Tíminn - 26.06.1945, Side 2

Tíminn - 26.06.1945, Side 2
TÍMINN, þrigjndaglim 26. jinii 1945 47. blag Þriðjudagur 20. júní Fordæmi Sigl- Sírðinga Atburðirnir í Kaupfélagi Sigl- firðinga hafa vakið landsat- hygli. Ofbeldi, ójöfnuður og ólög kommúnista hafa sjaldan verið augljósari. Allt atferli þeirra sannar, að hér er risin upp ný manntegund, sem hefir blind- ast jafn fullkomlega af ofbeld- is- og einræðiskenningum kommúnismans og Þjóðverjar létu blindast af nazismanum. Fyrir þeim vakir það eitt að ná völdum og halda þeim til að geta stjórnað eftir „kokkabók- um“ sínum. Til þess að ná þessu marki telja þeir sér allt leyfi- legt. Tilgangurinn helgar meðal- ið, að dómi þeirra. Þess vegna finnst þeim það ofur einfalt og eðlilegt að hafa lýðræðið og reglur þess að engu, en beita ofbeldi, ólögum og ójöfnuði, ef það hentar þeim betur. Þess vegna hika þeir ekki við að reka 70 manns úr Kaupfélagi Sigl- firðinga og víkja kaupfélags- stjóranum úr starfi, 'án nokk- urra saka, þegar þeir geta ekki lengur haldið völdum í félag- inu með lýðræðislegum hætti. Deilan í Kaupfélagi Siglfirð- inga hefir þó ekki eingöngu vak- ið athygli vegna hins einstæða ofbeldis og ójafnaðar kommún- ista. Hún hefir ekki síður vakið athygli af þeim ástæðum, að þar hafa myndazt samtök manna úr lýðræðisflokkunum þremur til að hnekkja ofstopa og yfirgangi hinna rauðu einræðisseggja. Framsóknarmenn, Alþýðuflokks- menn og frjálslyndir Sjálfstæð- ismenn hafa bundizt samtök- um, er stöðugt hafa styrkzt í eldi baráttunnar. Þessi samtök hafa ekki komið eftir neinum boðum „ofan að“. Þau hafa komið eins og af sjálfu sér. Þau hafa sprottið upp úr þeim sam- eiginlega skilningi borgaralegra umbótamanna, að annað hvort varð að hefja samstillta baráttu gegn ofbeldis- og einræðisliðinu, ellegar að gefast alveg upp, beygja sig fyrir ofríkinu, kyssa á vöndinn og segja: Það er ejgci hægt að stjórna, nema þið seuð aðalmennirnir og þess vegna verðið þið að ráða. Siglfirzkir framfaramenn kusu heldur baráttuna og þeir munu vafalaust færa út kvíarnar og láta samstarf sitt ná ‘'til' fleiri málefná en káupfél. eins. Þetta fordæmi þeirra mætti líka Sánn- arlega verða til eftirbreytni •víða um land og þó ekki sízt á sviði þjóömálanna Sjálfra. Það getur ekki endað með öðru en illu, að hinir kommúnistísku of- beldismenn séu mestu ráðandi í stjórn landsins. Því lengur sem þeir ráða, þ'ví verri verður við- skilnaðurinn og endurreisnin torveldari. Óreiðan i Kaupfélagi Siglfirðinga verður þá smávax- in í samanburði við óreiðuna 1 ríkisrekstrinum og atvinnumál- um landsins. Það má því ekki síðar verða, að öll hin lýðræðis- sinnuðu umbótaöfl, Framsókn- armenn, frjálslyndari Sjálfstæð- ismenn, Alþýðuflokksmenn og framsæknir utanflokkamenn, skipi sér í bandalag, sem verði nógu öflugt til að hrinda ásókn hvers konar einræðis- og yfir- gangsstefna og trjggja áfram- haldandi framfarir og umbætur á grundvelli félagslegs og per- sónulegs frelsis. Furðuleg áskorun í ræðu þeirri, sem Ólafur Thors hélt á landsfundi Sjálf- stæðismanna, skoraði hann sér- staklega á eina stétt landsins „að skerast ekki úr leik eða.sýna nýsköpunarfyrirætlun stjórnar- íiða áhugaleysi eða jafnvel ó- vild.“ Þessi stétt voru bændur. Með því að beina þessu ávarpi til þeirra einna, verður ekki annað skilið en að Ólafur telji þá eða vilji láta telja þá áhuga- minnsta allra stétta fyrir um- bótum og framförum og því verði að brýna þá vel, ef þeir eigi ekki að skerast úr leik. Það verður sannarlega að telj- ast meira en lítil dirfska, þegar A víðavangi „Þjóðnýtingin kemur“. Ólafur Thors kappkostaði það sérstaklega í landsfundarræð- unni annáluðu að telja mönnum trú um, að stjórnarsamningur- inn væri byggður á stefnu Sjálf- •stæðisflokksfns. Þess vegna væri það mesta öfugmæli, sem Gísli Sveinsson og fleiri hefðu haldið fram, að stjórnarsamvinnan væri kollsteypa í stefnu og vinnubrögðum Sjálfstæðis- flokksins. Þessar fullyrðingar byggði Ól- afur einkum á því, að stjórnar- samningurinn gerði ráð fyrir því, að ríkið keypti ekki skip eða önnur framleiðslutæki, nema að einstaklingum eða félögum þeirra frágengnum. Stjórnar- samningurinn gerði þannig fyrst og fremst ráð fyrir einka- rekstri. Þetta gæti á vissan hátt stað- izt, ef fjármálastefna stjórnar- innar beindist að því að koma atvinnurekstrinum á svo fjár- hagslega tryggan grundvöll, að einstaklingum þætti fýsilegt að eignast atvinnutæki eða leggja fé í atvinnureksturinn á annan hátt. En sívaxandi dýrtíð og hækkandi skattar, sem eru af- kvæmi stjórnarstefnunnar, dragi úr,4?essum áhuga einstakl- inganna. Þeim fjölgar líka, sem reyna að selja atvinnufyrirtæki sín og vilja ekki kaupa ný, a. m. k. ekki að óbreyttum að- stæðum. Endalokin verða þess vegna þau, að böndin berast að ríkinu að kaupa ný atvinnu- tæki, ef fullnægja á stjórnar- sáttmálanum, án breyttrar fjár- málastefnu. Þess vegna sagði einn foringi kommúnista á sellufundi, þar sem haldið var uppi þeirri gagn- rýni, að þjóðnýtingar gætti ekki nógu mikið í stjórnarsáttmál- anum: Verið þið óhræddir! Þjóð- nýtingin kemur! Hún verður ó- hjákvæmileg afleiðing af fjár- málastefnunni! Þetta dylst heldur ekki nein- um, sem hugsar þessi mál. Þess vegna stendur sá dómur Gísla Sveinssonar jafn óhaggaður, hvaða blekkingar, sem Ólafur hefir í frammi, að fjármála- stefna stjórnarinnar er koll- steypa í þeirri stefnu Sjálfstæð- isflokksins að halda uppi líf- vænlegum og heilbrigðum einkarekstri í landkiu. Verðuppbótin á fiskinn. Blöð stjórnarflokkanna aug- lýsa nú ákaft verðhækkun þá á fiskinn, sem þau telja árangur af ráðstöfunum stjórnarflokk- anna á síðastl. vetri. Blöðin aug- lýstu þá, að þessi verðhækkun myndi verða ein 15%, en í reyndinni hefir hún oftast orð- ið helmingi minni og stundum ekki einu sinni svo mikil. Geta útvegsmenn og sjómenn bezt markað loforð stjórnarflokkana á þessu. Þetta gort stjórnarflokkanna virðist líka af fleiri ástæðum til- efnislaust og sýna, að þeir hafa af litlu að státa. í skýrslu, sem stjórnin gaf út um fisksölu- málið í vetur, lýsti hún yfir því, að hún hefði upphaflega lagt allt kapp á að fá brezka fisk- sölusamninginn framlengdan. Hefði þessi stefna hennar borið árangur, myndi umrædd verð- hækkun ekki hafa átt sér stað. Það er því vissulega meira fyrir tilviljun en stefnu stjórnarinn- ar, að nokkur hækkun varð á fiskverðinu. Það er líka kunnugt mál, að umrædd verðhækkun er minni en hún hefði orðið, ef stjórnin hefði beitt sér fyrir því að koma allri ísfisksölunni í hendur fisk- sölusamlaga og milliliðastarf- semi því ekki komið til greina. Framsóknarmenn lögðu eindreg- ið til, að komið yrði á þeirri til- högun, en stjórnin lét undan millliðahagsmununum. Stjórnin á því ekki neina frægðarsögu í sambandi við verðuppbótina á fiskinum. Hins vegar er það trúlegt, að ýmsir stuðningsmenn hennar muni hafa átt von á enn lakari nið- urstöðu af gerðum hennar og það sé skýring hinna miklu á- nægjuláta þeirra nú. Drátturinn á samning- unum við Breta. Útgerðarritstjóri Mbl., Óskar Halldórsson, skrifaði nýlega all- rækilega grein í blaðið um vetr- arvertíðina seinustu. Segir Ósk ar þar m. a., að það hafi valdið frystihúsunum verulegum baga, hve samningarnir við Breta drógust á langinn, þar sem ekki var vitað um verð hraðfrysta fisksins á meðan. Hraðfrystihús- in tóku því seinna til starfa en ella. Jafnhliða skapaði þetta ó- Ólafur ætlar þannig að fara að styðja róginn um áhugaleysi bænda. Það er ekki aðeins að bændur hafa sýnt mestan áhuga af öll- um stéttum fyrir endurbótum og framförum atvinnuvegarins. Það sýna hin miklu ræktunar- og framfarastörf í sveitum lands ins seinustu áratugina. Það sýna hinar miklu vélapantanir bænda nú, sem stjórn ÓLafs get- ekki nema að litlu leyti full- nægt. Það eltt væri vissulega nægilegt til að sýna skrípishátt Ólafs, að hann hvetur bændur digurbarkalega til aukinna framkvæmda á sama tíma og hann og stjórn hans eru ekki hálfdrættingar í því að útvega þær vélar, sem bændur biðja um! En hér kemur fleira til sögu. Maðurinn, sem hér er að skora á bændur til þátttöku í „ný- sköpun“ stjórnarinnar, hefir haft forustu í því að hverju stór- máii landbúnaðarins á fætur öðru hefir verið stungið undir stól. Fyrst var áburðarverk- smiðjumálið, þá landnám rík- isins, svo jarðræktarlagafrv. og loks raforkulagafrv. Verður það vissulega ekki af Ólafi skafið, að hann fullnægir vel hlutverki „nýsköpunar“-hræsninnar, sem stjórnarliðið hefir valið sér, þar sem h^nn lætur fyrst stöðva öll stórmái landbúnaðarins, kemur síðan fram fyrir bændur og þyk- ist allra manna áhugasamastur fyrir „nýsköpun" landbúnaðar- ins og skorar á þá að „skerast nú ekki úr leik!“ Seinasti þáttur þessarar furðu legu sögu er þó enn ósagður. Maðurinn, sem þannig þykist þess umkominn að bera mestu framfarastéttinni áhugaleysi’ á brýn og vara haría við því, „að skerast ekkl úr leik“, hefir í stjórn þess atvinnufyrirtækis, er hann ræður, sýnt fullkomið á- hugaleysi fyrir „nýsköpuninni“. Þrátt fyrir það, þótt h.f. Kveld- úlfi haf verið veitt ríflegustu skattahlunnindi til að koma sér upp endurb.sjóði og fyrir- tæki þetta sé búið að selja flest skip sín, hefir það enn ekki gert neinar ráðstafanir til að fá skip í staðinn. Slíkt er raunar fyílsta brot á þeim trúnaði, sem fyrir- tækinu var sýnt með skatta- hlunnindunum. Þörfin fyrir endurbyggingu er þó meiri í þessum atvinnuvegi en nokkrum öðrum, enda lýsti Ólafur því fyrir mörgum árum, að skipin væru þá orðin lítt sjófærir „ryð- kláfar.“ Samt hafast stjórnend- ur þessa fyrirtækis ekkert að viðkomandi endurnýjun skip- anna, en keppast við að draga fé úr útgerðinni með því að koma upp dýrum sumarhöllum, og eru vafalaust búnir að eyða andvirði nýs togara í þá ráð- leysu. Það er því sannarlega ekki ofmælt, að engum manni farist síður en Ólafi Thors að hvetja aðra til „nýsköpunar" og þó sérstaklega þá sem öðrum frem- ur sýna áhuga fyrir framförum og umbótum. Bændur munu líka skilja það mætavel ,sem hér hefir verið að þeim rétt. Það er gamli rógur- inn um áhugaleysi og framfar.a- leysi þeirra, klæddur dularbún- ingi, Rétt svar bænda getur ekki orðið nema á eina leið. Það ,er „skerast ekki úr leik“ í barátt- unni fyrir þeim stórmálum land- búnaðarins, sem núv. stjórn hef- ir stöðvað, heldur efla samtök sín til að koma þeim fram og til að mæta öðrum árásum, sém á þá kunna að vera gerðar. Með því tryggjá bændur bezt fram- tíðargengi sitt, stéttar sinnar og þjóðarinnar allrar. ERLENT YFIRLIT . Þýzka þjóðm eitir upp- vissu í sambandi við fiskflutn ingana, þar sem tryggja þurfti meiri skipakost til vonar og.vara. ef hraðfrystihúsin störfuðu ekki. Ýtti það m. a. undir það að ráð- ist var í hina óhagstæðu leigu færeysku skipanna. Þessi viðurkenning manns, sem er einn öflugasti stuðnings- maður stjórnarinnar, sannar bezt, að gagnrýni Tímans á því, hve óhæfilega lengi þessir samn ingar voru dregnir á langinn, hafði við fyllstu rök að styðj- ast. Þetta er þó ekki nema eitt dæmi af mörgum um seinagang og trassaskap núverandi ríkis- stjórnar I utanríkismálunum. Sænsku samningarnir. Annað dæmi, jafnvel enn hörmulegra, er dráttur á því að senda samninganefnd til Sví- þjóðar. Vilhjálmur. Þór hafði undirbúið för nefndarinnar og var ekki annað eftir en að útnefna sendimennina, þeg- að ar hann fór úr stjórninni. Taldi Vilhjálmur rétt að eftirmaður hans tilnefndi þá, þar sem stjórnarskipti ! voru á næsta leyti. Nýja stjórnin sinnti þessu máli ekkert lengi vel og nefndin kom ekki til Svíþjóðar fyrr en þremur mánuðum eftir stjórnar- skiptin. Á þessum sama tíma kepptust aðrar þjóðir við að* semja við Svía og gátu þeir því litla úrlausn veitt okkur, eins og viðskiptasamningarnir, sem ný- lega hafa verið birtir, bera ljós- an vott um. Kommúnistar hafa mjög reynt að kenna formanni sendinefndarinnar, Stefáni Jóh. Stefánssyni, um þennan lélega árangur og á fundi norður á Siglufirði fór Áki Jakobsson ný- lega hinum verstu orðum um nefndina, þó einkum Stefán. Taldi hann m. a., að þetta væri lakasta sendinefnd, er nokkru sinni hefði verið send utan, og þótti mönnum það lítið lof um „nýsköpunina“! Sannleikurinn er hins vegar sá, að það er fyrst og fremst sök stjórnarinnar, hve illa hefir hér tiltekizt, því að hún dró það allt of lengi að senda nefndina. Sá trassadómur hefir orðið dýr fyrir þjóðina. • M9« gjotma Timburkaupin í Svíþjóð. Það var ekki aðeins, að utan- för samninganefndarinnar, er fór til Svíþjóðar væri tafin, (Framhald á 7. siðu) Grein sú, sem hér fer á eftlr í styttri þýðingu, er eftir enska blaðamanninn Douglas Willi- ams, sem er fréttaritari Daily Telegraph í Þýzkalandi: — Það skilur eftir átakanlega og ægilega mynd af eyðileggingu styrjaldarinnar að aka 2500 míl- ur um blómlegustu héruð Þýzka- lands, eins og ég gerði samfleytt í tvær vikur, í seinnihluta maí. Það er óttalegt að sjá skemmd- irnar, sem eru alls staðar um landið. Borgir í rústum, iðnað- urinn í rústum, og samgöngurn- ar í ringulreið eða ehgar. Nær því allar stórborgirnar, sem ég fór um voru rústir einar, eða a. m. k. 80—90% allra bygg- inga. Brak og skran þöktu göt- urnar á löngum svæðum mílu eftir mílu. Sums staðar voru allt því 40 feta háar rústir á gangstéttunum, við hliðina. á sprengjugígjunum. Það er varla hægt að hugsa sér, að mögulegt verði að endurbyggja þessar borgir, ríema skipuleggja þær alveg að nýju, fjarlægja allar rústirnar og byggja upp frá grunni. í rústum þessara borga berst fólkið við hungurvofuna. Fyrir framan þær fáu búðir, sem enn eru opnar, bíða langar biðraðir allan liðlangan daginn. Hús- mæðurnar standa klukkustund- um saman með sárar hendur við' vatnsdælurnar til að ná sér í vatn til nauðsynlegustu heimil- isþarfa. , Nútímaþægindi, svo sem gas, rafmagn, póstur, járnbrautir, strætisvagnar eða sími sjást ekki lengur í notkun. Öll ferðalög byggjast á reiðhjólum eða hest- um. Engir^ bílar sjást á ferð í Þýzkalandi, nema þeir, sem eru í þjónustu herja Bandamanna. Þjóðvegirnir eru alls staðar þaktir af flóttafólki, sem neytir sinna ýtrustu krafta til að kom- ast aftur til heimkynna sinna. Hinum litlu eigum sinum ekur þetta fólk á undan sér á litlum vögnum eða hjólbörum. Mæður með lítil börn, gamal- menni og stálpaðar stúlkur þramma áfram kliikkustund eftir klukkustund, varnarlaus fyrir sól og regni. Þetta fólk sef- ur á ökrum og engjum, sníkir mat eða vatn á bóndabæjum og í þorpum. Allt þetta sundurleita fólk á eitt sameiginlegt áhuga- mál, og það er að komast aftur heim. Þrátt fyrir styrjaldareyðilegg- inguna og hinn mikla ósigur er stilling og ró almennings í Þýzkalandi undraverð. Hvergi sjást nein merki mótþróa, eða byltingartilrauna, heldur eru allir hjálplegir og fúsir til að vinna með Bandamönnum til að koma aftur á eðlilegu ástandi. Jafnt bændur, verkakonur, háskólaprófessorar og lögreglu- menn, eru reiðubúnir til sam- starfs við Bandamenn. Með því að tala daglega við 10—15 emb- bættismenn Þjóðverja í öllum stéttum, verður maður þess fljótt áskynja, að áhugi þessa fólks er sameiginlegur fyrir því að koma ákveðnum skoðunum á framfæri. Við hlýddum stjóminni eins og páfagaukar, þar til fall naz- ismans kom, sögðu þeir. Sama fólkið hefir áreiðanlega talað allt öðru vísi, áður en sigurvon- irnar brugðust Jafnvel í aðal- bækistöðvum nazismans, eins og Múnchen,Nurnberg og Brechtes- gaden komu sömu hugsanirnar og skoðanir fram með svipuðum orðum. Þessar skoðanir má rekja i nokkrum höfuðatriðum: Fyrsta: Enginn af okkur var nazisti af einlægni. Við hötuðum öll nazismann og þeir, sem til- heyrðu flokknum, gerðu það að- eins vegna þess, að þeir óttuðust vald hans, fangabúðir og dauð- ann. Annað: Við fengum ekkert að vita um erlend málefni, eða menn, nema eftir upplýsingum nazista. Þriðja: Við erum ánægð með það, að stríðið skuli vera búið, og eins það, að Bandamenn unnu, því að nú erum við frjáls undan yfirráðum nazista. Fjórða: Við vitum að eyði- leggingin í landi okkar var óhjá- kvæmileg. Þar sem við höfum tapað stríðinu, þá verðum við að greiða fyrir það með aukinni vinnu og erfiði. Fimmta: Við vitum nú, að við (Framhald á 7. síðu) m>m hamhnanna. Forustugrein Alþýöublaðsins 21. þ. m. nefnist: Baráttuaðferðir kommún- ista og ræðir þar um starfshætti þeirra í Kaupfélagi Siglfirðinga. í greininni segir: „Fréttirnar frá Kaupfélagl Sigl- firðinga vekja að vonum mikla athygl. Viðburðirnlr, sem þar hafa gerzt að undanförnu, eru svo ein- stætt sýnishorn af hugsunarhætti og vinnubrögðum kommúnista, að það er vissulega vel farið, að þeir skuli gerðir alþjóð kunnlr. Af þeim geta samvinnufélög og verkalýðs- félög landsins og þjóðin öll dregið mikla og nauðsynlega lærdóma. íslenzk samvinnuhreyfing hefir sem betur fer ekki haft af að segja ofbeldi og lögleysum fyrr en nú, að kommúnistamir, sem stjórnað hafa Kaupfélagi Siglfirðinga; grípa til þeirra ráða að beita þeim baráttu- aðferðuöi eftir að hafa beðið alger- an ósigur í kosningum fulltrúa til aðalfundar félagsins. Fundarstjórn Ottós Jörgensens, sem verið h^fir formaður kaupfélagsstjórnarínnar, á aðalfundi félagsins, gerræði hans og ofbeldi i garð löglega kosiris méirihluta fulltrúanna, er fundinn sútu, mun'iengi í minnum höfð. Og brottrekstrar kommúnista á sjötiu félagsmönnum qg #aðalfundarfull- trúum, sem ekki vildu una óstjórn þeirra og ofríki, er svo einstakt hneyksli, að það mun aldrei gleym- ast íslenzkum samvinnumönnum. Sama er áð segja um brottrekstur Sigurðar Tómassonar kaupfélags- stjóra. Athæfi kommúnistanna í Kaupfélagi Siglfirðinga er allt með þeim endemum, að slíkg munu eng- in dæmi í sögu frjáls félagsskapar nokkurra þéirra þjóða, sem ekki hafa haft af öfgafyllStu og hvatvís- ustu baráttuaðferðum kommúnista að segja.“ í þessari greln Alþýðublaðshls segir ennfremur: „Fréttirnar frá Kaupfélagi Sigl- firðinga færa mönnum heim sann- inn um það, hvers má vænta af hálfu kommúnista, þegar þeir kom- ast í minnihluta í þeim félögum, sem orðið hafa fyrir því hryllilega óláni að fela þeim völd og trúnað. Þær eru gleggst sönnun þess, að kommúnistum kemur ekki til hugar að temja sér starfsháttu lýðræðis- sinna, þótt þeir geypi mest allra um ást sína á frelsi og lýðræði. Þær vitna á eftirminnilegan og lærdómsríkan hátt um einræöishug þeirra og ofbeldishyggju. Þau félög landsins, sem kommúnistum hefir enn ekki tekizt að fella álagaham sinn á, mega vissulega læra mikið af þeim atburðum, sem nú erú að gerast á Siglufirði. Og lýðræðis- sinnum þeirra félaga, sem komm- únistar hafa náð á vald sitt, dylst að sjálfsögðu ekki, að barátta þeirra til þess að leysa félög sín úr fjötrum kommúnista verður óhjá- kvæmllega átök við ófyrirleitna og samvizkulausa einræðisseggi, sem eínskis svífast í viðleitni sinni til þess að> halda fengnu herfangi. Baráfta kommúnista í samvinnu- félögum og verkalýðsfélögum lands- ins er ekki aðeins barátta sprottin af ólíkum skoðunum í stjórnmálum og félagsmálum. Hún er barátta lýðræðis og einræðis. Lýðræðissinn- ar hljóta hér eftir að gera sér þess grein, að kómmúnistar skirrast ekki við því að beita hvers konar gerræði og ofríki, þegar þeir sjá, að þeim veitir miður í átökum þeim, sem til er efnt í samvinnufálögum og verkalýðsfélögum landsins, og þeir bera ábyrgð á. Og lýðræðissinnar hljóta að sjálfsögðu að gera nauð- synlegar ráðstafanir í samræmi við fengna reynslu. “ í þessari umsögn Alþýðublaðsins er áreiðanlega ekki ofsagt um vinnubrögð kommúnista. * * * Forustugrein Vísis 20. þ. m. er helgúð ræðu þeirri, er Pétur Magnússon flutti á landsfundi Sjálfstæðismanna. Hljóð- ar niðurlag greinarinnar á þessa leið: „Ráðherrann gat þess að gjöld síðasta árs hefðu numið 122 miljón- um króna, eða um eitt þúsund krón- um á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er tilfinnanleg byrði og hún á eftir að þyngjast. En það út af fyrir sig ærið íhugunarefni á hvern hátt megi draga úr útgöldum þess- um, ekki sízt er hafizt verður handa í baráttunni gegn verðbólgunni. í þeim leik kann ríkisbáknið að verða helzt til þungt í vöfum. Hæpið er aftur að draga þær ályktanir af sexfaldri fjárveltu, að hagur al- mennings hafi stórbatnað vegna hennar. Allt veltur þar á kaup- mætti krónunnar, og mun ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að hann hafi minnkað sem aukinni veltu nemur. Velmegun almennings staf- ar af aukinni og stöðugri atvinnu, en ekki fjárveltunni einni saman. Ráðherrann dregrn- þær ályktanir að létta beri á ríkisrekBtrinum, horfið verði frá uppbótarstefnunni og öllu öðru frekar, verði að berjast gegn verðþenslunni. Á öll þessl atrfði Jiefir verið lögð á- herzla hér í blaðinu, enda hafa þau ráðið úrslitum um aístöðu blaðs- ins ' til núverandi stjórnar. Fjár- málaráðherrann hefir sýnt að allt þetta er honum ljóst, svo sem vitað var, en bara að það sé ekki of mörgum öðrum dulið, og sumum þeim sem sízt skyldi." Það er ekki sennilegt, að þeir séu margir, sem ekki sjá þessa hættu. Hitt er vafalaust hættulegra, að sum- um þeirra, er sjá hana, vex það meira í augum að þurfa að fará úr stjórnar- stólnum og þessvegna halda þeir áfram samfylgdinni með kommúnistum, þótt þeim sé ljóst hvert hún leiðir. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.