Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 4
4 TtMIM, þrifijutlagiim 17. apríl 1945 28. blað Þæiiiv úr Húnaþingi Núiíð og fvamiið Atvinnumál. Landbúnaður hefir alltaf ver- ið eini atvinnuvegur Húnvetn- inga. Þó strandlengja héraðsins liggi að einhverjum auðugustu fiskimiðum fyrir Norðurlandi, hefir sjórinn lengst verið stund- aður aðeins í hjáverkastörfum landbænda. Fyrrum var sjór sóttur á róðrarbátum frá ýms- um lendingarstöðum við aust- anverðan Húnaflóa, en hvergi var staðbundin útgerð að neinu ráði. Söfnuðust menn þá saman úr næstu byggðarlögum til fiski- veiða, einkum á haustvertíð. Voru það einkum bændur við sjávarsíðuna, er útveginn áttu. En á síðari árum hefir þetta breytzt og mun að því vikið síðar í þessum þætti. Á meðan landbúnaður var ein höfuðatvinnuvegur landsmanna» v.oru í Húnavatnssýslu bú stór og fénaður margur. Enda hefir héraðið ágæt skilyrði fyrir þá grein landbúnaðar, sem lengst af hefir nær eingöngu verið rek- in á landi hér, kvikfjárræktina, þar sem aðalbústofninn var sauðfé. Hvert byggðarlag hér- aðsins á einn eða fleiri þeirra landkosta, er kvikfjárræktin krefst. Sum eiga víðáttumikil og grasgefin engi, þar sem heyföng eru auðsótt, en önnur kjarn- góða og snjólétta heimahaga, og þarf þar lítið að kosta til vetrarfóðurs sauðfénaðar og hrossa, en víða fara allir þessir landkostir saman. Öll eiga byggðarlögin mikil og góð af- réttarlönd, er veita fénaðinum bezta sumareldi. Hrossaeignin. Húnvetnskir 'bændur hafa jafnan átt margt hrossa.Um eitt skeið höfðu þeir allmiklar tekj- ur af sölu útflutningshrossa. Eh eftir að erlendi hestamark- aðurinn lokaðist fækkaði hross- um í héraðinu og stóð svo nokk- urt tímabil. En svo er mæði- veikin tók að herja sauðfénað- inn, lögðu margir bændur á- herzlu á fjölgun hrossa og byggðu tekjur sínar, vonir sínar á sölu þeirra innanlands, eink- um til slátrunar, enda fór neyzla hrossakjöts í bæjum þá ört vax- andi. En hér fór sem oftar, þeg- ar framleiðsla og afurðasala fara fram í blindri samkeppni, en markaður hins vegar þröng- ur, að afleiðingarnar urðu of- framleiðsla og verðfall. Nú er svo komið, að á sumum bæjum eru hrossin jafn mörg eða fleiri en sauðféð. Enda hefir sauðfén- aðurinn hrunið niður af völdum mæðiveikinnar, svo að þar sem áður voru 200—300 fjár sett á, eru nú eitt hundrað fjár eða færra. Þótt bændur setji nú á að hausti, til viðhalds stofnin- um, margfalt við það, sem áð- ur var, fækkar fénu samt. Svo grimm er plágan. Þegar svona var komið, var eðlilegt að bænd- ur gripu í hálmstráið og fjölg- uðu hrossum sínum í von um að það fleytti þeim yfir pestar- tímabilið, er menn bjuggust við að fljótt yrði yfirstigið. Nú munu flestir fallast á, að hrossauppeldi getur ekki fyllt það skarð, er í er höggvið fjár- stofninn, eða gefið bóndanum sambærilegar tekjur og sauð- fjárræktin gaf. Að því mega menn og hyggja, að þótt uppeldi söluhrossa geti borgað sig meðan vetrarfóður þeirra kostar lítið eða ekkert, þá getur ofvöxtur þessa bú- stofns lagt búin í rústir, er harðnar í ári. Nautgriparækt. í þeim héruðum, er bezt eru fallin til ■ sauðfjárræktar' og markaðar fyrir mjólkúrafurð- ir ekki nærtækur, hefir áhugi fyrir nautgriparækt verið jafn- an lítill, og svo hefir það verið í Húnavatnssýslu. Mjólkurfram- leiðslan er eingöngu miðuð við mjólkurneyzlu heimilanna. Þess vegna hefir of lítið verið gert til að bæta kyn mjólkurpen- ingsins og auka tekjur búanna af mjólkurframleiðslu. Menn eru fastheldnir við fornar venjur og búskaparhætti, og er það ekki lastvert í mörg- um tilfellum. En enginn má sköpum renna, og svo er það með sauðfjárbúin okkar. Ekki er fyrirsjáanlegt, að sigrazt verði í bráð á vágesti þeim, er nú fellir sauðféð unnvörpum. Þess ber og að gæta, að mark- aður fyrir sauðfjárafurðir, eink- um kjöt, er þröngur og ótrygg- ur. Meðan verðlag það, sem nú er hér á landi, helzt, eru engar líkur til að allt kjötmagn það, er nú kemur árlega á markað- inn, seljist fyrir það verð, sem til þess er kostað. Á verðupp- bætúr frá ríkinu er óvarlegt að treysta, enda er það fyrirkomu- lag óeðlilegt og óhæft, nema sem neyðarráðstöfun um stund- arsakir. Það virðist vera sá eini og bezti kostur fyrir hendi, í þeim héruðum er hafa góð ræktun- arskilyrði, að taka nú upp mjólkurframleiðslu að mestu 1 stað sauðfjárræktar. Enda hafa sum héruð, sem mæðiveikin hefir verst leikið, þegar breytt þann veg framleiðslu sinni og gefizt vel. Að þessum tíma hafa bændur í þeim héruðum, er ekki eiga þess kost að selja neyzlumjólk til bæjana, verið tregir til að taka upp mjólkur- framleiðslu í stórum stíl, af hræðslu við ofhleðslu á mark- aðinum. Enda hefir markaður- inn reynzt ótryggur fyrir aðrar afurðir en smjör. Nú bendir margt til, að ekki þurfi lengur að óttast þann annmarka. Lengi hefir þekkt verið aðferð til að framleiða þurrmjólk, er notuð er til brauðgerðar o. fl., þó ekki hafi það enn verið gert á landi hér. Til margra hluta er'mjólk nú notuð, og má fullyrða, að tækni nútímans geri mögulegt að breyta allri mjólkinni í verð- mæta söluvöru. Það má og sanna tölulega, að þótt smjörið eitt sé til verðs talið, og verði þess ekki haldið óeðlilega niðri, þá getur mjólk- urframleiðslan gefið betri og tryggari tekjur en flest annað, sem framleiða má úr „mold- inni“, þegar fyrir hendi er fóð- uröflun á ræktuðu og véltæku landi. Ekki virðist.þurfa að ótt- ast þröngan smjörmarkað fyrst um sinn, þar sem upplýst er, að nú nemi smjörframleiðsla hér á landi aðeins 50% af neyzlu- þörf bæjanna. Enda er smjör flutt inn í stórum stíl til tjóns og vansæmdar fyrir þjóðina. Varðar það því ekki alllitlu, að mjólkurframleiðsla verði stór- aukin, og ekki óeðlilegt, að op- inber ráðstöfun komi til. Á meðan verðbólgan og fólks- eklan hefti ekki allar fram- kvæmdir í sveitum landsins, var mikið unnið að túnrækt og engjaáveitum í Húnavatnssýslu. En nú um skeið hafa þess kon- ! ar framkvæmdir að mestu |stöðvast. Er aftur hefjast eðli- leg viðskipti þjóða á milli, má óhætt gera sér vonir um alda- hvörf á sviði ræktunarmálanna. Þá eru væntanlegar stórvirkar vélar til að brjóta landið, aá og uppskera. Á síðustu s^mrum hefir verið mælt fyrir' upp- þurkun á stórum landsvæðum í Húnavatnssýslu, bæði votlend- um áveituengjum og flóðlendi, er sumt er ætlað til ræktunar og annað sem beitiland. En eins og kunnugt er, má breyta gras- litlum forarflóum í gróðursæl beitilönd með uppþurrkun einni saman. Byggðahverfi. Húnavatnssýsla hefir að bjóða víðáttumiklar lendur, sem auð- veldar eru til ræktunar. Með uppþurrkun og endurbættum á- veituvirkjum má framleiða mörg þúsund hesta af kýrgæfu kraft- heyi í Þingi og Vatnsdal. Og þúsundir ha. af flóðlendi bíður framræslu og ræktunar í öðrum sveitum sýslunnar. Á þessu má sjá, að héraðið er engu ver fall- ið til nautgriparæktunar og mjólkurframleiðslu en sauð- fjárbúskapar. Þó mjólkursam- lagsihálið hafi ekki átt miklu fylgi að fagna í héraðinu að þessu, má nú vænta þess að sú nýbreytni verði framkvæmd fyrr en seinna. Enda mun hag. bænda með því bezt borgið. Ein af þeim mikilsverðu og.æskilegu þáttum í framtíðarskipulagi sveitanna er stofnun byggða- hverfa á hentugum stöðum. Nefnd sú, er athugað hefir staðhætti og skilyrði fyrir stofnun byggðahverfa í héruð- um landsins, hefir bent á Ás- ana í Húnavatnssýslu, sem eitt þeirra svæða, er bezt væru fallin fyrir þær byggðir,- enda mun óvíða betri landkosti að fá til slíkra hluta. í þessari víð- áttumiklu sveit geta mörg svæði komið til greina. En þó munu lönd jarðanna Torfalækjar og Húnsstaða vera þau beztu. Þar er v;í,ðáttumikið graslendi, er auðvelt og ódýrt er að rækta og geymir mikla frjósemi. Beiti- land nærtækt. Landið liggur við akveg um 8 km. frá næstu höfn og 5 km. frá rafstöð. Þaðan má ætla að hverfið geti fengið nægilega raforku til heimilisnota og iðnaðar í smærri stíl. Byggingarefni, möl og sandur til húsa- og gatnagerð- ar, er þarna nærtækt. Það er óefað tímabært, að hefjast þegar handa um stofnun byggðahverfa. Ef með framsýni og hyggindum er til þeirra stofnað, verða þau'tvímælalaust happadrjúgur hemill á útstreymi fólksins úr sveitum landsins. Og því má ekki draga málið lengur en orðið er, með vangaveltum og vafningum. Ríkið verður að hafa örugga forustu um allar framkvæmdir þessa máls. Er Búnaðarfélag íslands sjálfkjörið að fara með framkvæmdir þess- ar fyrir ríkið. Þegar kannað hefir verið hvort nægileg þátttaka fæst um myndun slíks hverfis, þar sem þá' er ráðið að hefjast fyrst handa, þarf að veita nægilegt fé til að þurka landið og rækta, er síðan verður svo leigt hverfis- búum.. Ef til vill er réttast, til þess að tryggja framkvæmd málsins, að ríkið byggi fyrst eitt hverfi upp að öllu leyti og selji svo íbúunum hús og önnur mannvirki með góðum skilmál- um. Þegar upp væri komið eitt slíkt byggðahverfi, er gæfi góða raun, mundu fljótlega mörg önnur slík af því drjúpa. Útgerð. Eins og áður segir hefir útgerð lítið verið rekin í Húnavatns- sýslu, þó ágæt fiskimið séu skammt undan landsteinum. Var svo komið á tímabili, eftir að saltfiskmarkaður lokaðist, að sú litla útgerð, sem áður var á Skagaströnd og næsta nágrenni, lagðist að kalla niður. En fyrir * HeimílisprÝðín Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi grein frá fjáröflunarnefnd Hallveigarstaða: Heimilisprýðin er nafn á sjóði og voru lögð drög að stofn- un hans 22. dag míamánaðar, árið 1933. Átti sjóður þessi að verða til eflingar byggingarsjóði Hallveigarstaða, en þó einkum að verða styrktar- og verð-- launasjóður, er stofnunin tæki til starfa. Markmið sjóðsins var birt í blöðunum, en bar lítinn árangur. En þar sem margt hef- ir breyzt síðan árið 1933 og nokkrir peningar hafa nú bor- ist byggingarfyrirtækinu í minningargjöfum, þá telur fjár- öflunarnefnd Hallveigarstaða það rétt að birta stefnuskrá sjóðsins í aðaldráttum. Þeir, sem vilja minnast einhverrar góðrar konu, lífs eða liðinnar, í hvaða stétt og stöðu, sem hún er, eða votta viðurkenningu og halda minningu hennar á loft, senda þessum sjóð, er hlotið hefir nafnið „Heimilisprýðin", all- myndarlega peningaupphæð — ásamt mynd af þeirri konu, sem minningin er helguð, nafni hennar, heimili, aldur og stöðu. Þegar Hallveigarstaðir verða fullgerðir verða allar- slíkar myndir geymdar í þar til gerðri bók á völdum stað á heimilinu. Sjóðnum skal varið til styrktar ungum stúlkum, er vilja búa sig undir heimilisstörf, eða nema listfengan heimilisiðnað. Nokkr- um hluta vaxtanna skal varið til að prýða Hallveigarstaði. Pen- ingar þeir, sem berast kunna í’ þenna sjóð, unz húsið er full- gert, skal nota til að koma hús- inu upp, en greiða verða Hall- veigarstaðir sparisjóðsvexti af þeim í sjóðinn frá viðtökudegi. Tekið er á móti framlögum til byggingar Hallveigarstaða í skrifstofu Kvenfélagasambands íslar-jds, Lækjargötu 14 B, sem gefur allar nánari upplýsingar. nokkrum árum hófst hafnar- gerð á Skagaströnd og í sama mund byggði Kaupfél. Skag- strendinga hraðfrystihús. — Glæddist þá, nokkuð smábáta- útgerðin. Nú eru starfandi tvö hraðfrystihús á Skagaströnd. Gefur það góðar vonir um vax- andi útgerð þar. í ráði er að hefja á næsta sumri miklar endurbætur á höfninni á Skagaströnd og stefnt að því að koma þar upp full- komnum lendingartækjum. Mun og ráðið að reisa þar síldarverk- smiðju bráðlega. Skagaströnd er svo vel í sveit sett, til að notfæra sér aúðs- uppsprettur Húnaflóa, að hún hlýtur að eiga glæsilega fram- tíð. Má því svo fara að landbún- aður og fiskiveiðar Húnvetnn- inga haldist í hendur og styðji hvert annað til hagsældar fyrir héraðið allt. (Framh.) Ýmsar fréttir Fulltrúaþing verkstjóra. Fulltrúaþing Verkstjórasam- bands íslands hefir nýlega lok- ið störfum sínum. Þingið sóttu 21 fulltrúi frá fjórum félögum. Meðlimir innan sambandsins eru 231. í stjórn voru kosnir: For- maður Karl Friðriksson, vara- formaður Jón G. Jónsson, ritari Kristófer Grímsson, gjaldkeri Jónas Eyvindsson, meðstjórn- andi Þorlákur . G. Ottesen. — Aðalmál þingsins voru út- breiðslumál, fjármál og launa- mál. Um það seinast nefnda hef- ir orðið samkomulag við Vinnu- veitenþafélag íslands um það, að verkstjórar fái yfirleitt 25— 45% hærri laun en verkamenn. Símskák. Aðfaranótt páskadags tefldu Akureyringar og Keflvíkingar símakák. Úrslit urðu þau, að Ak- ureyringar unnu með fimm vinningum. Þeir unnu þrjár skákir, gerðu fjögur jafntefli 0£ töpuðu einni. Keflvíkingar fengu þrjá vinninga, þeir unnu eina skák, gerðu fjögur jafntefli og töpuðu þremur skákum. Keppnin stóð í 12 klukku- stundir. Nýr lögreglustjóri. Axel Tulinius cand jur. hefir verið skipaður lögreglustjóri í Bolungarvík frá 1. apríl að telja. Axel er sonur Hallgríms Tulin- íus, stórkaupmanns. Nýr prestur á Akranesi. Á pálmasynnudag var vígður í Dómkirkjunni í Reykjavík Magnús Runólfsson, cand. theol., fyrir aðstoðarprest á Akranesi. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup framkvæmdi at- höfnina, séra Sigurbjörn Á. Gíslason lýsti vígslu, séra Sig- urbjörn Einarsson dósent þjón- aði fyrir altari og vígsluvottar voru þeir séra Garðar Svavars- son og séra Sigurjón Árnason. Ný Rauðakrossdeild. Þann 8. apríl s. 1. var stofnuö Rauða Kross deild í Neskaup- stað. Félagsmenn voru 60. Stjórn skipa Einar Hilmar, formaður, Guðmundur Helgason, varafor- maður, Eyþór Þórðarson, ritari, Kristín Ágústsdóttir, gjaldkeri, meðstjórnendur Pétur Thorodd- sen læknir, Níels Ingvarsson og Jóhannes Stefánsson. Kappglíma Mýrasýslu. Kappglíma Mýrasýslu fór ný- lega fram í Borgarnesi og var keppt um bikar, sem Árni Helga- son hafði gefið. Keppendur voru 7. Hlutskarpastur varð Bjarni Bachmann, Borgarnesi, en feg- urðarglímuverðlaunin hlaut Bjarni Pétursson, sama staðar,- Glíman fór vel og drengilega fram. Beínamjölsverk og stóðu kyrrir í röð sinni, unz könnuninni var lokið. Tæpum tuttugu mínútum síð- ar var liðþjálfinn og fangarnir óþekktu komnir á fund yfir- manns upplýsingadeildarinnar. En áður en saga þessará tveggja furðulegu fanga er sögð, skal vikið nokkrum orðum að liðþjálfanum, er leysti gátuna, og kunnáttu hans í því tungu- máli, er svo erfiðlega gekk að öðlast skil á. Á æskuárum sín- um hafði hann ferðazt víða um Asíulönd, og þá hafði hann með- al annars dvalið alllengi 1 Tíbet. Hann hafði samið sig sem bezt hann gat að siðum landsmanna og lært talsvert í tungumáli þeirra. Og þessir tveir óþekktu herfangar voru einmitt Tíbet- búar, upprunnir af svipuðum slóðum og hann hafði dvalið á. Sögu þessara tveggja Tíbet- manna má segja í aðaldráttum í’stuttu máli. Henni var lókið um svipað leyti og fjórðu sígar- ettunni. Hún hófst í þorpi við landamæri Tíbets. Þessir tveir tíbezku sveitamenn höfðu ekki fengið vinnu, sem þeim líkaði í tíu mánuði. Þeir kunnu reyndar lítil skil á orðum eins og „við- skiptakreppa", en skildu samt sem áður, að það er erfitt að Hfa aðgerðarlaus, þegar til lengdar lætur. Þó að margur láti disk af hrísgrjónum eða brauðhleif fús- lega af hendi rakna við svanga gesti, er það náðarbrauð, sem ungum og dugmiklum mönnum fellur illa að þiggja. Þess vegna tóku þeir kunningjarnir þá ákvörðun að haldá út í heiminn í leit að góðri vinnu og nægum mat. Þessir Tíbetbúar kunnu þó fremur lítil skil á landamærum, þjóðernum og valdatogstreitum í heiminum. Þeir héldu inn á rússneskt land án þess að verða neinna landamæravarða varir. Allt lék í lyndi En þó kom fljótt að því, að nesti þeirra var þrotið og ekki lengur kostur að lifa á bónbjörgum. Þeir tóku það til ráðs að biðja um vinnu á sam- yrkjubúi einu. En enginn skildi þá, hvorki orð þeirra né lát- bragð. Loks fór svo að héraðs- stjóri sovétstjórnarinnar, sem var mesti atkvæðamaður í emb- ættisrekstri sínum, lét taka þá fasta, og í stað þess að grennsl- ast eftir, hverjir þeir væru og hvernig ferðum þeirra væri hátt- að, voru þeir umsvifalaust settir í flokk, sem verið var að senda til erfiðisvinnu í Úkraínu. Mönnum var troðið Inn í járn- brautarvagna, og næstu öaga var brunað stanzlaust vestur á bóginn, nema hvað á stöku stað var staldrað við nokkrar klukku- stundir til þess að bíða eftir aukalestum. Og loks var komið á ákvörðunarstað. Þetta var upphaf mjög langrar ferðar um framandi lönd. Enginn skildi þá, og þeir gátu aldrei talað auka- tekið orð við neinn, þar til lið- þjálfinn kanadiski rakst loks á þá í fangabúðunum. Þeir voru látnir vinna að vegagerð og reyndu að leysa störf sín af höndum eftir því, sem þeir höfðu greind og skiln- ing til. En oft veittist erfitt að skilja, hvað þeir áttu að gera. En einn góðan veðurdag var þeim fenginn einkennisbúning- ur í stað vinnufatanna. Síðan voru þeir sendir til vígstöðv- anna. Þar var mesti djöfulgang- ur — skothríð, eldglæringar og hávaði. Fáum dögum síðar voru Tíbetbúarnir staddir í fjölmenn- um hópi ekki sérlega upplits- djarfra né glaðhlakkalegra her- manna. Og hópurinn var rekinn áfram af mörgum mönnum í margvíslegum einkennisbúning- um. Þeir voru harðir og illir á svip og otuðu byssustingjum. Þeir voru komnir í hendur Þjóð- verja, er þeir kunnu álíka lítil skil á og Rússum. Svo að þeir létu sér það í léttu rúmi liggja. Þeir voru nú sendir úr einum herbúðum í aðrar, sættu hrak- legri meðferð, fengu ekki í sig hálfa og gátu sízt af öllu skilið, hvers vegna þeir voru hvað eftir annað og dag eftir dag leiddir fyrir fjölda reiðilegra og valds- mannlegra manna, einkennis- búinna og óeinkennisbúinna, og spurðir þar óteljandi spurninga, sem þeir skildu hvorki upp né niður í. Stundum voru þeir meira að segja barðir. En nið- urstaðan varð alltaf sú, að þeir voru leiddir brott, án þess að fá á því nokkra skýringu, hvern- ig á öllu þessu stæði. En loks tók þetta þó enda. Þeir voru báðir látnir gera svartan kross á stórt skjal, og eftir það linnti þessu óskemmtilega þrefi. Nú fór í hönd nýtt tímabil — nærri því tvö ár, héldu þeir. Nú höfðust þeir við í nýjum og betri húsakynnum og fengu meira að segja nóg af góðum mat. Þeir voru látnir klæðast nýjum einkennisbúningum — þeim, sem rússneska „sjálfboða- liðssveitin“ var látin búast. En þegar til heræfinganna kom, hófust ný vandræði. Enginn liðþjálíi vildi spilla aganum í sveit sinni með því að hafa þar þessa þöngulhausa, sem ekkert skildu. Og nú var Tíbetmönnun- um aftur troðið inn í járn- brautarvagn, ásamt fjölda annarra manna, og nýtt járn- brautarferðalag hófst. í járnbrautarstöðvunum var fjöldi kvenna, sem veifaði til þeirra og hrópaði, og sumar nældu jafnvel blóm í húfur mannanna. Þegar járnbrautarferðalaginu var lokið, voru þeir sendir beint á vígvellina. Þar var heldur há- vaðasamt og róstusamt — já, ekki síður en í Úkraínu forðum. Jafnvel heldur verra. Og vopnin, sem þeir fengu í hendur, kunnu þeir illa að nota, enda leið ekki á löngu áður en þau voru tekin af þeim og menn með byssustingi rækju þá undan sér, ásamt fjölda annarra manna. Og þessir byssustingja- menn voru í einkennisbúning- um, sem Tíbetbúarnir höfðu aldrei séð áður. Ný fangabúða- vist tók við, en hér var vistin betri en í fyrri staðnum. Loks voru þeir látnir stíga á skipsfjöl. Nú hófst óralöng ferð á skipi yfir „vatnið mikla“. Það fannst þeim góð tilbreyting frá járnbrautarferðalögunum. Slikt ævintýr hefðu þeir ekki getað ímyndað sér. Og nú — ja, nú voru þeir komnir hingað. Hér fengu þeir þann bezta mat, sem þeir höfðu nokkurs staðar fengið — það voru þeir sammála um. Þessi dagur var mikill dagur í lífi Tíbetmannanna. vNú gátu þeir í fyrsta skipti sagt söguna af öllum sínum flækingi og mannraunum. Hér höfðu þeir hitt 'mann, sem skildi þá. Að lokum spurðu þeir hálf- hikandi, hvort þeim leyfðist að spyrja einnar spurningar. Jú, þeim var það velkomið. Og svo kom spurningin: „Hvers vegna er alls staðar þessi skothríð og manndráp?" Þessi hógværa spurning hefir sjálfsagt túlkað innibirgðar til- finningar þeirra. Þeir höfðu far- ið að heiman til þess að afla sér bétri vinnu en þeim stóð til boða í ættbyggð sinni, en hvar sem þeir fóru, sáu þeir ekki ann- að en blóðsúthellingar og hjaðn- ingavíg. smiðja í febrúarmánuði s. 1. tók til starfa í Innri-Njarðvík beina- mjölsverksmiðja, sem reist var á s. 1. sumri og hauSti. Verksmiðjuhúsið er einlyft úr steinsteypu 9X22 mtr., með á- föstu ketilhúsi 4X5,5 m. Mjöl- geymsla er áföst við verksmiðju- húsið 7X17,5 m. með steyptu lofti. Yfir mjölgeymslu er íbúð, skrifstofur og geymslur. Stein- steypt fiskþró, sem tekur um 350 tonn af fiski, er áföst við verksmiðjuhúsið. Afköst verksmiðjunnar eru 50 til 60 smálestir af blautum fiskúrgangi á sólarhring. Allar vélar verksmiðjunnar eru af nýjustu gerð, keyptar frá Ameríku, en flutningsbönd smíðuð af vélsmiðjunni Héðinn í Reykjavík, sem séð hefir um uppsetningu vélanna. Verksmiðjan stendur skammt frá frystihúsi Eggerts Jónsson- ar og fær hráefni sitt að hálfu frá húsi hans, en að nokkru frá Keflavík. Fiskúrgangur frá frystihúsinu er fluttur á flutn- ingsböndum til verksmiðj unnar og er orðinn að fullunnu mjöli tveim tímum eftir að fiskurinn er flakaður. Jón Jónsson, byggingarmeist- ari frá Flateyri, hefir séð um byggingu verksmiðj unnar og er hann framkvæmdastjóri henn- ar, en eigandi er „Fiskimjöl Njarðvík" h. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.