Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 6
6 TtMITCN, jiriðjudagiim 17. apríl 1945 28. blað ft Nelaveíðin í OHusá Vigfús Guðmundsson ritar „fá- einar athugasemdir" í 20. tölu- blað Tímans, til andsvara grein minni um laxveiði, sem birtist í næsta blaði á undan. Vil ég fara hér nokkrum orðum um þessar athugasemdir. Ég hélt því fram, að „skipu- lag“ það, sem Fiskiræktar- og veiðifélag Árnesinga, og síðar Veiðifélag Árnesinga, hefði haft á netaveiði í vatnahverfi Ölfus- ár og Hvítár hefði síður en svo orðið til þess að auka laxgengd ✓ í vatnahverfið, en V. G. hafði áður haldið því fram, að þetta skipulag væri til fyrirmyndar, ef á annað borð ætti að veiða í net. V. G. segir í svargrein sinni: „Það kann vel að vera, að þeir við Ölfusá veiði ennþá að ein- hverju leyti óheppilega. Þeir svara þá til þess.“ Samt sem áður vill hann færa rök fyrir því, hvers vegna hann vitnaði í „skipulagið“, og telur það e'nn spor í rétta átt, vegna þess að netaveiði félagsins sé aðeins bundin við Selfoss og Helli, í stað þess, að áður reyndi hver að veiða sem mest fyrir sínu landi. Þessi ályktun V. G. gæti ver- ið rétt, ef veiðifélagið hefði haft sama fyrirkomulag á netaveið- inni á framangreindum stöðum og áður tíðkaðist. Þá voru netin tekin upp 60 klukkustundir í viku hverri, eins og annars. stað- ar er skylt að gera, t. d. íHvítá í Borgarfirði, en síðan veiðifélag- ið kom til sögunnar, hafa netin þegar bezt lét, verið tekin upp einn dag í viku. Þá var og s.l. sumar komið fyrir gildru til við- bótar við netin. Þess ber einnig ■að geta, að netalagnirnar eru einmitt hafðar þar,-sem aðstaða er bezt til þess að ná göngulax- inum, þegar hann leitar tii hrygningar- og uppeldisstöðv- anna, en þær eru flestar eða allar ofar í vatnahverfinu. Mestur hluti greinar minnar fjallaði um hina óhæfilega miklu netaveiði veiðifélagsins, og var þó síður en svo, að ég bæri í bætifláka fyrir gömlu lagneta- og ádráttarveiðina, enda var hún orðin alltof míkil, áður en veiðifélagið tók til starfa. V. G. leyfir sér þó að halda því fram, að ég sé að verja gamla fyrirkomulagið. í sambandí við þetta segir hann: „Ég taldi bezt að hafa enga netaveiði og fylla árnar af laxi með góðri meðferð og klaki.' Og undir niðri*) gæti ég trúað, áð S. S. væri á sama máli.“ Ekki hefði V. G. þurft að kafa djúpt til þess að komast að skoð- un minni á þessu máli, þvi að í grein minni stendur m. a.: „Að sjálfsögðu mætti bæta þetta (þ. e. óhæfilega mikla netaveiði) að einhverju með miJclu klaki, en því mun nú vera að mestu hætt, og laxaseiði ekki verið aðflutt svo ég viti, en hitt tel ég þó ráð- legast, að hœtta með öllu neta- og gildruveiði og leigja vatna- hverfið aðeins til stangaveiði." Ég held varla, að hægt sé að orða þetta greinilegar. V. G. telur „eina smávillu" hafá verið í fyrri grein sinni, sem ég á svo einnig að hafa gert að minni villu. Segir hann nú „nýjustu vísindi" hafa leitt 1 ljós, að lax komi úr sjó í sumar smáár, t. d. Elliðaárnar, 4 ára gamall. Ekki þykir mér líklegt, að fiskifræðingar telji þetta nein ný vísíndi, og ekki breytir það heldur neinu um þann meðal- aldur göngulaxa (5—7 ár), sem við V. G. nefndum. Rannsóknir og niðurstöður atvinnudeildar Háskólans leiða einmitt í ljós. að laxinn kemur mestmegnis fimm ára gamall í ár sunnan- lands, en norðanlands nokkru eldri og þó langelztur í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. V. G. telur sig ekki geta sann- að og mig ekki afsannað „hvort klak hafi haft áhrif í Árnessýslu og Elliðaánum“. Um þetta var ekkert í minni grein, og Elliða- árnar meira að segja hvergi nefndar á nafn. í fyrri grein minni hrakti ég staðhæfingar V. G. um það, að „friðunarráðstafanir“ veiðifélags ins gætu hafa borið árangur fyrstu þrjú starfsár þess, 1938 —1940, og kem ég eínnig að því síðar. En nú hefir V. G. fært -»------ *) Leturbreyting min. þetta í nýjan búning og heldur að þessu sinni fram, að hin stighækkandí aukning netaveið- innar við Selfoss 1938—’40 stafi „auðvitað af því, að laxinn hafi haft greiðari göngu eftir að net- in hurfu neðar úr ánni.“ Þarna kemur fram hugsunarvilla hjá V. G., því að öll þessu sumur voru hvergi net í Ölfusá neðan við lagnir veiðifélagsins, og hafði laxinn því að sjálfsögðu jafn greiða göngu fyrsta og síðasta árið. Ef færa á líkur fyrir þvi, að veiðin hafi aukizt árin 1938 —1940 vegna aðgerða veiðifé- lagsins, verður það aðeins gert með samanburði á veiðinni þessi brjú ár og þeirri veiði, sem áður fékkst í ánni frá ósum upp að Ölfusárbrú, en þar eru efstu lagnir veiðifélagsins. Ekki er V. G. samt af baki dottinn og reynir enn að sýna fram á, að laxganga í vatna- hverfið hafi aukizt vegna „frið- unar“ veiðifélagsins. Þessu til sönnunar nefnir hann veiðina fyrsta starfsár félagsins (1938), sem var aflalægsta árið, og ber saman við veiðina s.l. sumar ,án bess þó að geta um gildruveið- ina, sem fyrst kom til sögunnar 1944. Auk þess hefir tæknin við netaveiðina óefað verið minni fyrsta starfsárið en hið síöasta. Ég tel mig aftur á móti hafa gögn í höndunum til þess að sanna fyrri staðhæfingar mínar um minnkandi laxgöngu í vatna hverfið, eftir að árangur af ráð- stöfunum veiðifélagsins gat far- ið að koma í ljós. Kemur þá fyrst til athugun- ar, hve mikil veiði hefir verið á ári hverju, eftir að félagið tók hana í sínar hendur, og því næst hve gamall laj>nn er, þegar hann gengur í vatnahverfið. Verður síðan að bera saman þá /eiði, sem fengizt hefir þau ár- in, sem ráðstafanir veiðifélags- ins gátu farið að bera árangur, /ið árin á undan. Veiðin við Selfoss og Helli, frá því að veiðifélagið hóf starf- >emi sína, er sem hér segir, sam- kvæmt skýrslum Hagstofunnar: Sumarið 1938 1393 laxar — 1939 2887 — — 1940 4241 — — 1941 2667 — — 1942 2290 — — 1943 2095 — Hagstofunni hafa ekki enn oorizt skýrslur um veiðina sum- arið 1944, en þá mun hafa veiðst um 2200 laxar. Rannsóknir atvinnudeildar Háskólans hafa’ leitt í ljós, að axinn, sem gengur í Sogið og Btóru Laxá, er aðallega 4—6 ára, begar hann kemur úr sjó. Þess- xr tvær ár eru taldar aðalhrygn- ingar- og uppeldisstöðvar lax- ins í vatnahverfinu. „Skipulag“ /eiðifélagsins var fjögurra ára ?amalt 1942, og á því ári hefði ítt að fara að bera á árangri af -áðstöfunum þess, en þó eink- im á árinu 1943 og þá ekki sízt 1944. Meðaltal veiðinnar árin 1938 hl 1941 (að báðum árum með- :öldum) er 27974axar, en meðal- :al áranna 1942, 1943 og 1944 or 2195 laxar. Þarna sýnir á- rangur skipulagsins rúmlega 10% lœkkun. V. G. telur sumarið 1944 hafa verið sérstakt afla- eysissumar, en það tel ég vafa- ama ágizkun, og ennþá liggja) okki fyrir neinar heildarskýrsl- ur um þetta. En þó svo hefð?' /erið, og sleppt væri saman- ourði við það ár, og ef við slepp- im þá einnig árinu 1938, veröur itkoman rúmlega 30% lækk'an. Ef veiðifélagið hefir tekið upp íet sín einn dag í viku hin síð- iri ár, hefir að sjálfsögðu eitt- hvað af laxi sloppið upp fyrir uetasvæðið af þeirri ástæðu. Nú er einn dagur tæplega 8% af oinni viku, og ef gera mætti ráð 'yrir, að netaveiðin hafi mfnk- ið hlutfallslega um þennan hundraðshluta, dregst þá þessi 1% frá þeim 20%, sem ég áður i lefndi, og yrði þá útkoman 12% ' lækkun hjá veiðifélaginu, en 22% sé miðað við 30%. Tilgangurinn með stofnun /eiðifélagsins átti að sjálfsögð'u ið vera sá, að koma í veg fyrir (rekari skerðingu á fiskisto.Cn- !num og jafnframt að stuðl?. að rukinni fiskirækt í vatnahverf- nu. Lögin, sem heimila stCjfnun úíkra félaga, gera þetta einnig að skilyrði. En árangurinn af ráðstöfunum félagsins virðist, Samviiman Samband tsl. sanivinnufélaga. skapar sannrirði Það er ekki óalgengt að heyra menn hneykslast á því, hversu miklu fé ýmsum stríðsgróða- mönnum í kaupsýslustéttinni hefir tekizt að raka að sér á undanförnum árum. í sambandi við þetta er ennfremur oft vitn- að í óhóf og sukk vissra ein- staklinga, og það er líka bent á „luxus“-bíla, „luxus“-villur og rándýrar sumarhallir, sem tignir menn í þessari stétt reisi í land- areignum bænda, sem fæstum hafa. hlotnazt það miklar tekj- ur um ævina, að þeir gætu byggt sér fullnægjandi íbúðarhús. Auðvitað er ekki nema eðli- legt, þó að hugleiðingar af þessu tagi hvarfli að mörgum Það er vorkunnarmál, þótt almenningi finnist t. d. að fé því, sem þjóð- in hefir aflað, væri betur varið til hagnýtari áhalda en skemmti ferðabíla, að „villurnar“ mættu vera ögn færri og nokkru minni, og síðast en ekki sízt, að það færi betur á því fyrir sveitirnar, að fé væri varið tií bygginga og ræktunar á sjálfum sveita- býlunum, heldur en að reisa þar vegleg hús fyrir kaupsýslumenn, sem ekki nota þau að jafnaði nema á góðviðrisdögum um há- sumarið. En hvar er að leita orsakanna til þess, að svona hlutir geti átt sér stað? Hvernig stendur á því, að kaupsýsla er einhver allra arðsamasta atvinnugrein, sem hægt er að stunda í landi okkar? Það' er nú sjálfsagt margur með því markinu brenndur að láta sér nægja að skella skuldinni á kaupmannastéttina, fara um hana miðlungi góðum orðum og láta þar við sitja. En satt að segja er slík afstaða nauðaléleg og óraunhæf lausn á þessu þjóð- félagslega vandamáli. Það er nefnilega ákaflega einfalt og auðskilið, að því aðeins hagn- ast kaupmaðurinn á verzlun, að einhver skipti við hann. Það eru þeir, sem verzla i kaupmanns búðinni, sem leggja féð í sjóð kaupmannsins. Það eru við- skiptavinirnir, sem eru búnír að gera kaupmannastéttina að ein- hverri tekjuhœstu atvinnustétt þjóðarinnar. Það er ekki nema mannlegt, þó að kaupmaðurinn neyti fær- isins, þegar menn eru. fúsir til að afhenda honum drjúgar upp- hæðir til eignar og umráða um leið og hver viðskipti fara fram. Hitt er aftur á móti lítt skiljan- legt, að viðskiptamennirnir skuli að þarflausu láta skattleggja sig á þennan hátt. Talsvert mikill hluti þjóðar- innar er búinn að skilja þessa hluti til hlítar fyrir löngu síðan. Félagsmenn í kaupfélögunum vita, að þar fá þeir vörurnar með réttu verði, þ. e. a. s. með innkaupsverði að viðbættum hóflegum dreifingarkostnaði. En þeim þarf að fjölga, sem hag- nýta sér úrræði samvinnunnar í verzlunarmálunum. Það er ein- faldasta, viturlegasta og á allan hátt bezta leiðin til að menn, sem nú stunda lítt þjóðnýta milliliðastarfsemi, hverfi frá þeim atvinnurekstri og gefi sig að öðrum störfum, sem betur samræmast hagsmunum og heill landsins og þjóðarinnar, g. S AMVINNUMENN: Hagfelldustu kaupin gerið þér í kaupfélag- inu. .......i ttip - ittt - mi 1 ■III 1 IIII II ■■■ II mm n ■■ n n — n — n ■■ n ■■ n — n w n — n — n ■ n n i rrr -«Jr | Borgiirðingar! i Bókabúð vor hefir að jafnaði fyrirliggjandi allar innlendar bækur, sem eru á markaðnum, j og útvegar hverja bók, sem fáanleg er. Ef þér viljið eignast einhverja bók, sem | auglýst er fyrir áskrifendur, þá þurfið þér j aðeins að senda oss áskrift. v/ I Athugið, að kaupa eða panta í tíma, bæk- | ur, sem þér ætlið til fermingargjafa. — - I Kaupfélagf Borgfirðlnga! — Bókabúð — FILMUR (allar stærðir) Innilegar þakkir til vina og vandamanna fyrir auð- sýnda samúð við fráfall og jarðarför konu minnar, Kristveigar Björnsdóttnr frá Skógum. GUNNAR ÁRNASON. Kærar þakkir til ykkar allra, sem glödduð móður mína, Halldórn Halldórsdóttifr, í hinni löngu og erfiðu banalegu hennar og sýnduð okkur hj'álp og hluttekningu, nú síðast við útförina 20. marz s. I. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna HALLDÓR ÓLASON, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. sendar gegn póstkröfu um land allt. Framköllun og kopiering fljótt og vel af hendi leyst. Sigluf jarðar apótek. Kntar ©s hálftunnur undan spaðkjötl frá s. 1. hausti verða keyptar uæstu daga. Sótt heim og greitt við móttöku. €rarnastöðln Innilega þakka ég ölllum þeím, sem heiðruðu mig á sextugsafmœlinu með heillaóskum, gjöfum og heimsókn- - um. .... , Stafafelli í Lóni, 30. marz ’45 SIGURÐUR JÓNSSON ------ -----— ------------------—.—— ---------------j ------------------------— --------------------—•—— -1 l Þakka innilega öllum þeim, er sýndu mér vinsemd á í áttrœSisafmœli mínu. TEITUR SÍMONARSON Raiftækjavmnustoian Selfossi fran íkvæmir allskonar rafvirkjastörf. 03 IÐSENálNG Ttt KAUPENDA TÍMANS. Ef f 'Jíaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- /;airAe&a beðnir aíð gera afgreiðslunni þegar aðvart. ek ki glæsilegur, einkum þegar á þuð er litið, að ef félagið hefði h xett allri netaveiði, hefði stanga veiðin orðið það álitleg, að minnsta kosti hin síðari árin, að af henni hefði félagíð getað haft jafn góðar tekjur og sam- anlögð neta- og stangaveiði hefir gefið af sér. Hefðu þá jafnframt skapazt skilyrði fyr- ir vaxandi fiskirækt, í stað þess, að nú er fyrirsjáanleg enn meiri rýrnun á fiskistofninum er orð- in var, áður en veiðifélagið kom til sögunnar. Reykjavík, 28. marz 1945. Sœmundur Stefánsson. Sími 4241. Sjafuar tannkrem gerir tennurnar mjallhvítar Eyðir tannsteinl og himnu- myndun. Hindrar skaðlega , sýrumyndun í munninum og varðveitir með því tennurn- ar. Inniheldur alls engin skaðleg efni fyrir tennumar eða fægiefni, sem rispa tann- glerunginn. Hefir þægilegt og hressandi bragð. JXOTtÐ SJAFIXAR TANNKREM kvöld: og morgna. Sápuverksmíðjan Sjofn Akureyri /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.