Tíminn - 17.07.1945, Qupperneq 1
KITSTJÓRI:
| ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON.
J ÚTGEFFANDI:
FR AMSÓKN ARFLOKKURINN.
j Símar 2353 Og 4373.
1 PRENTSMIÐJAN EDDA hj.
(
RITSTJÓRASKRIFSTOFUR: \
EDDUHÚSI. Lindargötu 9 A.
Símar 2353 og 4373.
AFGREIÐSLA, INNHEIMTA
OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA:
EDDUHÚSI, Lindargötu 9A.
Simi 2323.
29. árg.
Reykjavík, þriðjudaginii 17. júlí 1945
53. blað
V estmannacy j adeilau:
Eíga iáir menn að fá að
0
valda miljónatjóni?
Þann 19. þ. m. kemur úrskurður Félagsdóms um það, hvort
í'jórum vélstjórum sé heimilt að leggja niður vinnu og ónýta með
því fjögra miljóna króna verðmæli til styrktar félagi, sem ekki
á í kjaradeilu og sjálft tekur ekki nema Iítinn þátt í verkfall-
inu. En þetta gerðist í allsherjarverkfallinu í Vestmannaeyjum,
sem hin kommúnistíska óstjórn í Alþýðusambandinu stóð að.
Hin ýtarlega frásögn Tímans
um allsherjarverkfallið í Vest-
mannaeyjum, sem varð í byrjun
þessa mánaðar, hefir að vonum
vakið mikla athygli. Hér var
ekki um neina kjaradeilu að
ræða, heldur þá kröfu kommún-
ista, að félag þeirra yrði viður-
kenndur samningsaðili verzlun-
arfólks i Vestmanna'eyjum, en
ekki verzlunarmannafélagið,
sem þar hafði starfað lengi. Af
verzlunarmönnum tóku ekki
nema 7 menn þátt í verkfallinu,
enda þótt allsherjarverkfall væri
fyrirskipað þeirra vegna.
Svo átti að, heita, að atkvæða-
greiðsla væri látin fara fram í
félögunum áður, en þátttaka í
henni var sáralítil, t. d. greiddu
50 manns atkvæði í verkalýðs-
félaginu, þar sém félagsmenn
eru nokkur hundruð.
Menn í Vestmannaeyjum og
viðar urðu meir en lítið undr-
andi, er þeir fréttu, að allsherj-
arverkfall ætti að koma til
framkvæmda, eftir að ljóst var,
að verkalýðsfélögin höfðu engan
áhuga fyrir málinu, og fólkið,
sem verkfalið var gert fyrir,
hélt áfram að vinna, eins og
ekkert hefði í skorizt. Fjórir vél-
stjórar voru t. d. látnir stöðva
rekstur frystihúsa, þar sem
geymd voru verðmæti fyrir fjór-
ar miljónir króna.
Af vinnulöggjöfinni verður
ekki annað ráðið heldur en að
verkfall þetta sé helber lögleysa,
þar sem það er gert til styrktar
félagi, sem ekki tekur sjálft þátt
i verkfallinu, nema að sáralitlu
Góður vínur
á förum
Valdemar Björnsson
Valdemar Björnsson frá Minn-
eapolis, sem starfaði hér undan-
farin ár eins og kunnugt er og
meðal annars haft á hendi méð-
algöngu milli Bandaríkj aliðsins
hér og íslenzku blaðanna, fer al-
farinn héðan vestur um haf í
dag.
Valdemar hefir á þessum ár-
um, sem hann hefir dvalið hér,
áunnið sér óvenjulega ástsæld
allra, er hafa haft kynni af hon-
um, og unnið landi og þjóð
meira gagn með starfi sínu en
metið verður. í fljótu bragði.
Honum fylgja því vestur um
hafið góðir hugir fjölmargra
landa hans, sem kunna honum
hinar beztu þakkir fyrir ágæta
viðkynningu og óska honum
góðrar heimkomu til sinna á-
gætu foreldra og systkina.
leyti. £>á eru það óskráð lög hjá
flestum menningarþjóðum, að
lífæðar þjóðfélagsins eru ekki
dregnar inn í verkfallsdeilur.
Það þykir ekki sæmandi að
stöðva orkuver eða önnur þau
fyrirtæki, sem heill og hagur
margra einstaklinga eða þjóðar-
innarr byggist á, frekar en
læknar geri verkföll í sjúkra-
húsum.
Þess vegna hefir eigandi
Hraðfrystistöðvar Vestmanna-
eyja höfðað mál fyrir Félags-
dómi, til þess að fá úr því skor-
ið, hvort heimilt sé að gera slíkt
verkfall í hraðfrystihúsum, og
frystihúsin í Vestmannaeyjum
hafa ákveðið að taka ekki beitu-
síld eða önnur auðskemmanleg
verðmæti til frystingar, gangi
dómur Félagsdóms í þá átt, að
þessháttar verkföll séu heimil.
Verkfallið í hraðfrystihúsun-
um í Vestmannaeyjum er sam-
bærilegt við það, ef vélstjór-
arnir við Ljósafoss stöðvuðu
allar vélar, með augljósum aíf-
leiðingum, ef kommúnistar
tækju upp á þvi að mynda í
Reykjavík sellu verzlunarmanna,
sem krefðist kaupsamninga við
öll verzlunarfyrirtæki í bænum,
en væri synjað um slíkt af eðli-
legurri ástæðum. Félagsdómur
sker úr um það, hvort leyfilegt
sé að ógna lífæðum þjóðfélags-
ins og spilla piiljónaverðmæti
fyrir alóskylda deilu. Ef engin
ákvæði eru til um það, virðist
vera kominn tími til, að lög-
gjafin setji þau.
Annað er það i sambandi við
vinnulöggjöfina, sem fullkomin
ástæða virðist til að endurskoða,
og það er ákvörðunarréttur
verkalýðsfélaga til verkfalla.
Það hlýtur að orka tvímælis, að
félög geti hafið verkföll af hvaða
tilefni sem vgra skal, án þess
að meirihluti félagsmanna geri
samþykktir 'um það. Þeir, sem
sömdu vinnulöggjöffna, hafa
ekki gert ráð fyrir, að forusta
verkalýðsfélaganna lenti í hönd-
um óvita, sem notuðu verkfalls-
réttinn til að fremja slíkt of-
beldi og stöövun frystihúsanna í
Vestmannaeyjum óumdeilanlega
er út af hjákátlegum smámun-
um. Löggjafinn verðurv að
hindra, að slíkt skemmdarstarf
geti komið fyrir, þótt stjórn Al-
þýðusambandsins sé skipuð
mönnum, sem ekki skirrast við
að spilla margra miljóna króna
verðmæti, ef þeir geta með því
svalað ofbeldishneigð sinni.
í vinnulöggjöfinni er tekið
fram, að vinnustöðvun sé heim-
i4, ef atkvæðagreiðsla.hefir far-
ið fram innan viðkomandi fé-
lags eða þá að stjórn eða trún-
aðarmannaráð hafi samþykkt
hana, enda skuli þau hafa heim-
ild til þess samkvæmt lögum
eða samþykktum félagsins.
Nú er það vitað mál, að kom-
múnistar hafa lagt sérstaka á-
herzlu á, að þetta vald væri í
höndum fárra manna, sem
nefnd eru trúnaðarmannaráð.
Þeir leitast svo við að troða
sínum mönnum í þau og stjórna
svo félögum, er telja hundruð
eða þúsundir félagsmanna með
þessum hætti. Er hlutfallið viða
álíka og í Rússlandi, þar sem
kommúnistar stjórna, en flokk-
ur þeirra telur aðeins 3 miljónir
af 180 miljónum.
Hinn lögverndaði verkfalls-
réttur er verkalýðnum vissulega
svo dýrmætur, að ekki er sæm-
(Framhald á 8. síöu)
Engar iakir hafa iannazt
á Guðmnnd Kamhan
BREZKA KONUNGSFJðLSKYLDM
Skýrsla ríkíssljórnarinnar
nm rannsókn málsins
íslenzku ríkisstjórninni hefir nú borizt skýrsla frá sendiráðinu
í Kaupmannahöfn um réttarrannsókn þá, sem dönsk yfirvöld
fyrirskipuðu vegna vígs Guðmundar Kambans. Niðurstaða þeirr-
ar rannsóknar var sú, að ekki varð nein sök fundin hjá Kamban,
og hefir danska utanríkismálaráðuneytið látið í ljós harm sinn
yfir þessum atburði og boðið dánarbætur. Það kom einnig í ljós
við rannsóknina, að handtaka Guðmundar Kambans hafði ekki
verið fyrirskipuð af neinum ábyrgum aðiija, heldur átti þar
frumkvæðið „einhver maður, sem ekki hefir tekizt að hafa uppi
á“, eins og komizt er að orði í skýrslu íslenzku ríkisstjórnarinnar
um málið.
Myndin er tekin eftir þakkarguðsþjónustji í St. Paul dómkirkjunni í
London á friðardaginn. Brezku konungshjónin, ásamt prinsessunum, Mar-
garet og Elisabet eru að ganga út úr kirkjunni, að athöfn lokinni.
I
Ntjórnmálafnndlr
á Austurlandi
fJiidaiihald og léleg vörn stjórnarliðsins.
Eysteinn Jónsson alþingis-
maður hefir að undanförnu
haldið leiðarþing í flestum
hreppum Suður-Múlasýslu. Hafa
þau viða verið mjög fjölsótt og
máli hans vel tekið. Hann hafði
mælzt til þess, að Lúðvik Jós-
efsson mætti sér á fundun-
um, þar sem hann sækist nokk-
uð til ^nannaforráða í því kjör-
dæmi. En hann skoraðist undan
því og brá sér suður, þegar Ey-
steinn hóf ferðir sínar. Kaus
hann heldur að rógbera Eystein
í Borgarnesi en að eiga rök-
r'æður við hann á fundum í
Suður-Múlasýslu. Að lokum
varð Sósíalistaflokkurinn ótta-
sleginn við þetta framferði
Lúðvíks og sendi hann til móts
við Eystein á fund í Neskaupstað
6. þ. m.
Sá fundur var hinn fjörugasti
og mjög fjölmennur. Stóð hann
til kl. 2 um nóttina. Var ræðu-
tími jafn og ennfremur tóku
þrír heimamenn til máls, tveir
kommúnistar og einn Framsókn-
armaður. Lúðvík Jósefsson var í
stöðugri vörn og gekk ófimlega
að verja samfylkingarbraskið
við stríðsgróðamanninn Ólaf
Thors. Var auðfundið, að kom-
múnistar þar horfa kvíðnir fram
á samstarfið við þann auðvalds-
leiðtoga.
Á fundi á Eskifirði var Arn-
finnur Jónsson staddur og reyndi
hann að halda uppi vörnum fyr-
ir stjórnarliðið. Mun hann á
eftir hafa kosið að hann hefði
ekki lagt í slíkt. Fór hann hrak-
farir miklar.
Stjórnarliðið mætir
í fyrsta sinn.
S. 1. föstudag boðaði Fram-
sóknarflokkurinn til fundar á
Seyðisfirði og bauð stjórnarlið-
um að mæta með jafnan ræðu^
tíma. Er þetta áttundi fundur-
inn, sem Framsóknarflokkurinn
boðar með (þessum hætti, en
stjórnarliðið hefir hvergi þorað
að mæta fyr. Var það orðið að
athlægi fyrir og kaus því að
senda menn á þennan fund.
Þar áttust við Eysteinn Jóns-
son, Sigurður Kristjánsson, Lúð-
vík Jósefsson og Oddur Sigur-
jónsson. Á annað hundrað
manns sótti fundinn, sem stóð
í rúmar 5 klst. Heimamenn töl-
uðu engir og átti stjórnarliðið í
vök að verjast.
Eiðafundurinn.
Stjórnarliðið boðaði til fund-
ar að Eiðúm s. 1. sunnudag. Var
(Framhald á 8. síðu)
I dag
birtist á 3. ?íðu grein eftir
Halldór Kristjánsson á Kirkju-
bóli, er nefnist „Stjórnarand-
staða og þjóðhollusta".
Neðanmáls á 3. og 4. síðu er
grein um ríka menn í Rússlandi.
Ofanmáls á 4. síðu eru íþrótta-
fréttir Tímans.
| Hér fer á eftir fréttatilkynn-
ing sú, sem utanríkismálaráðu-
neytið íslenzka hefir sent blöð-
unum:
j „Er fregnin um víg Guðmund-
ar Kambans barst hingað, var
sendiráði íslands í Kaupmanna-
þegar í stað falið að afla fullrar
skýrslu um málið. Smám saman
bárust fregnir af málinu, eink-
um þó í símskeyti sendiráðsins
27. f. m.
Ríkisstjórn Dana fyrirskipaði
réttarrannsókn út af vigftiu;
þótti rétt að birta eigi opinbera
greinargerð fyrr en árangur
þeirrar rannsóknar væri kunnur.
Nú hefir borizt skýrsla frá
sendiráðinu í Kaupmannahöfn,
ásamt fylgiskjölum, þ. á m. nótu
frá utanríkisráðuneyti Dana og
skýrslu dömsmálaráðuneytisins
um árangur réttarrannsóknar-
innar.
Þessi gögn sýna, að frum-
kvæðið að handtöku Guðmund-
ar Kambans kom frá einhverj-
um manni, sem ekki hefir tekizt
að hafa uppi á. Að fyrirlagi
j þessa manns, fór undirforingi úr
ftði danskra frelsisvina, ásamt
þrem mönnum öðrum, heim til
Kambans í Hótel-Pension Bar-
toli, Upsalagade 20. Kamban sat
að snæðingi, ásamt dóttur sinni,
er meninrnir komu. Flokksfor-
inginn kvaðst þar kominn til
þess að handtaka Kamban. Það
er ljóst, að hann neitaði mjög
j eindregið rétti þessara aðila til
handtökunnar, og fékkst eigi til
að fara með þeim óneyddur, en
að öðru leyti ber vitnisburði eigi
saman um hin næstu atvik.
j Náðst hefir til þriggja manna úr
flokknum, sem að handtökunni
stóð, og halda þeir því fram, að
Kamban hafi veitt líkamlega
mótspyrnu, en þrír hlutlausir
sjónarvottar neita þvi, að svo
hafi verið. Er Kamban neitaði að
hlýðnast handtökunni, miðaði
flokksforinginn á hann skam-
byssu.
Kamban hlýddi ekki að held-
ur, og skaut flokksforinginn
hann þá í gagnaugað, og var
Kamban þegar örendur. Tveir
flokksmannanna, er viðstaddir
voru, voru vopnaðir vélbyssum.
Því fer fjarri, að nokkrar sakir
hafi sannazt á Guðmund Kamb-
an um samvinnu við Þjóðverja
í Danmörku á hernámsárunum.
Hitt er upplýst, að kviksögur
hafa gengið um það, að hann
ætti kunningskap við háttsetta
Þjóðverja og við Dani, er með
þeim unnu. Sýnist þar með að
leita ástæðunnar til þess, að til
greina kom að handtaka hann.
Hitt verður að leggja áherzlu á í
þessu sambandi að augljóst er,
að fyrirskipuni^ um handtök-
una kom ekki frá neinum ábyrg-
um aðilja, hvorki innan ríkis-
stjórnarinnar né meðal þjóð-
frelsishreyfingarinnar.
í nótu þeirri, sem ^anska ut-
anríkisráðuneytið sendi sendi-
ráði íslands í Kaupmannahöfn
að rannsökuðu máli, og dagsett
er hinn 22. f. m., er tekið fram,
að öll aðförin að Kamban sé
Dönum hið mesta hryggðarefni.
Orð ráðuneytisins um þetta
atriði eru á þessa leið:
„. ... at man fra dansk Side
paa det dybeste maa beklage, at
Professor Kamban er blevet
Offer for den paagældende
Aktion.“
Danska utanrikisráðuneytið
bætir því við, að það sé fúst til
viðræðna um dánarbætur til
ekkju Guðmundar Kambans, og
er það mál nú í höndum mála-
færslumanns frúarinnar.“
Af þessari skýrslu virðist aug-
ljóst, að Kamban hafi verið sak-
laus veginn og aðförin ástæðu-
laus. Er það öllum góðum ís-
lendingum ánægjuefni, að stað-
festing hefir nú á þessu fengizt,
þótt sárt væri, að hann skyldi
falla fyrir vopnum manna, sem
sýnilega hafa ekki verið hæfir til
þess að gegna því starfi, sem
þeir höföu tekizt á hendur eða
verið valdir til. Hitt er þó enn
sárara, að strax á fyrsta degi,
er hingað fréttist um afdrif
Kambans, risu hér upp menn,
sem að órannsökuðu máli og án
nokkurra eftirgrennslana þótt-
ust þess umkomnir að gefa hon-
um að sök hinn vítaverðasta
verknað. Á því stigi málsins var
þvi til dæmis lýst yfir í feitletr-
aði fregn i Þjóðviljanum, að
fullsannað" væri, að Kamban
hefði verið sekur um samvinnu
við Þjóðverja. Slík afstaða, sem
kommúnistar tóku í þessu við-
kvæma máli, er fordæmanleg,
hvernig sem á hana er litið, en
hún sýnir, lí^ta mennina, sem
hana tóku, í mjög skæru ljósi.
Hún^sýnir, að þeir hugsa ekki
fyrst og fremst um það, hvað er
satt og rétt og hvað sæmd lands
og þjóðar býð'ur. Hér var fyrst og
fremst um hugsað að ausa póli-
tískan andstæðing níði, og þá
gilti einu, þótt hann væri fall-
inn í valinn í öðru landi.
Hitt er svo annað mál, þótt
þeir hafi ef til vill runnið frá
fyrri afstöðu sinni, nú þegar þeir
finna nógu glöggt þau ítök, sem
Kamban á í hugum fólksins og
hafa sannfærzt um, hvaða aug-
um hin hvatvísa og illkvittna
afstaða þeirra hefir verið litin
af almenningi.
Steían Islandi
heldur fyrstu söng-
skemmtun sína
í Gamla Bíó í kvöld.
Mun hann syngja lög eftir
Árna Thorsteinsson, Pál ísólfs-
son, Sigurð Þórðarson, Karl Run-
ólfsson og Sigfús Einarsson, auk
erlendra tónverka.
Er nú orðið það langt síðan
að Stefán hefir látið til sín
heyra hér heima, að búast má
við húsfylli — og að færri kom-
ist að en vilja.