Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 7
45. blað
TÍMINN, |>riðjadagiim 19. jiiní 1945
7
Áttræður.
(Framhald af 6. síðu)
en deyfð og sinnuleysi. Hann er
greindur vel og fróður um margt
enda víðförull um eitt skeið ævi
sinnar. Hann er vel máli fp.rinn
og einarður vel við hvern, sem
Jón Eiríksson.
í hlut á, stefnufastúr og trygg-
ur í lund. Gestrisinn og góður
heim að sækja og hefir heimili
þeirra hjóna verið vel þekkt að
rausn og myndarskap.
Jón ber aldurinn vel, er kvik-
ur í spori og léttur í lund, en
sjónin er farin nokkuð að dapr-
ast.
Hinir mörgu vinir Jóns hugsa
nú hlýtt til hans á þessum tíma-
mótum ævinnar. Þakka honum
margar ánægjulegar samveru-
stundir og óska! að bjart megi
verða um hann á ævikveldi
hans. J. K.
Aths. Framarlega í grein
þessari stendur: Jón er elztur 11
systkina. Eru tveir bræður hans
á lífi, Kristján, fyrrum bóndi, o.
s. frv., — á að standa: Kristján
fyrrum bóndi að Núpi við Beru-
fjörð, nú umsjónarmaður við
barnaskóla Austurbæjar, og Jón
bóndi í Volaseli í Lóni. — Síð-
an greinin óbreytt áfram:
Á víðavangi.
(Framhald a) 2. síðu)
að — og það var vegna þess
(það vissu allir þingmenn og
alþjóð) að Framsóknarflokkur-
inn fékk ekki tryggingu fyrir
því, að verðbólgan yrði stöðvuð.
„Kollsteypan“.
Sjálfstæðismenn virtust á
sama máli og Framsóknarmenn
í tólfmannanefndinni. En allt í
einu í byrjun október tók Ólafur
„kollsteypuna" með kommúnist-
um. Hækkunarstefnan var val-
in, þveröfug stefna við það, sem
Framsóknarflokkurinn lagði á-
herzlu á. Ágreiningurinn var og
er hvorki minni né mjórri en
þetta milli stjórnarinnar _ og
stjórnarandstöðunnar. — Jón
Rafnsson gefur nú skýrslu um
það, að 50 verkamannaíélög hafi
hækkað kaupið, laun embættis-
manna hækka, allt annað hækk-
ar einnig. Meinsemdirnar, sem
Framsóknarmenn vöruðu við,
eru að holgrafa þjóðfélagið. En
maðurinn, sem sökina og á-
byrgðina ber, er hinn hnakka-
kertasti og telur allt í lagi.
Mótsagnir.
En til hvers er Ólafur að eyða
pappír og prentsvertu í allan
þennan þvætting. í næsta kafla
ræðunnar ómerkir Ólafur sjálf-
ur allt þetta skraf. Þar segir,
að engin ástæða sé fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn að harma það,
að sættir tókust ekki við Fram-
sóknarflokkinn. Þarna segir Ól-
afur satt um skoðanir sínar ög
tilfinningar, sem réðu gerðum
hans, enda hefir hann oftar
fullyrt, að ekki væri unnt að
stjórna landinu nema með kom-
múnistum, lýðræðið væri búið
að vera, ef núverandi stjórnar-
samvinna rofnaði. — En fjár-
málaástandið? Ólafur segir
landsmönnum á sumardaginn
fyrsta og við öll tækifæri, að
þar sé allt í bezta lagi. Svo kem-
ur Pétur einu sinni enn og segir,
að nú verði að fara að draga
saman seglin, „ella getur svo
farið, að fjársóun og óhófleg
skattaálagning bcinlínis hindrí
þá nýsköpun atvinnulífsins, sem
flestir játa að sé nauðsynleg".
En hvorum eiga vesalings Sjálf-
stæðismennirnir að trúa, Pétri
eða Ólafi og kommúnistunum ?
Töfrar efna-
breytmgaima.
(Framhald af 4. síðu)
í burtu, til að selja það til gin-
gerðar (víngerðar).
En á síðastl. fimm árum hefir
bómullarfræ orðið til mikilla
nytja, því úr þvi hafa verið
framleiddar matarolíur, fitur,
og aðrar þýðingarmiklar fæðu-
tegundir. Hefir þessi hagnýting
aukið tekjur bómullarræktar-
manna í Bandaríkjunium um
hálfa biljón dollara á ári.
Hýði bómullarfræsins hefir
einnig tekizt að nota til ann-
arar iðju. Amerískum efna-
fræðing við háskólann í Tenn-
esse, hefir tekizt að framleiða
úr hýði þessu plastic, sem hægt
er að nota til margs, er plastic
hafði ekki áðUr verið notað.
Það er þessari uppgötvun að
þakka, að nú eru um 350,000
trissuhjól úr plastic í spunavél-
um víðsvegar í Ameríku.
Önnur úrgangsvara á amer-
ískum búgörðum, sem virðist
ætla að verða mikils virði, eru
dauf tóbaksblöð. Við háskólann
í Kentucky hefir verið búið til,
úr þessum nærri verðlausu
tóbaksblöðum, mjög vandaður
viður, til að klæða innan hús
með. Úr lélegu og skemmdu
tóbaki er einnig búin til sápa,
málning, skordýraeitur og ýmis-
konar önnur vara
Stofnun Rannsóknar- og til
raunastofu Bandaríkjastjórnar
var mikils virði, fyrir þróun
efnabreytinganna þar í landi.
Hjá stofnun þessari vinna nú
hundruð vísindamanna í efna-
fræði að því að finna nýjar leið-
ir, með aðstoð efnafræðinnar,
til þess að breyta verðlitlum og
jafnvel ónýtum úrgangsvörum
amerískra tænda, í verðmæta
iðnaðarvöru.
Mikinn þátt hafa einnig átt
í þessari þróun vísindastofnanir
og rannsóknarstofur þeirra Du
Pont, Fords, Hercules Powder,
Reicholds og ýmsra vísindafél-
aga.
Þó að efnafræðilegar breyt-
ingar landbúnaðarvara hafi
þegar lagt drjúgan skerf til
hinna daglegu þarfa í Banda-
ríkjunum, þá eru ekki enn öll
kurl komin til grafar. Margar
nýjar framleiðslugreinir á þessu
sviði eru á tilraunastigí og aðrar
langt komnar, þó þær hafi ekki
enn náð útbreiðslu, og séu orðn-
ar almenningseign. En burt séð
frá því, háfa þessar efnabreyt-
ingar gert mikið gagn til þess
að auka tækifærin til að breyta
ónothæfum úrgangi í verðmæti,
til hags, bæði fyrir bændur,
verksmiðjueigendur og neyt-
endur.
Erlcut yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
horn i síðu hans og búlgarskir
kommúnistar veittu honum all-
an þann miska, sem þeir gátu.
Kom svo að lokum, að Dimitrof
taldi ekki annað ráðlegra en að
leita á náðir sendiráðs Banda-
ríkjanna í Sofíu og hefir hann
dvalið á vegum þess undanfarið.
Rússar hafa gert þá kröfu til
Bandaríkjamanna, að hann verði
framseldur, en þeir hafa neitað
að verða við henni.
Kunnugir menn telja, að
Dimitrof sé nú lang vinsælasti
stjórnmálamaðurinn í Búlgaríu
og telji kommúnistar hann því
skæðasta andstæðing sinn. Þess
vegna þykir líka sýnt, að þeir
vilja losna 'við hann með einu
eða öðru móti. Takmark þeirra
er talið að hefja þar annan
Dimitrof til valda. Það er Dimi-
trof sá sem frægur var í sam-
bandi við þinghúsbrunamálið
í Berlín og siðan var allengi
formaður Alþjóðasambands
kommúnista. Hann dvelur enn
í Moskvu. v
i
Tvöfaldar kápur
Ijósleitar og dökkleitar
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. Sími 1035.
Myndaíréttir
»•
Tveir af frœgustu hershöfðingjum Breta,. Montgomery og Mountbatten
lávarður.
Mynd þessi var tekin nýlega, er Herbert H. Lehman, forstöðumaður UNRRA,
hjálparstofnunar sameinuðu þjóðanna, flutti fyrir nokkru síðan. Lehman
er einn af þekktustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna. Hann var kosinn
landsstjórí í New York fylki, er Roosevelt lét af því starji, og var þrívegis
endurkosinn.
Aðalíundur Sölumiðstöðvar
Hraðírystihúsanna
Aðalfundur Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna var haldinn
í Reykjavík dagana 11. og 12.
júní.
í S. H. eru nú 52 hraðfrystihús
og mættu fulltrúar á fundinum
fyrir öll nema 3.
Fundarstjóri var kosinn Einar
Sigurðsson, Vestmannaeyjum, og
fundarritari Elías Ingimarsson,
Hnífsdal.
Formaður gaf skýrslu um
starfsemi Sölumiðstöðvarinnar á
liðnu starfsári, 1944.
Alls hafði verið fryst á árinu
25.000 smál. af fiskflökum og
voru 90% af því þorskflök. Út-
flutningsverðmæti þessa fisks
nam 56 milj. kr. Frystihús S. í. S.
frystu á árinu 1900 smál. fyrir
verðmæti um 4 miljónir.
Mjög treglega gekk með út-
flutning á framleiðslunni og var
verðmæti um 4 miljónir.
Mjög treglega gekk með út-
flutning á framleiðslunni og var
ekki lokið fyrr en í marz 1945.
Til Ameríku voru seldar á ár-
inu 300 smál. af þorsk og ýsu-
flökum og fékkst fyrir þann fisk
mun hærra verð en í Bretlandi.
Hægt hefði verið að selja þang-
að mun meira magn, en við-
skiptasamningar við Breta gerðu
ekki ráð fyrir meira magni.
Murta úr Þingvallavatni og
kúfiskur voru send til Ameríku,
en ekki tókst að selja þar né
annars staðar hraðfrysta síld,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Skriístofa til að annast sölu
afurða og innkaup nauðsynja
var opnuð í New York um ára-
mótin og var Jón Gunnarsson,
verkfræðingur, ráðinn til að
veita .henni forstöðu.
Atvinnudeild Háskólans hafði
á hendi fyrir S. H. rannsóknir
á fiski og önnuðust þær Trausti
Ólafsson, efnafræðingur, og Sig-
urður Pétursson, gerlafræðingur.
Námskeið fyrir vélstjóra
frystihúsanna var haldið í nóv-
ember og sóttu það 43 vélstjór-
ar víðsvegar að af landinu.
Hér fer á eftir skýrsla til sam-
anburðar um frystingu á þessu
ári til 2. júní og næsta á undan
til 31. desember.
Faxaflói, Akranes, Suður-
nes, Stokkseyri, Eyrar-
bakki, Grindavík .......
Snæfellsnes & Breiðifjörður
Vestfirðir ...............
Norðurland ...............
Vestmannaeyjar ...........
Austfirðir ...............
Fryst1945
«12. júní
436.529 ks.
47.962 —
107.973 —
30.727 —
98.992 —
0 —
Fryst allt
árið 1944
558.485 ks.
72.301 —
169.495 —
69.914 —
109.512 —
6^8 —
Vantar á fyrra
árs frystingn
121.956 ks.
22.339 —
61.522 —
39.187 —
10.520 —
668 —
722.183 ks. 980.375 ks. 258.192 ks.
\
Frá 2. júní 1944 til áramóta
voru frystir að mestu leyti á
Vestfjörðum og Norðurlandi
144.770 kassar.
Sé gengið út frá að fryst verði
til áramóta næstu sama magn,
vantar samt 113.422 ks. eða ca.
2900 smál. til þess að ná sömu
frystingu og 1944.
S. H. tók 1% umboðslaun af
útflutningsverðmæti afurða, sem
hún annaðist sölu á fyrir frysti-
húsin og lagði 10—11% á þær
vörur, sem hún útvegaði til
reksturs þeirra. Endurgreidd
voru 1%% til félagsmanna af
útflutningsverðmæti og nam sú
upphæð kr. 760.000,00.
Tillaga var samþykkt á fund-
inum að skora á fiskimatsstjóra,
Þeim öllum, sem auðsýndu hluttekningu við fráfall
og útför móður minnar,
Sigríðar Sigurðardóttur,
Álfhólum,
votta ég þakkir okkar vandamanna.
Valdimar Jónsson.
Þakka mér sýnda vinsemd og virðingu á 65
ára afmœlisdegi mínum.
MAGNÚS SIGURÐSSON,
bankastjóri.
1 —
Reykjavík — Borgarnes
— Hreðavatn
Áætlunarbílferðir um Hvalfjörð, ekið um Hvalfjarðarströnd,
Skilmannahrepp, Leirársveit, Meiasveit, Andakíl um Hvítárbrú,
Borgarnes og Hreðavatn.
Frá Reykjavík:
Mánudaga kl. 8,30 f. h.
Fimmtudaga kl. 8,30 f. h.
Laugardaga kl. 2 e. h.
Frá Borgarnesi og Hreðavatni:
Þriðjudaga kl. 2 e. h.
Föstudaga kl. 2 e. h.
Sunnudaga kl. 5 e. h.
Frá Reykjavík á fimmtudögum um Dragháls.
Frá Borgarnesi á Þriðjudögum um Dragháls.
Afgreiðsla í Borgarnesi í Hótel Borgarnes, simi 19. Afgreiðsla
í Reykjavík í Bifreiðastöðínni Heklu h. f., sími 1515.
Áthugið að geyma ferðaáætlunina.
Háli jörðín Kolbeinsá
í Hrútafirði
er til sölu. Hlunnindi: æðarvarp, selveiði, viðarreki, kofnatekja,
bátaútræði. — Tilboð sendist eiganda jarðarinnar, Kristmundi
Jónssyni, Bollagötu 10, Reykjavík, fyrir lok júnímánaðar.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna
öllum.
f
Kristmnndur Jónsson.
(Jtborgnn arðs
fyrir síðastl. ár hefst í dag.
Útborgun 1 Reykjavík fer fram í skrifstofu félagsins, Skóla-
vörðustíg 12 daglega kl. 10—12 árdegis, nema laugardaga.
í deildum utan Reykjavíkur verður borgað út í sölubúðunum.
Vinsamlegast hafið með yður kvittun fyrir arðmiðaskilum.
Reykjavík, 16. júní 1945.
Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis.
að hann hlutist til um að geyma
megi fisk i ís í veiðiskipum
allt að fimm dögum, svo fram-
arlega sem aflinn á að fara til
vinnslu í hraðfrystihúsum, en
ekki umísast til útflutnings í
fiski- eða flutningaskip. Enda
sé fiskurinn að dómi fiskimats-
manns hæfur til útflutnings.
Tillaga var samþykkt um að
brýn nauðsyn bæri til að láns-
stofnanir þjóðarinnar miði út-
lánastarfsemi sína fyrst og
fremst við það að atvinnuveg-
irnir hafi jafnan greiðan að-
gang áð ódýru lánsfé, sérstak-
lega að ríflega sé lánað út á
fullunnar afurðir, sem eru sölu-
tryggðar með milliríkjasamn-
ingum, og gegn lægri vöxtum en
nú er. Stofnlán verði sameinuð
í fiskiveiðasjóði íslands og nú-
verandi hámark lánað til iðju-
fyrirtækja, sem er ákveðið í lög-
um 75.000 krónur, verði afnumið,
og honum „ gert kleift að lána
fullan helming stofnkostnaðar
gegn 1. veðrétti og verði vextir
ekki yfir 3%.
Samþykkt var tillaga um að
fela félagsstjórninni að leita
eftir hlutafjárframlögum meðal
félagsmanna og annarra til
stofnunar hlutafélags í því
skyni að kaupa eitt eða fleiri
kæliskip, ný eða notuð, til flutn-
ings á afurðum félagsmanna.
Jafnframt heimilaði fundurinn
stjórninni að festa kaup á eða
semja um smíði á að minnsta
kosti einu slíku skipi, ef hún
telur það hagkvæmt og undir-
tektir félagsmanna það góðar
með hlutafjárframlög eða lof-
orð. Þá var stjórninni falið að
leita eftir hjá félagsmönnum að
verja allt að 500.000,00 krónum
af sérstökum inneignum þeirra
sem hlutafjárframlag eða aftur-
kræft lán, þegar fjárhagur
skipafélagsins leyfði.
Þá lýsti fundurinn yfir á-
huga fyrir hinni merkilegu nýj-
ung á þurrkun fisks, sem kom-
ið hefir fram á fundinum og fól
stjórninni að áthuga málið nán-
ar.
Kosnir voru í stjórn til næsta
árs: Einar Sigurðsson, Vest-
mannaeyjum, formaður, Elías
Þorsteinsson, Keflavík, varafor-
maður, Ólafur Þórðarson, Rvík,
ritari, Eggert Jónsson, Njarðvík,
og Elías Ingimarsson, Hnífsdal.
Elías Þorsteinsson hefir verið
formaður stjórnarinnar síðan
hún var stofnuð 1942, en baðst
nú undan endurkosningu sem
formaður.
Á fundinum fluttu erindi: Jón
Gunnarsson, verkfræðingur, um
þurrkun matvæla, Adolf Björns-
son um lánaþörf og lánskjör
fiskiðnaðarins, Sigurður Péturs-
son um gerlagróður í fiski, sjó
og vatni, dr. Jakob Sigurðsson
um nýting þunnilda, og Guð-
mundur Marteinsson, verkfræð-
ingur, um hagnýtingu á fiskúr-
gangi i áburðarverksmiðju.
Fundinum lauk með kvöld-
verði að Tjarnarcafé, þar sem
margar ræður voru fluttar og
mikill gleðskapur.