Tíminn - 08.06.1945, Page 1

Tíminn - 08.06.1945, Page 1
 RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: PRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. 29. árg. Reykjavík, föstadagmn 8. júní 1945 IRITSTJÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. APGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Siml 2323. 42. blað Fyrsta þjóðkjorna forset- anum aihent kjörbréí sitt Sög’uleg athöfn í kátíðasal Menntaskólans. Þing liæstaréttar, þar sem lýst var kjöri Sveins Björnssonar forseta fslands fyrir næsta kjörtímabil Var háð í hátiðasal Menntaskólans í Reykjavík kl. 2 í gær. Viðstaddir voru auk for- seta íslands, forseti og dómarar hæstaréttar, ritari hæstaréttar, ráðherrar og forsetaritari. Einnig voru blaðamenn viðstaddir. Stór rafvirkjun fyrir Vestfirði er stærsta áhugamál Vestfirðinga FORSETAMH AFHENT KJÖRBRÉFIÐ Mynd, þessi var tekin, þegar forseti hœstaréttar, Þórður Eyjólfsson, af- henti forseta íslands, Sveini Björnssyni, kjörbréf hans á þingfundi hœsta- réttar í gœr. Kjörbréfið hafði verið skrautritað af Baldvini Björnssyni og bundið í blátt skinn af Ársœli Árnasyni. Halldór Kristjánsson segir fréttir úr V estur -í saf j arðarsýslu Halldór Kristjánsson, bóndi að Kirkjubóli í Önundarfirði, hefir verið staddur hér í bænum undanfarið og tekið þátt í störfum undirbúningsnefndarinnar i stjórnarskrármálinu, en hann á þar sæti. Tíminn hefir notað sér þetta tækifæri til að spyrja Halldór i frétta úr héraði hans, Vestur-ísaf jarðarsýslu, og fer viðtalið við Halldór hér á eftir. Athöfnin fór mjög virðulega fram. Hófst hún með því, að rit- ari hæstaréttar mælti: „Þing hæstaréttar er sett. Lýst verður kjöri forseta íslands. Hæstiréttur íslands gerir kunnugt: Stjórnarskrá lýðveld- isins íslands nr. 33 17. júní 1944 lætur svo um mælt, að næsta kjörtímabil forseta íslands skuli hefjast 1. ágúst 1945. Um fram- boð og kjör forseta lýðveldisins hefir í hvívetna verið gætt ákvæða iaga nr. 36 12. febrúar 1945. Sveinn Björnsson, núver- andi forseti íslands, er einn í kjöri. Hann fullnægir öllum skilyrðum stjórnarskrárinnar uhi kjör forseta íslands. Sam- Stjórnmálafundir á Snæíellsnesí Eystelnn Jónsson er nýlega kominn úr fundaferðalagi um Snæfellsnes. Hélt hann alls fimm fundi, í Ólafsvík, á Sandi, að Vegamótum, í Stykkishólmi og í Kolbeins- staðahreppi. Fundirnir voru yfirleitt vel sóttir og munu alls hafa mætt á þeim á sjötta hundrað manns. Gísli Jónsson alþm. mætti á þessum fundum af hálfu Sjálf- stæðisflokksins. Stóðu sumir fundirnir langt fram á nótt og tóku innanhéraðsmenn nokkurn þátt í flestum þeirra. Það kom glögglega fram á fundum þessum, að „kollsteypa“ Sjálfstæðisflokksins og sam- vinna hans við kommúnista er harðlega gagnrýnd af þorra manna og í heilum sveitum finnst varla nokkur maður, sem kvæmt þessu lýsir Hæstiréttur íslands því, að Sveinn Björns- son er rétt kjörinn forseti ís- lands um kjörtímabil það, sem hefst 1. ágúst 1945 og lýkur 31. júlí 1949.“ Síðan afhenti forseti hæsta- réttar, Þórður Eyjólfsson, for- seta íslands kjörbréfið og mælti um leið eftirfarandi: „í umboði þjóðarinnar fær hæstiréttur yður í hendur kjör- bréf þetta. Njótið heill, gæfa og gengi fylgi yður, landi voru og lýð“. Þá er forseti íslands, Sveinn Björnsson, hafði tekið við kjörbréfinu, mælti hann: „Herra forseti hæstaréttar. Um leið og ég veiti viðtöku kjör- bréfi þessu, vil ég votta yður, forseti hæstaréttar, þakkir fyrir þau árnaðarorð, sem þér mælt- uð til mín. Svo árna ég hæsta- rétti heilfa.“ Að lokum lýsti ritari hæsta- réttar, Hákon Guðmundsson, þingi hæstaréttar slitið. Var þar með athöfninni lokið og hafði hún þá staðið yfir í um 10 mín. Það jók hátíðleik þessarar at- 1 hafnar, að hún fór fram I hinum sögulega hátíðasal Menntaskól- ans, þar sem Jón Sigurðsson barðist fyrir hagsmunum og frelsi íslenzku þjóðarinnar, gegn skilningslítilli erlendri yf- irstjórn. Þar var það, sem hann mælti hina kunnu setningu: „Vér mótmælum allir“. Þjóðin fagnar því, að Sveinn Björnsson skuli nú vera orðinn fyrsti þjóðkjörni forseti íslands, ^nda má segja, að hann njóti ó- skipts trausts þjóðarinnar. Kjör i forsetans var, eins og kunnugt er, stutt af þremur stærstu stjórnmálaflokkunum. Einn flokkur, flokkur kommúnista, Hlutafé Flugfélags r Islands aukíð í 6 miljónír Aðalfundi Flugfélags ts- lands er nýlokið. Þar gerðust þau tíðindi, að ákveðið var að auka hlutafé félagsins úr 1% milj. í 6 miljónir kr.Eimskipa- félag íslands hefir ákveðið að kaupa ný hlutabréf fyrir % milj. kr. Hlutafjársöfnun mun verða hafin um allt land. Hlutafjáraukning þessi mun gera félaginu kleift að stór- auka starfsemi sína. Á aðalfundinum flutti Örn Johnson, framkvæmdastjóri ýt- arlega skýrslu um starfsemina á síðastl. ári. Á árinu voru flutt- ir 4330 farþegar, en 1943 voru farþegar 2073. Flugdagar voru 224, en 187 árið áður. Flugstund- ir voru 1276%, en 939% árið áður. Alls flugu flugvélar félags- ins 298,676 km., en 208,250 km. árið áður. Þá beitti félagið sér fyrir því að komið var upp flugvöllum á Fagurhólsmýri í Öræfum og Stóra-Kroppi í Borgarfirði, reist flugskýli á Melgerðismelum í Eyjafirði og komið þar upp tal- stöð, er flugvélar félagsins geti haft samband við. Tekjur af ferðum félagsins urðu 862 þús. kr., en 563 þús. kr. árið áður. Nokkur tekjuafgang- ur varð á árinu og samþykkt að greiða hluthöfum — en þeir eru 285 — 4% í arð á árinu. — Hjá félaginu starfa nú 23 menn. í stjórn félagsins voru kosnir: Bergur G. Gíslason, Agnar Ko- foed Hansen, Jakob Frímanns- son, Guðmundur Vilhjálmsson og Richard Thors. Varamenn eru Jón Árnason og Svanbjörn Frímannsson. Endurskoðendur voru kosnir Magnús Andrésson fulltr. og Eggert P. Briem, fulltr. Formaður var kosinn Guðmund- ur Vilhjálmsson. Gróði Eimskipafél. nam 7 milj. sl. ,ár Á aðalfundi Eimskipafélags íslands, sem var haldinn síð- astliðinn laugardag, var upp- lýst, að gróði félagsins á síð- astliðnu ári hefði numið tæp- um 7 milj. kr. Hefir farm- gjaldalækkunin, sem verð- Iagsráð fyrirskipaði í fyrra, því reynzt sízt of mikil, eins og þó var haldið fram af stuðningsmönnum félagsins á sínum tima. Félagið tapaði á árinu, eins og að undanförnu, á eigin skipum. Nam það tap á 3. milj. kr. Hins vegar varð svo mikill gróði á leiguskipunum, sem ríkið útveg- aði því,. að tekjuafgangurinn varð nálægt 7 milj. kr. Mun mörgum þykja það undarleg ráðsmennska hjá ríkinu að reka sjálft strandferðir með miklu tapi, en framselja gróðafélagi einstaklinga leiguskip, sem eru rekin með gífurlegum hagnaði. Samkvæmt reikningum fé- lagsins eru hreinar eignir þess nú rúmlega 40 milj. kr. og eru þá forsendur félagsins, skip og hús, ekki virt nema á 27 þús. kr. Félagið hefir því stórkost- lega möguleika til að auka skipastól sinn, ef rétt er á því máli haldið. Á fundinum voru mættir um 100 manns eða tæplega það. Flestir eða allir fundarmenn voru Reykvíkingar. Er þetta ný sönnun þess, að félagið er fyrst (Framhald á S. siðu) f DAG birtist á 3. siðn síðarl hluti greinarinnar „Einræðistónninn“, cftir Bernharð Stefánsson al- þingism. Er það svar til Jóns Pálmasonar. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er niðurlag greinar dr. phil. Ric- hards Beck prófessors, um Jón Þorláksson skáld á Bægisá. — Hvað er helzt að frétta frá Vestur-ísfirðingum? — Yfirleitt má segja, að þar sé nú tíðindalítið. Lífið gengur sinn vanagang í „fásinninu“ og allir eru niðursokknir í daglega lífsbaráttu. — Hvað er þá einkum að segja um atvinnumálin? — Útgerðin í þorpunum get- um við sagt að gangi yfirleitt sæmilega, þó að ekki sé þar um neinn stríðsgróða að ræða. Vetr- arvertíðin núna var t. d. rysjótt og gæftalítil með köflum. Bátar frá Flateyri fóru eina eða enga sjóferð í febrúarmánuði. — Eru útgerðarskilyrðin samt ekki góð þarna? — Það sýnist okkur nú. Fiski- miðin úti fyrir eru auðug og fjölbreytt, en ýms atvik valda því, að skipastóllinn er minni og óhentugri en ætti að vera.Það er alþjóð kunnugt, að útgerðin frá Þingeyri hefir orðið fyrir ein- dæma óhöppum undanfarin ár og þolað hörmulegt manntjón og skipa OQr vita þeir einir, sem reyna, þvílíkur hnekkir slíkt er. En framtakið og lífsbjargar- hvötin er samt óbrotin og við væntum þess, að bjartara sé framundan. Við Önundarfjörð og Dýrafjörð eru afburðagóðar hafnir frá náttúrunnar hendi og mætti eflaust virða þær á tugi miljóna, ef menn vildu fylgja slíkum reglum. í Súg- andafirði var byrjað fyrir stríð- ið á hafnargarði, sem átti að verða mikið mannvirki. Fram- kvæmdir hafa legið þar niðri um nokkur ár, en nú er ráðgert að halda verkinu áfram í sumar. Hér er að sönnu_um mikið stór- virki að ræða fýrir lítinn og fá- tækan hrepp, en segja má að höfnin gildi líf eða dauða fyrir þorpið og útgerð þess. En svo er nú útgerðin háð ýmsum skilyrðum, sem ekki mótast af náttúrunni. Megin- hluti þess sjávarafla, sem kemur á land í sýslunni, er verkaður í hraðfrystihúsum. Þau eru sjálf- stæð fyrirtæki og yfirleitt ekki í nánu sambandi við útveginn hvað snertir hag og afkomu. Segja má, að þau séu jafnan i nokkurri togstreitu við verka- lýðsfélögin um kaup og kjör eins og gengur. Þetta hefir þó ekki valdið neinum truflunum, sem heitið getur, undanfarin miss- iri, enda hygg ég, að yfirleitt hafi verið haldið tiltölulega hóf- lega á málum á báða bóga. Þó hefir dálítið borið á því, að erf- iðlega gengi að fá menn á bát- ana, og er það af því, að arð- vænlegra þykir að stunda land- vinnu. Og við sjáum ekki neina tryggingu fyrir því, að hér geti ekki komið til alvarlegra á- rekstra þegar verst gegnir. — En hvaÁ er að segja um verzlunárhætti? — Gagnvart útgerðinni hygg ég að skiptin við smáverzlan- irnar séu sæmileg, því að þar sem hún skiptir viÁ kaupmanna- verzlanir, er yfirleitt ærinn skyldleiki á milli. Kaupfélögin eru nú aðalverzlanir héraðsins. Kaupfélag Önfirðinga og Kaup- félag Dýrfirðinga eru nokkuð gömul og gróin fyrirtæki með aldarfjórðungs sögu að baki. Þau voru á gelgjuskeiði harð- indaárið 1920, fátæk að fé og lífsreynslu. Svo kom verðfalhð og gengishækkun Jóns Þorláks- sonar og síðan kreppan mikla. Þessi félög bæði komust í mikla erfiðleika og reyndi mjög á dug og þroska félagsmannanna. Nú hefir Kaupfélag Dýrfirðinga haft Eirík Þorsteinsson að fram- kvæmdastjóra í 12 ár, og hefir hann staðið fyrir mikilli upp- byggingu í atvinnulífi héraðsins bæði á sjó og landi. Kaupfélags- stjóri okkar Önfirðinga, Hjört- ur Hjartar, tók við störfum hjá okkur 1937, tvítugur að aldri og nýkominn úr Samvinnuskólan- um, en áður hafði hann unnið undir handleiðslu Eiríks á Þing- eyri. Nú hafa þessi félög bæði undanfarið skilað félagsmönn- um serp arði 8—10% af úttekt þeirra,' jafnframt því sem þau hafa mjög styrkt sig fjárhags- lega og víða komið við sögu tii góðs. Um hitt eru svo engar skýrslur til, hverslu mikla vinnu þessir kaupfélagsstjórar hafa lagt á sig til að veita félags- mönnum sínum og öðrum ýmis- konar fyrirgreiðslu og hjálp, en það er mikið starf og hygg ég að þá sögu sé víða að segja af starfsmönnum kaupfélaganna. Ég vil nota tækifærið til að segja þetta opinberlega, þar sem bláðið Vesturland hefir nýlega minnst þessara kaupfélags- stjóra okkar af lúalegri rætni, þar sem meinfýsin öfund verzl- unarafturhaldsins kemur fram í óhugnanlegri nekt. Annars held ég, að kaupfé- lögin séu miklu sterkari nú al- mennt en þau voru fyrir 10—20 árum, og veldur því bæði, að þau munu hafa jafnbetri foryztu- mönnum á að skipa og að liðs- mennirnir þjálfast og þroskast með árunum, svo að nú er starf- semin byggð á dýrmætari reynslu frá ýmiskonar árferði og er þetta ekki sérstakt um Vestfirðinga. — Hvað er svo um Kaupfélag Súgfirðinga? — Það er aðeins fárra ára, en virðist vera í öruggum vexti, og allar líkur til þess, að það eigi eftir að umskapa verzlun Súg- firðinga og hafa þar marghátt- uð áhrif til góðs, eins og kaup- félög yfirleitt gera. Þessi kaup- félög öll hafa mikil vaxtarskil- yrði, því að töluvert er verzlað við aðra, en fyrirtæki þau, sem selja vörur í Vestur-ísafjarðar- sýslu, eru óþarflega mörg.og gera menn sér vörudreifinguna ærið dýra með því. — Hvað viltu segja okkur frá búskapnum? — Hann gengur yfirleitt sæmilega. Búin eru smá og yfir- leitt rekin af einyrkjum og eru þess vegna minni vandræði með fólk en víða annars staðar, en ekki held ég að bændafólkið lifi þar í samræmi við ákvæði lag- anna um orlof og átta stunda vinnudag. Væntanlega fer fram athugun á því í sumar hversu mikil not megi hafa af skurð- (Framhald á 8. síOuJ mælir henni bót. Á Snæfellsnesi er nú greinilega vaxandi áhugi fyrir stefnu Framsóknarflokks- ins og baráttu hans fyrir mál- efnum sveita og sjávarþorpa. sá sér ekki fært að styðja kjör hans, en hræddist hins vegar einingu þjóðarinnar og þorði því ekki að bjóða fram á móti honum. Sýnlshorn Y. Barátta kommúnista gegn nazísmanum Öllunj kemur nú saman um það, að herverndarsáttmáli ís- lands við Bandaríkin hafi verið örlagaríkur áfangi í barátt- unni fyrir sigri hinna frjálsu þjóða. Kommúnistar sýndu í sambandi við hann, eins og víðar, illvilja sinn og tómlæti i þessu stríði. 20. sept. 1940 sagði Þjóðviljinn: „Þegar ísland væri orðið einn liður í hervarnakerfi Banda- ríkjanna myndi um leið sjálfstæði þess og frelsi vera glatað um langan tíma“. 15. febrúar, þegar Bandaríkin voru að verða tilleiðanleg að rétta hönd sína hingað, til þess að létta nokkru af þunga bar- áttunnar af Bretum, sem þá stóðu einir með fádæma þraut- segju, sagði Þjóðviljinn: „Hvað þýðir það er ísland verður gert að fremsta vígi Bandaríkjaauðvaldsins gegn Evrópu? Það þýðir fyrst og fremst, að sjálfstæði vort og sjálfræði er glatað. Það þýðir ennfremur, að á ófriðartímum munu allar skelfingar nú- tímaófriðar koma yfir oss. Svo eru til verur á tveimur fótum, sem kalla sig menn, (svo) og það meira að segja íslendinga, sem vilja gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að Bandaríkjaauðvaldið fái vilja sínum framgengt". Þá var ekki verið að eyða hrakyrðum málsins á villimennsku nazismans. Hún hét bara Evrópa. Þá var „hlutleysisstefna“ Þjóðviljans sú, vegna samvinnu Rússa og Þjóðverja, að skríða hundflatur fyrir nazismanum og sýna andstæðingum hans enga samúð. \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.