Tíminn - 29.06.1945, Síða 1

Tíminn - 29.06.1945, Síða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKN ARFLOKKURINN. Símar 2353 oB 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JORASKRLFSTOFUR: EDDUHÚSI. Llndargötu 9A. Stmar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Llndargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjávík, föstndagmu 29. júní 1945 48. blaft Sextíu ogf fíxnm ára: u - .íit Sigurdur Kristiusson forstjóri S. í. S. Nýjar npplýsingar í hneykslismáli S. Arnason & Co. Fyrirtækið flutti inn vörur í leyfis- leysi fyrír 280 þúsund krónur Amerískt fyrirtæki, sem íslendingar munu eíga, lagfdi lOO°|0 álagfningu á sumar vörurnar Það upplýsist alltaf betur og betur, að réttarsættin í svindlmáli S. Árnason & Co. og Brynju, fyrirtækja þeirra Jóhanns Þ. Jósefssonar, formanns Nýbyggingaráðs og Gunnars Guðjónssonar skipamiðlara, eru ein stórfelldustu réttarmistök, sem kunnugt er um hér á landi. Hafa nýlega birzt í Skutli nýjar upplýsingar um málið, sem sanna á þetta. Þess ber því hík- laust að krefjast, að mál þetta verði tafarlaust tekið upp aftur og það því frekar, sem upp- lýzt hefir síðan réttarsættin var gerð, að fyrirtækið S. Árnason & Co. var stórum brotlegra en þá var kunnugt um, þar sem talið var, að það hefði flutt inn vörur án gjaldeyrisleyfa fyrir 13 þús. dollara, en f reyndinni hafði það flutt inn vörur á þennan hátt fyrir a. m. k. 43 þús. dollara. Þá hefir einnig upplýzt, að fyrirtæki þetta hefir staðið í sambandi við amerískt firma, sem íslendingar munu eiga, og hafði það keypt vörur af amerískum seljendum og selt síðan S. Árnason & Co. með allt að 100% álagningu. Er næsta ólíklegt, að S. Árnason & Co. hefði keypt vörur með svo óhagstæðu verði, nema eitthvert leynisamband hafi verið til stað- ar. Er full ástæða til að álykta, ef ekki koma fram nýjar upplýsingar, að hér sé bæði um að ræða verðlagsbrot og tilraun til að flytja gjaldeyri úr landi með ólöglegum hætti. Hinar nýju upplýsingar í þessu máli, sýna líka enn betur en áður, hve sjálfsögð og rétt- mæt er sú krafa Tímans, að Jóhann Þ. Jósefsson víki úr nýbyggingarráði meðan framhalds- rannsókn fer fram. Það er með^öllu óþolandi ástand, að eigandi jafn brotlegra fyrirtækja séu falin mikil völd í gjaldeyrismálum landsins, nema fullkomin rannsókn sýni, að hann sé alveg sýkn saka. Sá núlifandi íslendinga, sem unnið hefir mest og gifturíkust störf í þágu samvinnuhreyfing- arinnar, Sigurður Kristinsson forstjóri, verður 65 ára næst- komandi mánudag. Sigurður Kristinsson er fædd- ur að Öxnafellskoti í Eyjafirði 2. júli 1870. Hann stundaði nám við gagnfræðaskólann á Akur- eyri og gerðist nokkru síðar, 1906, starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga. Hallgrímur bróðir hans, sem tvímælalaust hefir verið mikilhæfasti forvígismaður samvinnuhreyfingarinnar, hafði þá nýlega tekið við forustu fé- lagsins og var byrjaður að skapa því þann grundvöll, sem hefir gert það að öflugasta kaupfélagi landsins. Sigurður var hægri hönd Hallgrims í þessu starfi. Þegar Hallgrímur lét af for- stöðu félagsins 1918, til að tak- ast á hendur enn stærra verk- efni í þágu samvinnuhreyfingar- innar, forustu Sambands ísl. samvinnufélaga, var Sigurður sjálfkjörinn eftirmaður hans. Það féll þá í hans hlut að stjórna félaginu á hinum örðugu fjár- hagsárum eftir lok heimsstyrj- aldarinnar. Tókst honum það svo vel, að slíkt mun ekki hafa verið gert betur annars staðar og átti KEA gengi sitt síðar ekki sízt því að þakka, hve vel það var varið áföllum, sem þá urðu mörgum öðrum fyrirtækjum fjötur um fót. Þegar Hallgrímur Kristinsson féll frá fyrir aldur fram í árs- byrjun 1923, þótti Sigurð- ur sjálfsagður eftirmaður hans sem forstjóri S. í. S. og tók hann við. því ^tarfi á næsta ári. Hefir hann gegnt því stöð- ugt síðan, nema-í nokkra mán- uði 1931, er hann var atvinnu- málaráðherra. Að þessu sinni mun ekki verða leitast við til neinnar hlítar að lýsa hinu giftumikla starfi Sig- urðar Kristinssonar sem for- stjóra S. í. S., enda kann að gef- ast til þess annað tækifæri inn- an skamms. Slíkt yrði líka trauðla gert, nema rekja jafn framt sögu S. í. S. á þessu tíma bili. Það mun hafa verið margra mál, þegar Hallgrímur Kristins- son fél.1 frá, að samvinnuhreyf ingin hefði misst þennan glæsi- lega forustumann, þegar sízt skyldi, því að fjárhagsaðstæður voru þá á ýmsan hátt erfiðar fyrir kaupfélögin og hinir harð skeyttari kaupmannasinnar höfðu þá nýlega gert að þeim ill- vígari hríð en nokkru sinni fyrr eða síðar. Þessir erfiðleikar voru sigraðir og aðrir þeir, sem síðar urðu á vegi S. í. S. Sigurður Kristinsson hefir jafnan reynzt samvinnuhreyfingunni hinn far- sæli og öruggi leiðtogi. Þegar hann skilar af sér störfum, mun hann því geta litið með mikilli ánægju yfir farinn veg, því að samvinnuhreyfingin er nú marg- fait öfíugri en hún var, er hann tók við forustu hennar, og eftir- mönnunum því búin stórum betri skilyrði til að auka land- nám samvinnunnar en honum voru búin á þeim tíma. Aðeins þeir, sem kunnugastir eru, vita um það mikla starf, sem þessi glæsilegi árangur hef- ir kostað forustumanninn, þvi að fáir eru lausari við það en hann, að láta á sér bera. Þótt margt ágætra manna hafi starf að innan samvinnuhreyfingar- innar á þessum tíma, er vafa- samt, hvort nokkur hafi að jafnaði haft lengri vinnudag né unnað sér minni hvíldar. Má nefna það sem dæmi, að það er ekki fyrr en allra síðustu árin, sem Sigurður hefir tekið sér sumarfrí. Oft hefir heilsu hans samt verið þannig háttað að hann hefir ekki gengið heill til skógar. En áhugi hans og fórnfýsi í þágu samvinnuhreyf ingarinnar hefir ekki spurt um eigin hag og aðstæður, þegar hún var annars vegar. Má þessu til áréttingar geta þess, að Sig- urður varð fyrstur til að lækka laun sín hjá S. í. S., þegar krepp- an var mest fyrir styrjöldina og nauðsynlegt var að draga saman rekstrarkostnaðinn. Munu þó launin hafa verið lægri en hjá (Framhald á 8. slðu) 1 ÖAfí birtist á 3. síðu grein eftir Hall- dór Kristjánsson á Kirkjubóli, Um stjórnarandstöðuna. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er síðari hluti greinar Um ána- maðkinn eftir Guðmund Davíðs- son. Ofanmáls á 4. síðu er grein um lækningar á mæöiveiki eftir Sigurð Jónsson á Arnarvatni. í blaðinu Skutli 21. þ. m. birtist mjög ýtarleg grein um aetta mál undir fyrirsögninni: „Frá gósenlandi heildsalanna. Vörur fyrir 280 þús. kr. fluttar inn í leyfisleysi. Á áð fela Jó- hanni Jósefssyni allan innflutn- ing til landsins?“ Þessari spurningu n^un varpað fram í tilefni af því, að kom- múnistar hafa nýlega krafizt ?ess, að viðskiptaráð yrði lagt niður og öll innflutningsleyfi lögð undir nýbyggingaráð. í upphafi greinar Skutuls er síðan skýrt frá því/ að ritstjóri blaðsins hafi gert sér sérstakt far um að fá upplýsingar um Detta mál, m. a. farlð bæði til sakadómara til að fá að sjá rétt- arskjölin og til formanns við- skiptaráðs, en hvorugur þeirra vildi neinar upplýsingar gefa. Ritstjórinn segist hins vegar hafa fengið allrækilegar upp- lýsingar um málið eftir öðrum heimildum og fer sú frásögn hans hér á eftir: Verðlagsbrottn. „Fyrir um það bil ári síðan komst það upp, að allmikið af bollapörum og annari leirvöru frá ofangreindum fyrirtækjum hafði verið selt með hærri á- lagningu en heimilt var sam- kvæmt verðlagsákvæðum. Hafði fyrirtækið ekki sent vörureikn- inga til verðlagsstjóra eins og skylt er, en þegar þeirra var krafizt, var komið með allskon- ar skýringar til að réttlæta verknaðinn, svo sem að vöntun hefði komið fram í vörusending- unni, þvert ofan í opinber vott- orð frá amerískum yfirvöldum. Til þess að gera þetta senni- legt, var látin fara fram eins- konar vörutalning, sem þó sum- part á sér stað eftir að búið er að selja nokkuð af vörunni. Eins og hún var framkvæmd, var vitanlega ekkert mark á henni takandi, en samt sem áður tókst fyrirtækinu að fá endurgreidd an toll út á vottorð „teljaranna" fyrir þann hluta vörusendingar- innar, sem þeir töldu að hefði vantað. Til þess að draga úr verðlags brotinu var einnig lagður fram óeðlilega hár vátryggingar- reikningur. Var hann framleidd- ur á þann hátt, að starfsmaður fyrirtækisins fór á skrifstofu vá- tryggingafélagsins, fékk ókvitt- Forstjóraskipti hjá Mjólkursamsöiunni Forstjóraskipti verða hjá Mjólkursamsölunni í Reykja- vík 1. september n. k. Halldór Eiríksson, sem gegnt hefir forstjórastarfinu með mikl- um ágætum undanfarin 10 ár, hefir sagt því lausu fyrir nokkru síðan. Stjórn Sam- sölunnar hefir nýlega ráðið Árna Benediktsson fram- kvæmdastjóra í hans stað. Hinn væntanlegi forstjóri Mjólkursamsölunnar, Árni Jóhann Þ. Jósejsson. aða nótu fyrir upphæð, sem hann tilnefndi sem vátrygging- arupphæð fyrir vörusendinguna, stimplaði síðan greitt á hana og sendi síðan sem fylgiskjal til verðlagsstjóra! Hinn óleyfilegi hagnaður af verðlagsbrotinu var við réttar- sættina áætlaður 30 þús. kr., en að öðru leyti eru sakir hinna einstöku aðila ekki gerðar upp í þessu máli. Innf lutningsmálið. Inn í réttarsættina er svo flækt öðru óskyldu máli, sem að öllu samanlögðu er margfalt al- varlegra en hitt, og sýnir ennþá betur það hyldýpi spillingar, sem ríkjandi er í verzlunarmál- unum. Upphaf þessa máls er það, að frá Ameríku kemur vélskipið ,Braga“ með vörusendingu til ofangreindra fyrirtækja. Fyrir þessum vörum vcru engin inn- flutningsleyfi, enda sumþart um að ræða algera bannvöru, sem alls ekki hefði komið til mála að leyfa innflutning á, frá Ame- ríku, vegna skipaskortsins. í þessari vörusendingu voru m. a. leikföng, pelsar og ýmsar tízku- og tildursvörur. Fyrirtækið hafði gefið upp, að vörur þær, sem það hafði flutt inn í algeru leyfisleysi og innflutningsleyfi vantaði fyrir, hefðu kostað ca. 13 þús. dollara. Einnig þetta mál var kært til sakadómara af formanni við- skiptaráðs, en af einhverjum á stæðum var það mjög lítið rann sakað og því að siðustu slegið saman við fyrrgreint verðlags brot sömu manna og með réttar- sættinni ákveðin samtals 10 þús. kr. sekt fyrir bæði málin. Viðskiptaráð skyldi ráðstafa hinni innfluttu bannvöru. Kárnar gamanið. Þegar að því kom, að við- skiptaráð skyldi ráðstafa vör- unni, kemur það allt í einu í ljós, eftir að hún er búin að vera í vörzlu tollayfirvaldanna í marga mánuði, að andvirði vörunnar, sem flutt hafði verið inn í algeru heimildarleysi, er ekki 13 þús. dollarar heldur 43 þús. dollarar, eða ca. 280 þús. kr. íslenzkar að innkaupsverði. Geta menn gizkað á hvert út- söluverð slíkrar vörusendingar í heild hefði orðið að viðbættum tollum, og allri álagningu. Er nú heimilt að spyrja: Nær nú réttarsættin góða einnig til þessarar viðbótar? Og hvaða afstöðu hafa stjórnar- völdin tekið til þesssv atriðis? Lánað úr tollinum. Auk þess, sem varan reyndist (Framhald á 8. slðu) Arni Benediktsson Benediktsson, er Norður-Þing- eyingur að ætt og uppeldi, fædd- ur 1897. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1921 og starfaði næstu árin við ýms kaupfélög. Árin 1928—42 var hann starfsmaður hjá Áfengis- verzluninni, lengstum skrif- stofustjóri. Hann hefir jafnan tekið mikinn þátt í kaupfélags- j málum hér í bænum, var i stjórn iKaupfélags Reykjavíkur, unz ! KRON var stofnað, en í fram- | kvæmdastjórn þess hefir hann verið frá byrjun. Hann hefir og verið framkvæmdastjóri þess tvö síðustu árin. Hann er viður- (Framhald á 8. síðu) Ríkisstjórnfii ótt- ast málstað sinn Hán boðar til funda um stjórnarstefnuna, os' vill hafa % af ræðutímanum! Ríkisstjórnin hefir nú glögglega sýnt það álit, sem hún hefir sjálf á málstað sínum. Hún hefir boðað til ellefu landsmála- funda, þar sem fyrst og fremst á að ræða um stefnu og verk stjórnarinnar, og er til þeirra boðað með þeim hætti, að stjórn- arliðum er ætlaður % hlutar ræðutímans, en stjórnarandstæð- ingum y4. Munu þess sennilega engin dæmi, að ríkisstjórn hafi boðið upp á umræður um stefnu sína með þvflíkum hætti. Þau tíðindi gerðust síðastl. þriðj udagskvöld, að birt var til- kynning frá ríkisstjórninni, eða stuðningsflokkum hennar um 11 landsmálafundi, sem haldnir verða um næstu helgar. í blöð- um . stjórnarinnar var síðan skýrt frá því, að þessir fundir væru fyrst og fremst haldnir til að kynna stjórnina eða réttara sagt, til „að ræða um stefnu og störf ríkisstjórnarinnar“, eins og Þjóðviljinn orðar það. Fundir þessir verða því frábreyttir venjulegum landsmálafundum að því leyti, að hver flokkur ræðir ekki fyrst og fremst stefnu sina og störf, heldur viðhorfið til ríkisstjórnarinnar. Hefði því verið eðlilegast, að þeim, sem eru með og móti stjórninni, væri veitt jöfn aðstaða eða jafn ræðutími og hefði það lýst nokkru trausti stjórnarinnar á málstað sínum, ef hún hefði (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.