Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 3
28. Mað TÍMINIV, liriðjmla^iim 17. apríl 1945 3 GUDRÚN PÁLSDÓTTIR: Konan - bömin - heimilið Fyrir nokkrum árum var Tím- inn svo vingjarnlegur við okkur konurnar að ætla okkur sér- staka dálka, þar sem við gætum skýrt frá reynslu okkar og birt eitthvað af þeim hugsunum, sem við vildum láta koma fyrir almenningssj ónir. Mig hefir furðað á því, hve konur hafa verið tregar til að þiggja þetta heimboð. Mun hin meðfædda hlédrægni þeirra vera ástæðan til þess, fremur en hitt, að þær eigi ekki ýms hugðarefni, sem þær vilja ^inna fyrir í sem víðastri merkingu. Sérhver hugsandi kona hlýt- ur á þessum umbrota- og bylt- ingatímum að eiga sér áhuga- mál, sem hún fegin vill vinna að í víðari hring heldur en innan vébanda heimilisins. Þegar einhverjir senda okkur hugsanir sínar með öldum ljós- yakans eða í prentuðu máli, þá annaðhvort bergmála þær í brjóstum okkar eða við fellum okkur ekki við þær. Og svo sterk getur hin innri rödd orðið, með eða móti straumum tlmans, að okkur beri skylda til þess að veita henni útrás. Þegar ég hafði les'ið grein Karls Kristjánssonar í síðasta jólablaði Tímans, „Með sjálfum sér“, hugsaði ég: Ó, hve við þyrftum þess mikið með, að margar og sterkar raddir óm- uðu út yfir borg og bý í þessum anda til þess að vinna á móti niðurrifs- og eyðingaröflunum í hinu ytra og innra lífi. Þeir, sem gengið hafa þeim öflum á vald, fara ekki nákvæmum, að- gætnum höndum um þjóðlífsak- urinn til þess að góðu sáð- kornin slitni ekki upp með ill- gresinu. Þar er stefnt í voða ýmsu því í fari manna og kvenna, sem varpað hefir fögr- um bjarma á lífið og átt drýgst- an þátt í því að viðhalda lífs- þróttinum í þjóð vorri í gegn- um þær eldraunir, sem hún hefir orðið að þola aldaraðir. Öllum, sem eitthvað fást við ræktun, er það ljóst, að rætur plantnanna eru þróttmeiri og grafa sig dýpra niður í jarðveg- inn, þegar vaxtarskilyrðin eru erfið. Þannig er oftast nær varið um mennina líka. Þeir, sem vinna að því að koma mannssálunum inn í deiglu vélamenningarinnar, sjá því þann kost vænstan að losa sem bezt um ræturnar í þeim and- lega og efnislega jarðvegi, sem mennirnir eru vaxnir upp í. Það liggur í augum uppi, hver afdrif bíða f j allaplöntunnar, sem rifin er upp með rótum og gróðursett í lystigarði borgar- innar'. Getur þér nokkurntíma dottið i hug að líta á þann mann sem vin þinn og leiðtoga, sem rænir þig kjarki og fótfestu? Hvort mun hann hafa handa þér nokkrar gjafir, sem vega upp á móti slíku ráni? Nú sný ég máli mínu til ykk- ar, ungu íslenzku konur, sem enn þá eruð ekki með öllu slitn- ar upp af þeirri rót, sem þið er- uð vaxnar upp af. Gætið þess vel að láta ekki óholl, utanað- komandi áhrif nú tökum á því að skera ykkur stakk. Svo réttmæt og sjálfsögð sem kvenréttindahreyfingin var til viðreisnar hinum þrælkuðu konum víðs vegar um heim, þá er það jafn víst, að hún er nú að verða mörgum konum að hættulegum ásteitingarsteini. Það er eitt til merkis um þann mikla vanda, að lifa lífinu á réttan hátt, að ekkert er í sjálfu sér svo gott og réttmætt, að það megi ekki misnota. Hættan, sem hið aukna ytra frelsi leggur á leið kvennanna, er sú, að það lokkar okkur og laðar frá því að rækja til hins ýtrasta þær helg- ustu skyldur, sem lífið sjálft leggur okkur alveg sérstaklega á herðar — móðurskyldurnar. Alla góða viðleitni ber að meta og virða. En vandinn er sá, að koma nógu fljótt auga á, ef hún á rót sína í grunnfærni og barnaskap. Hugsum okkur nemenda, sem gengur erfiðlega að reikna, er seihn að hugsa og átta sig á þeim aðferðum, sem til mála koma til þess að fá rétta úr- laousn. Ef hann fær að vera í friði og næði, kemst hann þó oft býsna langt með dæmi sín, og það vill til, að hann fær við þeim rétt svör. í fyrravetur var sessunautur hans engu snjallari.en hann í reikningi. Hann varð því að gera svo vel að beita þeim skiln- ingi, sem hann átti til. Nú hefir hann fengið sessunaut, sem er honum miklu skýrari á þessu sviði og er greiðvikinn og góð- lyndur. Honum leiðist að sjá fé- laga sinn bisa lengi við það, sem liggur svo opið fyrir honum sjálfum. — Þeir sitja aftarlega í bekkjaröðinni, svo að kennar- inn verður þess ekkert var, þó að hinn greiðvikni félagi sýni hinum sína reikningsaðferð og úrlausn. í fyrstu hikar hann við að þiggja hjálpina, en þó fer svo, að hann fellur fyrir freisting- unni. Því ekki að þiggja hjálp Dess, sem hefir svona greinilega yfirburði og hætta þessu bisi. Hann fékk að vísu sæmilega einkunn við prófið í fyrra. En hann hugsar sem svo, að nú sé bezt að láta kylfu ráða kasti, hvernig gangi við prófborðið í vor. í skóla lífsins verður maður harla oft var við þessa grunn- færu greiðvikni manna. Það er því miður alltof al- gengt, að fengið ytra frelsi leiði til ófarnaðar og innra ófrelsis. Til eru þeir menn og konur, sem vilja gera lítið úr sérstöðu kon- unnar í lífinu. Ef þeir sæju sér það fært, myndu þeir jafnvel óska eftir því að geta afmáð þá sérstöðu með öllu. Ég bið ykkur, konur, að skyggnast vel í eigin barm og spyrja sjálfar ykkur, hvort þið mynduð ekki bíða við það and- legt tjón, ef þið færuð að telja sjálfur ykkur trú um, að það væri heppilegt fyrir ykkar eigin þroska og til velfarnaðar fyrir þjóðarheildina? Til eru þeir vegir, sem eru greiðfærir í fyrstu, en reynast svo verða að óvegum, með alls konar torfærum og pyttum. Þeir, sem kappgjarnastir eru, þrjózk- ast við að snúa til baka, þar til þeir. sökkva dýpra og dýpra í pyttina og eru komnir að drukknun. Manninum ber skylda til þess gagnvart sjálfum sér og lífinu, að gera sér þess sem ljósasta grein, hvert þær leiðir liggja, sem hann leggur út á. Þegar snúið er við frá órétt- læti, kúgun og niðurlægingu til hægri, er hættan sú að fara út í öfgar til vinstri. Ég lít svo á, að þessi hætta hafi nú náð tökum á konum í viðreisnarbaráttu þeirra — enn sem komið er ekki í framkvæmd eins og í hugsun. — Það er þó enn þá ekki svo mjög erfitt að snúa við, ef að konurnar gera sér það ljóst, að þær megi ekki lengur fljóta með straumnum. Fyrstu sporin í þá átt eru erfiðust. Þegar farið er að veita viðnám, býður einn sig- urinn öðrum heim. Á seinni árum hefir verið unnið mjög mikið að alls konar mannúðarstörfum, sem eru þess eðlis, að þau glæða trú á llfið og sigur hins góða. Allri slíkri hjálparstarfsemi ber að taka með þakklátum hug, allt þar til hún gengur svo langt, að okkur finnst við geta tekið undir með skáldinu, sem segir: Mannúðin okkar manna er mikil og dásamleg, hún gengur svo langt í gæðum, að guð má vara sig. Ef að hjálparstarfsemin geng- ur svo langt, að við finnum með sjálfum okkur að fara f eigi að svipta okkur þeim viðfangsefn- um, sem við höfum hlötið í arf frá lífinu og manngildi okkar er undir komið, að við leysum sjálfar, þá verðum við að hafna hjálpinni. Starfsvlð það, sem áður fyrr tilheyrði aðeins karlmönnum, liggur nú einnig opið fyrir kon- um, og inn á það þykir þeim fýsilegt að fara. Sannarlega megum við kon- urnar vera þakklátar fyrir það, að mannréttindi okkar eru nú viðurkennd og leiðin opin til mennta og athafnafrelsis, en ; afnframt reynir meira á dóm- greind okkar og hæfileikann til að velja og hafna. Þess skyldum við vera minn- ugar að láta ekki hin nýfengnu réttindi svipta okkur þeim rétt- indum, sem elzt eru allra kven- réttinda, þ. e. móðurréttindin. Það ættum við að virða, öllu öðru fremur, að eiga það skilið að heita mæður barna okkar. Ég vildi óska, að ég heyrði aldrei framar háværar raddir frá konum um það, að þrauta- lending uppeldismájanna muni verða sú, að sem flest börn fái notið þess að alast að sem mestu leyti upp á barnaheimilum. Ég vil engan veginn segja, að barnaheimili eigi ekki rétt á sér, pau þurfa að vera til vegna munarlausu barnanna og þeirra mæðra, sem ekki eiga heimili eða hafa misst fyrirvinnu heim- ilisins og búa við sérstaklega erf- iða aðstöðu. En það má engan veginn ala verðandi mæður upp í þeirri trú, að þær eigi að fara að treysta á sérstakar stofnanir, sem veiti börnum þeirra skjól og uppeldi, strax þegar þær hafa fætt þau í heiminn. — Nei, og aftur nei. Einasta leiðin til þess, að börn ykkar, eiginmenn og þið sjálfar getið eignazt góð heimili, er sú, að þið skiljið hlutverk ykkar og gerið þá kröfu til sjálfrar ykkar, að þið getið með hjálp eiginmannanna veitt börnum ykkar það skjól og upp- eldi, sem þau þarfnast í bernsku. — Ég tel, að það sé hættuleg freisting, sem lögð er í leið ungra mæðra með því að gera þeim auðvelt að losna við börn sín og senda þau á dagheimili, svo að segja þegar þau fæðast í þenn- an heim. — Hefir konan ráð á því að losa sig við samvistir við börnin sín, svo að segja allan þann tíma sólarhringsins sém það er vakandi? Eða er nútíðar- konan að verða svo óeðlileg, að hún sakni þess kannske sára- lítið? Er hitt að verða efst í huga hennar að losna að sem mestu leyti við það umstang, sem börnin valda? Er þörf og þrá kvenna til þess að gefa það, sem hún hefir, orðin svo hverf- andi lítil? Eða mun nokkur rödd ná til kvenhjartans, ef ekki rödd hennar eigin barns, þess- arar litlu, saklausu, yndislegu veru, sem er bundin okkur svo órjúfanlegum böndum, að við erum ekki lengur með sjálfum okkur, ef við finnum ekki yndi og unað í því að uppfylla þarfir þess og þiggja gjafir þess. Við megnum ekki að gefa neinum neitt, sem ekki treystir okkur eða vill þiggja gjafir okkar. Hjá barninu er engin fyrirstaða, það treystir móðurinn takmarka- laust og er þá öruggt, ef það veit af henni nærri sér. Vitum við, hvað við erum að gera, ef við truflum þetta innra sam- ræmi milli móður og barns? Mun það ekki hollara fyrir upp- eldi og mótun barnshugans, að það fái að vera óhaggað, þó að ytri aðbúnaður kunni að verða eitthvað ófullkomnari fyrir það? Fyrir mitt leyti er ég sannfærð um það. Og þá er ég ekki heldur í nokkrum vafa um það, hverja þýðingu það hefir fyrir móður- ina. Aðeins það að geta nokkur augnablik setzt niður hjá rúmi litla barnsins, tekið það í faðm sinn og heyrt glaðværar barna- raddir, getur fyllt móðurina ó- metanlegum fögnuði og orku. Hún er á valdi lífsins, veit engan aðskilnað frá því. Og störfin leika í höndum hennar. Ég lít svo á, að þjóðfélagið ræki nú orðið vel skyldur sínar við konurnar og sé á þeirri leið að gera það enn betur. En kon- urnar mega ekki endalaust krefjast þess að fá meira og meira, án þess í alvöru að skyggnast eftir því, á hvern hátt þeirra eigin orku verður veitt í réttan farveg. Ég segi það ekki út í bláinn, Dótt ég fullyrði, að á meðal okk- ar séu til þær konur, sem á ýms- an hátt vinna að bættri aðstöðu kvenna, en beita þó áhrifum sín- um í þá átt að lokka þær frá heimilunum, ef til vill án þess að vita í raun og veru, hvað þær eru að gera. Eða hvernig á að skilja orð, sem falla í þá átt, að konurnar, sem helga heimilinu starfskrafta sína, sætti sig við það að hafa eldhúsþakið fyrir himinn, þær séu ekki að hugsa um það, hvernig heimurinn verði, sem börn þeirra koma út í, þegar þau fljúga úr hreiðrum þeirra? Stappar það ekki nærri ósvífni að varpa fram þessum orðum í fjölmennum mæðra- hóp? Eða á að fara að ala okkur konurnar upp í þeim hroka og því stærilæti, að við séum þess umkomnar að lægja öldur hafs- ins og stilla stormana? Hvers vegna er verið að reyna að fá okkur ofan af því að beita kröftum okkar að því, sem við höfum vald yfir, og feykja þeim heldur út í veður og vind? Eða er það ekki miklu fremur á valdi okkar að ala upp hrausta, þrekmikla sonu, sem hafi sig heila í land, þótt að öldur og of- viðri geysi á ólgusjó mannlífs- ins, heldur en hitt, að lægja öldurnar, — eða dreymir nokk- urn um, að þar muni geta orðið stöðugt logn? Aðalatriðið er, hvers konar veganesti er lagt af stað með út í lífið. Ekkert er meira lamandi heldur en að finna algerðan vanmátt til andmæla, þegar snert er óþyrmilega við við- kvæmum strengjum í brjósti okkar. Við sveitakonurnar erum vel flestar vanar því að vinna störf okkar hljóðar í kyrþey og erum því seinar til að átta okk- ur og búast til varnar gegn þeim, sem hafa gott vald á mál- inu og snúast gegn okkur. Radd- ir þeirra geta orðið að eins kon- ar hvirfilbyljum, sem þyrla öllu í loft upp, sem ekki stendur í því fastari jarðvegi. Að síðustu, þið konur! Lærið að líta á heimilin og uppeldi barna ykkar sem fullkomið starfssvið fyrir ykkur, sem eigi skilið fórnfýsi ykkar, þraut- seigju og alúð. Það er ekki nema ein kona af hundrað, eða þúsund, sem þjóð- (Framhald á 7. síðu) drápum stæði. Yfirmaður upplýsingadeildar kanadísku fangabúðanna var al- veg í öngum sínum. Hann hafði fengið á sinn fund frægan tungumálamann frá Ottawa, er talinn var kunna að minnsta kosti tuttugu tyrkneskar mál- lýzkur. En hinn lærði prófessor hristi aðeins höfuðið og mælti: „Mér þykir leitt að verða að segja yður, að þetta tungumál kannast ég ekki við.“ Yfirmaður fangabúðanna hafði látið borga honum 350 dollar'a fyrir ómakið. Ekki færri en níu tungumála- sérfræðingar höfðu þegar gefið svipuð svör. Fangarnir, sem um var að ræða, virtust hvorki tala tyrkneska, pólska, rússneska, persneska né arabíska tungu. Sama varð niðurstaðan um fimm aðrar höfuðtungur, sem helzt komu til greina. Kostnað- urinn við þessar eftirgrenslanir „Á ég að segja þér sögu“ heit- I ir safn þýddra smásagna, er bókaútgáfufélagið Norðri hefir nýlega sent á bókamarkaðinn. Eru í því átján stuttar sögur, allar þýddar af Brynjólfi Sveins- syni menntaskólakennara á Ak- ureyri. Bókin hefst á sögunni „Regn“, eftir W. Somerset Maugham, heimsfrægu listaverki, einni af perlum heimsbókmenntanna. En sú sagan gerist austur í Kyrra- hafi og segir frá sigursælli við- ureign léttúðugrar konu við trúboða einn, er hefir hugsað sér að sýna henni í tvo heim- ana í krafti þess valds, sem hann taldi sér gefið. Þrjár aðrar sögur eru eftir Maugham í safni þessu. Þá eru þar og fjórar sögur eftir Anton Tsjekkoff, ein eftir Guy de Maupassant og ein eftir Sigrid Undset, auk sjö annarra höfunda, sem þar eiga sína sög- una hver. Sagan eftir Sigrid Undset heitir „Ungfrú Smith-Ellefsen“, stórsnjöll saga. Nokkur galli er það á svona safni, að ekki er nein grein gerð fyrir höfundunum, því að suma þeirra munu tiltölulega fáir kannast við, þótt svo til hver íslendingur viti skil á þeim, T ö f r a r Bókaútgáfan „Hilmir“ hefir nýlega sent á bókamarkaðinn stóra skáldsögu eftir suðuraf- riska rithöfundinn Stuart Cloete. Nefnist hún „Töfrar Af- ríku“. (Congo Song heitir hún á frummálinu) Mun fátt hafa birzt á íslenzku eftir hann, nema ein framhaldssaga í Al- þýðublaðinu, „Fyrirheitna land- ið“. Flestar sögur þessa höfund- ar gerast í sunnanverðri Af- ríku og lýsa lífinu og baráttu mannanna í þessari fjarlægu, lítt numdu álfu, og sambúð þeirra við hina stórbrotnu nátt- úru hennar, frumskógana og slétturnar, þar sem villidýrin liggja í leyni og hinir svörtu var orðinn 4000 dollarar. „Þetta eru dýrustu fangarnir mínir,“ andvarpaði vesalings yfirmaður upplýsingadeildarinnar. Hulu þeirri, sem hvíldi yfir uppruna þessarra manna, tókst samt sem áður ekki að svipta brott. Her- málaskrifstofan var tekin að gerast mjög eftirgangssöm og ó- þolinmóð. Þetta mál tók meira en lítið á taugarnar. Yfirmaður upplýsingadeildar- innar reikaði út í garðinn. Það var iiðið að kvöldverðartíma, og fangarnir stóðu í smáhópum og ræddu saman. Síðasta sending- in hafði verið furðulegt sam- bland. Auk Þjóðverja voru í þeim hópi Pólverjar, Tékkar, Rússar, Kákasusmenn — „sjálfboðalið- ar“, sem vikapiltar Hitlers höfðu skrapað saman frá óteljandi löndum og landshlutum. Þessir tveir heimshornamenn, er mest- um vandræðum ollu, stóðu einir sem hér hafa verið nefnd'ir. Nokkur skilgreining á lítt kunn- um höfundum vekur eftirtekt lesendanna á þeim og kemur þeim í nánara samfélag við þá og skáldskap þeirra. Söguvalið virðist vera vandað, og þótt sumar þeirra sagna, sem í bókinni eru, hafi áður birzt á íslenzku, er mikill fengur að þessu safni og verður því vænt- anlega vel tekið. Bókaútgáfan Norðri er um- svifamikið útgáfufyrirtæki og gerir bækur vel og myndarlega úr garði. En hitt er þó meira um vert, að það hefir lagt kapp á að gefa út góðar bækur — ekki sízt bækur, sem lýsa þróttmiklu og styrku sveitalífi, eins og „Dagur í Bjarnadal“ og „Glitra daggir, grær fold“. Sumar hinna skapríku kempa, er lýst er í þeim sögum, hljóta að hita dugandi mönnum í hamsi og brýna viljans stál. Hefir Tíminn hlerað, að „Norðri“ muni gefa út fleiri sögur, er lýsa bændafólkinu á Norðurlöndum og lífi þess, fyrr og síðar. „Á ég að segja þér sögu“, er 300 blaðsíður að stærð og kostar 20 krónur óbundin, 30 í shirt- ingsi/mdi og 40 krónur í skinn- bandi. ASr í ku frumbyggjar lifa enn áþekku lífi og þeir lifðu öld af öld, áð- ur en hvítir menn settust að í landi þeirra. Yfir öllum sögum hans er laðandi blær, eitthvað af töfrum villiviðsins, eins og hann orkar á okkur hér norð- ur við íshafið. En öðru hverju sviptir hann tjaldinu frá og sýn- ir okkur persónur sínar og sögusvið, umbúðalaust og gyll- ingalaust. Flestar sögur Cloetes eru frá landnámsárum hvítra manna í Suður-Afríku. En þessi bók, „Töfrar Afríku“, er nútíma saga, gerist nú á stríðsárunum. — Hún segir á skemmtileg- an hátt frá fáeinum hvítum (Framhald á 7. síðu) sér við eitt skálahornið. Þeir heilsuðu honum á hermannavísu og brostu framan í hann eins og hann væri æskuvinur þeirra. Þá fjóra mánuði, er liðnir voru síðan þessir menn komu, hafði hann hér um bil daglega varið nokkrum tíma til þess að að- gæta hátterni þeirra. Tungu- tak þeirra minntu stundum á þýtt kurr í dúfum, stundum var það með djúpu kokhljóði. Hann gat varla greint eitt hljóð frá öðru, en af látbragði þeirra og svipbrigðum fannst honum helzt, að þeir væru alltaf að segja hvor öðrum sömu söguna. Þeir höfðu glatað skilríkjut** sínum, en voru í einkennisbún- ingum rússnesku „sjálfboða- liðssveitarinnar". En það veitti harla litla vitneskju um upp- runa þeirra. Hermálaskrifstofan heimtaði nánari upplýsingar. Innan skamms var von á ellefta tungumálafræðingnum í fanga- búðirnar. En hann kom þó aldrei, þvi að óbreyttur liðþj áLfi hafði áður leyst þann vanda, sem tíu sérfræðingar höfðu gef- izt upp við. Þessi liðþjálfi var nýtekinn við starfi sínu, og við líðskönnun í fangabúðunum beindist athygli hans að tveimur mönnum, sem töluðu saman á mjög furðulegu máli. Liðþjálf- inn staðnæmdist andspænis mönnunum og horfði á þá um stund. Svo gerðist kraftaverkið. Varir hans bærðust og fáein ó- skiljanleg orð féllu. Hið djúpa kokhljóð stakk mjög í stúf við hinn venjulega málhreim hans. Mennirnir þögnuðu undir eins Alfred J. Flscher: Naga úr stritjinii Það gerist margt í stríðinu. Hér birtist stutt saga af , tveim mönnum austan úr Tíbet, er teknir voru til fanga í Evrópu, ásamt fleiri „sjálfboðaliðum", og fluttir vestur um haf í kanadískar fangabúðir. Þeir kunnu engin skil á landamærum, þjóðernum og stjórnmálastefnum, höfðu bæði verið fangar Rússa og Þjóðverja og síðan barizt í liði beggja, en höfðu þó ekki í mörg ár hitt neinn mann, er þeir skildu eða skildi þá, né botnuðu minnstu vitund í því, hvernig á öllum þessum gauragangi, grimmd og mann-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.