Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.04.1945, Blaðsíða 7
28. blað TÍMEVX. jirigjndagiim 17. april 1945 7 Roosevelt (Framhald af 2. síöu) velt forseti hefir af hendi leyst. Hæfileikar hans voru óvenju- legir. Viljaþrekið og bjartsýnin voru frábær, eins og sjá má á þvi, að hann sigraðist á hinum erfiðasta sjúkdómi og sinnti hinum umfangsmestu stjórnar- störfum í nær tvo áratugi, þótt aldrei væri hann alheill á þeim tíma. Glöggskyggni hans á úr- ræði og starfsaðferðir og festa hans og lægni í málafærslu eru einsdæmi á sínum tíma. Aðrir menn komust til mikilla valda á þessum tíma, eins og Hitler og Stalin, en þeir ruddu sér brautina með ofbeldi og ólögum og stjórnuðu síðan með þeim hætti. Roosevelt vann alla sína sigra á grundvelli lýðræðis- ins, án valdboðs og þvingana, og oftast með meginið af á- róðurstækj um þ j óðf élagsins, eins og blöðum og’ útvarpi, á móti sér. Þess vegna á hinn langi og farsæli stjórnarferill hans ekkert sambærilegt dæmi í sögu síðari ára. Það væri vissulega með öllu rangt að eigna hæfileikum Roosevelts eingöngu þau afrek, sem hann hefir unnið. Stefna hans á þar annan meginþátt inn. Hún aflaði honum álits og trausts. Barátta hans fyrir mannréttindum og félagslegum framförum unnu honum fylgi hinna fjölmennu vinnustétta þjóðarinnar. Hann kom jafnan fram sem ótrauður baráttumað ur frelsis og jafnréttis og ákveð inn andstæðingur kúgunar og fátæktar. Honum var líka ljóst, að mannsandinn myndi stöð- ugt halda áfram framsóknar- baráttu sinni, en eigi nema staðar eða snúa til baka, en hann vildi láta þessa framsókn gerast með hóflegri og mark vissri þróun. Þess vegna svaraði hann á blaðamannafundi rétt eftir áramótin seinustu, þegar hann var spurður um, hver stjórnmálastefna hans væri: Hin sama og hún hefír alltaf verið, örlítið til vinstri. Með þessu átti hann við hina upp- runalegu vinstri stefnu, sem barðíst fyrir auknu frjálslyndi og framsækni, en eigi kommún- isma eða sósíalisma, er rang lega hefir hlotið þetta nafn á síðari árum. Þeim stefnum var Roosevelt andvígur, eins og öll- um yfirgangs- og einræðis- stefnum, í hvaða mynd sem þær birtust. Þess vegna lýsti hann því yfir í forsetakosningunum síðastl. haust, að hann afþakk aði jafn eindregið stuðning kommúnista og nazista við sig í kosningabaráttunni. Hann var sannur persónugervingur hinna glæstu hugsjóna, frelsisins og mannréttindanna, er mótuðu fyrstu stjórnarskrá Bandaríkj ana fyrir meifa en hálfri ann arri öld síðan, og þá kveiktu þá kyndla, er brátt lýstu um heim allan og hafa gert æ síðan Hann var tvímælalaust sá bezti fulltrúi, sem hin frjálsa Banda- rikjaþjóð gat valið sér á þeim tíma, þegar trúin á einræði og dýrkunina á einræðisherrunum lögðu undir sig mikinn hluta heimsins. Meðan Hitler og Stal- in voru fulltrúar einræðisins var Roosevelt fulltrúi lýðræðis- ins og frelsisins, og færði heim sanninn um, að lýðræðis gæti ekki síður alið mikilhæfa stjórn endur en einræðið. Það má segja um Roosevelt. að hann ha'fi fallið á hátindi frægðar sinnar. Hann hafði ver ið farsæll leiðtogi á friðartím um og sigursæll foringi í styrj- öld. Nýtt tímabil var að hefjast í stjórnartíð hans. Framundan var hið mikla verkefni „að vinna friðinn.“ Sú trú, að það myndi takast, þrátt fyrir alla erfiðleika, var eigi sízt við það bundin, að þessi margreyndi og farsæli ’stjórnmálaleiðtogi skip- aði voldugusta þjóðhöfðingja- embætti heimsins. Hann hafði dregið upp glæstar myndir af hinum nýja heimi, og orka hans öll var helguð því málefni. En örlögin leyfðu honum ekki meira en að sjá inn í „fyrir heitna landið..“ Þau örlög eru sár fyrir þá, sem treystu bezt leiðsögu hans, og þess vegna eiga nú vel við orð Jónasar, að „nú reikar harmur í húsum og hryggð á þjóðbrautum.“ En „huggun er það harmi gegn“, að merkið, sem Roosevelt reisti stendur áfram og hugsjónirþessa mikla frelsis- og mannvinar A vídavangi (Framhald af 2. síöu) hugsun í það að reikna þetta dæmi og J. J., og þeir munu hvorki hafa látið hótanir eða blíðmæli ráða niðurstöðunni, Dótt J. J. ætli þeim þá lítil- mennsku. Þeirra niðurstaða var sú, að þjóðinni væri heppileg- ast, bændum jafnt og öðrum, að gerð yrði tilraun til niður- færslu. Þess ívegna riðu þeir á vaðið. Fordæmi þeirra hefir ekki verið fylgt. Hér eftir munu bændur því halda jafn óhikað fram kröfum sínum og aðrar stéttir. Tilraunin, sem þeir gerðu, mun verða þeim öflug stoð í þeirri baráttu. Það er vissulega vont verk, sem J. J. vinnur, þegar hann er að ófrægja forustumenn bænda fyrir framkomu þeirra á Bún- aðarþingi. Bændastéttin þarfn- ast nú annars en að þann- ig sé reynt að skap^ ástæðu- lausa tortryggni og sundurlyndi innan vébanda hennar. Slíkt tefur aðeins fyrir sameiningu bændanna. Sem betur fer, virð- ast bændur líka ekki hafa þessi sundrungarskrif að neinu, og seinasta Búnaðarþing bjó þá undir að fylkja liði, ef þörf krefði. J. J. ætti að leggja niður árásirnar á Búnaðarþing, ef hann vill styðja sameiningu bænda af heilum hug. Jrval smásagfna úr heimsbókmcnntnnnm á íslenzkn: Nokkur „sannleikskorn“. 3.* ■t*.- J. J. heldur því fram, að deilt hafi verið á Ófeig fyrir að segja sannleikann. Slíkar ásakanir eru a. m. k. ekki komnar frá Fram- sóknarmönnum. Hér skulu hins vegar nefnd nokkur dæmi til viðbótar því, er áður hefir verið minnst á, þar sem eigi verður komizt hjá að andmæla Ófeigi af annari ástæðu. 1. Ófeigur gefur til kynna, að tveir ónafngreindir menn, en annan þeirra telur hann Al- þýðuflokksmann, en hinn Fram sóknarmann, hafi þegið mútur í sambandi við Rauðkumálið svo- nefnda. Hér er vissulega um hina mestu ærumeiðingu að ræða. Framsóknarmenn um land allt munu áreiðanlega æskja þess, að J. J. dragi a. m. k. þennan Framsóknarmann fram í dagsljósið, en ella verði að skoða þessi ummæli hans til- hæfulaus ósannindin. 2. Ófeigur segir, að Eysteinn Jópsson hafi á fundi Framsókn- armanna í Reykjavík í vetur andmælt þeirri skoðun Vil- hjálms Þór, að ekki ætti að fella gengið. Ennfremur hafi E. J stofnað skipulagsnefnd, er hafi mælt með gengislækkun. Hvort tveggja er tilhæfulaust. 3. Ófeigur segir, að Tíminn hafi reynt að afsaka framferðj kommúnista i Grikklandi. Þeir, sem hafa lesið Tímann, geta bezt dæmt um þetta. 4. J. J. segir, að Tímanum og Degi hafi verið lokað fyrir „frjálsar umræður, sérstaklega fyrir því er snertir hættuna af byltingastarfsemi kommúnista Lesendur Tímans og Dags geta bezt um það dæmt, hvort þessi blöð séu lokuð fyrir umræður um skaðsemi kommúnista! Hitt er svo annað mál, þótt þau birti ekki greinar, sem beinlínis miða að því að skaða þann flokk, sem þau eru málgögn fyrir! Þeir, sem vilja skaða flokkinn, verða vit anlega að nota sér ritfrelsið á öðrum vetvangi, t. d. í Þjóðvilj- anum, Mbl. og Ófeigi. 5. Ófeigur segir, að búnaðar þingsmönnum hafi verið varnað í haust að tala við forvígismenn samvinnufélaganna. Forvígis menn samvinnufélaganna vissu vel um það mál, sem lá fyrir Búnaðarþingi, enda eigi all margir þeirra sæti þar. J. J mætti t. d. vita, að búnaðar- þingsfulltrúinn úr Suður-Þing- eyjarsýslu á sæti í stjórn S. í. S Það hefir ekki heldur borið á öðru en að forráðamenn sam< vinnufélaganna hafi yfirleitt verið sammála Búnaðarþingi í verðlagsmálunum. Svona dæmi mætti mörg nefna, þótt staðar sé numið að sinni. Þessi nægja til að sýna, að óþarft er að deila á Ófeig fyrir of mikla sannsögli! Vígi, sem mun standa. Framangreindar leiðréttingar á skrifum Ófeigs verða svo látn- ar nægja að sinni. Það mun ó- hætt mega segja, að þau skrif J. J., sem hér hefir verið minnst á, séu gömlum samherjum hans hryggðarefni. Þeir hefðu áreið- anlega vilja sjá þennan gamla stríðsmann snúa vopnum sínum fyrst og fremst gegn íhaldi og kommúnisma, eins og hann gerði áður fyrr. í stað þess verða þeir að horfa á, þegar Dessi tvö óheillaöfl hafa sam< einast, að hann leggur megin- stund á að vega að sínum fyrra flokki og reynir ekki aðeins að vekja sundrungu þar, heldur einnig innan samvinnuhreyfing arinnar og búnaðarsamtakanna, eins og hér hefir verið sýnt fram á. Yrði árangur af þessari iðju hans myndi það eins verða til að veikja viðnám byggðanna og samvinnufélagsskaparins gegn eyðingaröflunum. Slíkt mun þó ekki verða, því að fyrri samherjar hans munu aðeins láta þetta verða til þess að skipa sér enn betur um þau vígi sveit anna og samvinnufélagsskapar- ins, er hann hjálpaði til að skapa. Þar munu fyrri verk hans halda áfram að lifa, hvað sem skrifum Ófeigs líður. Ánægju- legt væri það samt, að ritstjóri Ófeigs gæti komizt að raun um að honum eru -hollari heilræði Ingimars Eydals, en það hól, sem honum er nú daglega sungið 1 Morgunblaðinu. Þess mætti hann og vel minnast, að þessa hóls gætti ekki i dálkum Mbl. fyrr á árum og þá endur- prentaði það ekki greinar hans, þótt þær væru þá margfalt snjallari en nú. Getur þessi breytta afstaða Mbl. ekki verið honum lærdómsrík áminning um, hvar hann er á vegi stadd ur? munu halda áfram að lifa, þótt sjálfur sé hann horfinn af sjónarsviðinu. Meðal samherja hans mun söknuðurinn eftir hann látinn brátt snúast í þá heitstrengingu að skipa sér vel um stefnu hans og bera hana fram til sigurs. Á þá leið voru líka fyrstu orð hins nýja Banda ríkjaforseta, er hann tók við starfi sínu. Konan - heimilið /börnín M, (Framhald af'>!Sf síðu) félagið getur boðið það starfs svið, sem sé ykkur samboðnara eða betur við ykkar hæfi. Sálir barna ykkar eru sá akur, sem þið erum fyrst og fremst fæddar til að sá í. Látið ekki aðra taka hann frá ykkur fyrir vanrækslu ykkar og tómlæti — Sendið ekki sálir barna ykk' ar, áður en nokkurt frækorn hefir náð að festa rætur, inn í stóriðju vélaframleiðslunnar. ískjóli ykkar sjálfra eiga þau að vaxa hin fyrstu bernskuár — Engin á eins greiðan aðgang að barnssálinni og sönn móðir, En gætið þess þá lílŒt vel, hvers konar fræi þið sáið í þenn an milda, gljúpa og frjóa jarð veg. Við þurfum að hafa guð sjálf an 1 verki með okkur, þá mun starfið blessast, og þá ölum við sjálfar okkur upp um leið, því að hver sá, sem af fremsta megni greiðir veg annarra, hann greið ir veg sjálfs sín. Lifum þannig lifinu, að við þurfum ekki að leiðarlokum lengi að grafa I jörðu til þess að finna það pund, sem okkur var í hendur fengið, til að ávaxta. Hallormsstað í janúar 1945. Nýir kaupendur Nýir ,kaupendur að Tímanum geta fengið síðasta jólablað Timans ókeypis, meðan upp lagið endist, láti þeir afgreiðsl una vita að þeir óski þess. í jólablaðinu er mjög margt læsilegt: skáldsögur, ferðasög ur, kvæði og ýmsar írásagnir greinar og myndir. — 64 bls alls. Vimtið ötullega fyrir ¥ A ég að segja þér sögu Safn beztu smá< sagna helmsbók- menntanna. — Þœr eru hver annarri meira snilldarverk, og hafa heillað huga miljóna manna um viða ver< öld. Þar er Regn, frægasta smásaga Somerset Maugham, sögur eftir Sigrid Undset, Anton Ezche- chow, Guy de Mau< passant, Saki o.fl. o.fl Ef þú vilt hvila þig frá amstrl dagsins og æsandi styrjaldar fréttum, þá skaltu taka þessa marg breytilegu bók — og hvila þlg við lestur hennar. Myndin, sem hér fylgir, er úr kvik myndinni Regn, eftir sögu Somerset Maug- ham. Bækur tíl fermingargjafa DON QUIXOTE eftir Cervantes. Eitthvert allra dáðasta og útbreiddasta verk heimsbókmenntanna, óviðjafn- anlega skemmtilegt og sérstakt eftirlæti allra unglinga, einkum drengja. — í fullar þrjár aldir hefir þetta ódauðlega skáldverk vérið yndi og eítlrlæti lesenda hjá öllum menningarþjóðum. — íslenzka útgáfan er forkunnar vel úr garði gerð og prýdd fjölda mynda eftir ameriskan listamann. — Verð bók- arinnar er krónur 60,00 í skinnbandi. SJ0 MÍLNA SKORNIR eftir Richard Halliburton, frægasta ^og vinsælasta ferðabókahöfund nútímans. Halliburton var ekki að- eins frábær ferðamaður og mikill ævintýramaður, heldur einnig snjall rit- höfundur, enda eiga bækur hans afburðavinsældum að fagna. — í þessari bók segir frá íerðum hans víða um heim og margvislegum ævintýrum, sem hann rataði i. Þar segir meðal annars frá hinni írægu reið hans á fílsbaki yfir Alpafjöll, sem var aðalumræðuefni stórblaða heimsins árið 1936, og ótal mörgu öðru. — Þetta er hrífandi bók og afburðaskemmtileg. Heppilegri bók handa stálpuðum drengjum er vandfundin. — Verð ib. 44,00. T0FRAGARÐURINN eftir sama höfund og hin einkarvinsæla bók, Litli lávarðurinn. Mjög ákjós- anleg bók handa unglingum, bæði drengjum og stúlkum. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. V. Bókmenntir og listir (Framhald af 3. síöu) mönnum og elnni konu, er búa langt inn í frumskógunum. Tveir þeirra eru njósnarar í þjónustu Þjóðverja, menn, sem einskis svífast, þegar stundin kemur. Frá viðskiptum þessa fólks segir sagan á eftlrminni- legan hátt. Höfundurinn, Stuart Cloete, fæddist í París, en ólst upp í Englandi. Síðan fluttist hann til Suður-Afriku og rak búskap þar í fimmtán ár. En nú er hann fluttur vestur um haf. Jón Magnússon, fil. kand., hefir þýtt bókina og leyst það verk prýðilega af hendi — og hefir það þó sennilega ekki ver- ið áhlaupaverk. Bókin er 414 blaðsíður i stóru broti og kostar 32 krónur ó- bundin, en 45 krónur I shirtings- bandi. Vinir Tímans Útvegið sem flestir ykkar einn áskrifanda að Tímanum og lát- ið afgreiðsluna vita um það sem fyrst. Tilkynning um Tiðtalstíma Framvegis verður viðtalstími minn frá kl. 10 til 12 f. h. alla virka daga. Hins vegar mun ég einungis svara fyrirspurnum í síma kl. 10—11. Byggingarfulltrúi. Túlípanar Lækkað vcrð. Blómabúdin Garður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.