Tíminn - 20.07.1945, Síða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímarltlð um
þjóðfélagsmál.
8
REYKJAVÍK
f»eir, sem vilja ki/nna sér þfóðfélagsmál, inn-
lend og úilend, þurfa að lesa Dagskrá.
20. JÚLÍ 1945
54. blað
AHfl¥ÁIX TÍJNANM ^
15. júlí, sunnuda^ur:
Trunian og Clmreliill
koma til Berlínar.
Þýzkaland: Undirbúningi a5
Potsdam ráðstefnunni er lokið
Truman og Churchill komu til
Berlínar og áttu með sér undir-
búningsviðræður um ýms mál,
sem rædd verða á ráðstefnunni.
Belgía: Tilkynnt var, að Leo-
pold konungur hafi endanlega
neitað að afsala sér völduní, en
kveðst hins vegar ekki muni
koma heim strax.
16. júlí, mánudagur:
Biðið eftir Staliii.
/
Þýzkaland: Ráðstefna „hinna
þriggja stóru“ gat ekki hafizt í
Mag, því að Stalin var ekki kom-
inn til Berlínar. Churchill og
Truman óku um borgina, hvor í
sínu lagi, og skoðuðu hana. Þeir
höfðu viðræðufund um morgun-
inn.
Grikkland: — Kommúnistar
sendu ráðstefnunni í Potsdam
skeyti og hótuðu borgarastyrj -
öld, ef ekki yrði látið að kröfum
þeirra. Þeit kvarta undan of-
sóknum af her og lögreglu.
Argentina: Sagt er að Hitler
og Eva Braun séu komin til Ar-
gentinu og hafi komizt þangað í
þýzkum kafbáti. Stjórnarvöld
þar í landi hafa mótmælt þess-
um orðróm.
17. júlí, þriðjudagur:
Ráðstefnan I Potsdam
hefst.
/
Þýzkaland: Ráðstefnan í Pots-
dam hófst. Koma Stalins til
Berlínar var tilkynnt skömmu
eftir hádegi. En kl. 17 komu þeir
saman til viðræðna, Truman,
Þegar Hermann
Jwnasson neltaði . . .
(Framhald af 1. sí3u)
enn ekki verið neitt viðnám
veitt, og margvísleg verzlunar-
viðskipti, er íslendingar áttu
•undir högg að sækja hjá Þjóð-
verjum. Hann skilur einnig til
hlítar afstöðu íslendinga til
hernámsins, bseði almennings,
sem fyrst áttaði sig ef til vill
ekki fullkomlega á því, hversu
brýna nauðsyn bar til þessara
aðgerða, og hinna ábyrgu
stjórnarvalda, er frá fyrstu tíð
áttu ágæta ^amvinnu við her-
stjórnina.
Hann metur fullkomlega þá á-
kvörðun íslendinga að biðja
Bandaríkin um hervernd, svo að
Bretar gætu flutt brott til ann-
arra st^iða nokkuð af því liði,
sem annars hefði verið nauðsyn-
legt að hafa hér, og hann skil-
ur, hversu mikið afhroð íslend-
ingar hafa beðið bæði á mönn-
um og skipum, við flutning ís-
lenzkra matvæla til Bretlands.
Loks furðar hann sig á því, að
íslendingum skyldi ekki vera
boðin þátttaka í ráðstefnunni í
San Francisco.
Öll er greinin skrifuð af ó-
venjulegum skilningi á'afstöðu
Lslendinga og bak’ við hana býr
augljóslega sannur vinarhugur.
Það hlýtur að vera öllum ís-
lendingum hið mesta ánægju-
efni, þegar slík grein birtist í
„Times“, og það því fremur sem
það er eitt af stórblöðum þeirr-
ar þjóðar, sem íslendingar hafa
haft hvað mest og bezt skipti
við og kjósa að eiga sem mest
skipti við í framtíðinni — þjóð-
ar, sem í tveimur heimsstyrjöld-
um hefir barizt til sigurs fyrir
málstað ' frelsis og mannrétt-
inda. íslendingar eru hreyknir
af því að hafa þegar frá önd-
' verðu lagt Bandamönnum það
lið, sem- þeir megnuðu, og þeir
munu með ánægju taka sinn
litla þátt í viðreisnarstarfinu.
Þeir trúa því/ að frá engilsax-
nesku stórþjóðunum megi smá-
þjóðirnar ávallt vænta sér
verndar og réttlætis, íslending-
ar sem aðrir, svo miklujiafa
þær, bæði^Bretar og Banda-
ríkjamenn, nú fórnað til þess að
bæla niður ofbeldið og yfir-
ganginn í heiminum.
Churchill og Stalin. Truman er
forseti ráðstefnunnar, samkv.
ósk þeirra Churchills og Stal-
ins. Fundurinn stóð í eina og
hálfa, klukkustund og fóru fram
undirbúningsviðræður. Truman
tilkynnti það í Berlín, að ekki
myndi verða neitt af ferð sinni
um Evrópulöndin að ráðstefn-
unni lokinni.
Þriggja daga umferðarbann
var sett á í Hamborg, vegna ó-
eirða er þar höfðu orðið.
Spánn: Franco hélt ræðu og
kvaðst vera fylgjandi konungs-
stjórn á Spáni, en sagði að hún
yrði að vera styrk og snör í
snúningum. Hann réðist á kom-
múnista og sagði það þjóðar-
nauðsyn, að Spánverjar berðust
gegn þeim, sem einn maður.
Kyrrahafsstyrjöldin: Brezkar
og amerískar flotadeildir gerðu
heiftarlega árás á Jaijan, eina
þá mestu, sem gerð hcfir verið.
Var árásin gerð 60' mílur frá
Tokio og olli hún miklum
skemmdum og truflunum á
landi.
Belgía: Þingið kom saman til
að ræða afstöðu konungsins.
Var samþykkt, að Leopold mætti
ekki taka aftur við völdum,
nema þingið leyfði það.
18. júlí miðvikudagur:
Ky r r ahaf ssty r j öldln
rædd.
Þýzkaland: Litlar fregnir/ber-
ast af ráðstefnunni í Potsdam.
Þremenningarnir komu saman á
fund og telja fréttaritarar, að
þeir hafi rætt um Kyrrahafs-
styrjöldina.
Kyrrahafsstyrjöldin: Brezk og
amerísk herskip halda uppi
stöðugri skothríð á Japan og
flugherinn lætur sprengjum
rigna,yfir eyjarnar. Japanir geta
litla vörn veitt. Tilkynnt er að
manntjón Japana nemi nú
hálfri annarri-miljón.
Stefan Islandi
iagnad
Stefan Islandi hélt fyrstu
söngskemmtun sína í Gamla
Bíó á þriðjudagskvöldið. Var
hvert sæti í húsinu skipað, og
lófatak og 'fagnaðarlæti gest-
anna, að Gamla Bíó mun vart
hafa boðizt annað eins. Svo
mikil var hrifning Reykvíkinga,
er þeir loks áttu kost á að hlusta
á söng þessa ástmögs þjóðarinn-
ar eftir hina löngu og ströngu
fjarvist hans. Fólki fannst hann
eins og heimtur úr helju, kom-
inn þarna upp á sviðið eftir sjö
ár. Blómvendirnir hlóðust að
honum, og hann varð að syngja
mörg aukalög.
Viðfangsefni hans voru af
ýmsum toga, bæði íslenzk c% er-
lend, þar á meðal óperulög.
Undirleik annaðist Fritz Weiss-
happel.
Að söngnum loknum ávarpaði
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri
söngvarann og bauð hann vel-
kominn heim á Frón og bað
hann hér að dvelja svo lengi
sem hann fýsti. Undir þá ósk
munu allir íslendingar taka af
alhug.
Kaupfélag Austur-Skaft-
fellinga 25 ára
Vegleg hátíðahöld
Sunnudaginn 8. júlí minntist Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
aldarfjórðungsafmælis síns með veglegum hátíðahöldum, að
Höfn í Hornafirði. Var ræðustóll reistur á slegnum túnbala við
verzlunarhúsin og skreytt inngönguhlið. íslenzki fáninn var
dreginn að hún víða á hátíðarsvæðinu, en samvinnufáninn blakti
á hárri stöng í fullu litskrúði.
G A* M L A B í Ó ♦♦ ❖ N Ý J A B í Ó
Hið n/^a verzlunarhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í Hornafirði.
í;
Verzlunar- og geymsluhús Kaupfélags Austur-Skaftfellinga í Hornafirði.
Stjórnmálaiundír
í Ncskaupstað
Stjórnmálafundur, sem stjórn-
arliðar höfðu boðað til í Nes-
kaupstað í Norðfirði, var hald-
inn á þriðjudaginn var. Sóttu
hann 46 manns, þegar fjöl-
mennast var.
Mikil og hörð andstaða gegn
stjórninni kom fram á fundi
þessum, og höfðu þeir Ingvar
Pálmason alþingismaður og
Ní^els Ingvarsson útgerðarmaður
orð fyrir stjórnarandstæðingum.
Snerust vopnin mjög í höndum
stjórnarliða'og breyttist fyrir-
huguð sókn þeirra fljótt í vörn,
sem ekki tókst heldur fimlega.
Lauk fundinum með algerðum
málefnaósigri stjórnarliða, er
una sínum hlut hið versta,
sem vonlaust er, eftir slíkar ó-
farir.
Hátíðin hófst kl. 2.30 með því,
að formaður félagsins, Þorleifur
Jónsson, fyrrv. alþm., Hólum,
sté í stólinn og flutti ávarp og
bauð gesti velkomna. Bjarni
Guðmundsson, kaupfélagsstj.,
rakti því næst allýtarlega starfs-
sögu félagsins, frá því, er það
hóf verzlun sína, 1. júní 1920.
Steinþór Þórðarson, bóndi, Hala,
mælti fyrir minni íslands. Því
næst varð hlé á ræðuhöldum
meðan kaffi var veitt. Að því
loknu flutti Gunnar Snjólfsson,
bókari, frumort afmæliskvæði
til félagsins eftir Stefán Sigurðs-
son, Höfn, sem var fyrsti utan-
búðarmaður þess. Hann er nú há
aldraður og nálega blindur. Þá
mælti sr. Eirikur Helgason, pró-
fastur í Bjarnarnesi, fyrir minni
Austur-Skaftafellssýslu, Sigurð-
ur Jónsson, bóndi Skaftafelli,
fyrir minni bænda, Kristján
Benediktsson , bóndi Einholti,
fyrir minni kvenna og Vilhjálm-
ur Guðmundsson, bóndi Gerði,
fyrir minni samv.stefnunnar.
Karlakór Hornafjarðar, undir
stjórn Bj. Bjarnasona,' Brekku-
bæ, skemmti með söng milli
ræða og auk þess söng hann
síðar um kvöldið allmörg lög við
fögnuð samkomugesta.
Að ræðum loknum, eða um kl.
8,30 um kvöldið, var sezt að mat-
borði. Var borðhaldið í stóru
tjaldi og fundarsal félagsins.
Varð að tvísetja, ^þar sem sam-
komugestir voru nær 400 úr öll-
um sveitum á félagssvæðinu.
Þrjár blómarósir úr hverri deild
gengu um beina.
Að lokum var dans stíginn unz
skammt var eftir nætur.
Þess má géta, að héraðsbúum
hafði aldrei gefizt köstur á að
sjá samvinnukvikmyridina. Var
því leitgð hófanna að fá hana
sýnda á hátíðinni, en hún var
þá á f erð og flugi annars
staðar um lantíið, svo að menn
urðu af henni í þetta sinn.
í nefnd, sem annaðist undir
búning hátíðarinnar voru Gunn-
ar Snjólfsson, bókari félagsins,
Óskar Guðnason, deildarstjóri
og Stefán Jónssop, Hlíð, endur-
skoðandi. Þeir önnuðust tilföng
öll og framreizlu. Hösktíldur
Björnsson, listmálari, Höfn,
skreytti smekklega ræðustólinn
og hátíðarsvæðið. Stefán Jóns-
son 'á Hlíð stjórnaði hátíðar-
haldinu með rögg og skörungs-
skap.
Hægviðri var um daginn og á-
kjósanlegt til útisamkomu, enda
fór hátíðarhaldið* hið bezta
fram og voru hátíðargestir hinir
ánægðustu.
Tveír fimmmenaing-
anna úr Esju frjálsir
Af íslendingunum fimm, sem
teknir voru úr „Esju“, þegar hún
var áð leggja af stað frá Kaup-
mannahöfn, hafa nú tveir verið
látnir lausir. Voru það þeir Sig-
urður Kristjánsson verkfræðing-
um, sem tekinn var í misgripum
fyrir annan, og Leifur Jóhann
esson. Munu þeir hyggja til
heimferðar sem fyrst. Hinir
þrír eru enn i halái hjá brezku
herstj órninni í Höfn, en hún
lofaði að hraða rannsókn í mál
um þeirra, en annars hefir ekk-
ert af þeim frétzt.
Vonandi verður þess ekki langt
að bíða, að hernaðaryfirvöldin
sannfærist um fullkomið • sak-
leysi þeirra og láti þá einnig
lausa.
Sýaingar
Jóhanns og Vals
Jóhann Pétursson, risinn úr
Svarfaðardal, og töframaðurinn
Valur Norðdahl, héldu sameig
inlegar sýningar I Gamla Bíó í
fyrrakvöld og gærkvöld, við
húsfylli í bæði skiptin. Þeir end-
urtaka sýninguna í kvöld og ef
til vill oftar. Sýningar, slíkar
sem þessar, eru nýlunda fyrir fs-
lendinga, enda vekja þeir félag-
ar óskipta undrun og aðdáun á-
horfenda fyrir listir sínar og
töfrabrögð. '
Maður drukknar
í Reyk javíkurhöf n
í gærmorgun vildi það sorg
lega slys til,#að ölvaður maður
drukknaði í höfninni í Reykja
vík.' Fór hann út í lítinn bát ey
lá víð Ægisgarð, en festi annan
fótinn í bátskeðju og féll í sjó-
inn. Hann hét Jóhann Kristján
Jóhannsson, til heimilis að
Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Hann var um tvítugt.
OFSÓTTUR
(The Fallen Sparrow)
Maureen O’Hara,
Jolin Garfield.
Sýnd kl. 9.
Börn innan 14 ára fá ekki aðg. \
Cowboy-mynd
með JOHN WAYNE.
Ræningjar á þjpð-
braut
með LLOYD NOLAN.
Báðar þessár myndir sýndar
Sýnd kl. 5.
Börn innan 12 ára fá ekki aðg.
VETRAR.
Æ VINTÝRI
(,,Wintertime“)
Sýnd kl. 9.
Kátir voru karlar
(Pardon My Sarong)
Ein skemmtilegasta myndin,
sem til er með
ABBOTT
og
COSTELLO.
Sýnd kl. 5 og. 7.
Þe^r gerðn garðinn *
frægan
OG 'v
Dáðir
voru drýgðar
eru ágætar skemmtibækur og
hafa auk þess þann kost að
vera ódýrar.
TJABNABBÍÓ *
DRAfJMADÍS
(Lady in the Dark)
Skrautmynd í eðlilegum litum.
Ginger Borgers,
Bay Milland, ;
Warner Baxter,
Jon Hall.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
STEFAN ISLANQI:
Söngskemmtanir
í Gainla BIó I kvöld og mánud. 23. þ. mánaðai*
Vid hljódlæríð: Fritz Weísshappel
Pantaðir aðgöngumiðar sækist í Bókaverzlun Sigf. Eymunds-
sonar fyrir kl. 1, dagana sem sungið er.
V
ATH.: Allir aðgöngumiðar hafa þegar verið pantaðir á báð-
ar söngskemmtanirnar. f
Hverjjir gæta
réttar íslendinga?
(Framhald af 1. síðu)
eða fylgjast með því á annan
hátt, hvernig hún er fram-
kvæmd. Það er óviðunandi, ef
íslenzka ríkisstj órnin gerir ekki
þessa kröfu. Ef henni er'fylgt
eftir með festu, verður að telja
líklegt, ef ekki víst, að það fáist
framgengt. íslenzka þjóðin vill
ekki þQla það að þegnaf hennar
séu teknir fastir, jafnvel úr ís-
lenzku skipi, þeir hafðir í haldi
án þess að þjóðin viti hvar þeir
eru geymdir og mál þeirra rann-
sakað eðfc túlkað af aðiljum,
sem meir en vafasamt er að geri
það af velvild, og án þess að
fylgzt sé með því.af íslands hálfu
hvernig framkvæmt er. Við get-
um sett okkur i spor þeirra
sjálfra. Okkur mundi í þeirra
sporum þykja þetta köld um-
hyggja og heldur lítilmótlegt af
hálfu stjórnar hins sjálfstæða
íslenzka ríkis. Ríkisstjórnina
skortir vissulega ekki utanríkis-
þjónustu til þess að láta vinna
þetta verk. Ríkisstjórnin hefir
þrjá sendiherrra sem að sjálf-
sögðu eru að ýmsu leyti hæfir
menn og sumir þeirra mjög h^f-
ir. Þeir hafa ekki allir svo mikið
að gera í svip, að þeir geti ekki
farið til Danmerkur þessara er-
inda, ef þörf telst.
En hvað sem því líður hefir
íslenzka ríkið nógum hæfum
mönnum á að skipa, sem ekki
munu gegna öðrum störfum
nauðsynlegri í bráð en að vera
til staðar og fylgjast með því,
hvernig er farið með mál þeirra
fslendinga, sem kunna að vera
bornir sökum erlendis. Það eru
sendar utan nefndir í sérstök-
um erindum, þó að við höfum
þar hæfa fulltrúa til þess að
sinna störfum, sem vissulega eru
þýðingarminni heldur en þetta.
Þjóðin öll verður því hiklaust
og þegar í stað að gera þá kröfu
til íslenzku ríkisstjórnarinnar,
að hún geri allt það, sem í henn-
ar valdi stendur til þess að kom.a
því til vegar, að fulltrúi af okkar
hálfu fái að fylgjast með málum
þeirra landa okkar, sem eru
bornir sökum og eru og kunna
að verða undir rannsókn. Þessa
er einatt nauðsyn og þó fremur
nú en nokkru sinni á þeim
tímum umróts-og ábyrgðarleysis
sem víða ríkja og enn virðist
langt frá því að verða lokið. —
Við höfum sýnt brezku þjóðinni
þá velvild í þessari styrjöld og
hún mætti sanngjörnum óskum
íslendinga af þeim skilningi, að
þetta ætti að vera auðsótt, að
því er til kasta Breta kemur.
Það, sem þegar hefir gerzt —
víg að minnsta kosti eins íslend-
ings, handtaka fimmmenning-
anna og fleira — er næg á-
stæða til þess, að þetta verði
ekki látið dragast deginum
lengur. —
• /
Furðnlegt
blaöaviðtal.
(Framhald af 1. síðu)
svívirðilegastar, séu bornar á
þann mann, sem hæst ber í
þeirra flokki.
Og hér í rauninni meira i veði.
Hér á landi hefir ríkt sannur
bróðurhugur í garð hinna Norð-
urlandaþjóðanna. Við höfum
beðið þess með óþreyju að geta
á ný tekið upp þráðinn, sem varð
niður að falla eftir innrás Þjóð-
verja á Norðurlönd. En í um-
mælum slíkum sem þeim, sem
„Politiken" he^ir haft um Gunn-
ar Gunnarsson í þessu viðtali við
Skúla Skúlason, er verið að blása
að kolum sundfungar og mis-
skilnings, sem getur orðið hin-.
um norræna samhug hættuleg-
ur. Það er og vert að geta þess,
að einmitt þetta sama blað,
„Politiken", hefir upp á síðkast-
ið birt fleiri ummæli um íslend-
Inga og islenzk málefni, er koma
mjög undarlega fyrir sjónir.
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman 1 hjóna-
band ungfrú Hulda Pétursdóttir og
Svavar^ Jóhannsson, sýsluskrifarí á,
Patreksfiröi.
I