir boraðir með stöfum og stöngum. Menn höfðu aldrei borað lengra en niður í kletta- snösina, sem hann lá undir. Önnur tildrög skýrðu menn svo: Eftir að hríðin skall á, hefir Júlli ætlað sér að komast efst upp í klettabeltið til þess að lenda ekki í fönninni, þar sem hún yrði dýpst. Á þeirri leið hefir hann svo hrapað niður í sprunguna cg lent með höfuðið á hvössum steini. Þó hefir hann ekki beðið bana af sárinu samstundis, heldur hefir hann dregizt undir klettasnösina, þangað sem hann fannst. • Þar hefir hann svo legið og beðið dauða síns, en sjálf- sagt hefir sú bið ekki verið löng. Nú hafði hann þá fengið ósk sína uppfyllta: Heldur stutt líf með sóma en langt líf með skömm. Tveimur dögurp seinna var hann kistulagður. Kistuna höfðu tveir af samverkamönnum hans smíð- að og vandað sem bezt. Til síðustu hvíldar sinnar var Júlli ekki fluttur á hest- baki, eins og venjulegast er. Syrgjandi tryggðavinir báru hann alla leið til grafar. Endir Kristleifur Þorsteinsson ÚR BYGGÐUM BORGARFJARÐAR \ Kristleifur á Stóra-Kroppi er einhver allra athafnasamasti fræðimaðurinn í alþýðustétt þeirra er nú lifa. Flestir þekkja þann yfirgripsmikla og mikilsverða þátt, sem hann hefir lagt til Héraðssögu Borg- arfjarðar. En þar er síður en svo allur ávöxturinn af starfi Kristleifs á vettvangi þjóðlegra fræða. Á víð og dreif eftir Kristleif, sem ekki voru teknar í héraðssöguna. Þessum ritgerðum hefir sonur höfundarins, Þórður Kristleifsson kennari safnað saman og búið undir prent- un. Birtast þær í bók Kristleifs. Úr byggðum Borgarfjarð- ar, sem út komu á síðastliðnu sumri. Þetta er stór bók og fjölskrúðug og geymir mikinn sögulegan fróðleik, þjóð- lífslýsingar og ættfræði. Er öllum þeim, sem þjóðlegum fróðleik unna, áreiðanlega mikil þökk í útkomu þessarar bókar. Bókaverzlun ISAFOLDARPRENTSMIÐJU H.F. Segðu mér hvað þú lest, þá skal ég segja þér hver þú ert. Fólk út um land finnur sinn eigin hag í að skipta við Bókabúðina í Kirkjustr. 10 Ef þú maður mikið lest sezt. Stefán Rafn. L ■II «11 ■■■ I — [ nm - — -- við Mýmisbrunninn hefir Hjá mér eru fræðin flest, færðu bókavalið mest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.