Tíminn - 26.06.1945, Page 8

Tíminn - 26.06.1945, Page 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um þjóðf élafismát. Þeir, senu viljja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. ? MNÁLL TÍJWAMS ^ 21. Júní, fimmtudagur: Stríðslok á Oklnava. Asíustyrjöldin: Bandaríkja- menn tilkynna, að þeir hafi alla Okinavaey á valdi sínu. Rússland: Dómur féll í máli pólsku sendinefndarinnar. Tólf nefndarmennirnir voru dæmdir til lengri eða skemmri fangelsis- vistar, en hinir sýknnðir. 22. júní, föstudagur: Ný stjórn í Noregi. Noregur: Einar Gerhardsen, formaður Alþýðuflokksins, lauk stjórnarmynduninni. Stjórn hans er skipuð fulltrúum allra flokka. Asíustyr j öldin: Ástr alíumenn gengu á land á nýjum stöðum á Borneo. Pólland: Frá pólsku stjórninni i London bárust mótmæli gegn dómunum í Moskvu í máll pólsku sendinefndarinnar. 23. júní, laugardagur: Ný pólsk stjórn. Pólland: Tilkynnt að sam- komulag hefði náðst á viðræðu- fundinum í Moskvu um nýja pólska stjórn. Verður hún skip- uð 5 fulltrúum frá leynihreyf- ingunni í Póllandi, 4 fulltrúum frá Lublinstjórninni og 3 full- trúum frá Pólverjum, sem hafa verið í útlegð. 24. júni, sunnudagur: Svíar minnka matar- skammtlnn. Svíþjóð: Tilkynnt, að matar- skammturinn verði minnkaður, svo að hægt verði að veita öðr- um þjóðum meiri hjálp. Asíustyr jöldin: Bandaríkja- menn hafa hafið nýja sókn á Luzon. Frá aðallundi S. I. S. (Framliald af 1. síðu) Um veltuskattinn var sam- þykkt svohljóðandi tillaga með samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur S. í. S., haldinn að Laugárvatni 24. júní 1945, ályktar að lýsa yfir því, að hann telur löggjöf um veltugjsatt frá síðasta Alþingi svo mjög rang- láta að ekki sé viðunandi, eink- um af þeim ástæðum er hér greinir: 1) Skattur þessi er ekki mið- aður við rekstursafkomu eða efnahag gjaldendanna, og er að því leyti ranglátari en aðrir toll- ar til ríkissjóðs að hann leggst jafnt á brýnustu nauðsynjar sem miður þarfan og óþarfan varning. 2) Skatturinn leggst á alla fé- lagsmenn samvinnufélaganna og því þyngra, sem þeir hafa stærri fjölskyldur fram að færa, þar sem sá hluti skattsins, er S. í. S. og deildir'þess borga, hlýtur að koma fram í minnkandi tekju- afgangsúthlutun til félags- mannanna, og verður þannig til að hækka verð þeirrar vöru, er þeir kaupa. 3) Auk þess veltuskatts, sem S. í. S. og sambandsfélögin verða að borga, og sem eins og áður segir hlýtur að leggjast á félags- mennina, þurfa þau að greiða skatt af því fé, er þau þannig innheimta fyrir ríkissjóð, og leiðir veltuskatturinn þannig af sér stórkostlega hækkun beinna skatta hjá félögunum, sem kem- ur niður á félagsmönnum þeirra á næstu árum. Fundurinn mótmælir því þeirri tekjuöflunaraðferð, sem hér he^- ir verið upp tekin, og skorar á Alþingi að hverfa tafarlaust af þeirri braut.“ Um áburðarverksmiðjumálið var samþykkt nær einróma svo- hljóðandi tillaga: „Aðalfundur S. f. S. haldinn að Laugarvatni 22. og 23. júní 1945, skorar á næsta Alþingi að setja löggjöf um stofnun og rekstur ríkisverksmiðju til fram- leiðslu á áburði, og að gera ráð- stafanir til að bygging verk- smiðjunnar verði hafin eigi síð- ar en p. árinu 1946. Verði engar ráðstafanir gerð- ar á næsta Alþingi, til stofnun- ar áburðarverksmiðjunnar, heimilar fundurinn stjórn S. í. S. að hefja framkvæmdir í mál- inu af hálfu Sambandsins, enda fái það einkarétt til .framleiðslu og sölu á tilbúnum áburði um ákveðið tímabil og stofnstyrk frá ríkinu til fyrirtækisins eftir því sem stjórn Sambandsins tel- ur nauðsynlegt.“ Um framfaramál landbúnað- arins var samþykkt svohljóð- andi tilaga með samhljóða- at- kvæðum: „Aðalfundur S. í. S„ haldinn að Laugarvatni 22.—24. júní 1945, skorar á samvinnumenn að standa saman um þróun land- búnaðarins: > 1. Með stéttarsamtökum bænda 2. Með virkari þátttöku sam- vinnusamtakanna í aðkallandi umbótamálum sveitanna. 3. Með aukinni fræðslustarf- semi og kynningu samvinnu- stefnunnar“. Um búfjárræktun var þessi tillaga samþykkt: „Aðalfundur S. f. S„ haldinn að Laugarvatni í júní 1945, skor- ar á stjórn S. f. S. og Búnaðar- félag fslands að láta athuga hvort ekki sé rétt að flytja inn úrvals búfjártegundir til blönd- unar á íslenzku búfé og hrein- ræktar, enda verði gætt fullrar varúðar .gagnvart .búfjársjúk- dómum“. Stjórnarkosning. Úr stjórn S. í. S., sem skipuð er 7 mönnum, áttu að ganga að þessu sinni Sigurður Jónsson, bóndi að Arnarvatni og Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri. — Voru þeir báðir endurkosnir. Varaformaður S. í. S. var end- urkosinn Vilhjálmur Þór banka- stjóri. í varastjórn S. í. S. voru end- urkosnir: Skúli Guðmundsson, kaupféhstjóri, Bjarni Bjarnason skólastjóri og Þórhallur Sig- tryggsson, kaupfélagsstjóri. Siglufjarðardeilan. Á fundinum voru mættir full- trúar frá Kaupfélagi Siglfirð- inga, sem kjörnir höfðu verið á aðalfundi félagsins áður en kommúnistar hófu brottrekstr- ana. Kommúnistar hugðust síð- ar að reyna að ógilda þessa kosningu, og kusu aðra fulltrúa á „aðalfundinum", sem þeir héldu í seinustu viku. Ekki mættu þó þessir fulltrúar þeirra á aðalfundi S. í. S., og kommún- istarnir, sem þar mættu frá KRON, reyndu lítið til þess að fá kosningu þeirra viðurkennda. Báru þeir aðeins fram tillögu um að frestað yrði að taka gild kjörbréf siglfirzku fulltrúanna, sem mættir voru, og báru því einkum við, að nægar upplýs- ingar væru ekki fyrirliggjandi! Reyndu þeir jafnframt á allan hátt að komast hjá umræðum um þetta Siglufjarðarmál, þar sem þeir munu komnir að raun um, að framkoma þeirra þar sé þeim síður en svo til fremdar. Frestunartillaga þeirra var vit- anlega felld og kjörbréf hinna mættu fulltrúa tekin gild, þar sem skýlaust var að þeir voru kjörnir af lögmætum aðalfundi. Yfirleitt var framkoma kom- múnista á aðalfundi S. í. S. á þann veg, að þeir létu óvenju- lega lítið á sér bera. Mun þeim hafa verið fullljóst, að málstað- ur þeirra var slíkur, að þeir græddu ekki á umræðum um hann. ÝMSAR FRETTIR Aðalfundur Bókmennta- félagsins. Aðalfundur Hins ísl. bók- menntafélags var haldinn að kvöldi hins 18. þ. m. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður, forseti fél„ setti fundinn og minntist látinna félaga. Reikn- ingar félagsins voru þvínæst samþykktir. Forseti skýrði frá væntanlegrl bókaútgáfu félags- ins, en þær eru þessar: Jón Sig- urðsson, Samtíð og saga, eftir Pál Eggert Ólason, Skírnir 119. árg. Ennfremur 2. hefti XIV. bindi Fornferéfasafnsins. Þá skýrði forseti frá því, að á síðasta starfsári félagsins hefðu 57 manns gerzt meðlimir í félaginu. Prestskosningar. / Prestskosning fór fram í Sauðlauksdalsprestakalli hinn 13. maí síðastl. Frambjóðandi var aðeins einn, sr. Trausti Pét- ursson og hlaut hann lögmæta kosningu. Atkvæði voru talin í skrifstofu biskups 1. júní. Af 136, sem á kjörskrá voru, neyttu 89 kosningarréttar síns. Um- sækjandi fékk 87 atkvæði. Prestskosning fór einnig fram í Staðarprestakalli á Reykjanesi 27. maí og voru at- kvæði talin í skrifstofu biskups 12. júní. Umsækjandi var að- eins einn, sr. Jón Sigurðsson, settur prestur þar. Kosningin var ólögmæt sökum ónógrar þátttöku. Kaup á símaleiðslum setuliðsins. % Póst- og símamálastjórnin samdi á s. 1. ári við Bandaríkja- stjórn um kaup á öllum síma- leiðslum setuliðsins hér á landi. Tekur Landssíminn við síma- línum þessum jafnóðum og her- inn þarfnast þeirra ekki lengur. Landssíminn hefir þegar tekið margar af þessum línum til notkunar. Hér er um að ræða loftlínur, jarðstrengi, sæstrengi og gúmmívíra, er liggja á jörð- inni. Gjafir til vinnuheimilis berklasjúklinga. Sýslunefnd Árnessýslu ákvað á síðasta sýslufundi að gefa vinnuheimili S. í. B. S. 5000 kr. Stjórn vinnuheimilisins flytur íbúum Árnessýslu beztu þakkir fyrir þennan rausnarlega stuðn- ing við vinnuheimilið. Jón Loftsson hefir gefið vinnuheimili S. í. B. S. timbur fyrir 5000 krónur. Stjórn vinnuheimilisins flytur Jóni Loftssyni sínar beztu þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Kaupfélag Skaftfellinga sam- þykkti á aðalfundi sínum þann 5. þ. m. að gefa vinnuheimili S. í. B. S. 5000 krónur. Stjórn vinnuheimilisins flyt- ur gefendunum sínar alúðar- fyllstu þakkir fyrir þetta rausn- arlega framlag til stofnunar- innar. Aðstoðarmaður við Þjóðminjasafnið. Kristján Eldjárn, magister, hefir nýlega verið skipaður að- stoðarmaður við Þjóðminjasafn- ið. Hefir Kristján lagt sérstaka stund á þau fræði, sem lúta að verndun og söfnun fornminja. Teikning Þjóðminjasafns- hússins. Sigurður Guðmundsson arki- tekt er farinn loftleiðis til Sví- þjóðar. Erindi hans utan er að kynna sér nýjungar á sviði safnabygginga. Hefir bygginga- nefnd Þjóðminjasafnsins falið honum og félaga hans, Eíríki Einarssyni, að gera uppdrætti að fyrirhuguðu þjóðminjasafni, er reist verður á Háskólalóðinni, á gatnamótum Hringbrautar og Melavegar, Stúdentar frá Mennta- skólanum á ‘Akureyri Uppsögn Menntaskólans á j Akureyri fór fram 17. þ. m. j Flutti skólameistari snjalla ræðu að vanda og hvatti nem- endur sérstaklega til að temja sér umburðarlyndi. All» voru brautskráðir 45 nem- endhr. Fara nöfn þeirra hér á eftir: Máladeild: Anna Jóhannes- dóttir, Seyðisfirði, I. eink., Árni Stefánsson, ísafirði., II., Bene- dikt Thorarensen, Árn., I., Björg Friðriksson, Húsavík, I., Fjalar Sigurjónsson, N.-Múl., II., Flosi Sigurjónsson, S.-Múl., I„ Guð- mundur Benediktsson, Ak., I., Guðmundur H. Þórðarson, N,- Múl., I., Halldór G. Þórhallsson, Vestmannaeyjum, II., Harald- ur Sigurðsson, Ak., II., Héðinn Finnbogason, Mýr., II., Ingimar Einarsson, Keflavík, I„ In'gvi Ingvarsson, Rang., I., Jóhannes Sigfússon, Húsav., II., Árni Jóns- son, Ak., I., Jón Gestsson, ,Seyð- isfirði, II., Lilja Kristjánsdóttir, Eyjaf., I., Páll Jónsson, Árn., I„ Sigurður Blöndal> S.-Múl., I„ Skúli Helgason, Ak., I., Sverrir Haraldsson, S.-Múl., II., Þórunn Rafnar, Eyjaf., I. Utanskóla: Árni Kristjánsson Rvík, III., Alfred Einarsson, Sigluf., III. Stærðfræðideild: Aðalsteinn Sigurðsson, Eyjaf., II., Baldur Sveinsson, Eyjaf.,I., Baldur Þor- steinsson, Barð., I., Eggert Jó- hannesson, V. ísafj., I., Einar Pálsson, Ak., I., Guðmundur Árnason., Ak., I., Guðmundur Björnsson, N.-Þing., ág., Gunnar Sigurðsson, Ak., I., Jóhann Ind- riðason, Ak., I., Jón Ormar Ed- vald, ísaf., I„ Karl Guðmunds- son, Árn., I., Móses Aðalsteins- son, Ak., I„ Ólafur Jónsson, Rang., II., Sigurður Helgason, Ak., ág., Sigurður Ringsted, S.- Þing., II., Tómas Árnason, Seyð- isfirði, I„ Valgarður Haraldsson, Ak., II., Þórður Jörundsson, Árn. II. eink. Utansk.: Ingvar Þórarinsson, |Húsav., II. eink. Hörmulegt slys Það sorglega slys vildi til á Reykjavöllum í Biskupstung- um síðastliðinn fimmtudag, að þriggja ára gömul telpa féll í hver og beið bana. Var hún að leika sér við hverinn, er slysið varð, en bjargaðist þó mjög fljótt. Var náð í lækni á Eyrar- bakka, en barnið lézt skömmu eftir að hann kom. SHdveiðikjörin (Framhald af 1. síðu) inu til aðstoðar sáttasemjy.ra og hefir hann óskað þess, að ríkis- stjórnin skipaði sér sáttanefnd til aðstoðar. Yfirleitt hefir verið mikill samkomulagsvilji á báða bóga, og voru menn því vongóðir um samkomulag. Hins vegar hefir „yfirboð" kommún- ista skapað nokkurn ugg, þar sem vitanlegt er, að þeir ætla að nota það til að svívirða fulltrúa sjómanna, ef þeir ganga að lægri kjörum. Hafa kommúnist- ar sýnt það hér, sem oftar, að þeir taka ekki minnsta tillit til vinnufriðar eða samstarfs stétt- anna, ef þeir telja sér flokks- legan ávinning í öðru. Afsannar þetta eins vel og verða má það glamur íhaldsblaðanna, að kom- múnistar séu nú eitthvað tillits- samari í þessum efnum en áður, vegna samstarfsins við Ólaf Thors! Vestfirzka bændaförfn (Framhald af 1. síðu) verið sagt, Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri. Ferðafólkinu hefir hvarvetna verið tekið með miklum ágæt- LISTAMAMALÍF (Show Business) Eddie Cantor, George Murphy, Joan Davis, Constance Moore. FRÉTTAMYND: Frá ISerlín öT fl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. t N Ý J A B Í Ó KATIJR piltur Donald O’Connor, Peggy Ryan. Sýnd kl. 7 og 9. Svarti svanurinn Sjóræningja-litmyndin fræga, með: Tyrone Power. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5. Þeir gerðu garðinn frægan OG Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. | TJARNARBÍÓ < > AAARÍKI OG ÁSTIR (No Time for Love) Amerískin- gamanleikur. Ciaudette Colbert, Fred MacMurray. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Gíit eða ógíit / Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Priestley. , Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Næst síðasta sinn. U R B Æ N U M Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustjóri verður 65 ára í dag. Hallgrímur Jónsson, fyrrv. skólastjóri varð sjötugur síðastl. sunnudag. Thor Thors sendiherra íslands í Bandaríkjunum kom ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur loft- leiðis síðastl. laugardag. Mun hann dvelja hér um mánaSartíma. Fréttamynd Óskars Gíslasonar var sýnd í Gamla Bíó síðastl. föstu- dagskvöld fyrir fullu húsi. Eru þetta myndir af ýmsum hátíðahöldum nú i vor, svo sem Sjómannadags hátíða- höldunum, 17. júní, listamannaþinginu o. fl. Kennaraskólanum ætluð lóð á Skólavörðuhæð. Bæjarráð hefir nýlega samþykkt að verða við tilmælum frá skólastjóra Kennaraskólans og ætlað lóð undir hinn fyrirhugaða kennaraskóla og æf- ingaskóla í sambandi við hann, á Skólavörðuhæð, vestan Bárónsstígs og norðan Eiríksgötu. Kennaraskólinn á því að rísa skammt frá hinum fyrir- hugaða Gagnfræðaskóla. Dómaranámskeið í frjálsum íþrottum, er íþróttaráð Reykjavíkur hefir geng izt fyrir að tilhlutun í. S. í. og haldið var 4. til 23. maí var fjölsótt. Þátttak- endur voru 36 og gengust 22 undir próf, af þeim stóðust 17 prófið og tveir luku yfirdómaraprófi, þeir Brynjólfur Ing- ólfsson K.R. og Skúli Norðdal, Ár- manni. Þeir aðrir, sem stóðust prófið eru þessir: Frá Ármanna: Ástvaldur Jónsson, Kristinn Helgason, Lárus O. Þorvaldsson, Baldur Möller, Helgi Osk- arsson, Magnús Þórarinsson, Árni Kjartansson og Hörður Hafliðason. Erá í. R. Finnbjörn Þorvaldsson, Einar Steindórsson og Guðni Steindórsson. Frá K. R.: Einar Þ. Guðjohnsen, Ás- geir Einarsson og Jón M. Jónsson. Frá Ungmennafélagi Reykjavíkur: Daníel Einarsson. Prófdómendur voru Sigurð- ur S. Ólafsson og Skúli Guðmundsson. • Sjómannablaðið Víkingur, 5. tbl. 7. árg. er nýlega komið út. Efni um. Veður var mjög hagstætt allt ferðalagið. Tíminn mun bráðlega birta ýtarlegri frásögn af ferðinni. er m. a.: Friður í Evrópu, eftir Ásgeir Sigurðsson, Það, sem koma skal, rann- sókn og rökrétt ályktun marki stefn- una eftir Gísla Halldórsson, Fisksalan í Reykjavík eftir R. N., Nokkur orð um sjávarútvegsmál, eftir Ásgeir Sigurðs- son, Ellert Schram skipstjóri eftir G. Ó. E., Leyndardómur hafsins eftir Á. R. Wetjen, Endurnýjun fiskiflotans og sjómannafræðslan eftir G. Ó. Er- lingsson, Mið fyrir siglingu á Reykjar- fjörð eftir Pétur Sigurðsson og Björg- un eftir Þórarinn Jónsson. . Heilbrigt líf, 1.—2. hefti 5. árgangs er komið út. Ritið flytur að vanda margar fróðlegar greinar um læknisfræðileg og heilsu- farsleg efni. Þessar greinar eru helztar í þessu hefti: Penicilin, eftir Níels Dungal prófessor, Blóðkornasökk eftir Jón Steffensen prófessor, Þættir úr sögu þorskalýsisins eftir dr. Þórð Þor- bjarnarson, Rottur eftir Guðm. Hann- esson prófessor. Ufedralækningar íeftir dr. med. Karl Kroner, Blóðþrýsti'ngur eftir Gísla Fr. Petersen, Forsaga Lands spítalans eftir Sigurjón Jónsson fyrrv. héraðslækni, Ritstjóraspjall: Gunn- laugur Claessen, Á víð og dreif, Bækm- og ýmislegt fleira. Firmakeppni Golfklubbsins er lokið. Til úrslita kepptu Tjarnar- café h.f. (Jakob Hafstein) og Helgi Magnússon & Co. (Helgi Eiríksson). Leikar fóru þannig, að Tjarnarcafé vann eftir mjög jafnan og spennandi leik. Nýtt Hutníngaskip Að kvöldi £ins 17. júní kom nýtt flutningaskip til landsins og hefir það hlotið nafnið „Haukur“. Eigendur skipsins eru hluta- félögin Haukur og Baldur á Reykjafirði. „Haukur“ er alveg nýtt skip og var smíðað í Kahada. Það er hið varidaðasta að öllum frá-' gangi og traustbyggt. Það er byggt úr tré, furubyrð- ingur 3y2 þuml., bönd úr eik 10X12 þuml. Það er 520 rúm- lestir brúttó og 442 rúml. nettó. Það hefur 2 Fairbanks diesel- vélar, 240 hö. hvor, 2 dekkspil, 10 hö. hvort, 10 ha. akkerisspil og ljósavél. Það er ennfremur búið dýptarmæli, miðunarstöð og talstöð. I / i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.