Tíminn - 03.07.1945, Page 4
4
49. folað
TÍ»nM, foriðjudaginn 3. ji.lí 1945
Deílan um sérréttíndi
Eímskípafélagsins
Á árinu 1943 og fyrsta árs-
fjórðungi ársins 1944 rakaði
hlutafélagið Eimákipafélag ís-
lands að sér yfir 30 milj. kr.
gróða eða álíka upphæð ognam
öllum tekju- og eignaskatti, svo
og stríðsgróðaskatti til ríkisins
á sama tíma.
Gróði þessi var tekinn með
því að sniðganga verðlagseftir-
litið á mjög óviðeigandi hátt og
brjóta í bág við yfirlýstan vilja
þáverandi ríkisstjórnar um að
halda öllu verðlagi niðri, svo
sem framast væri hægt. Spunn-
ust miklar umræður um þetta
mál, bæði manna á meðal og í
blöðum, og urðu fléstir til að
fordæma trúnaðarbrot Eim-
skipafélagsins. Var það helzt
Morgunblaðið, sem reyndi að
bera blak af félaginu eða léði
rúm'til þess, endá hefði það ver-
ið andstætt sögulegri reynslu,
ef aðili, sem átti tuga-milj. kr.
gróða að verja, hefði ekki átt
peina formælendur. Morgun-
'blaðinu rann blóðið til skyld-
unnar að verja hina gömlu
reykvíksku , íhaldsmenn, sem
ráða öllu um stjórn Eimskipa-.
félagsins og eru sumir einnig
meðal helztu eigenda Morgun-
blaðsins.
Gróðinn á leiguskipunum.
Nú kom í ljós, að umræddur
gróði var aðeins að litlu leyti
á eigin skipum Eimskipafélags-
ins, heldur fyrst og fremst á er-
léndum skipum, sem ríkissjórn-
in fékk á leigu, en trúði Eim-
skipafélaginu fyrir að reka, enda
þótt ríkisstjórnin hefði auðvit-
að alveg eins getað látið sína
eigin siglingastofnun sjá um
rekstur leiguskipanna og tekið
gróðann til sín, eða selt flutn-
ingana ódýrar. Það var því fjar-
stæða að telja nefndan gróða
stafa af sérstakri ráðdeild hiá
stjórn EimskiDafélagsins og ekki
var heldur hægt að telja gróð-
ann sem óvænt happ, nema það
væri talið happ, að stjórn Eim-
skipafélagsins skyldi takast að
sniðganga verðlagseftirlitið.
■ Samkvæmt þeim undirtektum,
sem mál þetta fékk í fyrstu í
blöðum stjórnmálaflokkanna,
hefði mátt ætla, að aðrir flokk-
ar en Sjálfstæðisflokkurinn
myndu standa óskiptir að ráð-
stöfunum til þess að Eimskipa-
félagið ráðstafaði hinum mikla
gróða í samræmi við heildarhag,
en þetta fór á aðra leið. Bæði
Alþýðuflokkurinh og Sósíalista-
flokkurinn runnu frá öllum að-
gerðum í nefnda átt og sam-
þykktu ásamt Sjálfstæðis-
flokknum á Alþingi að veita
Eimskipafélaginu áframhald-
andi skattfrelsi í næstu tvö ár,
aðeins gegn því skilyrði, að fé-
lagið greiddi á þessum tíma ekki
yfir 4% vexti af hlutatfé og birti
hluthafaskrá sína. Framsóknar-
flokkurinn reyndi að fá það skil-
yrði sett fyrir skattfrelsinu, að
félagið léti ríkið fá, af gróða sín-
um, viðbótarhlutafé að því
marki, að ríkið ætti jafnt í fé-
laginu og einstaklingar, en þetta
var fellt af stjórnarliðinu á Al-
þingi, sem hélt því fram, að hér
væri um óþarfa öryggisráSstöf-
un að ræða, því að Eimskipa-
félagið væri sameign allrar þjóð-
arinnar og þar ríkti fullt þjóð-
ræði.
Hverjir ráða Eimskipa-
félaginu?
Rithöfundur einn reyndi síð-
an í blaðagrein að rökstyðja
þetta, með því að benda á eftir-
farandi:
1. Að samkv. lögum Eimskipa-
félagsins sé eitt atkvæði á að-
alfundum félagsins fyrir hverja
25 kr. hlutareign, en þó megi
enginn fara með fleiri atkvæði
en 500 fyrir sjálfan sig og aðra.
2. Að aðalfundir séu því að-
eins lögmætir, að mættir séu
fulltrúar fyrir þriðjung hluta-
fjárins.
En svo fórst nefndum rithöf-
undi svo óhönduglega röksemda-
færslan, að benda á, að það væri
jafnan á mörkum, að næg fund-
arsókn fengist á aðalfundi Eim-
skipafélagsins, til þess að þeir
væru lögmætir. Þar með var
auðvitað sannað, að ekkert
þjóðræði ríkir í Eimskipafélag-
inu, því að ástæðan til hinnar
daufu fundarsóknar er sú, að
hinir dreifðu smáhlutaeigend-
ur hafa erfiða aðstöðu til þess
að sækja umrædda fundi í
Reykjavík, svó dýr sem ferða-
lög nú eru. Almennt hafa þeir
heldur ekki þá hugmynd um
gildi sinna smáu hluta, að þeir
fari að skipa umboðsmenn, til
þess að fara með atkvæði fyrir
sig. Vita heldur ekki, hvernig
við skuli snúast málum, sem
fram kunna að koma á aðal-
fundunum og hafa ekki verið
opinberlega skýrð.
Kunnugir vita, að aðalfund
Eimskipafélagsins sækja ekki
fleiri menn að jafnaði en 50 tals-
ins, og þar sem þessir menn
virðast fara með atkvæði fyrir
þriðjung hlutafjárins, verður
það ljóst, að næstum hver fund-
armaður fer með hámarks
atkvæðamagn (500 atkvæði).
Hvar halda menn að þessir 50
fundarsækjendur séu aðallega
búsettir? Hverjir hafa toezt að-
stöðuna? Geta ekki nokkrar f j öl-
skyldur í Reykjavík algerlega
ráðið umræddu miljónafyrir-
tæki, með því að skipta hluta-
fjáreigninni niður eins og henta
þykir upp á atkvæðisréttinn?
Jú, þær geta þetta og gera það.
Þess vegna er það óverjandi brot
á jafnrétti þjóðfélagsþegnanna
að afhenda umræddu hlutafé-
lagi á fáum missirum nokkra
tugi milj. kr. til fullrar eignar
og umráða.
Öryggi og jafnrétti.
í siðuðu þjóðfélagi er reynt að
tryggja almennt öryggi og jafn-
rétti þegnanna, en það samrým-
ist ekki þeim tilgangi að gefa
allt í einu nokkrum fjölskyld-
um í Reykjavík, sem standa að
Eimskipafélaginu, fullan um-
ráðarétt og sumpart eignjarrétt
yfir tugum milj. kr. Það er ekki
hægt að gera svo skarpan grein-
armun á þýðingu Eimskipafé-
lagsins annars vegar og þýðingu
annarra þjóðnytja fyrirtækja
og atvinnurekenda í landinu
hins vegar, að þetta sé réttlæt-
anlegt.
Menn hafa hamrað á því, bæði
í sölum Alþingis og í blaðagrein-
um, aö ástæðulaust væri að ótt-
ast nokkuð um það, að gróði
Eimskipafélagsins yrði notaður
öðru vísi en aðeins í þágu al-
þjóðar. En hví eru nokkrir menn
settir í þá freistandi aðstöðu að
notfæra sér það, persónulega, að
þeim er, svo að segja kvaðalaust,
heimilað að skattleggja almenn-
ing til þrítugföldunar eða fer-
tugföldunar á hlutafé sinu?
Hvernig fór um tiltrúna til
heildsalanna, sem keyptu vörur
í Ameríku fyrir landsmenn nú
á styrjaldartímanum? Og þurftu
þeir þó að brjöta lög til auðgun-
arinnar.
Stórkostleg hneykslismál eru
góður blaðamatur, en þau borga
sig ekki fyrir þjóðfélagið, og
bezt er að komast hjá þeim, ef
hægt er. Það er því vansæmandi
fjármálastjórn og ósamboðin
réttlætismeðvitund almennings
í landinu s að gera ekki frek-
ari ráðstafanir heldut en fram
til þessa hafa verið gerðar,
gegn hættunni á misnotkun á
aðstöðu og 'gróða umrædds
hlutafélags. Vönduð bankastjórn
lánar engum manni fé, hversu
vandaður og heiðvirður sem
hann er, öðru vísi en gegn full-
um veðum eða tryggingum, og
telja allir þetta sjálfsagt. En það
sem gerst hefir að því er Eim-
skipafélagið snertir, er það, að
því hefir í skyndi verið fram-
seldur frá ríkinu tuga-milj. kr.
skattur, án þess að nokkur
trygging væri sett fyrir meðferð-
inni, önnur en felst í því að út-
borga ekki yfir 4% arð til hlut-
hafanna í næstu 2 ár. Þetta er
lítil gjöf en lagleg fyrir þá hina
fáu menn í Reykjavík, sem hafa
hlutafjáreign og aðstöðu til að
ráða öllu um stjórn Eimskipa-
félagsins. En vitað er, að
hneyksli þetta sigldi í kjölfar
núverandi ríkisstjórnar.
Eimskip eða mótorskip.
Hér í blaðinu var á það bent
fyrir skömmu síðan, að stjórn
Eimskipafélagsins hefði ekki
sýnt árvekni í því að sjá félag-
inu fyrir heppilegum skipa-
kosti. Þetta hefir hneykslað
ýmsa formælendur Eimskipa-
félagsstjórnarinnar, en það
haggar ekki sannleikanum.
Fyrir löngu var það ljóst, að hin
litlu gufuskip Eimskipafélagsins
hentuðu oss ekki til millilanda-
siglinga á aðalflutningaleiðum,
og varð þetta enn berar, þegar
Ameríkusiglingarnar hófust.
Stjórn Eimskipafélagsins hafði
fyrir stríð næga möguleika til
að fá sér nýtízku mótorskip,
annað hvort með því að skipta
á skipum eða án þess. En félags-'
stjórnin vanrækti þetta, og hef-
ir sú vanræksla kostað þjóðina
mikið fé í háum flutningsgjöld-
um, ekki einungis með skipum
Eimskipafélagsins heldur einn-
ig með erlendum skipum, sem
fylgdu sömu töxtum.
Árið 1927 lét Sameinaða gufu-
skipafélagið dansa byggja hý-
tízku mótorskip, Dronning Al-
exandrine, til íslandsferða, en
stjórn Eimskipafélagsins lét
byggja gufuskip (nýjasta skip
sitt, Dettifoss) 3 árum síðar,
þrátt fyrir það, að stöðugt var
að koma betur og betur í ljós, að
mótorskipin áttu meiri framtíð.
Sögðu sumir, að fastheldni Eim-
skipafélagsstjórnarinnar við
gufuskipin (eimskipin) stafaði
af því, að henni fyndist heiti
félagsins knýja það til að reka
eingöngu gufuskip.
Við þetta var átt hér í blaðinu,
þegar talað var um, að jafnvel
nýjasta skip Eimskipafélagsins,
Dettifoss, hefði verið gamaldags,
og þýðir ekkert fyrir Morgun-
blaðið að vera með neinar vand-
lætingar út af því, enda var um-
rætt skip þegar orðið 15 ára, og
slíkt getur ekki talizt nýtt skip,
eins og sjá má á því, að talið er
(Framhald á 7. síöu)
Fundur skólastjóra Kéraðs-
og gagnfræðaskóla
Dagana 11.—13. júní var
haldinn fundur skólastjóra hér-
aðsskóla og gagnfræðaskóla á
íslandi. Átti fræðslumálastjóri
frumkvæði að fundi þessum og
ákvað fundarefnið, sem var á
þessa leið:
1. Frumv. skólamálanefndar um
gagnfræðastigið.
2. Launamál.
3. Námsbækur.
4. Ýmis mál.
Fundinn sátu fræðslumála-
stjóri, skrifstofustjóri fræðslu-
málastjóra og allir skólastjórar,
er boðaðir höfðu verið, nema
einn, er ekki gat komið því við
að sækja fundinn.
Fræðslumálastjóri setti fund-
inn og lagði fyrir dagskrá hans.
Fundarstjórar voru kjörnir þeir
Bjarni Bjarnason, skólastjóri,
Laugarvatni og Þorsteinn M.
Jónsson, skólastjóri, -Akureyri.
Ritarar fundarins voru skóla-
stj órarnir Benedikt Tómasson,
Hafn?irf. og Guðmundur Gísla-
son, Reykjum.
Frummælandi var Ingimar
Jónsson, skólastjóri, Reykjavík,
sem gerði grein fyrir frv. skóla-
málanefndar um gagnfræða-
nám. Fundir hófust að jafnaði
kl. 1,30—2 e. m. Var gefið fund-
arhlé kl. 4—5 og stóðu fundir
síðan fram til kl. 7—8 að kveldi.
Á morgnana störfuðu nefndir.
Öll þau mál, sem fundurinn
átti að hafa til meðferðar voru
tekin rækilega til umræðu og
íhugunar og síðasta daginn sam-
þykktar ýmsar tillögur ýmist til
milliþinganefndar í skólamálum
eða fræðslumálastjórnarinnar.
Þessar voru helztar:
Stofnun menntaskóla í sveit.
„Fundur héraðs- og gagn-
fræðaskólakennara beinir þeim
tilmælum til milliþinganefndar
í skólamálum, að hún geri það
að tillögu sinni, að menntaskóli
verði stofnaður í sveit hið fyrsta
til þess að auðvelda æskumönn-
um sveitanna menntaskóla-
nám.“
Útgáfa skólabóka.
„Fundurinn telur, að útgáfa
kennslubóka eigi að vera frjáls
og öllum heimil, þvi að þann veg
verði bezt tryggð eðlileg þróun
í vali og útgáfu námsbóka, enda
verði fræðslumálastj. jafnan á
verði um, að ekki skorti nauð-
synlegar kennslubækur. Þá tel-
ur fundurinn rétt, að nemendur
kaupi og eigi þær bækur, er þeir
nota við nám. Einnig lítur hann
svo á, að æskilegast sé, að
fræðslumálastjóri annist útveg-
un erlendra kennslutækja og
| kennslubóka.“
Um breytingar á frv. skóla-
málanefndar.
„Um 39 gr. frv. Setja mætti
skýrari ákvæði um það, að ýmis
störf kennara, önnur en bein
kennslustörf, megi teljast með
í starfsmánaðafjölda hans og
geti því lengt hann.
Um 44. gr. frv. Rétt væri að
fella niður ákvæði um það, að
kennarar dæmi um úrlausnir
hver í sinni grein við landspróf.
Skulu öll ákvæði um framkvæmd
prófa vera í reglugerð.
Um 56. gr. frv. Ákvæði vanta
um það, að nemendur í heima-
vistarskólum skuli greiða húsa-
leigu. Geta mætti þess, að um
fleiri tekjuöflunarleiðir en fram
lög ríkis og sveita megi vera að
ræða.
Um 57. gr. Of lítið mun vera
að ætla einn kennara á 25 nem-
endur í skólum, sem hafa verk-
námsdeildir. Mundi nær, að einn
kennara þyrfti á 15—18 nem.
eftir stærð skólanna. Þá hafa
sumir fundarmenn sérstöðu að
því leyti, að þeir telja skyldu-
nám frá 13—15 ára aldurs ekki
æskilegt að svo stöddu. Ef
skyldunám verður lögboðið eftir
13 ára aldur, telja ýmsir æski-
legt, að því þurfi ekki að vera ,
lokið við 15 ára aldur.
Fundurinn samþykkir, að upp
haf 55. gr. í frumvarpi til laga
um gagnfræðanám orðist svo:
„Ríkissjóður greiði allt að þrem
fjórðu stofnkostnaðar við heima
vistarskóla og heimangöngu-
skóla.“
Starfstími héraðs- og gagn-
fræðaskólanna.
„Fundurinn telur, að héraðs-
og gagnfræðaskólar skuli ekki
starfa lengur en 7 y2 mánuð á
ári hverju, til þess að æskumenn
þeir, er skólann sækja, slitni
ekki úr tengslum við lífrænt at-
vinnulíf þjóðarinnar."
Laun héraðs- og gagnfræða-
skólakennara.
„Fundurinn samþ. að kjósa
þriggja manna nefnd, er vinni
að því við fræðslumálastjóra,
kennslumálaráðherra og Alþingi
að laun héraðs- og gagnfræða-
skólakennara og kennara Eiða-
skóla verði greidd eins og ákveð-
ið er í 16. og 29. gr. launalaga,
þótt kennslutími skólans sé
styttri en 9 mánuðir. Má benda
á það, að skólarnir geta að öðr-
um kosti búizt við því, að beztu
kennararnir hverfi frá þessum
skólum og leiti sér starfs ,þar
sem kennslutími er lengri og
árslaun því hærri. Þá felur fund-
urinn nefndinni að beita sér fyr-
ir því, að héraðsskólakennarar _
(Framhald á 5. slðu)
fram. Þessi uppástunga hefir að
líkindum fallið í gleymsku, en
án efa eru fleiri sama sinnis.
Spurningin er, hvort það er
með þessum auðmýktarhug, sem
við eigum að mæta friðnum og
nágrönnum okkar. Þeirri spurn-
ingu ættu menn að reyna að
svara, áður en samfundirnir
verða. En til þess að það svar
verði rétt, er nauðsynlegt að
rifja upp fyrir sér, hvað skeð
hefir i raun og veru.
Það er bezt að taka það fram
strax, að forsendurnar fyrir öll-
um þessum hugsanagangi eru
alrangar. Norðmenn og Finnar
hafa alls ekki barizt fyrir okkur,
Ameríkumenn og Englendingar
ekki heldur. Ytri nauðsyn og
eigin hugsjónir hefðu mótað
baráttu þeirra á sama hátt, þótt
Svíþjóð hefði verið í fjalldölum
Alpanna eða á ströndum Suður-
Ameríku. Það hefði engu breytt
öðru en því, að þeir flóttamenn,
sem leitað hafa hælis< í Svíþjóð,
hefðu hlotið þar aðrar viðtökur.
Við getum dáð framgöngu hinna
stríðandi vinaþjóða og verið
þeim þakklát'ir, en ■ við getum
ekki fallizt á, að þeir séu að
berjast fyrir okkur. Það væri
óafsakanleg eigingirni.,
Jafnvel Norðmenn — svo nær-
tækasta dæmið sé tekið — skilja
þetta til fulls við nánari at-
hugun. Þeir vita líka jafnvel og
við sjálfir, að stefna okkar í ut-
anríkismálum var engin tjáning
á tilfinningum sænskra manna,
heldur aðeins rökrétt afleiðing
af undangenginni afvopnun
okkar. Það, sem við ætturn að
blygðast okkar fyrir, er fyrst og
fremst þessi afvopnun, sem
rændi okkur hverjum möguleika
til þess að framfylgja þeirri
stjórnarstefnu, sem formælend-
ur afvopnunarinnar töldu þó
heppilegasta. Jafnvel þetta geta
Norðmenn skilið til fulls, því að
þeir höfðu sjálfir framkvæmt
ennþá algerðari afvopnun. Þar
var sparsemin og friðardýrkun-
in að verki og varð þeim harla
dýrt og setti okkur í ófyrirsjá-
anlegan vanda. Þegar þýzki inn-
rásarherinn í Noregi varðsetti
öll vesturlandamæri okkar, fékk
það okkur ærið verkefni að
vinna.
' En það er eitt, sem grannar
okkar í vestri skilja, að minnsta
kosti seinna, þótt það reynist
erfitt í hita stríðsins, og það er
afstaða okkar til Finnlands.
Þessir tveir grannar okkar hafa
dregizt þannig inn í styrjöldina,
að þeir standa þar hvor gegn
öðrum. Svíþjóð var jafn ó-
mögulegt að veita Finnlandi
hjálp gegn Noregi, sem Norðr
mönnum gegn Finnum. Við vor-
um tengdir báðum þessum þjóð-
um alltof sterkum sögutengsl-
um og vináttuböndum til þess að
veita annarri þjóðinni gegn
hinni. Þegar tímar líða, munu
Norðmenn skilja fullkomlega á-
stæður Finna og komast að raun
um, að til eru aðrir innrásar-
menn en Þjóðverjar. Þá er jafn-
vel að finna í hópi Banda-
manna, og má þar sérstaklega
nefna Rússa.
Nei, það sem blandar geð ná-
grannanna i okkar garð, er ekki
fyrst og fremst það, að við
skyldum ekki kasta okkur út í
styrjöldina. Það er annað, og á
þessum sjálfskönnunartímum er
skynsamlegast að gera sér fulla
grein fyrir því, hvað það er.
Það kemur reyndar greinilega
fram í þessum orðum, sem höfð
eru eftir Norðmanni nýlega: „Ég
hefi orðið fyrir miklum von-
brigðum hér í Svíþjóð, og það
skeði í sambandi við útlegðar-
flutninga stúdentanna frá Oslo.
Hér voru haldnar miklar kröfu-
göngur í neitunarskyni, og við
Norðmenn biðum i eftirvænt-
ingu um það hvað mundi ske.
En ekkert skeði“.
Já, það er einmitt þetta. Það,
sem særir nágranna okkar, er
ekki það, hvað við gerum eða
látum ógert, heldur fremur mis-
ræmið milli orða okkar og gerða.
Og það, sem tekur einna mest á
taugar þeirra, er lofsöngur skrif-
borðsmannanna um baráttu
annarra og orðagjálfrið um
þrautir og þjáningar annarra
manna. Glöggt auga kemst held-
ur ekki hjá því að veita því at-
hygli, að meðal þeirra, sem hæst
hvetja til baráttu fyrir frelsi og
mannréttindum, eru þeir, sem
mest unnu að því, að sú barátta
yrði háð án vopna, eða með
öðrum orðum á þann hátt, sem
minstar líkur voru til árangurs.
Þetta er gömul saga, en raun-
ar alltaf ný. Gustav Sundbárg
gerir þennan greinarmun á
hinum norrænu þjóðum í bók
sinni „Det svenska folklynnet":
„Norðmenn halda, að allt vinn-
ist bezt með stórum orðum,
Danir með viturlegum orðum en
Svíar með fögrum orðum“. Hvert
sanngildi þessara orða er, að því
er snertir frændþjóðir okkar,
skal ósagt látið, en atburðir sið-
ustu ára virðast hafa styrkt
þennan dóm um Svía. Við vilj-
um heyra fögur orð um þessa
styrjöld, um afstöðu okkar til
hennar, um afstöðu okkar til
nágrannaþjóðanna, um samhug
okkar með þeim og um okkar
eigin hugsanir og tilfinningar.
Þá, sem þannig tala, hyllum við.
Fyrir styrjöldina var hug
okkar lýst með fögrum orðum í
frelsisræðum og ættjarðar-
söngvum:
„Men kommer nágon vára
fjáll för nára
och mulnar det i Svitiod,
dá bröder, vid várt namn,
vár gamla ára,
vi hugga oss en vág i blod“.
En því var gleymt, með hvaða
vopnum við ættum að höggva
þennan veg í blóði. Hættan á
því, að fjandmenn nálguðust
fjöll vor um of, var þá líka
harla fjarlæg.
Nú hefir löngunin eftir fögr-
um orðum komið fram á ný með
auknum styrk. Mönnum, sem
þurftu að tala fyrir stórum á-
heyrenþahóp á hátíðastundum,
hlaut að verða það mikil freist-
ing að bregða fyrir sig hinum
fögru orðum um réttlæti, frelsi
og mannúð. Og þegar lófatak og
fagnaðarlæti áheyrendanna
hafa ætlað að rífa þakiS af
húsinu að ræðu lokinni, verð-
um við að fyrirgefa gestum vor-
um frá nágrannalöndunum,
sem oft hafa skipað heiðurs-
sess á þessum hátíðum, þótt
þeir hafi tekið hin fögru orð í
fullkominni alvöru. Af þeim, sem
hafa haft „varðveizlu frelsisins
á stefnuskrá sinni“, er vænzt
einhverra aðgerða í samræmi
við það. Gestirnir hafa átt bágt
með að átta sig á því, að menn-
irnir, sem bannfært höfðu af
svo miklum hita órétt og of-
beldi, skyldu ekki ganga með
sama ákafa að framkvæmd dag-
skipanarinnar. Það, sem gest-
irnir hafa saknað, er áreiðan-
leiki hinna fögru orða. Þeim
hefir fundizt lítið koma til hjals-
ins um „hjálpsemi og samúð,
þegar hinn dýpri skilning brast
með öllu“, og hinnar „lítt hugs-
uðu og grunnstæðu meðaumk-
unar“, svo ekki sé minnzt á pre-
dikunartóninn, sem stundum
kemur greinilega fram.
Skýringarinnar á þessu-í fari
sænsku þjóðarinnar mun fyrst
og fremst vera að leita í hinni
rótgrónu trú þjóðarinnar á
sigri réttlætisins. Það er full-
vissa, algerlega trúarlegs eðlis,
af sama toga spunnin og trúin
á réttlátan guð. Það er djúpstæð
réttarmeðvitund og vissa um
það, að hið góða muni ætíð sigra
að lokum, og að sá, sem hefir á
réttu að standa, muni líka ná
rétti sínum. Það einkennilega
er, að þessi bjartsýni virðist
vaxa, þegar trúarlega grundvell-
inum virðist kippt undan henni.
Jafnframt því, sem menp tapa
trúnni á algóðan guð, sem
styrkir hinn veika og stjórnar
öllu af vizku og kærleika, verða
þeir sannfærðari um sigur rétt-
lætisins í heiminum. Það sigr-
ar ætíð að lokum.
Þessi sannfæring hefir því
miður ekki við rök að styðjast.
Þegar norsku, dönsku og hol-
lenzku þjóðirnar hefja frjálst líf
á ný eftir styrjöldina, byggist
það ekki á því, að þær hafi haft
rétt til þess, heldur hinu, að
barizt hefir verið til sigurs. Og
ef baltnesku þjóðirnar, Eistlend-
ingar, Litháar og Lettar, verða
þurrkaðar út, byggist það ekki
á því, að þær hafi minni rétt
til að lifa sjálfstæðu og frjálsu
lífi en aðrar þjóðir, heldur því,
að þær verða að lúta sterkum
grönnum.
En bjargföst trú á sigur hins
rétta málstaðar, er þó nauðsyn-
leg hverri þjóð, sem á í styrj-
öld. Finnskur ræðumaður mælti
svo fyrir nokkru: „Þá fyrst, er
við töpum trúnni á endanlegan
sigur réttlætisins, verður mót-
lætið óbærilegt". En sænsku
þjóðinni hefir þessi fullvissa um
sigur réttlætisins ekki orðið ein-
göngu til góðs. Hún hefir breitt
yfir þá óþægilegu staðreynd, að
vald verður að mæta valdi.
Og þessi bjartsýnistrú verður
orsök þess, að þjóðin verður fyr-
ir gagnrýni, af því tagi, sem
(Framhald á 7. 8íÖu)
/