Tíminn - 20.07.1945, Blaðsíða 6
6
TÖirVTV. föstwdaginn 20. |úll 1945
54. blað
Hallnr á Hlið
w
, Attavílla‘ Jóns Pálmasonar
Lítll hugleiðlng við frafall hans.
Hallur var fæddur á Hlíð í
Hnappadal 1. des. 1899. Hann
var yngstur af 5 bræðrum
þeirra Hlíðarhjóna, Magnúsar
Magnússonar og Sfgríöar Halls-
dóttur, er þar bjuggu sæmdar-
búi um 40 ára skeið. Hann hóf
búskap á Hlíð fyrir tæpum tutt-
ugu árum og kvæntist 1927
Hrafnhildi Einarsdóttur frá
Munaðarnesi. Hlíð er fjallajörð,
í noröurhlíð syðri hluta Hnappa-
dals, og er erfið til aðdrátta og
nytja. Á slíkum jörðum geta að-
eins harðfengir* menn og dug-
.iegir búið svo i lagi sé, en þeim
kostum var Hallur búinn í rík-
um mæli
\
krónur, auk þess, sem tekið var
frá til útsæðis næsta vor. Er
þetta atriði athyglisvert, þegar
fjöldi bænda verður að kaupa
að allan garðáxöxt til heimilis-
nota og sýnir að starfs- og bú-
skaparhættir voru aðrir á Hlíð
en víða annars staðar.
Við rannsókn á veikindum
Halls kom í ljós að hér var um
krabbamein að ræða, sem ekkert
var hægt við að gjöra. Um vetur-
nætur voru veikindi hans komin
á það stig, að læknar töldu að
hver dagur gæti orðið hans síð-
asti. Hrafnhildur, kona hans
kom þá aftur til Reykjavíkur, til
að vera við sjúkrabeð hans. Enn
Fjölskyldan á Hlíð. — Myndin tekin árið 1943.
í fyrravor kom Hallur tii
Reykjavíkur. Hann hafði þá um
nokkurt skeið kennt krankleika,
er sífellt ágerðist. Hann var
skoðaður af læknum og veikindi
hans rannsökuð, en ekki talið
fært neinna læknisaðgerða við
þeim. Hann fór því fljótlega
heim aftur. Honum sjálfum og
öðrum kunnugum varð það þá
strax ljóst, að alvara var á ferð-
um. Undir venjulegum kringum-
stæðum, hefði verið eðliiegast,
að hann yrði þá strax lagður á
sjúkrahús, en heimilisástæður
voru þannig, að slíkt var erfitt,
er aðalbjargræðistími sveita-
bóndans fór í hönd. Á þessum
árum höfðu þau Hallur og
Hrafhildur eignazt 11 börn, er
öll lifðu, það elzta 17 ára, en
yngsta rúmlega ársgamalt. Fjár-
pestir höfðu þar sem annars-
staðar gert mikinn usla í búfén-
aði, en þrátt fyrir þær og sífellt
vaxandi ómegð, bjuggju þau
góðu búi, við sæmileg efni, og
unnið hafði. verið á Hlíð að
jarða- og húsabótum allmikið.
Þegar heim kom i fyrra vor
voru vorannir i fullum gangi.
Heimilisfólkið var hjónin og
börnin, og hin aldna húsfreyja
móðir Halls, á 80. ári. Hinn
sjúki dugnaðarbóndi gat lítt
notið sín í vorönnum, en hann
gat fylgzt með þeim og stjórnað
hinu smáa starfsliði sinu. All-
mikið land hafði verið brotið til
garöræktar. Auk þess, sem ætlað
vg,r til heimilisins fengu börnin
sinn blettinn hvert til ræktun-
ar og hirðu. Er sláttur hófst
fékkst ekkert kaupafólk að Hlíð.
Á fjölmennt barnaheimili fram
í afdölum, til heyskapar án véla
og annarra hlunninda ,þótti því
fólki ekki fýsandi að fara, er
annars fékkst til að fara í sveit.
Það varð því hlutskipti hins
sjúka, en lagtæka bónda að búa
heyskaparáhöldin í hendur hinu
marga en smáa verkafólki sínu,
stjórna starfi þeirra og finna út-
búnað til að létta þeim erfiðustu
störfin við heyskapinn. Sjálfur
V gat hann lítið aðstoðað þau, og
ekkert er á sumarið leið. Hey-
skapurinn gekk þó betur en
ætla mætti .Um réttir var Hallur
orðinn það sjúkur, að ekki var
annars kostur, en að flytja hann
í sjúki’ahús. Móðir hans var þá
lika veik oi’ðin, og varð að leita
læknishjálpar. Hrafnhildur fór
þá til Reykjavikur með þau
bæði. Hallur var þegar lagður í
Landsspít'alann, en Sigríður
móðir hans fór til dóttur sinnar,
sem búsett er í Reykjavík. Börn-
in 11 voru ein eftir heima. Nú
komu haustannir í sveitinni og
Hrafnhildur fór fljótlega heim
aftur. Fjárförgun, aðdrættir,
smalamennskur og undirbún-
ingur fyrir veturinn hófust nú á
Hlíð, og síðast en ekki sízt má
minnast á ávöxtun garðræktar-
innar frá vorinu. Börnin seldu
uppskeru sína fyrir um eitt þús.
var forsjá heimilisins falin börn-
unum 11, er ein urðu eftir heima.
Hallur lá í sjúkrahúsinu, veikur
og þjáður, en hinn meðfæddi
hraustleiki hans stóð lengur í
vegi fyrir endalokunum en
nokkurn hafði órað fyrir. Föru-
nautur hans, hin trygga 'eigin-
kona, var hjá honum öllum
stundum, er hún mátti við koma
og í vetur fæddi hún honum sitt
12. barn. Móðir hans, hin aldna
húsfreyja á Hlíð, andaðist 30.des.
s. 1. og var lík hennar flutt vest-
ur í átthaga þeirra. Öllu þessu
tók hinn sjúki og þjáðþ maður
með hreysti og hugprýði. 21. maí
andaðist hann á Landsspítalan-
um eftir árslangar þrautir og
þjáningar. Frændur og vinir í
Reykjavik söfnuðust saman til
kveðju, er lík hans var flutt til
skips og yngsta barnið, Halldís
litla, var skírt. Lík hans var
flutt vestur og jarðsett að Kol-
beinsstöðum 31. maí að við-
stöddu miklu fjölmenni.
En þó þessi vetur væri langur
og strangur hér í Reykjavík var
hann það engu síður á Hlíð í
Hnappadal. Þar voru börnin 11
ein heima í allan vetur, við að-
drætti, skepnuhirðingu og heim-
ilishald. Þó að aðstaða hvað
húsakynni snertir sé þar i betra
lagi, þá var þó hér um vel meðal-
bú að hirða og heimilisfólkið að-
eins börn frá 1 y2 tíl 17 ára að
aldri. Frændur og vinir úr ná-
grenninu voru að vísu reiðu-
búnir til aðstoðar og eftirlits, en
þrátt fyrir það varð þó hið smáa
vinnufólk að mestu að treysta á
sjálft sig í hinum daglegu störf-
um. Foreldrarnir voru báðir í
Reykjavík. Engin von var til að
íaðirinn kæmi heim aftur lif-
andi og heimkoma móðurinnar
var af þeim ástæðum bundin við
dauða föðurins En vetuiúnn leið
þó og vorið kom. Fólk og fén-
aður á Hlíð var vel framgengið
að vetrarlokum, nóg hey og nóg
til að bíta og brenna.
Þetta er ekki nein stórfregn af
hetjuverkum úr hildarleik styrj-
aldarinnar, sem ástæða .hefir
þótt til að útvarpa um heim all-
an með viðeigandi skrumi og
áróðri. Þetta er aðeins lítil frá-
sögn úr lífi íslenzkrar alþýðu,
sem skeð hefir síðastliðið far-
dagaár við okkar eigið heygarðs-
horn. Hún getur ekki lýst, en að-
eins gefið litla hugmynd um þá
baráttu, sem hér hefir háð verið.
En baráttan er enn ekki búin hj á
húsfreyjunni á Hlíð, sem .nú býr
þar með börnin sín 12. Hún og
bau hafa misst ástríkan maka og
föður, mikilhæfan og góðan
dreng. Fram undan er langt í
iand að halda hópnum saman,
bar til hann ^r orðinn fleygur
og fær. En þau hafa öll sýnt það,
í þeirri eldraun, sem afstaðin er,
að mikils má af þeim vænta. Því
standa óskir og vonir allra
þeirra, er til þekkja, með þeim
í þvi, að þau verði enn sigursæl
(Framhald af 3. síöuj
stjórnin frá 1939—’42 skipa
virðulegan sess í íslenzkri sögu,
þó ekki kæmi fleira til, en þó er
márgs fleira að minnast, En
kommúnistar áttu ekki sæti í
þeirri þjóðstjórn. Ég býst við,
að við Jón séum í rauninni
sammála um það, að ef þeir
hefðu átt þar sæti og ráðið eins
rniklu eins og þeir ráða nú, þá
hefði verr farið; þá hefðum við
t. d. lent í fullum fjandskap við
Vesturveldin, a. m. k. til 22. júni
1941 og hvað hefði þá komið
upp úr atburðunum 9. apríl
1940? Tæplega lýðveldi 4 árum
síðar.
Jón talar um samstarfsvilja
minn og annarra Framsóknar-
manna 1939. Við höfðum sama
samstarfsváljann á sl. hausti, þó
ýmsir okkar bæru þá að vísu
minna traust til „Sjálfstæðis-
manna“ vegna atburðanna
1942, en það var „Sjálfstæðis-
flokkurinn“, sem þá kaus sér
annað samstarf en 1939.
»
III.
Karakúlmennskan.
Ýmsir Reykvíkingar kalla
sveitaþingmenn ■ „Sjálfstæðis-
flokksins“, þeirra á meðal Jón
Pálmason, „karakúldeildina" og
þeir tala sízt virðulegar um
hana í sinn hóp, heldur en um
Framsóknarflokkinn. Hvorki
finnst mér þessi nafngift rétt-
mæt né smekkleg.
En hitt mætti gjarnan kalla
karakúlmennsku, hvernig Jón
Pálmason skrifar, enda ber ein
undirfyrirsögn í grein hans í
ísafold þann titil. Þar reynir
hann enn að klína innflutningi
karakúlfjár og afleiðingum þess,
sem hann telur fjárpestirnar
vera, á Framsóknarflokkinn.
Hann þykist þó ekki alveg geta
hreinsað sína flokksmenn af
þessu, en telur, að þeir hafi að-
eins látið leiðast af Framsókn-
armönnum. Hann er þó svo ó»
heppinn að benda sjálfur á, að
upphafið að þeim aðgerðum er
ekki að rekja til Framsóknar-
manna, m. k. ,þá nema að litlu
leyti.
Ég var á þingi þegar ini^flutn-
ingur erlends fjár var leyfður
og ég get alveg fullyrt það, að
það mál var ekkert flokksmál.
Það munu og þingtíðindin votta.
Menn úr báðum flokkum stóðu
að þessu, „Sjálfstæðismenn“
engu síður en aðrir. En auðvitað
ætlaðist enginn til, að af þessu
hlytist neinn skaði, heldur hið
gagnstæða. Það er því meiri
ódrengskapur og karakúl-
mennska, heldur en ég hefði að
óreyndu trúa,ð Jóni Pálmasyni
til að vera sífellt að stagast á
þessu.
Sérstaklega verður ódreng-
skapurinn ógeðslegur, þegar
einstakir menn eru hundeltir
með lognum sakargiftum í sam-
bandi við þetta, eins og hvað
eftir annað er reynt við Pál
Zóphóixíasson og Jón tekur und-
ir og smjattar á. Páll er enginn
dýralæknir og það var ekki hans
verk að ábyrgjast neitt um
heilbrigði hins erlenda fjár.
Annars heldur yfirdýralæknir
landsins,, Sig. E. Hlíðar, því fram
sem kunnugt er, að það sé með
öllu ósannað, að fjárpestirnar
stafi frá erlendu fé. Þær hafi
verið hér landlægar og svo orð-
ið að farsildri vegna breyttrar
meðferðar fjárins o. s. frv.
Svipað og berklaveiki í mönmim
var hér án efa landlæg í marg-
ar aldir, kannske frá landnáms-
tíð, þó hún yrði ekki að faraldri,
í hinum þunga róðri, er fram-
und?m er.
Að Jónsmessu 1945.
Guöm. Illugason.
svo vitað sé, fyrr en á 19. öld,
en þá höfðu lifnaðarhættir ís-
lendinga breytzt mikið. Mig
brestur að sjálfsögðu þekkingu
til að dæma um þessa kenningu
Sigurðar E. Hlíðar, en svo er
einnig um Jón Pálmasoxx. Mér
finnst því, að hann ætti ekki
að taka munninn jafn fullan um
þetta og hann gerir, á meðan
ekkert fer hægt að telja full-
sannað um orsakir fjárpest-
anna.
IV.
„Núllin“.
Jón Pálmasoix vill ekki fylgja
mínu velmeinta ráði um það,
að taka þá Gísla Sveinsson, Jón
á Reynistað og Pétur Ottesen
sér til fyrirmyndar, sökum þess,
eftir því sem honum farast orð,
að þeir séu „núll“ í ísleknzum
stjórnmálum og hann vill ekki
verða að núlli.
Þessi viðbára Jóns er alveg á-
stæðulaus, í fyrsta lagi eru þess-
ir menn alls engin núll. Þvert á
móti, þeir hafa allir staðið
framarlega í stjórnmálum þjóð-
arinnar og standa það enn og
einn þeirra hafði meira að segja
höfuðforustuna um stofnun
lýðveldisins. Þeir hafa og þá
aðstöðu nú, að fyrr en varir geta
þeir orðið lóðin á vogarskál
stjórnmálanna.
í öðru lagi er núllið hvorki
jafn þýðingarlaust og Jón virð-
ist álíta, né heldur mikil hætta
á, að hann yrði að núlli, þó hann
fylgdi ráði mínu. Að vísu er
núllið þýðingarlaust nema með
tölustöfum, en hann mundi
verða með öðrum, þó hann
gengi í hóp 5-menninganna.
Hins vegar yrði hann þó ekki að
núlli, því núllið tífaldar þá stærð
sem það er aftan við, en Jón,
mun aldrei geta tífaldað neinn
með fylgi sínu.
Núllið getur að vísu tekið upp
á þvi að minnka gildi þess tölu-
stafs, sem það er framan við, ef
það sjálft er aftan við kommu
og það er líklega þetta, sem Jón
óttast. Ekki get ég þó séð, að
meiri hætta sé á að það verði
hlutskipti hans í hópi 5-menn-
inganha, heldur en í þeim
hluta „Sjálfstæðisflokksins",
sem hann tilheyrir nú, enda ekki
beinlínis ástæða til að ætla, að
hann hafi þennan eiginleika
núllsins, þó hann hafi ekki
hinn að geta tífaldað.
Jón þarf því ekki að óttast að
hann verði að neinu núlli, þó
hann fylgi ráði mínu og vona ég
að hann taki það til nýrrar
yfirvegunar.
Nokkrum atriðum í ritsmíð
Jóns Pálmasonar læt ég ósvarað,
eru það margtuggin ósannindi,
sem áður hafa verið hrakin.
Nenni ég ekki að fást við slíkan
sparðatíning.
Barnatöskur
Brunabílar,
Barnabeizll,
Barnamál,
Barnarullur,
Barnastraujárn,
Barnastraubretti,
Barnaþvottabretti,
Barnagöngustafir,
Barnagjarðir.
K. EINARSSON
& BJÖMSSON H.F.
Bankastræti 11.
ttbreiðið Tímami!
Reykjavílc. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag.
i
Reykhús. — Frysihús.
IViðursuðuverksmiðja. — Rjjúgnagerð.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður-
soðicf kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls
konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjbt, ávallt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið köt alls konar, fryst og geymt í vélfrystihúsi
eftir fyllstu nútímakröfum.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar
um allt land.
Tiikynnmg
um framlen^ingu gjjaldeyris- og
innflutningsleyfa.
Viðskiptaráðið vekur athygli á því, að innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi, sem gefin hafa verið út fyrir s. 1. áramót,
en eru nú fallin úr gildi eða falla úr gildi á þessu ári, verða
ekki framlengd nema lögð séu fram skilríki fyrir því, að bú-
ið sé að greiða vöruna, eða aðrar álíka bindandi ráðstafanir
til vörukaupa hafi verið gerðar áður en leyfið féll úr gildi.
Beiðnir um framlengingu slíkra leyfu, verða að vera
skriflegar og fylgi þeim sönnunargögn um, hvenær varan
sé pöntuð, hvenær hún hafi verið eða verði afgreidd frá
seljanda og hvort útflutningsleyfi sé fyrir hendi.
16. júli 1945.
VIÐSKIPTARÁÐIÐ.
Anglýiing:
nm nlivör
Hinn 15. þessa mánaðar féllu í eindaga útsvör þeirra
gjaldenda til bæjarsjóðs Reykjavíkur, samkv. aðalniður-
jöfnun 1945, sem hafa ekki staðið skil á greiðslum upp í
útsvör þessa árs, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí
og 1. júní síðastl., þ. e. a. s. hafa ekki greitt upp í útsvör
1945 sem svarar 40% af útsvarinu 1944.
Allt útsvarið 1945, þeirra gjaldendá, sem þannig er á-
statt um, er fallið í eindaga, og falla á það dráttarvextir frá
gjalddögum, auk þess sem gerðar verða sérctakar ráðstaf-
anir til innheimtu útsvarsins.
Reykjavík, 16. júlí 1945.
BORGARSTJÓRIM.